11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Árbók Háskóla<br />

Íslands <strong>2005</strong>


Efnisyfirlit<br />

FORMÁLI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5<br />

STJÓRN HÁSKÓLA ÍSLANDS OG SAMEIGINLEG MÁL . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7<br />

Stjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7<br />

Skipurit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9<br />

Sameiginleg mál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11<br />

Háskólinn í hnotskurn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32<br />

STJÓRNSýSLA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35<br />

Skrifstofa rektors . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35<br />

Markaðs- og samskiptamál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37<br />

Akademísk stjórnsýsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39<br />

Stjórnsýsla, lög og reglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40<br />

Kennslumál, stúdentar, brautskráningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40<br />

Kennslumiðstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42<br />

Námsráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44<br />

Tungumálamiðstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47<br />

Rannsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48<br />

Rannsóknatengdir sjóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52<br />

Alþjóðasamskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57<br />

Starfsmanna- og starfsþróunarmál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63<br />

Jafnréttismál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68<br />

Skjalasafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72<br />

Rekstur og framkvæmdir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74<br />

Fjárreiður og rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77<br />

Ársreikningur Háskóla Íslands <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80<br />

Sjóðir og gjafir í vörslu Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82<br />

DEILDIR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91<br />

Félagsvísindadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91<br />

Félagsvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98<br />

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100<br />

Guðfræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 102<br />

Guðfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 103<br />

Hjúkrunarfræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 107<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 110<br />

Hugvísindadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 113<br />

Hugvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118<br />

Bókmenntafræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120<br />

Heimspekistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 121<br />

Málvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122<br />

Sagnfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 124<br />

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum . . . . . . . . . . . 125<br />

Lagadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 132<br />

Lagastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 134<br />

Lyfjafræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 138<br />

Læknadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 140<br />

Læknisfræðiskor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 140<br />

Sjúkraþjálfunarskor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 145<br />

Lífeðlisfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 145<br />

Lífefna- og sameindalíffræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 146<br />

Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 147<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 149<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 150<br />

Raunvísindadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 152<br />

Raunvísindastofnun Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 157<br />

Eðlisfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 157<br />

Efnafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 158<br />

Lífefnafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 159<br />

Reiknifræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 159<br />

Stærðfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 160<br />

Jarðvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 161<br />

Rannsóknastofa í matvælafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 166<br />

Tannlæknadeild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 169<br />

Verkfræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 172<br />

Verkfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 174<br />

2


Vatnaverkfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 176<br />

Upplýsinga- og merkjafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 179<br />

Kerfisverkfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 183<br />

Varma- og straumfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 184<br />

Sjálfstætt starfandi einstaklingar – ýmis verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 185<br />

Viðskipta- og hagfræðideild og fræðasvið hennar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 186<br />

Hagfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 189<br />

Viðskiptafræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 191<br />

RANNSÓKNASTOFNANIR Í TENGSLUM VIð HÁSKÓLANN . . . . . . . . . . . . . . . . . 193<br />

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki . . . 193<br />

Háskólasetrið á Hornafirði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 194<br />

Háskólasetrið í Hveragerði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 197<br />

Háskólasetur Suðurnesja, Sandgerði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 197<br />

Háskóli Íslands í Vestmannaeyjum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 200<br />

Íslensk málstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 201<br />

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 202<br />

Orðabók Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 204<br />

Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 205<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 206<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði . 209<br />

Rannsóknastofa um mannlegt atferli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 209<br />

Rannsóknastofa í meinafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 210<br />

Rannsóknastofa í næringarfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 211<br />

Rannsóknastofa í ónæmisfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 212<br />

Rannsóknastofa í sýklafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 216<br />

Rannsóknastofa í veirufræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 217<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 218<br />

Siðfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 220<br />

Sjávarútvegsstofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 221<br />

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 225<br />

Stofnun Sigurðar Nordals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 227<br />

Umhverfisstofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 228<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum . . . . . . . . . . . . . . . . . 228<br />

ÞJÓNUSTUSTOFNANIR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 232<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 232<br />

Happdrætti Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 234<br />

Háskólaútgáfan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 234<br />

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 236<br />

Listasafn Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 242<br />

Rannsóknaþjónusta Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 243<br />

Reiknistofnun Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 245<br />

Upplýsingaþjónusta Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 250<br />

BRAUTSKRÁNINGARRÆðUR HÁSKÓLAREKTORS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 251<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólasamfélagið - Brautskráningarræða 26. febrúar <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . 251<br />

Páll Skúlason:<br />

Framtíð Háskóla Íslands - Brautskráningarræða 25. júní <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . 255<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólahugsjónin - Ræða við rektorsskipti 30. júní <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . . . . . 258<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Hlutverk Háskóla Íslands - Ræða við embættistöku rektors<br />

Háskóla Íslands 30 júní <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 262<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Háskóli í fremstu röð - Brautskráningarræða 22. október <strong>2005</strong> . . . . . . . . . . 266<br />

BRAUTSKRÁðIR KANDÍDATAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 270<br />

DOKTORSPRÓF . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 280<br />

Ný OG BREYTT STÖRF . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 282<br />

HELSTU SÍMANÚMER, FAXNÚMER, NETFÖNG<br />

OG VEFFÖNG HÁSKÓLA ÍSLANDS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 288<br />

UNIVERSITY OF ICELAND – BRIEF OVERVIEW . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 290<br />

3


Formáli<br />

Árið <strong>2005</strong> var viðburðaríkt í sögu Háskóla Íslands. Allt starf skólans var metið<br />

og árangurinn borinn saman við erlenda háskóla. Á miðju ári urðu rektorsskipti<br />

og í kjölfarið hófst umfangsmikil stefnumótunarvinna Háskólans fyrir tímabilið<br />

2006-2011.<br />

Að frumkvæði menntamálaráðuneytisins og Háskólans sjálfs voru utanaðkomandi<br />

sérfræðingar og stofnanir, innlendar og erlendar, fengnar til að meta rekstur<br />

skólans, kennslu, rannsóknir og stjórnsýslu. Niðurstöðurnar úr þessu mati voru<br />

birtar opinberlega. Stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt Ríkisendurskoðunar sýndi að<br />

rekstur Háskólans er hagkvæmur og að skólinn fer vel með fé. Árangur, mældur í<br />

afköstum vísindamanna og kennara, er meiri en hjá sambærilegum erlendum<br />

háskólum og á sama tíma er rekstur Háskóla Íslands ódýrari en hjá erlendum<br />

samanburðarskólum. Úttekt á akademískri stöðu og rannsóknavirkni sýndi að<br />

vísindamenn skólans skila miklu og góðu verki. Úttekt á vegum Samtaka<br />

evrópskra háskóla (European University Association) sýndi að grunnstarfsemi<br />

Háskólans er traust hvað varðar kennslu og stjórnun, árangur í vísindastarfi er<br />

framúrskarandi í mörgum greinum og skólinn hefur góð alþjóðleg tengsl. Í matsgerðunum<br />

komu einnig fram ýmsar ábendingar og hugmyndir um hvað hægt<br />

væri að gera til að efla og styrkja Háskólann enn frekar.<br />

Á miðju ári <strong>2005</strong> urðu rektorsskipti við Háskóla Íslands. Páll Skúlason lét af<br />

embætti eftir 8 ára farsælt starf. Árbókinni fylgir ítarleg greinargerð um rektorstíð<br />

Páls Skúlasonar.<br />

Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræðideild, var kjörin nýr rektor af háskólasamfélaginu<br />

og tók við embætti 1. júlí við hátíðlega athöfn í Hátíðasal. Um haustið<br />

hófst viðamikil vinna við stefnumótun Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2006-2011<br />

með þátttöku starfsmanna og stúdenta í öllum deildum og stjórnsýslu. Þessi<br />

vinna byggði á þeirri meginforsendu að menntun og þekkingarsköpun á heimsmælikvarða<br />

sé grundvöllur lífskjara og velsældar eins og best þekkist, forsenda<br />

velgengni í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og að við getum skapað áhugaverðan<br />

starfsvettvang á Íslandi fyrir okkar best menntaða og hæfileikaríkasta fólk.<br />

Við lestur þessarar Árbókar og Ritaskrár sem fylgir, má ljóst vera að rannsóknaog<br />

kennslustarf við Háskóla Íslands hefur aldrei verið fjölbreyttara og blómlegra<br />

en nú. Þörfin fyrir menntun og þekkingarsköpun í samfélagi okkar hefur aldrei<br />

verið meiri og Háskóli Íslands hefur brugðist við því með fjölgun námsleiða og<br />

eflingu framhaldsnáms og rannsóknarstarfs, sem í vaxandi mæli fer fram í gagnvirkum<br />

og gjöfulum tengslum við atvinnulífið og í samstarfi við erlenda háskóla.<br />

Kristín Ingólfsdóttir<br />

rektor Háskóla Íslands<br />

5


Stjórn<br />

Háskóla Íslands<br />

og sameginleg mál<br />

Stjórn<br />

Stjórnskipulag<br />

Mælt er fyrir um stjórnskipulag Háskóla Íslands í lögum nr. 136/1997 um háskóla<br />

og lögum nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og síðan ítarlegar í reglum sem háskólaráð<br />

hefur sett á grundvelli laganna, sbr. reglur nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands.<br />

Rektor<br />

Háskólarektor er yfirmaður stjórnsýslu Háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart<br />

mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann á frumkvæði að því að háskólafundur<br />

marki heildarstefnu í málefnum Háskólans. Á milli funda háskólaráðs<br />

fer rektor í umboði þess með ákvörðunarvald í öllum málum Háskólans.<br />

Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs,<br />

að undangengnum almennum kosningum í Háskólanum. Á árinu fór fram<br />

rektorskjör og tók Kristín Ingólfsdóttir prófessor við embætti af Páli Skúlasyni<br />

prófessor 1. júlí.<br />

Háskólafundur<br />

Háskólafundur er samráðsvettvangur háskóladeilda og háskólastofnana, en fer<br />

hvorki með beina framkvæmd mála né stjórnsýslulegt úrskurðarvald. Háskólafundur<br />

vinnur að þróun og eflingu Háskóla Íslands og mótar og setur fram sameiginlega<br />

vísinda- og menntastefnu Háskólans. Á háskólafundi eiga sæti rektor,<br />

forsetar háskóladeilda og viðbótarfulltrúar deilda, kjörnir samkvæmt reglum þar<br />

að lútandi, og fulltrúar helstu stofnana, kennarafélaga, stúdenta, auk fulltrúa<br />

starfsmanna stjórnsýslu og fulltrúa þjóðlífs. Háskólafundur er haldinn a.m.k. einu<br />

sinni á misseri og sitja hann um 80 manns. Haldnir voru þrír háskólafundir á<br />

árinu.<br />

Háskólaráð<br />

Háskólaráð er æðsti ákvörðunaraðili innan Háskólans sem fer með úrskurðarvald<br />

í málefnum skólans og stofnana er honum tengjast og hefur almennt eftirlit<br />

með starfsemi hans og rekstri. Háskólaráð hefur yfirumsjón með einstökum háskólastofnunum,<br />

fyrirtækjum, sjóðum og öðrum eignum Háskólans. Rektor er<br />

forseti háskólaráðs og auk hans eiga þar sæti fjórir fulltrúar deilda, kjörnir úr<br />

hópi fastra kennara eftir ákveðnum reglum, tveir fulltrúar samtaka nemenda,<br />

einn fulltrúi samtaka háskólakennara og tveir fulltrúar þjólífs skipaðir af menntamálaráðherra.<br />

Skipan háskólaráðs var sem hér segir á árinu <strong>2005</strong>:<br />

• Páll Skúlason prófessor, rektor og forseti til 30. júní, en Kristín Ingólfsdóttir<br />

prófessor tók við báðum embættum 1. júlí.<br />

• Eiríkur Tómasson prófessor, fulltrúi félagsvísindasviðs (félagsvísindadeildar,<br />

lagadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar) og varaforseti.<br />

• Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor, fulltrúi heilbrigðisvísindasviðs (hjúkrunarfræðideildar,<br />

lyfjafræðideildar, læknadeildar og tannlæknadeildar).<br />

• Rögnvaldur Ólafsson dósent, fulltrúi raunvísindasviðs (raunvísindadeildar og<br />

verkfræðideildar).<br />

7


• Vilhjálmur Árnason prófessor, fulltrúi hugvísindasviðs (guðfræðideildar og<br />

hugvísindadeildar).<br />

• Jóhannes Rúnar Sveinsson dósent, fulltrúi Félags háskólakennara og Félags<br />

prófessora.<br />

• Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, fulltrúi þjóðlífs.<br />

• Matthías Páll Imsland deildarsérfræðingur, fulltrúi þjóðlífs.<br />

• Bryndís Harðardóttir hagfræðinemi, fulltrúi stúdenta í Vöku.<br />

• Anna Pála Sverrisdóttir laganemi, fulltrúi stúdenta í Röskvu.<br />

Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, var fundarritari háskólaráðs<br />

og sat fundi án atkvæðisréttar. Haldnir voru 17 háskólaráðsfundir á<br />

árinu.<br />

Stjórn deilda<br />

Deildarfundur fer með ákvörðunarvald í málefnum hverrar deildar og er deildarforseti<br />

framkvæmdastjóri hennar. Deildarfundir geta framselt ákvörðunarvald sitt<br />

í einstökum málum eða málaflokkum til deildarráða. Deildarforseti á m.a. frumkvæði<br />

að mótun heildarstefnu fyrir deild, hefur eftirlit með starfi og stjórnsýslu<br />

deildar, ræður starfslið að stjórnsýslu hennar og ber ábyrgð á fjármálum deildar<br />

gagnvart háskólaráði og rektor. Deildarforsetar voru þessir á árinu:<br />

• Félagsvísindadeild: Ólafur Þ. Harðarson prófessor.<br />

• Guðfræðideild: Einar Sigurbjörnsson prófessor.<br />

• Hugvísindadeild: Oddný G. Sverrisdóttir dósent.<br />

• Hjúkrunarfræðideild: Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent.<br />

• Lagadeild: Eiríkur Tómasson prófessor. Páll Hreinsson prófessor tók við af<br />

honum 1. júlí.<br />

• Lyfjafræðideild: Þorsteinn Loftsson prófessor.<br />

• Læknadeild: Stefán B. Sigurðsson prófessor.<br />

• Raunvísindadeild: Hörður Filippusson prófessor.<br />

• Tannlæknadeild: Einar Ragnarsson dósent. Sigfús Þór Elíasson prófessor tók<br />

við af honum 1. september.<br />

• Verkfræðideild: Sigurður Brynjólfsson prófessor.<br />

• Viðskipta- og hagfræðideild: Gylfi Magnússon dósent.<br />

Stjórnsýsla Háskólans<br />

Stjórnsýsla Háskólans fer annars vegar fram í deildum og hins vegar er sameiginleg<br />

stjórnsýsla. Skrifstofustjórar og/eða deildarfulltrúar í deildum sjá um<br />

framkvæmdastjórn og rekstur deildarskrifstofu í umboði deildarforseta. Sameiginleg<br />

stjórnsýsla, sem að stærstum hluta er til húsa í Aðalbyggingu, skiptist í<br />

akademíska stjórnsýslu undir framkvæmdastjórn Þórðar Kristinssonar og rekstur<br />

og framkvæmdir undir framkvæmdastjórn Guðmundar R. Jónssonar.<br />

Undir akademíska stjórnsýslu heyra alþjóðamál, jafnréttismál, kennslumál, rannsóknamál,<br />

starfsmannamál, skjalasafn og lög og reglur. Undir rekstrar- og framkvæmdasvið<br />

heyra byggingar og tækni, fjárreiður, rekstur fasteigna og íþróttahús.<br />

Rektorsskrifstofa, gæðamál, og markaðs- og samskiptamál heyra beint undir<br />

rektor.<br />

8


Skipurit Háskóla Íslands<br />

Háskólaráð<br />

Háskólafundur<br />

Rektor<br />

Nefndir háskólaráðs<br />

Sameiginleg stjórnsýsla<br />

Deildir og stofnanir<br />

Stofnanir utan deilda<br />

Skipurit sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands<br />

Rektor<br />

Markaðs- og samskiptamál<br />

Skrifstofa rektors<br />

Gæðamál<br />

Rekstur og framkvæmdir<br />

Akademísk stjórnsýsla<br />

Byggingar og<br />

tækni<br />

Fjárreiður<br />

Rekstur fasteigna<br />

Lög og reglur<br />

Skjalasafn<br />

Starfsmannamál<br />

Jafnréttismál<br />

Kennsla<br />

Rannsóknir<br />

Alþjóðamál<br />

Lög og reglur um Háskóla Íslands er að finna á slóðinni: http://www2.hi.is/page/logogreglur<br />

Upplýsingar um háskólaráð, þ.m.t. fundagerðir, er að finna undir: http://www.hi.is/page/haskolarad<br />

Upplýsingar um háskólafund, þ.m.t. fundargerðir og ýmis stefnuskjöl, er að finna undir: http://www.hi.is/page/haskolafundur<br />

9


Deildir og skorir við Háskóla Íslands<br />

Félagsvísindadeild<br />

Bókasafns- og upplýsingafræðiskor<br />

Félagsfræðiskor<br />

Félagsráðgjafarskor<br />

Mannfræði- og þjóðfræðiskor<br />

Sálfræðiskor<br />

Stjórnmálafræðiskor<br />

Uppeldis- og menntunarfræðiskor<br />

Guðfræðideild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Hugvísindadeild<br />

Bókmenntafræði- og málvísindaskor<br />

Enskuskor<br />

Heimspekiskor<br />

Íslenskuskor<br />

Sagnfræðiskor<br />

Skor rómanskra og klassískra mála<br />

Skor þýsku og Norðurlandamála<br />

Lagadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Læknadeild<br />

Geisla- og lífeindafræðiskor<br />

Læknisfræðiskor<br />

Sjúkraþjálfunarskor<br />

Raunvísindadeild<br />

Eðlisfræðiskor<br />

Efnafræðiskor<br />

Jarð- og landfræðiskor<br />

Líffræðiskor<br />

Matvælafræðiskor<br />

Stærðfræðiskor<br />

Tannlæknadeild<br />

Verkfræðideild<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræðiskor<br />

Tölvunarfræðiskor<br />

Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor<br />

Véla- og iðnaðarverkfræðiskor<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Hagfræðiskor<br />

Viðskiptafræðiskor<br />

10


Sameiginleg mál<br />

Í forystu íslenskra háskóla<br />

Háskóli Íslands er í forystu íslenskra háskóla, framsækin mennta- og vísindastofnun<br />

á traustum grunni. Háskólinn er viðurkenndur rannsóknaháskóla í hinu<br />

alþjóðlega vísindasamfélagi og hann er stærsta þekkingarsamfélag landsins. Háskóli<br />

Íslands hefur lagt grunn að velferð og hagsæld Íslendinga og ætlar hér eftir<br />

sem hingað til að vera styrkasti hornsteinn þekkingaruppbyggingar í íslensku<br />

samfélagi.<br />

Við Háskóla Íslands eru ellefu deildir og námsleiðirnar skipta hundruðum. Háskólinn<br />

býður fjölbreytt nám á öllum háskólastigum og sveigjanlegar námsleiðir<br />

sem mæta þörfum nútímans fyrir fjölþætta og haldgóða menntun. Háskóli Íslands<br />

er eini háskóli landsins sem býður grunnám og framhaldsnám á öllum helstu<br />

fræðastigum.<br />

Við Háskóla Íslands eru gerðar miklar kröfur um gæði og árangur í námi,<br />

kennslu og rannsóknum. Kennarar skólans og nemendur í rannsóknatengdu<br />

framhaldsnámi stunda fjölþættar rannsóknir í nánum tengslum við íslenskt samfélag<br />

og atvinnulíf. Það má með sanni segja að dag hvern fari fram öflugt nýsköpunar-<br />

og frumkvöðlastarf í Háskóla Íslands.<br />

Við Háskólann starfar stór hópur vel menntaðra og þjálfaðra kennara. Mikill<br />

meirihluti fastráðinna kennara er með doktorspróf og hefur sá hópur stundað<br />

bæði nám og rannsóknir við virta erlenda háskóla. Alþjóðleg tengsl kennaranna<br />

eru því mikil og sterk og margir þeirra eru í fremstu röð í sínum fræðum í alþjóðlegu<br />

vísindasamfélagi.<br />

Háskóli Íslands á samstarf við mörg hundruð erlenda háskóla og rannsóknastofnanir<br />

um nemendaskipti, rannsóknir, starfsmannaskipti og fleira. Öllum nemendum<br />

Háskólans gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla.<br />

Hundruð erlendra nemenda stunda nám við Háskóla Íslands ár hvert og fer þeim<br />

stöðugt fjölgandi. Við skólann starfar fjöldi erlendra gestakennara og vísindamanna<br />

auk ótal erlendra fyrirlesara og gesta. Háskólinn er því afar litríkt og fjölbreytilegt<br />

samfélag.<br />

Nýr rektor Háskóla Íslands<br />

Rektorskjör fór fram í Háskóla Íslands 10. mars. Í framboði voru fjórir kennarar<br />

Háskólans, þau Ágúst Einarsson prófessor, Einar Stefánsson prófessor, Jón Torfi<br />

Jónasson prófessor og Kristín Ingólfsdóttir prófessor. Á kjörskrá voru 9.907, þar<br />

af 1.086 starfsmenn og 8.821 stúdent. Atkvæði háskólakennara og annarra starfsmanna<br />

sem hafa háskólapróf giltu sem 60% greiddra atkvæða, atkvæði stúdenta<br />

giltu sem 30% og atkvæði annarra atkvæðisbærra aðila giltu sem 10% greiddra atkvæða.<br />

Að teknu tilliti til vægis kjósendahópa skiptust atkvæði milli frambjóðenda<br />

þannig að Ágúst Einarsson fékk 27,3% gildra atkvæða, Einar Stefánsson 18,5%, Jón<br />

Torfi Jónasson 24,7% og Kristín Ingólfsdóttir 29,6%. Þar sem enginn frambjóðenda<br />

fékk meirihluta atkvæða var skv. reglum Háskólans kosið að nýju milli Ágústs<br />

Einarssonar og Kristínar Ingólfsdóttur 17. mars. Voru úrslit rektorskjörs þau að<br />

Ágúst Einarsson hlaut 47,7% gildra atkvæða en Kristín Ingólfsdóttir 52,3% og hlaut<br />

hún því tilnefningu í embætti rektors Háskóla Íslands, en menntamálaráðherra<br />

skipar háskólarektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.<br />

Rektorsskiptin fóru fram við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands 30. júní<br />

að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal forseta Íslands, forsætisráðherra og menntamálaráðherra.<br />

Páll Skúlason, fráfarandi rektor Háskólans ávarpaði samkomugesti<br />

og afhenti síðan nýkjörnum rektor, Kristínu Ingólfsdóttur, rektorsfestina,<br />

tákn embættisins. Kristín Ingólfsdóttir ávarpaði samkomugesti og síðan var boðið<br />

til móttöku. Tók Kristín formlega við embætti 1. júlí og er skipunartími hennar<br />

fimm ár. Er hún tuttugasti og áttundi rektor Háskólans og fyrsta konan sem<br />

gegnir embætti háskólarektors.<br />

Kristín Ingólfsdóttir útskrifaðist úr eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík,<br />

stundaði nám í frönsku og efnafræði í Frakklandi og lyfjafræðinám við Háskóla<br />

Íslands. Hún lauk doktorsprófi (Ph.D.) frá King´s College, University of London<br />

1983 og hefur frá þeim tíma starfað við Háskóla Íslands, sem prófessor við lyfjafræðideild<br />

frá 1997. Auk kennslu- og vísindastarfa við lyfjafræðideild hefur Kristín<br />

tekið þátt í margvíslegu starfi innan Háskólans og utan. Hún hefur setið í deildarráði<br />

og vísindanefnd læknadeildar, stjórn Reykjavíkur apóteks og fjármálanefnd<br />

11


háskólaráðs. Þá hefur Kristín átt sæti í stjórn RANNÍS og hún var varamaður í<br />

stjórn Vísindasjóðs Vísinda- og tækniráðs. Hún var formaður vísindanefndar<br />

Krabbameinsfélags Íslands og fulltrúi Íslands í stjórn Nordisk Forskerutdannings<br />

Akademi (NorFA). Kristín átti sæti í Lyfjanefnd ríkisins og í Lyfjanefnd Lyfjastofnunar.<br />

Hún hefur tekið þátt í starfi evrópsku lyfjamálastofnunarinnar (EMEA) og<br />

hefur setið í stjórnum sprotafyrirtækja.<br />

Kristín hefur verið mjög virk í rannsóknum og eftir hana liggur fjöldi vísindagreina.<br />

Hún hefur unnið að rannsóknum í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda<br />

vísindamenn, og hafa rannsóknirnar einkum snúið að einangrun efna úr íslenskum<br />

fléttum, lyngplöntum og sjávardýrum og prófunum á virkni þeirra á<br />

sjúkdómsvaldandi veirur og bakteríur, frumur ónæmiskerfisins og illkynja frumur.<br />

Kristín hefur flutt erindi fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum víða um heim auk<br />

fjölda erinda fyrir innlend fagfélög, félagasamtök og almenning. Hún hefur flutt<br />

erindi á ráðstefnum krabbameinsfélaga á Norðurlöndum um hættur sem geta<br />

fylgt samtímis inntöku lyfja og náttúrumeðala. Hún hefur sýnt fræðslu fyrir almenning<br />

og sjúklingahópa mikinn áhuga, séð um námskeið fyrir Opinn háskóla<br />

og haldið endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi lyfjafræðinga í samstarfi við<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.<br />

Kristín er gift Einari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra hjá IMG og eiga þau tvær<br />

dætur.<br />

Rekstur Háskólans<br />

Útgjöld námu alls 7.179,2 m.kr. samanborið við 6.658,0 m.kr. árið 2004. Tekjuhalli<br />

nam 29,8 m.kr. samanborið við 136,1 m.kr. halla árið áður. Heildarútgjöld jukust<br />

um 521,2 m.kr. eða 7,8% milli ára. Þetta skiptist þannig að rekstrarútgjöld hækkuðu<br />

um 710,0 m.kr. eða 11,6% milli ára en framkvæmdaliðir lækkuðu um 188,8<br />

m.kr. Lækkun framkvæmdaliða endurspeglar að bygginga Náttúrufræðahúss<br />

lauk á árinu 2004. Ársverkum fjölgaði ekki og voru 985. Launakostnaður óx um<br />

14,4% úr 4.269,4 m.kr. í 4.883,6 m.kr. Fjölgun starfsmann og aukning launa- og<br />

annars rekstrarkostnaðar á undanförnum árum er mun minni en sem nemur<br />

fjölgun nemenda og verðlagshækkunum. Sértekjur námu alls 2.442,6 m.kr.<br />

samanborið við 2.299,3 m.kr. árið áður, aukning milli ára var 6,2%. Erlendar tekjur<br />

námu 444,4 m.kr. og lækkuðu um 17,7% fá fyrra ári. Samtals námu fjárheimildir<br />

4.706,8 m.kr. og uxu um 11,5% frá fyrra ári. Rekstrartekjur alls námu 7.149,4 m.kr.<br />

samanborið við 6.521,9 m.kr. árið áður og hækkuðu um 9,6%.<br />

Nemendum fjölgaði um 34,6% á þrem árum og voru yfir níu þúsund háskólaárið<br />

2003-2004. Sett voru strangari inntökuskilyrði á árinu 2004 og nemendur voru<br />

8.939 í október <strong>2005</strong>. Á sama tíma hefur föstum kennurum ekki fjölgað og raunkostnaður<br />

við kennslu hefur lækkað verulega. Þrátt fyrir það hafa kennsludeildir<br />

safnað upp verulegum halla á undanförnum árum.<br />

Hinn 1. nóvember <strong>2005</strong> skilaði Háskóli Íslands kennsluuppgjöri vegna ársins <strong>2005</strong><br />

í samræmi við kennslusamning. Þar kom fram að á háskólaárinu 2004-<strong>2005</strong> voru<br />

skráðir 8.725 nemendur við Háskólann. Virkni nemenda jókst og var að meðaltali<br />

66,6% og virkir nemendur til uppgjörs vegna kennslu 5.807. Virkum nemendum<br />

fjölgaði um 78 (1,4%) milli ára. Á fjárlögum var aðeins reiknað með 5.450 virkum<br />

nemendum. Ekki fékkst greitt fyrir 321 nemanda sem samkvæmt reiknilíkani<br />

hefði gefið háskólanum 203,3 m.kr. viðbótarfjárveitingu. Á síðustu 5 árum hefur<br />

Háskóli Íslands skilað 25.756 virkum nemendum samanborið við 23.627 samkvæmt<br />

forsendum fjárlaga. Eftir standa 2.129 virkir nemendur sem ekki hefur<br />

fengist greitt fyrir að fullu. Samkvæmt útreikningum nemur óuppgerð kennsla<br />

759 m.kr. á síðustu 5 árum.<br />

Þjóðin ber mest traust til Háskóla Íslands<br />

IMG Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra helstu stofnana þjóðarinnar<br />

frá árinu 1993. Spurt er um traust til Alþingis, dómskerfisins, Háskóla Íslands,<br />

heilbrigðiskerfisins, ríkissáttasemjara, lögreglunnar, umboðsmanns Alþingis<br />

og þjóðkirkjunnar. Enn sem fyrr nýtur Háskóli Íslands langmest trausts af<br />

þessum stofnunum og bera 86% þjóðarinnar traust til hans samkvæmt könnuninni.<br />

Samkvæmt könnuninni ber þjóðin minnst traust til Alþingis og dómskerfisins<br />

en einungis rúmlega þriðjungur þjóðarinnar ber traust til þessara tveggja<br />

stofnana. Helstu breytingar frá síðasta ári eru að traust til heilbrigðiskerfisins<br />

jókst um 7 prósentustig, en traust til Alþingis minnkaði um 8 prósentustig og<br />

traust til ríkissáttasemjara minnkaði um 6 prósentustig. Þá jókst traust til Háskóla<br />

Íslands um 1 prósentustig frá fyrra ári.<br />

12


Mynd 1. Traust til stofnana.<br />

Háskóli Íslands<br />

86%<br />

Heilbrigðiskerfið<br />

Lögreglan<br />

Umboðsmaður Alþingis<br />

Ríkissáttasemjari<br />

Þjóðkirkjan<br />

70%<br />

67%<br />

62%<br />

56%<br />

55%<br />

Dómskerfið<br />

Alþingi<br />

35%<br />

35%<br />

0% 25% 50% 75% 100%<br />

Háskólafundur<br />

Haldnir voru þrír háskólafundir á árinu. Fyrsti fundurinn fór fram 18. febrúar og<br />

voru fimm mál á dagskrá. Hófst fundurinn á umræðum um niðurstöður síðasta<br />

fundar ársins 2004 sem fram fór í ráðstefnuhúsi Bláa lónsins og var helgaður<br />

þeirri spurningu, hvernig styrkja mætti háskólafund enn frekar. Næst var fjallað<br />

um framlögð drög að viðmiðum og kröfum um gæði meistara- og doktorsnáms.<br />

Var málið rætt ítarlega og samþykkt að greina skýrt á milli gæðareglna fyrir<br />

meistaranám og fyrir doktorsnám. Þá voru til umræðu og afgreiðslu drög að<br />

stefnu Háskóla Íslands gegn mismunun og voru þau samþykkt. Voru fulltrúar á<br />

háskólafundi á einu máli um það að hér væri á ferðinni afar mikilvægt mál og<br />

að það væri Háskóla Íslands til sóma að vera í fararbroddi og til fyrirmyndar í<br />

þessum efnum. Fjórða mál á dagskrá fundarins var kynning á hugmyndum<br />

kennslumálanefndar að nýju stigamatskerfi kennslu. Var málið rætt ítarlega og<br />

ákveðið að vísa því til rektors og deildarforseta til frekari meðferðar. Seinast á<br />

dagskrá fundarins var kynning á þverfræðilegu námi og rannsóknum. Flutt voru<br />

tvö fróðleg framsöguerindi og að þeim loknum fóru fram umræður.<br />

Annar háskólafundur ársins var haldinn 26. maí og voru þrjú mál á dagskrá.<br />

Fyrsta málið var siðareglur Háskólans og staða þeirra. Fyrir fundinum lá greinargerð<br />

starfshóps sem skipaður hafði verið í kjölfar þess að Héraðsdómur<br />

Reykjavíkur komst að því í úrskurði að lagalegar forsendur siðareglna Háskólans<br />

og starfsreglna siðanefndar skólans væru óljósar. Málið var rætt og ákveðið<br />

að fela starfshópnum að halda áfram vinnu sinni. Næsta mál á dagskrá fundarins<br />

var ítarleg kynning á nýlega birtum niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar.<br />

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru þær að Háskóli Íslands er<br />

tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla og að árangur<br />

hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Ljóst<br />

er hins vegar að möguleikar hans til að þróast sem öflugur alþjóðlegur rannsóknaháskóli<br />

hljóta að ráðast verulega af því hvaða stefna í uppbyggingu og<br />

stjórnun verður valin á komandi árum. Þá kemur fram í skýrslunni að stjórnendur<br />

Háskólans hafa gætt þess á liðnum árum að haga rekstri skólans í samræmi<br />

við fjárveitingar og aðrar tekjur og að gripið hefur verið til ýmissa aðhaldsaðgerða.<br />

Hlutfall annarra tekna en ríkisframlaga er tiltölulega hátt hjá Háskóla<br />

Íslands miðað við erlenda háskóla sem gerður var samanburður við.<br />

Fjárhagsvandi Háskóla Íslands er því ekki fólginn í stöðugum hallarekstri og<br />

skuldasöfnun heldur er skólanum óhægt um vik að mæta auknum kostnaði<br />

vegna fleiri nemenda, nýrra námsbrauta og dýrari starfsmanna, án þess að það<br />

komi niður á gæðum kennslu og rannsókna. Síðasta mál á dagskrá fundarins,<br />

sem jafnframt var síðasti háskólafundur undir stjórn Páls Skúlasonar, var kynning<br />

á framkvæmd stefnumála Háskóla Íslands. Fór rektor yfir starfsemi og<br />

stefnumótun sem fram hefur farið á vettvangi fundarins frá upphafi og létu<br />

fundarmenn í ljós þá skoðun að fundurinn hefði unnið sér sess á síðustu árum<br />

og væri orðinn ómissandi þáttur í háskólastarfinu.<br />

Þriðji og síðasti háskólafundur ársins fór fram 17. nóvember. Þetta var fyrsti háskólafundur<br />

undir stjórn Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Fjögur mál voru á dagskrá.<br />

Fyrir fundinum lá dagskrártillaga viðskipta- og hagfræðideildar og laga-<br />

13


deildar um að umfjöllun um tillögu þeirra um heimild til að innheimta skólagjöld<br />

í meistaranámi yrði frestað til næsta háskólafundar. Var tillagan samþykkt.<br />

Fyrsta mál á dagskrá var kynning á skýrslu starfshóps rektors um viðbrögð við<br />

niðurstöðum ytri úttekta á Háskóla Íslands 2004 og <strong>2005</strong>. Fram var lögð ítarleg<br />

skýrsla sem starfshópurinn samdi í kjölfar þriggja viðamikilla úttekta á Háskólanum<br />

og geymir yfir 90 tillögur um viðbrögð við athugasemdum og ábendingum<br />

sem fram koma í skýrslunum. Málið var rætt ítarlega og var skýrslunni mjög<br />

vel tekið. Næst á dagskrá var mótun stefnu og framkvæmdaáætlunar Háskóla<br />

Íslands fyrir tímabilið 2006-2010. Reifaði rektor helstu ástæður fyrir því að<br />

ákveðið hefði verið að ráðast í þetta verk, rakti forsendurnar sem stefnumótunin<br />

tæki mið af og lýsti verklagi og tímaáætlun. Þriðja mál á dagskrá fundarins var<br />

jafnréttisáætlun Háskóla Íslands <strong>2005</strong>-2009 sem tekur við af fyrri jafnréttisáætlun.<br />

Málið var kynnt og rætt ítarlega og að því búnu samþykkt. Fjórða og síðasta<br />

mál á dagskrá voru siðareglur Háskóla Íslands. Kynnti starfshópur sem skipaður<br />

hafði verið á næsta háskólafundi á undan niðurstöður sínar og voru þær<br />

ræddar. Var ákveðið að vísa tillögum hópsins til umsagnar deilda, stofnana og<br />

kennarafélaganna.<br />

Jákvæðar niðurstöður úr viðamiklum gæðaúttektum<br />

Á árunum 2004-<strong>2005</strong> voru gerðar þrjár viðamiklar ytri úttektir á Háskóla Íslands.<br />

Í fyrsta lagi fól menntamálaráðherra Ríkisendurskoðun árið 2004 að gera<br />

úttekt á fjárhagsstöðu, fjármögnun, árangri, gæðum, rekstrarformi og<br />

stjórnsýslu Háskólans. Úttektin samanstendur af þremur meginþáttum: 1.<br />

greiningu Ríkisendurskoðunar á framangreindum þáttum, 2. viðhorfskönnun<br />

meðal starfsfólks Háskólans og 3. alþjóðlegum samanburði á völdum kennitölum<br />

og starfsþáttum. Lokaskýrsla Ríkisendurskoðunar var birt vorið <strong>2005</strong>.<br />

Í öðru lagi fól menntamálaráðherra árið 2004 fjögurra manna sérfræðingahópi að<br />

framkvæma úttekt á akademískri stöðu Háskólans, einkum rannsóknastarfinu.<br />

Tekur úttektin til rannsóknastarfs við skólann á árunum 1999–2002. Lokaskýrsla<br />

vegna úttektarinnar var birt í september <strong>2005</strong>.<br />

Í þriðja lagi átti Háskóli Íslands frumkvæði að því að Samtök evrópskra háskóla<br />

(European University Association, EUA) gerðu úttekt á Háskóla Íslands þar sem<br />

lögð var sérstök áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og gæðastarf innan skólans.<br />

Úttekt EUA er ekki liður í opinberu eftirliti með Háskólanum, heldur er tilgangur<br />

hennar fyrst og fremst að fá ábendingar og ráðleggingar frá virtum erlendum<br />

háskólamönnum sem geta nýst við framtíðaruppbyggingu skólans. EUA eru<br />

stærstu og öflugustu samtök sinnar tegundar í Evrópu og eiga 665 háskólar frá 45<br />

löndum aðild að þeim. Hlutverk EUA er að efla æðri menntun í Evrópu og auka<br />

samkeppnishæfni álfunnar á þessu sviði. EUA hefur framkvæmt háskólaúttektir<br />

með góðum árangri um árabil og hafa vel á annað hundrað evrópskir háskólar tekið<br />

þátt í þeim. Hófst úttektin í ársbyrjun <strong>2005</strong> á ritun sjálfsmatsskýrslu. Að því búnu<br />

kom hópur erlendra sérfræðinga á vegum EUA í tvær vettvangsheimsóknir í mars<br />

og maí og loks var lokaskýrsla birt stjórn Háskólans í september <strong>2005</strong>.<br />

Heildarniðurstöður allra úttektanna eru mjög jákvæðar fyrir Háskóla Íslands. Af<br />

úttektarskýrslunum má ráða að skólinn hefur á að skipa góðu starfsliði sem á<br />

undanförnum árum hefur náð ágætum árangri í rannsóknum og kennslu. Hvatakerfi<br />

skólans hafa komið ýmsu góðu til leiðar og rannsóknaafköstin eru mikil<br />

þrátt fyrir að doktorsnám sé rétt að ná flugi við skólann. Stjórnendur Háskólans<br />

hafa gætt þess að haga rekstrinum í samræmi við fjárveitingar og aðrar tekjur<br />

sem hann aflar, og skólinn kemur ágætlega út úr samanburði á hagkvæmni og<br />

skilvirkni sem gerður var við erlenda háskóla.<br />

Reglulegar ytri úttektir á grundvelli alþjóðlegra viðmiða og krafna eru mikilvægur<br />

og eðlilegur þáttur í gæðastarfi Háskóla Íslands. Þrátt fyrir mjög góða heildarniðurstöðu<br />

er í úttektarskýrslunum bent á atriði sem betur mega fara í starfsemi<br />

skólans. Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að bregðast við ábendingum<br />

skýrsluhöfunda með formlegum hætti og að nýta sér tillögur þeirra í umbótastarfi<br />

næstu ára.<br />

Í kjölfar úttektanna skipaði rektor starfshóp til að yfirfara úttektirnar þrjár og gera<br />

tillögur um úrbætur. Hópurinn skilaði í nóvember skýrslu til rektors þar sem teknar<br />

eru saman helstu athugasemdir og ábendingar úttektanna og settar fram 90 tillögur<br />

að breytingum og endurbótum á öllum sviðum starfseminnar. Markmiðið með<br />

tillögunum er að styðja við þá yfirlýstu stefnu Háskóla Íslands að verða á meðal 100<br />

bestu háskóla í heimi, stórefla doktorsnám og birtingar rannsóknaniðurstaðna í<br />

viðurkenndum alþjóðlegum vísindatímaritum og að mæla gæði skólans með sama<br />

hætti og gert er í evrópskum og bandarískum rannsóknaháskólum.<br />

15


Húsnæðismál<br />

Mikið verður um að vera á vettvangi byggingamála Háskólans á næstu árum og<br />

fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem munu stórbæta starfsaðstöðu skólans. Helstu<br />

byggingaverkefni framundan eru í fyrsta lagi nýbygging Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 18 milljörðum króna af söluandvirði<br />

Símans til þessa verkefnis sem felur m.a. í sér nýbyggingar fyrir heilbrigðisvísindadeildir<br />

Háskólans og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.<br />

Í öðru lagi hefur verið ákveðið að hefjast handa við byggingu Háskólatorgs<br />

vorið 2006. Um er að ræða tvær byggingar sem hafa verið skipulagðar að lokinni<br />

greiningu á húsnæðisaðstöðu deilda. Jafnframt verður þar komið fyrir skrifstofum<br />

nokkurra deilda og þjónustuskrifstofum sameiginlegrar stjórnsýslu við nemendur.<br />

Í þriðja lagi hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja einum milljarði króna til<br />

byggingar nýs húss íslenskra fræða sem væntanlega verður staðsett vestan Suðurgötu.<br />

Miðað er við að húsið verði tekið í notkun á aldarafmæli Háskólans árið<br />

2011. Loks er í fjórða lagi áfram unnið að því að undirbúa byggingu Vísindagarða í<br />

Vatnsmýrinni. Skipuð hefur verið stjórn Vísindagarða ehf. og ráðinn starfsmaður<br />

til að sinna verkefninu. Á árinu fóru fram viðræður við Framkvæmdasýslu ríkisins<br />

um framkvæmdina og unnið var að því að ræða við stofnanir og fyrirtæki um þátttöku<br />

í þessu stóra verkefni.<br />

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir doktorsnema<br />

og Háskólatorg<br />

Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnar Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands,<br />

og Páll Skúlason, rektor Háskólans undirrituðu þann 9. febrúar sameiginlega<br />

viljayfirlýsingu um breytingar á starfsemi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands,<br />

sem fela í sér stóraukna styrki úr sjóðnum til rannsóknatengds framhaldsnáms<br />

við Háskóla Íslands. Þá mun Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands leggja<br />

500 milljónir króna á næstu þremur árum til byggingar Háskólatorgs.<br />

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands var stofnaður árið 1964 til minningar um<br />

þá Vestur-Íslendinga sem hlut áttu í stofnun H/f Eimskipafélags Íslands. Stofneign<br />

sjóðsins voru hlutabréf í Eimskipafélaginu og hefur sjóðurinn verið varðveittur í<br />

hlutabréfum í félaginu, fyrst Eimskipafélaginu og síðar í Burðarási hf. Samkvæmt<br />

endurskoðuðum ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2003, nam bókfært nafnverð<br />

hlutafjáreignar sjóðsins rúmum 168 milljónum króna eða um 2,2 milljörðum kr.<br />

miðað við gengi í ársbyrjun <strong>2005</strong>. Vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi sjóðsins<br />

verður eignasamsetningu hans breytt með það að markmiði að jafna sveiflur í<br />

ávöxtun eigna og minnka áhættu, samhliða því að ná hámarksávöxtun.<br />

Í fyrsta lagi mun Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands veita fjárstyrki til stúdenta<br />

í rannsóknartengdu framhaldsnámi sem stundað er við Háskóla Íslands. Frá og<br />

með árinu 2009 verður árlega varið til þessara styrkja aldrei minna en 2,5% af<br />

hreinni eign sjóðsins og að hámarki meðalávöxtun undanfarinna þriggja ára að<br />

frádregnu einu prósentustigi. Fyrstu styrkir úr sjóðnum verða veittir árið 2006 og<br />

mun heildarfjárhæð styrkjanna þá nema 2% af bókfærðri hreinni eign. Heildarstyrkfjárhæð<br />

fer síðan hækkandi árin 2007 og 2008. Ætla má að frá og með árinu<br />

2009 muni sjóðurinn veita styrki fyrir um 100 milljónir króna árlega, fyrst og<br />

fremst til stúdenta í doktorsnámi.<br />

Rannsóknatengt framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu er helsti vaxtarbroddurinn<br />

í starfi Háskóla Íslands og eitt mikilvægasta stefnumál hans. Uppbygging<br />

þess styrkir stöðu Háskólans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla og gerir honum<br />

kleift að gegna hlutverki sínu sem hornsteinn æðri menntunar á Íslandi. Háskóli<br />

Íslands er eini íslenski háskólinn sem útskrifað hefur doktora en alþjóðlegar<br />

viðmiðanir á rannsóknaháskóla gera ráð fyrir að þaðan brautskráist hið minnsta 10<br />

doktorar árlega frá a.m.k. fjórum deildum. Með því að geta boðið stúdentum tækifæri<br />

til að sækja um styrki meðan á doktorsnámi þeirra stendur, sambærilega þeim<br />

sem tíðkast í viðurkenndum erlendum rannsóknaháskólum, laðar Háskólinn til sín<br />

úrvalsnemendur og styrkir enn frekar alþjóðleg tengsl í rannsóknum.<br />

Í öðru lagi mun Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands framfylgja markmiðum<br />

sínum með því að leggja 500 m.kr. til byggingar Háskólatorgs sem fyrirhugað er<br />

að rísi milli aðalbyggingar Háskólans og íþróttahússins og á milli Odda, Lögbergs<br />

og Nýja Garðs.<br />

Háskóli Íslands telur að með þeim breytingum sem nú eru gerðar á starfsemi<br />

Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands séu mörkuð tímamót í uppbyggingu háskólastarfs<br />

í landinu og þakkar stofnendum sjóðsins og stjórnendum ómetanlegt<br />

framlag til skólans.<br />

16


Styrkir til doktorsnáms á sviði nanótækni<br />

Í upphafi ársins afhenti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tvo styrki til<br />

doktorsnáms á sviði nanótækni (örtækni). Styrkirnir eru til þriggja ára og nemur<br />

hvor þeirra um 3 m.kr. á ári. Styrkirnir eru veittir fyrir tilstilli Steinmaur<br />

Foundation í Liechtenstein, en stofnandi er Gunnar Björgvinsson. Tilgangur<br />

styrkjanna er að stuðla að framförum á sviði nanótækni og efla rannsóknir á<br />

þessu sviði á Íslandi. Við mat á umsóknum var einnig litið til þess hvort þau væru<br />

líkleg til að leiða til hagnýtingar og eflingar atvinnulífs á Íslandi.<br />

Nanótækni er samheiti yfir tækni og vísindi sem fást við hluti sem eru í stærðarbilinu<br />

1-100 nanómetrar, þ.e. milljarðasti til tugmilljónasti af metra að stærð. Yfirleitt<br />

er átt við manngerða hluti eða náttúrulega hluti sem menn meðhöndla, t.d.<br />

raða upp á ákveðinn hátt, ýmist með beina hagnýtingu í huga eða til þess að<br />

rannsaka grundvallarfyrirbæri.<br />

Styrkina hlutu Kristinn Björgvin Gylfason og Árni Sigurður Ingason. Þeir luku<br />

báðir meistaranámi frá verkfræðideild Háskóla Íslands. Kristinn mun hefja doktorsnám<br />

við Kungliga Tekniska Högskolan (KTH) í Stokkhólmi. Hann hefur unnið<br />

við þróun örtækninema hjá Lyfjaþróun og stefnir með doktorsnámi sínu enn frekar<br />

inn á þá braut þar sem örtækni og lífvísindi skarast.<br />

Árni mun hefja doktorsnám við Háskóla Íslands þar sem hann hefur með meistaraprófsverkefni<br />

sínu, sem og vísindagreinum sem því tengjast, unnið að tækni<br />

er lýtur að rannsóknum á þunnum málmhimnum. Slíkar himnur eru um þessar<br />

mundir einn af áhugaverðustu kostunum í tengslum við geymslu á vetni.<br />

Við Háskóla Íslands fara meðal annars fram rannsóknir á rafleiðni nanókerfa,<br />

eiginleikum einstakra nanókristalla og ljósleiðni eftir nanóvírum. Við Háskólann<br />

er einnig verið að þróa aðferðir til geymslu vetnis í magnesíum nanóstrúktúrum í<br />

viðleitni til að finna betri geymsluaðferðir fyrir vetni sem orkugjafa. Annað dæmi<br />

um nýtingu nanótækni eru rannsóknir sem tengjast líftækni, m.a. þróun á efnanema<br />

til greiningar á stórum sameindum, og á aðferðum til svæðisbundinnar<br />

lyfjagjafar í auga. Flest þessara rannsóknaverkefna við Háskóla Íslands eru unnin<br />

í tengslum við hátæknifyrirtæki.<br />

Fjölmennasta brautskráning í sögu Háskólans<br />

Laugardaginn 25. júní fór fram fjölmennasta brautskráning í sögu Háskóla Íslands.<br />

Alls brautskráðist 801 kandídat og fór athöfnin að þessu sinni fram í Egilshöll.<br />

Þetta var jafnframt 24. og síðasta brautskráning í rektorstíð Páls Skúlasonar.<br />

Frá því að Páll tók við embætti árið 1997 luku rúmlega 9 þúsund nemendur námi<br />

við Háskóla Íslands, en til samanburðar má geta þess að frá 1911 til 1997 höfðu<br />

brautskráðst alls um 16 þúsund kandídatar.<br />

Tímamót í sögu Háskólans: Tvær doktorsvarnir sama dag<br />

Þann 26. ágúst átti sér stað sá viðburður að tvær doktorsvarnir fóru fram við Háskóla<br />

Íslands sama daginn þegar Guðrún Ólafsdóttir og Sóley Sesselja Bender<br />

vörðu doktorsritgerðir sínar, önnur frá raunvísindadeild, hin frá læknadeild. Doktorsnám<br />

hefur farið ört vaxandi við Háskóla Íslands á síðustu árum og árið <strong>2005</strong><br />

voru 192 doktorsnemar skráðir og fram fóru 14 doktorsvarnir.<br />

Viðurkenningar til starfsmanna fyrir lofsverðan árangur í<br />

starfi<br />

Frá árinu 1999 hefur þremur starfsmönnum Háskóla Íslands verið veitt viðurkenning<br />

fyrir lofsvert framlag til skólans og hefur viðurkenningin verið veitt á Háskólahátíð<br />

fyrsta vetrardag. Hefur einn starfsmaður hlotið viðurkenningu fyrir<br />

rannsóknir, einn fyrir kennslu og einn fyrir önnur störf í þágu Háskólans. Að<br />

þessu sinni hlotnaðist viðurkenningin fyrir rannsóknir Bjarnheiði Kristínu Guðmundsdóttur,<br />

vísindamanni við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að<br />

Keldum, viðurkenningin fyrir kennslu var veitt Runólfi Smári Steinþórssyni, dósent<br />

við viðskipta- og hagfræðideild og loks hlaut Páll Melsted, garðyrkjustjóri Háskólans,<br />

viðurkenningu fyrir framlag til garðyrkjumála og umhirðu lóða Háskóla<br />

Íslands. Auk viðurkenningarskjals og skriflegri greinargerð valnefndar fékk hvert<br />

þeirra 300 þús. kr. peningaverðlaun.<br />

Háskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs<br />

Háskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs árið <strong>2005</strong> og veitti Kristín Ingólfsdóttir<br />

rektor viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu 27.<br />

október. Í rökstuðningi Jafnréttisráðs fyrir viðurkenningunni sagði að hún hafi<br />

17


m.a. verið veitt fyrir það að á árinu <strong>2005</strong> hafi háskólasamfélagið í fyrsta sinn kosið<br />

í leynilegri kosningu konu sem rektor og þar með æðsta stjórnanda stofnunarinnar<br />

sem jafnframt væri fjölmennasti vinnustaður landsins. Þetta lýsir jafnréttisvilja<br />

og að hæfileikar, reynsla, þekking og framtíðarsýn konu eru metnir til jafns á við<br />

karla. Háskólinn hefur um langt árabil látið jafnréttismál sig miklu varða með því<br />

að leggja sérstaka rækt við rannsóknir og kennslu á sviði jafnréttismála, enda<br />

segir í jafnréttisáætlun Háskólans að stefnt sé að því að jafnréttissjónarmið verði<br />

samþætt allri starfsemi háskólasamfélagsins. Innan Háskólans hefur verið unnið<br />

að því að jafna launamun kynjanna, að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu greinum<br />

og að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í kennsluaðferðum og við val á<br />

kennsluefni. Þetta þýðir að jafnrétti kynjanna er haft í huga við alla stefnumótun,<br />

ákvarðanatöku og áætlanagerð og litið er á jafnréttisstarf sem lið í gæðaumbótum<br />

innan skólans.<br />

Úrslit í samkeppni um Háskólatorg<br />

Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi<br />

Sveinssyni urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu<br />

Háskólatorgs Háskóla Íslands. Niðurstaða dómnefnar í samkeppninni var<br />

kynnt 18. október með viðhöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. Í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur<br />

rektors kom fram að með byggingu Háskólatorgs verður stigið stórt<br />

skref í byggingasögu Háskóla Íslands. Háskólatorg muni leysa úr brýnni húsnæðisþörf<br />

fyrir skrifstofur og fyrirlestrarsali, en jafnframt bæta þjónustu við nemendur<br />

auk þess sem það mun skapa frjóan vettvang fyrir kennara og nemendur úr<br />

ólíkum deildum til að hittast og blanda geði.<br />

Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir meðal annars að hún beri vott<br />

um þroskaða heildarmynd og í henni sé unnið með fá og einföld grunnform. Sú<br />

hugmynd að steypa byggingarnar ekki í sama mót, heldur laga hvora að sínu umhverfi,<br />

sé djörf og útfærslan heppnist vel. Innra fyrirkomulag sé hnitmiðað í öllum<br />

megindráttum og að í tillögunni hafi tekist að skapa lifandi flæði.<br />

Fjórar tillögur bárust um Háskólatorg og var það mat dómnefndar að þær væru allar<br />

metnaðarfullar og fjölbreyttar og gæfu hver um sig nýja sýn á verkefnið. Auk vinningshafa<br />

lögðu fram tillögu um Háskólatorg hóparnir ÞG verktakar ehf. og Sigurður<br />

Halldórsson arkitekt hjá Glámu Kím, Ístak og Steve Christer arkitekt hjá Studio<br />

Granda og Keflavíkurverktakar ásamt Sigurði Hallgrímssyni arkitekt hjá Arkþingi.<br />

Áætlað er að hefja byggingarframkvæmdir vorið 2006 og að vígsla fari fram í árslok<br />

2007. Mikilsvert framlag Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands gerir Háskólanum<br />

kleift að ráðast í byggingarframkvæmdirnar en jafnframt verða þær fjármagnaðar<br />

með sölu fasteigna og lántöku Happdrættis Háskóla Íslands.<br />

Háskólatorg Háskóla Íslands er samheiti tveggja bygginga á háskólasvæðinu,<br />

sem verða alls um 8.500 fermetrar að stærð með tengibyggingum. Ætlað er að<br />

Háskólatorg hýsi á þriðja hundrað starfsmenn og um 1.500 stúdenta á hverjum<br />

tíma, auk gesta. Háskólatorg 1 rís á lóð milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss og<br />

tengist Lögbergi. Einnig er ætlunin að tengja bygginguna við háskólasvæðið vestan<br />

Suðurgötu með undirgöngum. Háskólatorg 2 rís þar sem nú er bílastæði á<br />

milli Lögbergs, Nýja Garðs, Árnagarðs og Odda. Háskólatorg 2 tengist Odda á<br />

fyrstu og annarri hæð og Lögbergi á fyrstu hæð.<br />

Háskólatorgi er ætlað að vera lifandi og aðlaðandi staður þar sem fólk kemur<br />

saman til að stunda nám, sinna erindum, nærast og eiga samskipti. Háskólatorg<br />

hýsir ýmsa starfsemi sem snýr að umsýslu og þjónustu við stúdenta og starfsfólk.<br />

Þá verða í Háskólatorgi fyrirlestrarsalir, kennslustofur, rannsóknastofur,<br />

lesrými og vinnuaðstaða nemenda í grunnnámi og framhaldsnámi, skrifstofur<br />

kennara, tölvuver og ýmis fjölnota rými sem þjóna margvíslegum þörfum. Í Háskólatorgi<br />

verður Bóksala stúdenta, veitingasala, nemendaskrá Háskólans,<br />

námsráðgjöf og Alþjóðaskrifstofa sem og starfsemi Stúdentaráðs og Félagsstofnunar<br />

stúdenta. Áhersla er lögð á opið rými – torg sem nýtist nær allan sólarhringinn.<br />

Veitingasala verður við Torgið allan daginn og síðdegis og um helgar má<br />

hafa lítinn hluta veitingasölunnar opinn til að þjóna félagslífi. Upphækkun eða lítið<br />

svið á Torginu er kjörið fyrir ýmsar uppákomur árið um kring. Bóksala stúdenta<br />

opnast út á Torgið í nokkrar vikur að hausti og í janúar og nemendur geta setið á<br />

Torgi við lestur síðla dags og á kvöldin.<br />

19


Samkeppni um skipulag á lóð<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss<br />

Hópur sem skipaður er íslensku arkitektastofunni Arkitektur.is, Verkfræðistofu<br />

Norðurlands, norsku verkfræðistofunni SWECO Grøner og dönsku arkitekta- og<br />

landslagsarkitektastofunum C.F. Møller og Schønherr Landskab bar sigur úr<br />

býtum í samkeppni um deiliskipulag á lóð Landspítala-háskólasjúkrahúss við<br />

Hringbraut. Niðurstaða dómnefndar var kynnt heilbrigðisráðherra við hátíðlega<br />

athöfn í Öskju 12. október.<br />

Í febrúar samþykkti ríkisstjórn Íslands tillögu Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og<br />

tryggingamálaráðherra, um að halda áfram uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss<br />

við Hringbraut. Forval var auglýst í byrjun febrúar og sóttu 18 fjölþjóðlegir<br />

hópar sérfræðinga um þátttöku í samkeppninni og var sjö stigahæstu boðið<br />

að keppa um skipulagið samkvæmt keppnislýsingu sem samin var af fulltrúum<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss, Háskóla Íslands og Framkvæmdasýslu ríkisins á<br />

grundvelli samþykktar ríkisstjórnarinnar.<br />

Við athöfnina sagði heilbrigðisráðherra að ekki væri eftir neinu að bíða varðandi<br />

