11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

og stjórnun flugumferðar. Verkefnið getur leitt til þess að starfsumhverfi flugumferðarstjóra<br />

muni gerbreytast. Nemendur í framhaldsnámi við verkfræðideild Háskólans<br />

og MIT hafa tekið þátt í rannsóknarverkefninu og haft með sér náið samstarf.<br />

Rektor býður starfsfólki til tónleika<br />

Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, bauð starfsfólki Háskólans og mökum<br />

til tónleika í Háskólabíói 24. september. Flytjendur voru Þóra Einarsdóttir<br />

sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenor, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og<br />

Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Að tónleikunum loknum var boðið til haustfagnaðar<br />

í Hátíðasal í Aðalbyggingu.<br />

Rafrænn háskóli<br />

Svokallað viðburðadagatal á vef HÍ er nú ein öflugasta leiðin til að kynna opna viðburði<br />

(fyrirlestra, málþing, ráðstefnur o.fl.) sem skipulagðir eru á vegum eða í<br />

samvinnu við Háskóla Íslands, enda vefurinn mjög fjölsóttur. Sem dæmi má<br />

nefna að í septembermánuði sóttu vefinn að meðaltali 13.145 gestir á dag og í<br />

þessum sama mánuði var jafnframt slegið nýtt aðsóknarmet, þann 5. september:<br />

16.469 gestir. Þetta er um 30% meiri aðsókn að vef Háskóla Íslands en var á sama<br />

tíma árið 2004.<br />

Háskóli Íslands meðal þeirra sex stofnana sem veita besta<br />

rafræna þjónustu<br />

Þann 12. desember var haldinn kynningarfundur um úttekt á vefjum ríkis og<br />

sveitarfélaga undir yfirskriftinni Hvað er spunnið í opinbera vefi? Í niðurstöðu úttektarinnar<br />

kemur m.a. fram að Háskóli Íslands var meðal þeirra sex stofnana<br />

sem taldar eru veita besta þjónustu þegar heildarniðurstöður úr úttektum á 246<br />

vefjum voru bornar saman. Hvað innihald varðar var Háskólinn í fimmta sæti og í<br />

því áttunda þegar nytsemi var metin.<br />

Þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi. Megintilgangurinn<br />

er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði<br />

hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar<br />

þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri<br />

sem felast í rafrænni þjónustu.<br />

Verkefnið hófst í maí og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar<br />

þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf. vann verkefnið fyrir<br />

forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu<br />

ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra<br />

þágu.<br />

Ýmislegt efni um Háskóla Íslands er að finna á vef Háskólans, www.hi.is, og á<br />

slóðinni: www2.hi.is/page/um_HI<br />

Tölulegar staðreyndir um Háskólann er að finna á slóðinni:<br />

www2.hi.is/page/stadtolur<br />

30

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!