11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Sjúkraþjálfunarskor<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Árið <strong>2005</strong> störfuðu sjö fastráðnir kennarar við skorina, þrír dósentar í 100% stöðu,<br />

og fjórir lektorar, tveir í 100% stöðu og tveir í 50% stöðu. Árni Árnason gegndi skorarformennsku.<br />

Eitt 100% stöðugildi var við stjórnsýslu skorarinnar. Fyrri hluta árs<br />

gegndi Rósa G. Bergþórsdóttir því starfi en síðari hluta árs tók Ásta Guðjónsdóttir<br />

við starfinu. Skorarstjórn er skipuð öllum fastráðnum kennurum skorarinnar auk<br />

þriggja fulltrúa nemenda. Deildarforseti, Stefán B. Sigurðsson, er áheyrnarfulltrúi<br />

á skorarfundum.<br />

Kennsla<br />

Inntökupróf voru haldin dagana 20. og 21. júní og voru teknir inn 20 nemendur á<br />

fyrsta ár. Áfram var haldið með endurskipulagningu námsins og haustið <strong>2005</strong> var<br />

kennt eftir nýju skipulagi á öllum fjórum árunum. Í endurskoðuðu skipulagi eru<br />

mismunandi fræðigreinar samþættar betur en áður sem jafnframt gefur aukna<br />

möguleika á verkefnalausnanámi, sameiginlegum verkefnum í mismunandi<br />

greinum og öðrum nýjungum í kennsluháttum. Kynning á BS-verkefnum brautskráningarkandídata<br />

fór fram 18. maí og kynntu 19 nemendur 11 verkefni.<br />

Stúdentaskipti<br />

Árið <strong>2005</strong> stunduðu 4 erlendir nemendur nám við skorina, en enginn íslenskur<br />

nemandi fór utan til náms við erlenda háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Með tilkomu Rannsóknastofu í hreyfivísindum sem staðsett er í húsnæði sjúkraþjálfunarskorar<br />

hefur aðstaða til rannsókna batnað verulega. Árið <strong>2005</strong> hafa<br />

kennarar sjúkraþjálfunarskorar m.a. stundað rannsóknir á hreyfingu og þreki<br />

barna. Kennarar hafa auk þess leiðbeint þremur MSc nemum. Rannsóknastofan<br />

hefur einnig verið notuð í BS rannsóknum og verkefnum nema, svo og til<br />

kennslu. Rannsóknastofa í hreyfivísindum stóð einnig fyrir nokkrum fyrirlestrum<br />

á árinu.<br />

Kynningarstarf<br />

Nemendur og kennarar unnu saman að því að kynna nám í sjúkraþjálfun á<br />

námskynningu í febrúar. Einnig tóku nemendur að sér að fara í nokkra framhaldsskóla<br />

þar sem námið og skorin voru kynnt. Prentaður var bæklingur um nám og starf í<br />

sjúkraþjálfun sem dreift var á kynningum.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í sjúkraþjálfunarskor 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 24 83 107 17 57 74 21 59 80<br />

Brautskráðir<br />

Sjúkraþjálfun 5 10 15 4 10 14 4 15 19<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Lífeðlisfræðistofnun<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands sem tilheyrir læknadeild, var komið á fót árið<br />

1995 með reglugerð og tók þá við hlutverki Rannsóknastofu í lífeðlisfræði sem<br />

starfrækt hafði verið í þrjá áratugi. Stofnunin er til húsa í Læknagarði, en aðstaða<br />

fyrir áreynslulífeðlisfræði er í Skógarhlíð og er rekin þar í samvinnu við sjúkraþjálfunarskor.<br />

Forstöðumaður stofnunarinnar er Jón Ólafur Skarphéðinsson,<br />

prófessor. Stjórn stofnunarinnar að öðru leyti skipa fastráðnir kennarar og sérfræðingar<br />

stofnunarinnar auk fulltrúa annarra starfsmanna og fulltrúa nemenda.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar árið <strong>2005</strong> voru prófessorarnir Stefán B. Sigurðsson og<br />

145

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!