11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

V.<br />

Ég hef djúpa og einlæga sannfæringu um að Háskóli Íslands gegni lykilhlutverki í<br />

mótun framtíðarsamfélags á Íslandi, í framtíðarhagvexti og í mótun og varðveislu<br />

menningar.<br />

Um leið og ég tek við embætti rektors Háskóla Íslands vil ég færa þakkir fyrir það<br />

traust sem mér hefur verið sýnt. Ég mun leggja mig að veði fyrir þeirri framtíðarsýn<br />

sem ég hef lýst. Ég heiti því að vinna að þessu verki af fullum heilindum og<br />

vera vakin og sofin yfir velferð Háskóla Íslands.<br />

Megi Háskóla Íslands farnast vel og samfélaginu sem hann þjónar.<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Háskóli í fremstu röð<br />

Brautskráningarræða 22. október <strong>2005</strong><br />

Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti frú Vigdís<br />

Finnbogadóttir, deildarforsetar, kæru kandídatar, góðir gestir.<br />

Háskóli Íslands er sterkasta aflið í menntasókn þjóðarinnar. Háskólinn staðfestir<br />

þetta áþreifanlega með því að útskrifa rúmlega 1400 kandídata frá 11 deildum<br />

á þessu ári. Ennfremur er gert ráð fyrir að 14 doktorsnemar verji ritgerðir sínar<br />

við skólann á árinu.<br />

Þetta glæsilega og vel menntaða fólk verður burðarvirkið í íslenska þekkingarsamfélaginu<br />

á næstu árum. Háskóli Íslands hefur með þessum hætti verið ein<br />

af máttarstoðum þekkingarsköpunar og þeirrar velferðar sem hún hefur leitt af<br />

sér á Íslandi í hartnær heila öld.<br />

En við látum ekki staðar numið. Samfélagið hefur nú sem aldrei fyrr þörf fyrir<br />

háskóla í fremstu röð. Heimurinn sem við lifum í einkennist af vaxandi samskiptum<br />

og samkeppni og þeim vegnar einfaldlega best sem efla hraðast þekkingu,<br />

vísindi og rannsóknir.<br />

Það hvílir á okkur háskólafólki sú ábyrgð að lýsa fyrir samfélaginu þörfinni fyrir<br />

áframhaldandi þekkingarsköpun og hvers vegna Háskóli Íslands leiki þar lykilhlutverk.<br />

Til þess þarf Háskólinn að hafa skýra stefnu, meitlaðar áherslur og<br />

hvassan vilja til verka. Það hvílir á stjórnvöldum sú ábyrgð að styðja skólann í<br />

þessu verki og tryggja honum nauðsynlegt fjármagn til starfseminnar. Fjárfesting<br />

samfélagsins í Háskóla Íslands er nauðsynleg, arðbær og áhættulaus.<br />

Háskóli Íslands hefur þróast með samfélaginu sem hann þjónar allt frá stofnun<br />

hans árið 1911. Síðasta skeiðið í þróun skólans hófst um miðjan síðasta áratug.<br />

Það einkennist af þremur meginþáttum:<br />

• Í fyrsta lagi af gríðarlegum vexti í starfseminni. Háskólinn hefur tvöfaldast<br />

að stærð á 8 árum.<br />

• Í öðru lagi hafa sprottið fram nýjar menntastofnanir á háskólastigi sem<br />

keppa við Háskóla Íslands um nemendur, kennara og fjármuni.<br />

• Í þriðja lagi hefur á þessu skeiði verið lagður grunnur að umfangsmiklu<br />

rannsóknatengdu framhaldsnámi í skólanum.<br />

Þetta vaxtar- og samkeppnisskeið hefur reynt á innviði skólans. Þrjár viðamiklar<br />

ytri úttektir, innlendar og erlendar, staðfesta að Háskóli Íslands er vel rekinn<br />

og afkastamikill, en einnig að stórauka þarf fjárveitingu til skólans til að hann<br />

geti haldið áfram nauðsynlegu uppbyggingarstarfi. Að þessu munum við vinna<br />

með stjórnvöldum.<br />

Faglega er Háskólinn vel í stakk búinn að ráðast í næsta áfanga sem er að<br />

styrkja stöðu sína sem fullburða rannsóknaháskóli. Við ætlum okkur að fimmfalda<br />

á næstu 5 árum fjölda doktorsnema sem útskrifast árlega frá skólanum.<br />

Þetta er eitt af þeim markmiðum sem við setjum okkur til að Háskóli Íslands<br />

verði sambærilegur við bestu rannsóknaháskóla á Norðurlöndum.<br />

Stefnuáherslur okkar og markmið eru oft dregin saman í hugtakið um rann-<br />

266

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!