11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Úrval notendahugbúnaðar í tölvuverum hefur aldrei verið fjölbreyttara. Sem dæmi<br />

má nefna „Open Source“ hugbúnað sem er nú að finna í öllum tölvuverum: GIMP<br />

2 (grafískt myndvinnsluforrit), R (tölfræðipakka), MiKTeX (Latex þýðanda),<br />

PDFCreator (PDF þýðanda) auk Mozilla Firefox vafra sem er að finna í flestum<br />

tölvuverum. Öryggisuppfærslur (e. Critical Updates) á stýrikerfi eru nú allar sjálfvirkar<br />

og eiga sér stað að næturlagi.<br />

Í lok ársins var hafin vinna við uppsetningu nýrra Windows 2003 netþjóna sem<br />

koma m.a. til með að þjóna tölvuverum Háskólans. Í ársbyrjun 2006 taka þeir við<br />

hlutverki eldri Windows NT 4.0 netþjóna sem þjónað hafa tölvuverum síðan 1997.<br />

Með tilkomu nýju netþjónanna auk Windows 2003 Active Directory verður mikil<br />

breyting á rekstri tölvuveranna sem gerir alla vinnu við uppfærslu og kerfisstjórn<br />

bæði fljótvirkari og hagkvæmari.<br />

Kerfisþjónusta<br />

Starfsemin í kerfisstjórn var með hefðbundnu sniði á árinu. Þjónusta við nemendur<br />

og starfsmenn var bætt á ýmsum sviðum og nýrri þjónustu komið á fót. Sem dæmi<br />

um nýja þjónustu má nefna prentun af þráðlaust tengdum fartölvum á prentara RHÍ<br />

og stækkun diskkvóta á heimasvæðum nemenda er dæmi um bætta þjónustu.<br />

Annar þáttur í starfsemi kerfisstjórnar sem unnið er að allt árið er stöðugt viðhald<br />

og þróun þeirrar þjónustu sem veitt er. Dæmi um það eru ruslpóstsía og vírusvörn<br />

í póstkerfinu. Stöðugt þarf að kenna þessum kerfum að finna nýja vírusa<br />

og ruslpóst og er það gert með góðum árangri og aðeins örlítið brot af ruslpósti<br />

sleppur í gegn og vírusar nær aldrei. Annað dæmi um þróun í kerfisstjórn er viðhald<br />

á þeim kerfum sem eru í rekstri. Þar má nefna uppfærslur á stýrikerfum og<br />

öðrum hugbúnaði. Það er núorðið gert þannig að notendur verða sem minnst<br />

varir við. Í þriðja lagi má nefna viðbætur eða endurnýjun vélbúnaðar. Það er líka<br />

gert þannig að það valdi sem minnstri röskun fyrir notendur og fer oft þannig<br />

fram að ný vél er sett upp við hlið gamallar og kerfi sem keyra á gömlu vélinni<br />

sett upp á þeirri nýju. Þegar það er búið er IP-tölum vélanna einfaldlega víxlað og<br />

það eina sem notendur verða varir við er hraðvirkari þjónusta.<br />

Stærsta breytingin á vélbúnaði á árinu <strong>2005</strong> var sú að keypt var svokölluð SANstæða.<br />

SAN er skammstöfun á Storage Area Network og byggir á því að aðskilja<br />

geymslurými frá netþjónunum sjálfum.<br />

Stæðan sem sett var upp hjá RHÍ er af gerðinni EMC CX500 og er nýtanlegt<br />

diskrými í henni rúmlega 8 TB (terabæti). Það ætti að duga fram á árið 2007 en<br />

eftir það er hægt að bæta viðdiskrými án mikillar fyrirhafnar, svo þessi stæða ætti<br />

að endast í nokkur ár í viðbót. Við þessa stæðu eru netþjónarnir síðan tengdir<br />

með ljósleiðurum og diskrými sem tilteknum netþjóni er úthlutað á stæðunni<br />

birtist honum eins og hver annar diskur. Hægt er að auka diskrými netþjóna eftir<br />

þörfum. Ekki veitir heldur af því enda er það reynsla RHÍ að disknotkun notenda<br />

eykst um 2/3 á hverju ári og hefur svo verið síðustu 10-15 ár.<br />

Netþjónusta<br />

Aðalverkefni Netdeildar árið <strong>2005</strong> var útskipting og uppsetning á þráðlausum<br />

sendum, alls var skipt út og fjölgað um u.þ.b. 60 senda og eru nú nær allir sendar<br />

fyrir þráðlausa kerfið af gerðinni CISCO AIRONET 1200 með G-staðli sem er 54<br />

Mbit/s og býður mismunandi aðgangsstýrikerfi. Sendum hefur verið fjölgað í nær<br />

öllum byggingum HÍ og þar af leiðandi hefur útbreiðsla netsins aukist verulega og<br />

á þetta sérstaklega við um byggingar verkfræðideildar, en þar var nauðsynlegt að<br />

fjölga sendum til að auka aðgengi að netinu þar sem tölvuver var lagt niður í VR-<br />

II. Er nú viðunandi útbreiðsla í flestum byggingum nema helst í Þjóðarbókhlöðunni<br />

þar sem nauðsynlegt er að fjölga sendum. Samhliða þessu var unnið í því að<br />

undirbúa að taka í notkun 802,1x aðgangsstýrikerfi sem mun auka mjög öryggi<br />

nettenginga og einnig gefa möguleika á því að RHÍ geti gerst aðili að svo kölluðu<br />

Eduroam kerfi sem er samræmt aðgangsstýrikerfi að þráðlausum netkerfum háskóla<br />

og rannsóknastofnanna í flestum Evrópulöndum og einnig í Ástralíu. Kerfi<br />

þetta býður uppá að aðeins er nauðsynlegt að vera skráður í eitt kerfi til þess að<br />

hafa aðgang að öllum þeim þráðlausu netkerfum sem rekin eru af háskólum og<br />

rannsóknarstofnunum í hverju landi sem aðild á að þessu kerfi.<br />

Á árinu var lagður nýr ljósleiðari milli Aðalbyggingar og Læknagarðs og einnig<br />

milli Tæknigarðs og Haga. Þetta eru svokallaðir Single Mode ljósleiðarar og koma<br />

þeir í stað ljósleiðara sem aðeins gátu flutt 100 Mbit/s á milli þessara húsa en<br />

flutningsgeta nýju ljósleiðaranna miðað við núverandi endabúnað verður 1 Gbit/s,<br />

og eru einnig bundnar vonir við að hægt verði hringtengja ljósleiðarakerfi HÍ og<br />

248

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!