áframhaldandi undirbúning eftir að ríkisstjórnin samþykkti að 18 milljarðar kr. af<br />

söluandvirði Landssímans myndu renna til byggingar á nýju sjúkrahúsi. Næst á<br />

dagskrá væri áframhaldandi skipulagsvinna og hönnun mannvirkja en alls væri<br />

gert ráð fyrir því í áætlunum að um 85 þúsund fermetrar af nýbyggingum myndu<br />

rísa á spítalalóðinni á árunum 2009 til 2018. Jafnfram væri gert ráð fyrir umtalsverðum<br />

endurbótum á eldri húsum Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Allir Öndvegisstyrkir Rannsóknasjóðs til Háskóla Íslands<br />

Á fundi stjórnar Rannsóknasjóðs 15. janúar var samþykkt úthlutun til átta verkefna,<br />

þar af fjögurra framhaldsverkefna og fjögurra nýrra verkefna. Vísindamenn<br />

við Háskóla Íslands hlutu alla styrkina. Öll framhaldsverkefnin eru verkefni prófessora<br />

við raunvísindadeild Háskólans, en þeir eru: Hannes Jónsson sem hlaut<br />

7,5 m.kr. styrk fyrir verkefnið Ný efni til geymslu á vetni: Leit byggð á nanotækni<br />

og tölvuútreikningum, Lárus Thorlacius sem hlaut 7,2 m.kr. styrk fyrir verkefnið<br />

Skammtarúmfræði, Einar Árnason sem hlaut 10 m.kr. styrk fyrir verkefnið DNA<br />

fiskur: DNA stofnerfðafræði og upprunalandafræði fiska úr Norður-Atlantshafi, og<br />

Guðmundur Hrafn Guðmundsson sem hlaut 6 m.kr. styrk fyrir verkefnið Innanfrumuboðleiðir<br />

náttúrulega varnarkerfisins.<br />

Öndvegisstyrki fyrir ný rannsóknaverkefni hlutu: Bjarni Þjóðleifsson, prófessor við<br />

læknadeild, en hann fékk 10 m.kr. fyrir verkefnið Áhrif sýkingarálags og bólgu á<br />

æða- og lungnasjúkdóma og ofnæmi. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild<br />

hlaut 6 m.kr. styrk fyrir verkefnið Súrefnismælingar í augnbotnum og Þórarinn<br />

Guðjónsson, sérfræðingur við læknadeild hlaut 6 m.kr. fyrir verkefnið Þekjuvefur<br />

brjóstkirtils: þroskun og sérhæfing. Loks hlaut Höskuldur Þráinsson, prófessor<br />

við hugvísindadeild, 10 m.kr. styrk fyrir verkefnið Tilbrigði í setningagerð.<br />

Samtals hlutu vísindamenn Háskóla Íslands því öndvegisstyrki að upphæð 62,7<br />

m.kr.<br />

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs<br />

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun<br />

Háskóla Íslands veitti viðtöku hvatningarverðlaunum Vísinda- og<br />

tækniráðs við athöfn að loknu Rannsóknaþingi á Grand hótel 18. maí. Dómnefnd<br />

fyrri verðlaunaþega valdi Freystein úr hópi tilnefndra vísindamanna. Forsætisráðherra,<br />

sem jafnframt er formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti verðlaunin. Meginviðfangsefni<br />

Freysteins er að rannsaka eðli og orsakir jarðskorpuhreyfinga á Íslandi,<br />

þ. á m. flotjafnvægishreyfingar jarðskorpunnar vegna jöklabreytinga, fylgjast<br />

með tilfærslu bergkviku í jarðskorpunni og rannsaka fyrirboða eldgosa og<br />

hegðun eldfjalla. Hann hefur tekið þátt í að byggja upp þekkingu og aðstöðu til<br />

rannsókna á þessum sviðum hér á landi, þ. á m. til landmælinga með GPS-gervitunglatækni.<br />

Hann hefur einnig verið leiðandi í notkun svokallaðra bylgjuvíxlmælinga<br />

úr ratsjárgervitunglum við mat á jarðskorpuhreyfingum. Þetta eru nákvæmustu<br />

landmælingar sem völ er á og með þeim má meta jarðskorpuhreyfingar yfir<br />

stór svæði með um 5-10 millimetra nákvæmni. Freysteinn er vel þekktur á alþjóðlegum<br />

vettvangi fyrir rannsóknir sínar á jarðskorpuhreyfingum og eldfjallavöktun.<br />

Sameiginlegt yfirlýsing allra háskóla landsins<br />

Rektorar allra háskóla í landinu undirrituðu við athöfn í Hátíðasal 15. júní sameiginlega<br />

yfirlýsingu um forsendur og frelsi háskóla. Undanfarin ár hafa háskólar í<br />

20


Evrópu átt aukið samstarf í því skyni að byggja upp háskólakerfi sem standi fyllilega<br />

jafnfætis því norður-ameríska. Þessi sókn felur í sér samræmingu námseininga,<br />

skipulegt gæðamat, eflingu rannsóknasjóða og síðast en ekki síst sameiginlegan<br />

skilning á háskólastarfi og þeim skuldbindingum sem í því felast. Ein mikilvægasta<br />

skuldbinding háskóla er sú að standa vörð um akademískt frelsi. Það er<br />

forsendan fyrir því að háskólastarf þróist áfram og sagan sýnir að þar sem akademískt<br />

frelsi hefur verið brotið niður hefur það þýtt hnignun þjóðfélaga. Íslenskir<br />

háskólar gefa nú út í fyrsta skipti sameiginlega yfirlýsingu um forsendur háskólastarfs<br />

og akademískt frelsi. Í yfirlýsingunni kemur fram að hlutverk háskóla sé að<br />

skapa skilyrði til frjálsrar þekkingarleitar, -sköpunar, -varðveislu, og -miðlunar á<br />

sviði vísinda, fræða og lista. Með starfsemi sinni þjóni háskólar fræðunum og<br />

langtímahagsmunum samfélagsins.<br />

Akademískt frelsi felur í sér, samkvæmt yfirlýsingu háskólanna, að einstaklingur<br />

geti leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það<br />

bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum. Akademísku frelsi<br />

er skipt í frelsi til kennslu, frelsi til rannsókna, og frelsi til tjáningar og birtingar.<br />

Því fylgir sú ábyrgð að starfa af heilindum, gangast undir fræðileg viðmið og forðast<br />

hagsmunaárekstra.<br />

Í yfirlýsingu háskólanna er kveðið á um þá stjórnunarhætti sem standa vörð um<br />

akademískt frelsi. Tryggt skuli að akademískir starfsmenn taki þátt í mótun og<br />

skipulagi fræðilegrar starfsemi á jafningjagrundvelli. Háskólar skuli haga ráðningum<br />

og framgangi akademískra starfsmanna samkvæmt faglegu matsferli og<br />

ekki segja þeim upp nema hlutlægar ástæður krefjist.<br />

Loks er í yfirlýsingu háskólanna kveðið á um fjárhagsleg skilyrði þess að háskólar<br />

geti sinnt hlutverki sínu. Þeim skuli heimilt að skapa sér sína eigin tekjustofna,<br />

ákveða sjálfir hvernig þeir fara með sjálfsaflafé sitt og stofna fyrirtæki sjálfum sér<br />

til hagsbóta. Ennfremur lýsa háskólarnir því yfir að það sé hlutverk ríkisvaldsins<br />

að tryggja jöfn tækifæri til náms.<br />

Samhliða því að háskólarnir standa að gerð þessarar yfirlýsingar hafa þeir ákveðið<br />

að formgera samstarf sín á milli um margvísleg fagleg háskólamálefni. Stefnt<br />

er að því að háskólarnir standi sameiginlega að ýmsum verkefnum í þágu fjölbreyttrar<br />

og góðrar háskólamenntunar sem fyllilega stenst alþjóðlegar kröfur.<br />

Sprotafyrirtækið Líf-Hlaup hlýtur verðlaun<br />

Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-Hlaup hlaut verðlaun<br />

International Association for Dental Research (IADR) og GlaxoSmithKline (GSK)<br />

fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni. Verðlaunin voru<br />

afhent 9. mars á fundi IADR og tók Peter Holbrook, prófessor við tannlæknadeild<br />

Háskóla Íslands, við verðlaununum fyrir hönd rannsóknarhópsins sem auk hans<br />

er skipaður Þórdísi Kristmundsdóttur, prófessor við lyfjafræðideild Háskólans,<br />

Halldóri Þormar, prófessor emeritus við Líffræðistofnun Háskólans, og Skúla<br />

Skúlasyni, framkvæmdastjóra Líf-Hlaup. Sprotafyrirtækin Líf-Hlaup og LipoMedica<br />

sameinuðust í byrjun árs en þau hafa unnið að rannsóknum á lyfjaformum til<br />

notkunar á slímhúð svo og á virkni fituefna á bakteríur, sveppi og veirur. Markmið<br />

verkefnisins er þróun á lyfjasamsetningu sem er virk gegn herpes sýkingum í<br />

munni sem leiða til sáramyndunar, þ.e. frunsu.<br />

Meistaranemar fengu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands<br />

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í febrúar Nýsköpunarverðlaun<br />

sín í tíunda sinn. Verðlaunin hlutu þeir Gunnar Örn Erlingsson og Björn Björnsson,<br />

meistaranemar í verkfræðideild, fyrir verkefni sitt um öryggismál í miðborg<br />

Reykjavíkur. Í verkefninu er unnið hermilíkan fyrir skyndilega rýmingu miðbæjarins<br />

á Menningarnótt. Meginmarkmið verkefnisins var að til yrði umbótaáætlun á<br />

öryggis- og rýmingarmálum í mannþröng í miðbæ Reykjavíkur. Niðurstöður þess<br />

skyldu geta nýst við skipulagningu mannfagnaða ýmiss konar í miðbæ Reykjavíkur<br />

og verið til hliðsjónar við gerð allsherjarrýmingaráætlunar Miðbæjarins.<br />

Tveir nemendur hlutu verðlaun fyrir árangur í eðlisog<br />

efnafræði<br />

Tveimur nemendur sem útskrifuðust úr eðlis- og efnafræðiskorum raunvísindadeildar<br />

Háskóla Íslands árið <strong>2005</strong> voru veitt verðlaun úr Verðlaunasjóði Guðmundar<br />

P. Bjarnasonar í júní. Nema verðlaunin 750 þús.kr. til hvors þeirra en báðir<br />

hlutu þeir ágætiseinkunn í BS námi sínu við skorirnar. Verðlaunahafarnir eru Sigurður<br />

Örn Stefánsson fyrir framúrskarandi námsárangur í eðlisfræði og Kristján<br />

Friðrik Alexandersson fyrir sama árangur í efnafræði. Sigurður Örn og Kristján<br />

21


eru bekkjarfélagar úr Menntaskólanum á Akureyri og útskrifuðust þaðan vorið<br />

2002. Þeir voru báðir keppendur í ólympíulandsliði Íslands í eðlisfræði 2001 í<br />

Tyrklandi og 2002 í Indónesíu. Verðlaunin eru meðal þeirra allra veglegustu sem<br />

veitt eru nemendum við háskóla á Íslandi.<br />

Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi var stofnaður árið 2000<br />

með 35 m.kr. gjöf Guðmundar sem fæddur er á Sýruparti á Akranesi 1909 en býr nú<br />

á Höfða, dvalarheimili aldraðra á Akranesi. Tilgangur sjóðsins er að verðlauna efnilega<br />

útskriftarnemendur í eðlisfræði og efnafræði við Háskóla Íslands. Guðmundur<br />

átti þess ekki kost að stunda háskólanám en starfaði sem netagerðamaður og fiskmatsmaður<br />

á Akranesi auk þess að stunda útgerð í félagi við bróður sinn. Guðmundur<br />

var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Kára árið 1922 og Taflfélags<br />

Akraness árið 1933. Guðmundur hefur einnig stofnað sjóði til stuðnings efnilegum<br />

nemendum úr Brekkubæjarskóla, Grundarskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands.<br />

Hlutfallslega færri nemendur sækja háskólanám í eðlis- og efnafræði á Íslandi en<br />

í sambærilegum löndum. Stuðningur Guðmundar við háskólanemendur í eðlisog<br />

efnafræði er tvímælalaust afar mikilvægt lóð á þá vogarskál að hvetja unga Íslendinga<br />

að sækja nám á þessum sviðum.<br />

Fjögur af fimm bestu nemendaverkefnum um ferðamál frá<br />

Háskóla Íslands<br />

Á árlegri ráðstefnu Ferðamálaráðs, sem fram fór 30. október, veitti Ferðamálasetur<br />

Íslands í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál,<br />

að upphæð 100 þús. kr. hvert verkefni. Dómnefnd mat fimm verkefni skólaársins<br />

2004-<strong>2005</strong> sem mjög athyglisverð og voru fjögur þeirra verk nemenda við Háskóla<br />

Íslands. Þessi niðurstaða ber vott um leiðandi hlutverk og sterka stöðu<br />

skólans á landsvísu í kennslu og rannsóknum á sviði ferðamála.<br />

Verðlaunahafar voru þessir: Anne Maria Sparf fyrir verkefnið Comparing Environmental<br />

Performance: Environmental benchmarking for SMEs in the Nordic tourism<br />

industry. Verkefnið fjallaði um möguleika lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja<br />

til að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum með hjálp umhverfisviðmiðunar.<br />

Gerður Sveinsdóttir fyrir verkefnið Fjölmenningarleg hæfni<br />

sem lykill árangursríkra samskipta. Athugun á stöðu fjölmenningarlegra mála á<br />

Íslandi. Hjördís María Ólafsdóttir hlaut verðlaun fyrir verkefnið Markaðssetning Íslands<br />

á Bretlandi. Samanburður á framkvæmd markaðssetningarinnar og ferlum<br />

fræðimanna. Sunna Þórðardóttir fékk verðlaun fyrir verkefnið Ímyndir og ímyndarsköpun:<br />

Fósturlandsins Freyja í markaðssetningu landsins. Loks hlaut Ingibjörg<br />

Sigurðardóttir verðlaun fyrir verkefnið Hestatengd ferðaþjónusta á Íslandi.<br />

Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur<br />

Íslands, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast<br />

ferðamálum.<br />

Hugur og heilsa hlýtur hagnýtingarverðlaun Háskólans<br />

Kristín Ingólfsdóttir rektor afhenti hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands við hátíðlega<br />

athöfn í Tæknigarði 2. desember. Veitt voru verðlaun til þriggja bestu verkefnanna<br />

í samkeppninni Uppúr skúffunum, sem er samstarfsverkefni Rannsóknaþjónustu<br />

Háskóla Íslands, Tæknigarðs, rektors Háskóla Íslands og A&P<br />

Árnasonar einkaleyfastofu. Megintilgangur verkefnisins er að draga fram í dagsljósið<br />

ýmsar hugmyndir sem starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og Landspítala-háskólaskjúkrahúss<br />

vinna að.<br />

Fyrstu verðlaun hlaut Eiríkur Örn Arnarson, dósent í sálfræði við læknadeild Háskóla<br />

Íslands, fyrir verkefnið Hugur og heilsa, en tilgangur þess er þróa heildrænt<br />

kerfi sem auðveldar starfsfólki í félags-, skóla og heilbrigðisgeiranum að veita<br />

ungu fólki markvissa aðstoð til að koma í veg fyrir þunglyndi. Það er gert með því<br />

að meta áhættuþætti og veita ráðgjöf varðandi þau viðhorf og venjur sem síðar á<br />

lífsleiðinni geta leitt til þunglyndis.<br />

Önnur verðlaun voru veitt verkefninu Icelandic On-line 2, en aðstandendur þess<br />

eru Birna Arnbjörnsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir, Áki G. Karlsson og fleiri aðilar<br />

frá Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Icelandic On-line er gagnvirkt og samfellt<br />

íslenskunámskeið á netinu sem byggist á nýjustu rannsóknum í kennslufræði<br />

varðandi erlend tungumál. Einnig byggir það á áralangri reynslu af kennslu íslensku<br />

sem annað tungumál við Háskóla Íslands. Beitt er nýjustu tæknilausnum<br />

til að kenna tungumálið og þjálfa helstu færniþætti málsins. Með kennslukerfinu<br />

hafa verið þróaðir stuðningsmiðlar (málfræðigrunnur, rafræn orðabók o.fl.). Ice-<br />

22


landic On-line er þróað á vegum Háskóla Íslands í samstarfi Stofnunar Sigurðar<br />

Nordals, íslenskuskorar Háskóla Íslands, Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands,<br />

fimm evrópskra háskóla og háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum.<br />

Þriðju verðlaun hlaut verkefnið Samspil gæðaþátta, fasteignaverðs og verðbólgu,<br />

sem var lagt fram af Ásdísi Kristjánsdóttur og Ásgeiri Jónssyni. Nákvæmni við<br />

mælingar á vísitölu neysluverðs skiptir gríðarmiklu máli þar sem flest íslensk lán<br />

eru verðtryggð og Seðlabanki Íslands hefur sérstakt tölulegt verðbólgumarkmið<br />

sem miðast við vísitölu neysluverðs. Niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á<br />

fasteignamarkaðnum Reykjavík og tölfræðigreiningar á 16.000 kaupsamningum í<br />

meistararitgerð Ásdísar Kristjánsdóttur benda til þess að hugsanlega séu núverandi<br />

viðmið ekki nægjanlega góð. En ljóst er að skekkja í mælingum getur leitt af<br />

sér milljarðatap fyrir heimilin í landinu vegna ofáætlaðra verðtrygginga. Niðurstöður<br />

verkefnisins eru afar hagnýtar og munu væntanlega leiða til meiri nákvæmni<br />

í verðbólgumælingum hérlendis sem ættu að nýtast þeim aðilum sem<br />

með málið fara, s.s. Hagstofu Íslands og Seðlabankanum.<br />

Samkeppnin Uppúr skúffunum var nú haldin í sjöunda sinn. Í máli háskólarektors<br />

kom fram að unnið hefur verið með mörg þeirra verkefna sem hafa verið verðlaunuð.<br />

Fimm af sex hugmyndum sem hafa fengið fyrstu verðlaun hafa fundið sér<br />

farveg í sprotafyrirtækjum og af þeim eru þrjú sprotafyrirtæki sem talsverðar<br />

vonir eru bundnar við. Rektor gat þess að þau sprotafyrirtæki sem stofnuð hafa<br />

verið síðustu árin hafa látið Háskóla Íslands fá nokkurn eignarhlut, sem viðurkenningu<br />

á því framlagi sem aðstaða og allt umhverfi hefur lagt af mörkum til að<br />

gera hugmynd að veruleika.<br />

Þrír doktorsnemar hlutu viðurkenningar úr Verðlaunasjóði<br />

Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar<br />

Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala veitti í<br />

október í annað sinn viðurkenningar fyrir rannsóknir á sviði lyfjafræði. Að þessu<br />

sinni voru verðlaunahafarnir þrír doktorsnemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands,<br />

þau Hákon Hrafn Sigurðsson, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir og Þórunn Ósk<br />

Þorgeirsdóttir. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn í maí árið 2001 til<br />

minningar um föður sinn Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala í Reykjavíkurapóteki<br />

og eiginkonu hans Bergþóru Patursson. Sjóðurinn er í vörslu Háskóla Íslands<br />

og er ætlað að styrka vísindaleg afrek á sviði lyfjafræði, rannsóknir og<br />

framhaldsnám í faginu.<br />

Hákon Hrafn Sigurðsson lauk kandídatsprófi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

árið 1999 og hóf doktorsnám 2001 undir leiðsögn Þorsteins Loftssonar prófessors.<br />

Rannsóknir Hákons snúa að því hvernig lyf fer inn í augað og dreifist þegar<br />

þangað er komið, með það að markmiði að þróa nýja augndropa sem skila lyfjum<br />

betur inn í auga en almennt þekkist í dag.<br />

Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir lauk kandídatsprófi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

árið 2000 og hóf doktorsnám haustið 2001 á sviði lyfja- og efnafræði náttúruefna<br />

undir leiðsögn Elínar Soffíu Ólafsdóttur dósents. Doktorsverkefni Sesselju<br />

felst í því að einangra og ákvarða byggingu fjölsykra úr íslenskum fléttutegundum<br />

og kanna áhrif þeirra á hina ýmsu þætti ónæmiskerfisins með það að<br />

meginmarkmiði að finna tengsl milli byggingar þeirra og verkunar.<br />

Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir lauk kandídatsnámi frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands<br />

vorið 2000 og hóf doktorsnám haustið 2000 undir leiðsögn Þórdísar Kristmundsdóttur<br />

prófessors. Doktorsverkefni Þórunnar felst í rannsóknum á fitusýrum og<br />

mónóglýseríðum sem sýnt hafa veiru-, bakteríu- og sveppadrepandi eiginleika en<br />

markmið verkefnisins er að hanna stöðugt og virkt lyfjaform til meðferðar á húð<br />

og slímhúðarsýkingum.<br />

Þorsteinn Scheving Thorsteinsson var lyfjafræðingur og apótekari í Reykjavíkurvíkurapóteki<br />

frá því hann lauk námi 1918 og fram til ársins 1962. Hann var einn af<br />

stofnendum Lyfsalafélags Íslands sem síðar varð Apótekarafélag Íslands og formaður<br />

Félags íslenskra lyfjafræðinga um hríð. Þorsteinn var velgjörðarmaður<br />

Háskóla Íslands, stofnaði meðal annars styrktarsjóð við skólann í minningu foreldra<br />

Þórunnar og Davíðs Scheving Thorsteinssonar árið 1940 og gaf Háskólanum<br />

kortasafn sitt, sem prýðir fundarstofu háskólaráðs í Aðalbyggingu skólans. Þá<br />

prýða fágætir munir úr Reykjavíkurapóteki húsnæði lyfjafræðideildar í Haga við<br />

Hofsvallagötu. Þeir voru fluttir þangað úr húsnæði apóteksins í Austurstræti þegar<br />

Háskólinn lagði niður rekstur þess og seldi húsnæðið. Margir þessara muna<br />

bera fagurt vitni um stórhug og fagmennsku apótekaranna í Reykjavíkurapóteki á<br />

fyrri hluta síðustu aldar.<br />

24


Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar er einn þriggja<br />

sjóða sem Bent Scheving Thorsteinsson hefur stofnað við Háskóla Íslands. Hinir<br />

eru Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis sem úthlutað var úr síðastliðið<br />

haust og styrktarsjóður Margaret og Bent Scheving Thorsteinssonar sem<br />

ætlað er að styðja við rannsóknir á sviði eineltis.<br />

Opin kerfi styrkja verkfræðideild Háskóla Íslands<br />

Opin kerfi í samvinnu við Hewlett-Packard afhentu Sigurði Brynjólfssyni forseta<br />

verkfræðideildar Háskóla Íslands styrk að fjárhæð 2 m.kr. í tilefni af því að 20 ár<br />

voru liðin síðan Hewlett-Packard opnaði útibú hér á landi, nú Opin kerfi. Styrkurinn<br />

var afhentur formlega á afmælisráðstefnu félagsins sem haldin var í Öskju<br />

12. maí. Styrkurinn er notaður til að gera nokkrum nemendum sem eru að ljúka<br />

framhaldsnámi í verkfræðideild kleift að hrinda verkefnum sínum í framkvæmd.<br />

Við afhendingu styrksins sagði Agnar Már Jónsson, forstjóri Opinna kerfa ehf.,<br />

það mjög ánægjulegt að afhenda Háskóla Íslands þennan styrk núna á þessum<br />

tímamótum. „Það hefur verið leiðarljós fyrirtækisins frá upphafi að vera virkur<br />

þátttakandi í samfélaginu og þegar Hewlett-Packard opnuðu skrifstofuna fyrir 20<br />

árum, þá var Háskóla Íslands gefin öflug tölva frá Hewlett-Packard af því tilefni.“<br />

Háskóli Íslands semur um fjármögnun stöðu dósents í tryggingalæknisfræði<br />

Háskóli Íslands gerði samning við Tryggingastofnun ríkisins, Landssamtök lífeyrissjóða<br />

og Samband íslenskra tryggingafélaga um fjármögnun á starfi dósents í<br />

tryggingalæknisfræði við læknadeild Háskólans. Markmiðið er að efla rannsóknir<br />

og kennslu á þessu sviði, en um er að ræða stöðu dósents í fullu starfi til fimm<br />

ára. Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir hefur verið ráðinn í stöðuna. Dósentinn<br />

fær aðstöðu við læknadeild og nýtur réttinda sem einn af dósentum hennar.<br />

Gert er ráð fyrir því að staðan breytist í prófessorsstöðu á samningstímanum.<br />

Sigurður mun stunda rannsóknir á sviði tryggingalæknisfræði, m.a. á grundvelli<br />

gagna frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum og vátryggingafélögum og í samvinnu<br />

við þessa aðila og fræðimenn. Rannsóknirnar geta m.a. fjallað um forsendur örorku<br />

sem metin er hjá TR vegna lífeyristrygginga almannatrygginga, orsakir orkutaps<br />

samkvæmt niðurstöðum örorkumats hjá lífeyrissjóðunum, forsendur matsgerða<br />

samkvæmt skaðbótalögum vegna slysa, samspil heilsufars og félagslegra<br />

aðstæðna í örorku/orkutapi, viðfangsefni í sjúkra-, slysa- og líftryggingum og viðfangsefni<br />

í sjúklingatryggingu. Ennfremur er honum ætlað að stunda kennslu og<br />

fjalla m.a. um uppbyggingu velferðarkerfisins á Íslandi og gerð læknisvottorða.<br />

Samstarfssamningur við EMBL um þjálfun doktorsnema<br />

Háskóli Íslands skrifaði í mars undir samstarfssamningi við EMBL (European<br />

Molecular Biology Laboratory) um þjálfun doktorsnema. Samstarfssamningur<br />

Háskóla Íslands kemur í kjölfar aðildar Íslands að stofnuninni sem undirrituð var<br />

af menntamálaráðherra 7. desember 2004.<br />

EMBL er ein fremsta rannsóknastofnun veraldar á sviði sameinda-, erfða- og<br />

frumulíffræði. Með samstarfssamningi Háskóla Íslands skapast forsendur fyrir<br />

enn frekari þróun rannsókna á þessu sviði hérlendis. Með aðild Íslands að EMBL<br />

gefst íslenskum nemum á sviði líf- og erfðavísinda kostur á að taka þátt í alþjóðlegu<br />

og eftirsóttu doktorsnámi hjá EMBL. Með samstarfssamningi Háskóla Íslands<br />

og EMBL gefst þessum nemum kostur á að útskrifast með doktorspróf<br />

sameiginlega frá EMBL og Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að kennarar frá Háskólanum<br />

sitji í doktorsnefndum þessara nema en þannig skapast náin tengsl<br />

skólans við EMBL.<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði færð peningagjöf<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði tók við höfðinglegri gjöf frá Ingibjörgu R.<br />

Magnúsdóttur 1. nóvember þegar dagur hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands<br />

var haldinn hátíðlegur með málþingi í Norræna húsinu. Ingibjörg færði stofnuninni<br />

500 þús. kr. ávísun með orðunum „Megi þessi stofnun vaxa og blómgast og<br />

vinna að mörgum góðum verkefnum, landi og þjóð til blessunar.“ Ingibjörg gegndi<br />

m.a. stöðu námsbrautarstjóra við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands<br />

frá 1975 og stöðu skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.<br />

Háskóli Íslands hlaut styrk frá Jean Monnet áætlun ESB<br />

Háskóli Íslands hlaut um vorið styrk frá Jean Monnet áætlun ESB í Evrópufræðum<br />

til að kenna námskeiðið Nýjungar í Evrópusamrunanum (e. The new European<br />

Union) til fimm ára. Námskeiðið er hluti af nýju meistaranámi stjórnmála-<br />

25


fræðiskorar í alþjóðasamskiptum og hófst um haustið. Styrknum fylgir mikil viðurkenning<br />

fyrir Háskóla Ísland en Jean Monnet áætlunin styrkir einungis þá háskóla<br />

í álfunni sem þykja í fararbroddi í rannsóknum og kennslu í Evrópufræðum.<br />

Þetta er fyrsti Jean Monnet styrkurinn sem kemur til Íslands. Í námskeiðinu verður<br />

farið í gegnum helstu kenningar um Evrópusamrunann og þeim beitt til að<br />

fjalla um þýðingarmestu breytingar sem orðið hafa á Evrópusamrunanum undanfarin<br />

ár; svo sem upptöku sameiginlegs gjaldmiðils, stækkun til austurs, þróun<br />

sameiginlegrar utanríkisstefnu og nýja stjórnarskrá sem leiðtogar sambandsins<br />

hafa undirritað.<br />

Vísindavefurinn í útrás á 5 ára afmæli sínu<br />

Vísindavefur Háskóla Íslands fagnaði 5 ára afmæli sínu snemma á árinu. Á þessum<br />

tímamótum var Þorsteini Vilhjálmssyni prófessor veitt heiðursviðurkenning<br />

menntamálaráðuneytisins fyrir áratuga starf og framúrskarandi árangur í miðlun<br />

vísinda til almennings með leiðbeiningarstarfi fyrir grunnskóla og framhaldsskóla,<br />

ritun fræðandi bóka fyrir almenning og uppbyggingu á Vísindavef Háskóla<br />

Íslands.<br />

Á afmælisárinu urðu þau tíðindi í sögu Vísindavefsins að honum var breytt í<br />

fræðslu- og upplýsingavef á alþjóðavísu með því að spurningar og svör í völdum<br />

flokkum eru birt á ensku og íslensku. Með þessum hætti verður Vísindavefurinn<br />

leitarhæfur fyrir allar helstu leitarvélar veraldarvefsins og getur miðlað sérfræðiþekkingu<br />

íslenskra vísindamanna og upplýsingum um land og þjóð um víða veröld.<br />

Í mars tók Vísindavefurinn þátt í umfangsmikilli ráðstefnu og kynningu í Brüssel,<br />

European Forum for Science and Society, þar sem viðfangsefnið var miðlun vísinda<br />

til almennings. Háskóli Íslands kynnti þar einnig önnur dæmi um vísindamiðlun<br />

til barna og unglinga með verkefnum eins og Bráðger börn – verkefni við<br />

hæfi, Háskóli unga fólksins og Ungir vísindamenn. Er Háskóli Íslands eini íslenski<br />

þáttakandinn á ráðstefnunni, sem er á vegum Evrópusambandsins.<br />

Vísindavef Háskóla Íslands var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000 og var í<br />

fyrstu framlag Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - menningarborg Evrópu<br />

árið 2000. Áhugi almennings á Vísindavefnum reyndist hins vegar miklu meiri en<br />

nokkur hafði ímyndað sér og gestafjöldi eykst stöðugt á milli ára. Vísindavefurinn<br />

fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita<br />

og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Gestir geta lesið sér til á vefnum um<br />

flest milli himins og jarðar og einnig lagt fram nýjar spurningar um hvaðeina sem<br />

ætla má að starfsmenn Háskólans og stuðningsmenn vefsins geti svarað eða<br />

fundið svör við. Höfundar sem skrifað hafa svör fyrir Vísindavefinn eru nú um 500<br />

talsins, flestir þeirra kennarar við Háskóla Íslands.<br />

Aðalstyrktaraðili Vísindavefsins er Happdrætti Háskóla Íslands sem hefur lagt<br />

fram fjárhagslega kjölfestu og Orkuveita Reykjavíkur og Landsbanki Íslands<br />

gengu til samstarfs við vefinn strax á fyrsta árinu og hefur það staðið allar götur<br />

síðan. Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar hefur styrkt Vísindavefinn nokkrum<br />

sinnum með fjárframlögum og sömuleiðis umhverfisráðuneytið.<br />

Heimsóknir á vefinn árið <strong>2005</strong> voru um 500.000 talsins og er stærsti hluti gestanna<br />

á aldrinum 10-20 ára. Vísindavefurinn er tíundi fjölsóttasti vefurinn á Íslandi<br />

samkvæmt samræmdri vefmælingu. Þegar hafa borist yfir 20 þúsund spurningar<br />

og eru svör á vefnum komin á sjötta þúsund. Meðal nýjunga á árinu var áhugavert<br />

tilraunaverkefni með Melaskóla, og er það markmið Vísindavefsins að vera í<br />

enn frekari samstarfi við skóla á öllum stigum. Til viðbótar við enska hluta vefsins<br />

er stefnt á að auka enn margmiðlunarþátt vefsins og gagnvirkni, fjölga þrautum,<br />

spurningakeppnum og dægradvöl af ýmsu tagi og síðast en ekki síst er hafinn<br />

undirbúningur að bókaröð fyrir börn. Valin svör af Vísindavefnum hafa áður verið<br />

gefin út í bókinni Af hverju er himinninn blár?<br />

Descartesverðlaunin: Þorsteinn Vilhjálmsson heiðraður<br />

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands og ritstjóri Vísindavefsins<br />

var einn af 23 aðilum sem tilnefndir voru til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins<br />

fyrir vísindamiðlun árið 2004. Alls hafði verið bent á 63 aðila til verðlaunanna<br />

og var Þorsteinn tilnefndur úr þeim hópi. Íslenska menntamálaráðuneytið<br />

hafði bent á Þorstein vegna verðlaunanna, en það veitti honum sérstakt<br />

heiðursskjal í janúar í tilefni af 5 ára afmæli Vísindavefsins.<br />

Í umsögn um Þorstein í kynningarriti vegna verðlaunanna segir m.a. að hann hafi<br />

skrifað og staðið að læsilegum bókum um vísindi, verið ötull að kynna vísindi í<br />

26


öðrum fjölmiðlum og gegnt mikilvægu hlutverki í ýmsum verkefnum í menntamálum<br />

á vegum íslenskra menntastofnana. Merkasta þrekvirki hans á síðustu<br />

árum sé þó það að hafa komið Vísindavefnum á laggirnar og ritstýrt honum. Vefurinn<br />

sé eins konar rafræn alfræðibók þar sem fólk getur fengið svör við spurningum<br />

sínum frá sérfróðu fólki. Vefurinn hvetji til samræðu milli vísindamanna og<br />

almennings og eftir fimm og hálfs árs starf séu svör á vefnum komin á sjötta<br />

þúsund. Aðsóknin jafngildi því að 3-5% íslensku þjóðarinnar heimsæki vefsetrið í<br />

hverri viku.<br />

Lokahátíð Háskóla unga fólksins<br />

Skólahaldi Háskóla unga fólksins <strong>2005</strong> lauk 25. júní með glæsilegri lokahátíð í Sal<br />

1 í Háskólabíói. Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands hóf hátíðina með stuttu<br />

ávarpi og að því búnu voru nemendur HUF kallaðir upp á svið, einn af öðrum, og<br />

afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á námi sínu í skólanum. Alls skráðu<br />

145 nemendur sig í skólann og það var því fríður hópur sem tók við dynjandi lófataki<br />

hátíðargesta þegar síðasta viðurkenningarskjalið hafði verið afhent.<br />

Að brautskráningunni lokinni tóku við dagskráratriði þar sem nemendur HUF<br />

veittu innsýn í það sem fengist var við í skólanum. Kór japönskunema steig á svið<br />

og flutti þrjár útgáfur af vinsælu japönsku dægurlagi sem fjallar um góða kosti<br />

heitra baða. Þar á eftir fræddu þrír nemendur gesti um aðferðir og viðfangsefni<br />

þjóðfræðinnar og að lokum fluttu tveir nemendur stuttan og bráðsmellinn leikþátt<br />

á frönsku. Einnig gafst kostur á að kynna sér starfsemi vetnisvélar, rannsaka<br />

segulsvið í koparröri, skoða plaköt um kynjafræði og fleira. Gríðargóður andi ríkti<br />

á hátíðinni og er óhætt að segja að ánægja foreldra og nemenda með skólahaldið<br />

hafi verið mikil.<br />

Vísindalist á Menningarnótt<br />

Háskóli Íslands tók á árinu í þriðja sinn þátt í dagskrá Menningarnætur í Reykjavík<br />

með óvenjulegu tilraunaverkefni undir heitinu Vísindalist sem unnið var í<br />

samstarfi við Listasmiðjuna Klink og Bank. Vísindamenn og listamenn leiddu<br />

saman hesta sína og freistuðu þess að bregða ljósi á spurningar á borð við: Eru<br />

vísindi list? Er list vísindi? Hvaða orka losnar úr læðingi þegar vísindi og listir<br />

sameina krafta sína? Menningarnótt markaði upphaf þessa samstarfsverkefnis<br />

sem stendur fram á vorið 2006 og lýkur með sýningu og útgáfu heimildarits.<br />

Þróunarsamvinnustofnun Íslands kostar nýja lektorsstöðu í<br />

þróunarfræðum<br />

Í ársbyrjun var Jónína Einarsdóttir ráðin í nýja lektorsstöðu í mannfræði þróunar<br />

við mannfræði- og þróunarskor félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, sem Þróunarsamvinnustofnun<br />

Íslands kostar til þriggja ára. Hlutverk Jónínu verður meðal<br />

annars að byggja upp meistaranám við Háskóla Íslands á þessu sviði, en það<br />

verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkt nám við íslenskan háskóla. Með eflingu<br />

náms og rannsókna í þróunarfræðum eru Háskólinn og Þróunarsamvinnustofnun<br />

í senn að vinna frumkvöðlastarf í þessum málaflokki hérlendis og koma<br />

til móts við þann mikla áhuga sem þróunarmálum hefur verið sýndur undanfarin<br />

ár og m.a. hefur birst í afar góðri aðsókn á opin málþing og ráðstefnur sem þessir<br />

aðilar hafa efnt til undanfarin misseri.<br />

Öflugt samstarf Actavis og Háskóla Íslands<br />

Háskóli Íslands og lyfjafyrirtækið Actavis gerðu í upphafi árs með sér samstarfssamning<br />

sem veitir nemendum við Háskólann tækifæri til þess að glíma við verkefni<br />

sem tengjast starfsemi Actavis. Jafnframt nýtur fyrirtækið þekkingar kennara<br />

og nemenda við Háskóla Íslands. Til þess að stuðla að þessu markmiði var með<br />

undirritun samningsins stofnsettur sjóður sem úthlutar styrkjum til nemenda.<br />

Actavis leggur til árlega allt að 4 m.kr. í verkefnasjóðinn í þrjú ár, samtals 12 m.kr.<br />

Styrkveitingar miðast að mestu leyti við verkefni nemenda við lyfjafræðideild,<br />

verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.<br />

Háskóli Íslands og Samskip í samstarf um kvikmyndafræði<br />

Kennsla hófst um haustið í kvikmyndafræði sem sjálfstæð námsgrein við hugvísindadeild<br />

Háskóla Íslands og styður Samskip námið rausnarlega með því að<br />

kosta stöðu kennara. Til að byrja með verður kvikmyndafræðin 30 eininga aukagrein<br />

á BA stigi en stefnt er að því að byggja upp framhaldsnám í greininni á<br />

næstu árum. Styrkur Samskipa til Háskóla Íslands vegna kvikmyndafræðinámsins<br />

nemur 3,6 m.kr. á næsta ári og var samningur þar að lútandi undirritaður 10.<br />

maí af Páli Skúlasyni rektor og Ólafi Ólafssyni, starfandi stjórnarformanni Samskipa,<br />

að viðstöddum fulltrúum beggja samningsaðila.<br />

27


Samskip eru alhliða flutningafyrirtæki sem býður hvers kyns flutninga og tengda<br />

þjónustu, hvort sem er í lofti, á láði eða legi. Félagið rekur nú 47 skrifstofur í 21<br />

landi auk þess sem umboðsmenn eru starfandi um allan heim. Það er stefna félagsins<br />

að vera virkur og virtur þátttakandi í íslensku samfélagi og styðja við góð<br />

málefni. Er kvikmyndafræðin annað verkefnið á vegum Háskóla Íslands sem<br />

Samskip leggja lið því skemmst er að minnast þriggja ára samstarfssamnings<br />

sem gerður var við verkfræðideild Háskóla Íslands – og metinn er á rúmar 10<br />

m.kr. að heildarverðmæti.<br />

Samstarfssamningur um Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd<br />

undirritaður<br />

Þann 20. desember var undirritaður samstarfssamningur milli félagsvísindadeildar<br />

Háskóla Íslands og sjö samstarfsaðila um rekstur Rannsóknaseturs í<br />

barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands. Setrið verður<br />

staðsett við Félagsvísindastofnun á grundvelli undirritaðs samstarfssamnings við<br />

stjórnvaldsaðila, hagsmunafélög og þjónustustofnanir.<br />

Rannsóknasetrið þjónar margþættum tilgangi en fyrst og fremst að efla rannsóknir<br />

á félags- og tilfinningalegum aðstæðum barna og fjölskyldna á Íslandi, og<br />

stuðla að virkara rannsóknar- og þróunarstarfi fræðigreinarinnar innan háskólans<br />

og í samstarfi við aðila á vettvangi, en einnig í alþjóðlegu samstarfi. Í þessu<br />

felst m.a að samhæfa og þróa þekkingar- og gagnagrunn um málefni barna og<br />

fjölskyldna í bæði fagfræðilegum og fjölskyldupólitískum tilgangi og styrkja undirstöðu<br />

fyrir skipulegt rannsóknayfirlit og rannsóknagæðamat. Starfseminni er<br />

ætlað að skapa farveg fyrir kynningu á umfangi og niðurstöðum rannsókna í félagsráðgjöf<br />

til fræðasamfélagsins, fjölmiðla og almennings og gera þær sýnilegri.<br />

Þannig verða niðurstöður rannsókna í félagsráðgjöf áhrifaríkari fyrir hagsmuni<br />

almennings, vinumarkaðar og notendur í hinum ýmsu þjónustugeirum heilbrigðis-,<br />

félags-, skóla- og réttarkerfis og annarra sviða félagsráðgjafar sem snerta<br />

félagslega velferð og heill barna og fjölskyldna.<br />

Vaxandi gróska er í rannsóknarverkefnum á sviði barna- og fjölskyldurannsókna í<br />

félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Námskeið í fjölskyldufræðum<br />

eru kennd á BA- og MA-stigi og sérstök námslína til starfstengds fjölskyldumiðaðs<br />

meistaraprófs, MSW er í boði. Velferðarsvið Reykjavíkur (áður Félagsþjónustan)<br />

kostar lektorsstöðu í barnavernd, framkvæmdasjóður aldraðra kostar<br />

lektorsstöðu í öldrunarrannsóknum og unnið er að uppbyggingu rannsókna og<br />

kennslu á sviði sjálfboðastarfa (NGO) og opinberrar þjónustu með styrk frá RKÍ.<br />

Rannsóknasetur um barna- og fjölskylduvernd er vettvangur fyrir samræmda<br />

starfsemi í rannsóknum, fræðslu og kennslu er snerta fjölskylduvernd.<br />

Með stofnun Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd við félagsvísindadeild<br />

Háskóla Íslands er komið á móts við ákall stjórnvalda, almennings og vinnumarkaðar<br />

um frumkvæði vísindamanna og fagfólks að markvissum viðbrögðum í<br />

fjölskyldumálefnum. Samstarfsaðilar um rekstur Rannsóknaseturs í barna- og<br />

fjölskylduvernd við félagsráðgjafaskor Háskóla Íslands eru Barnaverndarstofa,<br />

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Velferðarsvið<br />

Reykjavíkurborgar, Þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stéttarfélag.<br />

Indlandsforseti heimsótti Háskóla Íslands<br />

Forseti Indlands, dr. A.P.J. Abdul Kalam, heimsótti Háskóla Íslands 30. maí, en<br />

heimsóknin var liður í opinberri heimsókn hans til Íslands. Í heimsókninni kynnti<br />

Indlandsforseti sér m.a. rannsóknir Íslendinga á sviði jarðskjálftamælinga og<br />

starfsemi Jarðvísindastofnunar. Að því loknu átti hann fund með starfsfólki og<br />

nemendum Háskólans.<br />

Samræður menningarheima: Afmælisráðstefna til heiðurs<br />

Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára<br />

Í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands,<br />

gekkst Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir glæsilegri<br />

alþjóðlegri ráðstefnu undir heitinu „Dialogue of Cultures“ dagana 13.-15. apríl.<br />

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið<br />

og Reykjavíkurborg. Sérstök heiðursnefnd var tengd ráðstefnunni en í henni voru:<br />

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d’Estaing, fv. forseti<br />

Frakklands, Richard von Weizsäcker, fv. forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands,<br />

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Davíð Oddsson utanríkisráðherra,<br />

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Steinunn Valdís Óskars-<br />

28


dóttir borgarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Sigríður<br />

Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri og Páll<br />

Skúlason rektor.<br />

Ráðstefnan hófst 13. apríl með móttöku í Hátíðasal Háskóla Íslands þar sem Páll<br />

Skúlason rektor afhjúpaði brjóstmynd af Vigdísi eftir myndlistarmanninn Erling<br />

Jónsson. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í Perlunni að kvöldi afmælisdagsins<br />

15. apríl. Setning fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólabíói að morgni 14. apríl að<br />

viðstöddum ráðamönnum og fjölda innlendra og erlendra gesta. Páll Skúlason<br />

rektor setti ráðstefnuna, en forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson flutti<br />

opnunarræðu. Einnig flutti menntamálaráðherra frú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir<br />

ávarp. Prófessor David Crystal flutti fyrsta lykilfyrirlestur ráðstefnunnar: Towards<br />

a Philosophy of Language Diversity, og kór Kársnesskóla söng undir stjórn<br />

Þórunnar Björnsdóttur.<br />

Auk prófessors David Crystal voru eftirtaldir lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni: Mary<br />

Robinson, forseti Írlands 1990-1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna<br />

1997-2002, Blandine Kriegel, prófessor og sérfræðingur í málefnum nýbúa og<br />

ráðgjafi Jacques Chirac, forseta Frakklands, um mannréttindi og nýbúa, Shinako<br />

Tsuchyia, þingkona í Japan, Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar<br />

(WTO), Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og<br />

Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kynjafræðum og fv. Alþingismaður.<br />

Þá voru haldnar 20 málstofur þar sem á annað hundruð fræðimanna<br />

fluttu erindi.<br />

Samstarf milli Hólaskóla og Háskólans<br />

Til þess að ná sem mestum árangri í alþjóðlegri samkeppni þurfa íslenskir háskólar<br />

að leggja áherslu á að vinna náið saman, meðal annars með því að<br />

samnýta kennara, sérfræðinga og aðstöðu. Með þetta að leiðarljósi undirrituðu<br />

Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands og Háskólinn á Hólum samstarfssamning<br />

um kennslu og rannsóknir í febrúar.<br />

Hólaskóli og Háskóli Íslands hafa haft með sér gott samstarf um árabil. Þetta<br />

samstarf hefur tengst margháttuðum rannsóknum, m.a. verkefnum meistara- og<br />

doktorsnema við Háskóla Íslands, sem og gagnkvæmu mati á námi. Stofnun<br />

fræðasetra er vettvangur Háskóla Íslands fyrir margháttað samstarf við stofnanir,<br />

sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Samningurinn<br />

mun greiða enn frekar fyrir virku samstarfi skólanna m.a. á sviði fiskalíffræði<br />

og fiskeldis, ferðamálafræði, fornleifafræði, sagnfræði, guðfræði og hestafræði<br />

en aðstæður til kennslu og rannsókna á þessum sviðum eru afar góðar<br />

hjá Hólaskóla.<br />

Samningurinn gerir m.a. ráð fyrir því að Háskóli Íslands staðsetji kennara hjá Hólaskóla<br />

sem taki virkan þátt í rannsóknum og kennslu. Einnig er stefnt að því að<br />

Hólaskóli og Háskóli Íslands komi á fót sameiginlegum stöðum háskólakennara.<br />

Unnið með Bandaríkjamönnum að verkefni um flugstjórn<br />

framtíðarinnar<br />

Dagana 22.-23. ágúst var haldinn í Reykjavík árlegur samstarfsfundur sérfræðinga<br />

og vísindamanna Háskóla Íslands, MIT háskólans í Boston, Bandaríkjunum<br />

og bandarísku geimferðstofnunarinnar NASA. Háskóli Íslands hefur í samstarfi<br />

við Flugmálastjórn Íslands um árabil verið frumkvöðull í rannsóknum á flugumferðarstjórn<br />

og meðal annars þróað hugbúnað fyrir hermi sem nýtist við ýmiss<br />

konar greiningu og prófanir. Sérfræðiþekking í flugumferðarstjórn yfir hafi er afar<br />

mikilvæg þegar þróa á ný tölvukerfi sem flugumferðarstjórar nota við að stýra<br />

umferð. Sú þekking sem hefur byggst upp, bæði hér á landi og í samstarfi sem<br />

Íslendingar hafa tekið þátt í á alþjóðavettvangi, hefur haft mikil áhrif á hugmyndasmíði<br />

og nýst við prófanir.<br />

Tækni- og skipulagsumhverfi íslenska flugstjórnunarsvæðisins gerir það að verkum<br />

að það er eftirsótt til prófana á nýjungum í flugumferðarstjórnun. Slíkar prófanir<br />

eru nauðsynlegar vegna aukinnar umferðar, kröfu um sífellt betri þjónustu<br />

og framsýnna markmiða. Eitt af markmiðunum er að ná heildrænni stjórnun á<br />

Evrópska flugumferðarsvæðinu og að nýta vel nýjungar í tæknibúnaði flugvéla,<br />

þ.m.t. eftirlits- og fjarskiptabúnaði.<br />

Háskóli Íslands hefur um nokkurt skeið átt farsælt samstarf við MIT háskólann í<br />

Boston, Flugmálastjórn og Flugkerfi ehf. í rannsóknaverkefni sem hefur að markmiði<br />

að þróa og prófa nýjar aðferðir og grafíska framsetningu gagna fyrir eftirlit<br />

29


og stjórnun flugumferðar. Verkefnið getur leitt til þess að starfsumhverfi flugumferðarstjóra<br />

muni gerbreytast. Nemendur í framhaldsnámi við verkfræðideild Háskólans<br />

og MIT hafa tekið þátt í rannsóknarverkefninu og haft með sér náið samstarf.<br />

Rektor býður starfsfólki til tónleika<br />

Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, bauð starfsfólki Háskólans og mökum<br />

til tónleika í Háskólabíói 24. september. Flytjendur voru Þóra Einarsdóttir<br />

sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenor, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og<br />

Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Að tónleikunum loknum var boðið til haustfagnaðar<br />

í Hátíðasal í Aðalbyggingu.<br />

Rafrænn háskóli<br />

Svokallað viðburðadagatal á vef HÍ er nú ein öflugasta leiðin til að kynna opna viðburði<br />

(fyrirlestra, málþing, ráðstefnur o.fl.) sem skipulagðir eru á vegum eða í<br />

samvinnu við Háskóla Íslands, enda vefurinn mjög fjölsóttur. Sem dæmi má<br />

nefna að í septembermánuði sóttu vefinn að meðaltali 13.145 gestir á dag og í<br />

þessum sama mánuði var jafnframt slegið nýtt aðsóknarmet, þann 5. september:<br />

16.469 gestir. Þetta er um 30% meiri aðsókn að vef Háskóla Íslands en var á sama<br />

tíma árið 2004.<br />

Háskóli Íslands meðal þeirra sex stofnana sem veita besta<br />

rafræna þjónustu<br />

Þann 12. desember var haldinn kynningarfundur um úttekt á vefjum ríkis og<br />

sveitarfélaga undir yfirskriftinni Hvað er spunnið í opinbera vefi? Í niðurstöðu úttektarinnar<br />

kemur m.a. fram að Háskóli Íslands var meðal þeirra sex stofnana<br />

sem taldar eru veita besta þjónustu þegar heildarniðurstöður úr úttektum á 246<br />

vefjum voru bornar saman. Hvað innihald varðar var Háskólinn í fimmta sæti og í<br />

því áttunda þegar nytsemi var metin.<br />

Þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi. Megintilgangurinn<br />

er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði<br />

hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar<br />

þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri<br />

sem felast í rafrænni þjónustu.<br />

Verkefnið hófst í maí og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar<br />

þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf. vann verkefnið fyrir<br />

forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu<br />

ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra<br />

þágu.<br />

Ýmislegt efni um Háskóla Íslands er að finna á vef Háskólans, www.hi.is, og á<br />

slóðinni: www2.hi.is/page/um_HI<br />

Tölulegar staðreyndir um Háskólann er að finna á slóðinni:<br />

www2.hi.is/page/stadtolur<br />

30


Háskólinn í hnotskurn <strong>2005</strong><br />

Starfsmannafjöldi<br />

Tæknifólk<br />

Skrifstofufólk<br />

45<br />

49<br />

61<br />

konur<br />

karlar<br />

150<br />

Hér eru ekki taldir starfsmenn<br />

háskólastofnana með<br />

sjálfstæðan fjárhag.<br />

Þjónustusérfr.<br />

Rannsóknafólk<br />

20<br />

26<br />

47<br />

67<br />

Fastráðnir kennarar eru 446<br />

og hefur fjölgað um 13 frá<br />

fyrra ári.<br />

Sérfræðingar<br />

Aðjunktar<br />

Lektorar<br />

2<br />

8<br />

11<br />

14<br />

46<br />

50<br />

Um 70% fastra kennara eru<br />

með doktorspróf en 30% eru<br />

með meistarapróf.<br />

Dósentar<br />

Prófessorar<br />

28<br />

46<br />

101<br />

150<br />

Laun og launatengd gjöld<br />

námu 4.883,6 m.kr. af<br />

7.179,2 m.kr. útgjöldum alls<br />

eða 68%.<br />

0 20 40 60 80 100 120 140 160<br />

Fjöldi<br />

Deildir Námsleiðir skráðir brautskráðir<br />

Guðfræðideild 7 144 19<br />

Læknadeild 10 450 78<br />

Lagadeild 6 588 77<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 14 1.165 182<br />

Heimspekideild 56 1.784 232<br />

Lyfjafræðideild 5 145 5<br />

Tannlæknadeild 3 80 8<br />

Verkfræðideild 25 815 165<br />

Raunvísindadeild 49 931 183<br />

Félagsvísindadeild 53 2.287 387<br />

Hjúkrunarfæðideild 6 580 111<br />

Samtals 234 8.939 1.445<br />

Þróun nemendafjölda<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Skráðir<br />

nemendur 6.439 7.254 8.027 8.225 8.725 8.939<br />

Virkir<br />

nemendur 4.175 4.328 4.677 5.242 5.697 5.807<br />

Fjöldi<br />

nýskráðra 2.509 2.675 2.805 2.933 3.058 2.555<br />

Fjöldi<br />

brautskráðra 1.007 1.068 1.149 1.243 1.391 1.445<br />

32


Skipting heildarútgjalda<br />

Nýbyggingar 2%<br />

Tækjakaup 1%<br />

Viðhald fasteigna 2%<br />

Rekstur fasteigna 6%<br />

Sameiginlegur kostnaður deilda 8%<br />

Endurmenntunarstofnun 4%<br />

Þjónustustofnanir 11%<br />

Kennsludeildir 57%<br />

Rannsóknastofnanir utan deilda 1%<br />

Sameiginleg stjórnsýsla 8%<br />

Skipting útgjalda deilda<br />

Hjúkrunarfræðideild 5%<br />

Félagsvísindadeild 13%<br />

Guðfræðideild 2%<br />

Læknadeild 15%<br />

Lagadeild 3%<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 9%<br />

Raunvísindadeild 21%<br />

Hugvísindadeild 15%<br />

Verkfræðideild 12%<br />

Lyfjafræðideild 2%<br />

Tannlæknadeild 3%<br />

Tekjur Háskóla Íslands 2000-<strong>2005</strong> í m.kr.<br />

8.000<br />

7.000<br />

6.000<br />

5.000<br />

4.000<br />

3.000<br />

1.798 1.814 1.884<br />

2.014 2.214 2.443<br />

2.000<br />

1.000<br />

0<br />

2.973 3.362 3.602 4.054 4.223 4.707<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Sértekjur<br />

Fjárveitingar<br />

33


Stjórnsýsla<br />

Skrifstofa rektors<br />

Hlutverk rektors<br />

Samkvæmt lögum um Háskóla Íslands nr. 41/1999 er rektor yfirmaður stjórnsýslu<br />

Háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan Háskólans<br />

og utan. Hann hefur almennt eftirlit með allri starfsemi Háskólans, þar með<br />

talið ráðningar- og fjármálum einstakra deilda og stofnana. Rektor á frumkvæði<br />

að því að háskólafundur marki heildarstefnu í málefnum Háskólans. Á milli funda<br />

háskólaráðs fer rektor í umboði þess með ákvörðunarvald í öllum málum Háskólans.<br />

Rektor ræður starfslið sameiginlegrar stjórnsýslu Háskólans og setur<br />

því starfslýsingar. Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu<br />

háskólaráðs, að undangengnum almennum kosningum í Háskólanum.<br />

Rektorsskrifstofa<br />

Starfsemi rektorsskrifstofu helgast fyrst og fremst af því að framfylgja lögskipuðu<br />

hlutverki háskólarektors, gæta heildarhagsmuna Háskólans og greiða fyrir því<br />

eftir bestu getu að heildarstefna Háskólans og einstakra deilda og stofnana megi<br />

ganga vel fram, þannig að Háskólinn nái að rækja og rækta hlutverk sitt sem<br />

allra best í kennslu og rannsóknum og þjónustu við samfélagið.<br />

Rektorsskrifstofa hefur umsjón með málefnum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskólans,<br />

háskólafundi, fundum háskólaráðs, ársfundi Háskólans og samskiptum<br />

rektors við forseta deilda og forstöðumenn stofnana. Einnig hefur rektorsskrifstofa<br />

umsjón með samskiptum rektors við fulltrúa stjórnvalda, atvinnulífs og innlendra<br />

og erlendra háskóla- og rannsóknastofnana og samtaka þeirra sem og<br />

fulltrúa erlendra ríkja. Náin samvinna er við báðan meginstoðir stjórnsýslunnar,<br />

akademíska stjórnsýslu og rekstur og framkvæmdir, og stjórnsýslu deilda.<br />

Á rektorsskrifstofu fer ennfremur fram margvísleg önnur regluleg starfsemi, svo<br />

sem móttaka og afgreiðsla erinda sem berast Háskólanum, afgreiðsla viðtala eftir<br />

pöntun, miðlun upplýsinga til starfsmanna, umsjón með nefndum og starfshópum<br />

rektors um einstök málefni, útgáfa Árbókar og Ritaskrár Háskólans, umsjón<br />

með úthlutunum úr Háskólasjóði, starfi dómnefnda vegna nýráðninga og framgangs<br />

akademískra starfsmanna, brautskráningum kandídata, doktorsvörnum,<br />

viðurkenningum til starfsmanna, málþingum, ráðstefnum og fyrirlestrum á vegum<br />

rektors, útgáfu ýmiss kynningarefnis og umsjón með boðum og samkomum<br />

á vegum rektors.<br />

Markaðs- og samskiptadeild heyrir beint undir rektor og vinnur með markaðsog<br />

samskiptanefnd.<br />

Starfslið<br />

Á árinu áttu sér stað rektorsskipti við Háskóla Íslands og þann 1. júlí tók Kristín<br />

