11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Skrifstofustjóri deildarinnar var Óskar Einarsson og hefur hann aðsetur á Nýja<br />

Garði. Á skrifstofunni störfuðu auk skrifstofustjóra, Guðrún Birgisdóttir alþjóðaog<br />

kynningarfulltrúi, María Ásdís Stefánsdóttir, verkefnastjóri, og Hlíf Arnlaugsdóttir,<br />

verkefnastjóri í hálfu starfi, er staðsett á skrifstofu í Árnagarði.<br />

Fastanefndir hugvísindadeildar<br />

Við hugvísindadeild starfa fimm fastanefndir: Fjármálanefnd, kynningarnefnd,<br />

stöðunefnd, vísindanefnd og kennslumálanefnd. Eru þær deildarforseta og deildarráði<br />

til ráðuneytis um þau málefni sem falla undir verksvið þeirra. Stöðunefnd<br />

ber að skoða og veita umsögn um framgangs- og ráðningarmál. Formaður stöðunefndar<br />

var Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti, en að auki sitja í nefndinni<br />

Höskuldur Þráinsson varadeildarforseti, Ástráður Eysteinsson, Gísli Gunnarsson,<br />

Guðrún Kvaran, Guðrún Nordal, Magnús Fjalldal, Vilhjálmur Árnason. Til vara<br />

voru Már Jónsson og Torfi H. Tulinius. Úr nefndinni gengu á miðju ári Dagný<br />

Kristjánsdóttir og Kristján Árnason, en í stað þeirra komu Guðrún Nordal og Guðrún<br />

Kvaran. Vísindanefnd fjallar um mál sem tengjast rannsóknum og kennslu.<br />

Formaður vísindanefndar var Dagný Kristjánsdóttir. Í vísindanefnd sátu ennfremur<br />

Jón Axel Harðarson, Matthew J. Whelpton, Ólafur Páll Jónsson og Valur Ingimundarson.<br />

Fjármálanefnd deildarinnar vinnur að skiptingu fjár á milli skora og<br />

fylgist með fjárhagsstöðu deildarinnar. Í henni sátu auk deildarforseta og varadeildarforseta,<br />

Róbert H. Haraldsson, dósent í heimspeki, Eiríkur Rögnvaldsson<br />

prófessor í íslensku og Óskar Einarsson skrifstofustjóri. Róbert H. Haraldsson er<br />

jafnframt fulltrúi hugvísinda í fjármálanefnd háskólaráðs. Í kynningarnefnd eiga<br />

sæti Rannveig Sverrisdóttir, bókmenntafræði- og málvísindaskor, formaður, Guðrún<br />

Birgisdóttir, deildarskrifstofu, Jón Axel Harðarson, íslenskuskor, Gunnar<br />

Harðarson, heimspekiskor, Ásta Ingibjartsdóttir, skor rómanskra og klassískra<br />

mála, Magnús Sigurðsson, skor þýsku og Norðurlandamála, Pétur Knútsson,<br />

enskuskor og Már Jónsson, sagnfræðiskor. Kennslumálanefnd sinnir margvíslegum<br />

málum er snerta kennsluhætti deildarinnar. Hana skipa Gunnar Harðarson,<br />

formaður, Ásdís Magnúsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Margrét Jónsdóttir<br />

og Sveinn Yngvi Egilsson. Ein nefnd var stofnuð til eins árs, þróunarnefnd, sem<br />

undirbúningur að stefnumótun deildarinnar. Nefndina skipuðu: Anna Agnarsdóttir,<br />

formaður, Guðni Elísson dósent, Ástráður Eysteinsson, prófessor, Guðrún Nordal,<br />

dósent, Matthew Whelpton, dósent, Gunnar Harðarson, dósent og Hólmfríður<br />

Garðarsdóttir, dósent. Nefndin kom mjög að undirbúning deildardaga og undirbjó<br />

stefnumótunarvinnu deildarinnar.<br />

Kennslumál<br />

Nám hófst í kvikmyndafræði sem aukagrein haustið <strong>2005</strong>, en það nám er styrkt af<br />

Samskipum og af rektor HÍ. Listfræði var tekin upp sem aðalgrein til 60e og var<br />

hún mjög fjölsótt. Kennsla hófst í Icelandic Medieval Studies en það er nám á<br />

meistarastigi sem ætlað er erlendum nemendum. Hugvísindadeild tekur áfram<br />

þátt í almennri trúarbragðafræði, sem er þverfaglegt nám á vegum Guðfræði-,<br />

Hugvísinda- og Félagsvísindadeildar. Fulltrúi hugvísindadeildar í námsnefndinni<br />

er Sigríður Þorgeirsdóttir. Fulltrúi deildarinnar í námsnefnd um þverfaglegt nám í<br />

umhverfis og auðlindafræði var Róbert H. Haraldsson.<br />

Hinn 9. desember fékk verkefnið Icelandic Online önnur verðlaun í samkeppninni<br />

Upp úr skúffunum.<br />

Enskuskor ásamt Vefsetri um íslenskt mál og menningu eru þátttakendur í verkefni<br />

sem ber heitið COVCELL. Verkefnið hófst þann 1. október og er til tveggja<br />

ára. Verkefnið er styrkt af Mínerva áætlun Evrópusambandsins. Matthew Whelpton,<br />

dósent í ensku, er verkefnisstjóri. Verkefnið mun þróa aðferðir til þess að<br />

nota við fjarkennslu í tungumálum.<br />

Fjöldi stúdenta<br />

Stúdentum í deildinni hefur heldur fækkað á milli ára, en í upphafi á hausti <strong>2005</strong><br />

voru 1.794 nemendur skráðir í deildina, sem er 1,9 % aukning frá fyrra ári. Fjöldi<br />

virkra nemenda á milli skólaárana 2003-2004 og 2004-<strong>2005</strong> minnkað um 0,8 %.<br />

Doktorar<br />

Þann 29. apríl <strong>2005</strong> varði Sverrir Jakobsson, M.A. í sagnfræði, doktorsritgerð sína<br />

Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100 - 1400.<br />

Hinn 14. október <strong>2005</strong> varði Margrét Eggertsdóttir, M.A., fræðimaður á Stofnun<br />

Árna Magnússonar, doktorsritgerð sína Barokkmeistarinn. List og lærdómur í<br />

verkum Hallgríms Péturssonar.<br />

114

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!