11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Nemendaskrá Háskólans er sá grunnur sem skipulag háskólastarfsins byggist á,<br />

s.s. stundaskrár, skipan í stofur og bókakaup Bóksölu stúdenta. Þar fer fram<br />

nýskráning, árleg skráning í námskeið og próf, innheimta skráningargjalds og varðveisla<br />

einkunna. Skrifstofur deilda og námsbrauta eru tengdar tölvukerfi Nemendaskrárinnar<br />

beint með tilteknum aðgangsmöguleikum, auk þess sem nemendaskrárkerfið<br />

er beinlínutengt tölvukerfi LÍN. Í vefkerfi skólans, sem tekið var í notkun<br />

á haustmisseri 2001, á hvert námskeið sína heimasíðu með dagatali, kennsluáætlun,<br />

prófasafni og tilkynningum til nemenda. Að auki geta stúdentar nálgast margháttaðar<br />

upplýsingar um námskeið sín og námsferil og geta þeir skráð sig úr námskeiðum<br />

í vefkerfinu. Haldið var áfram endurskoðun nemendaskrárkerfis sem hófst<br />

formlega haustið 2002, en átaksverkefni við endurskoðun gagnagrunns nemendaskrárkerfisins<br />

var að mestu leyti lokið um áramótin 2004/<strong>2005</strong>.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru skráðar yfir 35.000 próftökur á þremur próftímabilum. Atvik utan<br />

próftímabila voru um það bil 5.000. Ljóst er að fjölgun próftaka er umtalsverð<br />

á milli ára, en beinn samanburður talna er varasamur þar sem margir þættir eiga<br />

hlut að máli. Stöðupróf í ensku (TOEFL, Test of English as a Foreign Language)<br />

voru haldin á vegum Háskólans samkvæmt samningi við Educational Testing<br />

Service. Á árinu <strong>2005</strong> voru þau haldin fimm sinnum og samtals tóku 476 einstaklingar<br />

stöðupróf. Þá voru haldin í fyrsta sinn svokölluð GRE og Gmat stöðupróf við<br />

Háskólann og tóku 53 GRE prófið og 10 Gmat.<br />

Fjöldi stúdenta og brautskráning<br />

Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir fjölda stúdenta við Háskóla Íslands háskólaárið<br />

2004–<strong>2005</strong> og fjölda brautskráðra árið <strong>2005</strong>. Brautskráðir voru samtals 1.445, þar af<br />

luku 250 meistaraprófi. Fimm doktorsvarnir fór fram í læknadeild á árinu, þrjár í<br />

raunvísindadeild, tvær í hugvísindadeild, ein í lagadeild, tvær í tannlæknadeild, og<br />

ein í félagsvísindadeild. Þá luku 125 viðbótarnámi (einu ári að loknu B.A.-/B.S.-prófi).<br />

Gæðamat kennslu<br />

Á vegum kennslumálanefndar hefur frá lokum haustmisseris 1987 verið leitað<br />

eftir mati stúdenta á gæðum kennslu og námskeiða. Tilgangurinn er að veita<br />

kennurum aðhald í kennslu og upplýsingar um hvað betur má fara. Kennslumiðstöð<br />

Háskólans annast framkvæmd könnunarinnar í samráði við Reiknistofnun<br />

og kennslusvið. Framkvæmd kennslukönnunarinnar og úrvinnsla er með rafrænum<br />

hætti. Tekið er mið af könnuninni við framgang kennara.<br />

Kennsluhúsnæði<br />

Hin öra fjölgun stúdenta hefur kallað á aukið kennsluhúsnæði. Tekist hefur með<br />

herkjum að hýsa kennsluna en ljóst er að hinn þröngi stakkur húsnæðis sem<br />

kennslunni er víða sniðinn hefur neikvæð áhrif á kennslu og nám, svo og vinnutíma<br />

kennara og stúdenta. Stundatöflur einstakra hópa eru tíðum sundurslitnar<br />

og kennsla sett í óhentugt húsnæði eða nánast óhæft. Þá er með naumindum<br />

unnt að koma skriflegum prófum fyrir á próftímabilum, einkum í desember, og<br />

hefur þessi húsnæðisskortur iðulega áhrif á próftöflur nemenda til hins verra.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru lagðar niður tvær kennslustofur á annarri hæð Aðalbyggingar<br />

og ein í Odda. Í staðinn voru teknar í notkun tvær kennslustofur í kjallara Aðalbyggingar<br />

og leigt húsnæði undir kennslustofur í húsi Þjóðminjasafnsins og í<br />

safnaðarheimili Neskirkju.<br />

Kennslumálanefnd<br />

Kennslumálanefnd fundaði 16 sinnum á árinu. Á vormisseri var m.a. rætt um<br />

kennslukönnun, stigamat kennslu og sjúkra- og upptökupróf. Að venju var úthlutað<br />

úr kennslumálasjóði, en 18 umsóknir bárust að þessu sinni og var samþykkt<br />

að styrkja níu verkefni um samtals 5,6 m.kr. Á haustmisseri var rætt um<br />

kennslukönnun, European Qualification Framework, úthlutunarreglur kennslumálasjóðs<br />

og viðbrögð við niðurstöðum ytri úttekta á Háskóla Íslands.<br />

Kennslumiðstöð<br />

Hlutverk Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands er að stuðla að þróun kennsluhátta<br />

við Háskólann með því að veita deildum, skorum og einstaka kennurum faglega<br />

ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun kennslu og kennsluhátta, hvort sem er á sviði<br />

upplýsingatækni eða kennslufræði.<br />

Kennslumiðstöð stendur fyrir vinnustofum, kynningum og námskeiðum tengdum<br />

42

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!