11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Stefna gegn mismunun markar ekki síður mót í mannréttindamálum innan Háskóla<br />

Íslands sem á rætur sínar í fjölbreyttu samfélagi stúdenta og starfsmanna<br />

en Háskólinn er í senn alþjóðleg menntastofnun og fjölmenningarlegur vinnustaður.<br />

Stúdentar og starfsfólk koma til náms og starfa með mismunandi bakgrunn,<br />

þekkingu og reynslu í farteskinu og Háskóli Íslands vill leggja sig fram við<br />

að hver og einn fái að njóta sín á eigin forsendum.<br />

Jafnréttisáætlun <strong>2005</strong>-2009: Jafnrétti kvenna og karla var samþykkt á háskólafundi<br />

í nóvember. Áætlunin tekur til fjögurra meginsviða:<br />

I. Að jafna aðstöðu og kjör karla og kvenna.<br />

II. Að jafna aðild kynjanna að nefndum, stjórnum og ráðum Háskólans.<br />

III.<br />

IV.<br />

Að jafna aðstöðu kvenna og karla til náms.<br />

Að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun og áætlanagerð.<br />

Í áætluninni er deildum, stofnunum og stjórnsýslusviðum nú gert að móta eigin<br />

jafnréttisáætlanir, sem skulu byggðar á jafnréttisáætlun HÍ. Skipaðir skulu<br />

starfshópar innan hverrar deildar/stofnunar/stjórnsýslusviðs til að vinna að<br />

gerð áætlananna og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir árslok 2007. Jafnréttisfulltrúi<br />

vann að undirbúningi þessa verkefnis í lok árs, sem m.a. fólst í vinnu við<br />

gátlista við gerð jafnréttisáætlana.<br />

Fræðsla<br />

Í febrúar var haldið námskeið fyrir stjórnendur í Háskóla Íslands um samþættingu<br />

jafnréttissjónarmiða. Námskeiðið var í umsjón Berglindar Magnúsdóttur,<br />

jafnréttisfulltrúa HÍ og Hildar Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar.<br />

Samþætting er aðferð til að ná árangri í jafnréttismálum en aðferðin byggir á<br />

þátttöku og þekkingu æðstu stjórnenda á jafnréttismálum. Námskeiðið sóttu 17<br />

manns.<br />

Jafnréttisnefnd stóð fyrir uppskeruhátíð í tilefni jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs<br />

<strong>2005</strong> til Háskóla Íslands í nóvember. Boðið var upp á dagskrá þar sem var<br />

kynnt hvernig Háskóli Íslands hefur skipað sér í fremstu röð opinberra stofnana<br />

með samþykkt stefnu sinnar gegn mismunun og greint var frá helstu niðurstöðum<br />

í nýlegri rannsókn á kynbundnu námsvali við skólann. Var hátíðin vel sótt og<br />

góður rómur gerður að erindum.<br />

Í nóvember hélt jafnréttisfulltrúi erindi á fræðslufundi hjá stjórn og samninganefnd<br />

Félags framhaldsskólakennara um jafnréttisáætlanir og stofnanasamninga.<br />

Á haustmisseri var heimasíða jafnréttisnefndar endurskoðuð, bæði hvað varðar<br />

útlit og efni. Nýtt lén var fengið og er veffang nefndarinnar nú www.jafnretti.hi.is<br />

69

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!