11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kennaraskipti<br />

Tuttugu kennarar hugvísindadeildar fóru til erlendra háskóla sem skiptikennarar.<br />

Lönd á þessum lista eru m.a Austurríki, Finnland, Frakkland, Holland, Ítalía,<br />

Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Þýskaland.<br />

Fjöldi erlendra kennara heimsótti hugvísindadeild. Brian Frazier frá Santa Barbara<br />

háskólanum í Kaliforníu hélt námskeið á vormisseri sem bar heitið Don Kíkóti<br />

í 400 ár, í tilefni þess að 400 ár voru liðin frá útgáfu bókarinnar. Tveir skiptikennarar<br />

komu frá háskólanum í Madrid; í maí kom dr.María Luisa Vega og í október<br />

kom dr. Carlos Ruiz Silva.<br />

Kennarar hugvísindadeildar taka þátt í margskonar fræðastarfi víða um lönd. Þar<br />

halda þeir fyrirlestra og kynna rannsóknir sínar og fylgjast með fræðastarfi annarra<br />

vísindamanna. Of langt mál yrði að telja það allt upp hér og vísast til Ritaskrár<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong> þar sem hluti af þessu fræðastarfi birtist.<br />

Annað<br />

Á árinu lét menntamálaráðuneytið gera úttekt á deildinni og hitti ytri matshópurinn<br />

deildarmenn 24. til 28. október. Í matshópnum áttu sæti: Gústaf Adolf Skúlason,<br />

formaður, Colin Brooks frá háskólanum í Glasgow, Fred Karlsson, prófessor<br />

við háskólanum í Helsinki, Sigrún Svavarsdóttir, lektor við háskólann í Ohio,<br />

Hrafn Stefánsson var fulltrúi nemenda, og ritari nefndarinnar var Unnar Hermannsson<br />

frá menntamálaráðuneytinu. Áður en matshópurinn hóf störf hafði<br />

deildin gert sjálfsmatsskýrslu og var Jón Axel Harðarson í forsvari fyrir því verki.<br />

Opinberir fyrirlestrar á vegum hugvísindadeildar árið <strong>2005</strong><br />

8. maí Bernd Wegener, prófessor við Helmut Schmidt háskólann í<br />

Hamborg Why did Germany Lose the War.<br />

Þór Whitehead: Hlutleysi, sérhagsmunir eða virk þátttaka:<br />

Hvert var hlutverk Íslendinga í síðari heimsstyrjöldinni.<br />

Málþing í tilefni af því að sextíu ár voru liðin frá lokum síðari<br />

heimstyrjaldarinnar.<br />

8. sept. Hartmut Lutz, forstöðumaður við Stofnun amerískra og<br />

kanadískra fræða við Greifswald háskólann í Þýskalandi:<br />

Harmleikur Ulrikabs og annarra Inúíta frá Labrador í farandsýningum<br />

Hagenbecks á 19. öld.<br />

4. okt. Klaus von See, prófessor Þýskalandi að lokinni síðari<br />

heimstyrjöld.<br />

11. okt. Mukunda Raj Pathik kennari við Tribhuvan University í<br />

Kathmandu í Nepal. Nepalska og skyld mál.<br />

Hugvísindastofnun<br />

Stjórn, starfslið og skipulag<br />

Forstöðumenn aðildarstofnananna sátu í stjórn Hugvísindastofnunar á starfsárinu.<br />

Það voru Guðrún Nordal fyrir Bókmenntafræðistofnun, Gunnar Harðarson<br />

fyrir Heimspekistofnun, Kristján Árnason fyrir Málvísindastofnun, Gunnar Karlsson<br />

fyrir Sagnfræðistofnun og Auður Hauksdóttir fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

í erlendum tungumálum. Auk þeirra sat Unnur B. Karlsdóttir sem fulltrúi<br />

doktorsnema í hugvísindadeild í stjórninni. Formaður stjórnar er kjörinn af deildarfundi.<br />

Torfi Tulinius var formaður til 1. júlí og Höskuldur Þráinsson frá 1. júlí.<br />

Þórdís Gísladóttir verkefnisstjóri kom úr árs leyfi þann 1. mars og um leið lét<br />

Þorgerður E. Sigurðardóttir af störfum sem verkefnisstjóri. Þorgerður hafði verið<br />

í 50% starfi. Þórdís var í 60% starfi frá 1. mars til 1. ágúst og í 100% starfi frá 1.<br />

ágúst. Torfi H. Tulinius var í 50% starfi sem forstöðumaður til 1. október. Ekki var<br />

ráðinn nýr forstöðumaður í stað Torfa þar sem verið var að vinna að breytingum á<br />

reglum stofnunarinnar.<br />

Á deildarfundi í júní var kosin nefnd til að vinna að endurskoðun á starfsreglum<br />

Hugvísindastofnunar. Í nefndinni sátu Höskuldur Þráinsson (formaður), Torfi H.<br />

Tulinius, Anna Agnarsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir. Í samráði við stjórn hennar<br />

mótaði nefndin tillögur um breytingar á reglum stofnunarinnar. Þær voru síðan<br />

samþykktar á deildarfundi 20. desember og miða einkum að því að efla stofnunina<br />

sem miðstöð rannsókna í hugvísindadeild og samstarfsvettvang aðildarstofnananna.<br />

118

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!