Ingólfsdóttir prófessor við embætti rektors af Páli Skúlasyni prófessor. Aðrir<br />

starfsmenn á skrifstofu rektors eru Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri og<br />

gæðastjóri, Guðbjörg Jóhannesdóttir verkefnisstjóri, Margrét Ludwig verkefnisstjóri<br />

og Halla Sverrisdóttir verkefnisstjóri.<br />

Gæðamál<br />

Skrifstofa rektors hefur yfirumsjón með gæðamálum Háskólans. Samkvæmt<br />

gæðakerfi Háskólans er rektor ábyrgur fyrir gæðamálum skólans almennt, en<br />

deildarforsetar, framkvæmdastjórar, forstöðumenn og aðrir stjórnendur eru ábyrgir<br />

fyrir gæðum starfsemi innan sinna starfseininga. Skrifstofustjóri rektorsskrifstofu<br />

er jafnframt gæðastjóri og starfrækt er sérstök ráðgjafanefnd rektors um gæðamál.<br />

Við Háskóla Íslands er fylgt víðtæku formlegu gæðakerfi sem tekur til lögbundins<br />

hlutverks Háskólans á sviði kennslu og rannsókna, auk stjórnunar, rekstrar og<br />

þjónustu. Gæðakerfið hvetur til nýsköpunar, bættrar frammistöðu og aukins sjálfstæðis<br />

starfsmanna, en einnig til samvinnu þar sem áætlun, aðgerðir, eftirlit og<br />

viðbrögð mynda ferli stöðugra umbóta. Gæðakerfið tekur mið af stefnumótun og<br />

framkvæmd gæðamála á alþjóðlegum vettvangi, einkum í tengslum við Bologna-<br />

35


ferlið og á vegum Samtaka evrópskra háskóla (European University Association),<br />

sem og opinberum og sjálfstæðum gæðamatsstofnunum.<br />

Rektor ber ábyrgð á gæðamálum Háskólans og deildarforsetar, forstöðumenn og<br />

framkvæmdastjórar bera ábyrgð á gæðum starfsemi þeirra rekstrareininga sem<br />

þeir stýra. Gæðastjóri og gæðanefnd annast framkvæmd gæðakerfisins í umboði<br />

rektors. Rektor heldur mánaðarlega fundi með deildarforsetum þar sem m.a. er<br />

fjallað um framkvæmd og þróun gæðakerfisins. Auk þessa starfar innan Háskólans<br />

sérstök ráðgjafanefnd rektors um gæðamál. Hlutverk nefndarinnar er að<br />

fylgjast með framkvæmd gæðakerfisins, fjalla um og samræma útfærslu einstakra<br />

þátta og móta tillögur um þróun þess, eftirfylgni og úrbætur. Í bígerð er að<br />

festa nefndina frekar í sessi og gefa henni aukið vægi með því að gera hana að<br />

einni af fastanefndum háskólaráðs.<br />

Áfram var unnið með margvíslegum hætti að eflingu gæðakerfis Háskólans. Sérstök<br />

áhersla var lögð á ytra gæðamat og bar þar hæst að á árinu lauk þremur<br />

viðamiklum ytri úttektum á Háskóla Íslands sem fram fóru á árunum 2004 og<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Í fyrsta lagi fól menntamálaráðherra Ríkisendurskoðun árið 2004 að gera úttekt<br />

á fjárhagsstöðu, fjármögnun, árangri, gæðum, rekstrarformi og<br />

stjórnsýslu Háskólans. Úttektin samanstendur af þremur meginþáttum:<br />

Greiningu Ríkisendurskoðunar á framangreindum þáttum, viðhorfskönnun<br />

meðal starfsfólks Háskólans og alþjóðlegum samanburði á völdum kennitölum<br />

og starfsþáttum. Lokaskýrsla Ríkisendurskoðunar var birt vorið <strong>2005</strong>.<br />

• Í öðru lagi fól menntamálaráðherra árið 2004 fjögurra manna sérfræðingahópi<br />

að framkvæma úttekt á akademískri stöðu Háskólans, einkum rannsóknastarfinu.<br />

Tekur úttektin til rannsóknastarfs við skólann á árunum<br />

1999–2002. Lokaskýrsla var birt í september <strong>2005</strong>.<br />

• Í þriðja lagi átti Háskóli Íslands frumkvæði að því að Samtök evrópskra háskóla<br />

(European University Association, EUA) gerðu úttekt á Háskólanum þar<br />

sem lögð var sérstök áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og gæðastarf<br />

innan skólans. Úttekt EUA er ekki liður í opinberu eftirliti með Háskólanum,<br />

heldur er tilgangur hennar fyrst og fremst að fá ábendingar og ráðleggingar<br />

frá virtum erlendum háskólamönnum sem geta nýst við framtíðaruppbyggingu<br />

skólans. EUA hefur framkvæmt slíkar háskólaúttektir með góðum árangri<br />

um árabil og hafa vel á annað hundrað evrópskir háskólar tekið þátt í<br />

þeim. Hófst úttektin í ársbyrjun <strong>2005</strong> á ritun sjálfsmatsskýrslu. Að því búnu<br />

kom hópur erlendra sérfræðinga á vegum EUA í tvær vettvangsheimsóknir í<br />

mars og maí og loks var lokaskýrsla birt stjórn Háskólans í september <strong>2005</strong>.<br />

Heildarniðurstöður allra úttektanna eru mjög jákvæðar fyrir Háskóla Íslands. Af<br />

úttektarskýrslunum má ráða að skólinn hefur á að skipa góðu starfsliði sem á<br />

undanförnum árum hefur náð ágætum árangri í rannsóknum og kennslu. Hvatakerfi<br />

skólans hafa komið ýmsu góðu til leiðar og rannsóknaafköstin eru mikil<br />

þrátt fyrir að doktorsnám sé rétt að slíta barnsskónum við skólann. Stjórnendur<br />

skólans hafa gætt þess að haga rekstri skólans í samræmi við fjárveitingar og<br />

aðrar tekjur sem hann aflar, og skólinn kemur ágætlega út úr samanburði á hagkvæmni<br />

og skilvirkni sem gerður var við erlenda háskóla. Í úttektarskýrslunum<br />

er þó einnig bent á margt sem betur má fara í starfsemi skólans. Skýrslurnar<br />

geyma margar gagnlegar ábendingar um það hvernig bæta megi rannsóknir,<br />

kennslu og stjórnun við skólann enn frekar.<br />

Í kjölfar úttektanna þriggja skipaði rektor starfshóp sem hafði það hlutverk að<br />

fara yfir úttektarskýrslunar og gera tillögur um viðbrögð við þeim athugasemdum<br />

og ábendingum sem þar koma fram. Skilaði starfshópurinn rektor ítarlegri<br />

skýrslu með yfir 90 tillögum í byrjun nóvember.<br />

Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hratt rektor af stað viðamikilli vinnu við það að<br />

móta stefnu og framkvæmdaáætlun Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2006-2011.<br />

Hófst vinnan á skipun starfshóps til að vinna úr ýmsum stefnumarkandi textum<br />

sem fyrir liggja, s.s. vísinda- og menntastefnu Háskóla Íslands, stefnu Háskólans<br />

í einstökum málaflokkum, lokaskýrslum vegna ytri úttekta á Háskóla Íslands,<br />

skýrslu starfshóps rektors um niðurstöður sömu úttekta og stefnumótunarskjöl<br />

deilda, stofnana og stjórnsýslu Háskólans, og semja á grundvelli þeirra tillögu um<br />

sameiginlega stefnu og framkvæmdaáætlun. Þessi vinna stóð yfir veturinn <strong>2005</strong>-<br />

2006 og ætlað að henni myndi ljúka þá um vorið.<br />

36


Markaðs- og samskiptamál<br />

Markaðs- og samskiptadeild<br />

Markaðs- og samskiptadeild stuðlar að því að efla orðspor Háskóla Íslands í<br />

samfélaginu, að það hafi skýra mynd af hlutverki skólans og geri sér grein fyrir<br />

sérstöðu hans.<br />

Í starfi sínu leggur markaðs- og samskiptadeild áherslu á að:<br />

• Móta, framkvæma og miðla stefnu og framtíðarsýn Háskóla Íslands.<br />

• Vera aflvaki fyrir einingar skólans í markaðs- og samskiptamálum.<br />

• Starfsemi deildarinnar einkennist af frumkvæði, þjónustulund og fagmennsku.<br />

• Tryggja samræmingu í miðlun skilaboða frá Háskólanum til samfélagsins.<br />

• Afla upplýsinga um starfsumhverfi Háskóla Íslands, miðla þeim til ólíkra eininga<br />

skólans og stuðla að því að einingarnar nýti sér upplýsingarnar til að<br />

bæta starfsemi sína.<br />

Helstu verkefni<br />

Meðal verkefna deildarinnar eru fjölmiðlatengsl, ritstjórn Háskólavefsins, útgáfa<br />

kynningarefnis af margvíslegu tagi og umsjón með samræmingu útlits kynningarefnis<br />

Háskólans. Einnig kynning á námi og annarri fjölþættri starfsemi Háskólans,<br />

miðlun vísinda til almennings og sérstaklega til ungs fólks og margskonar<br />

önnur skipulagningar- og framkvæmdastörf til kynningar á skólanum. Þá má<br />

nefna ráðgjöf, þjónustu og stuðning við kynningarstarf deilda, stofnana og sameiginlegrar<br />

stjórnsýslu HÍ og upplýsingamiðlun, samstarf og samskipti innan háskólasamfélagsins<br />

og utan, hérlendis og erlendis.<br />

Stjórn og starfslið<br />

Markaðs- og samskiptadeild heyrir beint undir rektor og starfar deildarstjóri í<br />

umboði hans. Deildarstjóri og kynningarstjóri Háskóla Íslands var Guðrún J.<br />

Bachmann. Vefritstjóri og ritstjóri Fréttabréfs HÍ var Friðrik Rafnsson. Verkefnastjóri<br />

og landstengiliður fyrir Unga vísindamenn var Björk Håkansson.<br />

Vefsetur Háskóla Íslands<br />

Á árinu var mikil vinna lögð í gagngera endurskipulagningu deildarvefja og uppfærslu<br />

og vinnslu efnis. Snemma hausts náðist sá áfangi að allar deildir höfðu<br />

innleitt Soloweb vefumsjónarkerfið og tekið upp nýtt og samræmt útlit. Unnið var<br />

að verklagsreglum fyrir vefinn í samstarfi við markaðs- og samskiptanefnd.<br />

Vefur Háskóla Íslands er samkvæmt mælingum einn af fjölsóttari vefjum landsins<br />

og eykst umferð stöðugt um hann ár frá ári. Þegar skólastarf stendur sem hæst<br />

fara á milli tíu og tólf þúsund manns inn á upphafssíðu HÍ (www.hi.is) daglega.<br />

Vefurinn er einn mikilvægasti kynningar- og upplýsingavettvangur Háskóla Íslands<br />

og er netið almennt fyrsti kostur þeirra sem hyggja á nám við HÍ og leita<br />

sér upplýsinga um það.<br />

Haustið <strong>2005</strong> voru gerðar tvær úttektir á vef Háskólans. Önnur þeirra var aðgengisúttekt<br />

sem er ætlað að meta vefaðgengi fyrir fatlaða og í framhaldi af því var<br />

hafist handa við að gera vefinn aðgengilegan öllum, óháð fötlun. Hin úttektin var<br />

gerð á vegum forsætisráðuneytisins, á rafrænni þjónustu opinberra stofnana. Þar<br />

voru 246 vefir teknir út faglega og í skemmstu máli sagt var Háskóli Íslands meðal<br />

þeirra sex opinberu stofnana sem taldar eru veita bestu rafrænu þjónustuna.<br />

Hönnunarstaðall Háskóla Íslands<br />

Hönnunarstaðall Háskólans var endanlega innleiddur á árinu. Hann er aðgengilegur<br />

öllum á vefsetri Háskólans undir hnappnum Kynningarefni og er stöðugt<br />

unnið að endurnýjun og uppfærslu efnis. Með staðlinum er stigið stórt skref í þá<br />

átt að tryggja og auðvelda samræmingu útlits alls kynningarefnis skólans og<br />

næst með honum hagræðing og stóraukin þjónusta fyrir hverja þá sem vinna að<br />

kynningarstörfum í deildum og stofnunum Háskóla Íslands.<br />

Útgáfur<br />

Fréttabréf Háskóla Íslands, Háskólafréttir, kom út tvisvar sinnum á árinu.<br />

Í febrúar komu út þrjú kynningarrit:<br />

• Sérrit um Háskóla Íslands, 24 síðna fylgirit sem dreift var með Morgunblaðinu.<br />

• Nýr almennur kynningabæklingur um starfsemi Háskólans.<br />

• Nýr kynningabæklingur fyrir nýnema í samstarfi við FS og HHÍ.<br />

37


Ýmsir viðburðir og önnur kynningamál<br />

• Námskynning Háskóla Íslands fór fram 28. febrúar. Var það í fyrsta sinn um<br />

árabil sem Háskóli Íslands tók ekki þátt í sameiginlegri kynningu íslenskra<br />

háskóla. Önnur nýjung var að bæði grunnnám og framhaldsnám var kynnt á<br />

sama degi. Gestir voru um 2.500 talsins.<br />

• Háskólinn tók þátt í Menningarnótt Reykjavíkurborgar í ágúst. Markaði Menningarnótt<br />

upphaf 9 mánaða samstarfsverkefnis HÍ og fjöllistasmiðjunnar<br />

Klink og Bank undir heitinu VÍSINDALIST.<br />

• Þátttaka í Vetrarhátíð í lok febrúar með málþingi í Háskólabíói, Galdraþingi, í<br />

samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Barða Jóhannesson tónskáld o.fl.<br />

• Þátttaka í Vísindavöku RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur í september og umsjón<br />

með aðkomu Háskólans að verkefninu Vísindin snerta þig, einnig á vegum<br />

RANNÍS.<br />

• Málþingið Ný Afríka í mótun sem Háskóli Íslands, Þróunarsamvinnustofnun<br />

Íslands og Norræna Afríkustofnunin gengust fyrir í febrúar. Á þinginu leituðust<br />

nokkrir afrískir sérfræðingar í málefnum álfunnar við að varpa ljósi á<br />

þann margþætta veruleika og vanda sem ríki í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar<br />

búa við.<br />

• Tengiliður rektors við undirbúning að ráðstefnunni Samræður menningarheima<br />

á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.<br />

• Margþætt aðkoma að ráðstefnum, málþingum, undirritun o.fl. á vegum rektors<br />

og kynning á þeim, þ. á m. á Háskólatorgi og Háskólasjóði Eimskips.<br />

• Ýmis kynningarverkefni í samstarfi við deildir og stofnanir HÍ.<br />

• Doktorsvarnir við Háskóla Íslands, kynning í fjölmiðlum og innan HÍ.<br />

Fræðsla og tengsl<br />

• Deildin var sem fyrr bakhjarl Vísindavefs Háskóla Íslands, sem er eitt framsæknasta<br />

átak Háskólans í miðlun vísinda til almennings. Vísindavefurinn<br />

fagnaði 5 ára afmæli og í tengslum við það var skipulagt kynningarátak í fjölmiðlum,<br />

auk þess sem deildin stóð að baki útrásar Vísindavefsins í tilefni afmælisins.<br />

Valdar spurningar og svör voru þýdd á ensku. Vefurinn var kynntur<br />

erlendis og leitað erlendra samstarfsaðila.<br />

• Markaðs- og samskiptadeild hefur öflugt tengslanet í deildum og stofnunum<br />

skólans við ábyrgðaraðila kynninga- og vefmála. Deildin stóð fyrir fjölmörgum<br />

námskeiðum í notkun Soloweb í samstarfi við starfsmannasvið og<br />

kennslusvið. Einnig var í árslok haldin námsstefna um markaðs- og kynningarmál<br />

með sérstakri áherslu á fjölmiðlatengsl.<br />

• Tengiliður fyrir hönd rektors við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Alþjóðabankann<br />

og Norrænu Afríkustofnunina.<br />

• Tengiliður fyrir rektor hönd rektors við verkefnið UN módel stúdenta.<br />

• Háskóli unga fólksins, undirbúningur og umsjón í samstarfi við verkefnisstjóra.<br />

• Tengiliður Íslands vegna margmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna, í<br />

samstarfi við Samtök iðnaðarins og menntamálaráðuneytið.<br />

• Undirbúningur að stofnun Tilraunahúss, samstarfsverkefnis HÍ, Kennaraháskólans<br />

og Orkuveitu Reykjavíkur.<br />

Kannanir – öflun upplýsinga um starfsumhverfi Háskólans<br />

Deildin vann að eftirtöldum þremur könnunum í samstarfi við formann markaðsog<br />

samskiptanefndar Háskólans, Þórhall Örn Guðlaugsson:<br />

• Um viðhorf og væntingar nýnema við Háskóla Íslands, gefin var út ítarleg<br />

skýrsla um niðurstöður og henni dreift til lykilaðila og tengiliða í deildum og<br />

sameiginlegri stjórnsýslu.<br />

• Þjónustukönnun meðal 2. árs nema við Háskóla Íslands og<br />

• Könnun meðal gesta á námskynningum Háskólans.<br />

Önnur verkefni<br />

• Í samstarfi við Skjalasafn HÍ var unnið að gagnagrunni um flokkun og varðveislu<br />

miðlægs ljósmyndasafns Háskólans, en einnig að gerð og útgáfu<br />

Handbókar um skjalagerð.<br />

• Ýmis menningartengd verkefni fyrir hönd rektors, s.s. umsjón með hausttónleikum<br />

fyrir starfsfólk, fjölmiðlatengsl og kynningar á háskólatónleikum ársins,<br />

umsjón og framkvæmd með Jazz-akademíunni o.fl.<br />

• Samstarf við rektorsskrifstofu um brautskráningar, doktorsvarnir o.fl.<br />

• Móttaka innlendra og erlendra gesta. Meðal erlendra gesta voru forseti Indlands<br />

ásamt fylgdarliði og fulltrúar ýmissa háskóla.<br />

Alþjóðlegt samstarf, tengsl og vísindamiðlun<br />

• Young Scientists - Um mitt ár tók deildin við umsjón Evrópuverkefnisins<br />

Young Scientists (Ungir vísindamenn) og er verkefnisstjóri deildarinnar land-<br />

38


stengiliður verkefnisins. Að undangenginni landskeppni var skipulögð ferð í<br />

Evrópukeppni Ungra vísindamanna til Moskvu í september, þar sem vinningsverkefni<br />

landskeppninnar Nuddgallinn var kynnt með glæsibrag. Um<br />

haustið var hafist handa við skipulagningu Landskeppni ungra vísindamanna<br />

2006.<br />

• NUAS - Kynningarstjóri situr í stjórn verkefnishóps fulltrúa kynningar- og<br />

markaðsdeilda norrænna háskóla sem vann að undirbúningi og framkvæmd<br />

umfangsmikillar ráðstefnu í Kaupmannahöfn í janúar 2006.<br />

• EUSCEA (European Science Events Association) - Deildin gekk til liðs við evrópsk<br />

samtök um vísindamiðlun og vísindaviðburði, tók m.a. þátt í hugmyndasamkeppni<br />

um nýjungar á þeim vettvangi og hlaut þar verðlaun og viðurkenningu.<br />

Í framhaldi af því var afráðið að árlegt þing samtakanna yrði haldið<br />

á Íslandi í byrjun júní í umsjón deildarinnar.<br />

• Science and Society - Meðal áhersluatriða 6. og 7. rammaáætlunar Evrópusambandsins<br />

er miðlun vísinda til almennings undir yfirskriftinni Science<br />

and Society. Markaðs- og samskiptadeild nýtti þann vettvang meðal annars til<br />

þess að kynna starfsemi Vísindavefs HÍ á ráðstefnu sambandsins í Brussel í<br />

mars, þar sem einnig voru kynnt önnur verkefni deildarinnar í vísindamiðlun,<br />

s.s. Háskóli unga fólksins, þátttaka í Menningarnótt, Ungir vísindamenn,<br />

Vetrarhátíð o.fl. Einnig var tækifærið nýtt til margháttar tengslamyndunar og<br />

samstarfs, m.a. vegna Tilraunahúss.<br />

• Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna - Landskeppni World Summit<br />

Award var haldin hér á landi og skipulögð í samvinnu við Háskóla Íslands,<br />

menntamálaráðuneytið og Samtök iðnaðarins. Þar var veitt viðurkenning fyrir<br />

besta verkefnið og tilnefnt af Íslands hálfu á verðlaunahátíð sem haldin var í<br />

Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Landstengiliður í Nýmiðlunarverðlaunum<br />

Sameinuðu þjóðanna var Friðrik Rafnsson, vefritstjóri HÍ.<br />

• Descartes-verðlaun Evrópusambandsins - Í samstarfi við menntamálaráðuneytið<br />

var unnið að framlagi Íslands til Descartes-verðlauna fyrir vísindamiðlun.<br />

Þorsteins Vilhjálmsson prófessor og ritstjóri Vísindavefsins var einn<br />

af 23 aðilum sem tilnefndir voru til Descartes-verðlaunanna. Alls hafði verið<br />

bent á 63 aðila og var Þorsteinn tilnefndur úr þeim hópi. Þess má geta að<br />

menntamálaráðuneytið hafði fyrr á árinu veitt Þorsteini Vilhjálmssyni sérstakt<br />

heiðursskjal vegna framlags hans til vísindamiðlunar hérlendis.<br />

Þátttaka í nefndum og verkefnahópum<br />

• Markaðs- og samskiptanefnd Háskóla Íslands.<br />

• Verkefnahópur um tengsl HÍ við atvinnulíf og fjármögnun rannsókna.<br />

• Háskóli unga fólksins.<br />

• Hugmyndahópur rektors um Vísindagarða.<br />

• Þverfaglegur starfshópur um þróunarsamvinnu.<br />

• Starfshópur um nýmiðlunarverkefni Sameinuðu þjóðanna.<br />

• Starfshópur um fræðslumál starfsmanna HÍ.<br />

• Stýrihópur kynningarstjóra norrænna háskóla í NUAS.<br />

• Stjórn Listasafns Háskóla Íslands.<br />

• Ritnefnd Háskólafrétta, Fréttabréfs HÍ.<br />

• Verkefnahópur um ímynd og ásynd Háskólatorgs.<br />

• Undirbúningshópur að ráðstefnunni Samræður menningarheima á vegum<br />

Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.<br />

• Verkefnahópur um undirbúning stofnunar Tilraunahúss Háskóla Íslands.<br />

• Þátttaka í stjórn Evrópuverkefnisins Ungir vísindamenn.<br />

Akademísk stjórnsýsla<br />

Almennt<br />

Akademísk stjórnsýsla er önnur af tveimur meginstoðum sameiginlegrar<br />

stjórnsýslu Háskóla Íslands.<br />

Hlutverk hennar er að framkvæma ákvarðanir rektors og háskólaráðs, framfylgja<br />

ályktunum háskólafundar og að skapa deildum, stofnunum og starfsfólki skilyrði<br />

til að vinna störf sín í samræmi við lög og reglur. Innan akademískrar stjórnsýslu<br />

eru eftirtalin meginsvið og starfseiningar:<br />

• Stjórnsýsla – lög og reglur, samningar, málefni háskólaráðs, fjármál, jafnréttismál,<br />

skjalavarsla, málaskráning.<br />

• Kennsla – kennslumál, prófstjórn og prófhald, nemendaskrá, námsráðgjöf, aðstoð<br />

við fatlaða, stúdentamálefni, kennslumiðstöð og tungumálamiðstöð.<br />

39


• Rannsóknir – rannsóknavirkni, ritaskrá, rannsóknasjóðir.<br />

• Starfsmannamál – starfsþróun, réttindi og fræðsla.<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólstigsins heyrir skipulagslega undir akademíska stjórn<br />

sýslu en er sjálfstæð rekstrareining í reikningshaldi Háskólans.<br />

Rannsóknaþjónusta<br />

Háskólans starfar í nánum tengslum við rannsóknasvið en heyrir undir háskólaráð<br />

og er sjálfstæð rekstrareining í reikningshaldi Háskólans.<br />

Starfsnefndir háskólaráðs tengdar akademískri stjórnsýslu eru jafnréttisnefnd,<br />

kennslumálanefnd og vísindanefnd.<br />

Stjórnsýsla, lög og reglur<br />

Almennt<br />

Á sviði stjórnsýslu er eitt meginverkefnið að hafa umsjón með að ákvörðunum<br />

háskólaráðs og rektors sé framfylgt í samræmi við gildandi lög og reglur. Þá hefur<br />

skrifstofa akademískrar stjórnsýslu með höndum samningagerð fyrir hönd<br />

Háskóla Íslands í mörgum málefnum, breytingar á lögum og reglum Háskólans<br />

og setningu nýrra reglna. Veitt er lögfræðileg ráðgjöf við framkvæmd stjórnunarlegra<br />

viðfangsefna og höfð umsjón með fjárhagsáætlun akademískrar<br />

stjórnsýslu, stöðu einstakra eininga og skiptingu fjárveitingar á milli þeirra. Verkefnum<br />

á sviði jafnréttismála og skjalsafns er lýst sérstaklega aftar í þessum<br />

kafla.<br />

Lög og reglur<br />

Árið <strong>2005</strong> allmargar breytingar voru gerðar á heildarreglum skólans, sbr. yfirlit<br />

sem birt er á heimasíðu.<br />

Kennslumál, stúdentar,<br />

brautskráningar<br />

Helsta verkefni kennslusviðs er að annast sameiginleg mál Háskólans er varða<br />

kennslu, próf, skráningu stúdenta, kennsluhúsnæði og búnað. Á vegum þess er<br />

jafnframt starfrækt Tungumálamiðstöð, Kennslumiðstöð og Námsráðgjöf sem<br />

sérstakar deildir.<br />

Háskólaárið telst frá 1. júlí til jafnlengdar næsta ár og skiptist kennsluárið í tvö<br />

misseri, haustmisseri sem lýkur 21. desember og vormisseri sem lýkur 15. maí.<br />

Nýskráning fer fram í lok maí og byrjun júní ár hvert og einnig er tekið við skráningarbeiðnum<br />

í byrjun janúar. Þrjár brautskráningar kandídata tilheyra hverju háskólaári,<br />

í febrúar, júní og október.<br />

Áfram var beitt aðhaldsaðgerðum vegna fjölda stúdenta við Háskólann. Háskólaráð<br />

ákvað í mars <strong>2005</strong> að heimild til að veita undanþágur frá inntökuskilyrðum<br />

Háskólans yrði ekki nýtt háskólaárið <strong>2005</strong>-2006. Einnig samþykkti háskólaráð að<br />

ekki yrðu veittar neinar undanþágur frá skráningartímabili árlegrar skráningar í<br />

mars <strong>2005</strong> og greiðslu skrásetningargjalda eða vegna nýskráninga og greiðslu<br />

skrásetningargjalds eftir 5. júní <strong>2005</strong>.<br />

Kennsluskrá, nemendaskrá, námskeið og próf<br />

Í Kennsluskrá Háskólans eru tilgreind öll námskeið sem kennd eru við skólann<br />

og skipulag námsins. Lýsingar námskeiða eru aðgengilegar á:<br />

www.hi.is/nam/namsk Samtals eru á skrá um 4.000 námskeið (ýmist kennd<br />

námskeið, verkefni eða ritgerðir) í ellefu deildum, en þar af voru um 2.000 virk á<br />

árinu. Af kenndum námskeiðum voru 281 kennd á ensku. Skipulagðar námsleiðir<br />

í grunnnámi eru 143 (nám til fyrsta háskólaprófs, nám til diplómaprófs og 30 eininga<br />

aukagreinar), til meistaraprófs 86 og 39 til doktorsprófs. Auk þess er boðið<br />

upp á starfsmiðað nám að lokinni fyrstu háskólagráðu á 20 námsleiðum.<br />

Náin samvinna er um erlend samskipti við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og á<br />

milli kennslusviðs, rannsóknasviðs, kennslumálanefndar, vísindanefndar og alþjóðasamskiptaráðs.<br />

40


Nemendaskrá Háskólans er sá grunnur sem skipulag háskólastarfsins byggist á,<br />

s.s. stundaskrár, skipan í stofur og bókakaup Bóksölu stúdenta. Þar fer fram<br />

nýskráning, árleg skráning í námskeið og próf, innheimta skráningargjalds og varðveisla<br />

einkunna. Skrifstofur deilda og námsbrauta eru tengdar tölvukerfi Nemendaskrárinnar<br />

beint með tilteknum aðgangsmöguleikum, auk þess sem nemendaskrárkerfið<br />

er beinlínutengt tölvukerfi LÍN. Í vefkerfi skólans, sem tekið var í notkun<br />

á haustmisseri 2001, á hvert námskeið sína heimasíðu með dagatali, kennsluáætlun,<br />

prófasafni og tilkynningum til nemenda. Að auki geta stúdentar nálgast margháttaðar<br />

upplýsingar um námskeið sín og námsferil og geta þeir skráð sig úr námskeiðum<br />

í vefkerfinu. Haldið var áfram endurskoðun nemendaskrárkerfis sem hófst<br />

formlega haustið 2002, en átaksverkefni við endurskoðun gagnagrunns nemendaskrárkerfisins<br />

var að mestu leyti lokið um áramótin 2004/<strong>2005</strong>.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru skráðar yfir 35.000 próftökur á þremur próftímabilum. Atvik utan<br />

próftímabila voru um það bil 5.000. Ljóst er að fjölgun próftaka er umtalsverð<br />

á milli ára, en beinn samanburður talna er varasamur þar sem margir þættir eiga<br />

hlut að máli. Stöðupróf í ensku (TOEFL, Test of English as a Foreign Language)<br />

voru haldin á vegum Háskólans samkvæmt samningi við Educational Testing<br />

Service. Á árinu <strong>2005</strong> voru þau haldin fimm sinnum og samtals tóku 476 einstaklingar<br />

stöðupróf. Þá voru haldin í fyrsta sinn svokölluð GRE og Gmat stöðupróf við<br />

Háskólann og tóku 53 GRE prófið og 10 Gmat.<br />

Fjöldi stúdenta og brautskráning<br />

Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir fjölda stúdenta við Háskóla Íslands háskólaárið<br />

2004–<strong>2005</strong> og fjölda brautskráðra árið <strong>2005</strong>. Brautskráðir voru samtals 1.445, þar af<br />

luku 250 meistaraprófi. Fimm doktorsvarnir fór fram í læknadeild á árinu, þrjár í<br />

raunvísindadeild, tvær í hugvísindadeild, ein í lagadeild, tvær í tannlæknadeild, og<br />

ein í félagsvísindadeild. Þá luku 125 viðbótarnámi (einu ári að loknu B.A.-/B.S.-prófi).<br />

Gæðamat kennslu<br />

Á vegum kennslumálanefndar hefur frá lokum haustmisseris 1987 verið leitað<br />

eftir mati stúdenta á gæðum kennslu og námskeiða. Tilgangurinn er að veita<br />

kennurum aðhald í kennslu og upplýsingar um hvað betur má fara. Kennslumiðstöð<br />

Háskólans annast framkvæmd könnunarinnar í samráði við Reiknistofnun<br />

og kennslusvið. Framkvæmd kennslukönnunarinnar og úrvinnsla er með rafrænum<br />

hætti. Tekið er mið af könnuninni við framgang kennara.<br />

Kennsluhúsnæði<br />

Hin öra fjölgun stúdenta hefur kallað á aukið kennsluhúsnæði. Tekist hefur með<br />

herkjum að hýsa kennsluna en ljóst er að hinn þröngi stakkur húsnæðis sem<br />

kennslunni er víða sniðinn hefur neikvæð áhrif á kennslu og nám, svo og vinnutíma<br />

kennara og stúdenta. Stundatöflur einstakra hópa eru tíðum sundurslitnar<br />

og kennsla sett í óhentugt húsnæði eða nánast óhæft. Þá er með naumindum<br />

unnt að koma skriflegum prófum fyrir á próftímabilum, einkum í desember, og<br />

hefur þessi húsnæðisskortur iðulega áhrif á próftöflur nemenda til hins verra.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru lagðar niður tvær kennslustofur á annarri hæð Aðalbyggingar<br />

og ein í Odda. Í staðinn voru teknar í notkun tvær kennslustofur í kjallara Aðalbyggingar<br />

og leigt húsnæði undir kennslustofur í húsi Þjóðminjasafnsins og í<br />

safnaðarheimili Neskirkju.<br />

Kennslumálanefnd<br />

Kennslumálanefnd fundaði 16 sinnum á árinu. Á vormisseri var m.a. rætt um<br />

kennslukönnun, stigamat kennslu og sjúkra- og upptökupróf. Að venju var úthlutað<br />

úr kennslumálasjóði, en 18 umsóknir bárust að þessu sinni og var samþykkt<br />

að styrkja níu verkefni um samtals 5,6 m.kr. Á haustmisseri var rætt um<br />

kennslukönnun, European Qualification Framework, úthlutunarreglur kennslumálasjóðs<br />

og viðbrögð við niðurstöðum ytri úttekta á Háskóla Íslands.<br />

Kennslumiðstöð<br />

Hlutverk Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands er að stuðla að þróun kennsluhátta<br />

við Háskólann með því að veita deildum, skorum og einstaka kennurum faglega<br />

ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun kennslu og kennsluhátta, hvort sem er á sviði<br />

upplýsingatækni eða kennslufræði.<br />

Kennslumiðstöð stendur fyrir vinnustofum, kynningum og námskeiðum tengdum<br />

42


Tafla 1<br />

Fjöldi stúdenta 2004-<strong>2005</strong> og brautskráðir á árinu <strong>2005</strong>. Tölur um skráða stúdenta (nemendur alls) eru frá janúar <strong>2005</strong>.<br />

Nemendur alls Brautskráðir* Viðbótarnám (lokið)<br />

Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls<br />

Guðfræðideild 53 97 150 8 11 19<br />

Læknadeild 166 287 453 32 46 78<br />

Lagadeild 273 297 570 30 47 77<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 560 611 1.171 81 101 182<br />

Hugvísindadeild 634 1.280 1.914 73 159 232 2 2<br />

Lyfjafræðideild 40 97 137 1 4 5<br />

Tannlæknadeild 29 42 71 3 5 8<br />

Verkfræðideild 632 245 877 117 48 165<br />

Raunvísindadeild 411 597 1.008 79 104 183 2 2 4<br />

Félagsvísindadeild 606 1.653 2.259 86 301 387 29 90 119<br />

Hjúkrunarfræðideild 17 570 587 0 111 111<br />

Samtals 3.421 5.776 9.197 505 886 1.445 31 94 125<br />

*Þar af brautskráðir í meistaranámi 250 (156 konur og 94 karlar) og 14 í doktorsnámi (8 konur og 6 karlar)<br />

Tafla 2<br />

Fjöldi stúdenta 2004-<strong>2005</strong>.<br />

Breyt. Útskr. Útskr. Breyt.<br />

okt. ’04 okt. ’05 ’04-’05% ’04 ‘05 ’04-’05%<br />

Guðfræðideild 137 144 5% 17 19 2%<br />

Læknadeild 449 450 0% 68 78 15%<br />

Lagadeild 560 588 5% 37 77 108%<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 1.093 1.165 7% 251 182 -28%<br />

Hugvísindadeild 1.768 1.784 1% 221 232 5%<br />

Lyfjafræðideild 134 145 8% 19 5 -74%<br />

Tannlæknadeild 76 80 5% 4 8 100%<br />

Verkfræðideild 839 815 -7% 153 165 8%<br />

Raunvísindadeild 934 931 0% 166 183 10%<br />

Félagsvísindadeild 2.127 2.287 8% 365 387 6%<br />

Hjúkrunarfræðideild 608 580 -5% 90 111 23%<br />

Samtals 8.725 8.939 2% 1.391 1.445 4%<br />

Tafla 3<br />

Fjöldi stúdenta í meistara- og doktorsnámi 2004-<strong>2005</strong> og brautskráðir úr meistara- og doktorsnámi á árinu <strong>2005</strong>.<br />

Tölur um skráða stúdenta (nemendur alls) eru frá janúar <strong>2005</strong>.<br />

Nemendur alls<br />

Brautskráðir<br />

Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls<br />

Guðfræðideild 8 5 13 1 0 1<br />

Læknadeild 23 69 92 4 11 15<br />

Lagadeild 2 6 8 1 4 5<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 141 182 323 19 31 50<br />

Hugvísindadeild 77 158 235 15 19 34<br />

Lyfjafræðideild 2 6 8 0 1 1<br />

Tannlæknadeild 2 2 4 0 2 2<br />

Verkfræðideild 106 42 148 33 7 40<br />

Raunvísindadeild 78 89 167 16 16 32<br />

Félagsvísindadeild 101 292 393 10 56 66<br />

Hjúkrunarfræðideild 3 54 57 0 18 18<br />

Samtals 543 905 1.448 99 165 264<br />

43


hagnýtingu upplýsingatækni og kennslufræði í háskólakennslu. Þeim er ætlað að<br />

mæta ólíkum þörfum kennara og misjöfnu þekkingarstigi þeirra. Boðið er m.a.<br />

upp á fræðslu um kennsluaðferðir, kennslutækni, markmiðasetningu og námsmat<br />

auk kennslu á ýmis notendaforrit, s.s. PowerPoint og FrontPage. Kennslumiðstöð<br />

stendur fyrir kynningum á Uglunni, vefkerfi Háskólans.<br />

Kennslumiðstöð hefur umsjón með fjar- og dreifkennslu í Háskólanum en deildir<br />

ákvarða framboðið. Útfærsla námskeiða er með mismunandi hætti, allt frá því að<br />

vera kennd með hefðbundnu sniði í fjarfundum yfir í meira netstudda kennslu;<br />

upptökur, talglærur og umræður á vef. Einnig sér Kennslumiðstöð um skönnun<br />

fjölvalsprófa og véllestur á gögnum.<br />

Kennslumiðstöð er í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni<br />

vegna fjarnáms við HÍ og við Reiknistofnun Háskólans vegna tæknilegra<br />

mála, meðal annars vegna vefkerfis Háskólans.<br />

Kennslumiðstöð er í stöðugri mótun og kappkostar að styðja við bakið á þeim<br />

kennurum sem notfæra sér upplýsingatækni í kennslu, hvort sem hún snýr að<br />

nemendum í staðbundnu námi eða fjarnámi.<br />

Starfsfólk Háskólans getur nýtt sér leiðbeiningavef Kennslumiðstöðvar<br />

(www.kemst.hi.is) en þar eru kennsluleiðbeiningar um Ugluna sem og Power-<br />

Point, Word og fleiri gagnleg forrit. Heimasíðu Kennslumiðstöðvar má finna á<br />

slóðinni: (www.hi.is/page/kennslumidstod).<br />

Námsráðgjöf<br />

Eins og undanfarin ár veitti Námsráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) stúdentum skólans<br />

margvíslegan stuðning og þjónustu á árinu <strong>2005</strong>. Ýmis nýbreytni einkenndi<br />

starfsemina með það að markmiði að gera hana hagkvæmari og auka fjölbreytni í<br />

þjónustu við stúdenta Háskóla Íslands.<br />

Heildarfjöldi heimsókna í NHÍ á árinu <strong>2005</strong> var 4.012 þar af voru 3.170 eða 85%<br />

skráðir nemendur háskólans og 517 óskráðir eða um 15%, langflestir þeirra<br />

væntanlegir stúdentar. Myndin hér að neðan sýnir flokkun heimsókna eftir erindi.<br />

Erindi <strong>2005</strong><br />

1200<br />

1000<br />

953<br />

800<br />

600<br />

400<br />

200<br />

0<br />

169<br />

484<br />

251<br />

466<br />

377<br />

57<br />

345<br />

27<br />

433 450<br />

Rafrræn<br />

ráðgjöf<br />

Prófkvíðanámskeið<br />

Upplýsingaráðgjöf<br />

Strong<br />

(einstaklingar)<br />

Strong<br />

(hópar)<br />

Námsval<br />

Námstækninámskeið<br />

Sérþarfir<br />

Sálfræðileg<br />

ráðgjöf<br />

Persónuleg og<br />

félagsleg úrræði<br />

Vinnubrögð<br />

í námi<br />

Mikil aukning var í rafrænum fyrirspurnum og ráðgjöf á árinu.<br />

Námsráðgjafar héldu fjölmörg námskeið fyrir nemendur skólans, til dæmis um<br />

námsval, þar sem notuð var áhugasviðsskönnunin Strong um námstækni og<br />

skilvirk vinnubrögð í háskólanámi og um að takast á við prófkvíða.<br />

Í Námsráðgjöf Háskóla Íslands starfa Arnfríður Ólafsdóttir deildarstjóri, Ragna<br />

Ólafsdóttir sálfræðingur, Auður R. Gunnarsdóttir sálfræðingur/námsráðgjafi,<br />

Hrafnhildur Kjartansdóttir námsráðgjafi, María Dóra Björnsdóttir námsráðgjafi,<br />

Jónína Kárdal námsráðgjafi, Magnús Stephensen skrifstofustjóri og Ásdís Björk<br />

Jónsdóttir verkefnisstjóri.<br />

44


Helstu nýungar í starfseminni<br />

Helstu nýungar í starfseminni voru svokölluð örnámskeið sem felast í stuttum<br />

fyrirlestrum í hádeginu. Námsráðgjafar fjölluðu þar t.d. um skilvirk vinnubrögð í<br />

námi, tímaskipulagningu, prófundirbúning og próftöku. Þessi örnámskeið mæltust<br />

afar vel fyrir og var aðsókn að þeim mjög góð. Einnig var haldið í fyrsta sinn<br />

námskeið til að styrkja sjálfsmynd nemenda og komust færri að en vildu. Fleiri<br />

námskeið af þessu tagi verða í boði á næstu misserum.<br />

Ráðgjöf um námsval<br />

Fjölmennasti hópur þeirra sem leituðu til NHÍ kom til að leita sér ráðgjafar um<br />

námsval. Þarna er um að ræða verðandi nemendur skólans sem fá upplýsingar<br />

og ráðgjöf um val á námi við innritun í Háskólann. Jafnframt leita nemendur HÍ<br />

mikið til námsráðgjafa vegna breytinga á námsleiðum eða til að fá ráðgjöf um val<br />

námskeiða eða samsetningu náms. Mikil aukning hefur orðið á að nemendur<br />

leiti sér ráðgjafar um val á framhaldsnámi samfara aukningu á framboði á námsleiðum<br />

í meistaranámi.<br />

Ráðgjöf um námsval fer fram í einstaklingsviðtölum en einnig er boðið upp á<br />

hópráðgjöf um námsval þar sem áhugasviðskönnun Strong er notuð. Þá var á<br />

árinu <strong>2005</strong> tekin í notkun áhugasviðskönnunin Í leit að starfi sem stöðluð er í<br />

samræmi við íslenskar aðstæður.<br />

Þjónusta við fatlaða stúdenta<br />

NHÍ ber ábyrgð á og annast þjónustu við fatlaða stúdenta og stúdenta sem þurfa á<br />

sérúrræðum að halda í námi. Umfang þessarar þjónustu er sífellt að aukast enda<br />

býr Háskóli Íslands við markvissa jafnréttisstefnu og stefnu í málefnum fatlaðra<br />

þar sem grunnhugmyndin er aðgengi fyrir alla. Það er jafnframt staðreynd að<br />

með auknum stuðningi á framhaldsskólastigi ljúka sífellt fleiri fatlaðir stúdentsprófi.<br />

Meðfylgjandi línurit sýnir þá fjölgun sem orðið hefur undanfarin ár.<br />

Á árinu gaf ráð um málefni fatlaðra út bæklinginn Háskóli fyrir alla. Í bæklingnum<br />

eru upplýsingar um þjónustu, úrræði og aðgengismál fyrir fatlaða sem stunda<br />

nám í Háskólanum. Þjónustuhlutverk NHÍ við þennan hóp er greinilega útlistað.<br />

Þrír starfsmenn NHÍ ásamt Rannveigu Traustadóttur, prófessor við félagsvísindadeild<br />

Háskóla Íslands, tóku þátt í málstofu um rannsóknir tengdar fötluðum stúdentum<br />

í háskólanámi á Norðurlöndum. Málstofan var haldin í Árósum og var<br />

lokapunktur í samnorrænu verkefni, Nordnet, sem styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni.<br />

Kynningarmál<br />

Námsráðgjöf HÍ hafði náið samstarf við markaðs- og samskiptasvið HÍ eins og<br />

undanfarin ár. Kynningarmál vega sífellt þyngra í starfsemi NHÍ. Námsráðgjafar<br />

heimsækja framhaldsskóla bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og<br />

kynna stúdentum sem eru að brautskrást námsfyrirkomulag og námsframboð við<br />

Háskóla Íslands.<br />

Námsráðgjöf hefur átt gott samstarf við deildir Háskólans og hafa stúdentar úr<br />

flestum deildum fylgt námsráðgjöfum í framhaldsskólana þar sem þeir hafa<br />

kynnt sérstaklega námsleiðir innan eigin deilda.<br />

45


Starfsþjálfun meistaranema í náms- og starfsráðgjöf<br />

Námsráðgjafar við NHÍ hafa á undanförnum árum annast stóran hluta starfsþjálfunar<br />

nema í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindadeild HÍ. Allir<br />

nemendur í meistaranáminu fá starfsþjálfun í NHÍ auk fyrirlestra um helstu verkþætti<br />

og það verklag sem viðhaft er. Starfsþjálfunarnámið er í sífelldri þróun. Sá<br />

hópur nemenda sem kemur í starfsþjálfun í NHÍ verður sífellt fjölmennari og kallar<br />

það á aukið starfsframlag námsráðgjafa. Samstarfssamningur milli félagsvísindadeildar<br />

og NHÍ um starfsþjálfun var endurnýjaður á árinu til næstu tveggja ára.<br />

Háskólatorg<br />

Á miðju ári hófst undirbúningsvinna vegna flutnings Námsráðgjafar og annarra<br />

þjónustustofnana á Háskólatorg I. Starfsmenn NHÍ tóku virkan þátt í þeirri vinnu<br />

bæði í hópastarfi sem skipulagt var af IMG ráðgjöf en einnig fór fram hugmyndavinna<br />

innan NHÍ varðandi hugsanlegar breytingar og stefnumótun í starfseminni<br />

með tilliti til flutnings.<br />

Heimsókn frá Eystrasaltslöndunum<br />

NHÍ tók á árinu þátt í Nordplus verkefni fyrir Íslands hönd ásamt Danmörku, Svíþjóð,<br />

Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. Tilgangur verkefnisins var að kynna Eistlandi,<br />

Lettlandi og Litháen leið Norðurlandanna við starfsráðgjöf og stuðning við að komast<br />

út í atvinnulífið. Starfsráðgjafar við háskóla í Eystrasaltslöndunum heimsóttu ráðgjafamiðstöðvar<br />

á Norðurlöndum og þrír þátttakenda komu í viku námsferð til Íslands<br />

og kynntu sér starfsemi Námsráðgjafar Háskóla Íslands. Þá sóttu tveir námsráðgjafar<br />

frá NHÍ fund sem haldin var í Vilnius í Litháen. Þar voru samantektir heimsóknanna<br />

kynntar og einnig þær stofnanir sem höfðu tekið þátt í verkefninu.<br />

Starfsmenn NHÍ voru á einu máli um að þátttaka í verkefninu hefði verið afar mikilvægur<br />

liður í að kynnast frekar starfsráðgjöf á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að<br />

efla enn frekar þátt starfsráðgjafar í starfsemi NHÍ með því að styrkja ráðgjöf við<br />

nemendur Háskóla Íslands sem eru að ljúka námi og hefja þátttöku í atvinnulífinu.<br />

Heimasíða<br />

Átak var gert á árinu í að bæta heimasíðu NHÍ. Þar eru upplýsingar um starfsemi<br />

NHÍ og þá þjónustu sem er í boði. Áhersla hefur verið aukin á að birta fréttir af atburðum<br />

sem tengjast starfseminni og bæta upplýsingamiðlun til þeirra sem<br />

heimsækja síðuna svo sem með áhugaverðum tenglum.<br />

Innlend og erlend samstarfsverkefni<br />

Námsráðgjöf Háskóla Íslands tók þátt í eftirtöldum samstarfsverkefnum árið<br />

<strong>2005</strong>:<br />

• Nordnet. Samstarfsverkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um<br />

málefni fatlaðra nemenda á háskólastigi.<br />

• NUAS. Norrænt samstarf námsráðgjafa við háskóla á Norðurlöndum.<br />

• Umsjón Leonardó-verkefnisins Admission. Verkefnið felst í að bæta greiningu<br />

og styrkja úrræði við nemendur með lesblindu.<br />

• Þátttaka í Nordplus verkefni um þróun starfsráðgjafar á Norðurlöndum og í<br />

Eystrasaltslöndum.<br />

• Samstarf við RHÍ um bætt aðgengi að nemendaskrárkerfinu.<br />

• Samstarf við félagsvísindadeild um starfsþjálfun MA nemenda í náms- og<br />

starfsráðgjöf.<br />

• Samstarf við markaðs- og kynningardeild um kynningar á námi við Háskóla<br />

Íslands.<br />

• Samstarf við Kennslumiðstöð HÍ um skönnun námsefnis fyrir nemendur<br />

með lesblindu.<br />

• Árlegur samráðsfundur með námsráðgjöfum í framhaldsskólum.<br />

• Samstarf við deildir, þátttaka í skrifstofustjórafundum.<br />

• Þátttaka í ráði um málefni fatlaðra nemenda við Háskóla Íslands.<br />

• Þátttaka í vinnuhópi rektors um geðheilbrigðisáætlun fyrir Háskóla Íslands.<br />

Tungumálamiðstöð<br />

Stjórn og starfslið<br />

Ný stjórn var skipuð á árinu og í henni sitja: Birna Arnbjörnsdóttir, Viola Miglio,<br />

Carsten Thomas, Ingjaldur Hannibalsson og Guðrún Theódórsdóttir sem er<br />

stjórnarformaður. Deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar er Eyjólfur Már Sigurðsson.<br />

Eyjólfur var í feðraorlofi frá 1. apríl til 1. júlí og Sabine Leskopf leysti hann af á<br />

47


meðan. Auk Eyjólfs og Sabine störfuðu 7 nemendur í tímavinnu á árinu: Frans W.<br />

Kjartansson, Claudia Overesch, Charlotte Bartkowiak, Tinna Þ. Þorvaldsdóttir,<br />

Katelin Parsons, Raphael Cornu og Edda Ýr Maier.<br />

Starfsemi<br />

Aðalhlutverk miðstöðvarinnar er að gefa öllum nemendum og starfsfólki skólans<br />

kost á því að bæta tungumálakunnáttu sína. Í samvinnu við hugvísindadeild er<br />

boðið upp á hagnýt tungumálanámskeið sem opin eru öllum nemendum Háskólans.<br />

Í desember <strong>2005</strong> luku 64 nemendur námi á þessum námskeiðum. Sex<br />

tungumál eru í boði, danska, enska, franska, ítalska, spænska og þýska. Hér er<br />

um nemandastýrt tungumálanám að ræða þar sem nemendur vinna sjálfstætt<br />

undir handleiðslu kennara og nýta sér tækja- og námsgagnakost miðstöðvarinnar.<br />

Tungumálamiðstöðin skipuleggur einnig tungumálanámskeið fyrir starfsfólk<br />

HÍ og er það í samvinnu við starfsmannasvið. Á vormisserinu hélt miðstöðin<br />

dönskunámskeið fyrir starfsfólk sem var í umsjón Annette Pedersen. Á haustmisserinu<br />

var svo boðið upp á íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn skólans<br />

og fékkst til þess styrkur úr Háskólasjóði. Kolbrún Friðriksdóttir var umsjónarkennari<br />

þessa námskeiðs og henni til aðstoðar var Hildur Karítas Jónsdóttir.<br />

Auk tungumálanámskeiða býður miðstöðin upp á alþjóðleg stöðupróf í þýsku og<br />

spænsku. Þýsku TestDaF prófin eru í umsjón Carstens Thomas en Hólmfríður<br />

Garðarsdóttir og Isaac Juan Tomás sjá um spænsku DELE prófin.<br />

Tungumálamiðstöðin er í margskonar samstarfi við erlenda aðila. Hún er meðlimur<br />

í CERCLES (Confédération Européenne des Centres de Langues de l’Enseignement<br />

Supérieur) sem eru evrópusamtök tungumálamiðstöðva á háskólastigi.<br />

Seint á árinu hófst svo formlegt samstarf við Cervantesstofnunina á Spáni<br />

um svo kallaða Cervantesstofu sem verður hýst í Tungumálamiðstöð. Um er að<br />

ræða útibú frá Cervantesstofnun þar sem hægt verður að nálgast ýmsar<br />

upplýsingar s.s. námsgögn og spænskt menningarefni. Isaac Juan Tomás verður<br />

umsjónarmaður Cervantesstofu.<br />

Auk þessa er miðstöðin þátttakandi í Evrópsku samstarfsverkefni er nefnist Linguanet<br />

Europa. Um er að ræða upplýsingagátt fyrir tungumálanám og -kennslu. Hildur<br />

Karítas Jónsdóttir og Eyjólfur Már Sigurðsson hafa starfað að þessu verkefni fyrir<br />

Tungumálamiðstöðina frá 2003. Upplýsingagáttin verður opnuð í nýrri mynd í lok<br />

árs 2006 og verður þá aðgengileg á 11 tungumálum m.a. íslensku.<br />

Rannsóknir<br />

Háskóli Íslands rekur hvatakerfi sem samanstendur af rannsóknasjóðum, akademísku<br />

framgangskerfi og launaumbun. Forsenda hvatakerfisins er mat á rannsóknum<br />

sem byggist á alþjóðlegum viðmiðunum. Háskólakennarar og sérfræðingar<br />

skila árlega skýrslu um rannsóknastörf sín og birt verk. Hin birtu verk eru<br />

metin til svokallaðra rannsóknastiga. Rannsóknavirkni kennara og fræðimanna<br />

Mynd 1. Heildarrannsóknastig Háskóla Íslands 2001-2004.<br />

14.000<br />

13.475<br />

12.000<br />

10.000<br />

8.000<br />

6.000<br />

11.777<br />

9.683 9.426<br />

8.720<br />

11.191 11.096<br />

10.333<br />

2001<br />

2002<br />

2003<br />

2004<br />

4.000<br />

2.000<br />

0<br />

1.613 1.698<br />

1.507 1.670<br />

Háskóli Íslands Tengdar stofnanir Samtals:<br />

48


æður síðan launum þeirra að miklu leyti, bæði grunnlaunum og árlegri launaumbun,<br />

sem veitt er ef virkni er umfram tiltekið lágmark. Árangur og virkni í<br />

rannsóknum er jafnframt skilyrði fyrir akademískum framgangi, þ.e. úr starfi<br />

lektors í dósentsstarf og loks í starf prófessors. Prófessorum er síðan raðað í sjö<br />

launaflokka eftir virkni þeirra í starfi, þar sem rannsóknavirkni vegur þyngst.<br />

Ennfremur er fjárveitingu Háskólans til rannsókna skipt milli deilda að hluta eftir<br />

samanlagðri virkni kennara og fræðimanna í rannsóknum.<br />

Á myndum 1-2 má sjá hvernig ritvirkni hefur þróast 2001-2004. Undanfarin ár<br />

hefur ritvirkni við Háskólann, mæld í rannsóknastigum, vaxið stöðugt. Vegna<br />

breyttra matsreglna fækkaði rannsóknastigum árið 2002. Þessar breytingar á<br />

matsreglunum, sem tóku gildi í ársbyrjun 2002, fólu m.a. í sér að mat á útdráttum<br />

var fellt niður og mat á bókarköflum, ráðstefnuritum og erindum var lækkað.<br />

Rannsóknastigum fjölgaði á ný á árunum 2003 og 2004.<br />

Mynd 2. Meðaltal rannsóknastiga akademískra starfsmanna 2001-<br />

2004. Allir starfsmenn.<br />

27<br />

25<br />

25<br />

23<br />

21<br />

19<br />

22<br />

22<br />

19<br />

20<br />

21<br />

19<br />

21<br />

17<br />

15<br />

2001 2002 2003 2004<br />

Meðaltal - deildir<br />

Meðaltal - stofnanir<br />

Meðalritvirkni<br />

Á mynd 3 má sjá meðaltal rannsóknastiga akademískra starfsmanna eftir deildum<br />

árin 2001-2004. Þar sést að virkni er mjög mismunandi eftir deildum, frá því<br />

að vera um fimm rannsóknastig upp í yfir 40 stig. Einnig sést á myndinni að meðaltalið<br />

innan hverrar deildar er talsvert sveiflukennt eftir árum. Þegar litið er til<br />

allra deilda Háskólans sést að meðalvirkni hefur aukist aftur eða úr um 19 stigum<br />

í 25 rannsóknastig. Rannsóknavirkni akademískra starfsmanna á stofnunum<br />

(mynd 5) er eins og í deildum nokkuð sveiflukennd. Á mynd 4 má sjá meðaltal<br />

rannsóknastiga akademískra starfsmanna í deildum árið 2004, reiknað á fjölda<br />

starfsmanna í deild annars vegar og á fjölda stöðugilda hins vegar. Eins og sjá<br />

má er mjög mismunandi eftir deildum hve mikill munurinn er, en almennt má<br />

segja að fjöldi hlutastarfa í deild og stærð deildar hafi mest áhrif þar á.<br />

Mynd 3. Meðaltal rannsóknastiga 2001-2004. Deildir.<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

2001 2002 2003 2004<br />

Meðaltal<br />

- allar deildir<br />

Viðsk. - og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lagadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Hugvísindadeild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

49


Mynd 4. Meðaltal rannsóknastiga 2001-2004. Deildir. Fjöldi starfsmanna/stöðugilda.<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

51<br />

47<br />

21<br />

18 19<br />

14<br />

Stig/stöðugildi<br />

30<br />

35 37<br />

25 27 30<br />

20<br />

14<br />

Stig/fjöldi starfsmanna<br />

3229<br />

17<br />

13<br />

27 29<br />

24 2422 25<br />

Meðaltal, deildir<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lagadeild<br />

Hugvísindadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Mynd 5. Meðaltal rannsóknastiga 2001-2004. Stofnanir tengdar Háskóla<br />

Íslands.<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

2001 2002 2003 2004<br />

Meðaltal, deildir<br />

og stofnanir<br />

Meðaltal, deildir<br />

Meðaltal, stofnanir<br />

*Aðrar stofnanir<br />

Raunvísindastofnun<br />

Stofnun Árna<br />

Magnússonar<br />

Tilraunastöðin að<br />

Keldum<br />

Orðabók Háskólans<br />

*Rannsóknastofa um mannlegt atferli, Íslensk málstöð, Stofnun Sigurðar Nordals,<br />

Landbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Rannsóknasetrið á Hornafirði.<br />

50


Skil á rannsóknaskýrslum<br />

Á myndum 6 og 7 má sjá hve mismunandi skil eru á rannsóknaskýrslum hjá<br />

deildum og stofnunum. Skilin jukust frá árinu 2003 eða úr 79% í 86% eða svipað<br />

því sem var á árinu 2002. Árið 2004 voru skilin síst í læknadeild (71%). Stofnanir<br />

