11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

sóknaháskóla í fremstu röð. Við notum alþjóðlega viðurkenndar mælistikur til<br />

að meta árangur og gæði, m.a. fjölda alþjóðlega ritrýndra vísindagreina, fjölda<br />

doktorsnema og niðurstöður innlendra og alþjóðlegra gæðaúttekta á starfsemi<br />

skólans.<br />

En hvert er inntak slíkra markmiða? Af hverju skiptir máli fyrir íslenskt samfélag að<br />

byggja upp vísindaháskóla? Hvaða máli skiptir fjöldi doktorsnema fyrir samfélagið?<br />

Svarið liggur í tvíþættum megintilgangi háskólakennslu, vísindastarfa og rannsókna.<br />

Annars vegar er tilgangurinn leit að nýrri þekkingu sem samfélagið, stofnanir<br />

þess, fyrirtæki og einstaklingar geta fært sér í nyt með beinum hætti. Þannig<br />

verða til nýjar aðferðir til verklegra framkvæmda, nýir orkugjafar, ný efni til iðnaðar<br />

og ný þekking í félags-, sálar- og læknisfræðum sem eykur lífshamingju<br />

og dregur úr kvöl svo fátt eitt sé nefnt.<br />

Hins vegar er tilgangurinn að hækka almennt þekkingarstig samfélagsins<br />

þannig að það sé í heild betur í stakk búið að fást við breyttar kringumstæður<br />

og ný viðfangsefni. Dæmi um þetta er útrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegan<br />

markað sem byggir að verulegu leyti á tæknikunnáttu og þekkingu á sviði fjármála-<br />

og viðskiptafræða, tungumálaþekkingu og menningarlæsi.<br />

Aðgengi að upplýsingum er nú meira en nokkru sinni fyrr fyrir tilstuðlan internets<br />

og alþjóðavæðingar. En aðgengi að upplýsingum er eitt – þekking er annað.<br />

Ný djúpstæð þekking byggir vissulega á upplýsingum en fæst einungis með því<br />

að setja upplýsingar í nýtt samhengi, með því að setja fram ögrandi tilgátur sem<br />

eru þrautprófaðar í öguðum og frjóum vísindarannsóknum.<br />

Þetta kemur til dæmis skýrt fram í vinnu doktorsnema. Þeir hafa valið sér ögrandi<br />

rannsóknarefni og leggja sjálfa sig að veði fyrir verkefnið. Þetta fólk er í<br />

raun að gera tvennt, afla nýrrar þekkingar og um leið að þróa með sér eðlisþætti<br />

á borð við ákafa, markmiðasækni og sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.<br />

Vísindamenn sem taka að sér að leiðbeina doktorsnemum þurfa sjálfir að uppfylla<br />

strangar gæðakröfur og samvinnan milli leiðbeinenda og nemenda eykur<br />

hæfni hvorra tveggja.<br />

Það sem af er liðið þessu haustmisseri hafa sjö doktorsefni varið ritgerðir sínar<br />

við Háskóla Íslands, þar af sex konur. Viðfangsefni þeirra hafa verið afar fjölbreytt<br />

– svarthol í himingeimnum; nýjar aðferðir við gæðamat á fiskmeti, ævi og<br />

ritstörf séra Hallgríms Péturssonar; þunganir unglingsstúlkna; tannáta og glerungseyðing<br />

í unglingum; ónæmisvarnir mannslíkamans og ónæmisvarnir í fósturþroskun<br />

fiska.<br />

Ágætu gestir!<br />

Háskóli er fyrst og fremst metinn á grundvelli þeirra rannsókna sem þar eru<br />

stundaðar og árangri nemendanna sem hann útskrifar. En þetta hvorutveggja<br />

byggir á því að skólinn hafi á að skipa framúrskarandi kennurum og starfsfólki,<br />

að sífelld endurnýjun kennsluefnis og kennsluhátta eigi sér stað og að skólinn<br />

sé ætíð vakandi fyrir spennandi nýjungum.<br />

Mig langar til að nefna nokkur dæmi um slíkar nýjungar sem um þessar mundir<br />

eru í bígerð eða komnar í framkvæmd við Háskóla Íslands – og þetta eru aðeins<br />

örfá dæmi:<br />

Meistaranám í íslenskum miðaldafræðum. Þetta nám er sérsniðið fyrir erlenda<br />

stúdenta og kennt á ensku.<br />

Meistaranám í lífverkfræði. Þar vinna fræðimenn á sviði læknisfræði og verkfræði<br />

að því að leita lausna sem stuðla að betri líðan sjúkra og fatlaðra.<br />

Meistaranám í lýðheilsu. Þar er auk hefðbundinna þátta lýðheilsu fjallað um útbreiðslu<br />

farsótta á borð við fuglaflensu og aðrar skæðar smitsóttir, og leiðir til<br />

forvarna.<br />

Þá er verið að leggja drög að kennslu í asískum fræðum, með sérstakri áherslu<br />

á Japan, Indland og Kína. Samstarfsaðili okkar í þessari þróunarvinnu er Háskólinn<br />

á Akureyri. Í vikunni sem leið kom vísindamálaráðherra Indlands í<br />

heimsókn til Háskóla Íslands þar sem meðal annars var rætt um þetta verkefni.<br />

267

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!