11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Happdrætti Háskóla Íslands<br />

Almennt<br />

Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) var stofnað með lögum árið 1933. Meginástæða<br />

þess var að Alþingi hafði veitt heimild til að byggja yfir Háskóla Íslands þegar<br />

fjárveiting fengist en veitti svo ekki fé til byggingarinnar. Fyrsti úrdráttur fór fram í<br />

mars 1934 og er afmælið miðað við það ár. Happdrættið er eins og nafnið gefur til<br />

kynna í eigu Háskóla Íslands og tilgangur þess er að afla fjár til húsbygginga<br />

skólans, viðhalds þeirra og til tækjakaupa. Nær allar byggingar Háskólans hafa<br />

verið reistar fyrir ágóða af rekstri happdrættisins.<br />

Starfsfólk og stjórn<br />

Háskólaráð kýs stjórn Happdrættis Háskóla Íslands. Á fundi háskólaráðs þann 6.<br />

október <strong>2005</strong> var kosin ný stjórn fyrir HHÍ. Í stjórnina voru kosin Ebba Þóra<br />

Hvannberg, dósent, Óskar Magnússon, forstjóri og Páll Hreinsson, prófessor. Á<br />

fundi sínum þann 26. október var Páll Hreinsson kosinn formaður stjórnar. Í fráfarandi<br />

stjórn áttu sæti Páll Skúlason, háskólarektor, formaður, Páll Hreinsson,<br />

prófessor, og Þórir Einarsson, fyrrverandi ríkisáttasemjari. Forstjóri Happdrættisins<br />

er Brynjólfur Sigurðsson. Rekstur HHÍ er þrískiptur og er rekstrarstjóri yfir<br />

hverri rekstrareiningu. Árið <strong>2005</strong> var Guðmundur Bjarnason rekstrarstjóri flokkahappdrættis,<br />

Róbert Sverrisson rekstarstjóri Gullnámu og Steinunn Björnsdóttir<br />

rekstrarstjóri Happaþrennu. Stöðugildi í árslok <strong>2005</strong> voru þrjátíu. Höfuðstöðvar<br />

HHÍ eru í Tjarnargötu 4 í Reykjavík en utan þeirra starfar fjöldi umboðsmanna<br />

víðs vegar um landið.<br />

Rekstrarafkoma og greiðslur til Háskóla Íslands<br />

Rekstrartekjur HHÍ árið <strong>2005</strong> námu 3,6 milljörðum króna og jukust þær um 15%<br />

frá árinu 2004. Lögum samkvæmt skal hagnaði HHÍ að frádregnu einkaleyfisgjaldi,<br />

sem greitt er til ríkisins, varið til uppbyggingar Háskóla Íslands. Hagnaðurinn<br />

rennur til nýbygginga, viðhalds fasteigna og lóða og til tækjakaupa. Framlag<br />

úr rekstri HHÍ til Háskóla Íslands á árinu <strong>2005</strong> nam 895 m.kr. Það framlag skiptist<br />

í beint peningalegt framlag og afborganir og vexti af lánum sem tekin hafa verið í<br />

nafni HHÍ og hafa þegar runnið til framkvæmda við Háskóla Íslands. Beint peningalegt<br />

framlag á árinu <strong>2005</strong> nam 255 m.kr. en afborganir og vextir af lánum<br />

voru 640 m.kr.<br />

Lagalegt umhverfi<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru sett almenn lög um happdrætti hér á landi (lög nr. 38/<strong>2005</strong>).<br />

Samkvæmt þeim er óheimilt að reka happdrætti hér á landi nema með leyfi ráðherra.<br />

Tilgangurinn með ákvæðinu er að hamla gegn skaðlegum áhrifum á almenning<br />

og að halda uppi allsherjarreglu (public order). Í Evrópu og reyndar einnig<br />

í Vesturheimi eru í gangi málaferli vegna þess að ýmiss einkafyrirtæki á<br />

happdrættismarkaði vilja ekki láta sér nægja sinn heimamarkað. Þau vilja einnig<br />

geta selt á erlendum mörkuðum.<br />

Eftirlit<br />

Eftirlit með úrdráttum og vinningum í HHÍ er í höndum sérstaks happdrættisráðs<br />

sem dómsmálaráðherra skipar. Í því áttu sæti árið <strong>2005</strong> Drífa Pálsdóttir, formaður,<br />

Bryndís Helgadóttir og Fanney Óskarsdóttir. Til vara er Anna Sigríður Arnardóttir.<br />

Ársreikningar<br />

Happdrættis Háskólans eru endurskoðaðir í umboði ríkisendurskoðunar og birtast<br />

þeir í ríkisreikningi.<br />

Háskólaútgáfan<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Stjórn útgáfunnar skipa Magnús D. Baldursson, formaður, Guðrún Björnsdóttir og<br />

Höskuldur Þráinsson. Starfsmenn eru þrír sem fyrr: Jón Bjarni Bjarnason, verkefnisstjóri,<br />

sem hóf störf hjá útgáfunni á árinu, Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður<br />

og Kristinn Gunnarsson, framleiðslustjóri.<br />

Almennt<br />

Fjöldi útgefinna nýrra titla var rúmlega sjötíu annað árið í röð. Endurútgáfur voru<br />

sjö, auk minni prentgripa og bæklinga fyrir yfirstjórn HÍ Aukin eftirspurn kom<br />

fram á árinu eftir útgáfu doktorsritgerða sem útgáfan getur þó ekki þjónustað<br />

nema að takmörkuðu leiti. Velta útgáfunnar jókst frá fyrra ári og sama máli gegnir<br />

234

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!