11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Málstofur á vormisseri:<br />

14. febrúar: Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor:<br />

Þar sátum vér og grétum: Babylónska útlegðin af sjónarhóli<br />

137. sálms Saltarans.<br />

21. febrúar: Kristján Valur Ingólfsson, lektor:<br />

Nýjar stefnur og straumar í guðfræði liturgíunnar á undanförnum<br />

tveimur áratugum.<br />

7. mars <strong>2005</strong>: Margaret Cormack, prófessor við University of North Carolina,<br />

Chapel Hill: Dýrlingar í sögu Íslands.<br />

21. mars <strong>2005</strong>: Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor:<br />

Þjóðsögur um munnmælageymdir og mælskufræði skrifaðra<br />

heimilda.<br />

4. apríl <strong>2005</strong>: Pétur Pétursson, prófessor: Trúarlíf Íslendinga 1987 og<br />

2004.<br />

Málstofur á haustmisseri:<br />

7. nóvember <strong>2005</strong>: Mukunda Raj Patik, stundakennari við Háskólann í Nepal,<br />

Katmandu: Sérstaða Búddatrúar í Nepal og munklífi þar í<br />

landi.<br />

14. nóvember: Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur:<br />

Spjall um dómsvald kirkjunnar á miðöldum.<br />

Prófessor Jón Ma. Ásgeirsson hafði umsjón með málstofunum.<br />

Ritröð Guðfræðistofnunar<br />

Á árinu komu út tvö hefti Ritraðarinnar, 20. og 21. hefti. Þegar Einar Sigurbjörnsson<br />

tók við stöðu deildarforseta óskaði hann eftir því að láta af ritstjórn og eru<br />

honum þökkuð störf hans í þágu ritraðarinnar. Stjórn stofnunarinnar fól Hjalta<br />

Hugasyni að vera ritstjóri og tilnefndi með honum í ritnefnd prófessorana Pétur<br />

Pétursson og Jón Ma. Ásgeirsson. Stefnt er að því að tvö hefti komi út af ritröðinni<br />

árlega. Þá hefur ritstjórn tekið saman einfaldar ritrýni- og frágangsreglur sem<br />

ætlað er að styrkja stöðu Ritraðarinnar sem ritrýnds fræðitímarits.<br />

Málþing Guðfræðistofnunar<br />

Eins og undanfarin ár gekkst Guðfræðistofnun fyrir málþingi er haldið var föstudaginn<br />

11. mars. Yfirskriftin var að þessu sinni Hið heilaga. Fyrirlesarar voru dr.<br />

Guðrún Kvaran forstöðumaður Orðabókar Háskólans (Merkingarsvið hins heilaga<br />

í íslensku máli), Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, (Heilagur, heilagur, heilagur<br />

er Drottinn allsherjar. Heilagleikahugtakið í Jesajaritinu), Jón Ma. Ásgeirsson<br />

prófessor (Hin heilaga borg Jerúsalem í Bók opinberunarinnar), Hjalti Hugason,<br />

prófessor (Hið heilaga og tíminn; þróun íslenskrar helgidagalöggjafar), Kristján<br />

Valur Ingólfsson lektor (Pro fanum. Kirkjan andspænis hinu heilaga./Eða, Viðbrögð<br />

praktískrar guðfræði við hinu endanlega), Oddný Sen kvikmyndafræðingur<br />

(Helgun óttans, Hið guðlega í hrollvekjukvikmyndum), Pétur Pétursson prófessor<br />

(Er nútíminn í hættu? Hið heilaga í kenningum félagfræðinga) og Sólveig Anna<br />

Bóasdóttir stundakennari (Notkun Heilagrar ritningar í guðfræðilegri siðfræði).<br />

Fundarstjóri var Elín Hrund Kristjánsdóttir cand.theol. Háskólarektor veitti<br />

nokkurn styrk til málþingsins. Prófessor Jón Ma. Ásgeirsson hafði umsjón með<br />

málþinginu og eru honum þökkuð þau störf.<br />

21. mars hélt stofnunin í samvinnu við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum<br />

við HÍ (RIKK) málþingið Klaustrið í Kirkjubæ. Var það haldið í tengslum við<br />

samnefnt rannsóknarverkefni sem styrkt var af Kristnihátíðarsjóði.<br />

Flestir fastir kennarar deildarinnar tóku einnig virkan þátt í Hugvísindaþingi á<br />

haustmisseri <strong>2005</strong>. Þar voru alls fjórar málstofur guðfræðilegs eðlis þar af ein í<br />

samvinnu við RIKK.<br />

Alþjóðlegt samstarf<br />

Starfsmenn stofnunarinnar eru allir virkir í norrænum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum<br />

og er of langt mál að geta þeirra allra hér.<br />

Kristnihátíðarsjóður<br />

Guðfræðistofnun var aðili að nokkrum styrkjum sem úthlutað var úr Kristnihátíðarsjóði<br />

1. desember 2004.<br />

Á sviði menningar- og trúararfs:<br />

• Þýdd guðsorðarit á Íslandi á 17. öld. Samvinnuverkefni með Árnastofnun.<br />

Verkefnisstjóri Einar Sigurbjörnsson, starfsmaður Þórunn Sigurðardóttir.<br />

104

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!