11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

• Bologna promoters. Framkvæmdastjórn ESB veitti Alþjóðaskrifstofu fyrir<br />

tímabilið 1. júlí <strong>2005</strong> - 31. desember 2006, 14.065 evru fjárframlag til að standa<br />

straum af kostnaði við kynningu á Bologna-samræmingarferli háskóla í<br />

Evrópu. Í samvinnu við menntamálaráðuneyti og Bologna-nefnd á Íslandi.<br />

Fyrirhugað er að halda kynningarráðstefnu og fund um Bologna-ferlið hér á<br />

landi á tímabilinu.<br />

Starfsmanna- og<br />

starfsþróunarmál<br />

Á starfsmannasviði starfa Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri,<br />

Elísabet Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri/starfsmatsstjóri, Lilja Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri,<br />

Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur/verkefnisstjóri og Þóra Margrét<br />

Pálsdóttir, sálfræðingur/verkefnisstjóri. Um mitt árið <strong>2005</strong> tók Sigrún Valgarðsdóttir,<br />

verkefnisstjóri á starfsmannasviði, við starfi jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands<br />

og í september kom Elísabet Þorsteinsdóttir, starfsmatsstjóri, til starfa við<br />

starfsmannasvið. Jafnframt að sinna áfram starfsmatinu sér Elísabet um að uppfæra<br />

starfsmannaskrá Háskólans og yfirfæra í HRM kerfi Oracle auk þess að<br />

sinna ýmsum öðrum verkefnum, þ. á m. ráðningum. Starfsfólk sviðsins tekur að<br />

sér fjölbreytt verkefni þannig að sá sem leitar til sviðsins á þess kost á að hafa<br />

einn tengilið varðandi þau mál sem þarf aðstoð við, jafnvel þó ólík séu.<br />

Starfsmenn sviðsins eru í nánu samstarfi við yfirmenn og unnið er að því að styðja<br />

þá sem best og leitast sviðið við að finna leiðir sem henta hverjum og einum. Einnig<br />

tekur starfsmannasvið þátt í að endurskoða störf og skipulagseiningar m.t.t. þeirra<br />

krafna sem gerðar eru til stjórnsýslunnar. Mikið vinnuálag er á starfsfólki Háskólans<br />

og leitar starfsmannasvið leiða til að draga úr vinnuálagi m.a. með því að einfalda<br />

og endurskoða verkefni. Fyrir liggur að skrá og fara yfir alla ferla í stjórnsýslu<br />

með það að markmiði að einfalda og skýra þá og samskipti á milli eininga.<br />

Á árinu voru haldnir tveir stefnumótunarfundir hjá sviðinu, þar sem farið var yfir<br />

helstu verkefni sviðsins, markmið og framtíðarverkefni. Tekin var í notkun gátlisti<br />

og verklag vegna áfengismisnotkunar með það að markmiði að auðvelda starfsfólki<br />

og yfirmönnum þeirra að takast á við vandann. Einnig voru gátlistar vegna<br />

slysa og óhappa yfirfarnir í samvinnu við öryggisnefnd.<br />

Háskólatorg<br />

Starfsmannastjóri átti sæti í verkefnisstjórn vegna svokallaðs Háskólatorgsverkefnis.<br />

Þar var unnið með starfsfólki við að skilgreina starfsemi þeirra starfseininga<br />

sem flytjast í Háskólatorg og taka þarf tillit til við hönnun hússins. Einnig fól<br />

verkefnið í sér að kortleggja það sem bæta má, bæði í verkferlum og í þjónustu<br />

við nemendur, en með tilkomu háskólatorgs verður mögulegt að hafa miðlæga<br />

þjónustu við nemendur á einum stað og því gullið tækifæri að endurskoða þá<br />

starfssemi.<br />

Starfsmannasamtöl, starfslýsingar<br />

Árlega fylgir starfsmannasvið því eftir að starfsmannasamtöl fari fram. Boðið er<br />

upp á fræðslu og aðstoð fyrir stjórnendur og starfsfólk til að undirbúa sig. Starfsmannasamtölin<br />

eru, þegar vandað er til þeirra, mikilvægur vettvangur fyrir<br />

starfsmenn og yfirmenn þeirra til að ræða samstarf, samvinnu, árangur og framtíðarsýn<br />

í því augnamiði að efla starfsmanninn og starfseininguna. Í starfsmannasamtölum<br />

á að fara yfir starfslýsingu og endurskoða markmið. Á vormisseri gekk<br />

vel að framkvæma starfsmannasamtöl í stjórnsýslu- og tæknistörfum og skiptu<br />

starfsmenn sviðsins einingum á milli sín sem þeir höfðu samband við og buðu<br />

aðstoð og fræðslu við framkvæmd samtalanna. Það er misjafnt hversu hart þurfti<br />

að ganga á eftir yfirmönnum til að framkvæma starfsmannasamtöl, en hjá flestum<br />

er þetta orðinn fastur liður einu sinni á ári. Hjá akademískum starfsmönnum<br />

eru starfsmannasamtöl ekki orðin jafn fastur liður og hjá starfsfólki í stjórnsýslu<br />

en þær deildir sem taka þau hafa lýst yfir ánægju sinni með þann umræðuvettvang<br />

sem þau skapa.<br />

Auglýsingar og umsóknir<br />

Á árinu fjölgaði auglýsingum á störfum við skólann, enda lítið ráðið undanfarin ár<br />

vegna aðhaldsaðgerða. Auglýst var 61 akademískt starf og um þau sóttu 146 einstaklingar;<br />

45 önnur störf voru auglýst og um þau sóttu 423 einstaklingar.<br />

63

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!