11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

hópur stundar kennilegar rannsóknir og gerð líkana af eiginleikum rafeindakerfa<br />

á nanóskala í hálfleiðurum og sameindum. Þriðji hópurinn leggur stund á rannsóknir<br />

í stjarneðlisfræði.<br />

Auk þessara hópa stunda kennarar og sérfræðingar á stofunni rannsóknir sem<br />

ekki falla undir ofangreinda lýsingu. Unnu þeir við fjölda rannsóknaverkefna árið<br />

<strong>2005</strong>, meðal annars þróun vetnissamfélags á Íslandi, mössbauermælingar, mælingar<br />

á radoni í grunnvatni, og endurbætur á tækni til mælinga á geislakoli í aldursgreiningum.<br />

Örtæknikjarni Raunvísindastofnunar<br />

Raunvísindastofnun Háskólans hefur stofnað til samstarfs við verkfræðideild Háskóla<br />

Íslands, stofnanir atvinnulífsins, Háskólann í Reykjavík og einkafyrirtæki<br />

um rannsóknir í örtækni. Samstarfið nefnist Örtæknivettvangur og nær það nú til<br />

tveggja kjarna, annars vegar í VR-III við Suðurgötu (hér kallaður Örtæknikjarni I)<br />

og hins vegar hjá Iðntæknistofnun á Keldnaholti (Örtæknikjarni II). Í VR-III er verið<br />

að setja upp hreinherbergi sambærilegt við viðlíka aðstöðu sem finna má við<br />

marga aðra rannsókna- og tækniháskóla og er sú vinna langt komin. Í hreinherberginu<br />

verður aðstaða til almennrar örtækniframleiðslu sem nýta má til að byggja<br />

upp margs konar smásæja strúktúra. Að auki verður til staðar búnaður til eftirlits<br />

og mælinga til að tryggja gæði og endurtakanleika í framleiðslunni.<br />

Formleg tækjakaup í nafni örtæknikjarna hófust árið 2004 með 23,5 m.kr. framlagi<br />

frá Tækjasjóði. Á árinu <strong>2005</strong> var fjárfesting Örtæknivettvangs 49,5 m.kr., og<br />

voru það styrkir úr Tækjasjóði og mótframlög. Meirihluti fjárfestingarinnar hefur<br />

runnið til uppbyggingar Örtæknikjarna I í 200 m 2 húsnæði í kjallara VR-III við<br />

Suðurgötu. Nýlega hefur Vísinda- og tækniráð úthlutað úr Markáætlun um erfðafræði<br />

í þágu heilbrigðis- og örtækni. Rannsóknir í Örtæknikjarna I hlutu um 35<br />

m.kr. framlag þar til tveggja ára. Í tillögum Markáætlunar var lögð áhersla á<br />

áframhaldandi uppbyggingu tækjabúnaðar örtæknikjarna.<br />

Búnaður til örtækniframleiðslu og greiningar hefur ekki verið til staðar á Íslandi,<br />

og er því um að ræða uppbyggingu frá grunni. Gæta þarf ýtrasta hreinleika við örtækniframleiðslu,<br />

þ.e. þegar ráðist er í framkvæmdir sem miða að því að setja<br />

upp hreinherbergi í flokki 5-6 (skv. ISO 14644-1 hreinherbergisstaðli) sem er algengur<br />

flokkur fyrir aðstöðu af þessari stærð. Framkvæmdirnar fela í sér m.a.<br />

breytt aðgengi og sérstakan lofthreinsibúnað. Til að viðhalda hreinleika er nauðsynlegt<br />

að notendur klæðist rykfríum hlífðarfatnaði og temji sér rétt vinnubrögð.<br />

Einnig er þörf á að endurbæta hitastýringu og bæta við rakastýringu í aðstöðuna<br />

en stöðugt hita- og rakastig er mikilvægt til að tryggja endurtakanleika í rásaprentunarferlinu.<br />

Umsjón með uppbyggingu Örtæknikjarna hefur einkum hvílt á þeim Jóni Tómasi<br />

Guðmundssyni, Kristjáni Leóssyni, Snorra Þorgeiri Ingvarssyni og Sveini Ólafssyni,<br />

stúdentum þeirra og öðrum starfsmönnum.<br />

Efnafræðistofa<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar rannsóknir á flestum sviðum efnafræði. Árið <strong>2005</strong><br />

störfuðu þar 20 launaðir framhaldsnemar og nýdoktorar auk tveggja fastráðinna<br />

sérfræðinga og 8 kennara. Nokkur nýlunda er að af 20 framhaldsnemum og<br />

nýdoktorum eru 6 af erlendum uppruna og hefur starfsemin því fengið fjölþjóðlegan<br />

blæ. Til marks um það er að ræður á jólahófi stofunnar fóru fram á ensku.<br />

Stofan er einnig vettvangur nemenda sem vinna að lokaverkefnum til BS-prófs.<br />

Meirihluti launakostnaðar vegna framhaldsnema og nýdoktora var greiddur af<br />

rannsóknarstyrkjum, bæði innlendum og frá Evrópusambandinu.<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar fjölþættar grunnrannsóknir í kennilegri efnafræði,<br />

eðlisefnafræði, ólífrænni efnafræði, málmlífrænni efnafræði og lífrænni efnafærði.<br />

Rannsóknarverkefnin eru af margvíslegum toga, en flest þeirra fjalla á einn eða<br />

annan hátt um eðli og eiginleika nýstárlegra ólífrænna og lífrænna efnasambanda.<br />

Á árinu var sett upp nýtt MALDI-TOF tæki til að greina stórar sameindir og<br />

var tækið mikið notað við efnagreiningar. Sótt var um styrk til að setja upp „electrospray“<br />

efnagreiningatæki og er talið líklegt að tækið fáist. Lögð voru drög að<br />

stofnun Efnagreiningaseturs HÍ en þar mun verða hátækniaðstaða til nútímalegra<br />

efnagreininga fyrir vísindasamfélag HÍ svo og aðila utan HÍ. Þessi stórbætta rannsóknaraðstaða<br />

mun gera kleift að fást við mun viðameiri verkefni en áður var<br />

mögulegt. Auk ofangreindra tækja hefur efnafræðistofa nú yfir að ráða fjölda ann-<br />

158

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!