11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>2005</strong>. Enginn situr nú í stöðu dósentsins vegna seinagangs af hálfu deildarstjórnar<br />

að auglýsa stöðuna að nýju í tæka tíð en það var þó gert fyrir áramót <strong>2005</strong>/2006.<br />

Aðrir starfsmenn eru Vilhjálmur Rafnsson, prófessor, en Hrafn Tulinius, prófessor<br />

emeritus, hefur starfsaðstöðu á rannsóknarstofunni. Staða Sigurðar Thorlacius,<br />

dósents í tryggingalæknisfræði, sem kostuð er af Tryggingastofnun ríkisins og öðrum<br />

færðist af fræðasviðinu heilbrigðis- og faraldsfræði og hefur hann ekki lengur<br />

aðstöðu á rannsóknarstofunni. Ásta Jóna Guðjónsdóttir, ritari, fluttist til í starfi innan<br />

læknadeildar að eigin ósk og hefur ekki fengist ráðinn annar ritari að rannsóknastofunni<br />

í hennar stað, þó eftir því hafi verið leitað við deildarstjórn. Evald Sæmundsen<br />

er í doktorsnámi við rannsóknarstofuna og er áætlað að hann ljúki doktorsprófi<br />

vorið 2007. Oddný S. Gunnarsdóttir lauk MPH (master of public health) frá<br />

Nordic School of Public Health í desember <strong>2005</strong>, hún stundar nú doktorsnám við<br />

sama skóla með aðstöðu og handleiðslu á rannsóknarstofunni. Fjöldi starfsmanna<br />

er breytilegur frá ári til árs og er hann háður rannsóknarstyrkjum.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði sinnir faraldsfræðilegum rannsóknum einkum<br />

á sviði krabbameina og smitsjúkdóma. Gerðar eru rannsóknir á krabbameinshættu<br />

meðal atvinnuflugmanna og flugfreyja. Tilefni þeirra rannsókna er að flugfólk<br />

verður fyrir geimgeislun í störfum sínum. Vegna þessara rannsókna er í<br />

gangi samstarf við aðra rannsakendur á hinum Norðurlöndunum (NoESCAPE),<br />

sem einnig eru að athuga krabbameinshættu flugfólks hverjir í sínu landi. Hópar<br />

flugfólks eru síðan sameinaðir til þess að fá tölfræðilega áreiðanlegri niðurstöður.<br />

Athugað er nýgengi krabbameins í samvinnu við krabbameinskrár á Norðurlöndum.<br />

Auk þessarar samvinnu við Norðurlandamenn er rannsóknarstofan einnig í<br />

samvinnu um evrópskar flugmanna- og flugfreyjuathuganir og eru það dánarmeinarannsóknir<br />

sem einnig er einkum ætlað að meta krabbameinshættu vegna<br />

geimgeislamengunar (ESCAPE). Í því samstarfi eru aðilar frá níu Evrópulöndum.<br />

Evrópusamstarfið hefur leitt til birtinga á niðurstöðum á undanförnum árum og er<br />

það enn í gangi. Niðurstöður rannsóknanna á flugfólki benda til að það sé í meiri<br />

hættu en aðrir að fá illkynja sortuæxli í húð og að flugfreyjum sé hættara við<br />

brjóstakrabbameini en öðrum konum.<br />

Í tengslum við rannsóknir á krabbameinshættu meðal flugmanna hefur verið<br />

gerð sérstök athugun á því hvort flugmönnum er hættara við að fá ský á augastein<br />

en öðrum. Vitað er að jónandi geislar geta valdið skemmdum og skýmyndun<br />

á augasteini. Í þessari rannsókn, en niðurstöður hennar hafa þegar verið birtar í<br />

The Archives of Ophthalmology, kom í ljós að flugmönnum er hættara við að fá<br />

ský í kjarna augasteins og að þessi skýmyndunarhætta tengist því magni geimgeisla<br />

sem þeir hafa orðið fyrir á flugmannsferli sínum.<br />

Rannsóknarverkefni er í gangi um áhættuþætti illkynja sortuæxla meðal úrtaks<br />

íslensku þjóðarinnar og er nú unnið að verkefnum sem miða að því að skýra orsakir<br />

hækkunar á nýgengi sortuæxla, sem átt hafa sér stað ár frá ári hér á landi<br />

og tengjast þessar rannsóknir flugáhöfnunum.<br />

Önnur rannsóknarverkefni beinast að krabbameinshættu tengdum starfsstéttum<br />

svo sem bændum. Og sérstakt verkefni er um krabbameinshættu við kísilgúrframleiðslu.<br />

Á sviði sóttvarna hafa farið fram rannsóknir á faraldri af völdum Salmonella typhi<br />

murium DT 204b sem gekk yfir hér á landi haustið 2000. Þessi rannsókn hefur<br />

verið unnin í samvinnu við sóttvarnarstofnanir í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi<br />

þar sem faraldursins varð einnig vart. Rannsókn á bólusetningu gegn HPV (Human<br />

Papilloma Virus) sem veldur leghálskrabbameini og kynfæravörtum hófst á<br />

árinu 2001 í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og lyfjafyrirtækið Merck. Þá<br />

var hafinn undirbúningur að rannsókn á orsök niðurgangspesta hér á landi í<br />

samvinnu við Sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss á árinu 2002.<br />

Einnig hófst á árinu <strong>2005</strong> undirbúningur að rannsókn á lifrarbólgu C veirusýkingu<br />

hjá HIV sýktum einstaklingum og áhrifum hennar á horfur HIV sýktra sjúklinga,<br />

sem eru til eftirlits við Veirufræðideild LSH. Þá hófst undirbúningur að rannsókn á<br />

algengi lifrarbólgu B og C á meðal innflytjenda til Íslands í samvinnu við Sigurð<br />

Ólafsson, smitsjúkdómadeild LSH, Lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar<br />

Reykjavíkur og Barnaspítala Hringsins.<br />

Doktorsnemar<br />

Doktorsverkefni Evalds Sæmundsen fjallar um einhverfu og er vinnutitill ritgerðar<br />

hans: Autism in Iceland. Study on detection, prevalence, and relation of epilepsy<br />

in infancy and autism spectrum disorders. Verkefnið skiptist í nokkra hluta sem<br />

148

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!