Háskólans með sjálfstæðan fjárhag standa sig betur en deildir þegar kemur að<br />

skilum á rannsóknaskýrslum, en 91% starfsmanna þeirra gerði skil árið 2004.<br />

Mynd 6. Skil á rannsóknaskýrslum 2001-2004. Deildir.<br />

100%<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

2001 2002 2003 2004<br />

Skil, allar deildir<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lagadeild<br />

Hugvísindadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Mynd 7. Skil á rannsóknaskýrslum 2001-2004. Stofnanir tengdar<br />

Háskóla Íslands.<br />

2001 2002 2003 2004<br />

100%<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Skil, allar stofnanir<br />

Orðabók Háskólans<br />

Tilraunastöðin að<br />

Keldum<br />

Raunvísindastofnun<br />

Stofnun Árna<br />

Magnússonar<br />

51


Ritvirkni greind eftir flokkum ritverka<br />

Á mynd 8 sést að um 33% rannsóknastiga Háskólans eru vegna ritrýndra greina í<br />

tímaritum og er það hlutfall svipað og árið á undan. Sá flokkur ritsmíða sem gefur<br />

næstflest stig er erindi eða 22% en aðrir flokkar koma alllangt á eftir. Bækur og<br />

bókarkaflar (ritrýndar ráðstefnugreinar eru hluti þess flokks) gefa 9% og 8% rannsóknastiga<br />

hvor flokkur. Á mynd 9 má sjá hlutfall ritrýndra greina í heildarritvirkni<br />

deilda.<br />

Mynd 8. Ritvirkni 2001-2004. Greint eftir birtingarflokkum.<br />

2001 2002 2003 2004<br />

40%<br />

35%<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Bækur<br />

Annað efni<br />

Erindi<br />

Bókarkaflar<br />

Ritrýndar<br />

greinar<br />

Mynd 9. Hlutfall ritrýndra greina 2001-2004. Deildir.<br />

2001 2002 2003 2004<br />

100%<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lagadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Hugvísindadeild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Rannsóknatengdir sjóðir<br />

Vinnumatssjóður<br />

Sjóðurinn var stofnaður 1989 og byggist á kjarasamningi Félags háskólakennara<br />

og fjármálaráðherra. Allir sem eru í Félagi háskólakennara og í meira en 50%<br />

starfi eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum. Vinnumatssjóður greiðir félagsmönnum<br />

sem sýnt hafa árangur í rannsóknum í samræmi við mat á ritverkum. Birtar<br />

greinar og rit eru metin og fari afköst yfir tiltekin mörk öðlast viðkomandi hlutdeild<br />

í vinnumatssjóði í samræmi við stigafjölda. Á árinu <strong>2005</strong> voru greiddar um<br />

116 m.kr. úr Vinnumatssjóði fyrir rannsóknarafköst ársins 2004 og er það aukning<br />

um 12 m.kr. frá árinu áður. Á mynd 10 má sjá hlutfall fræðasviða í Vinnumatssjóði<br />

síðustu ár.<br />

52


Mynd 10. Hlutfall fræðasviða í Vinnumatssjóði 2001-2004 (%).<br />

50<br />

45<br />

40<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

43 42<br />

39<br />

28 27<br />

22<br />

17 18 16<br />

14<br />

30 31<br />

22<br />

16<br />

18<br />

17<br />

2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Félagsvísindasvið<br />

Hugvísindasvið<br />

Heilbrigðisvísindasvið<br />

Verkfræði- og raunvísindasvið<br />

Ritlauna- og rannsóknasjóður prófessora<br />

Prófessorar fá greiðslu úr Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora fyrir vinnu við<br />

rannsóknir umfram tiltekið lágmark. Sjóðurinn heyrir undir Kjaranefnd og starfar<br />

samkvæmt úrskurði Kjaranefndar dags. 11. desember 2001 um launakjör prófessora.<br />

Rannsóknasjóður<br />

Vísindanefnd Háskólans fer með stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands. Úr<br />

Rannsóknasjóði geta kennarar og sérfræðingar fengið styrki til vel skilgreindra<br />

verkefna, ef þau teljast hafa álitlegt vísindagildi að mati sérfróðra umsagnaraðila,<br />

fyrri störf umsækjanda sýna að hann er líklegur til að ná árangri, og full skil hafa<br />

verið gerð með framvinduskýrslum um nýtingu fyrri styrkja sem sjóðurinn hefur<br />

veitt umsækjanda. Sjóðurinn skiptist í þrjár deildir eða undirsjóði, þ.e. almennan<br />

sjóð, skráningarsjóð og lausn frá kennslu. Einnig veitir sjóðurinn styrki til nýdoktora<br />

sem starfa við Háskólann og til rannsóknarverkefna samkvæmt umsóknum<br />

til sjóðsins, þar sem styrkurinn er ætlaður til launa doktorsnema. Tvær síðastnefndu<br />

styrkleiðirnar eru hluti af 10 m.kr. viðbótarfjárveitingu rektors til styrktar<br />

rannsóknarnámi við Háskólann.<br />

Fyrir árið 2006 var úthlutað 144.370 þús. kr. til 164 verkefna eða að meðaltali 880<br />

þús. kr. á hverja styrkta umsókn (sjá myndir 11-14). Þar af voru tvö skráningarverkefni<br />

styrkt. Þá hlutu fjórir umsækjendur styrk vegna tímabundinnar lausnar<br />

frá kennslu (annarri en leiðbeiningu framhaldsnema). Sjá nánari upplýsingar um<br />

úthlutun úr Rannsóknasjóði á slóðinni: (http://www2.hi.is/page/rsj_uthlutun).<br />

Mynd 11. Rannsóknasjóður Háskóla Íslands. Heildarupphæð umsókna<br />

og styrkja 2003-2006 (m.kr. á verðlagi hvers árs).<br />

350<br />

300<br />

250<br />

200<br />

150<br />

100<br />

50<br />

0<br />

286<br />

258<br />

245 247<br />

112 118 120<br />

144<br />

2003 2004 <strong>2005</strong> 2006*<br />

Umsóknir<br />

(mkr.)<br />

Úthlutun<br />

(mkr.)<br />

*Fyrir árin 2003-<strong>2005</strong> eru umsóknir og styrkir til skráningarverkefna og til lausnar<br />

frá kennslu ekki taldir með.<br />

53


Mynd 12. Rannsóknasjóður Háskóla Íslands. Meðalupphæð styrkja<br />

(þús. kr.) og hlutfall úthlutunar af umbeðnu fé 2003-2006 (%).<br />

702<br />

652<br />

760<br />

880<br />

43 41 49 58<br />

2003 2004 <strong>2005</strong> 2006*<br />

Meðalupphæð styrks (þús. kr.) Hlutfall styrkja af umbeðnu fé %<br />

*Fyrir árin 2003-<strong>2005</strong> eru umsóknir og styrkir til skráningarverkefna og til lausnar<br />

frá kennslu ekki taldir með.<br />

Mynd 13. Rannsóknasjóður Háskóla Íslands (almennur sjóður). Fjöldi<br />

umsókna og styrkja og hlutfall styrktra umsókna 2002-<strong>2005</strong> (%).<br />

193<br />

160<br />

220<br />

181<br />

181<br />

180<br />

158<br />

164<br />

83 82 87 91<br />

2003 2004 <strong>2005</strong> 2006*<br />

Fjöldi umsókna Fjöldi styrkja Hlutfall styrktra umsókna %<br />

*Fyrir árin 2003-<strong>2005</strong> eru umsóknir og styrkir til skráningarverkefna og til lausnar<br />

frá kennslu ekki taldir með.<br />

Verkefnabundin tæki<br />

Til Rannsóknasjóðs má sækja um fé til kaupa á tækjabúnaði sem er nauðsynlegur<br />

til einstakra rannsóknarverkefna. Ráðstöfunarfé til kaupa á tækjum í þessu<br />

skyni kemur úr Tækjakaupasjóði Háskólans. Fyrir árið <strong>2005</strong> var úthlutað um 4<br />

m.kr. eftir þessari leið.<br />

Tækjakaupasjóður<br />

Háskólinn fær ekki fjárveitingu úr ríkissjóði til tækjakaupa en aflar fjár til þeirra<br />

með Happdrætti Háskólans. Markmið sjóðsins er að gera kennurum og sérfræðingum<br />

kleift að kaupa nauðsynleg tæki til rannsókna. Sjóðurinn hafði á árinu <strong>2005</strong><br />

um 16 m.kr. til ráðstöfunar. Sjóðurinn skiptist í tvo undirsjóði, sérhæfðan tækjakaupasjóð<br />

og verkefnabundinn tækjakaupasjóð. Sérhæfðu tækjakaupafé er úthlutað<br />

á grundvelli umsókna frá kennurum og sérfræðingum, sem forgangsraðað<br />

er af vísindanefndum deilda. Verkefnabundnu tækjakaupafé er úthlutað af vísindanefnd<br />

háskólaráðs samhliða úthlutun úr Rannsóknasjóði.<br />

54


Mynd 14. Úthlutun úr Tækjakaupasjóði 2002-<strong>2005</strong> (m.kr. á verðlagi<br />

hvers árs).<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

18,2 18,3<br />

16<br />

16,9<br />

14,2<br />

14,3<br />

12,1<br />

12,8<br />

4<br />

4 4 4,1<br />

2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Sérhæft<br />

tækjakaupafé<br />

Verkefnabundið<br />

tækjakaupafé<br />

Samtals úthlutað<br />

úr Tækjakaupasjóði<br />

Aðstoðarmannasjóður<br />

Aðstoðarmannasjóður var stofnaður sumarið 1996. Markmið sjóðsins er að gera<br />

kennurum kleift að ráða sér stúdent eða nýbrautskráðan aðstoðarmann við rannsóknir<br />

og/eða kennslu og að aðstoðarmaðurinn öðlist þjálfun og færni í faglegum<br />

vinnubrögðum. Sjóðurinn veitir mjög hóflega styrki (85 þús. kr.) sem ætlaðir eru<br />

til launa aðstoðarmanns á viðkomandi misseri.<br />

Mynd 15. Aðstoðarmannasjóður Háskóla Íslands. Fjöldi umsókna<br />

og styrkja 2003-<strong>2005</strong>.<br />

142<br />

124<br />

111<br />

90<br />

114<br />

107<br />

94<br />

126 127<br />

107<br />

98<br />

84<br />

78<br />

118<br />

109<br />

92<br />

117<br />

82<br />

Vormisseri<br />

2003<br />

Haustmisseri<br />

2003<br />

Vormisseri<br />

2004<br />

Haustmisseri<br />

2004<br />

Vormisseri,<br />

<strong>2005</strong><br />

Haustmisseri<br />

<strong>2005</strong><br />

Fjöldi<br />

umsókna<br />

Fjöldi<br />

styrkja<br />

Hlutfall styrktra<br />

umsókna (%)<br />

Rannsóknartengt framhaldsnám<br />

Mikilvægasta stefnumál Háskóla Íslands og helsti vaxtarbroddurinn í starfi hans<br />

er rannsóknartengt framhaldsnám, meistara- og doktorsnám. Þótt allt háskólanám<br />

hvíli að nokkru leyti á rannsóknarvinnu nemenda greinir framhaldsnámið<br />

sig frá grunnnáminu þar sem í því er lögð höfuðáhersla á rannsóknir sem nemendur<br />

vinna undir handleiðslu leiðbeinenda. Framhaldsnámið er því einnig nefnt<br />

rannsóknarnám. Í öllum deildum Háskólans er nú í boði framhaldsnám eða rannsóknarnám<br />

eftir fyrsta háskólapróf. Hvatt er til þess að hluti námsins fari fram við<br />

erlenda háskóla. Þangað eru einkum sótt sérhæfð námskeið sem Háskólinn getur<br />

ekki boðið en rannsóknarverkefni eru yfirleitt unnin hér á landi, stundum í<br />

samvinnu við erlenda aðila. Það er eindreginn ásetningur Háskólans að efla verulega<br />

meistara- og doktorsnámið og fjölga nemendum í því.<br />

Styrkir til doktorsnáms á sviði nanótækni<br />

Fyrir tilstilli Steinmaur Foundation í Liechtenstein voru á árinu auglýstir tveir<br />

styrkir til doktorsnáms. Tilgangur styrkjanna er að stuðla að framförum á sviði<br />

nanótækni og efla rannsóknir á þessu sviði á Íslandi með því að styrkja stúdenta<br />

til doktorsprófs heima og/eða erlendis. Við val á styrkþegum var m.a. tekið tillit til<br />

55


þess hvort verkefnið væri líklegt til að leiða til hagnýtingar og eflingar atvinnulífs<br />

á Íslandi. Styrkina hlutu Kristinn Björgvin Gylfason og Árni Sigurður Ingason.<br />

Kristinn hefur unnið við þróun örtækninema. Hann stefnir með doktorsnámi sínu<br />

inn á braut þar sem örtækni og lífvísindi skarast. Verkefni Árna lýtur að þeirri<br />

tækni í tengslum við þunnar málmhimnur sem eru um þessar mundir álitin einn<br />

af áhugaverðustu kostunum, þegar hugað er til geymslu á vetni.<br />

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands<br />

Hinn 9. febrúar <strong>2005</strong> undirrituðu Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnar<br />

Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands og Páll Skúlason rektor sameiginlega viljayfirlýsingu<br />

um breytingar á starfsemi sjóðsins, sem fela í sér stóraukna styrki úr<br />

sjóðnum til rannsóknatengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Fyrstu styrkir<br />

úr sjóðnum verða veittir árið 2006 og mun heildarfjárhæð styrkjanna þá nema 2%<br />

af bókfærðri hreinni eign. Heildarstyrkfjárhæð fer síðan í 2,5% á árinu 2009.<br />

Rannsóknarnámssjóður<br />

Rannsóknamiðstöð Íslands annast umsýslu Rannsóknarnámssjóðs sem veitir<br />

styrki til framfærslu framhaldsnema meðan rannsóknarverkefni stendur yfir.<br />

Styrkir eru veittir samkvæmt sameiginlegri umsókn leiðbeinanda og nemanda.<br />

Vísindanefnd háskólaráðs sér um faglegt mat umsókna sem koma frá Háskóla<br />

Íslands. Við mat á umsóknum er horft til árangurs í námi en ekki síður til rannsóknarferils<br />

leiðbeinandans, sem ber fræðilega ábyrgð á verkefninu. Nánari<br />

upplýsingar eru á slóðinni: http://www.rannis.is Rannsóknarnámssjóður veitir<br />

einnig svokallaða fyrirtækja- og stofnanastyrki (FSstyrki). Það eru styrkir til<br />

meistara- eða doktorsnáms, sérstaklega ætlaðir til að efla samvinnu milli stofnana,<br />

fyrirtækja og háskóla. Fyrirtæki og stofnanir sem fjármagna styrkina, gegn<br />

mótframlagi rannsóknarnámssjóðs, skilgreina fyrir fram hvaða fagsvið skuli<br />

styrkja en umsóknir fá faglega meðferð á forsendum sjóðsins. Frekari tölfræðiupplýsingar<br />

um Rannsóknarnámssjóð er að finna á slóðinni<br />

http://www.hi.is/pub/rann/stadtolur/rannsoknir/sjodir/rns_yfirlit.htm<br />

Mynd 16. Rannsóknarnámssjóður. Fjöldi styrkja 2003-<strong>2005</strong>.<br />

50<br />

45<br />

40<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

47<br />

44<br />

37 36<br />

32<br />

28<br />

6<br />

4 4 34<br />

4<br />

1<br />

14<br />

12<br />

9<br />

11<br />

6 7<br />

1<br />

1<br />

3<br />

1 21 11<br />

2003<br />

2004<br />

<strong>2005</strong><br />

Lyfjafræðideild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Verkfræðideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Raunvísindadeild<br />

Læknadeild<br />

Lagadeild<br />

Hugvísindadeild<br />

Guðfræðideild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Háskóli Íslands<br />

Allir styrkir<br />

Rannsóknagagnasafn<br />

Í samvinnu við Rannsóknarráð Íslands og Iðntæknistofnun rekur Háskólinn Rannsóknagagnasafn<br />

Íslands, RIS. Þar eru skráðar grunnupplýsingar um rannsóknaverkefni<br />

háskólamanna, m.a. er þar að finna útdrátt úr verkefnunum og hverjir<br />

standa að þeim. Gagnasafninu er ekki síst ætlað að auðvelda samskipti milli vísindamanna<br />

og auðvelda fjölmiðlum og almenningi aðgang að rannsóknum sem<br />

stundaðar eru í Háskólanum. Í safninu eru skráð um 2.700 verkefni. Sjá nánar<br />

vefsíðu Rannsóknagagnasafns (http://www.ris.is).<br />

Ritaskrá Háskóla Íslands<br />

Ritaskráin tekur til rita sem samin eru af háskólakennurum, sérfræðingum og<br />

öðrum starfsmönnum Háskólans og byggist á upplýsingum sem starfsmenn<br />

senda til rannsóknasviðs vegna framtals starfa. Skráin endurspeglar hversu<br />

gróskumikið og fjölbreytt starf er við Háskóla Íslands. Efni ritaskrárinnar er<br />

flokkað í samræmi við matsreglur, sbr. mynd 8.<br />

56


Vísindanefnd háskólaráðs<br />

Umfangsmikill hluti starfsemi vísindanefndar sneri að Rannsóknasjóði Háskólans.<br />

Vinna við úthlutun úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2006 átti sér stað í lok ársins<br />

eins og áður og sem fyrr var faglegt mat skilið frá úthlutunarvinnu. Faglegt mat<br />

önnuðust þrjú fagráð, fagráð heilbrigðisvísinda, fagráð hug- og félagsvísinda og<br />

fagráð verk- og raunvísinda. Í hverju fagráði voru um fimm fulltrúar, þar af voru<br />

einn til tveir fulltrúar úr vísindanefnd. Fagráð mátu allar umsóknir á fagsviði sínu.<br />

Samræming og lokafrágangur úthlutunar var síðan í höndum vísindanefndar. Við<br />

úthlutun var unnið samkvæmt svipuðum viðmiðum og áður og leitast við að<br />

styrkja sérstaklega góð verkefni.<br />

Umsóknir voru 180 og voru alls 164 verkefni styrkt. Alls hækkaði fjárveiting um<br />

10 m.kr. frá fyrra ári auk þess sem rektor styrkti sjóðinn um 10 m.kr. til að launa<br />

doktorsnema og styrkja nýdoktora. Alls var úthlutað 144 m.kr. úr Rannsóknasjóði<br />

fyrir árið 2006. Meðalstyrkur var 880 þús. kr. (sjá nánar kafla um Rannsóknasjóð).<br />

Vísindanefnd sá einnig um úthlutun verkefnabundinna styrkja til tækjakaupa eins<br />

og áður.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru í annað sinn veittir styrkir til nýdoktora sem hluti af úthlutun<br />

Rannsóknasjóðs. Alls voru veittir 14 styrkir (sjá nánar kafla um Rannsóknasjóð).<br />

Tryggt hefur verið fjármagn til þessara styrkja á árinu 2006.<br />

Vísindanefnd tilnefndi þrjá vísindamenn til verðlauna vegna árangurs í rannsóknum.<br />

Nefnd undir forsæti rektors valdi síðan Bjarnheiði Guðmundsdóttur, vísindamann<br />

við Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Henni voru veitt verðlaunin við<br />

brautskráningu Háskólans 22. október <strong>2005</strong>.<br />

Nefndin fjallaði einnig um fjölmörg önnur mál á árinu. Þar má fyrst nefna skýrslu<br />

starfshóps rektors um viðbrögð við niðurstöðum ytri úttekta á HÍ 2004-<strong>2005</strong>, en<br />

tveir nefndarmenn áttu sæti í starfshópnum. Einnig var doktorsnám mikið til umfjöllunar<br />

í nefndinni. Nefndin var umsagnaraðili um reglur um Háskólasjóð Eimskipafélagsins<br />

sem mun veita styrki í fyrsta sinn á árinu 2006. Þá fjallaði nefndin<br />

einnig um fjárveitingar til rannsókna.<br />

Önnur mál sem voru afgreidd frá nefndinni á árinu:<br />

• Umfjöllun um reglur deilda vegna meistaranáms.<br />

• Fagleg umfjöllun um umsóknir fyrir Rannsóknarnámssjóð.<br />

• Mat á umsóknum vegna styrkja Þróunarsamvinnustofnunar.<br />

Skipan vísindanefndar<br />

Um mitt ár <strong>2005</strong> urðu þær breytingar á nefndinni að Unnur Dís Skaptadóttir, dósent<br />

í félagsvísindadeild og Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor í lyfjafræðideild,<br />

létu af störfum. Í stað þeirra komu Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsvísindadeild<br />

og Ingibjörg Harðardóttir, dósent í læknadeild. Þá lét Jón Atli Benediktsson,<br />

prófessor í verkfræðideild, af störfum sem formaður nefndarinnar í árslok og við<br />

tók Helga Ögmundsdóttir, prófessor í læknadeild. Í stað Jóns Atla tók Magnús Már<br />

Halldórsson, prófessor í verkfræðideild, sæti í vísindanefnd. Aðrir í nefndinni eru<br />

Guðrún Nordal, prófessor í hugvísindadeild, Snorri Þór Sigurðsson, prófessor í<br />

raunvísindadeild og Brynhildur Thors, doktorsnemi í læknadeild, fulltrúi stúdenta.<br />

Alþjóðasamskipti<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins annast formleg alþjóðasamskipti Háskóla Íslands<br />

svo sem stúdenta- og kennaraskipti og gerð samstarfssamninga við erlenda<br />

háskóla, en er einnig þjónustustofnun fyrir allt háskólastigið, einkum hvað<br />

varðar framkvæmd Sókratesáætlunar Evrópusambandsins, Nordplus-áætlunar<br />

Norrænu ráðherranefndarinnar, Erasmus Mundus og E-learning áætlana ESB.<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins veitir einnig upplýsingar um háskólanám og<br />

ýmis konar sérnám erlendis og er sú þjónusta opin öllum almenningi. Í gildi eru<br />

samningar milli Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins um rekstur skrifstofunnar<br />

og þau verkefni sem hún sinnir fyrir aðila utan HÍ.<br />

Sérstakur samningur var gerður um rekstur Landsskrifstofu Sókratesar og hefur<br />

hún á að skipa sérstakri stjórn, sem í eiga sæti fulltrúar allra skólastiga, Háskóla<br />

Íslands og menntamálaráðuneytisins.<br />

57


Auk reksturs Landsskrifstofu Sókratesar hefur Alþjóðaskrifstofan í umboði<br />

menntamálaráðuneytisins umsjón með kynningum og umsóknum á námskeið<br />

sem haldin eru á vegum tungumálamiðstöðvar Evrópuráðsins í Graz í Austurríki.<br />

Skrifstofan hefur einnig í umboði menntamálaráðuneytisins umsjón með European<br />

Label viðurkenningu Evrópusambandsins, sem er veitt fyrir nýjungar í tungumálakennslu.<br />

Í samráðshópi um rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins eiga sæti fulltrúar frá<br />

Háskóla Íslands, samstarfsnefnd háskólastigsins og menntamálaráðuneytinu.<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins hefur frá 2004 séð um rekstur Nordplus-áætlunar<br />

Norrænu ráðherranefndarinnar hér á landi. Alþjóðaskrifstofan er aðalstjórnandi<br />

Nordplus sprog tungumálaáætlunarinnar og meðstjórnandi í Nordplus junior,<br />

Nordplus voksen, Nordplus fyrir háskólastigið og Nordplus Nabo. Sérstakur<br />

samningur um rekstur Landsskrifstofu Nordplus er á milli Alþjóðaskrifstofunnar<br />

og Norrænu ráðherranefndarinnar.<br />

Háskóli Íslands - samningar við erlenda háskóla og samstarfsnet<br />

Helstu áætlanir sem Háskóli Íslands tekur þátt í eru Sókratesáætlun Evrópusambandsins,<br />

Nordplus-áætlun Norðurlandaráðs og International Student Exchange<br />

Programme sem er bandarísk stúdentaskiptaáætlun. Einnig hefur Háskólinn gert<br />

tvíhliða samstarfssamninga við fjölmarga háskóla/stofnanir víðs vegar um heim.<br />

Upplýsingar um samninga eru á heimasíðu Alþjóðaskrifstofunnar<br />

(www.ask.hi.is). Háskóli Íslands er einnig þátttakandi í tveimur stórum evrópskum<br />

samstarfsnetum háskóla Utrecht-neti og UNICA-neti.<br />

Í gildi eru 370 Sókrates-/Erasmus samningar við um 260 evrópska háskóla. Árið<br />

<strong>2005</strong> voru gerðir 25 nýir Erasmus-samningar við 21 háskóla. Í mörgum tilvikum<br />

voru tengsl við viðkomandi skóla í öðrum greinum. Erasmus-samningar eru<br />

gerðir í hverju fagi og því geta verið margir samningar við suma skóla eða einn<br />

opinn samningur. Umfang stúdentaskipta er mikið, en einnig taka kennarar HÍ<br />

þátt í kennaraskiptum, námsefnisgerð, halda námskeið í samvinnu við evrópska<br />

samstarfsaðila, taka þátt í þemanetum innan Sókratesar o.fl. HÍ er þátttakandi í<br />

samstarfsneti 30 háskóla í Evrópu, svonefndu Utrecht-neti. Utrecht-netið hefur<br />

gert samning við 16 háskóla í Bandaríkjunum um gagnkvæm stúdentaskipti.<br />

Þessir bandarísku háskólar mynda samstarfsnet sem í daglegu tali er kallað<br />

MAUI-netið (Mid American Universities). Utrecht hefur einnig gert samninga við 7<br />

háskóla í Ástralíu um gagnkvæm stúdentaskipti. Utrecht-netið hefur einnig skipulagt<br />

sumarnámskeið, sem stúdentar HÍ hafa sótt og kennarar HÍ hafa kennt á<br />

þessum námskeiðum. Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofunnar var kosinn í stjórn<br />

Utrecht-netsins vorið 2004 og sækir því stjórnarfundi netsins og ársfund. Starfsmenn<br />

HÍ hafa tekið þátt í svonefndum þemanetum innan Sókratesáætlunarinnar.<br />

Háskóli Íslands er aðili að UNICA sem er samstarfsnet háskóla í höfuðborgum<br />

Evrópu (sjá nánari upplýsingar á http://www.ulb.ac.be/unica/index.html).<br />

Þátttaka HÍ í Nordplus samstarfi er umfangsmikil, en kennarar HÍ eru þátttakendur<br />

í um 20 samstarfsnetum á um 15 fræðasviðum. HÍ er einnig þátttakandi í einu<br />

þverfaglegu Nordplus-neti sem nefnist Nordlys, en starfsmaður á Alþjóðaskrifstofu<br />

sér um samskipti við það net. Skólaárið 2004-<strong>2005</strong> fékk HÍ úthlutað í gegnum<br />

Nordlys-netið 33.600 evrum (2.939.328 ísl.kr.) til að styrkja 24 HÍ stúdenta til<br />

að fara til Norðurlanda sem Nordplus skiptistúdentar. Skólaárið <strong>2005</strong>-2006 fékk<br />

Nordlys-netið 27.400 evrur (2.176.382 ísl.kr.) til að styrkja 20 HÍ stúdenta.<br />

Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu á sæti í Planeringsgruppen for internationalisering<br />

innan NUAS (Nordisk Universitets Administratørs Samarbejde).<br />

Nýir tvíhliða samningar við erlenda háskóla<br />

Árið <strong>2005</strong> voru gerðir tvíhliðasamningar utan skipulagðra áætlana milli Háskóla<br />

Íslands og eftirtalinna háskóla: Whittier College, Bandaríkjunum, University of<br />

Waterloo, Ontario, Kanada, École de Technologie Supérieure, Montreal, Kanada,<br />

University of Saskatchewan, Kanada, Universidad de La Habana, Kúbu, Nordic<br />

Optical Telescope, Las Palmas, Kanaríeyjum (rekstur stjörnusjónauka), Universidad<br />

de Sevilla, Spáni, Universidad Autonoma de Barcelona, Spáni, Universidad<br />

Computense de Madrid, Spáni, Universitdad de Barcelona, Spáni, Chulalongkorn<br />

University, Bangkok, Tælandi, European Molecular Biology Laboratory (doktorsnám<br />

í sameindalíffræði), Þýskalandi.<br />

58


Stúdentaskipti Háskóla Íslands<br />

Gagnkvæm stúdentaskipti eru umfangsmikill þáttur í alþjóðasamstarfi HÍ og í<br />

starfi því sem fram fer á Alþjóðaskrifstofunni. Stúdentar HÍ sem hyggjast fara utan<br />

sem skiptistúdentar fá upplýsingar um þá möguleika sem þeim standa til<br />

boða varðandi stúdentaskipti á Alþjóðaskrifstofunni - Upplýsingastofu um nám<br />

erlendis. Umsóknum skila þeir á Alþjóðaskrifstofuna og sjá starfsmenn skrifstofunnar<br />

um að koma samþykktum umsóknum til réttra aðila erlendis. Starfsmenn<br />

skrifstofunnar héldu á árinu fjölmarga kynningarfundi um stúdentaskipti með<br />

stúdentum í einstökum deildum og einnig í húsakynnum skrifstofunnar að Neshaga<br />

16. Árlega stendur Alþjóðaskrifstofan ásamt fleirum fyrir alþjóðadegi, en<br />

megin tilgangur hans er að kynna stúdentum og kennurum þá möguleika sem<br />

standa til boða í stúdenta- og kennaraskiptum. Einnig skipuleggja starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar<br />

í samvinnu við Fulbrightstofnun og kanadíska sendiráðið árlega<br />

upplýsingafund um nám í Norður-Ameríku.<br />

Skólaárið <strong>2005</strong>-2006 fóru 224 stúdentar utan sem skiptistúdentar frá Háskóla Íslands<br />

og 293 erlendir skiptistúdentar komu til náms í Háskóla Íslands.<br />

350<br />

300<br />

250<br />

200<br />

150<br />

100<br />

50<br />

0<br />

92/93 93/94 94/95 95/96 96/97 97/98 98/99 99/00 00/01 01/02 02/03 03/04 04/05 05/06<br />

Til HÍ 23 32 72 85 85 130 142 174 172 186 235 259 281 293<br />

Frá HÍ 52 78 101 136 126 153 157 139 152 175 188 231 229 224<br />

Kennaraskipti Háskóla Íslands<br />

Fjöldi kennara sem tekur þátt í Erasmus kennaraskiptum hefur aukist verulega á<br />

undanförnum árum. Þar sem Alþjóðaskrifstofan sér um úthlutun styrkja til Erasmus<br />

kennaraskiptanna liggja fyrir tölulegar upplýsingar um fjölda kennara<br />

sem taka þátt í þeirri áætlun. Skólaárið 2004-<strong>2005</strong> tóku 54 íslenskir háskólakennarar<br />

þátt í Erasmus kennaraskiptum og þar af voru 34 frá Háskóla Íslands. Alþjóðaskrifstofan<br />

sér ekki um greiðslu styrkja til kennaraskipta í Nordplus-áætlun<br />

eða vegna tvíhliðasamninga og hefur þar af leiðandi ekki yfirlit yfir þá starfsemi,<br />

en unnið er að því að safna þeim upplýsingum skipulega.<br />

Móttaka erlendra skiptistúdenta<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins sér um móttöku erlendra skiptistúdenta. Umsóknir<br />

frá erlendum skiptistúdentum berast til Alþjóðaskrifstofunnar. Rafrænt<br />

umsóknareyðublað fyrir skiptistúdenta, bæði þá sem hyggjast fara utan frá HÍ og<br />

eins þeirra sem hyggjast koma til HÍ var sett upp á heimasíðu Alþjóðaskrifstofunnar.<br />

Stúdentar setja umsókn sína inn í gagnagrunn skrifstofunnar en prenta<br />

einnig út eintak sem er undirritað og samþykkt af viðkomandi deild og sent Alþjóðaskrifstofu.<br />

Rafrænu umsóknirnar fara inn í gagnagrunn, sem deildarskrifstofur<br />

fá aðgang að. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og sparar mikla<br />

skráningarvinnu á Alþjóðaskrifstofunni og auðveldar deildum að nálgast<br />

upplýsingar um þá stúdenta sem eru að sækja um stúdentaskiptin. Deildirnar<br />

taka afstöðu til umsókna frá erlendu skiptistúdentunum í gegnum þetta kerfi og<br />

60


geta stúdentarnir séð á hverjum tíma hvar umsókn þeirra er stödd í ferlinu. HÍ er<br />

samkvæmt samningum skuldbundinn til að aðstoða erlenda skiptistúdenta við útvegun<br />

húsnæðis og er það eitt af verkefnum Alþjóðaskrifstofunnar.<br />

Stór hópur skiptistúdenta sem hingað kemur óskar eftir því að fara á námskeið í<br />

íslensku áður en hið eiginlega nám við skólann hefst. Alþjóðaskrifstofan samdi<br />

við Námsflokka Reykjavíkur um kennslu í íslensku fyrir erlenda stúdenta sem<br />

hygðust stunda nám sem skiptistúdentar við íslenska háskóla og var námskeiðið<br />

haldið í ágústmánuði. Alls 84 stúdentar tóku þátt í námskeiðinu sumarið <strong>2005</strong> og<br />

hafa þeir aldrei verið fleiri. Ekki reyndist unnt að taka við öllum umsækjendum,<br />

en allir skiptistúdentar sem sóttu um komust á námskeiðið. Helsta vandamálið<br />

varðandi móttöku stúdentanna á ágústnámskeiðið er að erfiðlega gengur að finna<br />

húsnæði fyrir svo stóran hóp á ferðamannatímanum. Samhliða tungumálanámskeiðinu<br />

var stúdentunum boðið að taka þátt í menningardagskrá, sem skipulögð<br />

var af starfsmönnum Alþjóðaskrifstofunnar.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofu skipuleggja í upphafi kennslumissera kynningarfundi<br />

um starfsemi og þjónustu fyrir nýja erlenda stúdenta sem hefja nám við HÍ.<br />

Kynningardagskrá um Ísland og íslensk málefni, Introduction to Iceland, er fastur<br />

liður í móttöku erlendra stúdenta og starfsmanna. Um þrír til fjórir viðburðir eru<br />

skipulagðir á misseri og eru það m.a. skoðunarferðir, fyrirlestrar um íslensk málefni,<br />

sýningar o.fl. Erlendir skiptistúdentar sem ætla að stunda háskólanám á Íslandi<br />

geta sótt íslenskunámskeiðið í ágúst. Sömuleiðis er dagskráin Introduction<br />

to Iceland einnig opin öllum erlendum stúdentum og kennurum sem koma til Íslands.<br />

Fyrir nokkrum árum kom Alþjóðaskrifstofan á aðstoðarmannakerfi fyrir erlenda<br />

stúdenta sem stunda nám við HÍ. Í dag er þetta samvinnuverkefni með Stúdentaráði<br />

HÍ. Íslenskir stúdentar við HÍ taka að sér að aðstoða og leiðbeina erlendum<br />

stúdentum sem koma til landsins. Tilgangurinn er að veita aðstoð við ýmis hagnýt<br />

atriði sem þarf að leysa í upphafi námsdvalar og kynna erlendum nemunum félagslíf<br />

stúdenta og koma í veg fyrir félagslega einangrun.<br />

Kynningarstarf<br />

Alþjóðaskrifstofan fær styrk frá Evrópusambandinu til að standa straum af kostnaði<br />

við kynningu á Sókratesáætluninni hér á landi. Árið <strong>2005</strong> var gefið út fréttabréf<br />

á ensku, og því dreift til samstarfsaðila erlendis, erlendra gesta sem koma<br />

hingað og ýmissa annarra er áhuga kynnu að hafa á efni blaðsins. Kynningarefni<br />

um Nordplus-áætlunina var gefið út og dreift hér innanlands. Alþjóðaskrifstofan<br />

tók þátt í sameiginlegri kynningu Norðurlandanna á háskólanámi á Norðurlöndum<br />

á ráðstefnu NAFSA-samtakanna í Seattle í Bandaríkjunum í maí og tók þátt í<br />

kynningu með Utrecht-netinu á ráðstefnu EAIE í Kraká í Póllandi. Forstöðumaður<br />

Alþjóðaskrifstofunnar flutti erindi á EAIE ráðstefnunni um reynslu okkar af rafrænni<br />

skráningu. Mikið átak hefur verið gert í því að endurbæta heimasíðu Alþjóðaskrifstofunnar<br />

og eru nú aðgengilegar upplýsingar um allar helstu áætlanir<br />

og starfsþætti skrifstofunnar á heimasíðu hennar.<br />

Upplýsingastofa um nám erlendis<br />

Innan Alþjóðaskrifstofunnar er starfrækt Upplýsingastofa um nám erlendis, sem<br />

er öllum opin. Markmið hennar er að safna, skipuleggja og miðla upplýsingum<br />

um nám erlendis. Vaxandi þáttur í starfseminni er að fylgjast með nýjungum og<br />

breytingum á netinu og tengja gagnlegar slóðir við heimasíðu Alþjóðaskrifstofu/Upplýsingastofu.<br />

Notendur þjónustu Upplýsingastofunnar voru um 4.150<br />

árið <strong>2005</strong>. Stærsti notendahópurinn er háskólastúdentar og þeir sem hafa áhuga<br />

á stúdentaskiptum.<br />

Sókrates landsskrifstofa<br />

Alþjóðaskrifstofan starfrækir innan sinna vébanda Sókrates landsskrifstofu<br />

menntaáætlunar ESB. Sókratesáætluninni tilheyra nokkrar undiráætlanir og eru<br />

þessar þær helstu og virkustu:Erasmus-áætlunin, sem nær til háskólastigsins,<br />

Comeniusar-áætlunin, sem nær til leik- grunn- og framhaldsskóla, Grundtvigáætlunin,<br />

sem styrkir verkefni á sviði fullorðinsfræðslu, Minerva-áætlunin sem er<br />

verkefni um upplýsingatækni í menntamálum, Lingua tungumálaverkefni og Arionstyrkir<br />

námsheimsóknir fyrir stjórnendur og sérfræðinga á sviði menntamála.<br />

Landsskrifstofa Sókratesar sér auk þess um að úthluta styrkjum til undirbúningsheimsókna<br />

vegna Sókratesverkefna sem sótt er um beint til Brussel svonefnd<br />

miðstýrð verkefni.<br />

61


Sókratesstyrkir sem Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins – Landsskrifstofa Sókratesar<br />

hafði til úthlutunar árið <strong>2005</strong> voru eftirtaldir:<br />

Evrur<br />

Sókrates-/Erasmusstyrkir til stúdentaskipta 271.588<br />

Sókrates-/Erasmusstyrkir til kennaraskipta 72.800<br />

Sókrates-/Erasmusstyrkir til umsýslu með skiptum (OM) 37.370<br />

Sókrates-/Erasmus-ILPC tungumálanámskeið 16.288<br />

Erasmus samtals: 398.046<br />

Sókrates Comeniusstyrkir 483.227<br />

Undirbúningsstyrkir (PVCA) fyrir tímabilið 1.6.2004-31.5.2006 10.836<br />

Sókrates Grundtvig 50.593<br />

Arionstyrkir 4.284<br />

Sókrates samtals:<br />

946.986 evrur<br />

Auk þess fékk skrifstofan 169.717 evrur vegna útgáfu og kynningarmála og annars<br />

sem lýtur að beinum kostnaði við framkvæmd Sókratesáætlunarinnar hér á<br />

landi og gildir sá samningur fyrir tímabilið 1. janúar <strong>2005</strong> - 31. desember 2006.<br />

Auk þess fékkst 15.000 evru styrkur til að halda tengslaráðstefnu á Íslandi.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofu – Sókrates landsskrifstofu stóðu fyrir Comeniusartengslaráðstefnu<br />

sem var haldinn í Reykjavík dagana 10.-13. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Meginviðfangsefni ráðstefnunnar var tungumálakennsla; 40 þátttakendur frá 12<br />

löndum tóku þátt í ráðstefnunni.<br />

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Comeniusar-áætlunarinnar var haldin þriggja vikna<br />

sýning í Borgarbókasafni Reykjavíkur Tryggvagötu á Comeniusar-verkefnum sem<br />

íslenskir skólar hafa tekið þátt í.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar fengu styrk að upphæð 83.608 evrur til að stýra<br />

verkefni sem nefndist Assistants brake barriers en verkefni þetta var unnið í samstarfi<br />

við landsskrifstofur Sókratesar í Finnlandi, Írlandi, Lúxemborg og Bretlandi.<br />

Megin markmið var að kynna reynslu af starfi aðstoðarmanna í tungumálum innan<br />

Comeniusar-áætlunarinnar, gera athugun á reynslu þátttakenda og miðla niðurstöðum<br />

á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík 28. apríl – 1. maí <strong>2005</strong> og víðar.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar tóku einnig þátt í samstarfsverkefni sem stýrt<br />

var af Sókrates landsskrifstofu í Slóveníu og með þátttöku frá landsskrifstofum í<br />

Danmörku, Litháen, Portúgal auk Íslands. Verkefnið nefndist Pro-teachers og var<br />

tilgangurinn að greina og meta áhrif af þátttöku í Comeniusar 1 samstarfsverkefnum<br />

á starfsþróun kennara og miðla niðurstöðunum til markhópa.<br />

Nordplus landsskrifstofa<br />

Eftir lokað útboð á Norðurlöndum sumarið 2003 var Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins<br />

falið að annast rekstur Nordplus-áætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar<br />

á Íslandi. Alþjóðaskrifstofan hefur aðalumsjón með Nordplus sprog tungumálaáætluninni<br />

á Norðurlöndunum og er meðstjórnandi í hinum 4 áætlununum,<br />

Nordplus voksen, Nordplus junior, Nordplus nabo og Nordplus fyrir háskólastigið.<br />

Alþjóðaskrifstofan tekur við umsóknum allstaðar að frá Norðurlöndunum í Nordplus<br />

sprog áætluninni og sér um mat á umsóknum og gerir ásamt meðstjórnendum<br />

á hinum Norðurlöndunum tillögu að úthlutun, sem lögð er fyrir Norræna málráðið,<br />

sem tekur endanlega ákvörðun um úthlutun styrkja. Mikill áhugi er á Nordplus-áætluninni<br />

hér á landi og er þátttaka Íslendinga góð í þeim öllum, nema<br />

helst í Nordplus nabo, sem lýtur að samstarfi við Eystrasaltsríkin og NV-Rússland,<br />

en fæstar umsóknir hafa borist frá Íslandi í þá áætlun.<br />

Erasmus Mundus, E-learning, E-twinning, Bologna kynning<br />

Á vormánuðum 2004 fór menntamálaráðuneytið þess á leit við Alþjóðaskrifstofuna<br />

að hún tæki að sér að annast framkvæmd eftirfarandi þriggja nýrra verkefna<br />

á vegum ESB hér á landi:<br />

• Erasmus Mundus áætlun lýtur að samstarfi a.m.k. þriggja háskóla í þremur<br />

löndum að sameiginlegu meistaranámi. Erasmus Mundus áætlunin skiptist í<br />

fjóra þætti.<br />

• E-learning áætlun lýtur að samstarfsverkefnum á sviði upplýsinga- og tölvumála<br />

og rafrænu námi. E-learning áætlunin skiptist í undiráætlanir og er ein<br />

þeirra E-twinning áætlunin sem lýtur að rafrænum samskiptum grunn- og<br />

framhaldsskóla í Evrópu. Alþjóðaskrifstofan fékk fyrir tímabilið 1. september<br />

<strong>2005</strong> - 31. ágúst 2006, framlag frá ESB að upphæð 67.036 evrur til reksturs E-<br />

twinning verkefnisins.<br />

62


• Bologna promoters. Framkvæmdastjórn ESB veitti Alþjóðaskrifstofu fyrir<br />

tímabilið 1. júlí <strong>2005</strong> - 31. desember 2006, 14.065 evru fjárframlag til að standa<br />

straum af kostnaði við kynningu á Bologna-samræmingarferli háskóla í<br />

Evrópu. Í samvinnu við menntamálaráðuneyti og Bologna-nefnd á Íslandi.<br />

Fyrirhugað er að halda kynningarráðstefnu og fund um Bologna-ferlið hér á<br />

landi á tímabilinu.<br />

Starfsmanna- og<br />

starfsþróunarmál<br />

Á starfsmannasviði starfa Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri,<br />

Elísabet Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri/starfsmatsstjóri, Lilja Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri,<br />

Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur/verkefnisstjóri og Þóra Margrét<br />

Pálsdóttir, sálfræðingur/verkefnisstjóri. Um mitt árið <strong>2005</strong> tók Sigrún Valgarðsdóttir,<br />

verkefnisstjóri á starfsmannasviði, við starfi jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands<br />

og í september kom Elísabet Þorsteinsdóttir, starfsmatsstjóri, til starfa við<br />

starfsmannasvið. Jafnframt að sinna áfram starfsmatinu sér Elísabet um að uppfæra<br />

starfsmannaskrá Háskólans og yfirfæra í HRM kerfi Oracle auk þess að<br />

sinna ýmsum öðrum verkefnum, þ. á m. ráðningum. Starfsfólk sviðsins tekur að<br />

sér fjölbreytt verkefni þannig að sá sem leitar til sviðsins á þess kost á að hafa<br />

einn tengilið varðandi þau mál sem þarf aðstoð við, jafnvel þó ólík séu.<br />

Starfsmenn sviðsins eru í nánu samstarfi við yfirmenn og unnið er að því að styðja<br />

þá sem best og leitast sviðið við að finna leiðir sem henta hverjum og einum. Einnig<br />

tekur starfsmannasvið þátt í að endurskoða störf og skipulagseiningar m.t.t. þeirra<br />

krafna sem gerðar eru til stjórnsýslunnar. Mikið vinnuálag er á starfsfólki Háskólans<br />

og leitar starfsmannasvið leiða til að draga úr vinnuálagi m.a. með því að einfalda<br />

og endurskoða verkefni. Fyrir liggur að skrá og fara yfir alla ferla í stjórnsýslu<br />

með það að markmiði að einfalda og skýra þá og samskipti á milli eininga.<br />

Á árinu voru haldnir tveir stefnumótunarfundir hjá sviðinu, þar sem farið var yfir<br />

helstu verkefni sviðsins, markmið og framtíðarverkefni. Tekin var í notkun gátlisti<br />

og verklag vegna áfengismisnotkunar með það að markmiði að auðvelda starfsfólki<br />

og yfirmönnum þeirra að takast á við vandann. Einnig voru gátlistar vegna<br />

slysa og óhappa yfirfarnir í samvinnu við öryggisnefnd.<br />

Háskólatorg<br />

Starfsmannastjóri átti sæti í verkefnisstjórn vegna svokallaðs Háskólatorgsverkefnis.<br />

Þar var unnið með starfsfólki við að skilgreina starfsemi þeirra starfseininga<br />

sem flytjast í Háskólatorg og taka þarf tillit til við hönnun hússins. Einnig fól<br />

verkefnið í sér að kortleggja það sem bæta má, bæði í verkferlum og í þjónustu<br />

við nemendur, en með tilkomu háskólatorgs verður mögulegt að hafa miðlæga<br />

þjónustu við nemendur á einum stað og því gullið tækifæri að endurskoða þá<br />

starfssemi.<br />

Starfsmannasamtöl, starfslýsingar<br />

Árlega fylgir starfsmannasvið því eftir að starfsmannasamtöl fari fram. Boðið er<br />

upp á fræðslu og aðstoð fyrir stjórnendur og starfsfólk til að undirbúa sig. Starfsmannasamtölin<br />

eru, þegar vandað er til þeirra, mikilvægur vettvangur fyrir<br />

starfsmenn og yfirmenn þeirra til að ræða samstarf, samvinnu, árangur og framtíðarsýn<br />

í því augnamiði að efla starfsmanninn og starfseininguna. Í starfsmannasamtölum<br />

á að fara yfir starfslýsingu og endurskoða markmið. Á vormisseri gekk<br />

vel að framkvæma starfsmannasamtöl í stjórnsýslu- og tæknistörfum og skiptu<br />

starfsmenn sviðsins einingum á milli sín sem þeir höfðu samband við og buðu<br />

aðstoð og fræðslu við framkvæmd samtalanna. Það er misjafnt hversu hart þurfti<br />

að ganga á eftir yfirmönnum til að framkvæma starfsmannasamtöl, en hjá flestum<br />

er þetta orðinn fastur liður einu sinni á ári. Hjá akademískum starfsmönnum<br />

eru starfsmannasamtöl ekki orðin jafn fastur liður og hjá starfsfólki í stjórnsýslu<br />

en þær deildir sem taka þau hafa lýst yfir ánægju sinni með þann umræðuvettvang<br />

sem þau skapa.<br />

Auglýsingar og umsóknir<br />

Á árinu fjölgaði auglýsingum á störfum við skólann, enda lítið ráðið undanfarin ár<br />

vegna aðhaldsaðgerða. Auglýst var 61 akademískt starf og um þau sóttu 146 einstaklingar;<br />

45 önnur störf voru auglýst og um þau sóttu 423 einstaklingar.<br />

63


Mynd 1. Fjöldi umsókna um hvert starf.<br />

16,00<br />

14,00<br />

Akademísk störf<br />

Önnur störf<br />

13,94<br />

14,83<br />

12,00<br />

Fjöldi<br />

10,00<br />

8,00<br />

8,33<br />

9,00<br />

9,40<br />

6,00<br />

4,00<br />

2,00<br />

2,52<br />

4,46<br />

1,78<br />

2,52<br />

2,48<br />

3,03<br />

2,39<br />

0,00<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Ár<br />

Meðalaldur kennara<br />

Áhugavert er að skoða þróun á meðalaldri kennara eftir deildum Háskólans. Á<br />

mynd 2 má sjá samanburð yfir 14 ára tímabil á meðalaldri kennara á árunum<br />

1991 til <strong>2005</strong>. Áberandi er t.d. hvað hjúkrunarfræðideildin hefur elst jafnt og þétt<br />

yfir tímabilið, þó nær meðalaldurinn þar ekki upp í háan meðalaldur í guðfræði-,<br />

tannlækna- og læknadeild. Gagnstæð þróun er í aldursdreifingu hjá lagadeild og<br />

lyfjafræðideild sem yngjast á tímabilinu.<br />

Mynd 2. Meðalaldur kennara í deildum.<br />

Við skoðun á aldursdreifingu kennara innan starfsheitanna kemur fátt á óvart.<br />

Prófessorar eru flestir í á aldursbilinu 50-59 ára, dósentar á bilinu 40-49 ára og<br />

lektorar flestir 40-49 ára.<br />

64


Mynd 3. Aldur kennara eftir starfsheitum<br />

Starfsmenn<br />

Fjöldi fastráðinna starfsmanna við Háskóla Ísands var um 920 manns í desember<br />

<strong>2005</strong> þar af eru fastir kennarar 446. Þá eru ekki taldir með starfsmenn háskólastofnana<br />

með sjálfstæðan fjárhag.<br />

Mynd 4. Skipting starfa milli starfshópa og kynja 1. desember <strong>2005</strong>.<br />

konur<br />

karlar<br />

Tæknifólk<br />

Skrifstofufólk<br />

Þjónustusérfr.<br />

Rannsóknafólk<br />

Sérfræðingar<br />

Aðjunktar<br />

Lektorar<br />

Dósentar<br />

Prófessorar<br />

2<br />

8<br />

11<br />

14<br />

20<br />

26<br />

28<br />

45<br />

49<br />

47<br />

46<br />

50<br />

46<br />

61<br />

67<br />

101<br />

150<br />

150<br />

0 20 40 60 80 100 120 140 160<br />

Fjöldi<br />

Skýringar: Fræðimenn og vísindamenn eru taldir sem sérfræðingar. Rannsóknafólk eru háskólamenntaðir<br />

sérfræðingar sem eru ekki ráðnir samkvæmt hæfnisdómi. Þjónustusérfræðingar<br />

starfa við sérfræðistörf hjá þjónustustofnunum eða –einingum. Tæknifólk eru<br />

starfmenn sem koma að viðhaldi og rekstri húseigna, þ.m.t. ræstingarfólk. Önnur starfsheiti<br />

skýra sig sjálf.<br />

Stundakennarar axla stóran hluta kennslunnar innan Háskólans. Vinnuframlag<br />

þeirra jafngilti 207 ársverkum aðjúnkta í fullu starfi, sjá mynd 5 á dreifingu<br />

kennslunnar eftir deildum og greiðsluformi.<br />

65


Mynd 5. Umfang stundakennslu við Háskóla Íslands <strong>2005</strong>.<br />

Deild Stundir alls Stundir A Stundir B Aðjunktar<br />

Guðfræðideild 2.959 2.959 0 2,8<br />

Læknadeild 18.119 16.700 1.419 16,9<br />

Lagadeild 8.337 8.309 28 7,8<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 22.678 2.026 20.652 21,1<br />

Hugvísindadeild 28.251 27.395 856 26,3<br />

Lyfjafræðideild 3.366 2.882 484 3,1<br />

Tannlæknadeild 5.307 5.031 276 4,9<br />

Verkfræðideild 23.677 16.436 7.241 22,1<br />

Raunvísindadeild 54.937 38.358 16.580 51,2<br />

Félagsvísindadeild 35.260 29.263 5.998 32,9<br />

Hjúkrunarfræði 18.700 17.601 1.099 17,4<br />

Óskiptur kostnaður stundakennsla 501 0,5<br />

222.094 166.960 54.633 207,1<br />

Stundir A<br />

Stundir B<br />

Stöðugildi aðjunkta<br />

Stundakennsla greidd í tímavinnu<br />

Stundakennsla starfsmanna HÍ greidd í yfirvinnu<br />

Stundakennsla umreiknuð í kennslu aðjunkts í fullu starfi = 1072,5 stundir/ári<br />

Starfsmat<br />

Innleiðing starfs- og hæfnismats í samræmi við stofnanasamninga lauk formlega<br />

á árinu og tók verkefnið tvö og hálft ár. Alls voru 415 stjórnsýslu- og þjónustustörf<br />

metin innan Háskólans og tengdra stofnanna. Leiðrétting launa í samræmi<br />

við niðurstöðu matsins var að mestu afgreidd fyrir sumarleyfi <strong>2005</strong> hjá félagsmönnum<br />

FH. Innan FH voru áhrif starfs- og hæfnismats nokkuð mikil á<br />

dagvinnulaun félagsmanna í stjórnsýslu- og þjónustustörfum. Við matið hækkuðu<br />

dagvinnulaun að meðaltali um 11,4%. Tenging matsins við launatöflu SFR<br />

var samþykkt 29. apríl <strong>2005</strong>. Leiðréttingar byggðar á starfsmatinu voru að<br />

mestu afgreiddar fyrir haustið. Áhrif matsins á dagvinnulaun félagsmanna í<br />

SFR eru minni en hjá starfsmönnum í Félagi háskólakennara. Það er eðlilegt og<br />

kemur til af því að flöt hækkun kom á laun í nóvember 2002 (starfsmatið gilti frá<br />

1. maí 2002) þar sem allir félagsmenn fengu eins launaflokks hækkun. Það<br />

samsvarar rúmlega 3% launahækkun sem þegar var komin til framkvæmda áður<br />

en afgreiðsla starfsmatsins hófst. Við starfs- og hæfnismatið hækkuðu dagvinnulaun<br />

SFR að meðaltali um 7,72%. Með starfs- og hæfnismatinu liggur nú<br />

fyrir heildstætt mat á hverju starfi um sig (starfsmat) og því til viðbótar mat á<br />

þeirri menntun og reynslu, sem nýtist í starfinu og er umfram þess sem krafist<br />

er (hæfnismat). Markmiðið með starfsmatinu er fyrst og fremst að gera samanburð<br />

á umfangi starfa og tryggja launajafnrétti. Það verður að telja að því markmiði<br />

hafi verið náð hvað varðar kynbundinn launamun, a.m.k. gagnvart dagvinnulaunum.<br />

Þó að innleiðingu starfsmatskerfisins sé nú formlega lokið,<br />

þarfnast matið stöðugrar endurnýjunar. Ný störf verða til og endurmeta þarf<br />

eldri störf. Það má því gera ráð fyrir áframhaldandi vinnu við matið svo það<br />

megi gagnast áfram sem grunnur að launaröðun starfsmanna í stjórnsýslu- og<br />

þjónustustörfum inna Háskólans og tengdra stofnana.<br />

Fræðsla<br />

Fræðsla starfsfólks hefur verið ört vaxandi þáttur í starfsemi sviðsins hin síðustu<br />

ár. Á árinu var fjölbreytt fræðsla í boði en samtals voru haldin 58 námskeið og<br />

kynningar þar sem rúmlega 800 starfsmenn tóku þátt sem er um helmings aukning<br />

frá árinu áður. Tölvu- og hugbúnaðarnámskeið var stór þáttur í fræðslustarfinu<br />

en samtals voru haldin 22 námskeið og vinnustofur í samstarfi við Kennslumiðstöð<br />

og 12 námskeið í vefumsjónarkerfinu SoloWeb í samvinnu við markaðsog<br />

samskiptadeild.<br />

Tveir fræðsludagar voru haldnir fyrir starfsfólk. Árlegur fræðsludagur um stjórnun<br />

og gæðamál fyrir stjórnendur í deildum HÍ var haldinn 11. mars og voru þátttakendur<br />

50. Fjallað var um stjórnsýslulög annarsvegar og stjórnun og stefnumótun<br />

hinsvegar. Fræðsludagur fyrir starfsfólk í stjórnsýslu var haldinn þann 27.<br />

maí og var dagskráin helguð tíma- og álagsstjórnun. Þátttakendur voru 123. Báðir<br />

þessir dagar voru haldnir í Ráðhússkaffi í Þorlákshöfn.<br />

Kynningar fyrir nýtt starfsfólk voru haldnar í mars og í desember. Boðið var upp á<br />

67


tvö tungumálanámskeið í samvinnu við Tungumálamiðstöð. Annars vegar var<br />

Hagnýtt námskeið í dönsku og hins vegar var Íslenska í háskólastarfi fyrir starfsfólk<br />

með litla sem enga kunnáttu í íslensku.<br />

Starfsfólk sviðsins bauð jafnframt upp á hádegisfundi fyrir stjórnendur þar sem<br />

m.a. ráðningarferlið var kynnt ásamt gerð starfslýsinga. Að auki hafa hinar ýmsu<br />

starfseiningar fengið sérsniðna fræðslu og má hér nefna einna helst samskiptanámskeið<br />

og fræðslu um vinnustellingar ásamt úttekt á vinnuaðstöðu.<br />

Önnur námskeið og kynningar sem voru í boði:<br />

• Verkefnastjórnun.<br />

• Markvissir fundir.<br />

• Framsögn og flutningur máls.<br />

• Íslenska. Að rita rétt mál.<br />

• Reikningshald.<br />

• GoPro, skjalastjórnarkerfið.<br />

• Höfundarréttur í háskólasamfélaginu.<br />

• Sjóðir HÍ, rannsóknir og mat á störfum.<br />

• Árangursrík samskipti á vinnustað.<br />

• Jafnrétti og samþætting jafnréttisjónarmiða.<br />

• Að vinna með fötluðum í HÍ.<br />

Fræðsluáætlunin er birt á heimasíðu starfsmannasviðs (www.hi.is/page/starfsfolkhi).<br />

