11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Annað meginsvið Rannsóknastöðvarinnar felst í mengunarrannsóknum. Í stöðinni<br />

hafa undanfarin ár farið fram rannsóknir á áhrifum mengandi efna á íslenskar<br />

sjávarlífverur. Á árinu <strong>2005</strong> var lögð áhersla á rannsóknir á áhrifum efnisins<br />

tríbútýltin á hrognkelsalirfur og á krækling.<br />

Árið 2003 náði Rannsóknastöðin í Sandgerði samningi við Evrópusambandið til<br />

tveggja ára um að stöðin er nú aftur skilgreind sem „einstæð vísindaaðstaða“<br />

(Access to Research Facilities) á vegum 5. rammaáætlunar Evrópusambandsins.<br />

Þessi samningur var síðan framlengdur um 6 mánuði og rann út 31. júlí <strong>2005</strong>. Árið<br />

<strong>2005</strong> kom vegna þessa samnings 21 vísindamaður og dvöldust þeir við rannsóknir<br />

í stöðinni í allt að einn og hálfan mánuð. Alls komu á öllu samningstímabilinu<br />

79 vísindamenn sem voru í Sandgerði frá tveimur vikum upp í þrjá mánuði.<br />

Alls dvöldu vísindamenn í 1.755 dag í stöðinni á samningstímabilinu. Rannsóknaverkefni<br />

þessa vísindamanna voru m.a. athuganir á æðarfugli, verkun málningar<br />

á fisklirfu, fjölbreytileiki krabbaflóa, flokkun burstaorma, nökkva og krossfiska,<br />

rannsóknir á kóralþangi, útbreiðsla grænþörunga, sagþangs, bóluþangs, sjávarkræðu<br />

auk rannsókna á áhrifum eiturefna á þanglýs og lindýr. Þessir sérfræðingar<br />

komu frá Hollandi, Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Finnlandi,<br />

Spáni, Búlgaríu, Póllandi, Portúgal og Bretlandi.<br />

Auk hinna erlendu sérfræðinga stunduðu sérfræðingar Líffræðistofnunar margvíslegar<br />

rannsóknir við stöðina og nemendur við líffræðiskor nutu aðstöðunnar<br />

við rannsóknir sínar. Halldór P. Halldórsson vinnur hluta rannsóknavinnu doktorsnáms<br />

síns á stöðinni.<br />

Á stöðinni fór einnig fram kennsla á vegum líffræðiskorar. Á vormánuðum fór<br />

umfangsmikill verklegur þáttur námskeiðsins Eiturefnavistfræði fram í stöðinni.<br />

Stöðin lagði einnig til mikinn efnivið til verklegrar kennslu í greinum er fást við<br />

lífríki sjávar.<br />

Siðfræðistofnun<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn Siðfræðistofnunar var óbreytt frá fyrra ári en í henni eiga sæti: Vilhjálmur<br />

Árnason, prófessor, tilnefndur af heimspekiskor, formaður stjórnar, Sólveig Anna<br />

Bóasdóttir, dr. theol., tilnefnd af guðfræðideild, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, tilnefnd<br />

af kirkjuráði þjóðkirkjunnar, Ástríður Stefánsdóttir, dósent, tilnefnd af<br />

Kennaraháskóla Íslands og Páll Hreinsson, prófessor í lagadeild, skipaður af háskólaráði<br />

án tilnefningar. Fyrir utan forstöðumann, Salvöru Nordal, sem er í fullu<br />

starfi, hafa sérfræðingar verið ráðnir í einstök rannsóknarverkefni í lengri eða<br />

skemmri tíma.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir á gagnagrunnum. Styrkur fékkst úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir<br />

verkefnið Notkun gagnagrunna á heilbrigðissviði: Siðferðileg álitamál. Verkefnið<br />

hófst á árinu og var Ingunn Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur, MA, ráðin til að vinna<br />

úttekt á starfi Vísindasiðanefndar.<br />

Siðfræðistofnun hlaut áframhaldandi styrk frá NorFa/Nordforsk fyrir samstarfsnet<br />

á sviði siðfræði og lífvísinda, The Ethics of Genetic and Medical Information.<br />

Auk Siðfræðistofnunar, sem leiðir verkefnið, standa að rannsókninni vísindamenn<br />

frá Eistlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Englandi. Fundur var haldinn í verkefninu í<br />

Manchester 30. maí þar sem rætt var um gagnagrunna á heilbrigðissviði og lyfjaerfðafræði.<br />

Í framhaldi af verkefninu ELSAGEN Ethical, Legal and Social Aspects of Human<br />

Genetic Databases, sem lauk formlega í árslok 2004, hefur Siðfræðistofnun tekið<br />

þátt í margvíslegum erlendum fundum. Formanni stjórnar og forstöðumanni var<br />

m.a. boðið á málþing PGHeart hjá læknadeild Warwick University í Englandi. Fundurinn<br />

var haldinn 27. maí og var hugsaður sem undirbúningur nánara samstarfs<br />

við Warwick. Formanni stjórnar var boðið á fund verkefnisins The Development of<br />

European Standards on Confidentiality and Privacy in Healthcare among Vulnerable<br />

Patient Populations (EuroSOCAP) sem haldinn var í Istanbul 17.–19. febrúar <strong>2005</strong><br />

þar sem hann gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ELSAGEN-verkefnisins.<br />

Á árinu var sótt um áframhaldandi styrki fyrir rannsóknir á sviði gagnagrunna á<br />

heilbrigðissviði bæði í 6. rammaáætlun Evrópusambandsins.<br />

220

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!