11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Netverk<br />

RIKK starfar náið með erlendum stofnunum á sviði kvenna- og kynjafræða, m.a.<br />

NIKK (Nordisk institutt for kvinne- og kjønnsforskning) sem staðsett er við Háskólann<br />

í Osló. Stofan er aðili að AOIFE (Association of Institutions for Feminist<br />

Education and Research in Europe) og ATHENA (Advanced Thematic Network in<br />

Activities in Women´s Studies in Europe), sem nýtur styrks úr Socratesáætluninni.<br />

ATHENA-verkefnið er öflugt rannsóknarnet á sviði kvenna- og kynjafræða og er<br />

RIKK virkur aðili að rannsóknarverkefnum á vegum ATHENA. Á árinu sóttu fulltrúar<br />

RIKK samstarfsfund ATHENA sem haldinn var í Barcelona í maí.<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags<br />

Íslands í sameinda-<br />

og frumulíffræði<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði hóf<br />

starfsemi árið 1987. Tengsl hennar við Háskóla Íslands hafa verið með sérstökum<br />

samningum, sá sem nú gildir var undirritaður vorið <strong>2005</strong>. Þar hafa verið stundaðar<br />

metnaðarfullar rannsóknir á krabbameinum og hefur brjóstakrabbamein verið<br />

stærsta viðfangsefnið. Akademískir starfsmenn eru nú tveir prófessorar, Helga M.<br />

Ögmundsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð, og einn aðjúnkt, Þórarinn Guðjónsson.<br />

Tveir lífeindafræðingar starfa við rannsóknastofuna og árið <strong>2005</strong> unnu 7 meistaranemar<br />

þar að verkefnum sínum og einn doktorsnemi að öllu leyti en tveir aðrir<br />

doktorsnemar tengjast rannsóknastofunni. Meðal helstu verkefna nú má nefna<br />

áframhaldandi rannsóknir BRCA2 áhættugeninu fyrir brjóstakrabbamein og er<br />

sjónum nú beint að tengslum við sjúkdómsmynd og sjúkdómshorfur fyrir<br />

krabbamein í brjóstum og blöðruhálskirtli, greiningu á genatjáningu, áhrifum á<br />

frumuskiptingar og prófanir á lyfjum sem hugsanlega eru sértæk fyrir frumur<br />

sem bera galla í þessu geni. Nýlega tókst að búa til frumulínur úr brjóstaþekjuvef<br />

sem bera hina íslensku BRCA2 stökkbreytingu. Myndgerð brjóstkirtilsins er rannsökuð<br />

í þrívíðum ræktunarlíkönum, þ.á m. samskipti æðaþels og þekjufrumna og<br />

boðferlar sem stýra vefjaþroskun. Loks má nefna rannsóknir á vaxtarhemjandi<br />

áhrifum efna úr íslenskum fléttum á krabbameinsfrumur.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> birtust 12 greinar frá rannsóknastofunni í alþjóðlegum ritrýndum<br />

tímaritum. Tveir meistaranemar útskrifuðust. Rannsóknirnar njóta styrkja úr<br />

ýmsum sjóðum svo sem Rannsóknasjóði Háskólans og RANNÍS, þ.á m. er einn<br />

öndvegisstyrkur og nýlega fengust tveir styrkir úr Markáætlun RANNÍS um erfðafræði<br />

í þágu heilbrigðis. Þá tekur rannsóknastofan þátt í fjölþjóðasamstarfi sem<br />

er styrkt af Evrópusambandinu sem Network of Excellence, Cancer Causation<br />

Studied in Population-Based Registries and Biobanks, CCPRB.<br />

Starfsemi rannsóknastofunnar hlaut mikla viðurkenningu í árslok <strong>2005</strong> þegar<br />

Helgu M. Ögmundsdóttur og Jórunni Erlu Eyfjörð voru sameiginlega veitt heiðursverðlaun<br />

úr verðlaunasjóði frú Ásu Guðmundsdóttur Wright.<br />

Framtíð rannsóknastofunnar er óviss þar sem Krabbameinsfélagið mun hætta að<br />

tryggja rekstur hennar í árslok 2006.<br />

Rannsóknastofa um<br />

mannlegt atferli<br />

Almennt yfirlit og stjórnun<br />

Sem fyrr er aðeins eitt stöðugildi við Rannsóknastofnun um mannlegt atferli<br />

(RMA), en það er vísindamannsstaða forstöðumans hennar við HÍ. Forstöðumaður:<br />

Magnús S. Magnusson, vísindamaður, HÍ.<br />

Guðberg K. Jónsson tengist einnig starfi rannsóknastofunnar með mikilvægum<br />

en breytilegum hætti sem erfitt er að meta til stöðugilda enda kemur það einnig<br />

inn í samstarf RMA við fyrirtækið Atferlisgreiningu ehf. (www.patternvision.com).<br />

209

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!