11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

m.a. verið veitt fyrir það að á árinu <strong>2005</strong> hafi háskólasamfélagið í fyrsta sinn kosið<br />

í leynilegri kosningu konu sem rektor og þar með æðsta stjórnanda stofnunarinnar<br />

sem jafnframt væri fjölmennasti vinnustaður landsins. Þetta lýsir jafnréttisvilja<br />

og að hæfileikar, reynsla, þekking og framtíðarsýn konu eru metnir til jafns á við<br />

karla. Háskólinn hefur um langt árabil látið jafnréttismál sig miklu varða með því<br />

að leggja sérstaka rækt við rannsóknir og kennslu á sviði jafnréttismála, enda<br />

segir í jafnréttisáætlun Háskólans að stefnt sé að því að jafnréttissjónarmið verði<br />

samþætt allri starfsemi háskólasamfélagsins. Innan Háskólans hefur verið unnið<br />

að því að jafna launamun kynjanna, að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu greinum<br />

og að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í kennsluaðferðum og við val á<br />

kennsluefni. Þetta þýðir að jafnrétti kynjanna er haft í huga við alla stefnumótun,<br />

ákvarðanatöku og áætlanagerð og litið er á jafnréttisstarf sem lið í gæðaumbótum<br />

innan skólans.<br />

Úrslit í samkeppni um Háskólatorg<br />

Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi<br />

Sveinssyni urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu<br />

Háskólatorgs Háskóla Íslands. Niðurstaða dómnefnar í samkeppninni var<br />

kynnt 18. október með viðhöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. Í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur<br />

rektors kom fram að með byggingu Háskólatorgs verður stigið stórt<br />

skref í byggingasögu Háskóla Íslands. Háskólatorg muni leysa úr brýnni húsnæðisþörf<br />

fyrir skrifstofur og fyrirlestrarsali, en jafnframt bæta þjónustu við nemendur<br />

auk þess sem það mun skapa frjóan vettvang fyrir kennara og nemendur úr<br />

ólíkum deildum til að hittast og blanda geði.<br />

Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir meðal annars að hún beri vott<br />

um þroskaða heildarmynd og í henni sé unnið með fá og einföld grunnform. Sú<br />

hugmynd að steypa byggingarnar ekki í sama mót, heldur laga hvora að sínu umhverfi,<br />

sé djörf og útfærslan heppnist vel. Innra fyrirkomulag sé hnitmiðað í öllum<br />

megindráttum og að í tillögunni hafi tekist að skapa lifandi flæði.<br />

Fjórar tillögur bárust um Háskólatorg og var það mat dómnefndar að þær væru allar<br />

metnaðarfullar og fjölbreyttar og gæfu hver um sig nýja sýn á verkefnið. Auk vinningshafa<br />

lögðu fram tillögu um Háskólatorg hóparnir ÞG verktakar ehf. og Sigurður<br />

Halldórsson arkitekt hjá Glámu Kím, Ístak og Steve Christer arkitekt hjá Studio<br />

Granda og Keflavíkurverktakar ásamt Sigurði Hallgrímssyni arkitekt hjá Arkþingi.<br />

Áætlað er að hefja byggingarframkvæmdir vorið 2006 og að vígsla fari fram í árslok<br />

2007. Mikilsvert framlag Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands gerir Háskólanum<br />

kleift að ráðast í byggingarframkvæmdirnar en jafnframt verða þær fjármagnaðar<br />

með sölu fasteigna og lántöku Happdrættis Háskóla Íslands.<br />

Háskólatorg Háskóla Íslands er samheiti tveggja bygginga á háskólasvæðinu,<br />

sem verða alls um 8.500 fermetrar að stærð með tengibyggingum. Ætlað er að<br />

Háskólatorg hýsi á þriðja hundrað starfsmenn og um 1.500 stúdenta á hverjum<br />

tíma, auk gesta. Háskólatorg 1 rís á lóð milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss og<br />

tengist Lögbergi. Einnig er ætlunin að tengja bygginguna við háskólasvæðið vestan<br />

Suðurgötu með undirgöngum. Háskólatorg 2 rís þar sem nú er bílastæði á<br />

milli Lögbergs, Nýja Garðs, Árnagarðs og Odda. Háskólatorg 2 tengist Odda á<br />

fyrstu og annarri hæð og Lögbergi á fyrstu hæð.<br />

Háskólatorgi er ætlað að vera lifandi og aðlaðandi staður þar sem fólk kemur<br />

saman til að stunda nám, sinna erindum, nærast og eiga samskipti. Háskólatorg<br />

hýsir ýmsa starfsemi sem snýr að umsýslu og þjónustu við stúdenta og starfsfólk.<br />

Þá verða í Háskólatorgi fyrirlestrarsalir, kennslustofur, rannsóknastofur,<br />

lesrými og vinnuaðstaða nemenda í grunnnámi og framhaldsnámi, skrifstofur<br />

kennara, tölvuver og ýmis fjölnota rými sem þjóna margvíslegum þörfum. Í Háskólatorgi<br />

verður Bóksala stúdenta, veitingasala, nemendaskrá Háskólans,<br />

námsráðgjöf og Alþjóðaskrifstofa sem og starfsemi Stúdentaráðs og Félagsstofnunar<br />

stúdenta. Áhersla er lögð á opið rými – torg sem nýtist nær allan sólarhringinn.<br />

Veitingasala verður við Torgið allan daginn og síðdegis og um helgar má<br />

hafa lítinn hluta veitingasölunnar opinn til að þjóna félagslífi. Upphækkun eða lítið<br />

svið á Torginu er kjörið fyrir ýmsar uppákomur árið um kring. Bóksala stúdenta<br />

opnast út á Torgið í nokkrar vikur að hausti og í janúar og nemendur geta setið á<br />

Torgi við lestur síðla dags og á kvöldin.<br />

19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!