11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

sér sameign okkar allra og við getum öll átt hlutdeild í henni alveg eins og loftinu<br />

sem við öndum að okkur. Þess vegna mun háskólasamfélagið smám saman hafa<br />

æ meiri, dýpri og varanlegri áhrif á allt mannfélagið í framtíðinni. Háskólasamfélagið<br />

er það afl í heiminum sem getur sameinað menn og þjóðir ofar öllum<br />

þröngsýnum skammtímahagsmunum. Vald þess er fólgið í hugmyndum og kenningum<br />

sem knýja okkur sem hugsandi verur til að viðurkenna rök sannleika og<br />

réttlætis í mannlegum samskiptum.<br />

Góðir kandídatar! Um leið og Háskóli Íslands þakkar ykkur samfylgdina til þessa,<br />

er það von hans og trú að þið munið alla ævi halda áfram að vera virkir þátttakendur<br />

í háskólasamfélagi heimsins og leggja ykkur sífellt fram um að auka skilning<br />

ykkar á sjálfum ykkur og veröldinni.<br />

Páll Skúlason:<br />

Framtíð Háskóla Íslands<br />

Ræða við brautskráningu í Egilshöll 25. júní <strong>2005</strong><br />

„Við þetta tækifæri finst mér liggja nærri, að vjer reynum fyrst að gera okkur<br />

grein fyrir því frá almennu sjónarmiði, hvað háskóli eiginlega er eða á að vera,<br />

hvert sé markmið háskóla og starf, og hverja þýðingu slíkar stofnanir hafa fyrir<br />

þjóðfjelögin og alþjóð hins mentaða heims, og því næst að vjer snúum oss að<br />

þessum hvítvoðingi vorum, sem nú er í reifum, og hugleiðum, hvað Háskóli Íslands<br />

er nú, og hvað hann á að verða í framtíðinni.“<br />

Þannig mælti Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, í ræðu sem hann flutti<br />

við stofnun skólans 17. júní 1911. Hann gerði síðan grein fyrir þremur meginmarkmiðum<br />

háskólans sem hann sá fyrir sér. Fyrsta markmiðið er að leita sannleikans<br />

í hverri fræðigrein. Annað er að leiðbeina þeim sem eru í sannleiksleit,<br />

hvernig þeir eigi að leita sannleikans í hverri grein fyrir sig. Þriðja markmiðið er<br />

síðan að veita mönnum þá undirbúningsmenntun sem þeim er nauðsynleg til<br />

þess að geta tekist á hendur ýmis störf í þjóðfélaginu. Með orðalagi Björns er háskóli<br />

umfram allt „vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun.“<br />

Og hann bætir við: „Frjáls rannsókn og frjáls kensla er eins nauðsynleg fyrir háskólana<br />

og andardrátturinn er fyrir einstaklinginn. Landstjórnin á því að láta sér<br />

nægja að hafa eftirlit með því, að háskóla skorti ekki fje til nauðsynlegra útgjalda<br />

og að þeir fylgi þeim lögum sem þeim eru sett, enn láti þá að öðru leyti hafa sem<br />

frjálsastar hendur um starf þeirra og málefni.“ Þriðja markmiðinu – að mennta<br />

fólk til margvíslegra starfa – ná svo háskólarnir í krafti þess að þar blómstri<br />

fræðilegar rannsóknir og fræðileg kennsla. „Góðir háskólar,“ sagði Björn, „eru<br />

gróðrarstöðvar mentalífs hjá hverri þjóð sem er, sannkallaðar uppeldisstofnanir<br />

þjóðarinnar í besta skilningi. Út frá góðum háskólum ganga hollir andlegir<br />

straumar til hinna ungu mentamanna og frá þeim út í allar æðar þjóðarlíkamans.“<br />

Og þegar hann leit á hvítvoðunginn, hinn nýfædda Háskóla Íslands, var hann<br />

sannarlega vongóður: „Vjer höfum ástæðu til að vona, að háskólinn verði með<br />

tímanum gróðrarstöð nýs mentalífs hjá þjóð vorri, og sjá allir hve ómetanlegt<br />

gagn það getur orðið fyrir menningu vora og þjóðerni að hafa slíka stofnun hjer<br />

innanlands. Meira að segja viljum vjer vona, að háskólinn geti, þegar stundir líða,<br />

lagt sinn litla skerf til heimsmenningarinnar, numið ný lönd í ríki vísindanna, í<br />

samvinnu við aðra háskóla.“<br />

Nú eru liðin tæp hundrað ár frá því þessi orð voru mælt og hvítvoðungurinn er<br />

orðinn stálpaður unglingur sem er enn að vaxa að afli og visku og hefur látið til<br />

sín taka á ótal vegu í íslensku þjóðlífi og líka „numið ný lönd í ríki vísindanna“<br />

með merkum rannsóknum í ýmsum greinum.<br />

Ágætu kandídatar, um leið og ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju<br />

með prófgráðuna bið ég ykkur að hugleiða stöðu og þýðingu Háskóla Íslands í íslensku<br />

þjóðfélagi og í vísindasamfélagi heimsins í ljósi þessara orða fyrsta rektors<br />

Háskóla Íslands. Þau hafa verið Háskólanum leiðarljós frá upphafi, og ég held<br />

að allir rektorar Háskólans og raunar allir háskólamenn hafi litið svo á að starf<br />

þeirra væri að framfylgja þeirri hugsjón sem fram kom í ræðu hins fyrsta rektors.<br />

255

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!