Jafnréttismál<br />

Árið <strong>2005</strong> var sögulegt ár í jafnréttismálum við Háskóla Íslands. Tvö stefnumál voru<br />

samþykkt á háskólafundi, þ.e. stefna gegn mismunun og jafnréttisáætlun <strong>2005</strong>-<br />

2009 en bæði þessi stefnumál marka tímamót í jafnréttismálum Háskóla Íslands. Á<br />

árinu hlaut Háskóli Íslands jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs <strong>2005</strong> og í lok árs<br />

samþykkti háskólaráð að hækka starfshlutfall jafnréttisfulltrúa í 100% starf.<br />

Jafnréttisnefnd<br />

Jafnréttisnefnd var fyrst skipuð í ársbyrjun 1998 og er skipunartími hvers fulltrúa<br />

nú tvö ár. Eftirtaldir fulltrúar voru skipaðir í nefndina til tveggja ára frá 1. júlí <strong>2005</strong>:<br />

Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í hugvísindadeild, sem er formaður, Brynhildur<br />

Flóvenz lektor í lagadeild, Þórarinn Sveinsson dósent í læknadeild og Kristín<br />

Tómasdóttir stúdent. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í félagsvísindadeild, var<br />

fyrir í nefndinni með skipunartíma til 30. júní 2006. Með nefndinni starfa Sigrún<br />

Valgarðsdóttir, jafnréttisfulltrúi og Amalía Skúladóttir, skrifstofustjóri akademískrar<br />

stjórnsýslu.<br />

Nefndin hélt 11 fundi á árinu. Helstu verkefni funda voru frágangur á stefnu gegn<br />

mismunun, sem samþykkt var á háskólafundi í febrúar og vinna við jafnréttisáætlun<br />

<strong>2005</strong>-2009 en hún var samþykkt á háskólafundi í nóvember.<br />

Jafnréttisfulltrúi<br />

Á vormánuðum sagði Berglind Rós Magnúsdóttir starfi sínu lausu og var 75% starf<br />

jafnréttisfulltrúa auglýst laust til umsóknar. Sigrún Valgarðsdóttir var ráðin í<br />

starfið frá 1. júlí. Í desember var samþykkt í háskólaráði að hækka starfshlutfall<br />

jafnréttisfulltrúa í 100% starf og breytist starfshlutfallið frá 1. janúar 2006.<br />

Stefnumál<br />

Í febrúar var Stefna gegn mismunun samþykkt á háskólafundi. Með þeirri samþykkt<br />

var staðfest að jafnréttismál hjá HÍ ná til jafnréttis í víðum skilningi og hvílir<br />

jafnréttisstefna Háskóla Íslands nú á þremur megin stoðum: Jafnréttisáætlun<br />

kynja, stefnu í málefnum fatlaðra og stefnu gegn mismunun. Háskóli Íslands er<br />

fyrst íslenskra stofnana til að samþykkja stefnu gegn mismunun. Stefnan er byggð<br />

á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og leggur bann við hvers konar mismunun. Í<br />

henni er sérstaklega kveðið á um að í Háskóla Íslands sé mismunun á grundvelli<br />

aldurs, fötlunar, heilsufars, kyns, kynhneigðar, trúarbragða og stjórnmálaskoðana<br />

og þjóðernis, uppruna, litarháttar eða menningar ekki liðin. Um frumkvöðlastarf er<br />

að ræða, ekki síst í ljósi samþykktar ríkisstjórnar Íslands um að stofna starfshóp<br />

sem fjalla á um hvernig tengja megi tilskipanir Evrópusambandsins um bann við<br />

mismunun við reglur sem gilda á innlendum vinnumarkaði.<br />

68


Stefna gegn mismunun markar ekki síður mót í mannréttindamálum innan Háskóla<br />

Íslands sem á rætur sínar í fjölbreyttu samfélagi stúdenta og starfsmanna<br />

en Háskólinn er í senn alþjóðleg menntastofnun og fjölmenningarlegur vinnustaður.<br />

Stúdentar og starfsfólk koma til náms og starfa með mismunandi bakgrunn,<br />

þekkingu og reynslu í farteskinu og Háskóli Íslands vill leggja sig fram við<br />

að hver og einn fái að njóta sín á eigin forsendum.<br />

Jafnréttisáætlun <strong>2005</strong>-2009: Jafnrétti kvenna og karla var samþykkt á háskólafundi<br />

í nóvember. Áætlunin tekur til fjögurra meginsviða:<br />

I. Að jafna aðstöðu og kjör karla og kvenna.<br />

II. Að jafna aðild kynjanna að nefndum, stjórnum og ráðum Háskólans.<br />

III.<br />

IV.<br />

Að jafna aðstöðu kvenna og karla til náms.<br />

Að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun og áætlanagerð.<br />

Í áætluninni er deildum, stofnunum og stjórnsýslusviðum nú gert að móta eigin<br />

jafnréttisáætlanir, sem skulu byggðar á jafnréttisáætlun HÍ. Skipaðir skulu<br />

starfshópar innan hverrar deildar/stofnunar/stjórnsýslusviðs til að vinna að<br />

gerð áætlananna og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir árslok 2007. Jafnréttisfulltrúi<br />

vann að undirbúningi þessa verkefnis í lok árs, sem m.a. fólst í vinnu við<br />

gátlista við gerð jafnréttisáætlana.<br />

Fræðsla<br />

Í febrúar var haldið námskeið fyrir stjórnendur í Háskóla Íslands um samþættingu<br />

jafnréttissjónarmiða. Námskeiðið var í umsjón Berglindar Magnúsdóttur,<br />

jafnréttisfulltrúa HÍ og Hildar Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar.<br />

Samþætting er aðferð til að ná árangri í jafnréttismálum en aðferðin byggir á<br />

þátttöku og þekkingu æðstu stjórnenda á jafnréttismálum. Námskeiðið sóttu 17<br />

manns.<br />

Jafnréttisnefnd stóð fyrir uppskeruhátíð í tilefni jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs<br />

<strong>2005</strong> til Háskóla Íslands í nóvember. Boðið var upp á dagskrá þar sem var<br />

kynnt hvernig Háskóli Íslands hefur skipað sér í fremstu röð opinberra stofnana<br />

með samþykkt stefnu sinnar gegn mismunun og greint var frá helstu niðurstöðum<br />

í nýlegri rannsókn á kynbundnu námsvali við skólann. Var hátíðin vel sótt og<br />

góður rómur gerður að erindum.<br />

Í nóvember hélt jafnréttisfulltrúi erindi á fræðslufundi hjá stjórn og samninganefnd<br />

Félags framhaldsskólakennara um jafnréttisáætlanir og stofnanasamninga.<br />

Á haustmisseri var heimasíða jafnréttisnefndar endurskoðuð, bæði hvað varðar<br />

útlit og efni. Nýtt lén var fengið og er veffang nefndarinnar nú www.jafnretti.hi.is<br />

69


Kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum<br />

Í jafnréttisáætlun <strong>2005</strong>-2009 er kveðið á um að jafnréttisnefnd skuli á ári hverju<br />

safna gögnum um kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum og koma þeim<br />

upplýsingum á framfæri. Á mynd 1. má sjá hvernig kynjahlutfallið greindist á árinu<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Mynd 1.<br />

Athygli vekur að konur eru aldrei í meirihluta í flokkuninni og hversu hallar á<br />

konur í skipuðum dómnefndum. Dómnefndirnar eru bæði nefndir vegna nýráðninga<br />

og framgangsmála.<br />

Rannsóknir og útgáfa<br />

Á árinu lét jafnréttisnefnd vinna rannsókn um brottfall karla í hjúkrunarfræðinámi.<br />

Þórður Kristinsson, mannfræðingur, var fenginn til starfsins og leit afrakstur<br />

vinnu hans dagsins ljós í október. Skýrslan, sem ber heitið Upplifun karla á<br />

hjúkrunarnámi: Hvað stendur í vegi fyrir auknum hlut karla í hjúkrun? er tiltæk á<br />

heimasíðu jafnréttisnefndar.<br />

Á haustmánuðum var ákveðið að ráðast í útgáfu á Stefnu gegn mismunun. Áður<br />

en það verk var unnið var stefnan þýdd á ensku og síðan gefin út í einum bæklingi,<br />

bæði á íslensku og ensku.<br />

Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs <strong>2005</strong><br />

Háskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs, sem veitt var við hátíðlega athöfn<br />

27. október. Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, veitti viðurkenningunni móttöku<br />

og þakkaði við það tækifæri öflugu jafnréttisstarfi innan Háskólans.<br />

Málefni sam- og tvíkynhneigðra<br />

Samstarf við FSS, félag STK – stúdenta, var með miklum ágætum á árinu. Félagið<br />

tók þátt í uppskeruhátíð jafnréttismála í nóvember og fulltrúi frá félaginu kom<br />

með kynningu á fund jafnréttisnefndar í desember. Á þeim fundi ákvað jafnréttisnefnd<br />

að gerast stofnfélagi fræðslusjóðs FSS og styrkja hann um kr. 300.000. Sá<br />

styrkur verður greiddur á næstu fjórum árum.<br />

Málefni erlendra starfsmanna og nemenda<br />

Í nóvember skilaði formaður starfshóps um málefni erlendra stúdenta og starfsmanna<br />

skýrslu um starf hópsins, sem starfaði á árunum 2003–2004. Starfshópnum<br />

var ætlað að gera faglega úttekt á stöðu erlendra námsmanna og starfsmanna<br />

við skólann og setja fram tillögur til úrbóta. Einnig fékk hópurinn það<br />

verkefni að móta tillögur um stefnu Háskólans í málefnum þeirra sem teljast til<br />

minnihlutahópa við skólann sem þróaðist í stefnu gegn mismunun en fleiri aðilar<br />

komu að þeirri vinnu. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins var að taka þurfi<br />

betur á móti útlendum nemendum og starfsmönnum og að stórbæta þurfi<br />

upplýsingaflæði til þeirra.<br />

70


Málefni fatlaðra<br />

Málefni fatlaðra við Háskóla Íslands hafa öðlast sérstakan sess. Vinna í málaflokknum<br />

tekur mið af Stefnu í málefnum fatlaðra við Háskóla Íslands, sem samþykkt<br />

var á háskólafundi í maí 2002 og Reglum um sértæk úrræði í námi við Háskóla<br />

Íslands, sem samþykktar voru í háskólaráði í júní 2002. Starfshópur um<br />

málefni fatlaðra var fyrst skipaður sem vinnuhópur undir jafnréttisnefnd í byrjun<br />

árs 2002. Níu manna ráð um málefni fatlaðra var svo skipað frá 1. júlí 2002 til<br />

þriggja ára. Endurskipað var í ráðið til þriggja ára frá 1. júlí <strong>2005</strong> og er það nú ein<br />

af nefndum háskólaráðs. Ráðið skipa Sigrún Valgarðsdóttir, jafnréttisfulltrúi, sem<br />

er formaður þess, María Dóra Björnsdóttir og Magnús Stephensen, fulltrúar<br />

námsráðgjafar, Lilja Þorgeirsdóttir, fulltrúi starfsmannasviðs, Gísli Fannberg, fulltrúi<br />

kennslusviðs, Ásdís Guðmundsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra, Valþór Sigurðsson<br />

fulltrúi reksturs og framkvæmda, Rannveig Traustadóttir, fulltrúi FH og FP og<br />

Vigdís Ebenezersdóttir, fulltrúi stúdenta. Ráðið hélt sjö fundi á árinu.<br />

Í febrúar stóð ráðið fyrir námskeiðinu Að vinna með fötluðum. Um námskeiðið<br />

sáu Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi, Rannveig Traustadóttir prófessor<br />

og María Dóra Björnsdóttir námsráðgjafi. 15 manns sóttu námskeiðið og fékk það<br />

góða umsögn þátttakenda. Í mars fékk Háskóli Íslands heimsókn starfshóps þriggja<br />

ráðuneyta um aðgengismál í opinberum stofnunum en formaður ráðs um<br />

málefni fatlaðra var ein þeirra sem tók á móti hópnum. Í starfshópnum eru fulltrúar<br />

frá félagsmálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og umhverfisráðuneyti.<br />

Fengu þeir kynningu á aðgengismálum við HÍ, þar sem greint var frá<br />

því sem hefur verið gert, hvað þyrfti að bæta og um forgangsröðun verkefna. Í<br />

maí tók ráð um málefni fatlaðra á móti hópi hreyfihamlaðra stúdenta. Í hópnum<br />

voru liðlega 40 manns frá Finnlandi, Austurríki og Íslandi, þar af um helmingur<br />

þess í hjólastólum. Ráðið tók að sér að kynna Háskóla Íslands og þjónustu fyrir<br />

fatlaða stúdenta hér. Hinir erlendu gestir voru á vegum Hins hússins og var<br />

heimsókn til Háskólans hluti af dagskrá þeirra hérlendis.<br />

Eitt af verkefnum ráðsins á árinu var útgáfa bæklingsins Háskóli fyrir alla: Aðgengi<br />

og úrræði við Háskóla Íslands. Markmiðið með útgáfunni var að gera jafnréttisstarf<br />

og þjónustu Háskólans sýnilegri og er markhópur bæklingsins allir<br />

þeir sem búa við einhvers konar fötlun eða hömlun. Bæklingurinn var sendur til<br />

námsráðgjafa allra framhaldsskóla á landinu á haustmisserinu. Í lok september<br />

stóð ráð um málefni fatlaðra fyrir kynningu um málefni fatlaðra stúdenta við Háskóla<br />

Íslands í Öskju. Meðal annars var bæklingurinn Háskóli fyrir alla: Aðgengi<br />

og úrræði við Háskóla Íslands kynntur og fulltrúi Fortúnu, félags um málefni fatlaðra<br />

stúdenta við HÍ, sagði frá starfsemi félagsins. Fjölmörgum var boðið til<br />

kynningarinnar, bæði innan sem utan skólans og var hún einkar vel sótt.<br />

Á haustdögum fékk ráð um málefni fatlaðra styrk úr háskólasjóði til aðgengisúttektar<br />

á vef Háskóla Íslands. Fyrirtækið SJÁ sá um úttektina og lá skýrsla um aðgengið<br />

fyrir í desember. Markmiðið með aðgengisúttektinni var að auðvelda að<br />

gera vefinn aðgengilegan öllum hópum, óháð fötlun. Er þá lögð áhersla á að vefurinn<br />

sé aðgengilegur fyrir blinda, sjóndapra, lesblinda, hreyfihamlaða, flogaveika<br />

og greindarskerta. Í ljós kom að vefur Háskólans var að ýmsu leyti til fyrirmyndar.<br />

Einhverjar lagfæringar þarf þó að ráðast í og í desember var það mál í athugun<br />

hjá RHÍ. Í nóvember kom út skýrslan Háskólanám án heyrnar: Skýrsla um námsog<br />

félagslega stöðu tveggja heyrnarlausra nemenda við Háskóla Íslands.<br />

Skýrslan er eftir Kristjönu Mjöll Sigurðardóttur MA og var hún unnin fyrir ráð um<br />

málefni fatlaðra. Markmiðið með henni var meðal annars að ráðið geti kynnt sér<br />

stöðu heyrnarlausra nemenda við HÍ og hugað að aðgerðum í þágu heyrnarlausra<br />

nemenda í kjölfar hennar.<br />

Að beiðni rektors ákvað ráð um málefni fatlaðra að kalla saman tímabundinn<br />

starfshóp til að huga að geðheilbrigðisáætlun Háskóla Íslands. Starfshópurinn er<br />

skipaður Rögnu Ólafsdóttur, fulltrúa námsráðgjafar, Þóru Margréti Pálsdóttur,<br />

fulltrúa starfsmannasviðs, Bertrand Lauth, fulltrúa læknadeildar, Gabríelu Zuilmu<br />

Sigurðardóttur, fulltrúa félagsvísindadeildar, Jóhönnu Bernharðsdóttur, fulltrúa<br />

hjúkrunarfræðideildar og Jóni Eggert Víðissyni og Ingibjörgu Þórðardóttur, fulltrúum<br />

Maníu, félags fólks innan Háskóla Íslands með geðraskanir. Fyrsti fundur<br />

hópsins var í desember og er stefnt að því að afrakstur starfshópsins líti dagsins<br />

ljós með vorinu.<br />

71


Skjalasafn<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn skjalasafns Háskóla Íslands <strong>2005</strong> skipuðu Guðmundur Jónsson prófessor,<br />

formaður, Amalía Skúladóttir, skrifstofustjóri og Ágústa Pálsdóttir, lektor. Guðmundur<br />

sem verið hafði í stjórn frá árinu 2001 lét af starfi í júní og í hans stað var<br />

skipaður Már Jónsson prófessor í október og um leið tók Ágústa við formennsku.<br />

Magnús Guðmundsson var forstöðumaður skjalasafnsins, og Ásdís Káradóttir<br />

skjalavörður til 20. september. Pétur Valsson, nemi í sagnfræði og kvikmyndafræði<br />

var í fullu starfi um sumarið og í 30% starfi við skráningu í málaskrá á<br />

haustmisseri.<br />

Hópvinnukerfið GoPro<br />

Umsjón með málaskrár- og hópvinnukerfinu GoPro var eitt af helstu verkefnum<br />

skjalasafnsins. Samtals voru 1.048 ný mál skráð í málaskrá á árinu með 10.199<br />

færslum, sem gera 9,7 færslur á hvert mál. Málum fjölgaði um 8% og færslum<br />

fjölgaði um 8% frá árinu 2004.<br />

Fjöldi nýrra mála, færslur við þau og meðalfjöldi af skjölum við hvert mál á árunum<br />

2000-<strong>2005</strong><br />

Ný mál Undirskjöl Meðalfjöldi<br />

skjala á mál<br />

2000 712 4.760 6,7<br />

2001 666 4.134 6,2<br />

2002 695 5.476 7,8<br />

2003 800 6.000 7,5<br />

2004 843 7.992 9,5<br />

<strong>2005</strong> 1.048 10.199 9,7<br />

Haldin voru einstaklingsnámskeið fyrir starfsfólk á skrifstofum og notendum<br />

kerfisins fjölgaði. Guðrún Valgerður Bóasdóttir, kerfisfræðingur hjá Nemendaskrá,<br />

starfaði með safninu við uppsetningu á hópvinnukerfinu, auk þess sem<br />

María Hjaltalín, kerfisfræðingur kemur reglulega frá fyrirtækinu Hugviti og hjálpar<br />

til með verkefni sem útaf standa.<br />

Skil til skjalasafns Háskólans<br />

Ýmsar stærri og smærri sendingar hafa borist skjalasafninu á árinu <strong>2005</strong> sérstaklega<br />

frá skrifstofum skólans. Hér er stiklað á stóru:<br />

• Þrjú bréfabindi bárust af uppskriftum af gögnum frá Sigurði Þórarinssyni,<br />

prófessor sem Sigurður Steinþórsson, prófessor færði safninu. Pétur Valsson,<br />

háskólanemi var ráðinn í sumarstarf til að flokka og skrá skjalasafn<br />

Sigurðar Þórarinssonar og hefur skjalaskráin verið sett á heimasíðu skjalasafnsins:<br />

http://www2.hi.is/page/skjalaskrar<br />

• Vinnubækur nemenda í lyfjafræði sem fóru í verklega þjálfun í apótek. Þrír<br />

kassar með slíkum bókum bárust frá Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni<br />

en upprunalega komu þeir frá Reykjavíkur apóteki.<br />

• 24 skjalaöskjur með bréfum nemenda frá félagsvísindadeild.<br />

• Gerðabók guðfræðideildar 1994-2003.<br />

Ýmis konar þjónusta<br />

• Starfsmenn safnsins fóru í fjölda skjalavitjana á skrifstofur skólans og veittu<br />

ráð og leiðbeiningar um skjalastjórn og skjalavörslu, auk þess sem hollráð<br />

eru daglega veitt í gegnum síma og með tölvupósti. Fjöldi fólks úr stjórnsýslu<br />

kemur reglulega til að fá lánuð skjöl eða afrit af þeim, og vaxandi eftirspurn<br />

er eftir ljósmyndum.<br />

• Endurskoðuð var stefna í minjavörslu og skipuð minjanefnd sem starfar<br />

samhliða stjórn skjalasafnsins. Minjanefnd skipa: Ebba Þóra Hvannberg,<br />

dósent, Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður og Valþór Sigurðsson, byggingarstjóri.<br />

• Ásdís Káradóttir sá um ritstjórn á Handbók um skjalagerð í Háskóla Íslands<br />

sem Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor hafði tekið saman og kom út í apríl<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Forstöðumaður sá um Árbók Háskóla Íslands ásamt Magnúsi Diðriki Baldurssyni<br />

og kom hún út fyrir háskólafund í maí. Baldvin M. Zarioh, Magnús<br />

Diðrik og Magnús Guðmundsson sáu um útgáfu Ritaskrár Háskóla Íslands<br />

2004 sem er fylgirit Árbókar.<br />

72


Erlent samstarf<br />

Magnús sótti þing háskólaskjalavarða á vegum alþjóðlega skjalaráðsins<br />

International Council on Archives/Section on University and Research Institutions<br />

Archives (ICA/SUV) sem haldið var í East Lansing, Michigan hinn 6.-9. september<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Rekstur og framkvæmdir<br />

Almennt<br />

Almennt<br />

Rekstrar og framkvæmdasvið er önnur af tveimur meginstoðum sameiginlegrar<br />

stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk rekstrar- og framkvæmdasviðs er að hafa<br />

umsjón með málefnum er lúta að rekstrarlegri umsýslu Háskólans, fjármálum,<br />

byggingum og nýframkvæmdum. Tilgangur sviðsins er að bæta rekstrarferla<br />

skólans með það að markmiði að reksturinn sé skilvirkur og styðji við heildarmarkmið<br />

skólans á hverjum tíma.<br />

Framkvæmdastjóri sviðsins er Guðmundur R. Jónsson. Ásta Hrönn Maack gegndi<br />

stöðu skrifstofustjóra árið <strong>2005</strong>.<br />

Með sviðinu störfuðu eftirfarandi nefndir: Fjármálanefnd, byggingarnefnd og<br />

dómnefnd Háskólatorgs, byggingarnefnd náttúrufræðihúss, samráðsnefnd Félags<br />

háskólakennara og Háskóla Íslands og stjórn íþróttahúss Háskóla Íslands.<br />

Háskólatorg<br />

Lögð var lokahönd á kröfu- og þarfalýsingu Háskólatorgs. Við undirbúning útboðs<br />

um hönnun og byggingu Háskólatorgs var ákveðið að beita þeirri útboðsaðferð í<br />

fyrsta sinn hérlendis að festa fjárhæð verkefnisins. Greiðsla fyrir Háskólatorg var<br />

ákveðin 1,6 milljarður króna, sem skyldi unnið í samræmi við kröfu- og þarfalýsingu.<br />

Útboðsaðferðin felur í sér að við mat á tillögum tekur verkkaupi einungis<br />

afstöðu til gæða þeirra, þar sem kostnaður er fyrir fram ákveðinn í stað<br />

þess að vega saman verðtilboð og gæði eins og tíðkast hefur. Með þessu móti er<br />

dregið úr líkum á að lakari tillaga verði fyrir valinu á grundvelli lægra verðs, jafnvel<br />

þótt óverulegur munur sé á milli kostnaðar við hana og kostnaði við bestu tillöguna.Í<br />

mars <strong>2005</strong> var efnt til forvals þar sem verktaki og hönnuðir sóttu í sameiningu<br />

um að taka þátt í samkeppni um hönnun og byggingu Háskólatorgs. Niðurstöður<br />

forvalsins lágu fyrir í apríl og voru eftirtaldir fimm bjóðendur valdir til<br />

þátttöku:<br />

• Íslenskir aðalverktakar hf. ásamt samræmingarhönnuðunum Ögmundi<br />

Skarphéðinssyni frá Hornsteinum og Ingimundi Sveinssyni frá TIS.<br />

• ÞG verktakar ehf. ásamt samræmingarhönnuðinum Sigurði Halldórssyni frá<br />

Glámu Kím.<br />

• Ístak hf. ásamt samræmingarhönnuðinum Steve Christer frá Studio Granda.<br />

• Keflavíkurverktakar ehf. ásamt samræmingarhönnuðinum Sigurði Hallgrímssyni<br />

frá Arkþing.<br />

• JB byggingarfélag ehf. ásamt samræmingarhönnuðinum Ormari Þór Guðmundssyni.<br />

Dómnefnd um Háskólatorg tók til starfa í lok apríl. Byggingarnefnd Háskólatorgs<br />

tók sæti í dómnefnd ásamt arkitektunum Þorsteini Gunnarssyni og Þorvaldi S.<br />

Þorvaldssyni, fulltrúum frá Arkitektafélagi Íslands, samkvæmt sérstöku samkomulagi<br />

Háskólans og félagsins. Þá starfaði Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt<br />

einnig með dómnefndinni. Ritari dómnefndar var Ásta Hrönn Maack skrifstofustjóri.<br />

Dómnefnd yfirfór útboðsgögn og á fundi með bjóðendum í byrjun maí voru<br />

þeim afhentir útboðs- og samningsskilmálar ásamt kröfu- og þarfalýsingu Háskólatorgs.<br />

Veittir voru rúmir þrír mánuðir til tillögugerðar og þrír frestir til athugasemda<br />

og fyrirspurna. Alls bárust rúmlega 60 athugasemdir og fyrirspurnir.<br />

Sneru flestar að fjárhæð verksins og skilafresti tillagna. Skilafrestur rann út<br />

fimmtudaginn 22. september <strong>2005</strong> og skiluðu þá fjórir fyrrgreindir bjóðendur tillögu<br />

að Háskólatorgi til tengiliðs samkeppninnar hjá Ríkiskaupum. Einn bjóðandi<br />

skilaði jafnframt líkani sem dómnefnd tók til skoðunar. Einn bjóðandi, (JB byggingarfélag<br />

ehf. ásamt samræmingarhönnuðinum Ormari Þór Guðmundssyni ) tilkynnti<br />

bréflega að hann myndi ekki leggja fram tillögu.<br />

Fundarstörfum dómnefndar var skipt í tvær lotur. Í upphafi var farið yfir almenna<br />

kynningu sem bjóðendur skiluðu með tillögum sínum undir leiðsögn fulltrúa<br />

74


Arkitektafélagsins. Daginn eftir rýndu dómnefndarmenn greinargerðir og teikningar.<br />

Dómnefnd fól fulltrúa Framkvæmdasýslu ríkisins að meta hvort tillögurnar<br />

vikju verulega frá kröfu- og þarfalýsingu svo sem um stærðir, innra fyrirkomulag<br />

og tengsl einstakra starfseininga. Þá fól nefndin fulltrúa Skipulags- og umhverfisstofu<br />

Reykjavíkur að meta hvort einhver tillagnanna viki verulega frá samþykktri<br />

tillögu um deiliskipulag svæðisins. Mat beggja var að allar tillögur skyldi taka til<br />

mats. Eftir viku fundahlé kom dómnefnd saman að nýju og vann að umsögnum<br />

um tillögurmar. Þegar dómnefnd hafði komist að niðurstöðu voru umslög með<br />

nöfnum bjóðenda opnuð að viðstöddum trúnaðarmanni keppenda, Haraldi Helgasyni<br />

arkitekt skipuðum af Arkitektafélagi Íslands.<br />

Í keppnislýsingu voru eftirtaldir þættir lagðir til grundvallar í mati dómnefndar við<br />

val á tillögu:<br />

• Byggingarlist, þar með talið form, efnisval og heildarmynd.<br />

• Rýmismyndun ásamt opnu og björtu yfirbragði.<br />

• Innra fyrirkomulag, sveigjanleiki og skipulag einstakra rýma.<br />

• Formræn tengsl við byggingar sem fyrir eru á háskólasvæðinu.<br />

• Tæknilegar og fagurfræðilegar tengingar nýbygginga við eldri byggingar í<br />

samræmi við kröfulýsingu.<br />

• Hagkvæmni í rekstri og viðhaldi.<br />

• Umferðar-, aðgengis- og öryggismál.<br />

• Aðlögun að umhverfinu.<br />

• Umhverfis- og vistfræðiþættir.<br />

• Samræmi við kröfu- og þarfalýsingu.<br />

Dómnefnd mat hverja tillögu fyrir sig með tilliti til þessara þátta og bar síðan<br />

saman einstaka þætti milli tillagna. Allt samstarf dómnefndar var til fyrirmyndar<br />

og niðurstaðan einróma.<br />

Það var mat dómnefndar að innsendar tillögur væru metnaðarfullar og fjölbreyttar<br />

og hver um sig gæfi nýja sýn á verkefnið. Þá taldi dómnefnd að sú útboðsaðferð<br />

sem var reynd í fyrsta sinn hérlendis og lýst er að framan hefði skilað tilætluðum<br />

árangri. Verktakar og hönnuðir hefðu lagst á eitt um að skila vönduðum<br />

verkum til heilla fyrir Háskólann.<br />

Dómnefnd ákvað að velja tillögu Íslenskra aðalverktaka að Háskólatorgi og var<br />

niðurstaðan tilkynnt við athöfn í hátíðarsal Háskólans 18. október. Í umsögn dómnefndar<br />

um tillöguna sagði meðal annars: „Tillagan ber vott um þroskaða heildarmynd<br />

og í henni er unnið með fá og einföld grunnform. Lagt er upp með samverkan<br />

ferninga og þríhyrndra forma annars vegar og samspil glers og sjónsteypu<br />

hins vegar, hvort tveggja á ferskan og árangursríkan hátt. Sú hugmynd að<br />

steypa byggingarnar ekki í sama mót, heldur laga hvora að sínu umhverfi, er<br />

djörf og útfærslan heppnast vel. Höfundur fléttar listaverk inn í tillöguna með<br />

áhrifaríkum hætti. Nefna má svífandi keilu yfir Torgi sem er bæði rammi listaverks<br />

og birtu- og ljósgjafi á báðar hæðir Torgs. Samfelldur meginþáttur í tillögunni<br />

er sérstök tenging milli nýbygginganna tveggja – Háskólatraðir – sem skapar<br />

fjölbreytt og áhugavert flæði milli nýbygginga og eldri húsa, með markvissu<br />

samspili ljóss og skugga. Innra fyrirkomulag er hnitmiðað í öllum megindráttum<br />

og kemur til móts við kröfur verkkaupa um sveigjanleika. Vel hefur tekist að<br />

tengja fyrirlestrasali og kennslustofur við miðrými í kjallara Háskólatorgs 1 þar<br />

sem nýtur beinnar dagsbirtu frá grasbrekku og ofanbirtu að sunnan. Á aðalhæð<br />

Háskólatorgsins er lifandi flæði á milli miðrýmis og bóksölu. Vel tekst að fella<br />

byggingarnar að ólíkum ytri aðstæðum. Í Háskólatorgi 1 er unnið með frjálsleg<br />

ytri form og léttleika auk þess sem norðurhluti kallast á við gamla jarðfræðihúsið.<br />

Háskólatorg 2 lætur lítið yfir sér á milli aðlægra húsa og endurspeglar strangt yfirbragð<br />

þeirra og gluggasetningu.“<br />

Þá þegar hófst fullnaðarhönnun bygginganna og var samningur milli íslenskra<br />

aðalverktaka og Háskóla Íslands um framkvæmdina var undirritaður 1. desember<br />

af Kristínu Ingólfsdóttur rektor og Gunnari Sverrissyni forstjóra Íslenskra aðalverktaka.<br />

Eftirlit framkvæmdarinnar er í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins en<br />

byggingarnefnd Háskólatorgs fer með umboð Háskóla Íslands sem verkkaupa.<br />

Framkvæmdir við byggingar Háskólatorgs hefjast í apríl 2006 og er ráðgert að<br />

ljúka uppsteypun og þökum í mars árið 2007. Þá hefst frágangur innanhús og<br />

áætlað er að vígsla fari fram 1. desember árið 2007.<br />

75


Samkeppni um skipulag lóðar<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss LSH<br />

Rekstrar- og framkvæmdasvið hafði umsjón með þátttöku Háskólans í undirbúningi<br />

að samkeppnislýsingu um uppbyggingu LSH-lóðarinnar. Samkeppnin fór<br />

fram sumarið <strong>2005</strong> og voru niðurstöður kynntar 11. október. Allar heilbrigðisvísindadeildir<br />

skólans áætluðu starfsemi sinna sviða til næstu 25 ára s.s. vísindastarfsemi,<br />

nemendafjölda, þróun kennslu og þörf fyrir aðbúnað og samþættingu<br />

sín á milli og við spítalann. Í samkeppnislýsingunni var gert ráð fyrir að allar<br />

heilbrigðisvísindagreinar Háskólans flyttu á LSH-lóð þar sem væri að finna sjálfstætt<br />

kennsluver fyrir grunngreinakennslu, tilraunaaðstöðu, aðstöðu fyrir nemendur<br />

og kennara ásamt aðstöðu fyrir sameiginlega stoðþjónustu. Þá var í lýsingunni<br />

gert ráð fyrir að kennsluaðstaða í klínískri kennslu samþættist inn í húsnæði<br />

spítalastarfseminnar og að samnýtt yrðu ýmis rými fyrir bæði starfsemi spítalans<br />

og háskólans.<br />

Á árinu 2006 er áfram unnið að þarfagreiningu fyrir frumkostnaðaráætlun verkefnisins.<br />

Ætlunin er að fyrsti áfangi byggingarframkvæmda á lóðinni hefjist í apríl<br />

2008.<br />

Náttúrufræðihúsið Askja<br />

Unnið var að lokafrágangi og úttekt á framkvæmdinni með eftirliti.<br />

Íþróttahús Háskóla Íslands<br />

Línuhönnun lagði fram kostnaðaráætlun um að klæða íþróttahúsið að utan og<br />

nemur hún um 40-45 milljónum króna. Endurnýjuð var kaffiaðstaða umsjónarmanna<br />

íþróttahússins og eldhúsinnrétting sett upp. Unnin var stefnumótun fyrir<br />

íþróttahúsið til næstu fimm ára. Skilgreint var formlegt hlutverk íþróttahúss Háskólans,<br />

styrkleikar og veikleikar íþróttahússins/starfseminnar, tækifæri til þróunar<br />

og breytinga á starfseminni og fyrir hverja íþróttahúsið eigi að vera – viðskiptavinir.<br />

Vísindagarðar<br />

Þorvarður Elíasson gegndi starfi framkvæmdastjóra Vísindagarða Háskóla Íslands<br />

á árinu. Rætt var við ýmsa aðila um hugsanlegan flutning á svæðið. Þá var<br />

gengið frá ýmsum atriðum er snúa að fyrirkomulagi um uppbyggingu svæðisins.<br />

Helstu endurbætur á húsnæði<br />

Árlega er unnið að fjölmörgum viðhaldsverkefnum í hinum ýmsu byggingum<br />

skólans. Sem dæmi má nefna fyrirhugaðar endurbætur á ytra byrði íþróttahússins<br />

sem munu standa yfir árið <strong>2005</strong>-2006 og endurnýjun á salernum og gólfefnum<br />

í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.<br />

Innleiðing upplýsingakerfa<br />

Áfram verður haldið í innleiðingu fjárhags-, mannauðs og launakerfis Oracle E-<br />

business suite. Innleiðingu launakerfis lauk í janúar <strong>2005</strong> og mannauðshluti kerfisins<br />

verður tekinn í notkun á fyrri hluta ársins 2006. Þá verður unnið að endurbótum<br />

á upplýsingagjöf og skýrslugerð úr kerfinu.<br />

Fjárreiður og rekstur<br />

Starfsemi fjárreiðusviðs<br />

Helstu verkefni fjárreiðusviðs eru áætlanagerð, fjárvarsla, innkaup, launaafgreiðsla<br />

og reikningshald. Þá vinnur sviðið með fjármálanefnd og samráðsnefnd<br />

um kjaramál. Sú breyting varð í upphafi árs <strong>2005</strong> að upplýsingaskrifstofa sameinaðist<br />

rektorsskrifstofu.<br />

Eyrún Linda Magnúsdóttir, viðskiptafræðingur, lét af störfum á árinu og í hennar<br />

stað kom Jón Magnús Sigurðarson, hagfræðingur. Ráðinn var nýr starfsmaður í<br />

reikningshald, Auður Þórhildur Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur. Birna Björnsdóttir,<br />

fulltrúi, tók við nýju starfi á upplýsingaskrifstofu og í hennar stað kom Jóhanna<br />

Linda Hauksdóttir.<br />

Leitað var sérstaklega tilboða í öll stærri innkaup og má þar nefna kaup á 130<br />

tölvumr fyrir tölvuver og 20 tölvum og skjávarpa fyrir kennslustofur. Hagstæð<br />

tilboð fengust í öllum tilvikum. Fundað var með Ríkiskaupum um útboð á rafrænum<br />

viðskiptum og svokallað rafrænt markaðstorg RM var í notkun við inn-<br />

77


kaup á rekstrarvörum. Þá hefur innkaupakort ríkisins verið notað í vaxandi<br />

mæli við innkaup.<br />

Framkvæmdastjóri fjárreiðusviðs og deildarstjóri áætlanadeildar unnu með fjármálanefnd<br />

háskólaráðs eins og áður. Nefndin vann með sviðinu að mörgum þeim<br />

verkefnum sem hér hafa verið talin upp.<br />

Framkvæmd kennslusamnings<br />

Rektor og menntamálaráðherra undirrituðu 5. október 1999 samning um kennslu<br />

og fjárhagsleg samskipti. Markmið Háskóla Íslands með samningnum er að tryggja<br />

að fjárveitingar verði í takt við nemendafjölda og virkni nemenda í námi. Á árinu<br />

2003 var óskað eftir endurskoðun á samningnum því virkir nemendur eru nú<br />

fleiri en gert var ráð fyrir. Endurskoðaður samningur var undirritaður en ekki<br />

tókst að tryggja að Háskóli Íslands fengi greitt fyrir alla nemendur sem þreyttu<br />

próf við skólann.<br />

Hinn 1. nóvember <strong>2005</strong> skilaði Háskóli Íslands kennsluuppgjöri vegna ársins <strong>2005</strong><br />

í samræmi við kennslusamning. Þar kom fram að á háskólaárinu 2004-<strong>2005</strong> voru<br />

skráðir 8.725 nemendur við skólann. Virkni nemenda jókst og var að meðaltali<br />

66,6% og virkir nemendur til uppgjörs vegna kennslu voru 5.807. Virkum nemendum<br />

fjölgaði um 78 (1,4%) á milli ára. Á fjárlögum var aðeins reiknað með 5.450<br />

virkum nemendum. Ekki fékkst greitt fyrir 321 nemanda sem samkvæmt reiknilíkani<br />

hefði gefið háskólanum 203,3 m.kr. viðbótarfjárveitingu. Á síðustu 5 árum<br />

hefur Háskóli Íslands skilað 23.627 virkum nemendum samanborið við 25.756<br />

samkvæmt forsendum fjárlaga. Eftir standa 2.129 virkir nemendur sem ekki hefur<br />

fengist greitt fyrir að fullu. Samkvæmt útreikningum nemur óuppgerð kennsla<br />

759 m.kr. á síðustu 5 árum.<br />

Launahækkanir og þá sérstaklega laun kennara hafa hækkað mun meira en<br />

reiknilíkan vegna kennslu á háskólastigi tekur tillit til. Talið er að 400 m.kr. vanti á<br />

fjárveitingu menntamálaráðuneytisins til þess að einingarverð vegna kennslu taki<br />

mið af launþróun á háskólastiginu. Háskólinn hefur farið fram á að ráðuneytið<br />

greiði kennslu allra nemenda skólans á einingarverði sem taki tillit til núgildandi<br />

kjarasamninga og úrskurðar kjaranefndar um laun prófessora. Útgjöld vegna<br />

kennslu námu 3.170 m.kr. og tekjur voru 513 m.kr. Þar af voru tekjur af skrásetningargjöldum<br />

355 m.kr.<br />

Rannsóknasamningur og önnur verkefni<br />

Í desember 2003 var endurnýjaður samningur við menntamálaráðuneytið um<br />

rannsóknir. Þrátt fyrir ákvæði í fyrri samningi um að árangurstengja fjárveitingar<br />

til rannsókna náðist ekki samkomulag um það. Hlutur rannsóknarfjárveitingar<br />

hefur því farið lækkandi og nægir ekki til þess að mæta rannsóknarkostnaði skólans,<br />

sem meðal annars innifelur rannsóknarhluta kennaralauna. Útgjöld vegna<br />

rannsókna og annarra verkefna námu 3.532 m.kr., sértekjur 1.644 m.kr. og fjárveiting<br />

1.371,5 m.kr. Það vantar því 516 m.kr. upp á að fjárveiting og sértekjur<br />

dugi fyrir útgjöldum.<br />

Heildartölur um rekstur <strong>2005</strong><br />

Fjárveiting á fjárlögum nam 4.269,2 m.kr. Til viðbótar komu fjárheimildir frá<br />

menntamálaráðuneytinu vegna sérstakra verkefna að upphæð 55,7 m.kr. og<br />

vegna launahækkana 181,8 m.kr., og úr ritlauna- og rannsóknarsjóði prófessora<br />

komu 200,5 m.kr. í hlut prófessora við HÍ. Verulegur hluti þess var vegna uppgjörs<br />

á dómsmáli. Samtals námu fjárheimildir 4.706,8 m.kr. og uxu um 11,5% frá fyrra<br />

ári.<br />

Greiðslur úr ríkissjóði á árinu námu 5.016,9 m.kr. og versnaði staða Háskóla Íslands<br />

við ríkissjóð um 310,2 m.kr. og skuldaði Háskólinn ríkissjóði 884,9 m.kr. í<br />

árslok. Ef skólinn fær að fullu greitt fyrir kennslu áranna 2001-<strong>2005</strong> verður hægt<br />

að jafna stöðuna við ríkissjóð.<br />

Sértekjur námu alls 2.442,6 m.kr. samanborið við 2.299,3 m.kr. í fyrra. Sértekjur<br />

jukust um 143,3 m.kr. eða 5,9%. Erlendar tekjur námu 399,3 m.kr. og lækkuðu um<br />

26,1% fá fyrra ári. Innlendir styrkir voru 598,0 m.kr. og hækkuðu um 31,6%. Rekstrartekjur<br />

alls hækkuðu um 9,6% og námu 7.149,4 m.kr. samanborið við 6.521,9<br />

m.kr. árið 2004.<br />

78


Tekjur Háskóla Íslands 2000-<strong>2005</strong> í m.kr.<br />

8.000<br />

7.000<br />

6.000<br />

5.000<br />

4.000<br />

3.000<br />

2.000<br />

1.000<br />

0<br />

2.014 2.214 2.443<br />

1.798 1.814 1.884<br />

2.973 3.362 3.602 4.054 4.223 4.707<br />

2000 2001 2002 2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Sértekjur<br />

Fjárveitingar<br />

Útgjöld námu alls 7.179,2 m.kr. samanborið við 6.658,0 m.kr. 2004. Tekjuhalli nam<br />

29,8 m.kr. samanborið við 136,1 m.kr. halla síðastliðið ár. Heildarútgjöld hækkuðu<br />

um 521,2 m.kr. eða 7,8% á milli ára. Þetta skiptist þannig að rekstrarútgjöld hækkuðu<br />

um 710,0 m.kr. eða 11,6% á milli ára en framkvæmdaliðir lækkuðu um 188,8<br />

m.kr. Þessi mikla lækkun framkvæmdaliða endurspeglar verklok við Öskju á árinu<br />

2004. Ársverkum fjölgaði ekki milli ára og voru 985. Laun á hvert ársverk óx<br />

um 14,4% og launakostnaður alls úr 4.269,7 m.kr. í 4.883,6 m.kr.<br />

Fjölgun starfsmann og aukning launa- og annars reksturskostnaðar á liðnum árum<br />

hefur verið mun minni en sem nemur nemendafjölgun og verðlagshækkunum.<br />

Kennsla<br />

Nemendum hefur fjölgað á umliðnum árum og voru í október <strong>2005</strong> alls 8.939. Á<br />

sama tíma fjölgaði föstum kennurum ekki og raunkostnaður við kennslu hefur<br />

lækkað verulega. Þrátt fyrir það hafa kennsludeildir safnað upp umtalsverðum<br />

halla á liðnum árum. (þetta var komið áður).<br />

Bókfærð gjöld umfram sértekjur á kennsludeildir námu 3.176,3 m.kr. og fjárveiting<br />

3.130,4 m.kr. Halli á rekstri kennsludeilda nam því 45,9 m.kr. Tekjur Endurmenntunarstofnunar<br />

Háskólans uxu um þriðjung á milli ára og skilaði reksturinn<br />

afgangi eftir tímabundinn halla árið áður.<br />

Rannsóknir<br />

Ekki varð aukning á styrkjum til rannsókna á árinu <strong>2005</strong> eins og árið áður. Styrkir<br />

námu 997,2 m.kr. samanborið við 994,7 m.kr. árið 2004. Tekjur af innlendum styrkjum<br />

jukust um 98 m.kr. en erlendir styrkir drógust saman um 96 m.kr. Styrkirnir<br />

eru að mestu til rannsókna, en þó er hluti erlendu styrkjanna ætlaður til aukinna<br />

erlendra samskipta nemenda og kennara. Aðrar sértekjur af þjónustu og rannsóknum<br />

námu 456 m.kr. samanborið við 442 m.kr. í fyrra.<br />

Erlendar tekjur, 444 m.kr., voru til rannsókna og til þess að efla erlend samskipti.<br />

Meðal verkefna sem hlutu erlenda styrki yfir 2 m.kr. voru: viðskipta- og hagfræðideild,<br />

styrkur frá EFTA vegna kennslu króatískra hagfræðinema og frá Statistisk<br />

Sentralbyrå til hagrannsókna; Hagfræðistofnun, styrkur frá ESB vegna rannsókna á<br />

umhverfismálum; heimspekideild vegna kennslu í japönsku, norræns sumarnámskeiðs,<br />

norræns rannsóknarverkefnis í heimspeki, Icelandic Online, vefseturs í íslensku<br />

og þýskrar orðabókar; tannlæknadeild vegna rannsókna á bakteríum í<br />

munni; raunvísindadeild vegna ýmissa líffræði-, heimskauta-, matvæla- og vetnisrannsókna;<br />

félagsvísindadeild vegna rannsókna í félagsfræði; hjúkrunarfræðideild<br />

vegna kennaraskipta; Rannsóknarstofa í kynjafræðum vegna rannsókna á stöðu<br />

kynjanna; Rannsóknarsetrið á Höfn í Hornafirði til rannsókna á áhrifum ferðamennsku<br />

á umhverfi, Rannsóknaþjónusta Háskólans vegna ýmissa rannsóknarverkefna,<br />

LEONARDO og reksturs upplýsingaþjónustu ESB; Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins<br />

vegna COMENIUS, SOKRATES, GRUNDTVIK, NORDPLUS-stúdentaskipta,<br />

e-TWINNING og reksturs SOKRATES skrifstofu og NORDPLUS-SPROG skrifstofu;<br />

Námsráðgjöf vegna rannsókna á brottfalli nemenda.<br />

79


Ársreikningur<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong><br />

Rekstrarreikningur <strong>2005</strong> 2004 Breyting<br />

þús.kr. þús.kr. %<br />

Rekstrartekjur:<br />

Fjárlög 4.269.200 4.031.500 5,9%<br />

Sérverkefni 42.500 22.000 93,2%<br />

Fjáraukalög og fjárheimildir 395.100 169.106 133,6%<br />

Fjárveiting alls 4.706.800 4.222.606 11,5%<br />

Framlag Happdrættis H.Í. 255.000 345.229 -26,1%<br />

Skrásetningargjöld 355.104 242.259 46,6%<br />

Endurmenntun, símenntun 366.827 273.758 34,0%<br />

Erlendar tekjur (styrkir) 444.447 540.281 -17,7%<br />

Innlendir styrkir 552.788 454.382 21,7%<br />

Aðrar sértekjur 455.983 441.692 3,2%<br />

Vextir 12.427 1.700 631,0%<br />

Sértekjur 2.442.576 2.299.301 6,2%<br />

Rekstrartekjur alls 7.149.376 6.521.907 9,6%<br />

Rekstrargjöld:<br />

Sameiginleg stjórnsýsla 548.052 482.974 13,5%<br />

Guðfræðideild 53.150 53.679 -1,0%<br />

Læknadeild 533.013 532.714 0,1%<br />

Lagadeild 126.347 109.635 15,2%<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 356.461 336.987 5,8%<br />

Hugvísindadeild 644.530 549.670 17,3%<br />

Lyfjafræðideild 79.537 81.451 -2,3%<br />

Tannlæknadeild 131.526 118.748 10,8%<br />

Verkfræðideild 453.384 425.022 6,7%<br />

Raunvísindadeild 868.162 721.805 20,3%<br />

Félagsvísindadeild 569.288 462.256 23,2%<br />

Hjúkrunarfræðideild 219.773 188.402 16,7%<br />

Rannsókastofnanir utan deilda 92.556 95.686 -3,3%<br />

Þjónustustofnanir 774.784 767.291 1,0%<br />

Endurmenntunarstofnun 307.958 285.925 7,7%<br />

Sameiginlegur kostnaður deilda 601.857 447.705 34,4%<br />

Vextir 17.828 17.828 0,0%<br />

Rekstur fasteigna 436.929 427.374 2,2%<br />

Rekstur alls 6.815.135 6.105.152 11,6%<br />

Viðhald fasteigna 175.287 181.338 -3,3%<br />

Tæjakaup 49.150 71.665 -31,4%<br />

Nýbyggingar 139.614 299.812 -53,4%<br />

Viðhald og nýbyggingar 364.051 552.815 -34,1%<br />

Útgjöld alls 7.179.186 6.657.967 7,8%<br />

Tekjuhalli ársins -29.810 -136.060 -78,1%<br />

Efnahagsreikningur <strong>2005</strong> 2004<br />

þús.kr. þús.kr.<br />

Eignir<br />

Handbært fé 417.058 298.821<br />

Skammtímakröfur 426.110 330.981<br />

Hlutafé 114.371 111.371<br />

Eignir alls 957.539 741.173<br />

Skuldir<br />

Langtímaskuldir 50.086 47.504<br />

Viðskiptareikningur ríkissjóðs 884.846 574.718<br />

Skammtímaskuldir 126.093 192.627<br />

Höfuðstóll -103.486 -73.676<br />

Skuldir alls 957.539 741.173<br />

80


Yfirlit yfir rekstur einstakra verkefna árið <strong>2005</strong><br />

Allar tölur eru í þúsundum króna<br />

Útgjöld Tekjur og Mismunur Fjárveiting Afgangur Afgangur<br />

millifærsl. /-Halli /-Halli<br />

Kennslu- og vísindadeildir:<br />

Guðfræðideild 53.150 4.551 48.599 47.183 -1.416 765<br />

Læknadeild 533.013 143.244 389.769 395.612 5.843 -22.999<br />

Lagadeild 126.347 7.887 118.460 114.686 -3.774 -3.895<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 356.461 54.906 301.555 276.530 -25.025 8.898<br />

Hugvísindadeild 644.530 119.932 524.598 469.996 -54.602 -31.149<br />

Lyfjafræðideild 79.537 19.827 59.710 64.911 5.201 -10.462<br />

Tannlæknadeild 131.526 38.888 92.638 95.256 2.618 -9.935<br />

Verkfræðideild 453.384 133.954 319.430 357.950 38.520 10.041<br />

Raunvísindadeild 868.162 189.934 678.228 634.999 -43.229 -17.433<br />

Félagsvísindadeild 569.288 133.001 436.287 448.867 12.580 35.454<br />

Hjúkrunarfræðideild 219.773 12.713 207.060 224.388 17.328 2.825<br />

Kennsludeildir samtals 4.035.171 858.837 3.176.334 3.130.378 -45.956 -37.890<br />

Sameiginleg stjórnsýsla 548.052 62.155 485.897 480.806 -5.091 19.972<br />

Rannsóknastofnanir utan deilda 92.556 77.096 15.460 23.448 7.988 6.897<br />

Þjónustustofnanir 774.784 621.731 153.053 126.955 -26.098 23.738<br />

Endurmenntunarstofnun 307.958 333.243 -25.285 0 25.285 -28.695<br />

Sameiginlegur kostnaður deilda 619.685 193.195 426.490 408.565 -17.925 -51.337<br />

Rekstur fasteigna 436.929 8.319 428.610 408.131 -20.479 -36.758<br />

Rekstur samtals 6.815.135 2.154.576 4.660.559 4.578.283 -82.276 -104.073<br />

Framkvæmdafé:<br />

Viðhald fasteigna 175.287 19.945 155.342 161.054 5.712 16.558<br />

Tækjakaup 49.150 2.623 46.527 41.963 -4.564 15.910<br />

Nýbyggingar 139.614 10.432 129.182 180.500 51.318 -83.319<br />

Happdrættisfé 0 255.000 -255.000 -255.000 0 0<br />

Framkvæmdafé samtals 364.051 288.000 76.051 128.517 52.466 -50.851<br />

Háskóli Íslands samtals 7.179.186 2.442.576 4.736.610 4.706.800 -29.810 -154.924<br />

Framkvæmdafé Háskóla Íslands árið <strong>2005</strong> í þús. kr.<br />

Háskólatorg 28.323<br />

Náttúrufræðahús 82.192<br />

Tölvunet 15.149<br />

Umsjón og smærri verk 3.518<br />

Nýbyggingar alls 129.182<br />

Viðhald fasteigna 155.342<br />

Tækjakaup 24.379<br />

Húsgögn og búnaður 22.148<br />

Framkvæmdafé alls 331.051<br />

Sameiginleg stjórnsýsla og rekstur fasteigna<br />

Jafnvægi var í rekstri sameiginlegrar stjórnsýslu á árinu <strong>2005</strong> þrátt fyrir aukin<br />

umsvif skólans. Nokkur halli varð hins vegar á sameiginlegum kostnaði, einkum<br />

vegna kjarabundins ákvæðis um Ritlauna- og rannsóknarsjóð prófessora og<br />

vinnumatssjóð Félags háskólakennara. Ennfremur varð 20,5 m.kr. halli á rekstri<br />

fasteigna samanborið við 40 m.kr. halla árið á undan.<br />

Framkvæmdafé<br />

Framlög frá Happdrætti Háskóla Íslands til viðhalds bygginga, framkvæmda og<br />

tækjakaupa námu 255 m.kr. og drógust saman um 90 m.kr. frá fyrra ári. Skýringin<br />

er sú að á árinu 2004 lauk byggingarframkvæmdum við Öskju. Þá var endurbyggt<br />

húsnæði á jarðhæð í Haga fyrir 40,8 m.kr. og stækkuð og endurbyggð efsta<br />

hæðin á Neshaga fyrir 15,2 m.kr. Stærstu viðhaldsverkefnin voru unnin við Neshaga<br />

16, Raunvísindastofnunarhús og Íþróttahús.<br />

81


Yfirlit yfir stöðu einstakra verkefna í árslok <strong>2005</strong> (þús.kr.)<br />

Fært frá Afgangur Samtals<br />

fyrri árum /-Halli<br />

Kennslu- og vísindadeildir:<br />

Guðfræðideild -14.983 -1.416 -16.399<br />

Læknadeild 77.986 5.843 83.829<br />

Lagadeild -56.473 -3.774 -60.247<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 12.459 -25.025 -12.566<br />

Hugvísindadeild -148.948 -54.602 -203.550<br />

Lyfjafræðideild 7.600 5.201 12.801<br />

Tannlæknadeild -7.760 2.618 -5.142<br />

Verkfræðideild 73.623 38.520 112.143<br />

Raunvísindadeild -162.966 -43.229 -206.195<br />

Félagsvísindadeild 53.668 12.580 66.248<br />

Hjúkrunarfræðideild -714 17.328 16.614<br />

Kennsludeildir samtals -166.508 -45.956 -212.464<br />

Sameiginleg stjórnsýsla -107.737 -5.091 -112.828<br />

Rannsókastofnanir utan deilda -8.843 7.988 -855<br />

Þjónustustofnanir 117.842 -26.098 91.744<br />

Endurmenntunarstofnun 74.875 25.285 100.160<br />

Sameiginlegur kostnaður deilda 114.597 -17.925 96.672<br />

Rekstur fasteigna -79.823 -20.479 -100.302<br />

Rekstur samtals -55.597 -82.276 -137.873<br />

Framkvæmdafé:<br />

Viðhald fasteigna -24.739 5.712 -19.027<br />

Tækjakaup 34.544 -4.564 29.980<br />

Nýbyggingar -126.221 51.318 -74.903<br />

Happdrættisfé 0 0 0<br />

Framkvæmdafé samtals -116.416 52.466 -63.950<br />

Háskóli Íslands samtals -172.013 -29.810 -201.823<br />

Sjóðir og gjafir í vörslu<br />

Háskóla Íslands<br />

Almennt<br />

Í vörslu styrktarsjóða Háskóla Íslands eru ríflega fimmtíu sjóðir og gjafir sem borist<br />

hafa Háskólanum allt frá stofnum. Hluti sjóðanna starfar eftir staðfestri skipulagsskrá<br />

sem ætlar þeim að úthluta styrkjum til ýmissa verkefna nemenda, kennara eða<br />

vísindamanna. Fjárreiður styrktarsjóðanna eru aðskildar frá fjárreiðum skólans.<br />

Bókhald sjóðanna er sjálfstætt og lýtur endurskoðun löggiltra endurskoðunar og<br />

ríkisendurskoðunar. Endurskoðandi sjóðanna er Ólafur Viggó Sigurbergsson,<br />

löggiltur endurskoðandi hjá endurskoðunarfyrirtækinu PWC, en PWC færir jafnframt<br />

bókhald sjóðanna.<br />

Stjórn styrktarsjóða Háskóla Íslands var endurskipuð á fundi háskólaráðs 9. desember<br />

2004. Gylfi Magnússon dósent í viðskipta- og hagfræðideild er formaður en<br />

aðrir í stjórn eru Jóhann Ómarsson, forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka<br />

og Björg Thorarensen prófessor í lagadeild. Stjórnartími er til ársloka 2007. Þá<br />

situr stjórnarfundi Gunnlaugur H. Jónsson framkvæmdastjóri fjárreiðna Háskólans.<br />

Forstöðumaður styrktarsjóðanna er Ásta Hrönn Maack.<br />

Helstu atriði í starfsemi sjóðanna árið <strong>2005</strong><br />

Styrktarsjóðir Háskóla Íslands fengu til varðveislu og ávöxtunar minningarsjóð<br />

Guðrúnar Marteinsdóttur. Guðrún f. 15. janúar 1952, d. 24. nóvember 1994, var<br />

lektor og síðar dósent við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hún<br />

var formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði auk þess að gegna margvíslegum<br />

nefndar-og trúnaðarstörfum fyrir námsbrautina. Skólasystur, starfsfélagar<br />

í námsbraut í hjúkrunarfræði og aðrir hjúkrunarfræðingar sem átt höfðu samstarf<br />

við hana stofnuðu minningarsjóð Guðrúnar Marteinsdóttur, dósents, í desember<br />

1994 í þakklætis og virðingarskyni við hana fyrir brautryðjendastörf í þágu hjúkr-<br />

