11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rannsóknastofnun í<br />

hjúkrunarfræði<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn Rannsóknastofnunar árið <strong>2005</strong> var skipuð Herdísi Sveinsdóttur, prófessor,<br />

formanni og Sóleyju S. Bender, dósent, úr hópi fastráðinna kennara við hjúkrunarfræðideild<br />

og Helgu Bragadóttur, sviðsstjóra á Landspítala-háskólasjúkrahúsi<br />

(LSH), til 1. október og Hrund Sch. Thorsteinsson, sviðsstjóra LSH, frá 1. október,<br />

tilnefndar af hjúkrunarforstjóra LSH. Helga Gottfreðsdóttir, lektor, var skipuð<br />

varamaður.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar voru Margrét Lúðvíksdóttir í 20% starfi ritara til 10.<br />

júní, Ragnar Ólafsson, sálfræðingur í 50% starfi sérfræðings til 1. maí, Þóra Jenný<br />

Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í 40% starfi verkefnisstjóra frá 1. mars til 1.<br />

ágúst, Lára Kristín Sturludóttir í 10% starfi verkefnisstjóra frá 1. október og Helga<br />

Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor í 63% starfi forstöðumanns frá 1. október.<br />

Starfsemin<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði vinnur samkvæmt reglum um Rannsóknastofnun<br />

í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús<br />

frá 22. september 2004. Aðalviðfangsefni stofnunarinnar er að styðja við og efla<br />

rannsóknir kennara við hjúkrunarfræðideild og hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra<br />

á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði leggur ríka áherslu á að bjóða rannsakendum<br />

í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði þjónustu til að auðvelda þeim<br />

vinnu að framgangi og útgáfu verka sinna. Stefnt er að því að stofnunin búi yfir<br />

úrræðum og geti vísað fólki á viðeigandi aðila sem geta veitt aðstoð t.d. sérfræðinga<br />

í ólíkum tölfræðiaðferðum, yfirlesara og aðstoðarmenn. Stofnunin leitast einnig<br />

við að bæta aðstöðu til rannsókna í samræmi við þarfir kennara/hjúkrunarrannsakenda<br />

og veitir kennurum /hjúkrunarrannsakendum aðstoð við að birta<br />

niðurstöður sínar.<br />

Fræðsla og útgáfa<br />

Unnið hefur verið að því að efla útgáfu á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði.<br />

Vorið <strong>2005</strong> gaf stofnunin út rannsóknaskýrslu Jóhönnu Bernharðsdóttur,<br />

lektors í hjúkrunarfræðideild og Ástu Snorradóttur og Rannveigar Þallar Þórsdóttur,<br />

hjúkrunarfræðinga á LSH. Í skýrslunni er gerð grein fyrir rannsókn á tíðni<br />

og eðli sálrænna vandamála hjá sjúklingum og aðstandendum og þörf þeirra fyrir<br />

ráðgjöf frá geðhjúkrunarfræðingi.<br />

Stofnunin styrkti útgáfu á bók Kristínar Björnsdóttur, dósents við hjúkrunarfræðideild.<br />

Bókin ber heitið Líkami og Sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun.<br />

Bókin var á meðal 10 rita sem tilnefnd voru til verðlauna Hagþenkis sem framúrskarandi<br />

fræðirit.<br />

Þjónusturannsókn var unnin fyrir Sjálfsbjörgu og voru niðurstöður hennar gefnar<br />

út í skýrslunni: Viðhorf þjónustuþega til heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu;<br />

Viðhorfskönnun meðal félagsmanna Sjálfsbjargar.<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði stóð fyrir opinberum erindum, málstofum,<br />

ráðstefnum, málþingum og umræðufundum. Árið <strong>2005</strong> voru haldin tvö opinber<br />

erindi og 11 málstofur.<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði hélt ráðstefnuna Frá skilningi til aðgerða;<br />

þekkingarþróun í hjúkrunarfræði, 24. maí í Norræna húsinu. Ráðstefnan var liður<br />

í undirbúningi að útgáfu bókar hjúkrunarfræðideildar sem kemur út 2006. Kennarar<br />

kynntu framlag sitt til bókarinnar.<br />

Dr. Marcia Von Riper, dósent við háskólann í Chapel Hill í Norður-Karólínu ríki í<br />

Bandaríkjunum, stýrði vinnusmiðju Rannsóknastofnunar um genafræði 17. mars.<br />

Yfirskrift vinnusmiðjunnar var Strategies for Integrating Genetics into the Curricula.<br />

Kennurum hjúkrunarfræðideildar, sérfræðingum í hjúkrun við LSH og hjúkrunarfræðingum<br />

á fræðasviðum sem tengjast genafræði var boðið til vinnusmiðjunnar.<br />

110

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!