11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Formáli<br />

Árið <strong>2005</strong> var viðburðaríkt í sögu Háskóla Íslands. Allt starf skólans var metið<br />

og árangurinn borinn saman við erlenda háskóla. Á miðju ári urðu rektorsskipti<br />

og í kjölfarið hófst umfangsmikil stefnumótunarvinna Háskólans fyrir tímabilið<br />

2006-2011.<br />

Að frumkvæði menntamálaráðuneytisins og Háskólans sjálfs voru utanaðkomandi<br />

sérfræðingar og stofnanir, innlendar og erlendar, fengnar til að meta rekstur<br />

skólans, kennslu, rannsóknir og stjórnsýslu. Niðurstöðurnar úr þessu mati voru<br />

birtar opinberlega. Stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt Ríkisendurskoðunar sýndi að<br />

rekstur Háskólans er hagkvæmur og að skólinn fer vel með fé. Árangur, mældur í<br />

afköstum vísindamanna og kennara, er meiri en hjá sambærilegum erlendum<br />

háskólum og á sama tíma er rekstur Háskóla Íslands ódýrari en hjá erlendum<br />

samanburðarskólum. Úttekt á akademískri stöðu og rannsóknavirkni sýndi að<br />

vísindamenn skólans skila miklu og góðu verki. Úttekt á vegum Samtaka<br />

evrópskra háskóla (European University Association) sýndi að grunnstarfsemi<br />

Háskólans er traust hvað varðar kennslu og stjórnun, árangur í vísindastarfi er<br />

framúrskarandi í mörgum greinum og skólinn hefur góð alþjóðleg tengsl. Í matsgerðunum<br />

komu einnig fram ýmsar ábendingar og hugmyndir um hvað hægt<br />

væri að gera til að efla og styrkja Háskólann enn frekar.<br />

Á miðju ári <strong>2005</strong> urðu rektorsskipti við Háskóla Íslands. Páll Skúlason lét af<br />

embætti eftir 8 ára farsælt starf. Árbókinni fylgir ítarleg greinargerð um rektorstíð<br />

Páls Skúlasonar.<br />

Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræðideild, var kjörin nýr rektor af háskólasamfélaginu<br />

og tók við embætti 1. júlí við hátíðlega athöfn í Hátíðasal. Um haustið<br />

hófst viðamikil vinna við stefnumótun Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2006-2011<br />

með þátttöku starfsmanna og stúdenta í öllum deildum og stjórnsýslu. Þessi<br />

vinna byggði á þeirri meginforsendu að menntun og þekkingarsköpun á heimsmælikvarða<br />

sé grundvöllur lífskjara og velsældar eins og best þekkist, forsenda<br />

velgengni í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og að við getum skapað áhugaverðan<br />

starfsvettvang á Íslandi fyrir okkar best menntaða og hæfileikaríkasta fólk.<br />

Við lestur þessarar Árbókar og Ritaskrár sem fylgir, má ljóst vera að rannsóknaog<br />

kennslustarf við Háskóla Íslands hefur aldrei verið fjölbreyttara og blómlegra<br />

en nú. Þörfin fyrir menntun og þekkingarsköpun í samfélagi okkar hefur aldrei<br />

verið meiri og Háskóli Íslands hefur brugðist við því með fjölgun námsleiða og<br />

eflingu framhaldsnáms og rannsóknarstarfs, sem í vaxandi mæli fer fram í gagnvirkum<br />

og gjöfulum tengslum við atvinnulífið og í samstarfi við erlenda háskóla.<br />

Kristín Ingólfsdóttir<br />

rektor Háskóla Íslands<br />

5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!