11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Samkeppni um skipulag lóðar<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss LSH<br />

Rekstrar- og framkvæmdasvið hafði umsjón með þátttöku Háskólans í undirbúningi<br />

að samkeppnislýsingu um uppbyggingu LSH-lóðarinnar. Samkeppnin fór<br />

fram sumarið <strong>2005</strong> og voru niðurstöður kynntar 11. október. Allar heilbrigðisvísindadeildir<br />

skólans áætluðu starfsemi sinna sviða til næstu 25 ára s.s. vísindastarfsemi,<br />

nemendafjölda, þróun kennslu og þörf fyrir aðbúnað og samþættingu<br />

sín á milli og við spítalann. Í samkeppnislýsingunni var gert ráð fyrir að allar<br />

heilbrigðisvísindagreinar Háskólans flyttu á LSH-lóð þar sem væri að finna sjálfstætt<br />

kennsluver fyrir grunngreinakennslu, tilraunaaðstöðu, aðstöðu fyrir nemendur<br />

og kennara ásamt aðstöðu fyrir sameiginlega stoðþjónustu. Þá var í lýsingunni<br />

gert ráð fyrir að kennsluaðstaða í klínískri kennslu samþættist inn í húsnæði<br />

spítalastarfseminnar og að samnýtt yrðu ýmis rými fyrir bæði starfsemi spítalans<br />

og háskólans.<br />

Á árinu 2006 er áfram unnið að þarfagreiningu fyrir frumkostnaðaráætlun verkefnisins.<br />

Ætlunin er að fyrsti áfangi byggingarframkvæmda á lóðinni hefjist í apríl<br />

2008.<br />

Náttúrufræðihúsið Askja<br />

Unnið var að lokafrágangi og úttekt á framkvæmdinni með eftirliti.<br />

Íþróttahús Háskóla Íslands<br />

Línuhönnun lagði fram kostnaðaráætlun um að klæða íþróttahúsið að utan og<br />

nemur hún um 40-45 milljónum króna. Endurnýjuð var kaffiaðstaða umsjónarmanna<br />

íþróttahússins og eldhúsinnrétting sett upp. Unnin var stefnumótun fyrir<br />

íþróttahúsið til næstu fimm ára. Skilgreint var formlegt hlutverk íþróttahúss Háskólans,<br />

styrkleikar og veikleikar íþróttahússins/starfseminnar, tækifæri til þróunar<br />

og breytinga á starfseminni og fyrir hverja íþróttahúsið eigi að vera – viðskiptavinir.<br />

Vísindagarðar<br />

Þorvarður Elíasson gegndi starfi framkvæmdastjóra Vísindagarða Háskóla Íslands<br />

á árinu. Rætt var við ýmsa aðila um hugsanlegan flutning á svæðið. Þá var<br />

gengið frá ýmsum atriðum er snúa að fyrirkomulagi um uppbyggingu svæðisins.<br />

Helstu endurbætur á húsnæði<br />

Árlega er unnið að fjölmörgum viðhaldsverkefnum í hinum ýmsu byggingum<br />

skólans. Sem dæmi má nefna fyrirhugaðar endurbætur á ytra byrði íþróttahússins<br />

sem munu standa yfir árið <strong>2005</strong>-2006 og endurnýjun á salernum og gólfefnum<br />

í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.<br />

Innleiðing upplýsingakerfa<br />

Áfram verður haldið í innleiðingu fjárhags-, mannauðs og launakerfis Oracle E-<br />

business suite. Innleiðingu launakerfis lauk í janúar <strong>2005</strong> og mannauðshluti kerfisins<br />

verður tekinn í notkun á fyrri hluta ársins 2006. Þá verður unnið að endurbótum<br />

á upplýsingagjöf og skýrslugerð úr kerfinu.<br />

Fjárreiður og rekstur<br />

Starfsemi fjárreiðusviðs<br />

Helstu verkefni fjárreiðusviðs eru áætlanagerð, fjárvarsla, innkaup, launaafgreiðsla<br />

og reikningshald. Þá vinnur sviðið með fjármálanefnd og samráðsnefnd<br />

um kjaramál. Sú breyting varð í upphafi árs <strong>2005</strong> að upplýsingaskrifstofa sameinaðist<br />

rektorsskrifstofu.<br />

Eyrún Linda Magnúsdóttir, viðskiptafræðingur, lét af störfum á árinu og í hennar<br />

stað kom Jón Magnús Sigurðarson, hagfræðingur. Ráðinn var nýr starfsmaður í<br />

reikningshald, Auður Þórhildur Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur. Birna Björnsdóttir,<br />

fulltrúi, tók við nýju starfi á upplýsingaskrifstofu og í hennar stað kom Jóhanna<br />

Linda Hauksdóttir.<br />

Leitað var sérstaklega tilboða í öll stærri innkaup og má þar nefna kaup á 130<br />

tölvumr fyrir tölvuver og 20 tölvum og skjávarpa fyrir kennslustofur. Hagstæð<br />

tilboð fengust í öllum tilvikum. Fundað var með Ríkiskaupum um útboð á rafrænum<br />

viðskiptum og svokallað rafrænt markaðstorg RM var í notkun við inn-<br />

77

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!