82


unarmenntunar á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er tvíþættur. Annars vegar að veita<br />

nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á<br />

sviði heilsugæslu og hins vegar að styrkja börn hinnar látnu. Miða skal við þessa<br />

tilhögun á styrkveitingu úr sjóðnum fram að 25 ára aldri barna hennar. Eftir þann<br />

tíma verður tilgangur sjóðsins einnig að styrkja hjúkrunarfræðinga til framhaldsnáms<br />

Hinn 9. febrúar <strong>2005</strong> undirrituðu Björgólfur Thor Björgólfsson formaður stjórnar Háskólasjóðs<br />

Eimskipafélags Íslands og Páll Skúlason rektor Háskóla íslands sameiginlega<br />

viljayfirlýsingu um Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands. Viljayfirlýsingin<br />

fól í sér í fyrsta lagi að sjóðurinn mundi verja ákveðnum hluta af hreinni eign sinni til<br />

að styrkja stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands, einkum<br />

doktorsnámi. Gert væri ráð fyrir að fyrstu styrkirnir yrðu veittir árið 2006 og færu<br />

heildarfjárhæð styrkja stighækkandi fram til ársins 2009. Í öðru lagi legði sjóðurinn<br />

500 milljónir króna til byggingu Háskólatorgs sem rís á háskólalóðinni árin 2006 og<br />

2007 og ætlunin er að taka í notkun um áramótin 2007 – 2008. Þá kom fram í viljayfirlýsingunni<br />

að stjórn sjóðsins stefndi að breytingu á eignasamsetningu sjóðsins á<br />

næstu þremur árum frá undirritun yfirlýsingarinnar, þannig að eignir hans yrðu<br />

varðveittar með það að markmiði að áhætta og sveiflur yrðu lágmarkaðar og ávöxtun<br />

hámörkuð. Stjórn sjóðsins ákveddi hverjum skyldi falin fjárvarsla og ávöxtun á<br />

eignum sjóðsins.<br />

Breytingar voru gerðar á skipulagsskrá Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands og<br />

þær birtar í B-deild Stjórnartíðinda 14. nóvember <strong>2005</strong>. Í fyrsta lagi var stjórnarskipan<br />

breytt þannig að nú skipa stjórn sjóðsins formaður og varaformaður Landsbanka<br />

Íslands hf, og bankastjóri. Endurskoðandi sjóðsins er sá sami og endurskoðandi<br />

Landsbanka Íslands hf. Þá er sjóðsstjórn heimilt að selja hlutabréf sjóðsins fyrir<br />

hagkvæmt verð, en þó aldrei fyrr en gefandi er látinn.<br />

Í endurskoðuðum efnahagsreikningi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands 31. desember<br />

<strong>2005</strong> kemur fram að breyting á eignasamsetningu sjóðsins hefur farið fram<br />

og er sjóðurinn varðveittur bæði í innlendum og erlendum verðbréfasöfnum.<br />

Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins var árið <strong>2005</strong>, lagður niður styrktarsjóður<br />

Hannesar Árnasonar sem áður var varðveittur hjá ráðuneytinu. Voru eignir<br />

sjóðsins fluttar til Starfssjóðs Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, til varðveislu og<br />

ávöxtunar.<br />

Í árslok 2004 lauk máli Styrktarsjóða Háskóla Íslands gegn fjárfestingarfélaginu<br />

Burnham lauk með samkomulagi milli Íslandsbanka f.h. Sjóvár-Almennra sem<br />

stefnanda og Sigrúnar Eysteinsdóttur forsvarsmanni Burnham sem stefnda. SA<br />

greiddi allan höfuðstól kröfunnar og hluta af kostnaði Styrktarsjóða HÍ vegna málarekstrarins<br />

auk virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar. Lögmannskostnaður sem féll<br />

á styrktarsjóði HÍ nam 178.000 króna. Fjórar milljónir króna sem eftir stóðu voru<br />

lagðar inn á fjárvörslu styrktarsjóðanna í upphafi árs <strong>2005</strong> og skiptist fjárhæðin á<br />

milli sjóða í sama hlutfalli og eign þeirra var í styrktarsjóðum samkvæmt reikningsskilum<br />

31. desember 2004.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru veittir 315 styrkir úr sjóðum Styrktarsjóða Háskóla Íslands, 295<br />

úr Sáttmálasjóði og 20 úr öðrum sjóðum.<br />

Breyting var gerð á fjárfestingastefnu Styrktarsjóða HÍ á fundi stjórnar sjóðanna<br />

24. janúar <strong>2005</strong>. Í fyrsta lagi ákvað stjórnin að lækka lágmarkshlutföll í virkri og<br />

óvirkri stýringu sjóðanna í 0%, en halda viðmiðum og hámarkshlutfalli óbreyttu. Í<br />

öðru lagi ákvað stjórnin að viðmiðunarvísitala ávöxtunar fyrir innlend skuldabréf<br />

yrði samsett þannig:<br />

20% vísitölu: ICEX 1Y - óverðtryggð skuldabréf binditími 1 ár<br />

40% vísitölu: ICEX 5Y - óverðtryggð skuldabréf binditími 5 ár<br />

40% vísitölu: ICEX 10Y - verðtryggð skuldabréf með binditíma 10 ár<br />

Tæplega 750 milljóna króna verðbréfaeign styrktarsjóðanna önnur en verðbréfaeign<br />

Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands, var ávöxtuð í regnhlífarsjóði hjá<br />

Landsbanka Íslands og Íslandsbanka á grundvelli samninga þar um frá árinu<br />

2002. Báðir fjárvörsluaðilar uppfylltu kröfu stefnunnar um 7% raunávöxtun. Raunávöxtun<br />

safns í vörslu Íslandsbanka nam 10,80% frá 1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember<br />

<strong>2005</strong> og raunávöxtun safns í vörslu Landsbankans nam 10,96 % fyrir sama<br />

tímabil, miðað við 4,1% verðbólgu.<br />

Hlutar tveggja sjóða sem hingað til hafa verið varðveittir hjá Styrktarsjóðum Háskóla<br />

Íslands eru nú að hluta í vörslu sjóðanna og að hluta í vörslu Háskóla Íslands.<br />

Sóknargjöld einstaklinga sem standa utan trúfélaga og ætlað er að gangi til Há-<br />

83


Veittir styrkir sundurliðaðir eftir sjóðum<br />

Fjöldi styrkja <strong>2005</strong> 2004<br />

árið <strong>2005</strong><br />

Almanakssjóður 3 900.000 506.661<br />

Eggertssjóður 0 510.000<br />

Gjöf Bandalags háskólamanna 0 547.006<br />

Háskólasjóður 4 3.258.940 1.800.000<br />

Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands í vörslu Háskóla Íslands 3 5.159.400 7.585.000<br />

Minningarsjóður Guðrúnar Marteinsdóttur 2 130.000 0<br />

Minningarsjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings 0 200.000<br />

Minningarsjóður Theódórs Johnson 0 600.000<br />

Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents 1 125.000 125.000<br />

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar 1 300.000 300.000<br />

Sáttmálasjóður Háskóla Íslands 295 38.286.971 45.266.423<br />

Selmu og Kay Langvad Legat 0 294.225<br />

Sjóður Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli 0 300.000<br />

Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 1 150.000 0<br />

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands 2 800.000 600.000<br />

Verðlaunasjóður Bergþóru og<br />

Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala 3 900.000<br />

Samtals 315 50.010.311 58.634.315<br />

skólasjóðs voru greidd beint til Háskóla Íslands sem hluti af ríkisframlagi 2004 en<br />

runnu ekki til Háskólasjóðs í vörslu styrktarsjóða Háskóla Íslands.<br />

Afgjöld af prentuðum eintökum almanaka sem áður runnu í Almanakssjóð runnu<br />

til Háskóla Íslands, árið <strong>2005</strong>.<br />

Sú breyting er gerð frá fyrra ári á framsetningu reikningsskila fyrir sjóðina árið<br />

<strong>2005</strong> að rekstrar- og efnahagsreikningur Háskólabíós er birtur í sundurliðunum<br />

með rekstrar- og efnahagsreikningi Sáttmálasjóðs. Er það gert í ljós þess að<br />

Sáttmálasjóður er skráður eigandi Háskólabíós og rekstrarniðurstaða Háskólabíós<br />

hefur þar með áhrif á rekstrarniðurstöðu Sáttmálasjóðs.<br />

Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi <strong>2005</strong><br />

Bókfærðar tekjur umfram gjöld námu tæpum 1,1 milljarði króna árið <strong>2005</strong> samanborið<br />

við tæpar 845 milljónir árið 2004. Þar af nema tekjur vegna Háskólasjóðs<br />

h/f Eimskipafélags Íslands rúmum 974 milljónum króna. Skýrast tekjur fyrst og<br />

fremst af gengishækkun á verðbréfaeign.<br />

Rekstrarkostnaður sjóða nemur tæpum 25 milljónum króna árið <strong>2005</strong> í samanburði<br />

við 12 rúmar tólf milljónir árið 2004. Skýrist hækkunin fyrst og fremst af<br />

hækkun rekstrarkostnaðar Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands um 7 milljónir,<br />

hækkunar á rekstrarkostnaði Menningar- og framfarasjóðs Ludvig Storr,<br />

gengislækkun erlendra verðbréfaeigna og hækkun á umsýslukostnaði eigna í<br />

verðbréfasjóðum.<br />

Raunávöxtun nettóeigna í eigu styrktarsjóðanna samkvæmt reikningsskilunum<br />

nam 31,4% árið <strong>2005</strong>. Sé horft framhjá hækkun eigna Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags<br />

Íslands nam raunávöxtun 11,55 % árið <strong>2005</strong>.<br />

Meðfylgjandi er samantekinn rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir sjóði og gjafir<br />

í vörslu Styrktarsjóða Háskóla Íslands og listi yfir bókfærða hreina eign 31. desember<br />

<strong>2005</strong>, sundurliðuð eftir sjóðum. Gerð er grein fyrir styrkveitingum úr einstökum<br />

sjóðum árið <strong>2005</strong> og styrkir úr Sáttmálasjóði sundurliðaðir eftir deildum<br />

og stofnunum Háskólans.<br />

84


Sameiginlegur efnahagsreikningur<br />

31. desember <strong>2005</strong><br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Eignir<br />

Fasteign 141.940.000 114.306.000<br />

Verðbréfasjóðir og hlutabréf 3.956.868.630 2.770.181.612<br />

Aðrar eignir 97.598.467 138.215.278<br />

Innstæður á bankareikningum 117.518.153 12.809.810<br />

4.313.925.250 3.035.512.700<br />

Eignir samtals 4.313.925.250 3.035.512.700<br />

Eigið fé<br />

Höfuðstóll 4.002.898.198 2.884.332.750<br />

4.002.898.198 2.884.332.750<br />

Skuldir<br />

Fjármagnstekjusk.skuldbinding<br />

hjá Háskólasj. Hf Eimskip 31.588.948 134.653.789<br />

Fjármagnstekjusk.skuldbinding<br />

vegna verðbréfasjóða 18.882.205 10.124.501<br />

Skammtímaskuldir 260.555.899 6.401.660<br />

311.027.052 151.179.950<br />

Eigið fé samtals 4.313.925.250 3.035.512.700<br />

Sameiginlegur rekstrarreikningur ársins <strong>2005</strong><br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Tekjur<br />

Framlög 36.100.000 47.095.000<br />

Aðrar tekjur 1.076.821.325 893.368.743<br />

Vaxtatekjur 4.785.206 6.092.337<br />

Verðhækkun verðbréfa 107.637.121 68.090.994<br />

1.225.343.652 1.014.647.074<br />

Gjöld<br />

Styrkir 50.010.311 58.634.315<br />

Annar rekstrarkostnaður 24.748.483 12.353.064<br />

Verðlækkun verðbréfa 15.401 0<br />

Fjármagnstekjuskattur 62.284.084 95.665.449<br />

137.058.279 166.652.828<br />

Tekjur umfram gjöld 1.088.285.373 847.994.246<br />

85


Hrein eign samkvæmt reikningsskilum sundurliðuð eftir sjóðum<br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Almanakssjóður 71.740.046 63.042.730<br />

Columbiasjóður 10.748.225 9.334.234<br />

Det Danske Selskabs Studenterlegat 229.147 199.564<br />

Eggertssjóður 91.745.835 79.751.273<br />

Forlagsbogh., Dr. Phil. h. c. Ejnar Munksgaards Stiftelse 591.999 658.011<br />

Framfarasj. B. H. Bjarnasonar kaupmanns 216.452 188.507<br />

Gjafasjóður Guðmundar J. Andréssonar gullsmiðs 67.119.573 58.454.207<br />

Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar 4.299.156 3.744.120<br />

Gjöf Bandalags háskólamanna 0 0<br />

Gjöf Framkvæmdabanka Ísl. til að skreyta hátíðarsal HÍ 3.182.639 2.771.749<br />

Gjöf Gunnars Th. Bjargmundssonar 484.690 422.115<br />

Gjöf Soffíu Jónsdóttur Sörensen 2.648.529 2.306.595<br />

Háskólasjóður 167.319.324 150.278.640<br />

Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands 2.912.415.004 1.938.262.198<br />

Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands í vörslu HÍ 19.400.990 21.844.443<br />

Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavíkur 404.983 354.618<br />

Heimspekisjóður Brynjólfs Bjarnasonar 2.560.332 2.229.784<br />

Legat Guðmundar Magnússonar og Katrínar Skúladóttur 6.535.869 5.692.066<br />

Menningar og framfarasjóður Ludvig Storr 236.147.478 193.050.030<br />

Minningarsj. um aldarafmæli frjálsrar verslunar á Íslandi 2.843.179 2.476.115<br />

Minningarsjóður Aðalsteins Kristjánssonar 46.268.704 40.295.257<br />

Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors 2.058.111 1.792.064<br />

Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar 14.411.083 12.550.564<br />

Minningasjóður Guðrúnar Marteinsdóttur 660.929 0<br />

Minningarsjóður John Mackenna Pearson 12.227.799 10.649.148<br />

Minningarsjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings 2.092.228 1.822.114<br />

Minningarsjóður norskra stúdenta 1.444.480 1.257.992<br />

Minningarsjóður Theódórs Johnson 14.768.428 12.861.774<br />

Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents 1.525.081 1.390.498<br />

Minningarsjóður Þórunnar og Davíðs Sch. Thorsteinssonar 1.946.097 1.694.849<br />

Norðmannsgjöf 19.143.878 16.672.338<br />

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar 7.137.650 6.504.052<br />

Sáttmálasjóður Háskóla Íslands 102.848.765 95.286.438<br />

Selmu og Kay Langvad Legat 23.597.368 25.190.732<br />

Sjóðasafn Háskóla Íslands 22.192.200 19.329.335<br />

Sjóður Árna Magnússonar 11.137.586 9.699.685<br />

Sjóður Níelsar Dungals prófessors 4.215.931 3.671.640<br />

Sjóður Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli 13.057.403 11.371.648<br />

Sjóður Sigríðar Lárusdóttur 8.504.484 900.769<br />

Starfssjóður Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands 11.445.732 9.786.638<br />

Starfssjóður Læknadeildar Háskóla Íslands 1.422.793 1.239.106<br />

Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 2.090.372 1.954.330<br />

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands 10.292.103 9.714.341<br />

Styrktarsjóður Margaretar og Bents Sch. Thorsteinssonar 14.799.237 12.888.605<br />

Styrktarsjóður Ragnheiðar Jónsdóttur 7.874.863 6.858.191<br />

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur 16.601.884 1.449.429<br />

Styrktarsj. Þorbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur 18.338.253 16.450.748<br />

Sögusjóður stúdenta 1.335.419 1.163.012<br />

Tækjasjóður Verkfræðideildar - Landmælingar 1.361.653 1.185.859<br />

Verðlaunasjóður Alfreds Benson 1.920.588 1.672.634<br />

Verðlaunasj. Bergþóru og Þorsteins Sch. Thorsteinssonar 12.415.372 11.632.576<br />

Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar læknis 12.010.479 10.459.886<br />

Fjármagnstekjuskattsskuldbinding vegna verðbréfasjóða (18.882.205) (10.124.501)<br />

Samtals 4.002.898.198 2.884.332.750<br />

86


Sáttmálasjóður árið <strong>2005</strong>:<br />

Fjárhæðir styrkja sundurliðaðar eftir<br />

deildum, stofnunum og tegundum styrkja<br />

Heiti deildar eða stofnunar Hærri utan- Lægri utan- Alls<br />

fararstyrkir fararstyrkir<br />

Alþjóðamálastofnun H.Í. 45.000 45.000<br />

Árnastofnun 161.818 161.818<br />

Borgarfræðasetur 105.790 105.790<br />

Félagsvísindadeild 6.682.506 45.000 6.727.506<br />

Guðfræðideild 890.469 890.469<br />

Hagfræðistofnun 162.691 162.691<br />

Hjúkrunarfræðideild 1.794.22 45.000 1.839.221<br />

Hugvísindadeild 5.690.414 225.000 5.915.414<br />

Hugvísindastofnun 45.000 45.000<br />

Jarðvísindastofnun 877.061 45.000 922.061<br />

Keldur 1.141.873 180.000 1.321.873<br />

Kvennasögusafn Íslands 45.000 45.000<br />

Lagadeild 1.236.529 1.236.529<br />

Landsbókasafn 180.000 180.000<br />

Líffræðistofnun 838.331 45.000 883.331<br />

Lyfjafræðideild 463.840 463.840<br />

Læknadeild 1.629.646 90.000 1.719.646<br />

Námsráðgjöf 45.000 45.000<br />

Orðabók Háskólans 495.464 495.464<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum 45.000 45.000<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði 180.000 180.000<br />

Rannsóknastofa um mannlegt aterli 181.443 181.443<br />

Raunvísindadeild 5.320.032 5.320.032<br />

Raunvísindastofnun 1.895.322 1.895.322<br />

Starfsmannasvið 45.000 45.000<br />

Stofnun Árna Magnússonar 268.849 45.000 313.849<br />

Stofnun stjórnmála og stjórnsýslufræða 45.000 45.000<br />

Tannlæknadeild 1.156.448 1.156.448<br />

Verkfræðideild 3.538.953 3.538.953<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 2.360.271 2.360.271<br />

Alls 36.891.971 1.395.000 38.286.971<br />

87


Sáttmálasjóður árið <strong>2005</strong>:<br />

Fjöldi styrkja sundurliðaður eftir deildum,<br />

stofnunum og tegundum styrkja<br />

Heiti deildar eða stofnunar Hærri utan- Lægri utan- Alls<br />

fararstyrkir fararstyrkur<br />

Alþjóðamálastofnun H.Í. 1 1<br />

Árnastofnun 1 1<br />

Borgarfræðasetur 1 1<br />

Félagsvísindadeild 52 1 53<br />

Guðfræðideild 10 10<br />

Hagfræðistofnun 2 2<br />

Hjúkrunarfræðideild 12 1 13<br />

Hugvísindadeild 44 5 49<br />

Hugvísindastofnun 1 1<br />

Jarðvísindastofnun 5 1 6<br />

Keldur 8 4 12<br />

Kvennasögusafn Íslands 1 1<br />

Lagadeild 6 6<br />

Landsbókasafn 4 4<br />

Líffræðistofnun 6 1 7<br />

Lyfjafræðideild 4 4<br />

Læknadeild 8 2 10<br />

Námsráðgjöf 1 1<br />

Orðabók Háskólans 4 4<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum 1 1<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði 4 4<br />

Rannsóknastofa um mannlegt aterli 1 1<br />

Raunvísindadeild 40 40<br />

Raunvísindastofnun 11 11<br />

Starfsmannasvið 1 1<br />

Stofnun Árna Magnússonar 2 1 3<br />

Stofnun stjórnmála og stjórnsýslufræða 1 1<br />

Tannlæknadeild 8 8<br />

Verkfræðideild 21 21<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 18 18<br />

Alls 264 31 295<br />

88


Deildir<br />

Félagsvísindadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit<br />

Félagsvísindadeild skiptist í sjö skorir. Skorarformenn eiga sæti í deildarráði<br />

ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur fulltrúum stúdenta. Skorirnar<br />

eru: bókasafns- og upplýsingafræðiskor, félagsfræðiskor, félagsráðgjafarskor,<br />

mannfræði- og þjóðfræðiskor, sálfræðiskor, stjórnmálafræðiskor og uppeldis- og<br />

menntunarfræðiskor. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, gegndi<br />

starfi deildarforseta. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði, gegndi<br />

starfi varadeildarforseta til 30. júní og Rannveig Traustadóttir gegndi starfinu<br />

frá 1. júlí - 31. desember <strong>2005</strong>. Skrifstofustjóri deildar var Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir.<br />

Skrifstofa deildarinnar er í Odda. Þar störfuðu, auk skrifstofustjóra, Aðalheiður<br />

Ófeigsdóttir fulltrúi, Ása Bernharðsdóttir fulltrúi, Ásdís Magnúsdóttir, fulltrúi, Elva<br />

Ellertsdóttir, verkefnisstjóri, Guðbjörg Lilja Hjartardóttir var verkefnisstjóri í félagsráðgjöf<br />

til 1. ágúst, Inga Þórisdóttir deildarstjóri, og Kolbrún Eggertsdóttir,<br />

deildarstjóri framhaldsnáms. Sigrún Jónsdóttir var ráðin verkefnisstjóri frá 12.<br />

desember. Anna Kristín Jónsdóttir var aðjúnkt og verkefnisstjóri í MA- námi í<br />

blaða- og fréttamennsku og tók við því starfi af Þorfinni Ómarssyni 1. ágúst.<br />

Á háskólafundi sátu Baldur Þórhallsson, dósent, Guðný Björk Eydal, lektor, Helgi<br />

Gunnlaugsson, prófessor, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor, Rannveig Traustadóttir,<br />

prófessor, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor og Gabríela Zuilma Sigurðardóttir,<br />

dósent. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor átti sæti í fjármálanefnd fyrir<br />

hönd félagsvísindadeildar, viðskipta- og hagfræðideildar og lagadeildar. Sigríður<br />

Dúna Kristmundsdóttir, prófessor var varamaður í háskólaráði fyrir hönd félagsvísindasviðs.<br />

Baldur Þórhallsson, dósent var formaður Alþjóðamálastofnunar HÍ.<br />

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði átti sæti í Jafnréttisnefnd.<br />

Sigurður J. Grétarsson, prófessor var formaður kennslumálanefndar. Unnur Dís<br />

Skaptadóttir, dósent í mannfræði átti sæti í Vísindanefnd HÍ, Jóhanna Gunnlaugsdóttir,<br />

lektor í bókasafns- og upplýsingafræði átti sæti í markaðs- og samskiptanefnd<br />

HÍ. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði var formaður<br />

Alþjóðaráðs HÍ. Gabríela Zuilma Sigurðardóttir, dósent átti sæti í nefnd á<br />

vegum rektors sem vinnur að því að meta þörf fyrir þjónustu fyrir nemendur með<br />

geðraskanir. Kristín Loftsdóttir, dósent í mannfræði, átti sæti í stjórn Umhverfisstofnunar<br />

HÍ. Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, átti sæti í stjórn Sjávarútvegsstofnunar<br />

HÍ. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent í félagsfræði og Þorgerður<br />

Einarsdóttir, dósent í kynjafræði áttu sæti í stjórn Rannsóknarstofnunar í<br />

kvenna- og kynjafræðum. Terry A. Gunnell, dósent í þjóðfræði, átti sæti í samstarfsnefnd<br />

Þjóðminjasafns og HÍ. Guðrún Geirsdóttir, lektor í kennslufræði var<br />

forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HÍ. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði sat í<br />

stjórn meistaranáms í upplýsingatækni á heilbrigðissviði. Gabríela Zuilma Sigurðardóttir,<br />

dósent átti sæti í nefnd á vegum rektors sem vinnur að undirbúningi að<br />

námi í talmeinafræði. Terry Gunnell var formaður námsnefndar í safnafræði og<br />

Þorgerður Einarsdóttir formaður námsnefndar í kynjafræði en þessar námsleiðir<br />

eru samvinnuverkefni hugvísindadeildar og félagsvísindadeildar. Ágústa Pálsdótt-<br />

Fjárveitingar og útgjöld félagsvísindadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 323.944 345.129 433.789<br />

Fjárveiting 364.494 380.584 448.867<br />

91


ir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði, Indriði H. Indriðason, lektor í stjórnmálafræði<br />

og Sigurveig H. Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf áttu sæti í samráðsnefnd<br />

deildar og Endurmenntunarstofnunar HÍ.<br />

Framgangsnefnd félagsvísindadeildar var skipuð Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í<br />

félagsráðgjöf, (formaður) Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, prófessor í uppeldis- og<br />

menntunarfræði, Jörgen Pind, prófessor í sálfræði, varamaður Gunnar Helgi<br />

Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og gilti sú skipun til 4. nóvember en þá<br />

var kosið í framgangsnefnd til næstu fjögurra ára. Í nefndina voru kosin: Sigrún<br />

Aðalbjarnardóttir formaður, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, Helgi<br />

Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, Jakob Smári, prófessor í sálfræði og varamaður<br />

Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði. Rannsóknarnámsnefnd<br />

deildar skipuðu Rannveig Traustadóttir, prófessor í uppeldisog<br />

menntunarfræði (formaður), Ágústa Pálsdóttir, lektor í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði, Gabríela Zuilma Sigurðardóttir, dósent í sálfræði, Þorbjörn<br />

Broddason, prófessor í félagsfræði þar til í september en þá tók Stefán Ólafsson,<br />

prófessor sæti hans, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf, Unnur Dís<br />

Skaptadóttir, dósent í mannfræði, þar til í október en þá tók Jónína Einarsdóttir,<br />

lektor sæti hennar, Indriði H. Indriðason, lektor í stjórnmálafræði.<br />

Í ársbyrjun <strong>2005</strong> voru fastráðnir kennarar 46, sem skiptust þannig: 19 prófessorar,<br />

9 dósentar og 18 lektorar. Í hópi fastra kennara voru 23 konur og 23 karlar. Árið<br />

1976 (við stofnun deildar) voru kennararnir 11, þar af tvær konur. Auk fastra<br />

kennara kenna fjölmargir stundakennarar við deildina og nam kennsla þeirra um<br />

25 þúsund vinnustundum. Stundakennarar kenna allt frá nokkrum fyrirlestrum<br />

og upp í eitt eða fleiri námskeið og eru á milli 700–800 stundakennslusamningar<br />

gerðir við deildina árlega.<br />

Breytingar á starfsliði fastráðinna kennara á árinu voru þær að Jón Gunnar Bernburg<br />

var ráðinn lektor í félagsfræði 1. ágúst, Sif Einarsdóttir var ráðin dósent í<br />

náms- og starfsráðgjöf 1. ágúst, Valdimar Tryggvi Hafstein var ráðinn lektor í<br />

þjóðfræði 1. ágúst en var í launalausu leyfi á haustmisseri. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir<br />

hlaut framgang í starf dósents. Sigurlína Davíðsdóttir hlaut framgang í starf<br />

dósents. Þorgerður Einarsdóttir hlaut framgang í starf dósents. Gabríela Zuilma<br />

Sigurðardóttir hlaut framgang í starf dósents.<br />

Anne Clyde, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði, lést þann 18. september<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Félagsvísindadeild hélt áfram að vera fjölmennasta deild Háskóla Íslands með<br />

um 2.200 nemendur. Fjölmennustu skorirnar í árslok voru stjórnmálafræðiskor<br />

með 552 nemendur og sálfræðiskor með 539 nemendur. Nemendur hafa aldrei<br />

verið fleiri í sögu deildarinnar en þeir voru um 300 þegar deildin var stofnuð 1976.<br />

Húsnæðismál<br />

Deildin bjó áfram við gífurleg húsnæðisþrengsli en fékk 4 herbergi fyrir nýja<br />

starfsmenn í Skólabæ. Voru fastir starfsmenn deildar þá í sex byggingum á háskólasvæðinu.<br />

Fyrirhugað er að leysa húsnæðisvanda félagsvísindadeildar og viðskipta-<br />

og hagfræðideildar með byggingu á bílastæði norðan við Odda.<br />

Kennsla<br />

Í félagsvísindadeild er unnt að stunda þriggja ára nám sem lýkur með BA-prófi.<br />

Til BA-prófs eru kenndar eftirtaldar greinar:<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, félagsráðgjöf, mannfræði, sálfræði,<br />

stjórnmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði og þjóðfræði. Þessar greinar eru<br />

kenndar bæði sem aðalgreinar og aukagreinar nema félagsráðgjöf. Þá er boðið<br />

upp á diplómanám í tómstundafræði í grunnnámi (45e).<br />

Atvinnulífsfræði, borgarfræði, fjölmiðlafræði, kynjafræði (í samvinnu við hugvísindadeild),<br />

safnafræði (í samvinnu við hugvísindadeild), almenn trúarbragðafræði (í<br />

samvinnu við guðfræðideild og hugvísindadeild), upplýsinga- og skjalastjórn hjá<br />

skipulagsheildum, og tómstundafræði eru kennd sem aukagreinar (30e). Þá er í<br />

boði námsleið (20e) í stjórnmálafræði innan BA-náms, Scandinavian Studies í samvinnu<br />

við University of Washington, Háskólann í Bergen og Háskólann í Lundi.<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði fyrir skólasafnverði (eins árs nám) eru einnig<br />

kennd á vegum deildarinnar.<br />

Til BA-prófs er krafist minnst 90 eininga. Annað hvort skal nemandi ljúka 90 einingum<br />

í aðalgrein eða 60 einingum í aðalgrein og 30 einingum í aukagrein.<br />

92


Skráðir og brautskráðir stúdentar í félagsvísindadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 474 1.299 1.773 572 1.630 2.202 606 1.653 2.259<br />

Brautskráðir<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði BA 18 18 1 9 10 2 18 20<br />

Starfsréttindi í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði viðbótarnám 1 3 4<br />

Skólasafnverðir viðbótarnám 1 4 5 3 3 0 1 1<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði MLIS 0 2 2<br />

Sálfræði BA 22 30 52 20 50 70 14 49 63<br />

Sálfræði MA 1 1 0 1 1<br />

Sálfræði cand.psych. 12 12 1 4 5 4 14 18<br />

Uppeldis- og menntunarfræði BA 1 1 12 12 2 10 12<br />

Uppeldis- og menntunarfræði diplóma 5 5 3 3 1 5 6<br />

Dipl. Ed. 15 15 5 5<br />

Kennsluréttindanám 16 48 64 15 57 72 19 51 70<br />

Fötlunarfræði MA 0 1 1<br />

Uppeldis- og menntunarfræði MA 1 7 8 2 6 8 1 14 15<br />

Uppeldis- og menntunarfræði doktorspróf 0 1 1<br />

Félagsfræði BA 5 13 18 5 19 24 5 24 29<br />

Félagsráðgjöf BA 2 6 8 6 6 1 10 11<br />

Námsráðgjöf viðbótarnám 2 12 14 1 13 14 0 16 16<br />

Náms- og starfsráðgjöf viðbótarnám 4 12 16<br />

Náms- og starfsráðgjöf MA 0 2 2<br />

Hagnýt fjölmiðlun viðbótarnám 2 9 11 5 9 14 2 4 6<br />

Félagsráðgjöf viðbótarnám 1 8 9 5 5 0 5 5<br />

Félagsfræði MA 1 1 2 7 7 0 1 1<br />

Félagsráðgjöf MA 1 1 1 1 2<br />

Félagsráðgjöf MSW 0 4 4<br />

Mannfræði BA 7 21 28 5 21 26 2 19 21<br />

Mannfræði MA 3 1 4 1 6 7 0 1 1<br />

Þjóðfræði BA 5 5 7 7 1 4 5<br />

Þjóðfræði MA 1 1 0 2 2<br />

Umhverfisfræði MA 0 1 1<br />

Stjórnmálafræði BA 13 28 41 21 17 38 19 21 40<br />

Stjórnmálafræði MA 3 1 4 1 1 1 0 1<br />

Stjórnmálafræði doktorspróf<br />

Opinber stefnumótun og stjórnsýsla MA 1 1<br />

Opinber stjórnsýsla diplóma 3 3 6 6 5 11<br />

Opinber stjórnsýsla MPA 1 1 1 2 3 3 11 14<br />

Samtals 81 245 326 86 279 365 85 301 386<br />

*Félagsvísindastofnun meðtalin.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Að loknu BA-prófi er hægt að stunda eftirfarandi nám í deildinni:<br />

Viðbótarnám<br />

Nemendur sem lokið hafa BA-prófi, BS-prófi eða sambærilegri gráðu í annarri grein<br />

gátu lokið 2ja ára námi í bókasafns- og upplýsingafræði til starfsréttinda. Þá gátu<br />

nemendur með háskólapróf lokið námi í félagsráðgjöf, kennslufræði til kennsluréttinda,<br />

og námsráðgjöf að uppfylltum ákveðnum inntökuskilyrðum í hverri grein.<br />

Framhaldsnám<br />

Boðið er uppá fjölbreytt framhaldsnám við deildina, rannsóknartengt og starfsmiðað.<br />

Boðið er uppá meistaranám sem skipulagt er einstaklingsmiðað og/eða með<br />

námskeiðum. Auk þess er boðið upp á diplómanám á meistarastigi í nokkrum<br />

greinum við deildina. Doktorsnám er hægt að stunda í öllum aðalgreinum deildarinnar<br />

ásamt kynjafræði. Það er hægt að hefja að loknu meistaranámi. Meginvöxturinn<br />

í félagsvísindadeild síðustu ár hefur verið í meistara- og doktorsnámi. Sá vöxtur<br />

er afleiðing markvissrar stefnumótunar. Uppbygging framhaldsnáms í deildinni<br />

hófst 1996 með kennslu til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræðum. Námið<br />

er alla jafna skipulagt sem tveggja ára nám og er lögð áhersla á rannsóknamiðað<br />

93


framhaldsnám. Tveggja ára meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun<br />

innan stjórnmálafræðiskorar hófst haustið 1997. Námið var endurskoðað árið 2001<br />

og lýkur nú með MPA gráðu og er þverfaglegt hagnýtt og fræðilegt nám í opinberri<br />

stjórnsýslu fyrir þá sem lokið hafa a.m.k. BA eða BS námi í einhverri grein. Einnig<br />

er boðið upp á diplómanám (15e) í opinberri stjórnsýslu.<br />

Árið 1996 hófst einnig tveggja ára meistaranám í mati á skólastarfi innan uppeldis-<br />

og menntunarfræðiskorar. Á síðasta ári var unnt að stunda nám til MA-prófs í<br />

uppeldis- og menntunarfræði (45e), sem er starfsmiðað, á fjórum sviðum;<br />

Fræðslustarf og stjórnun, Mat og þróunarstarf, Áhættuhegðun og forvarnir, auk<br />

sérskipulagðs framhaldsnáms. Þá var boðið upp á diplómanám (15e) á sömu<br />

sviðum auk Fullorðinsfræðslu.<br />

Framhaldsnám í sálfræði, cand.psych. nám, hófst haustið 1999 og uppfyllir námið<br />

skilyrði laga nr. 40/1986, með síðari breytingum um rétt til að kalla sig sálfræðing.<br />

Þá er einnig hægt að stunda rannsóknartengt MA-nám í sálfræði.<br />

MA-nám í mannfræði (60e) hófst haustið 2001 á fimm rannsóknasviðum.<br />

Árið 2003 hófst kennsla í félagsfræði til MA-prófs (60e) á rannsóknarsviðum<br />

greinarinnar. Þá hófst einnig MSW-nám í félagsráðgjöf (45e) á sviði félagsráðgjafar.<br />

Árið 2004 hófst MA- nám í blaða- og fréttamennsku sem leysti af hólmi eins<br />

árs viðbótarnám í hagnýtri fjölmiðlun og MA-nám í náms- og starfsráðgjöf í stað<br />

eins árs viðbótarnáms í námsráðgjöf. Einnig hófst MLIS-nám það ár í bókasafnsog<br />

upplýsingafræði.<br />

Nemendum í framhaldsnámi hefur fjölgað mjög og stundaði 831 nemandi nám á<br />

árinu <strong>2005</strong> (þar af 40 í doktorsnámi) eða 33% af skráðum nemendum deildarinnar.<br />

Á árunum 1995-<strong>2005</strong> útskrifuðust 190 nemendur með meistarapróf úr félagsvísindadeild<br />

úr eftirfarandi greinum: Bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, félagsráðgjöf,<br />

mannfræði, opinberri stjórnsýslu, sálfræði, stjórnmálafræði, uppeldis-<br />

og menntunarfræði og þjóðfræði. Tveir nemendur hafa lokið doktorsnámi og<br />

var það í stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði (fötlunarfræði).<br />

Mikil fjölgun hefur orðið á brautskráningu framhaldsnema, met var slegið sl. ár<br />

þegar 65 nemar útskrifuðust með meistarapróf, en árið 2000 útskrifuðust níu og<br />

hefur fjöldi þeirra því sjöfaldast á fimm árum. Til viðbótar koma útskriftir úr viðbótarnámi<br />

og diplómanámi á framhaldsstigi.<br />

Deildin átti einnig aðild að þverfaglegu námi; MA-námi í umhverfisfræðum, MAnámi<br />

í sjávarútvegsfræðum og MA-námi í upplýsingatækni á heilbrigðissviði.<br />

Mikil fjölgun hefur orðið á brautskráðum nemendum frá félagsvísindadeild undanfarin<br />

ár. Konur eru þar í meirihluta á öllum stigum námsins. Tæplega 400 nemendur<br />

útskrifuðust frá félagsvísindadeild árið <strong>2005</strong> samanborið við 81 nemanda<br />

árið 1993.<br />

Nýjar námsleiðir<br />

Á árinu hófst MA-nám í eftirtöldum greinum: alþjóðasamskiptum, fötlunarfræði,<br />

kynjafræði og þróunarfræði. Þessar greinar eru einnig kenndar til diplómaprófs<br />

(15e) sem nemendur geta fengið metið inn í meistaranám fái þeir inngöngu í það.<br />

Frá og með haustinu <strong>2005</strong> var félagsráðgjöf kennd til BA-prófs (90e) og MA-prófs<br />

til starfsréttinda (60e) og tók þar með gildi ný námsskipan í námi í félagsráðgjöf.<br />

Áður var félagsráðgjöf kennd til 120e til BA-prófs með starfsréttindum.<br />

Þá hófst samstarf við University of Jyväskylä í Finnlandi og Högskolan í Jönköping<br />

í Svíþjóð um meistaranám í öldrunarfræðum (Joint Programme) í félagsráðgjöf.<br />

Kennsla á ensku<br />

Félagsvísindadeild hefur ákveðið að bjóða upp á námskeið kennd á ensku sem<br />

nema 30 einingum hið minnsta á hverju háskólaári, til þess að koma til móts við<br />

þarfir þeirra erlendu stúdenta sem hingað sækja. Á árinu var boðið upp á 12<br />

námskeið, samtals 39 einingar, í bókasafns- og upplýsingafræði, félagsráðgjöf,<br />

stjórnmálafræði, mannfræði og þjóðfræði.<br />

Fjórar 15e námsleiðir voru kenndar fyrir erlenda nemendur í samvinnu við heimspekideild,<br />

Information, Art and Literature, Icelandic Society, Northern Culture og<br />

Politics and History. Öll námskeið voru kennd á ensku. Þá stóð Rannsóknarsetur<br />

um smáríki fyrir 2ja vikna sumarskóla 27. júní - 9. júlí.<br />

94


Boðið var upp á fjarnám í framhaldsnámi í opinberri stjórnsýslu í samvinnu við<br />

Kennslumiðstöð HÍ og geta nemendur lokið 15 eininga diplómanámi með því<br />

móti.<br />

Þá bauð deildin nemendum upp á 2ja kvölda námskeið um gerð lokaritgerða.<br />

Þátttaka var nemendum að kostnaðarlausu og námskeiðin voru haldin í febrúar<br />

og september.<br />

Kynningarmál<br />

Deildin hefur gefið út kynningarbæklinga um allar námsgreinar í deildinni ásamt<br />

veggspjöldum og glærukynningu. Sérstök handbók er einnig gefin út fyrir nemendur<br />

í framhaldsnámi. Deildin tók einnig þátt í námskynningu HÍ 27. febrúar<br />

ásamt öðrum deildum Háskólans.<br />

Þá voru haldnar sérstakar námskynningar í Odda fyrir stúdentsefni úr framhaldsskólum.<br />

Nemendur úr félagsvísindadeild fóru einnig í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu<br />

með glærukynningu og dreifðu veggspjöldum og bæklingum.<br />

Félagsvísindadeild bauð skólameisturum, varaskólameisturum og námsráðgjöfum<br />

framhaldsskóla á landinu til fundar föstudaginn 22. apríl. Í ljósi þeirra breytinga<br />

sem voru fyrirhugaðar á lögum um framhaldsskóla taldi deildin brýnt að<br />

hefja umræður um hvernig best væri að styrkja tengsl hennar við framhaldskólana.<br />

Á fundinum voru kynntar námsgreinar í deildinni og fjallað um hvaða undirbúning<br />

deildin telur æskilegan fyrir nám í deildinni.<br />

Föstudaginn 11. mars var opnað nýtt vefsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.<br />

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, og Ólöf Inga Halldórsdóttir, ung<br />

hreyfihömluð kona og nýútskrifaður grunnskólakennari, opnuðu vefsetrið formlega<br />

og fór athöfnin fram í Norræna húsinu. Vefsetur í fötlunarfræðum<br />

(http://www.fotlunarfraedi.hi.is) er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er<br />

starfrækt í tengslum við framhaldsnám í fötlunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla<br />

Íslands.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í félagsvísindadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við<br />

rannsóknir og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum, í íslenskum<br />

og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum.<br />

Á árinu vann stofnunin ýmis verkefni fyrir opinberar stofnanir og einkaaðila.<br />

Reksturinn gekk vel og var hagnaður af honum í árslok.<br />

Við deildina starfar Félagsvísindastofnun sem hefur það markmið að auka tengsl<br />

Háskólans við atvinnulífið og efla jafnframt fræðilegar rannsóknir í félagsvísindum.<br />

Stjórn stofnunar skipuðu: Friðrik H. Jónsson, Ólafur Þ. Harðarson, Indriði Indriðason,<br />

Ágústa Pálsdóttir, Guðný Björk Eydal, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Gísli Pálsson,<br />

Stefán Ólafsson og Kristjana Stella Blöndal.<br />

Starfsmenn á árinu <strong>2005</strong> voru: Andrea Gerður Dofradóttir, verkefnastjóri, Einar<br />

Mar Þórðarson, verkefnastjóri, Eva Heiða Önnudóttir, verkefnastjóri, Guðlaug Júlía<br />

Sturludóttir verkefnastjóri, Heiður Hrund Jónsdóttir, verkefnastjóri, Hildur Svavarsdóttir,<br />

verkefnastjóri (lét af störfum í september), Kristín Erla Harðardóttir<br />

verkefnastjóri, Kristjana Stella Blöndal, verkefnastjóri og Pétur Maack Þorsteinsson<br />

(lét af störfum í júní).<br />

Rannsóknastofa um vinnuvernd, Rannsóknastofa um þróun menntamála, Rannsóknastofa<br />

um þjóðmál, Rannsóknastofa um fjölmiðlarannsóknir, Rannsóknarsetur<br />

í fötlunarfræði, Mannfræðistofnun og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd<br />

starfa innan vébanda Félagsvísindastofnunar skv. 1. mgr. reglna um<br />

Félagsvísindastofnun.<br />

Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði, var forstöðumaður stofnunarinnar.<br />

Félagsvísindadeild á aðild að Alþjóðamálastofnun og hýsir hana, Rannsóknastofu<br />

í kvenna- og kynjafræðum. Deildin átti aðild að Sjávarútvegsstofnun og Umhverfisstofnun.<br />

Þær stofnanir voru sameinaðar í Stofnun Sæmundar fróða árið <strong>2005</strong> og<br />

deildin á nú aðild að henni.<br />

95


Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála starfar við stjórnmálafræðiskor. Að stofnuninni<br />

standa, auk Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Landspítali-háskólasjúkrahús.<br />

Stofnunin starfar í nánum tengslum við fyrirtæki, stofnanir og samtök,<br />

innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Meginmarkmið stofnunarinnar er<br />

að efla kennslu og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga.<br />

Stofnuninni er enn fremur ætlað að vera vettvangur umræðna um<br />

stjórnmál, stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri, þar á meðal um hlutverk<br />

fjölmiðla og hagsmunahópa í opinberri stefnumörkun. Forstöðumaður stofnunar<br />

var Margrét S. Björnsdóttir<br />

Doktorsvörn í uppeldis- og menntunarfræði<br />

frá félagsvísindadeild<br />

Snæfríður Þóra Egilson, lektor í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri, varði doktorsritgerð<br />

sína: School Participation: Icelandic Students with Physical Impairments<br />

(Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi) þann 25. nóvember.<br />

Andmælendur voru dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney og<br />

dr. Grétar Marinósson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands.<br />

Doktorsvarnir kennara í félagsvísindadeild<br />

Þann 30. nóvember varði Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor í fötlunarfræði,<br />

doktorsritgerð sína við University of Sheffield í Bretlandi.<br />

Þann 9. desember varði Ágústa Pálsdóttir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

doktorsritgerð sína við Åbo Academy University í Finnlandi.<br />

Þann 16. desember varði Guðný Björk Eydal, lektor í félagsráðgjöf, doktorsritgerð<br />

sína við Socilogiska Institutionen (félagsfræðideild) við háskólann í Gautaborg í<br />

Svíþjóð.<br />

Í árslok voru 46 af 49 föstum kennurum deildarinnar með doktorsgráðu.<br />

Kennarar deildarinnar hafa margvísleg samskipti og samstarf við erlendar stofnanir<br />

og fræðimenn. Áhugi nemenda á því að stunda hluta náms erlendis á vegum<br />

Erasmus og Nordplus fer vaxandi.<br />

Kennaraskipti<br />

Penelope Lisi, prófessor við Central Connecticut State University, kenndi við uppeldis-<br />

og menntunarfræðiskor í marsmánuði.<br />

Daíthí Ó hÓgáin, dósent í þjóðfræði við University College í Dublin, hélt námskeið<br />

um forn írskar sögur og hetjufræði á vegum þjóðfræði í ágúst.<br />

Dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney hélt námsstefnu í fötlunarfræði<br />

í nóvember sem hét Gott veganesti og fjallaði um aðstoð við seinfæra<br />

foreldra og börn þeirra.<br />

Gjafir<br />

Þann 11. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði,<br />

Landsbókasafni- Háskólabókasafni bókagjöf hjónanna Alfred og Grace<br />

Gredys Harris en hjá þeim nam hún mannfræði við háskólann í Rochester. Um er<br />

að ræða gott safn rita í mannfræði eða alls um 3.400 titla auk tímarita en mörg<br />

þessara rita eru nú ófáanleg nema á söfnum. Í gjöfinni er að finna ýmis grunnrit<br />

félagsvísindanna sem nýtast munu öllum greinum deildarinnar.<br />

Styrkir og samningar<br />

Gerðir voru samstarfssamningar við bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu<br />

og víðar. Samstarfið felur í sér vettvangsnám nemenda í bókasafns-<br />

og upplýsingafræði, á bókasöfunum og ýmis konar verkefnavinnu fyrir<br />

söfnin.<br />

Styrkur Félagsþjónustunnar í Reykjavík til karla í námi í félagsráðgjöf var veittur í<br />

6. sinn þann 23. nóvember. Tveir hlutu styrkinn að þessu sinni, þeir Kristinn Diego<br />

og Þórarinn Þórarinsson.<br />

Málþing og ráðstefnur<br />

• Þann 3. febrúar hélt félagsráðgjafarskor málþing undir heitinu Félagsráðgjöf:<br />

Fagþróun í námi og starfi í tilefni 60. ára afmælis Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessors<br />

í félagsráðgjöf.<br />

• Málþing um kenningar franska félagsvísindamannsins Pierre Bourdieu var<br />

96


haldið 11. mars á vegum félagsfræðiskorar og Félagsfræðingafélags Íslands.<br />

• Félagsvísindadeild hélt málþing um rannsóknir í félagsvísindadeild föstudaginn<br />

3. júní. Á dagskrá voru auk ávarps deildarforseta Ólafs Þ. Harðarsonar,<br />

ársskýrsla Félagsvísindastofnunar, og kynntar voru niðurstöður stjórnsýsluúttektar<br />

Ríkisendurskoðunar á HÍ.<br />

• Ráðstefnan 5th Celtic, Nordic and Baltic Folklore Symposium on Folk Legends<br />

var haldin 14.-18. júní 2006. (65 þátttakendur voru frá Íslandi, Noregi,<br />

Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Færeyjum, Skotlandi, Írlandi, Bretlandi<br />

og Bandaríkjunum: þjóðfræðingar í fremstu röð). Styrkt af HÍ, Nordisk<br />

kulturråd, Kungl. Gustav Adolfs Akademie, Letterstedske föreningen, Breska<br />

sendiráðinu, Árnastofnun og Stofnun Sigurðar Nordals.<br />

• NOPSA-þingið; þing norrænna stjórnmálafræðinga sem haldið er annað<br />

hvert ár var haldið dagana 11.-13. ágúst í Reykjavík. Þingið sóttu 310 stjórnmálafræðingar<br />

sem allir héldu fyrirlestra í málstofum þingsins.<br />

• Félagsvísindadeild, bókasafns- og upplýsingafræðiskor stóð að alþjóðlegri<br />

ráðstefnu um bókasafns- og upplýsingamál: International Issues in Library<br />

and Information Science, 23. ágúst í samvinnu við Upplýsingu sem er fagfélag<br />

á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.<br />

• Dagana 5.-7. október stóð deildin að norrænni ráðstefnu um doktorsnám<br />

ásamt starfsmannasviði HÍ á vegum NUAS (Nordisk universitetsadministrators<br />

samarbete) undir heitinu: Från student till forskare. Om individen, ledningen<br />

och organisationen i forskarutbildningen. Fyrirlesarar og þátttakendur<br />

voru frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Ráðstefnuna sóttu 100<br />

manns.<br />

• Félagsvísindadeild hélt VI. ráðstefnu í félagsvísindum 28. október í samvinnu<br />

við lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Ráðstefnan var fjölsótt og fluttir<br />

var fjöldi fyrirlestra. Ráðstefnurit í þremur bindum var gefið út fyrir ráðstefnuna<br />

með greinum byggðum á fyrirlestrunum. Ráðstefnustjóri var Friðrik H.<br />

Jónsson, dósent í sálfræði og ritstjóri ráðstefnurits deildar var Úlfar Hauksson,<br />

aðjúnkt í stjórnmálafræði.<br />

• Dagana 2.-3. nóvember héldu nemar í uppeldis- og menntunarfræðum við<br />

Háskóla Íslands ráðstefnu undir heitinu: Uppeldi varðar mestu.<br />

• Þann 4. nóvember héldu meistaranemar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla<br />

Íslands málþing undir heitinu: Samfélag í mynd: Málþing um innlenda<br />

framleiðslu fyrir myndmiðla.<br />

• Haldnar voru reglubundnar málstofur í félagsfræði, félagsráðgjöf, mannfræði<br />

og þjóðfræði, sálfræði, stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði.<br />

• Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóð að fjölmörgum málþingum og<br />

fyrirlestrum.<br />

• Uppeldis- og menntunarfræðiskor hélt fyrirlestraröð sem bar heitið: Heimur<br />

unglinga: Sýn þeirra og seigla.<br />

Eftirtaldir fyrirlesarar fluttu opinbera fyrirlestra í boði félagsvísindadeildar á árinu:<br />

• 7. apríl. Dr. Dan Goodley , félagsfræðingur og dósent í fötlunarfræði við Háskólann<br />

í Sheffield í Bretlandi. Foreldrar fatlaðra ungbarna: Fjölskyldusögur.<br />

• 11. apríl. Dr. Aila-Leena Matthies, félagsráðgjafi og prófessor við Háskólann í<br />

Magdeburg Stendal í Þýskalandi. The Relationship of the voluntary sector and<br />

professional social work in the current stage of welfare politics.<br />

• 23. maí. Dr. Stefan Helmreich, dósent í mannfræði við Massachusetts Institute<br />

of Technology. Microcosmic Seas: A Maritime Anthropology of Marine<br />

Microbiological Worlds.<br />

• 1. nóvember. Dr Ezekiel Alembi frá Kenyatta University, Nairobi, Kenya:<br />

Escorting the Dead with Song and Dance: Funeral Poetics among the Abanyole<br />

of Western Province, Kenya.<br />

Félagsvísindastofnun<br />

Markmið og stjórn<br />

Félagsvísindastofnun hefur starfað frá árinu 1986. Markmið stofnunarinnar er að<br />

efla félagsvísindi á Íslandi með því að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir,<br />

auk þess að kynna almenningi nytsemd félagsvísindalegra rannsókna. Stjórn Félagsvísindastofnunar<br />

skipa Friðrik H. Jónsson, sem er jafnframt stjórnarformaður<br />

stofnunar og fulltrúi sálfræðiskorar, Ágústa Pálsdóttir, fulltrúi bókasafns- og<br />

upplýsingafræðiskorar, Gísli Pálsson, fulltrúi mannfræðiskorar, Guðný Björk Eydal,<br />

fulltrúi félagsráðgjafarskorar, Indriði H. Indriðason, fulltrúi stjórnmálafræðiskorar,<br />

Ólafur Þ. Harðarson, deildarforseti félagsvísindadeildar, Sigrún Aðalbjarn-<br />

98


ardóttir, fulltrúi uppeldis- og menntunarfræðiskorar, Stefán Ólafsson, fulltrúi félagsfræðiskorar,<br />

og Kristjana Stella Blöndal, fulltrúi starfsmanna Félagsvísindastofnunar.<br />

Fjármál<br />

Árið <strong>2005</strong> voru heildartekjur stofnunarinnar rúmlega 69 m.kr. Félagsvísindastofnun<br />

hefur þá sérstöðu meðal rannsóknastofnana Háskóla Íslands að fá enga<br />

fjárveitingu frá hinu opinbera, hvorki til rannsóknastarfa né fyrir stöðuheimildir<br />

starfsmanna. Stofnunin hefur, líkt og fyrri ár, að mestu leyti fjármagnað starfsemi<br />

sína með því að sinna hagnýtum þjónusturannsóknum fyrir aðila innan og<br />

utan Háskólans en að auki hefur hún notið nokkurra styrkja til fræðilegra rannsóknaverkefna<br />

svo sem frá Kristnihátíðarsjóði, menntamálaráðuneytinu, Rannsóknarráði<br />

Íslands og Evrópusambandinu. Stofnunin fjármagnar sjálf allan<br />

tækjabúnað og rekstrarkostnað og greiðir Háskóla Íslands markaðsverð fyrir<br />

aðstöðu sem hún nýtir í Háskólanum svo sem húsnæði, rafmagn, hita, bókhald<br />

og ræstingu.<br />

Gagnasöfn<br />

Sem fyrr sinnir stofnunin hagnýtum þjónusturannsóknum samhliða öflun gagna<br />

fyrir fræðilegar rannsóknir. Félagsvísindastofnun hefur byggt upp viðamikið<br />

gagnasafn með upplýsingum um velferðarmál, menntamál, kjaramál, húsnæðismál,<br />

atvinnumál, byggðamál, neysluhætti, fjölskyldumál, menningu og almenn<br />

þjóðmál. Gögnin ná til upplýsinga um aðstæður, skilyrði og viðhorf fólks og þar á<br />

meðal eru gögn sem aflað hefur verið reglubundið um árabil, t.d. ýmsar<br />

upplýsingar um atvinnu, menntun, tekjur, fylgi stjórnamálaflokka og þjóðmál. Félagsvísindastofnun<br />

hefur tekið þátt í fjölþjóðlegu rannsóknastarfi á síðustu árum,<br />

t.d. á sviði lífskjara- og velferðarrannsókna og rannsókna á lífsskoðunum og viðhorfum.<br />

Stofnunin hefur aðgang að gögnum um lífsskoðun og viðhorf frá rúmlega<br />

40 löndum og gögnum um lífskjör og lífshætti alls staðar að af Norðurlöndum.<br />

Stofnunin hefur eins og fyrr gert rannsóknir fyrir ráðuneyti og opinberar stofnanir,<br />

hagsmunasamtök og almenn félagsamtök, einstaka rannsóknamenn og fjölda<br />

fyrirtækja. Hagnaði af starfseminni er varið til að kosta fræðilega gagnaöflun og<br />

til að byggja upp tækjabúnað og hugbúnað. Þá hefur stofnunin einnig varið umtalsverðu<br />

fé til að kosta útgáfu fræðilegra rita á sviði félagsvísinda. Stofnunin hefur<br />

veitt aðstöðu og haft samstarf við félagsvísindafólk sem vinnur að sjálfstæðum<br />

rannsóknum. Allmargir meðlimir félagsvísindadeildar hafa nýtt sér þjónustu<br />

stofnunarinnar undanfarin sex ár og nokkrir hafa einnig haft umsjón með verkefnum<br />

á vegum hennar.<br />

Rannsóknir<br />

Viðamestu rannsóknarverkefni Félagsvísindastofnunar árið <strong>2005</strong> voru: Kannanir á<br />

launakjörum einstakra stéttarfélaga auk rannsókna á kynbundnum launamun.<br />

Forvarnarverkefnið Youth in Europe – A Drug Prevention Programme sem er<br />

samvinnuverkefni tíu Evrópuborga og unnið á vegum samtakanna Eruopean<br />

Cities Against Drugs (ECAD). Tilgangur verkefnisins var að rannsaka fíkniefnaneyslu<br />

ungmenna í þátttökuborgunum, að bera saman ólíkar aðferðir í forvörnum<br />

og að virkja stofnanir, stjórnvöld, skóla og almenning í samstarfsborgunum til aðferða<br />

gegn fíkniefnavá. Verkefnið var unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg, Háskóla<br />

Íslands og Háskólann í Reykjavík. Mælistikur á launajafnrétti sem styrkt var<br />

af Norrænu ráðherranefndinni og unnið undir stjórn dr. Lilju Mósesdóttur í samvinnu<br />

við dr. Þorgerði Einarsdóttur. Meginmarkmið verkefnisins var að bæta norrænar<br />

tölfræðiupplýsingar þannig að þær gæfu betri mynd af orsökum kynbundins<br />

launamunar og yrðu samanburðarhæfar milli landa. Mat á starfsumhverfi<br />

ýmissa opinberra stofnana. Rannsókn á félagslegu umhverfi Evrópubúa (European<br />

Social Survey) sem einnig var gerð í 30 öðrum Evrópulöndum. Markmið verkefnisins<br />

var að skoða viðhorf almennings í þessum löndum til heilsugæslu, fjölmiðla,<br />

stjórnmála og samfélags o.fl. Einnig var spurt um lífsgildi, vellíðan, stöðu á<br />

vinnumarkaði o.fl. Rannsóknir á brottfalli íslenskra nemenda úr framhaldsskólum.<br />

Rannsókn á högum innflytjenda á austfjörðum og vesturlandi. Rannsókn á<br />

viðhorfum flóttamanna til íslensks samfélags. Rannsókn á viðhorfum ungs fólks<br />

til fiskneyslu sem unnin var í samstarfi við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,<br />

