11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Málefni fatlaðra<br />

Málefni fatlaðra við Háskóla Íslands hafa öðlast sérstakan sess. Vinna í málaflokknum<br />

tekur mið af Stefnu í málefnum fatlaðra við Háskóla Íslands, sem samþykkt<br />

var á háskólafundi í maí 2002 og Reglum um sértæk úrræði í námi við Háskóla<br />

Íslands, sem samþykktar voru í háskólaráði í júní 2002. Starfshópur um<br />

málefni fatlaðra var fyrst skipaður sem vinnuhópur undir jafnréttisnefnd í byrjun<br />

árs 2002. Níu manna ráð um málefni fatlaðra var svo skipað frá 1. júlí 2002 til<br />

þriggja ára. Endurskipað var í ráðið til þriggja ára frá 1. júlí <strong>2005</strong> og er það nú ein<br />

af nefndum háskólaráðs. Ráðið skipa Sigrún Valgarðsdóttir, jafnréttisfulltrúi, sem<br />

er formaður þess, María Dóra Björnsdóttir og Magnús Stephensen, fulltrúar<br />

námsráðgjafar, Lilja Þorgeirsdóttir, fulltrúi starfsmannasviðs, Gísli Fannberg, fulltrúi<br />

kennslusviðs, Ásdís Guðmundsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra, Valþór Sigurðsson<br />

fulltrúi reksturs og framkvæmda, Rannveig Traustadóttir, fulltrúi FH og FP og<br />

Vigdís Ebenezersdóttir, fulltrúi stúdenta. Ráðið hélt sjö fundi á árinu.<br />

Í febrúar stóð ráðið fyrir námskeiðinu Að vinna með fötluðum. Um námskeiðið<br />

sáu Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi, Rannveig Traustadóttir prófessor<br />

og María Dóra Björnsdóttir námsráðgjafi. 15 manns sóttu námskeiðið og fékk það<br />

góða umsögn þátttakenda. Í mars fékk Háskóli Íslands heimsókn starfshóps þriggja<br />

ráðuneyta um aðgengismál í opinberum stofnunum en formaður ráðs um<br />

málefni fatlaðra var ein þeirra sem tók á móti hópnum. Í starfshópnum eru fulltrúar<br />

frá félagsmálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og umhverfisráðuneyti.<br />

Fengu þeir kynningu á aðgengismálum við HÍ, þar sem greint var frá<br />

því sem hefur verið gert, hvað þyrfti að bæta og um forgangsröðun verkefna. Í<br />

maí tók ráð um málefni fatlaðra á móti hópi hreyfihamlaðra stúdenta. Í hópnum<br />

voru liðlega 40 manns frá Finnlandi, Austurríki og Íslandi, þar af um helmingur<br />

þess í hjólastólum. Ráðið tók að sér að kynna Háskóla Íslands og þjónustu fyrir<br />

fatlaða stúdenta hér. Hinir erlendu gestir voru á vegum Hins hússins og var<br />

heimsókn til Háskólans hluti af dagskrá þeirra hérlendis.<br />

Eitt af verkefnum ráðsins á árinu var útgáfa bæklingsins Háskóli fyrir alla: Aðgengi<br />

og úrræði við Háskóla Íslands. Markmiðið með útgáfunni var að gera jafnréttisstarf<br />

og þjónustu Háskólans sýnilegri og er markhópur bæklingsins allir<br />

þeir sem búa við einhvers konar fötlun eða hömlun. Bæklingurinn var sendur til<br />

námsráðgjafa allra framhaldsskóla á landinu á haustmisserinu. Í lok september<br />

stóð ráð um málefni fatlaðra fyrir kynningu um málefni fatlaðra stúdenta við Háskóla<br />

Íslands í Öskju. Meðal annars var bæklingurinn Háskóli fyrir alla: Aðgengi<br />

og úrræði við Háskóla Íslands kynntur og fulltrúi Fortúnu, félags um málefni fatlaðra<br />

stúdenta við HÍ, sagði frá starfsemi félagsins. Fjölmörgum var boðið til<br />

kynningarinnar, bæði innan sem utan skólans og var hún einkar vel sótt.<br />

Á haustdögum fékk ráð um málefni fatlaðra styrk úr háskólasjóði til aðgengisúttektar<br />

á vef Háskóla Íslands. Fyrirtækið SJÁ sá um úttektina og lá skýrsla um aðgengið<br />

fyrir í desember. Markmiðið með aðgengisúttektinni var að auðvelda að<br />

gera vefinn aðgengilegan öllum hópum, óháð fötlun. Er þá lögð áhersla á að vefurinn<br />

sé aðgengilegur fyrir blinda, sjóndapra, lesblinda, hreyfihamlaða, flogaveika<br />

og greindarskerta. Í ljós kom að vefur Háskólans var að ýmsu leyti til fyrirmyndar.<br />

Einhverjar lagfæringar þarf þó að ráðast í og í desember var það mál í athugun<br />

hjá RHÍ. Í nóvember kom út skýrslan Háskólanám án heyrnar: Skýrsla um námsog<br />

félagslega stöðu tveggja heyrnarlausra nemenda við Háskóla Íslands.<br />

Skýrslan er eftir Kristjönu Mjöll Sigurðardóttur MA og var hún unnin fyrir ráð um<br />

málefni fatlaðra. Markmiðið með henni var meðal annars að ráðið geti kynnt sér<br />

stöðu heyrnarlausra nemenda við HÍ og hugað að aðgerðum í þágu heyrnarlausra<br />

nemenda í kjölfar hennar.<br />

Að beiðni rektors ákvað ráð um málefni fatlaðra að kalla saman tímabundinn<br />

starfshóp til að huga að geðheilbrigðisáætlun Háskóla Íslands. Starfshópurinn er<br />

skipaður Rögnu Ólafsdóttur, fulltrúa námsráðgjafar, Þóru Margréti Pálsdóttur,<br />

fulltrúa starfsmannasviðs, Bertrand Lauth, fulltrúa læknadeildar, Gabríelu Zuilmu<br />

Sigurðardóttur, fulltrúa félagsvísindadeildar, Jóhönnu Bernharðsdóttur, fulltrúa<br />

hjúkrunarfræðideildar og Jóni Eggert Víðissyni og Ingibjörgu Þórðardóttur, fulltrúum<br />

Maníu, félags fólks innan Háskóla Íslands með geðraskanir. Fyrsti fundur<br />

hópsins var í desember og er stefnt að því að afrakstur starfshópsins líti dagsins<br />

ljós með vorinu.<br />

71

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!