11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

III.<br />

Þjóðfélagsbreytingar undanfarinna ára hafa leyst úr læðingi kraft sem hefur fært<br />

Íslandi hagsæld og skapað möguleika til áframhaldandi uppbyggingar. Þessi<br />

kraftur er beinlínis nærður af þekkingu sem þjóðin hefur byggt upp með öflugu<br />

mennta- og vísindastarfi.<br />

En hverjar eru þarfir samfélagsins í framtíðinni og hvert er hlutverk Háskólans í<br />

þeirri framtíðarmynd? Svarið er einfalt: Nú sem aldrei fyrr er þörf fyrir þekkingu.<br />

Ný þekking er grundvöllur þess að við getum styrkt atvinnulíf og skapað ný<br />

verðmæti.<br />

Þekking er grundvöllur þess að við getum varðveitt það sem við viljum flytja til<br />

framtíðarkynslóða úr þjóðmenningu dagsins í dag.<br />

Þekking er forsenda þess að við getum byggt hér einstaka samfélagsskipan sem<br />

byggir á samhygð en hlúir á sama tíma að og gefur svigrúm krafti framúrskarandi<br />

einstaklinga.<br />

Hlutverk Háskóla Íslands er í mínum huga að vera í fremstu röð, leiðandi í þekkingaröflun,<br />

þekkingarmiðlun og nýsköpun í íslensku samfélagi.<br />

Framtíðarsýn mín fyrir Háskólann er sömuleiðis skýr. Ég vil vinna að því að Háskóli<br />

Íslands verði í fremstu röð rannsóknaháskóla í nágrannalöndunum. Gæði<br />

skólans verði mæld með sama hætti og gæði evrópskra og bandarískra rannsóknaháskóla,<br />

þ.e. með afköstum í vísindum.<br />

Ég vil að skólinn bjóði menntun sem þjónar samfélaginu við nýjar og síbreytilegar<br />

aðstæður.<br />

Ég vil að skólinn verði leiðandi í jafnréttisþróun, sem er vitaskuld réttlætismál fyrir<br />

einstaklinga, en er líka spurning um heildarhagsmuni. Samfélagið þarf á kröftum<br />

allra einstaklinga að halda.<br />

Þetta eru nokkrir drættir úr þeirri framtíðarsýn sem ég hef fyrir Háskóla Íslands.<br />

Meðal þeirra leiða sem ég vil fara að þessu marki og meðal verkefna sem þarf að<br />

vinna eru eftirfarandi:<br />

• Við verðum að búa svo um hnúta að framúrskarandi fólk á öllum sviðum vilji<br />

helga háskólanum starfskrafta sína. Enginn háskóli í heiminum verður betri<br />

en þeir vísindamenn og kennarar sem við hann starfa.<br />

• Við þurfum að bæta enn grunnnámið með bættri starfsaðstöðu fyrir nemendur<br />

og kennara og skýrari gæðakröfum. Orðspor Háskólans fylgir nemendum<br />

og menntun þeirra alla tíð og því þarf sífellt að standa vörð um gæði þeirrar<br />

menntunar sem hér er veitt.<br />

• Við verðum að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám á meistara- og doktorsstigi<br />

með öllum tiltækum ráðum. Auka gæðakröfur, auka framboð námskeiða<br />

og efla samstarf við erlenda háskóla.<br />

• Við verðum að styrkja háskólabókasafnið, sem er grundvallareining í rannsóknaháskóla.<br />

• Háskóli Íslands þarf að taka kraftmikinn þátt í þróun háskólasjúkrahúss, sem<br />

í ráði er að byggja.<br />

• Við þurfum að hraða uppbyggingu Vísindagarða.<br />

• Við þurfum að vinna í nánari og dýnamiskari tengslum við atvinnulífið og<br />

rannsóknarstofnanir.<br />

• Við þurfum að auka enn samstarf háskóla í landinu til hagsbóta fyrir nemendur<br />

og fyrir þjóðfélagið. Þannig nýtum við best þá fjármuni sem úr er að<br />

spila.<br />

• Við þurfum að stórauka kynningu á innra starfi háskólans. Stjórnvöld og<br />

þjóðin sem kosta þetta starf þurfa að kynnast betur þeim krafti sem er í<br />

þessu starfi og þeim árangri sem það er að skila.<br />

• Loks nefni ég stjórnkerfi Háskóla Íslands. Við þurfum að einfalda ákvarðanatöku<br />

og færa vald út í deildir og gera alla stjórnsýslu einfalda og skilvirka.<br />

Starfsemi háskóla er ólík flestu öðru í samfélaginu. Á vissan hátt þarf háskóli að<br />

vera íhaldssamur, standa vörð um óhefta þekkingarleit og traust siðferði í vísindum.<br />

Við lifum á tímum þar sem áhersla er gjarnan lögð á skjótfengin árangur.<br />

Við megum hins vegar aldrei gleyma því, að framfarir í samfélaginu byggja<br />

líka á langtíma þekkingarleit og þróun.<br />

264

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!