Rannsóknastofnun í næringarfræði og Landspítala-Háskólasjúkrahús. Vikulegar<br />

samantektir á sölu bóka fyrir jólin <strong>2005</strong> fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda og félag<br />

bóka- og ritfangaverslana. Auk þess voru smærri kannanir og verkefni fyrir<br />

fjölmarga aðila.<br />

Námskeið<br />

Félagsvísindastofnun, í samstarfi við sálfræðiskor, keypti árið 1999 einkarétt á Íslandi<br />

til að halda námskeið sem nefnast SOS! Hjálp fyrir foreldra. Á þessum nám-<br />

99


skeiðum er fólk þjálfað í því að nota ýmsar meginreglur atferlisfræði við uppeldi<br />

barna. Á árinu <strong>2005</strong> voru 19 námskeið haldin fyrir foreldra og fagfólk (kennara og<br />

leikskólakennara) bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.<br />

Starfsfólk<br />

Starfslið Félagsvísindastofnunar í reglubundnu starfi árið <strong>2005</strong> var sem hér segir:<br />

Andrea G. Dofradóttir, Einar Mar Þórðarson, Ella Björt Teague, Guðlaug J. Sturludóttir,<br />

Guðrún Lilja Eysteinsdóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir, Hildur B. Svavarsdóttir,<br />

Kristín Erla Harðardóttir og Kristjana Stella Blöndal.<br />

Veffang Félagsvísindastofnunar er: www.felagsvisindastofnun.is.<br />

Stofnun stjórnsýslufræða<br />

og stjórnmála<br />

Í reglum sem samþykktar voru í félagsvísindadeild 27. maí, 2002 segir í 1. gr.:<br />

„Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun<br />

sem starfrækt er af Háskóla Íslands. Stofnunin er vettvangur samstarfs<br />

Háskóla Íslands við opinbera aðila um eflingu náms og rannsókna um stjórnun<br />

opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga og vettvangur umræðna um<br />

stjórnmál og stjórnsýslu.“<br />

Stjórn stofnunarinnar hefur verið óbreytt, formaður er Gunnar Helgi Kristinsson<br />

prófessor og forstöðumaður er einnig sá sami frá upphafi, Margrét S. Björnsdóttir.<br />

Stofnunin hefur aðsetur í Odda, húsi félagsvísindadeildar.<br />

Samstarfsvettvangur, samstarfsaðilar<br />

Stofnunin er rekin í samstarfi við Reykjavíkurborg og Landspítala – háskólasjúkrahús,<br />

auk þess sem stofnunin hefur víðtækt samstarf við fyrirtæki, stofnanir<br />

og samtök, innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Stofnunin er samstarfsvettvangur<br />

kennara í stjórnsýslu- og stjórnmálafræðum við stjórnmálafræðiskor<br />

og í gegnum stofnunina eru þeir í samstarfi við fjölmarga aðila utan HÍ,<br />

svo sem embætti umboðsmanns Alþingis, Ríkisendurskoðun, forsætis-, fjármálaog<br />

utanríkisráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra<br />

sveitarfélaga, erlend sendiráð, ýmsar opinberar stofnanir og ráðgjafarfyrirtæki<br />

sem vinna með opinberum aðilum.<br />

Ráðstefnur, málþing, fræðsluverkefni<br />

Eitt verkefna stofnunarinnar er að skapa umræðu- og fræðsluvettvang fyrir fagog<br />

áhugafólk um stjórnsýslu og stjórnmál. Sem fyrr var haldinn í þeim tilgangi<br />

fjöldi opinna fyrirlestra, málþinga og námskeiða, m.a. í samstarfi við Endurmenntun<br />

HÍ, ráðuneyti, sveitarfélög, stofnanir, ráðgjafafyrirtæki og samtök. Fjöldi<br />

erlendra fyrirlesara tók þátt, auk innlendra fag- og fræðimanna. Hér er aðeins<br />

getið stærri viðburða sem snerta kjarnasvið stofnunarinnar:<br />

• Lýðræðisþróun í sveitarfélögum, 20. janúar,<br />

• Arðsemi opinberrar stjórnsýslu, 9. mars,<br />

• Breytingar í lagaumhverfi opinberra innkaupa-nýjar ESB tilskipanir, 28. apríl,<br />

• Hvað voru þeir að hugsa? Um úrslit bresku þingkosninganna, 6. maí,<br />

• Hið opinbera sem kaupandi, 23. maí,<br />

• Stjórnsýsla 21. aldar, 24. maí,<br />

• Norrænt frumkvæði til friðar, 7. júní,<br />

• Þjóðaratkvæðagreiðslur, 11. ágúst,<br />

• Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag; áhrif á íslenskt samfélag, 18. október,<br />

• Stofnanamenning; hvernig má gera stofnanabrag opinberra stofnana sem<br />

áhrifaríkastan? 19. október,<br />

• Framtíðarþróun Evrópusambandsins; lykilspurningar, 21. október,<br />

• Lýðræði og vilji fólksins - þjóðaratkvæðagreiðslur og áhrif þeirra, 29.<br />

október,<br />

• Hlutverk stéttarfélaga í ljósi aukins sjálfstæðis ríkisstofnana, 9. nóvember,<br />

• Hvenær gilda stjórnsýslulög? Hvaða ákvarðanir eru stjórnsýsluákvarðanir?<br />

11. nóvember,<br />

• Betri stjórnendur; góðir starfshættir stjórnenda í opinberum rekstri, 22.<br />

nóvember,<br />

• Staðbundið lýðræði, 2. desember.<br />

100


Haldin voru tíu lengri og styttri námskeið í samstarfi við Endurmenntun Háskólans,<br />

fjármála- og forætisráðuneyti, Lagastofnun H.Í., IMG – Gallup og Félag forstöðumanna<br />

ríkisstofnana.<br />

Dagana 11. – 13. ágúst var haldin ráðstefna rúmlega 300 norrænna stjórnmálafræðinga<br />

NOPSA í Háskóla Íslands og var Stofnun stjórnsýslufræða framkvæmdaaðili<br />

ráðstefnunnar.<br />

Framhaldsnám við stjórnmálafræðiskor í opinberri<br />

stjórnsýslu og alþjóðasamskiptum<br />

Haustið <strong>2005</strong> hófst nýtt meistaranám í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðiskor,<br />

námið hófu um 60-70 nemendur. Stofnun stjórnsýslufræða tók virkan þátt í<br />

undirbúningi og kynningu námsins. Áfram var haldið þróun meistaranáms í opinberri<br />

stjórnsýslu (MPA) með nýjum námskeiðum og aukinni fjarkennslu. Efld voru<br />

alþjóðatengsl námsins m.a. með öflun styrkja til þriggja mánaða dvalar íslenskra<br />

skiptinema til starfsnáms í Evrópulöndum og tekið var á móti tveimur skiptinemum<br />

til þriggja mánaða starfsnáms á árinu <strong>2005</strong>.<br />

Vefrit um stjórnmál og stjórnsýslu - Rannsóknir<br />

Þann 15. desember opnaði Stofnun stjórnsýslufræða vefrit um stjórnmál og<br />

stjórnsýslu. Veftímaritið mun gegna fjölþættu hlutverki fyrir íslenska stjórnmálafræði.<br />

Í því er ritrýndur hluti sem gegnir hlutverki fræðitímarits í stjórnmála- og<br />

stjórnsýslufræðum, en slíkt rit hefur ekki verið til staðar hingað til.<br />

Stjórnmálum og Stjórnsýslu – veftímariti er ætlað að gefa stjórnmála- og<br />

stjórnsýslufræðingum kost á að gera rannsóknir sínar aðgengilegar og auka<br />

þannig fræðilega umfjöllun. Þess er vænst að með útgáfu veftímaritsins muni<br />

rannsóknir á þessum fræðasviðum aukast enn frekar. Tímaritið verður öllum opið<br />

á netinu og í lok hvers útgáfuárs verður hægt að fá prentaða útgáfu af ritrýndu<br />

efni fyrir þá sem þess óska.<br />

Í tímaritinu eru eftirtaldir efnisflokkar: ritrýndar fræðigreinar, greinar almenns<br />

eðlis um stjórnmál og stjórnsýslu, bókadómar, útdrættir úr lokaritgerðum MPAnema,<br />

stjórnmála- og stjórnsýslufræðingatal, upplýsingar um opna fundi, námskeið<br />

og málþing á döfinni eru hverju sinni, ásamt tenglum er varða fagsvið<br />

stjórnmála og stjórnsýslufræða s.s. fræðitímarit sem aðgengileg eru á vefnum,<br />

samtök stjórnmálafræðinga o.fl. Félag stjórnmálafræðinga hefur einnig heimasvæði<br />

sitt á vefnum<br />

Nordic-Baltic-Russian PhD Network of Democratic<br />

Governance<br />

Á árinu <strong>2005</strong> hófst samstarf Stofnunar stjórnsýslufræða við háskóladeildir í Danmörku,<br />

Finnlandi, Svíþjóð, Rússlandi og Eystrasaltslöndum um námskeiðahald,<br />

upplýsinganet og vef- stuðningsumhverfi fyrir doktorsnema og til að efla tengsl<br />

milli þeirra. Fengust norrænir styrkir til að kosta allt samstarfið þ.á m. 3-4 námskeið<br />

árlega fyrir doktorsnema í stjórnsýslu- og stjórnmálafræðum. Hefjast þau á<br />

árinu 2006. Munu doktorsnemar stjórnmálafræðiskorar eiga kost á þátttöku sér<br />

að kostnaðarlausu, þar með talinn ferða- og uppihaldskostnaður.<br />

Viðurkenning til sveitarfélaga fyrir umbótastarf<br />

Í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga var þann 1. apríl veitt í fyrsta<br />

skipti viðurkenning fyrir umbóta- og þróunarstarf í stjórnsýslu, stjórnun og rekstri,<br />

upplýsingatækni og starfsmannamálum íslenskra sveitarfélaga. Viðurkenningu<br />

fengu Hafnarfjarðarkaupstaður, Akureyrarkaupstaður, Blönduósbær, Garðabær,<br />

Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur. Í ráði er að veita viðurkenninguna<br />

annað hvert ár á ráðstefnu um stjórnsýsluumbætur.<br />

Fjármögnun starfsemi Stofnunar stjórnmálafræða<br />

og stjórnmála<br />

Föst framlög samstarfsaðila stofnunarinnar eru árlega 3,8 m.kr. Til viðbótar þarf<br />

að afla a.m.k. 4-5 m.kr. til fasts kostnaðar, auk fjármögnunar allra verkefna stofnunarinnar.<br />

Það tókst á árinu <strong>2005</strong>.<br />

101


Guðfræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Starfsfólk<br />

Á árinu fékk guðfræðideild heimild til að ráða séra Sigfinn Þorleifsson sjúkrahúsprest<br />

í 25% starf lektors í sálgæslu og er staðan tengd staða sem fellur undir<br />

samstarfssamning Landspítalans og Háskóla Íslands. Sigfinnur hefur verið<br />

stundakennari í sálgæslu um árabil og mun ráðning hans hafa þær afleiðingar að<br />

nám í þessari mikilvægu grein eflist til muna.<br />

Nýskipan náms í guðfræðideild<br />

Meiri reynsla er nú komin á þá nýskipan guðfræðinámsins sem gerir ráð fyrir því<br />

að allir nemendur ljúki BA-námi (90e) og eigi síðan kost á að láta þar staðar<br />

numið eða halda áfram annaðhvort með hefðbundið nám til embættisprófs eða að<br />

taka MA-nám með áherslu á einhverju ákveðnu fræðasviði innan guðfræðinnar.<br />

Deildin hefur samþykkt nauðsynlegar breytingar á reglugerð guðfræðideildar til<br />

þess að auðvelda þessar breytingar og verða þær væntanlega staðfestar af háskólaráði<br />

fljótlega. Unnið er að frekari skipulagningu guðfræðinámsins með það í<br />

huga að BA-prófið sé fyrsta háskólagráða og þar með þurfi að meta nám til bæði<br />

MA-prófs og embættisprófs sem framhaldsnám. Lærdómstitillinn candidatus theologiae<br />

mundi við það breytast í magister theologiae. Hið þverfaglega nám í almennum<br />

trúarbragðafræðum sem hafið er við deildina sem 30 e aukagrein til<br />

BA-náms hefur gefið góða raun. Það standa vonir til að unnt verði að auka þetta<br />

nám enda er mikið um það spurt meðal nýstúdenta. Ástæða er til að ætla að<br />

þarna liggi einn helsti vaxtarbroddur guðfræðideildar. Að náminu standa guðfræðideild,<br />

heimspekideild og félagsvísindadeild.<br />

Framhaldsnám er hafið við deildina, bæði á meistara- og doktorsstigi. Skráðir<br />

framhaldsnemar eru 13 og er þess skammt að bíða að fyrsti doktorsneminn verji<br />

ritgerð sína að loknu formlegu doktorsnámi við deildina.<br />

Fjölgun nemenda<br />

Aðsókn að guðfræðideild hefur verið tiltölulega jöfn undanfarin ár. Eins og undanfarin<br />

ár heimsóttu guðfræðinemar framhaldsskólana og kynntu deildina. Hins<br />

vegar var litlu sem engu fé varið til að gera kynningarbæklinga.<br />

Alls voru 150 nemendur skráðir í deildina á árinu en ekki dugði sú fjölgun til þess<br />

að skila deildinni auknum fjármunum. Þar spilar inn í að námsframvinda nemenda<br />

er í mörgum tilfellum mjög hæg og skilar meðalguðfræðineminn tiltölulega<br />

fáum þreyttum einingum. Konur eru sem fyrr í miklum meirihluta nemenda eða<br />

tæplega 70%.<br />

Nefndir og stjórnir<br />

Kennarar guðfræðideildar eiga sæti í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum<br />

þjóðkirkjunnar. Má þar nefna þýðingarnefndir Gamla- og Nýja testamentisins,<br />

stjórn Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar, kenningarnefnd þjóðkirkjunnar og helgisiðanefnd<br />

þjóðkirkjunnar. Þá eru kennarar guðfræðideildir virkir í ýmsum rannsóknaverkefnum<br />

eins og nánar kemur fram í ársskýrslu Guðfræðistofnunar.<br />

Samstarf við Endurmenntun Háskólans<br />

Áfram var haldið samstarfi við Endurmenntun Háskólans á sviði sálgæslu og er<br />

mikil eftirspurn eftir þeim námskeiðum, ekki aðeins meðal presta og guðfræðinga<br />

heldur ekki síður meðal heilbrigðisstétta. Námskeiðin eru á meistarastigi og<br />

ákveðnar forkröfur þarf því að uppfylla til að fá að taka þátt í þeim og hafa þau<br />

mælst mjög vel fyrir.<br />

102<br />

Fjárveitingar og útgjöld guðfræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 47.179 43.381 48.357<br />

Fjárveiting 44.146 44.146 47.183


Rannsóknaleyfi<br />

Prófessorarnir Gunnlaugur A. Jónsson og Pétur Pétursson voru báðir í rannsóknaleyfum<br />

á haustmisseri og dvaldist Gunnlaugur erlendis.<br />

Erfið fjárhagsstaða<br />

Erfiður fjárhagur stendur deildinni enn fyrir þrifum. Þrátt fyrir mikið aðhald í rekstri<br />

og niðurskurð hefur ekki tekist að skila hallalausum rekstri og virðist ljóst að<br />

það er innbyggður halli á rekstri guðfræðideildar. Dæmi um aðhaldssemi deildarinnar<br />

er að ekki hefur fengist fastráðinn kennari í guðfræðilegri siðfræði og heldur<br />

ekki í grísku og Nýja testamentisfræðum. Þá hefur frjálst nám nánast allt verið<br />

skorið niður. Er nú svo komið að sumir stúdentar eiga í erfiðleikum með að<br />

skipuleggja vinnu sína vegna hins mikla niðurskurðar og fækkunar námskeiða.<br />

Það hefur verið leitað til fyrirtækja um styrk til að fjármagna stöðu við guðfræðideild<br />

í almennum trúarbragðafræðum. Sú viðleitni hefur enn ekki borið árangur.<br />

Áðurnefnd lektorsstaða í sálgæslu er hins vegar deildinni mikill fengur.<br />

Rannsóknavirkni<br />

Eins og fram kemur í skýrslu Guðfræðistofnunar og í ritaskrám kennara hefur<br />

rannsóknavirkni kennara guðfræðideildar aukist verulega á síðustu árum. Nokkur<br />

sveifla á meðaltali rannsóknastiga er þó á milli ára sem hlýtur að teljast eðlilegt<br />

í svo fámennri deild sem guðfræðideildin er.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í guðfræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 39 93 132 53 95 148 53 97 150<br />

Brautskráðir<br />

Guðfræði 2 7 9 1 5 6 4 3 7<br />

Guðfræði BA 0 6 6 3 4 7 3 3 6<br />

Guðfræði MA 1 0 1 1 0 1<br />

Guðfræði doktorspróf<br />

Djáknanám BA 1 1 1 2 3 0 5 5<br />

Djáknanám viðbótarnám 8 8<br />

Samtals 2 22 24 6 11 17 8 11 19<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Guðfræðistofnun<br />

Almennt<br />

Samkvæmt 7. gr. reglna fyrir Guðfræðistofnun (sbr. 27. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands)<br />

á stjórn stofnunarinnar að halda ársfund á haustmánuðum þar sem leggja<br />

á fram ársskýrslu og fjalla um önnur mál. Ýmis atvik urðu þess valdandi að ekki<br />

reyndist mögulegt að verða við þessu ákvæði s.l. haust. Af þeim sökum leggur<br />

stjórnin fram skýrslu sína nú. Í stjórn Guðfræðistofnunar voru Hjalti Hugason, formaður,<br />

Arnfríður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson og Árni Svanur Daníelsson.<br />

Fjárhagsstaða<br />

Eins og tekið var fram í síðustu ársskýrslum nýtur Guðfræðistofnun ekki lengur<br />

sjálfstæðrar fjárveitingar heldur þiggur fé af fjárveitingu til guðfræðideildar. Velta<br />

á reikningi Guðfræðistofnunar hefur þó verið nokkur þar sem styrkir frá Kristnihátíðarsjóði<br />

sem starfsmenn stofnunarinnar fengu voru lagðir inn á reikning<br />

Guðfræðistofnunar. Enn hefur Guðfræðistofnun ekki tekið aðstöðugjald af verkefnastyrkjum<br />

sem hún á aðild að þar sem hún hefur ekki haft af þeim beinan<br />

kostnað.<br />

Málstofa<br />

Guðfræðistofnun hefur gengist fyrir málstofum með líku sniði og undanfarin ár.<br />

Hefur hún nú verið haldin á mánudögum milli kl. 12.15 og 13.00 í stofu V.<br />

103


Málstofur á vormisseri:<br />

14. febrúar: Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor:<br />

Þar sátum vér og grétum: Babylónska útlegðin af sjónarhóli<br />

137. sálms Saltarans.<br />

21. febrúar: Kristján Valur Ingólfsson, lektor:<br />

Nýjar stefnur og straumar í guðfræði liturgíunnar á undanförnum<br />

tveimur áratugum.<br />

7. mars <strong>2005</strong>: Margaret Cormack, prófessor við University of North Carolina,<br />

Chapel Hill: Dýrlingar í sögu Íslands.<br />

21. mars <strong>2005</strong>: Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor:<br />

Þjóðsögur um munnmælageymdir og mælskufræði skrifaðra<br />

heimilda.<br />

4. apríl <strong>2005</strong>: Pétur Pétursson, prófessor: Trúarlíf Íslendinga 1987 og<br />

2004.<br />

Málstofur á haustmisseri:<br />

7. nóvember <strong>2005</strong>: Mukunda Raj Patik, stundakennari við Háskólann í Nepal,<br />

Katmandu: Sérstaða Búddatrúar í Nepal og munklífi þar í<br />

landi.<br />

14. nóvember: Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur:<br />

Spjall um dómsvald kirkjunnar á miðöldum.<br />

Prófessor Jón Ma. Ásgeirsson hafði umsjón með málstofunum.<br />

Ritröð Guðfræðistofnunar<br />

Á árinu komu út tvö hefti Ritraðarinnar, 20. og 21. hefti. Þegar Einar Sigurbjörnsson<br />

tók við stöðu deildarforseta óskaði hann eftir því að láta af ritstjórn og eru<br />

honum þökkuð störf hans í þágu ritraðarinnar. Stjórn stofnunarinnar fól Hjalta<br />

Hugasyni að vera ritstjóri og tilnefndi með honum í ritnefnd prófessorana Pétur<br />

Pétursson og Jón Ma. Ásgeirsson. Stefnt er að því að tvö hefti komi út af ritröðinni<br />

árlega. Þá hefur ritstjórn tekið saman einfaldar ritrýni- og frágangsreglur sem<br />

ætlað er að styrkja stöðu Ritraðarinnar sem ritrýnds fræðitímarits.<br />

Málþing Guðfræðistofnunar<br />

Eins og undanfarin ár gekkst Guðfræðistofnun fyrir málþingi er haldið var föstudaginn<br />

11. mars. Yfirskriftin var að þessu sinni Hið heilaga. Fyrirlesarar voru dr.<br />

Guðrún Kvaran forstöðumaður Orðabókar Háskólans (Merkingarsvið hins heilaga<br />

í íslensku máli), Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, (Heilagur, heilagur, heilagur<br />

er Drottinn allsherjar. Heilagleikahugtakið í Jesajaritinu), Jón Ma. Ásgeirsson<br />

prófessor (Hin heilaga borg Jerúsalem í Bók opinberunarinnar), Hjalti Hugason,<br />

prófessor (Hið heilaga og tíminn; þróun íslenskrar helgidagalöggjafar), Kristján<br />

Valur Ingólfsson lektor (Pro fanum. Kirkjan andspænis hinu heilaga./Eða, Viðbrögð<br />

praktískrar guðfræði við hinu endanlega), Oddný Sen kvikmyndafræðingur<br />

(Helgun óttans, Hið guðlega í hrollvekjukvikmyndum), Pétur Pétursson prófessor<br />

(Er nútíminn í hættu? Hið heilaga í kenningum félagfræðinga) og Sólveig Anna<br />

Bóasdóttir stundakennari (Notkun Heilagrar ritningar í guðfræðilegri siðfræði).<br />

Fundarstjóri var Elín Hrund Kristjánsdóttir cand.theol. Háskólarektor veitti<br />

nokkurn styrk til málþingsins. Prófessor Jón Ma. Ásgeirsson hafði umsjón með<br />

málþinginu og eru honum þökkuð þau störf.<br />

21. mars hélt stofnunin í samvinnu við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum<br />

við HÍ (RIKK) málþingið Klaustrið í Kirkjubæ. Var það haldið í tengslum við<br />

samnefnt rannsóknarverkefni sem styrkt var af Kristnihátíðarsjóði.<br />

Flestir fastir kennarar deildarinnar tóku einnig virkan þátt í Hugvísindaþingi á<br />

haustmisseri <strong>2005</strong>. Þar voru alls fjórar málstofur guðfræðilegs eðlis þar af ein í<br />

samvinnu við RIKK.<br />

Alþjóðlegt samstarf<br />

Starfsmenn stofnunarinnar eru allir virkir í norrænum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum<br />

og er of langt mál að geta þeirra allra hér.<br />

Kristnihátíðarsjóður<br />

Guðfræðistofnun var aðili að nokkrum styrkjum sem úthlutað var úr Kristnihátíðarsjóði<br />

1. desember 2004.<br />

Á sviði menningar- og trúararfs:<br />

• Þýdd guðsorðarit á Íslandi á 17. öld. Samvinnuverkefni með Árnastofnun.<br />

Verkefnisstjóri Einar Sigurbjörnsson, starfsmaður Þórunn Sigurðardóttir.<br />

104


• Heilagra manna sögur. Samvinnuverkefni milli Bókmenntfræðistofnunar og<br />

Guðfræðistofnunar. Verkefnisstjórar Sverrir Tómasson, Guðrún Nordal og<br />

Einar Sigurbjörnsson.<br />

• Saga klausturs í Kirkjubæ og trúarmenning kvenna í tengslum við það. Samstarfsverkefni<br />

Kirkjubæjarstofu, Guðfræðistofnunar og RIKK. Verkefnisstjórn<br />

Arnfríður Guðmundsóttir, Irma Erlingsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín<br />

Ástgeirsdóttir og Hjalti Hugason.<br />

• Kristin trú og kvennahreyfingar. Samstarfsverkefni RIKK og Guðfræðistofnunar.<br />

Verkefnisstjóri Arnfríður Guðmundsdóttir.<br />

• Kristur, kirkja, kvikmyndir. Samstarfsverkefni Guðfræðistofnunar, Biskupsstofu<br />

og Neskirkju. Verkefnisstjóri sr. Sigurður Árni Þórðarson Ph.D. Arnfríður<br />

Guðmundsdóttir er fulltrúi Guðfræðistofnunar í verkefninu.<br />

Á sviði fornleifafræði:<br />

• Í samvinnu við Kirkjubæjarstofu átti stofnunin aðild að styrk til fornleifarannsókna<br />

á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ, verkefnisstjóri Bjarni F. Einarsson.<br />

Þakkarorð<br />

Guðfræðistofnun þakkar Einari Sigurbjörnssyni fyrir vel unnin störf við ritstjórn<br />

Ritraðar Guðfræðistofnunar og sem forstöðumaður Guðfræðistofnunar. Að eigin<br />

ósk hefur hann látið af báðum þessum störfum sem hann hefur gegnt at einstakri<br />

natni undanfarin ár.<br />

106


Hjúkrunarfræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar árið <strong>2005</strong> var Erla Kolbrún Svavarsdóttir,<br />

dósent. Sóley S. Bender, dósent og varadeildarforseti var í rannsóknarleyfi á vormisseri<br />

og leysti Helga Jónsdóttir, prófessor, hana af á þeim tíma. Sóley tók svo<br />

aftur við starfi varadeildarforseta á haustmisseri. Í lok ársins starfaði 31 fastráðinn<br />

kennari við deildina þar af 17 í 100% starfshlutfalli, 6 í 50% starfshlutfalli, 6 í<br />

37% starfshlutfalli, einn í 25% starfshlutfalli og einn í 16,5% starfshlutfalli. Nokkuð<br />

var um nýráðningar akademískra starfsmanna á árinu en þær Brynja Örlygsdóttir,<br />

Helga Bragadóttir, Sigríður Gunnarsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir voru<br />

allar ráðnar í lektorsstöður auk þess sem starfshlutfall Helgu Gottfreðsdóttur var<br />

aukið úr 50% í 100%. Þá luku Dóróthea Bergs og Árdís Ólafsdóttir störfum sem<br />

lektorar við deildina en þær voru báðar ráðnar í stöðu aðjúnkts. Einnig lauk<br />

Hrund Sch. Thorsteinsson starfi. Herdís Sveinsdóttir fékk framgang í stöðu prófessors<br />

á árinu og voru í lok árs samtals 7 prófessorar, 7 dósentar og 17 lektorar í<br />

starfi við deildina árið <strong>2005</strong>.<br />

Tveir starfsmenn við stjórnsýslu deildarinnar fóru í barnsburðarleyfi á árinu, þær<br />

Karólína B. Guðmundsdóttir, skrifstofu- og rekstrarstjóri og Bergþóra Kristinsdóttir.<br />

Rósa G. Bergþórsdóttir var ráðin til að leysa Karólínu af og Karen Guðmundsdóttir<br />

leysti Bergþóru af. Einnig hættu störfum þær Ragný Þóra Guðjónssen<br />

og Margrét Lúðvíksdóttir. Þórana Elín Dietz og Lára Kristín Sturludóttir hófu<br />

störf við deildina í þeirra stað. Við stjórnsýslu deildar starfa sjö starfsmenn í 5,9<br />

stöðugildum.<br />

Í desember var hafin vinna við stefnumótun hjúkrunarfræðideildar fyrir tímabilið<br />

2006-2011. Forstöðumenn fræðasviða við deildina mótuðu stefnu um skiptingu<br />

fræðigreina í fræðasvið sem samþykkt hafði verið á deildarfundi í desember <strong>2005</strong>.<br />

Samningar<br />

Á árinu var til endurskoðunar samningur milli Háskóla Íslands og Landspítalaháskólasjúkrahúss<br />

og verður hann væntanlega undirritaður á næsta ári.<br />

Húsnæði<br />

Fyrir utan smálegt viðhald á húsi deildarinnar innandyra og utan er helst að<br />

nefna að kaffistofa starfsfólks á 3. hæð var algjörlega endurnýjuð. Ný eldhúsinnrétting<br />

var sett upp og borð og stólar voru endurnýjaðir. Innri salur Rannsóknastofnunar<br />

á 2. hæð var málaður.<br />

BS-nám í hjúkrunarfræði<br />

Alls þreytti 121 nemi samkeppnispróf í desember <strong>2005</strong>, samanborið við 169 árið á<br />

undan. Þeir 75 nemar sem hæstu meðaleinkunn fengu úr samkeppnisprófunum<br />

héldu síðan áfram námi á vormisseri <strong>2005</strong>.<br />

Ljósmóðurfræði<br />

Nemendur í ljósmóðurfræði voru 21 talsins, 10 á fyrra og 11 á seinna námsári.<br />

Diplómanám á meistarastigi<br />

Diplómanám á sérsviðum hjúkrunar er 20-30 eininga nám á meistarastigi sem<br />

fram fer að loknu BS-prófi í hjúkrunarfræði. Annars vegar býðst að taka diplómanám<br />

til 20 eininga og hins vegar til 30 eininga með því að bæta við starfsþjálfun.<br />

Markmið með diplómanáminu er að gefa hjúkrunarfræðingum kost á að auka<br />

þekkingu sína og færni á margvíslegum fræða- og starfssviðum hjúkrunar. Einnig<br />

að efla áhuga nemenda á enn frekara námi svo sem meistara- eða doktorsnámi.<br />

Fjárveitingar og útgjöld hjúkrunarfræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 183.289 179.055 208.399<br />

Fjárveiting 170.778 181.880 221.388<br />

107


Haustið 2003 var fyrst boðið diplómanám á meistarastigi í skurð-, svæfinga-,<br />

gjörgæslu- og bráðahjúkrun við deildina. Námið er til 30 eininga; 20e bóklegt<br />

nám og 10e starfsþjálfun. Náminu lauk vorið <strong>2005</strong>. Á skólaárinu 2004-<strong>2005</strong> var<br />

hafið diplómanám í geðhjúkrun, hjúkrun fullorðinna (þ.e. hjarta- og lungnasjúklinga,<br />

aðgerðasjúklinga og gjörgæslusjúklinga) og krabbameinshjúkrun og lýkur<br />

þessum námsleiðum á vormisseri 2006. Haustið <strong>2005</strong> hófust tvær námsleiðir í<br />

diplómanámi á meistarastigi á sviði heilsugæslu og stjórnunar. Alls stunda 126<br />

nemendur diplómanám við hjúkrunarfræðideild í dag.<br />

Mikill áhugi er á diplómanáminu og er fyrirhugað að bjóða nýjar námsleiðir árlega.<br />

Haustið 2006 er þannig áætlað að bjóða að nýju nám í skurðhjúkrun og svo<br />

öldrunarhjúkrun haustið 2007.<br />

Meistaranám í hjúkrunarfræði<br />

Nám til meistaraprófs í hjúkrunarfræði er 60 eininga rannsóknatengt nám. Markmið<br />

með því er að efla fræðilega þekkingu innan hjúkrunarfræði, þjálfa hjúkrunarfræðinga<br />

í vísindalegum vinnubrögðum, auka færni þeirra í rannsókna- og þróunarstörfum<br />

og gefa þeim tækifæri á að auka sérfræðiþekkingu og færni á sérsviðum<br />

hjúkrunar. Nemandi skilgreinir og afmarkar þá sérfræðiþekkingu sem<br />

hann hyggst einbeita sér að í samstarfi við leiðbeinanda eða forstöðumann viðkomandi<br />

fræðasviðs. Áhersla er lögð á sveigjanleika í verkefnavali en allir nemendur<br />

taka tiltekin kjarnafög sem heyra til námsleiðinni sem þeir velja. Gert er<br />

ráð fyrir að nemandi ljúki náminu á 2 til 4 árum. Námið samanstendur af rannsóknarverkefni,<br />

kjarnanámskeiðum, námskeiðum á sérsviði og valeiningum.<br />

Við hjúkrunarfræðideild eru 55 meistaranemar skráðir. Þar af hófu 12 námið<br />

haustið <strong>2005</strong>. Einnig er boðið upp á námsleið þar sem áhersla er lögð á klíníska<br />

sérhæfingu á sérsviðum hjúkrunar og er unnið að því að styrkja þá námsleið með<br />

því að bjóða sérhæfð námskeið á ólíkum sviðum hjúkrunar.<br />

Þverfaglegt meistaranám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði (MHI)<br />

Nám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði er tveggja ára þverfaglegt, rannsóknatengt<br />

nám á meistarastigi, sem hófst haustið 2004. Námið er skipulagt sameiginlega<br />

af 5 háskóladeildum sem aðild eiga að náminu. Þær eru deildir félagsvísinda,<br />

hjúkrunarfræði, lyfjafræði, verkfræði og læknisfræði. Einnig á Landspítaliháskólasjúkrahús<br />

aðild að náminu. Alls hlutu 7 meistaranemar inngöngu í námsleiðina<br />

á síðasta ári, en alls stunda nú 15 nemendur nám í upplýsingatækni.<br />

Doktorsnám<br />

Hjúkrunarfræðideild hefur boðið upp á doktorsnám síðan á haustmisseri 2004 og<br />

stunda nú tveir doktorsnemar nám við deildina. Námið er 90 einingar að loknu<br />

meistaraprófi og þar af skulu námskeið nema a.m.k. 30 einingum. Námið er þriggja<br />

ára fullt nám (30 einingar á hverju skólaári).<br />

Fjarfundabúnaður<br />

Fjarfundabúnaður deildarinnar hefur verið í mikilli notkun síðan hann var keyptur<br />

árið 2003 til að koma til móts við nemendur utan höfuðborgarsvæðis. Mikill fjöldi<br />

nemenda nýtir sér þessa þjónustu og stunduðu til að mynda ríflega 45 nemendur<br />

fjarnám á haustönn <strong>2005</strong>. Þá voru fjarkennd 9 námskeið í diplómanámi á haustönn<br />

og náðu þau til 12 fjarkennslustaða á landsbyggðinni. Búnaðurinn hefur einnig<br />

verið nýttur til að fleiri fái notið málstofa Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði<br />

á fjarfundum, meðal annars á Akureyri. Loks má nefna að búnaðurinn hefur<br />

verið notaður til að fjarkenna þverfaglegt nám á meistarastigi í upplýsingatækni<br />

til nemenda í Iowa-ríki í Bandaríkjunum, í samstarfi við Háskólann í Iowa í<br />

umsjón Ástu S. Thoroddsen, dósents.<br />

Alþjóðamál<br />

Alþjóðanefnd tók á móti erlendum gestum á árinu og komu hingað m.a. kennarar<br />

og nemendur í grunn- og framhaldsnámi frá Pace-háskóla í New York og frá Háskólanum<br />

í Iowa um vorið. Hefð hefur skapast fyrir árlegum heimsóknum milli<br />

þessara skóla. Deildin tók þátt í að kynna íslenska heilbrigðiskerfið fyrir 20-25<br />

manna hópi sænskra hjúkrunarkennara/-stjórnenda í maímánuði. Í lok júní komu<br />

tveir kennarar frá Þrándheimi í Noregi og aðrir tveir frá Árósum í Danmörku til að<br />

afla sér upplýsinga um nám við hjúkrunarfræðideild HÍ.<br />

Áfram var haldið samstarfi við fyrrverandi Fulbright-kennara í geðhjúkrun, dr.<br />

Cörlu J. Croh, dósent við Detroit Mercy háskóla. Fóru 15 nemar í diplómanámi í<br />

geðhjúkrun í námsferð í októbermánuði til Detroit Mercy háskóla. Námsferðin var<br />

farin sem hluti námskeiðs í geðheilsugæslu samfélagsins II.<br />

108


Alþjóðanefnd átti mikil samskipti við skóla á Norðurlöndum fyrir tilstuðlan Erasmus<br />

samninga, Norlys samstarfsnetið NORDINNET (svæfingahjúkrun) og NOR-<br />

DANNET (gjörgæsluhjúkrun) netið. Alls komu 10 erlendir skiptinemar á vorönn<br />

og 10 á haustönn vegna þessara samstarfsneta. Alls fóru 12 nemendur í klínískt<br />

nám á vegum Norlys árið <strong>2005</strong>, þar af 6 íslenskir.<br />

Alþjóðanefnd hefur séð um Norlys samstarfið frá árinu 2001 og hefur umsjón<br />

með netinu verið í höndum Jóhönnu Bernharðsdóttur. Samstarfið hefur eflst og<br />

eru nú skólar allsstaðar af á Norðurlöndum komnir inn í samstarfið. Haldið var<br />

stutt námskeið um lokaverkefni í hjúkrunarfræði hér á landi fyrir nemendur og<br />

kennara í Norlys samstarfsnetinu. Áform eru um að halda fleiri slík námskeið og<br />

hefur verið myndaður vinnuhópur kennara frá öllum samstarfsskólunum til að<br />

þróa og stýra þeim.<br />

Kennarar deildarinnar hafa eflt alþjóðasamskipti sín með virkum hætti með rannsóknarsamstarfi<br />

og miðlað rannsóknarniðurstöðum á alþjóðlegum ráðstefnum<br />

bæði vestan hafs og austan.<br />

Útgáfa<br />

Annar árgangur fréttablaðs hjúkrunarfræðideildar kom út á fyrrihluta árs og var<br />

blaðið birt bæði á Netinu og gefið út á prenti.<br />

Kynningarstarf<br />

Vefsetur deildarinnar var endurhannað og flutt í vefumsjónarkerfið SoloWeb til<br />

samræmis við stefnu HÍ um samræmt útlit vefsins. Með flutningnum yfir í SoloWeb<br />

náðist það hagræði að fleiri en einn starfsmaður getur unnið í vefnum í<br />

einu.<br />

Hinn árlegi kynningardagur var haldinn í mars og hafði hjúkrunarfræðideild aðsetur<br />

í Íþróttahúsi HÍ. Myndum af nemendum við nám og störf og hjúkrunarfræðingum<br />

við vinnu sína var varpað á vegginn með skjávarpa sem gerði kynninguna<br />

lifandi og skemmtilega. Ekki má gleyma stórum þætti nemenda í þessum degi,<br />

þeir stóðu sig með prýði eins og undanfarin ár og höfðu veg og vanda af því að<br />

laða nemendur að deildinni. Gefnir voru út einblöðungar með kynningarefni um<br />

framhaldsnámið sem og veggspjöld.<br />

Í september var svo tekið á móti öllum fyrsta árs nemendum í Eirbergi. Þar var<br />

þeim kynnt húsnæðið og skipulag námsins. Þessi móttaka hefur mælst vel fyrir á<br />

meðal nemenda sem hafa látið í ljósi ánægju með að fá góðar móttökur í deildinni.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í hjúkrunarfræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls Karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 8 428 436 15 525 540 17 570 587<br />

Brautskráðir<br />

Hjúkrunarfræði BS 75 75 2 74 76 0 53 53<br />

Hjúkrunarfræði diplómapróf 0 40 40<br />

Hjúkrunarfræði MS 7 7 4 4 0 6 6<br />

Upplýsingatækni á heilbrigðissviði MS 0 1 1<br />

Ljósmóðurfræði cand.obst. 8 8 10 10 0 11 11<br />

Samtals 0 90 90 2 88 90 111 111<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Opinberir fyrirlestrar og ráðstefnur<br />

Hjúkrunarfræðideild tók þátt í Tólftu ráðstefnu um rannsóknir og líf- og heilbrigðisvísindi<br />

í Háskóla Íslands 4. og 5. janúar <strong>2005</strong>. Kennarar og nemendur í hjúkrunarfræðideild<br />

og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á LSH stóðu að 20 erindum og<br />

10 veggspjöldum á ráðstefnunni.<br />

109


Rannsóknastofnun í<br />

hjúkrunarfræði<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn Rannsóknastofnunar árið <strong>2005</strong> var skipuð Herdísi Sveinsdóttur, prófessor,<br />

formanni og Sóleyju S. Bender, dósent, úr hópi fastráðinna kennara við hjúkrunarfræðideild<br />

og Helgu Bragadóttur, sviðsstjóra á Landspítala-háskólasjúkrahúsi<br />

(LSH), til 1. október og Hrund Sch. Thorsteinsson, sviðsstjóra LSH, frá 1. október,<br />

tilnefndar af hjúkrunarforstjóra LSH. Helga Gottfreðsdóttir, lektor, var skipuð<br />

varamaður.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar voru Margrét Lúðvíksdóttir í 20% starfi ritara til 10.<br />

júní, Ragnar Ólafsson, sálfræðingur í 50% starfi sérfræðings til 1. maí, Þóra Jenný<br />

Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í 40% starfi verkefnisstjóra frá 1. mars til 1.<br />

ágúst, Lára Kristín Sturludóttir í 10% starfi verkefnisstjóra frá 1. október og Helga<br />

Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor í 63% starfi forstöðumanns frá 1. október.<br />

Starfsemin<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði vinnur samkvæmt reglum um Rannsóknastofnun<br />

í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús<br />

frá 22. september 2004. Aðalviðfangsefni stofnunarinnar er að styðja við og efla<br />

rannsóknir kennara við hjúkrunarfræðideild og hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra<br />

á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði leggur ríka áherslu á að bjóða rannsakendum<br />

í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði þjónustu til að auðvelda þeim<br />

vinnu að framgangi og útgáfu verka sinna. Stefnt er að því að stofnunin búi yfir<br />

úrræðum og geti vísað fólki á viðeigandi aðila sem geta veitt aðstoð t.d. sérfræðinga<br />

í ólíkum tölfræðiaðferðum, yfirlesara og aðstoðarmenn. Stofnunin leitast einnig<br />

við að bæta aðstöðu til rannsókna í samræmi við þarfir kennara/hjúkrunarrannsakenda<br />

og veitir kennurum /hjúkrunarrannsakendum aðstoð við að birta<br />

niðurstöður sínar.<br />

Fræðsla og útgáfa<br />

Unnið hefur verið að því að efla útgáfu á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði.<br />

Vorið <strong>2005</strong> gaf stofnunin út rannsóknaskýrslu Jóhönnu Bernharðsdóttur,<br />

lektors í hjúkrunarfræðideild og Ástu Snorradóttur og Rannveigar Þallar Þórsdóttur,<br />

hjúkrunarfræðinga á LSH. Í skýrslunni er gerð grein fyrir rannsókn á tíðni<br />

og eðli sálrænna vandamála hjá sjúklingum og aðstandendum og þörf þeirra fyrir<br />

ráðgjöf frá geðhjúkrunarfræðingi.<br />

Stofnunin styrkti útgáfu á bók Kristínar Björnsdóttur, dósents við hjúkrunarfræðideild.<br />

Bókin ber heitið Líkami og Sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun.<br />

Bókin var á meðal 10 rita sem tilnefnd voru til verðlauna Hagþenkis sem framúrskarandi<br />

fræðirit.<br />

Þjónusturannsókn var unnin fyrir Sjálfsbjörgu og voru niðurstöður hennar gefnar<br />

út í skýrslunni: Viðhorf þjónustuþega til heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu;<br />

Viðhorfskönnun meðal félagsmanna Sjálfsbjargar.<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði stóð fyrir opinberum erindum, málstofum,<br />

ráðstefnum, málþingum og umræðufundum. Árið <strong>2005</strong> voru haldin tvö opinber<br />

erindi og 11 málstofur.<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði hélt ráðstefnuna Frá skilningi til aðgerða;<br />

þekkingarþróun í hjúkrunarfræði, 24. maí í Norræna húsinu. Ráðstefnan var liður<br />

í undirbúningi að útgáfu bókar hjúkrunarfræðideildar sem kemur út 2006. Kennarar<br />

kynntu framlag sitt til bókarinnar.<br />

Dr. Marcia Von Riper, dósent við háskólann í Chapel Hill í Norður-Karólínu ríki í<br />

Bandaríkjunum, stýrði vinnusmiðju Rannsóknastofnunar um genafræði 17. mars.<br />

Yfirskrift vinnusmiðjunnar var Strategies for Integrating Genetics into the Curricula.<br />

Kennurum hjúkrunarfræðideildar, sérfræðingum í hjúkrun við LSH og hjúkrunarfræðingum<br />

á fræðasviðum sem tengjast genafræði var boðið til vinnusmiðjunnar.<br />

110


Dr. Jean Watson frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum og dr. Christopher<br />

Johns frá Háskólanum í Luton í Bretlandi héldu vinnusmiðju um umhyggju í<br />

hjúkrun á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði 2. júní. Til vinnusmiðjunnar<br />

var boðið klínískum sérfræðingum á LSH og kennurum við hjúkrunarfræðideild<br />

HÍ.<br />

Í tilefni af útkomu bókar dr. Kristínar Björnsdóttur, dósents við hjúkrunarfræðideild,<br />

var haldið málþing í Norræna húsinu um bókina á degi hjúkrunar 1. nóvember.<br />

Málþingið bar yfirskriftina Málþing um bók Kristínar Björnsdóttur, Líkami<br />

og Sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun. Kristín kynnti bók sína og í kjölfarið<br />

hófust umræður um bókina við pallborði.<br />

Hinn 9. desember stóð Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði fyrir málþingi um<br />

rannsóknir kennara í hjúkrunarfræðideild. Alls voru haldin 14 erindi á málþinginu.<br />

Sameiginlegir umræðufundir Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði og kennsluog<br />

fræðasviðs LSH um rannsóknir og vísindi voru haldnir 6 sinnum á árinu.<br />

Stofnunin stóð fyrir tveimur umræðufundum með kennurum hjúkrunarfræðideildar<br />

á haustmánuðum <strong>2005</strong>. Herdís Sveinsdóttir stýrði 9. nóvember umræðum<br />

um Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði – hlutverk og starf og 21. nóvember<br />

stýrði Helga Bragadóttir umræðum um Birtingaferlið - reynslu kennara - með<br />

hvaða hætti getur Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði stutt við birtingaferlið?<br />

Frekari upplýsingar um starfsemina árið <strong>2005</strong> er að finna í ársskýrslu stofnunarinnar:<br />

www.hjukrun.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/swdocument/1008001/Arsskyrsla+RSH+<strong>2005</strong>.pdf.<br />

Vefur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði er www.hjukrun.hi.is/page/<br />

hjfr_rannsoknastofnun<br />

111


Hugvísindadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit<br />

Hugvísindadeild skiptist í sjö skorir: bókmenntafræði- og málvísindaskor, enskuskor,<br />

heimspekiskor, íslenskuskor, sagnfræðiskor, skor rómanskra og klassískra<br />

mála og skor þýsku og Norðurlandamála. Skorarformenn eiga sæti í deildarráði<br />

ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur fulltrúum stúdenta.<br />

Stjórn og starfslið<br />

Deildarforseti var Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku, en varadeildarforseti<br />

Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku. Nýir skorarformenn á haustmisseri<br />

voru Sigríður Þorgeirsdóttir (heimspekiskor), Birna Arnbjörnsdóttir (enskuskor)<br />

og Sveinbjörn Rafnsson (sagnfræðiskor), en Ástráður Eysteinsson (bókmenntafræði-<br />

og málvísindaskor) tók sæti í deildarráði í upphafi árs. Fulltrúar nemenda<br />

voru Sigurrós Eiðsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson.<br />

Í ársbyrjun voru fastráðnir kennarar við deildina alls 84, þ. e. 26 prófessorar, 23<br />

dósentar, 12 lektorar, 17 aðjúnktar og sex erlendir sendikennarar. Auk þess<br />

starfa fjölmargir stundakennarar við deildina. Tveir prófessorar eru í leyfi, en<br />

Páll Skúlason gegndi starfi rektors HÍ til miðs árs og Mikael M. Karlsson er<br />

deildarforseti Laga- og félagsvísindadeildar við Háskólann á Akureyri. Nokkrar<br />

breytingar urðu á starfsliði deildarinnar. Hólmfríður Garðarsdóttir og Pétur<br />

Knútsson hlutu framgang í dósentsstarf. Guðrún Nordal, Bergljót S. Kristjánsdóttir,<br />

Julian M. D’Arcy og Anna Agnarsdóttir hlutu framgang í starf prófessors.<br />

Jón R. Gunnarsson lektor í almennum málvísindum lét af störfum vegna aldurs.<br />

Kristjana Kristinsdóttir var ráðin í hálf starf lektors í skjalfræðum, en sú staða<br />

er styrkt af Þjóðskjalasafni Íslands. Tveir nýir lektorar voru ráðnir í íslensku,<br />

Sveinn Yngvi Egilsson og Dagný Kristjánsdóttir, en hún hlaut framgang í starf<br />

prófessors litlu síðar. Einn nýr lektor í dönsku var ráðinn tímabundið til eins<br />

árs, Jon C. Milner og Rikke Houd var ráðin tímabundið sem aðjúnkt í dönsku í<br />

stað Annette Pedersen og Bjargar Hilmarsdóttur sem létu af störfum. Gottskálk<br />

Þór Jensson var ráðinn í starf lektors í bókmenntafræði, Gavin Murray Lucas í<br />

starf lektors í fornleifafræði og Gauti Kristmansson í starf lektors í þýðingafræði.<br />

Guðmundur Edgarsson var ráðinn aðjúnkt í ensku, í stað Erlendínu Kristjánsson<br />

sem lét af störfum, og Ásta Ingibjartsdóttir var ráðin aðjúnkt í frönsku í<br />

stað Jóhönnu Bjarkar Guðjónsdóttur sem lét af störfum. Björn Ægir Norðfjörð<br />

var ráðinn aðjúnkt í kvikmyndafræði. Viola Miglio lektor í spænsku kom til starfa<br />

að nýju eftir þriggja ára leyfi og Erla Erlendsdóttir sem gegndi tímabundið<br />

starfi lektors í spænsku, tók við starfi aðjúnkts. Ólafur Páll Jónsson aðjúnkt í<br />

heimspeki lét af störfum á árinu. Nýir sendikennari í finnsku og frönsku komu<br />

til starfa um mitt ár. Maare Fjällström tók við starfi sendikennara í finnsku í<br />

stað Taiju Niemenen, og Gaëtan Montoriol tók við starfi sendikennara í frönsku í<br />

stað Olivier Dintinger.<br />

Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, var sameiginlegur aðalfulltrúi hugvísindasviðs<br />

(hugvísindadeildar og guðfræðideildar) í háskólaráði, en varamenn Arnfríður<br />

Guðmundsdóttir, dósent í guðfræðideild, fyrsti varamaður og Birna Arnbjörnsdóttir,<br />

dósent í ensku, annar aðalfulltrúi. Aðalfulltrúar hugvísindadeildar á<br />

háskólafundi, auk deildarforseta, voru Margrét Jónsdóttir, Ásdís Egilsdóttir, Valur<br />

Ingimundarson, Julían D’Arcy og Gunnar Harðarson. Varafulltrúar voru kjörnir:<br />

Róbert H. Haraldsson, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Sveinbjörn Rafnsson, Jón<br />

Axel Harðarson, Gísli Gunnarsson, Svavar Hrafn Svavarsson, Magnús Fjalldal,<br />

Þóra Björk Hjartardóttir og Rannveig Sverrisdóttir.<br />

Fjárveitingar og útgjöld hugvísindadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 423.706 441.655 483.619<br />

Fjárveiting 387.743 410.490 469.996<br />

113


Skrifstofustjóri deildarinnar var Óskar Einarsson og hefur hann aðsetur á Nýja<br />

Garði. Á skrifstofunni störfuðu auk skrifstofustjóra, Guðrún Birgisdóttir alþjóðaog<br />

kynningarfulltrúi, María Ásdís Stefánsdóttir, verkefnastjóri, og Hlíf Arnlaugsdóttir,<br />

verkefnastjóri í hálfu starfi, er staðsett á skrifstofu í Árnagarði.<br />

Fastanefndir hugvísindadeildar<br />

Við hugvísindadeild starfa fimm fastanefndir: Fjármálanefnd, kynningarnefnd,<br />

stöðunefnd, vísindanefnd og kennslumálanefnd. Eru þær deildarforseta og deildarráði<br />

til ráðuneytis um þau málefni sem falla undir verksvið þeirra. Stöðunefnd<br />

ber að skoða og veita umsögn um framgangs- og ráðningarmál. Formaður stöðunefndar<br />

var Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti, en að auki sitja í nefndinni<br />

Höskuldur Þráinsson varadeildarforseti, Ástráður Eysteinsson, Gísli Gunnarsson,<br />

Guðrún Kvaran, Guðrún Nordal, Magnús Fjalldal, Vilhjálmur Árnason. Til vara<br />

voru Már Jónsson og Torfi H. Tulinius. Úr nefndinni gengu á miðju ári Dagný<br />

Kristjánsdóttir og Kristján Árnason, en í stað þeirra komu Guðrún Nordal og Guðrún<br />

Kvaran. Vísindanefnd fjallar um mál sem tengjast rannsóknum og kennslu.<br />

Formaður vísindanefndar var Dagný Kristjánsdóttir. Í vísindanefnd sátu ennfremur<br />

Jón Axel Harðarson, Matthew J. Whelpton, Ólafur Páll Jónsson og Valur Ingimundarson.<br />

Fjármálanefnd deildarinnar vinnur að skiptingu fjár á milli skora og<br />

fylgist með fjárhagsstöðu deildarinnar. Í henni sátu auk deildarforseta og varadeildarforseta,<br />

Róbert H. Haraldsson, dósent í heimspeki, Eiríkur Rögnvaldsson<br />

prófessor í íslensku og Óskar Einarsson skrifstofustjóri. Róbert H. Haraldsson er<br />

jafnframt fulltrúi hugvísinda í fjármálanefnd háskólaráðs. Í kynningarnefnd eiga<br />

sæti Rannveig Sverrisdóttir, bókmenntafræði- og málvísindaskor, formaður, Guðrún<br />

Birgisdóttir, deildarskrifstofu, Jón Axel Harðarson, íslenskuskor, Gunnar<br />

Harðarson, heimspekiskor, Ásta Ingibjartsdóttir, skor rómanskra og klassískra<br />

mála, Magnús Sigurðsson, skor þýsku og Norðurlandamála, Pétur Knútsson,<br />

enskuskor og Már Jónsson, sagnfræðiskor. Kennslumálanefnd sinnir margvíslegum<br />

málum er snerta kennsluhætti deildarinnar. Hana skipa Gunnar Harðarson,<br />

formaður, Ásdís Magnúsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Margrét Jónsdóttir<br />

og Sveinn Yngvi Egilsson. Ein nefnd var stofnuð til eins árs, þróunarnefnd, sem<br />

undirbúningur að stefnumótun deildarinnar. Nefndina skipuðu: Anna Agnarsdóttir,<br />

formaður, Guðni Elísson dósent, Ástráður Eysteinsson, prófessor, Guðrún Nordal,<br />

dósent, Matthew Whelpton, dósent, Gunnar Harðarson, dósent og Hólmfríður<br />

Garðarsdóttir, dósent. Nefndin kom mjög að undirbúning deildardaga og undirbjó<br />

stefnumótunarvinnu deildarinnar.<br />

Kennslumál<br />

Nám hófst í kvikmyndafræði sem aukagrein haustið <strong>2005</strong>, en það nám er styrkt af<br />

Samskipum og af rektor HÍ. Listfræði var tekin upp sem aðalgrein til 60e og var<br />

hún mjög fjölsótt. Kennsla hófst í Icelandic Medieval Studies en það er nám á<br />

meistarastigi sem ætlað er erlendum nemendum. Hugvísindadeild tekur áfram<br />

þátt í almennri trúarbragðafræði, sem er þverfaglegt nám á vegum Guðfræði-,<br />

Hugvísinda- og Félagsvísindadeildar. Fulltrúi hugvísindadeildar í námsnefndinni<br />

er Sigríður Þorgeirsdóttir. Fulltrúi deildarinnar í námsnefnd um þverfaglegt nám í<br />

umhverfis og auðlindafræði var Róbert H. Haraldsson.<br />

Hinn 9. desember fékk verkefnið Icelandic Online önnur verðlaun í samkeppninni<br />

Upp úr skúffunum.<br />

Enskuskor ásamt Vefsetri um íslenskt mál og menningu eru þátttakendur í verkefni<br />

sem ber heitið COVCELL. Verkefnið hófst þann 1. október og er til tveggja<br />

ára. Verkefnið er styrkt af Mínerva áætlun Evrópusambandsins. Matthew Whelpton,<br />

dósent í ensku, er verkefnisstjóri. Verkefnið mun þróa aðferðir til þess að<br />

nota við fjarkennslu í tungumálum.<br />

Fjöldi stúdenta<br />

Stúdentum í deildinni hefur heldur fækkað á milli ára, en í upphafi á hausti <strong>2005</strong><br />

voru 1.794 nemendur skráðir í deildina, sem er 1,9 % aukning frá fyrra ári. Fjöldi<br />

virkra nemenda á milli skólaárana 2003-2004 og 2004-<strong>2005</strong> minnkað um 0,8 %.<br />

Doktorar<br />

Þann 29. apríl <strong>2005</strong> varði Sverrir Jakobsson, M.A. í sagnfræði, doktorsritgerð sína<br />

Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100 - 1400.<br />

Hinn 14. október <strong>2005</strong> varði Margrét Eggertsdóttir, M.A., fræðimaður á Stofnun<br />

Árna Magnússonar, doktorsritgerð sína Barokkmeistarinn. List og lærdómur í<br />

verkum Hallgríms Péturssonar.<br />

114


Rannsóknir<br />

Rannsóknastarfsemi hugvísindadeildar fer að mestu fram á vegum fimm rannsóknastofnana<br />

deildarinnar, og standa þær einnig fyrir margvíslegri útgáfustarfsemi.<br />

Auk þess sinna kennarar rannsóknum sínum sjálfstætt eða í samvinnu<br />

við stofnanir deildarinnar eða aðra aðila innanlands sem utan.<br />

Verkefnið, Tilbrigði í setningagerð, hlaut þriggja ára öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði<br />

Íslands. Höskuldur Þráinsson, prófessor stýrir því verkefni. Auk<br />

hans eru í verkefnisstjórn Eiríkur Rögnvaldsson HÍ, Jóhannes Gísli Jónsson HÍ,<br />

Sigríður Sigurjónsdóttir HÍ, Ásta Svavarsdóttir, Orðabók Háskólans, og Þórunn<br />

Blöndal KHÍ. Sjá nánar um rannsóknir í kafla stofnana undir Hugvísindastofnun.<br />

Hinn 24. janúar opnaði Páll Skúlason, rektor, nýjan vef deildarinnar<br />

(www.hug.hi.is) að viðstöddum deildarmönnum í hátíðasal HÍ. Við það tækifæri<br />

voru einnig kynnt nýtt kynningarefni deildarinnar og einstakra fræðigreina.<br />

Kynningarátakið var gert í framhaldi af nafnbreytingu deildarinnar. Sú nýjung<br />

var tekin upp á árinu að halda deildardaga, þar sem starfsmenn deildarinnar<br />

fjalla um stefnumótun, þverfaglegt samstarf, eflingu rannsóknatengds framhaldsnáms<br />

og önnur innri málefni deildarinnar. Fyrsti deildardagur var haldinn<br />

28. janúar í Svartsengi og annar deildardagur var haldinn 7. október á Hótel<br />

Glym í Hvalfirði.<br />

Kynningar og samstarfsverkefni<br />

Kynning á Japan og japanskri menningu var haldin í hátíðasal HÍ þann 22. janúar.<br />

Kynningin, sem var mjög fjölsótt, var samstarfsverkefni dr. Kaoru Umezwa,<br />

lektors í japönsku og japanska sendiráðsins á Íslandi.<br />

Málþing um Don Kíkóta var haldið í Gerðubergi 13. nóvember og undirbjuggu<br />

kennarar úr Skor rómanskra og klassískra mála málþingið í samvinnu við<br />

vararæðismann Spánar á Íslandi, dr. Margréti Jónsdóttur, og Félag spænskukennara.<br />

Sérstakir gestir voru: Carlos Alvar og José Manuel Blecua.<br />

Alþjóðasamskipti<br />

Erlendir stúdentar við nám í hugvísindadeild<br />

Erlendir stúdentar við hugvísindadeild á árinu voru 329 talsins. Af þeim voru<br />

144 skráðir í Íslensku fyrir erlenda stúdenta og nemendur í skiptinámi á vegum<br />

Erasmus-menntaáætlunarinnar, Nordplus-menntaáætlunarinnar og ISEPstúdentaskipta<br />

við Bandaríkin og á vegum annarra samstarfsneta voru 101. Erasmus-nemar<br />

voru 71, einn Nordplus-nemi, ISEP-nemar voru þrír og skiptinemar<br />

frá öðrum löndum voru átta.<br />

Skiptistúdentar skiptust þannig á misserin. 42 voru við skiptinám við deildina<br />

aðeins á haustmisseri 2004. 42 voru við skiptinám við deildina háskólaárið<br />

2004-<strong>2005</strong> þ.e. bæði misserin. 17 skiptistúdentar voru við nám við deildina aðeins<br />

á vormisseri <strong>2005</strong>.<br />

Af þessum skiptinemum voru 36 karlar og 36 konur. Flestir skiptistúdentar komu<br />

frá Þýskalandi eða 27. Næstir komu Finnar 14 talsins og frá Ítalíu komu 11 skiptistúdentar.<br />

Frá öðrum löndum komu allt frá einum og upp í 10 stúdentar.<br />

Nemendur hugvísindadeildar til erlendra háskóla í skiptinám<br />

Stúdentar deildarinnar sem fóru sem Erasmus-nemar á vegum Sókratesáætlunarinnar<br />

til erlendra háskóla á háskólaárinu 2004-<strong>2005</strong> voru 39 talsins. Nordplus-nemar<br />

úr hugvísindadeild á vegum Nordplus-áætlunarinnar voru 15.<br />

Fjórtán nemendur frá deildinni voru við nám í öðrum löndum en þessir samningar<br />

ná til.<br />

DAAD veitti styrk til 10 heimspekinema og kennara þeirra til að fara í námsferð<br />

til Þýskalands, en nemendurnir höfðu verið í málstofu hjá Sigríði Þorgeirsdóttur<br />

um Hegel og siðfræði viðurkenningar á vormisseri 2004. Styrkurinn var<br />

veittur til að fara í ferð á slóðir arfleifðar hegelskrar heimspeki í Þýskalandi frá<br />

20. júní til 27. júní, 2004. Hópurinn heimsótti og ræddi við sérfræðinga á þessu<br />

sviði við eftirfarandi stofnanir í Þýskalandi: Frankfurter Institut für Sozialforschung,<br />

Hegel-Archiv við Háskólann í Bochum, Humboldt Universität og<br />

Freie Universität í Berlín. DAAD<br />

skipulagði einnig menningardagskrá í Berlín fyrir hópinn. Þá héldu 12 nemendur<br />

í þýsku til Tübingen dagana 23. janúar til 6. febrúar, en það er í fimmta<br />

sinn sem námskeiðið er haldið í Þýskalandi.<br />

115


Skráðir og brautskráðir stúdentar í hugvísindadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 551 1.029 1.580 654 1.256 1.920 634 1.280 1.914<br />

Brautskráðir<br />

Almenn bókmenntafræði BA 10 11 21 5 16 21 7 11 18<br />

Almenn bókmenntafræði MA 1 4 5 3 5 8 1 1 2<br />

Almenn málvísindi BA 1 1 2 0 1 1<br />

Menningarfræði BA<br />

Táknmálsfræði BA 11 11 0 1 1<br />

Táknmálsfræði og táknmálstúlkun BA 0 7 7<br />

Viðbótarnám í hagnýtum þýðingum 1 1<br />

Þýðingarfræði MA 1 1 1 2 3<br />

Enska BA 3 17 20 5 16 21 2 10 12<br />

Enska og þýska BA 1 0 1<br />

Hagnýt enska diplóma 1 1 2 2 1 3<br />

Enska M.Paed. 1 2 3 2 1 3<br />

Enska MA 2 1 3 1 2 3<br />

Hagnýt spænska<br />

Ítalska BA 1 1 2 3 3 1 0 1<br />

Franska BA 1 5 6 9 9 1 8 9<br />

Franska M.Paed. 1 0 1<br />

Latína BA 2 1 3 1 1 1 0 1<br />

Gríska BA 1 1 1 0 1<br />

Gríska og latína BA 1 0 1<br />

Rússneska BA 1 1 1 1 0 1 1<br />

Spænska BA 3 7 10 8 8 2 13 15<br />

Heimspeki BA 12 7 19 13 6 19 3 11 14<br />

Heimspeki MA 1 1 1 1 2 0 2<br />

Heimspeki M.Paed. 0 1 1<br />

Starfstengd siðfræði viðbótarnám 3 3 2 2 0 2 2<br />

Umhverfisfræði MA<br />

Hagnýt íslenska diplóma 1 6 7 2 2 0 6 6<br />

Íslenska BA 1 14 15 6 24 30 13 23 36<br />

Íslenska og táknmálsfræði og<br />

táknmálstúlkun BA 0 1 1<br />

Ísl. málfr. MA 2 2 2 2 1 1 2<br />

Ísl. bókm. MA 1 1 1 5 6 1 0 1<br />

Ísl. fræði MA 1 1 2 2<br />

Ísl. bókmenntir doktorspróf 1 1 2 0 1 1<br />

Íslenska M.Paed. 1 3 4 2 3 5 0 4 4<br />

Íslenska fyrir erlenda stúdenta BA 1 12 13 2 10 12 4 9 13<br />

Tungutækni MA 1 1<br />

Sagnfræði BA 12 15 27 14 4 18 15 11 26<br />

Sagnfræði MA 3 3 6 5 1 6 4 4 8<br />

Sagnfræði doktorspróf 1 1 1 0 1<br />

Fornleifafræði BA 1 1 2 1 6 7<br />

Fornleifafræði MA 1 1 0 2 2<br />

Sænska BA<br />

Hagnýt þýska diplóma 1 1 0 2 2<br />

Þýska BA 1 5 6 10 10 2 7 9<br />

Þýska M.Paed. 1 1<br />

Danska BA 1 1 2 2 2 1 8 9<br />

Danska MA 1 1<br />

Norska BA 1 1 0 1 1<br />

Finnska BA 1 1 2<br />

Samtals 62 118 180 69 152 221 73 159 232<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Námskeið kennd á ensku og öðrum tungumálum<br />

Í deildinni var boðið upp á 32 námskeið sem kennd voru á ensku og eru þar talin<br />

með námskeið gestakennara í styttri tíma. Námskeið enskuskorar fara að sjálfsögðu<br />

fram á ensku. Námskeið í tungumálagreinum fara að jafnaði fram á viðkomandi<br />

tungumáli og hefur orðið vart við aukinn áhuga erlendra nemenda á<br />

námskeiðum í tungumálaskorum.<br />

116


Kennaraskipti<br />

Tuttugu kennarar hugvísindadeildar fóru til erlendra háskóla sem skiptikennarar.<br />

Lönd á þessum lista eru m.a Austurríki, Finnland, Frakkland, Holland, Ítalía,<br />

Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Þýskaland.<br />

Fjöldi erlendra kennara heimsótti hugvísindadeild. Brian Frazier frá Santa Barbara<br />

háskólanum í Kaliforníu hélt námskeið á vormisseri sem bar heitið Don Kíkóti<br />

í 400 ár, í tilefni þess að 400 ár voru liðin frá útgáfu bókarinnar. Tveir skiptikennarar<br />

komu frá háskólanum í Madrid; í maí kom dr.María Luisa Vega og í október<br />

kom dr. Carlos Ruiz Silva.<br />

Kennarar hugvísindadeildar taka þátt í margskonar fræðastarfi víða um lönd. Þar<br />

halda þeir fyrirlestra og kynna rannsóknir sínar og fylgjast með fræðastarfi annarra<br />

vísindamanna. Of langt mál yrði að telja það allt upp hér og vísast til Ritaskrár<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong> þar sem hluti af þessu fræðastarfi birtist.<br />

Annað<br />

Á árinu lét menntamálaráðuneytið gera úttekt á deildinni og hitti ytri matshópurinn<br />

deildarmenn 24. til 28. október. Í matshópnum áttu sæti: Gústaf Adolf Skúlason,<br />

formaður, Colin Brooks frá háskólanum í Glasgow, Fred Karlsson, prófessor<br />

við háskólanum í Helsinki, Sigrún Svavarsdóttir, lektor við háskólann í Ohio,<br />

Hrafn Stefánsson var fulltrúi nemenda, og ritari nefndarinnar var Unnar Hermannsson<br />

frá menntamálaráðuneytinu. Áður en matshópurinn hóf störf hafði<br />

deildin gert sjálfsmatsskýrslu og var Jón Axel Harðarson í forsvari fyrir því verki.<br />

Opinberir fyrirlestrar á vegum hugvísindadeildar árið <strong>2005</strong><br />

8. maí Bernd Wegener, prófessor við Helmut Schmidt háskólann í<br />

Hamborg Why did Germany Lose the War.<br />

Þór Whitehead: Hlutleysi, sérhagsmunir eða virk þátttaka:<br />

Hvert var hlutverk Íslendinga í síðari heimsstyrjöldinni.<br />

Málþing í tilefni af því að sextíu ár voru liðin frá lokum síðari<br />

heimstyrjaldarinnar.<br />

8. sept. Hartmut Lutz, forstöðumaður við Stofnun amerískra og<br />

kanadískra fræða við Greifswald háskólann í Þýskalandi:<br />

Harmleikur Ulrikabs og annarra Inúíta frá Labrador í farandsýningum<br />

Hagenbecks á 19. öld.<br />

4. okt. Klaus von See, prófessor Þýskalandi að lokinni síðari<br />

heimstyrjöld.<br />

11. okt. Mukunda Raj Pathik kennari við Tribhuvan University í<br />

Kathmandu í Nepal. Nepalska og skyld mál.<br />

Hugvísindastofnun<br />

Stjórn, starfslið og skipulag<br />

Forstöðumenn aðildarstofnananna sátu í stjórn Hugvísindastofnunar á starfsárinu.<br />

Það voru Guðrún Nordal fyrir Bókmenntafræðistofnun, Gunnar Harðarson<br />

fyrir Heimspekistofnun, Kristján Árnason fyrir Málvísindastofnun, Gunnar Karlsson<br />

fyrir Sagnfræðistofnun og Auður Hauksdóttir fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

í erlendum tungumálum. Auk þeirra sat Unnur B. Karlsdóttir sem fulltrúi<br />

doktorsnema í hugvísindadeild í stjórninni. Formaður stjórnar er kjörinn af deildarfundi.<br />

Torfi Tulinius var formaður til 1. júlí og Höskuldur Þráinsson frá 1. júlí.<br />

Þórdís Gísladóttir verkefnisstjóri kom úr árs leyfi þann 1. mars og um leið lét<br />

Þorgerður E. Sigurðardóttir af störfum sem verkefnisstjóri. Þorgerður hafði verið<br />

í 50% starfi. Þórdís var í 60% starfi frá 1. mars til 1. ágúst og í 100% starfi frá 1.<br />

ágúst. Torfi H. Tulinius var í 50% starfi sem forstöðumaður til 1. október. Ekki var<br />

ráðinn nýr forstöðumaður í stað Torfa þar sem verið var að vinna að breytingum á<br />

reglum stofnunarinnar.<br />

Á deildarfundi í júní var kosin nefnd til að vinna að endurskoðun á starfsreglum<br />

Hugvísindastofnunar. Í nefndinni sátu Höskuldur Þráinsson (formaður), Torfi H.<br />

Tulinius, Anna Agnarsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir. Í samráði við stjórn hennar<br />

mótaði nefndin tillögur um breytingar á reglum stofnunarinnar. Þær voru síðan<br />

samþykktar á deildarfundi 20. desember og miða einkum að því að efla stofnunina<br />

sem miðstöð rannsókna í hugvísindadeild og samstarfsvettvang aðildarstofnananna.<br />

118


Rannsóknaraðstaða og rannsóknarverkefni<br />

Nemendur og kennarar nýttu sér þjónustu Hugvísindastofnunar á ýmsan hátt og<br />

var húsnæði stofnunarinnar fullnýtt allt árið. Milli 20 og 30 einstaklingar störfuðu<br />

hjá Hugvísindastofnun eða höfðu aðstöðu á vegum hennar. Tólf doktorsnemar<br />

höfðu vinnuaðstöðu ýmist allt árið eða hluta úr ári, sex fræðimenn á Rannísstyrkjum<br />

og ýmsir aðrir unnu innan vébanda hennar í öðrum verkefnum. Starfsmenn<br />

í föstum stöðum voru átta en einnig störfuðu ýmsir að einstökum tímabundnum<br />

verkefnum á vegum Hugvísindastofnunar. Þau helstu eru talin hér á<br />

eftir.<br />

Vefsetur um íslenskt mál og menningu<br />

Hugvísindastofnun hefur haft með höndum alla umsýslu verkefnisins Vefsetur<br />

um íslenskt mál og menningu en þar hefur meðal annars verið unnið að gerð<br />

kennsluefnis í íslensku til birtingar á veraldarvefnum undir heitinu Icelandic Online.<br />

Það var opnað formlega 2004 en við verkefnið hafa unnið nemendur í framhaldsnámi<br />

auk kennara við enskuskor og íslenskuskor, sendikennara í íslensku<br />

erlendis og verktaka á sviði vefsíðugerðar og grafískrar hönnunar. Birna Arnbjörnsdóttir,<br />

dósent, hefur haft forystu um hönnun og uppbyggingu vefsetursins. Í<br />

árslok voru tveir starfsmenn í fastri vinnu við verkefnið.<br />

Vestfirðir á miðöldum<br />

Hugvísindastofnun leiddi samstarf átta stofnana um þverfaglega rannsóknarverkefnið<br />

Vestfirði á miðöldum. Hinar stofnanirnar voru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða,<br />

Byggðasafn Vestfjarða, Fornleifastofnun Íslands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða,<br />

Menntaskólinn á Ísafirði, Senter for studier i vikingtid og nordisk middelalder<br />

(Osló) og Strandagaldur. Grafinn var upp skáli í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi<br />

sem talin er frá víkingaöld. Önnur rannsóknarvinna hefur einnig farið fram í<br />

tengslum við verkefnið. Loks var starfræktur alþjóðlegur fornleifaskóli í Vatnsfirði<br />

í júlí, þar sem nemendur bæði vestan hafs og austan öðluðust þjálfun í aðferðum<br />

fornleifafræðinnar.<br />

Brynjólfur Sveinsson og sautjánda öldin í sögu Íslendinga<br />

Hugvísindastofnun leiddi samstarf nokkurra stofnana og samtaka um fræðastarf<br />

og menningarviðburði í tengslum við fjögurra alda afmæli Brynjólfs Sveinssonar<br />

(sjá nánar í frásögn af ráðstefnum).<br />

Tilbrigði í setningagerð<br />

Rannsóknaverkefnið Tilbrigði í setningagerð hlaut öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði.<br />

Verkefnið fékk aðstöðu á vegum Hugvísindastofnunar. Verkefnið er í tengslum<br />

við norræna samvinnuverkefnið Skandinavisk dialektsyntaks en að því koma<br />

rannsóknamenn frá átta öðrum háskólum á Norðurlöndum, auk ráðgefandi aðila<br />

frá öðrum háskólum. Við verkefnið störfuðu bæði sérfræðingar, doktorsnemar og<br />

fleiri háskólanemar. Verkefnisstjóri er Höskuldur Þráinsson.<br />

Ráðstefnur<br />

Hugvísindastofnun skipulagði nokkrar ráðstefnur á árinu, ýmist ein eða í samvinnu<br />

við aðildarstofnanir sínar og/eða aðra aðila.<br />

• Málþing um myndlist - Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, stóð fyrir málþingi<br />

um myndlist þann 5. febrúar undir yfirskriftinni „Orð og mynd“. Þar<br />

töluðu fjórir fræðimenn um myndlist og sjónmenningu, með sérstakri<br />

áherslu á samband myndar og texta. Fyrirlestrarnir birtust í sérstöku hefti<br />

Ritsins sem helgað var orði og mynd.<br />

• Málþing um galdra - Laugardaginn 19. febrúar var haldið í Háskólabíói opið<br />

málþing um galdra í umsjón Hugvísindastofnunar. Málþingið var haldið í<br />

framhaldi af sýningu á þöglu kvikmyndinni Häxan í Háskólabíói við undirleik<br />

Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlist Barða Jóhannssonar. Þessir viðburðir<br />

voru hluti af dagskrá Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar. Þarna fjölluðu<br />

fjórir fræðimenn um ýmsar hliðar á göldrum sem menningarfyrirbæri.<br />

• Ljóðaþing - 23.–24. apríl var ljóðaþingið Heimur ljóðsins haldið í Odda. Um<br />

30 fræðimenn úr ýmsum greinum hugvísinda héldu þar stutt erindi um<br />

jafnmörg efni. Jafnt var fjallað um íslensk ljóð og erlend, frumort og þýdd,<br />

gömul og ný, kvenskáld og karlskáld.<br />

• Ráðstefna um framúrstefnu - 2.–3. september <strong>2005</strong> efndi Hugvísindastofnun,<br />

í samvinnu við Reykjavíkurakademíuna, til ráðstefnu í Norræna húsinu<br />

um framúrstefnu í íslenskum og evrópskum bókmenntum og listum á 20.<br />

öld. Auk íslenskra fræðimanna héldu þrír erlendir fræðimenn erindi á<br />

þinginu.<br />

• Brynjólfsþing og Brynjólfssýning - Miðvikudaginn 14. september voru fjórar<br />

119


aldir liðnar frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar, biskups í Skálholti. Af því tilefni<br />

efndi Hugvísindastofnun, í samstarfi við ýmsar stofnanir, til ráðstefnu í<br />

Þjóðarbókhlöðunni og í Skálholti 16.–18. september til að vekja athygli á<br />

þessum merka manni og samtíð hans. Fyrirlesarar voru erlendir og íslenskir.<br />

Enn fremur var sett upp sýning í Þjóðarbókhlöðunni um Brynjólf og<br />

samtíð hans. Sýningin var jafnframt sett upp á þremur stöðum á landsbyggðinni<br />

og efnt til ýmissa viðburða af því tilefni (tónleikar, fyrirlestrar,<br />

leiksýningar).<br />

• Hugvísindaþing - Föstudaginn 18. nóvember stóðu hugvísindadeild og Hugvísindastofnun,<br />

guðfræðideild og Guðfræðistofnun fyrir Hugvísindaþingi í<br />

Aðalbyggingu Háskólans. Sérstök framkvæmdanefnd skipulagði þinghaldið<br />

og í henni sátu Þórdís Gísladóttir, Margrét Jónsdóttir, Svavar Hrafn Svavarsson,<br />

Ragnheiður Kristjánsdóttir, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Guðni Elísson<br />

og Hjalti Hugason. Dagskrá var í gangi frá kl. 8.30–17.30, og haldin voru<br />

um 80 erindi í 22 málstofum. Þingið var mjög vel sótt bæði af leikum og<br />

lærðum.<br />

Aðrir fyrirlestrar og umræður<br />

Í júní hélt Éric Palazzo, prófessor í listasögu miðalda við háskólann í Poitiers í<br />

Frakklandi, fyrirlestur.<br />

Haldin voru tvenn svokölluð Réttarhöld í gamla dómsalnum við Lindargötu í<br />

samvinnu Ritsins við Fræðsludeild Þjóðleikhússins. Réttarhöldunum er ætlað<br />

að vera umræðuvettvangur um samfélag og listir og eru þau öllum opin.<br />

Útgáfa<br />

Stofnunin hélt áfram útgáfu Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, en það kemur<br />

út þrisvar á ári. Ritið nýtur æ meiri virðingar og viðurkenningar og hefur fest sig<br />

vel í sessi. Það er þverfaglegt í eðli sínu en oft eru gefin út þemahefti. Þannig<br />

voru útlönd þema 2. heftis 5. árgangs (<strong>2005</strong>). Ritstjórar á starfsárinu voru Svanhildur<br />

Óskarsdóttir og Gunnþórunn Guðmundsdóttir en í árslok lét Svanhildur af<br />

störfum og var Ólafur Rastrick ráðinn í hennar stað.<br />

Bókin Miðaldabörn kom út vorið <strong>2005</strong> í ritstjórn Ármanns Jakobssonar og Torfa<br />

H. Tulinius. Greinarhöfundar í bókinni eru Agnes S. Arnórsdóttir, Anna Hansen,<br />

Ármann Jakobsson, Ásdís Egilsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Else Mundal og<br />

Gunnar Karlsson.<br />

Ákveðið var að gefa fyrirlestra frá hugvísindaþingi út á rafrænu formi í samvinnu<br />

við Háskólaútgáfuna. Skipuð var sérstök ritnefnd og í henni sitja Þórdís<br />

Gísladóttir, Haraldur Bernharðsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir. Með þessu riti<br />

er að nokkru leyti farið inn á nýjar brautir í útgáfustarfsemi stofnunarinnar og<br />

Háskólaútgáfunnar.<br />

Sjá www.hugvis.hi.is<br />

Bókmenntafræðistofnun<br />

Starf Bókmenntafræðistofnunar var blómlegt á árinu <strong>2005</strong>. Stofnunin stóð að<br />

ljóðaþinginu Heimur ljóðsins 23.–24. apríl <strong>2005</strong> sem haldið var í Odda. Samnefnt<br />

greinasafn kom út í ágúst. Ritstjórar voru Sveinn Yngvi Egilsson, Ástráður Eysteinsson<br />

og Dagný Kristjánsdóttir.<br />

Stofnunin kom að skipulagningu málstofu á ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur<br />

í apríl <strong>2005</strong>.<br />

Dagskrá í tilefni af sjötíu ára afmæli Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar, var<br />

haldin í hátíðasal Háskóla Íslands hinn 29. september <strong>2005</strong>, en Bókmenntafræðistofnun<br />

gaf út bókina Í Guðrúnarhúsi í ritröðinni Höfundar sem geymir<br />

fræðilegar greinar um sögur Guðrúnar. Ritstjórar voru Brynhildur Þórarinsdóttir<br />

og Dagný Kristjánsdóttir. Bókin var samstarfsverkefni Bókmenntafræðistofnunar<br />

og Eddu-forlags.<br />

Á árinu varð Árni Bergmann, bókmenntafræðingur og kennari í almennri bókmenntafræði,<br />

sjötugur og var þess minnst með afmælisritinu Listin að lesa.<br />

Guðni Elísson ritstýrði.<br />

120


Fjórar þýðingar kom út á haustdögum. Þrjár þeirra voru með styrk frá Culture<br />

2000, og allar fjórar nutu stuðnings frá Þýðingasjóði og Háskólasjóði. Þær eru:<br />

• Paul Oskar Kristeller. Listkerfi nútímans. Þýðandi Gunnar Harðarson. Ritstjóri<br />

Gauti Kristmannsson.<br />

• Victor Klemperer. LTI - Lingua Tertii Imperii. Þýðandi María Kristjánsdóttir.<br />

Ritstjóri Bergljót S. Kristjánsdóttir.<br />

• Michel Foucault: Alsæi, vald og þekking. Þýðendur Björn Þorsteinsson,<br />

Garðar Baldvinsson og Sigurður Ingólfsson. Ritstjóri Garðar Baldvinsson.<br />

• Mikhail Bakhtin. Orðlist skáldsögunnar. Þýðandi Jón Ólafsson. Ritstjóri<br />

Benedikt Hjartarson.<br />

Fjölmörg verkefni voru í vinnslu á árinu á vegum stofnunarinnar og ber þar<br />

hæst Alfræði íslenskra bókmennta sem er langt á veg komin.<br />

Heimspekistofnun<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Forstöðumaður heimspekistofnunar árið <strong>2005</strong> var Gunnar Harðarson, dósent, en<br />

aðrir í stjórn voru Róbert H. Haraldsson, dósent, og Vilhjálmur Árnason, prófessor.<br />

Heimspekistofnun hefur engan fastan starfsmann en Egill Arnarson hefur<br />

ritstýrt Heimspekivefnum á vegum stofnunarinnar (sjá greinargerð hans hér á<br />

eftir) og Viðar Þorsteinsson hefur annast umbrot útgáfubóka Heimspekistofnunar.<br />

Á árinu hafði stofnunin til afnota herbergi á annarri hæð í Aðalbyggingu. Herbergið<br />

er ætlað fræðimönnum sem vinna að rannsóknum í heimspeki og MA-nemum<br />

í heimspeki, auk þess sem þar eru haldnar málstofur í heimspeki.<br />

Útgáfustarfsemi<br />

Árið <strong>2005</strong> komu út í ritröð stofnunarinnar bækurnar Stigi Wittgensteins eftir Loga<br />

Gunnarsson (112 bls.) og Innlit hjá Kant eftir Þorstein Gylfason (77 bls.). Auk þess<br />

hlaut Hugur: tímarit um heimspeki, sem Félag áhugamanna um heimspeki gefur<br />

út, styrk frá Heimspekistofnun eins og undanfarin ár.<br />

Heimspekivefurinn<br />

Árið <strong>2005</strong> einbeitti Heimspekivefurinn sér að nýjum efnisflokkum svo sem fornaldarheimspeki,<br />

nýaldarheimspeki, Derrida og óakademískri heimspeki. Kynntar<br />

voru nýjar íslenskar bækur um heimspeki, bæði frumsamin verk og þýðingar.<br />

Ennfremur voru birtir pistlar um fyrirbærafræði, borgarfræði, vísindaheimspeki,<br />

femínisma og verufræði. Efnisyfirlit allra árganga Hugar: Tímarits um heimspeki<br />

var sett á vefinn og tilkynnt um heimspekilega viðburði. Íslenskir heimspekingar<br />

skrifa nú í auknum mæli á ensku og voru því einnig birtir textar á því máli ef það<br />

átti við. Auk þess að afla frumsamins efnis, fékk Heimspekivefurinn leyfi til að<br />

birta ýmsar greinar um heimspeki sem komið höfðu út í Skírni og Tímariti Máls<br />

og menningar. Fyrri hluta ársins var nýr texti settur inn á vefinn vikulega en<br />

vegna anna ritstjóra á haustmánuðum dró nokkuð úr birtingum. Það hefur þó<br />

ekki komið niður á vinsældum Heimspekivefjarins sem voru miklar í árslok (60-<br />

70 gestir á virkum dögum). Er það skýrt merki þess að háskólar nota hann í<br />

auknum mæli sem gagnasafn fyrir kennslu.<br />

Ráðstefnur og fyrirlestrar<br />

1. Brynjólfsþing.<br />

Heimspekistofnun átti aðild að ráðstefnu um Brynjólf biskup Sveinsson sem<br />

var haldin 17. og 18. september í Þjóðarbókhlöðu og í Skálholti. Sten Ebbesen,<br />

dósent við Saxo-stofnunina í Kaupmannahafnarháskóla, hélt þar erindi í<br />

boði Heimspekistofnunar um stöðu Brynjólfs biskups í danskri heimspeki.<br />

2. Jean-Paul Sartre: 1905-<strong>2005</strong>. Málstofa um Sartre.<br />

Heimspekistofnun skipulagði málstofu um Sartre á Hugvísindaþingi 18. nóvember<br />

<strong>2005</strong>. Á málstofunni fluttu Vilhjálmur Árnason, Sigríður Þorgeirsdóttir<br />

og Gunnar Harðarson erindi um Sartre og heimspeki hans. Fundarstjóri í<br />

málstofunni var Viðar Þorsteinsson.<br />

3. Hádegisfundir Heimspekistofnunar.<br />

Haustið 2003 hleypti Heimspekistofnun af stokkunum fyrirlestraröð sem nefnist<br />

Hádegisfundir Heimspekistofnunar. Árið <strong>2005</strong> voru eftirfarandi fyrirlestrar fluttir:<br />

11. febrúar Svavar Hrafn Svavarsson, lektor: Af hverju frummyndir?<br />

Um ófullkomleika skynheimsins hjá Platoni.<br />

11. mars Eiríkur Smári Sigurðarson, sérfræðingur hjá Rannís: Minningar<br />

Aristótelesar.<br />

121


1. apríl Jón Ólafsson, formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar:<br />

Falin forgangsröðun.<br />

5. apríl Eyjólfur Kjalar Emilsson, háskólanum í Ósló: Plótínos um<br />

sjálfsvitund.<br />

15. apríl Thomas Bénatouil, háskólanum í Nancy: The physics of<br />

stoic virtue.<br />

20. apríl Jean Greisch, Kaþólska háskólanum í París: Margræðni<br />

reynslunnar og hugmyndin um sannleikann.<br />

11. maí Christopher Martin, Auckland-háskóla: Á hugarflugi: Rök<br />

Avicenna fyrir því að sálin sé óefnisleg og túlkun þeirra.<br />

30. september Vilhjálmur Árnason, Háskóla Íslands, Valdið og vitið:<br />

Lýðræðið ígrundað.<br />

11. október Christine Korsgaard, Harvard-háskóla, Practical Reason<br />

and the Logic of Action.<br />

21. október Jon Stewart, Kaupmannahafnarháskóla, Kierkegaard’s<br />

Relation to Hegel and Quellenforschung: Some Methodological<br />

Considerations.<br />

26. október Richard Bett, Johns Hopkins-háskóla, Sextus Empiricus<br />

and Religion.<br />

Þá styrkti Heimspekistofnun tvær ráðstefnur, The Nature of Spaces: Art and Environment<br />

( Háskóla Íslands 9. júní <strong>2005</strong>) og Náttúran í ríki markmiðanna (Selfossi<br />

11.-12. júní <strong>2005</strong>), og eina fyrirlestraröð, Veit efnið af andanum? Af manni og<br />

meðvitund (Háskóla Íslands á laugardögum, 1. október til 12. nóvember <strong>2005</strong>).<br />

Málvísindastofnun<br />

Starfsmannamál<br />

Áslaug J. Marinósdóttir gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá Málvísindastofnun<br />

allt árið. Auk þess voru nokkrir lausráðnir starfsmenn fengnir til starfa þegar<br />

sérlega mikið var að gera við prófarkalestur og Hanna Óladóttir leysti Áslaugu af<br />

hluta sumarsins. Kristján Árnason og Sigríður Sigurjónsdóttir voru fulltrúar<br />

kennara í stjórninni og gegndi Kristján stöðu forstöðumanns. Fulltrúi stúdenta í<br />

stjórninni var Halldóra Björt Ewen.<br />

Útgáfumál<br />

Málvísindastofnun gaf engar nýjar bækur út á árinu en eftirfarandi bækur voru<br />

endurprentaðar:<br />

• Ari Páll Kristinsson: Pronunciation of Modern Icelandic (200 eintök).<br />

• Ásta Svavarsdóttir: Æfingar með enskum glósum (100 eintök).<br />

• Ásta Svavarsdóttir og Margrét Jónsdóttir: Íslenska fyrir útlendinga (100 eintök).<br />

• Eiríkur Rögnvaldsson: Íslensk orðhlutafræði (100 eintök).<br />

• Höskuldur Þráinsson: Íslensk setningafræði (200 eintök).<br />

• Jón Gíslason og Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir: Málnotkun (100 eintök).<br />

Bóksala<br />

Tekjur af snældu- og bóksölu voru 1.686 þús. kr. árið <strong>2005</strong>. Útgjöld vegna prentkostnaðar<br />

í ár námu 881 þús. kr. en þá á eftir að reikna ritlaun, póstburðargjöld<br />

og annan kostnað. Bókhaldslegur hagnaður er áætlaður rúmlega 400 þús. kr.<br />

Þess má geta að stofnunin á enn inni uppgjör frá Háskólaútgáfunni vegna tveggja<br />

bóka (Biblical Concordance og Grammatica Islandica). Uppgjör vegna afmælisrits<br />

Hreins Benediktssonar er ekki inni í heildarbókhaldi stofnunarinnar en staðan á<br />

því riti er halli að upphæð 1.125 þús. kr.<br />

Sérfræðiþjónusta<br />

Tekjur af sérfræðiþjónustu (prófarkalestri) voru 3.767 þús. kr. árið <strong>2005</strong>.<br />

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar<br />

Í október hélt Málvísindastofnun málþing í minningu Björns Guðfinnssonar í samvinnu<br />

við Íslenska málfræðifélagið af því tilefni að liðin voru 100 ár frá fæðingu<br />

Björns. Þingið var fjölsótt og þótti takast vel.<br />

Fyrirlestur um nepölsku<br />

Í október hélt Mukunda Raj Pathik, kennari við Tribhuvan University í Katmandu í<br />

Nepal, opinberan fyrirlestur í boði hugvísindadeildar og Málvísindastofnunar. Fyrirlesturinn<br />

nefndist Nepalska og skyld mál.<br />

122


Styrkir<br />

Fjárhagur stofnunarinnar leyfði ekki að greiddir væru styrkir til rannsókna árið<br />

<strong>2005</strong>. Stofnunin veitti einn ferðastyrk að upphæð 70 þús. kr. Hann var greiddur<br />

Valdísi Ólafsdóttur tungutækninema til ferðar á ráðstefnu í Finnlandi.<br />

Fjárhagsstaða<br />

Gjöld umfram tekjur voru 214 þús. kr. árið <strong>2005</strong>.<br />

Sagnfræðistofnun<br />

Í stjórn Sagnfræðistofnunar sátu á árinu Gunnar Karlsson, forstöðumaður, Már<br />

Jónsson, fulltrúi starfsmanna og Valur Freyr Steinarsson, fulltrúi stúdenta.<br />

Fast starfslið er enn sem fyrr kennarar með rannsóknarskyldu við sagnfræðiskor,<br />

og urðu þeir 14 talsins á árinu, þegar Kristjana Kristinsdóttir var ráðin<br />

lektor í skjalfræði í hlutastarfi samkvæmt samningi við Þjóðskjalasafn. Stúdentar<br />

hafa gegnt ýmsum tímabundnum störfum fyrir stofnunina. Eins og jafnan<br />

áður hafði forstöðumaður á hendi framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Á árinu<br />

var sótt um fjárveitingu af þróunarfé rektors til að ráða framkvæmdastjóra í tvö<br />

til þrjú ár. Hann mundi afla stofnuninni arðbærra verkefna sem gerðu henni<br />

kleift að standa undir launum hans í framtíðinni. Umsókninni hefur ekki verið<br />

svarað ennþá.<br />

Fyrir tilviljun var útgáfustarf með minnsta móti. Eina útgáfubók stofnunarinnar<br />

var eftir Bergstein Jónsson, prófessor emeritus: Báran rís og hnígur. Dauðastríð<br />

íslenskrar tungu meðal afkomenda íslenskra landnema í Norður-Dakota eins og<br />

það birtist í gerðabókum Þjóðræknisdeildarinnar Bárunnar 1938–1977. Bækur eru<br />

í undirbúningi í ritröðum stofnunarinnar, Sagnfræðirannsóknum og Ritsafni Sagnfræðistofnunar,<br />

og ákveðið var að hefja nýja ritröð með doktorsritgerðum á<br />

ensku. Valur Ingimundarson dósent annast ritstjórn hennar.<br />

Árlegan minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar hélt brasilíski sagnfræðingurinn<br />

Patricia Pires Boulhosa 29. október: Gamli sáttmáli: Fact or Fabrication. Þá hélt<br />

hún málstofu um efnið Writing Medieval Icelandic History: a Critical Assessment<br />

með aðildarfólki Sagnfræðistofnunar og boðsgestum hennar 31. október.<br />

Rannsóknir einstakra starfsmanna eru eins og áður helstu rannsóknarverk<br />

Sagnfræðistofnunar, og er gerð grein fyrir þeim í Ritaskrá Háskóla Íslands <strong>2005</strong>.<br />

Þar að auki hefur stofnunin komið að margs konar rannsóknarverkefnum í samstarfi<br />

við aðra. Að Reykholtsverkefni hefur verið unnið áfram undir stjórn Helga<br />

Þorlákssonar prófessors. Í verkefnið Sögu íslenskrar utanlandsverslunar var<br />

Sumarliði Ísleifsson ráðinn verkefnisstjóri. Fjögur hundruð ára afmælis Brynjólfs<br />

Sveinssonar biskups var minnst með sýningu í Þjóðarbókhlöðu og dagskrá, bæði<br />

þar og í Skálholti. Var Helgi Þorláksson fulltrúi stofnunarinnar í því verki. Undir<br />

stjórn Guðmundar Jónssonar, prófessors, var hafið átak til að safna munnlegum<br />

heimildum. Hefur tekist samstarf við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum,<br />

Kennaraháskóla Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn um verkefnið og<br />

fengist til þess 2 millj. króna fjárveiting af ríkisfé. Stofnunin á aðild að fleiri rannsóknarverkum,<br />

ýmist þannig að hún eigi fulltrúa í stjórn þeirra eða hafi gerst<br />

bakhjarl þeirra, þegar það opnar leiðir til að Íslendingar, þótt ótengdir séu Sagnfræðistofnun,<br />

geti fengið útlent fé til samstarfsverkefna. Á árinu bættist eitt slíkt<br />

verkefni við, um norræna landbúnaðarsögu, þar sem Árni Daníel Júlíusson er aðalfulltrúi<br />

Íslendinga.<br />

Stofnunin starfrækir vefsetrið Söguslóðir, þar sem eru vistuð margs konar<br />

upplýsingasöfn um sagnfræði og birtar fréttir af fræðasviðinu. Meðal annars er þar<br />

ritaskráin Íslandssaga í greinum með greinum um íslenska sögu og sagnfræði í<br />

tímaritum og öðrum greinasöfnum frá upphafi. Skráin nær ekki lengra en til rita útgefinna<br />

árið 2000, en á árinu var hafið átak í að færa hana upp til nútímans.<br />

Í samvinnu við aðra aðila vann Sagnfræðistofnun að undirbúningi tveggja þinga á<br />

árinu, þriðja íslenska söguþingsins, sem verður haldið í maí 2006, og 26. norræna<br />

sagnfræðiþingsins, sem boðið hefur verið til í Reykjavík í ágúst 2007.<br />

124


Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

í erlendum tungumálum<br />

Starfssvið og hlutverk<br />

Markmið stofnunarinnar er að stuðla að öflugum rannsóknum í erlendum tungumálum.<br />

Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála,<br />

máltaka, málfræði, málvísindi, menningafræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi<br />

tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í<br />

erlendum tungumálum innan Háskólans og utan. Stofnunin er til ráðuneytis um<br />

þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur<br />

fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum<br />

og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita.<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Forstöðumaður var Auður Hauksdóttir og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir.<br />

Auk þeirra sátu í fagráði Ásdís R. Magnúsdóttir, Gauti Kristmannsson og<br />

Matthew J. Whelpton. Um mitt ár tók Júlían Meldon D’Arcy sæti Matthews í fagráðinu.<br />

Erla Erlendsdóttir sat í fagráðinu á meðan á barneignarorlofi Ásdísar R.<br />

Magnúsdóttur stóð. Sigfríður Gunnlaugsdóttir var verkefnisstjóri stofnunarinnar í<br />

fullu starfi fram til 31. júlí en Dóra Stefánsdóttir frá 9. ágúst. Lára Sólnes starfaði<br />

sem verkefnisstjóri frá janúar til apríl við undirbúning afmælisráðstefnunnar<br />

Samræður menningarheima.<br />

Starfsemi<br />

Auk hefðbundinnar fyrirlestraraðar og málþinga stóð stofnunin fyrir viðamikilli alþjóðlegri<br />

ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur á 75 ára afmæli hennar hinn<br />

15. apríl. Heiti ráðstefnunnar var Samræður menningarheima eða Dialogue of<br />

Cultures. Í lok apríl fór fram kynning á Spáni á stofnuninni. Frá 2003 stjórnaði SVF<br />

norrænu neti um tungutækni og lauk starfsemi þess með ráðstefnu í Háskóla Íslands<br />

í janúar.<br />

Fyrirlestraröð<br />

Alls hélt 21 fræðimaður fyrirlestra á vegum stofnunarinnar á vor- og haustmisseri:<br />

Vormisseri<br />

• Júlía G. Hreinsdóttir, táknmálskennari: Er menning heyrnarlausra til?<br />

• Nigel Watson, leikari og fræðimaður: Is Shakespeare Still our Contemporary?<br />

• Eyjólfur Már Sigurðsson, DEA, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ:<br />

Hugmyndir nemenda um tungumálanám og kennslu.<br />

• Elísabet Siemsen, M.Paed.: 3. mál í framhaldsskóla: hvers vegna velja nemendur<br />

þýsku.<br />

• Pétur Knútsson, dósent: The Naked and the Nude: Intimacy in Translation.<br />

• Gauti Kristmannsson, aðjúnkt: Das Licht der Welt in Laxness Übersetzungen.<br />

• Kolbrún Friðriksdóttir, verkefnisstjóri Icelandic Online: Íslenska sem annað<br />

mál.<br />

• Ástvaldur Ástvaldsson, University of Liverpool: Making Sense: Representations<br />

of Cultural Diversity in Latin America.<br />

• Birna Arnbjörnsdóttir, dósent: Tvítyngi: kostur eða ókostur?<br />

• Oddný Sverrisdóttir, dósent: Föst orðasambönd og orðatiltæki í þýskum og íslenskum<br />

íþróttafréttum.<br />

Haustmisseri<br />

• Hanne-Vibeke Holst, rithöfundur: Kvinder, mænd, magt og sex.<br />

• Útgáfufyrirlestur Gauta Kristmannssonar, aðjúnkts: Literary Diplomacy.<br />

• Viola Miglio, lektor: Svik í bókmenntaþýðingum.<br />

• Martin Regal, dósent: Hollywood Musicals.<br />

• Hildur Halldórsdóttir, MA: Þýðingar á verkum H.C. Andersen.<br />

• Jon Milner, lektor: National Identity and Educational Material.<br />

• Søren Ulrik Thomsen, rithöfundur: Kritik af negationstænkningen i kulturen.<br />

• Benedikt Hjartarson, verkefnisstjóri hjá Bókmenntastofnun: Bóhemmenning,<br />

kabarett og framúrstefna í Berlín.<br />

• Pétur Knútsson, dósent: Finger and Thumb.<br />

• Útgáfufyrirlestur Júlían Meldon D’Arcy, prófessors: Subversive Scott.<br />

• Baldur Ragnarsson, fv. menntaskólakennari: Esperantó: raunhæf lausn á<br />

tungumálavandanum.<br />

125


Samræður menningarheima: Afmælisráðstefna til heiðurs<br />

Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára<br />

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið<br />

og Reykjavíkurborg. Sérstök heiðursnefnd var tengd ráðstefnunni en í henni voru:<br />

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d’Estaing, fv. forseti<br />

Frakklands, Richard von Weizsäcker, fv. forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands,<br />

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Davíð Oddsson utanríkisráðherra,<br />

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir<br />

borgarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Sigríður<br />

Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri og Páll<br />

Skúlason rektor. Ráðstefnunefnd skipuðu: Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF,<br />

Gauti Kristmannsson aðjúnkt, Guðrún Bachmann kynningarstjóri, Inga Jóna<br />

Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Kristín A. Árnadóttir skrifstofustjóri, Magnús<br />

Diðrik Baldursson skrifstofustjóri, María Þ. Gunnlaugsdóttir deildarsérfræðingur,<br />

Matthew Whelpton dósent, Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti og Ólafur Egilsson<br />

sendiherra. Ráðstefnan hófst 13. apríl með móttöku í Hátíðasal Háskóla Íslands<br />

þar sem Páll Skúlason rektor afhjúpaði brjóstmynd af Vigdísi eftir myndlistarmanninn<br />

Erling Jónsson. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í Perlunni að kvöldi<br />

afmælisdagsins 15. apríl. Setning ráðstefnunnar fór fram við hátíðlega athöfn í<br />

Háskólabíói 14. apríl að viðstöddum ráðamönnum og fjölda innlendra og erlendra<br />

gesta. Páll Skúlason rektor setti ráðstefnuna, en forseti Íslands herra Ólafur<br />

Ragnar Grímsson flutti opnunarræðu. Einnig flutti menntamálaráðherra Þorgerður<br />

Katrín Gunnarsdóttir ávarp. Prófessor David Crystal flutti fyrsta lykilfyrirlestur<br />

ráðstefnunnar: Towards a Philosophy of Language Diversity, og kór Kársnesskóla<br />

söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.<br />

Auk prófessors David Crystal voru eftirtaldir lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni:<br />

• Mary Robinson, forseti Írlands 1990-1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu<br />

þjóðanna 1997-2002, sem fjallaði um mannréttindi og stöðu kvenna,<br />

• Blandine Kriegel, prófessor og sérfræðingur í málefnum nýbúa og ráðgjafi<br />

Jacques Chirac, forseta Frakklands, um mannréttindi og nýbúa. Efni fyrirlestrarins<br />

var opinbert trúleysi og aðlögun nýbúa í Frakklandi (Laïcité et intégration<br />

en France).<br />

• Shinako Tsuchyia þingkona ræddi um konur í japönsku nútímasamfélagi og<br />

matarmenningu.<br />

• Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar<br />

(WTO). Heiti fyrirlestrar hans var Economic Integration and its Impact on Cultural<br />

Diversity.<br />

• Kristín Ingólfsdóttir, prófessor og nýkjörinn rektor Háskóla Íslands. Erindi<br />

hennar bar yfirskriftina Menntun og þekking – beittustu vopn fámennrar<br />

þjóðar.<br />

• Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kynjafræðum og fv.<br />

alþingismaður fjallaði um aðdraganda forsetakosninganna árið 1980.<br />

Aðrir fyrirlesarar voru: Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri, Sigurður Pétursson<br />

lektor, Ólafur Ragnarsson útgefandi, Guðrún Magnúsdóttir framkvæmdastjóri,<br />

Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og<br />

heyrnarskertra, og Sture Allén prófessor.<br />

Málstofur<br />

Haldnar voru 20 málstofur þar sem á annað hundruð fræðimanna fluttu erindi. Af<br />

þeim fóru 11 fram á íslensku en 9 á erlendum málum. Umfangsmesta málstofan<br />

var Linguistic and Cultural Diversity, sem var tvískipt og stóð yfir báða ráðstefnudagana.<br />

• Language and Cultural Diversity. Málstofan var kostuð af Norrænu ráðherranefndinni.<br />

Umsjón höfðu: Auður Hauksdóttir dósent, Jens Allwood prófessor<br />

og Anju Saxena dósent. Málstofustjórar voru Jens Allwood og Höskuldur<br />

Þráinsson prófessor. Matthew Whelpton stjórnaði pallborðsumræðum. Fyrirlesarar<br />

voru: Jens Allwood prófessor, Göteborgs universitet, Peter Austin<br />

prófessor, University of London, Tove Skutnabb-Kangas prófessor, Roskilde<br />

Universitetsenter, Kristján Árnason prófessor, Steve Fassberg prófessor,<br />

Hebrew University of Jerusalem, Michael Krauss, prófessor emeritus, University<br />

of Alaska, Nicholas Ostler, Foundation for Endangered Languages,<br />

Matthias Brenzinger prófessor, Universität zu Köln, Michael Noonan prófessor,<br />

University of Wisconsin, Udaya Narayana Singh, Central Institute of Indian<br />

Languages, og Osahito Miyaoka prófessor, Osaka Gakuin University.<br />

• Digital Documentation. Fyrirlesarar voru: Susan Hockey, prófessor emeritus,<br />

University College London, Anju Saxena dósent, Uppsala universitet, David<br />

126


Nathan, University of London, Lars Borin, Göteborgs universitet, Eiríkur<br />

Rögnvaldsson prófessor og Trond Trosterud, Universitetet i Tromsø.<br />

• Biblíu- og sálmaþýðingar að fornu og nýju. Málstofustjóri: Halldór Reynisson<br />

verkefnisstjóri. Fyrirlesarar: Einar Sigurbjörnsson prófessor, Guðrún Kvaran<br />

prófessor, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og Jón Ma. Ásgeirsson prófessor.<br />

• Fólksflutningar og tungumál. Málstofustjóri: Birna Arnbjörnsdóttir dósent.<br />

Fyrirlesarar, auk Birnu: Helga Kress prófessor, Þórdís Gísladóttir MA, Unnur<br />

Dís Skaptadóttir dósent og Ahn Dao Tran MA.<br />

• Íslenska í senn forn og ný. Málstofustjóri: Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður<br />

Íslenskrar málstöðvar. Fyrirlesarar: Njörður P. Njarðvík prófessor, Ragnheiður<br />

Gyða Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður, Jón G. Friðjónsson prófessor og<br />

Kristján Árnason prófessor.<br />

• Að yrkja (um) landið. Málstofustofustjóri: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.<br />

Fyrirlesarar og flytjendur: Andrés Arnalds, Kristbjörg Kjeld og Gunnar<br />

Eyjólfsson, leikarar, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar,<br />

Nína Aradóttir og Stefán Tandri Halldórsson, nemendur í Snælandsskóla,<br />

Sigrún Helgadóttir, verkefnisstjóri, Sigurður Pálsson skáld og Hákon<br />

Aðalsteinsson og Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmenn.<br />

• Heilsa, samfélag og hjúkrun. Málstofustjóri: Erna B. Friðfinnsdóttir, formaður<br />

Félags hjúkrunarfræðinga. Fyrirlesarar: Kristín Björnsdóttir dósent, Guðrún<br />

Guðmundsdóttir verkefnisstjóri, Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur<br />

og verkefnisstjóri, Sóley S. Bender dósent og Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor og<br />

sviðsstjóri.<br />

• Aflvaki breyttrar heilbrigðisþjónustu. Málstofustjóri: Ingibjörg Pálmadóttir, fv.<br />

heilbrigðisráðherra. Umsjón: Ásta Thoroddsen dósent. Fyrirlesarar: Sigmundur<br />

Ernir Rúnarsson ritstjóri, Ófeigur Þorgeirsson læknir, Benedikt<br />

Benediktsson tölvunarfræðingur, Sigrún Jóhannesdóttir forstjóri, Gyða Halldórsdóttir<br />

meistaranemi og Baldur Johnsen sviðsstjóri.<br />

• Ísland og umheimurinn. Málstofustjóri: Anna Agnarsdóttir dósent. Fundarstjóri:<br />

Guðmundur Hálfdanarson prófessor. Fyrirlesarar: Magnús Magnússon,<br />

sjónvarpsmaður og rithöfundur, Sverrir Jakobsson sagnfræðingur og Helgi<br />

Þorláksson prófessor.<br />

• Tækniþróun og umhverfisvernd – sættanleg sjónarmið? Málstofustjóri: Júlíus<br />

Sólnes prófessor. Fyrirlesarar: Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Aðalheiður<br />

Jóhannsdóttir aðjúnkt og Sigurður Brynjólfsson prófessor.<br />

• Menntun, menning og mannrækt. Málstofustjóri: Hafdís Ingvarsdóttir dósent.<br />

Fyrirlesarar: Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor, Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor,<br />

Guðrún Geirsdóttir lektor, Sigurlína Davíðsdóttir lektor og Hafdís Ingvarsdóttir<br />

dósent.<br />

• Ferðamál, tungumál og menning. Málstofustjóri: Magnús Oddsson ferðamálastjóri.<br />

Fyrirlesarar: Svanhildur Konráðsdóttir forstöðumaður, Valgeir S.<br />

Þorvaldsson framkvæmdastjóri og Anna Dóra Sæþórsdóttir lektor.<br />

• Veljum Vigdísi. Á forsetastóli 1980-1996. Málstofustjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir<br />

prófessor. Fyrirlesarar: Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur,<br />

Svanur Kristjánsson prófessor, Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands.<br />

Ávörp: Svanhildur Halldórsdóttir, fv. kosningastjóri, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri<br />

og Una Björg Einarsdóttir stjórnmálafræðingur.<br />

• Palabras de acá y de allá. Málstofustjórar: Erla Erlendsdóttir lektor og Kristín<br />

Guðrún Jónsdóttir stundakennari. Fyrirlesarar: Erla Erlendsdóttir lektor, Jón<br />

Hallur Stefánsson útvarpsmaður, Kristín Guðrún Jónsdóttir stundakennari,<br />

Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi og Stefán Á. Guðmundsson stundakennari.<br />

• The International Press and the Western Worldview. Málstofustjórar: Bogi<br />

Ágústsson fréttastjóri og Ólafur Stephensen aðstoðarritstjóri. Fyrirlesarar:<br />

Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, Viðskiptaháskólanum Bifröst, og Henryk M.<br />

Broder, ritstjóri Der Spiegel.<br />

• Youth Dialogue Across Cultures. Málstofustjórar: Ástríður Magnúsdóttir og<br />

Guðrún Kristjánsdóttir. Umsjón: Guðrún Kristjánsdóttir.<br />

• Dialog mellem domæner. Málstofustjóri: Jørn Lund, prófessor og forstöðumaður<br />

DSL. Fyrirlesarar: Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur,<br />

Bo Göranzon, Sveinn Einarsson UNESCO Jón Sigurðsson bankastjóri NIB og<br />

Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins.<br />

• Translation as Cultural Dialogue. Umsjón Gauti Kristmannsson aðjúnkt. Fyrirlesarar:<br />

Henrik Gottlieb dósent, Kaupmannahafnarháskóla, Hildur Halldórsdóttir<br />

meistaranemi og Gauti Kristmannsson aðjúnkt.<br />

• Global Trade & Culture. Málstofustjórar: Þór Sigfússon framkvæmdastjóri og<br />

Heiðrún Jónsdóttir lögmaður. Fyrirlesarar: Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri<br />

WTO, Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri, Guðjón Svansson<br />

verkefnisstjóri, Gylfi Magnússon prófessor, Hannes Smárason, stjórnarfor-<br />

127


maður FL-Group, Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa hf. og Sigurjón<br />

Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.<br />

• Modern Icelandic Literature in Foreign Languages. Umsjón: Guðrún Nordal<br />

forstöðumaður, Sigfríður Gunnlaugsdóttir og Lára Sólnes, verkefnisstjórar.<br />

Málstofustjóri: Gunnþórunn Guðmundsdóttir aðjúnkt. Fyrirlesarar og flytjendur:<br />

Dagný Kristjánsdóttir prófessor, Einar Már Guðmundsson rithöfundur,<br />

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur, Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Andri Snær<br />

Magnason rithöfundur, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Sjón rithöfundur.<br />

• Literatur Dialog. Málstofustjórar: Oddný G. Sverrisdóttir dósent og Peter<br />

Weiß, Göthe-Zentrum. Fyrirlesarar: Peter Urban-Halle bókmenntagagnrýnandi,<br />

Berlín, Dietmar Goltschnigg prófessor, Universität Graz, Peter<br />

Colliander prófessor, Handelshøjskolen i København, og Frank Albers, Robert<br />

Bosch Stiftung.<br />

• Rómanskir kvikmyndadagar: I cento passi (Ítalía, 2000). Erindi: Stefano<br />

Rosatti stundakennari. Smoking Room (Spánn, 2002). Erindi: Guðmundur Erlingsson<br />

stundakennari. Whisky (Úrúgvæ, 2004). Erindi: Hólmfríður Garðarsdóttir<br />

dósent. Le déclin de l’empire américain (Kanada, 1986). Erindi: Gérard<br />

Lemarquis stundakennari, Indochine (Frakkland, 1992). Erindi: Gérard Lemarquis<br />

stundakennari.<br />

Eftirtaldir aðilar styrktu ráðstefnuna: Ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, Háskóli<br />

Íslands, Norræna ráðherranefndin, Baugur Group, CGI Iceland, Fondet for Dansk-<br />

Islandsk Samarbejde, Icelandair, Menningar- og styrktarsjóður Íslandsbanka og<br />

Sjóvár, KB Banki, Landsbanki Íslands, Morgunblaðið, Norræna ráðherranefndin,<br />

P. Samúelsson hf., Seðlabanki Íslands, Sendiráð Bandaríkjanna, Sparisjóður<br />

Keflavíkur, SPRON, Útflutningsráð.<br />

CALL og PR Tölvustudd tungumálakennsla<br />

SVF hefur stýrt norrænu neti um tungutækni frá árinu 2003 og lauk netsamstarfinu<br />

með ráðstefnu í Háskóla Íslands dagana 28.-29. janúar. Yfirskrift ráðstefnunnar<br />

var CALL og PR Tölvustudd tungumálakennsla. Frummælendur<br />

voru: Peppi Taalas, dósent: Att integrera teknologi i språkundervisning, Sven<br />

Strömkvist, prófessor: Datorn som forskningsverktyg i studiet av språkligt beteende,<br />

Henrik Selsøe Sørensen, lektor og Bodil Aurstad, lektor: Ideer til internetstøttet<br />

undervisning i nabokulturelle forhold og Hanne Ruus, varaforstöðumaður<br />

CST: Beta-testning af et tekstbaseret e-learningsystem<br />

Málþing<br />

ERIC – European Resources for Intercultural Communication: Hinn 9. september<br />

var haldin ráðstefna á vegum samstarfsnetsins ERIC – European Resources for<br />

Intercultural Communication. Frummælendur voru: Friedrich A. Kittler, prófessor:<br />

Writing Systems throughout European History, Gottskálk Þór Jensson, lektor:<br />

Writing Speech and Speaking Writing, dr. Gauti Kristmannsson: Form as<br />

Meaning, Ingibjörg Hafstað, kennari: Increasing Cross-Cultural Competence og<br />

Jón Ólafsson, prófessor: Meaning and Cultural Competence.<br />

Tungumál og atvinnulífið. Markaðssetning og útrás: Hinn 3. nóvember var haldið<br />

málþing um markaðssetningu og útrás í umsjón Gauta Kristmannssonar.<br />

Frummælendur voru: Sol Squire: International English and the Internet, Hildur<br />

Árnadóttir: Mikilvægi menningarlæsis í alþjóðaviðskiptum, Sverrir Berg Steinarsson:<br />

Islenskan i althjodlegu vidskiptaumhverfi.<br />

Málþing um Don Kikota: Í tilefni af 400 ára útgáfuafmælis skáldsögu Cervantes<br />

var efnt til málþings laugardaginn 1. október. Fyrirlesarar voru Carlos Alvar og<br />

José María Blecua, Brian L. Frazier og Margrét Jónsdóttir.<br />

Þýðingahlaðborð: Þriðjudaginn 29. nóvember stóð SVF fyrir málþingi um<br />

þýðingar. Erindi héldu Snæbjörn Arngrímsson, forleggjari hjá Bjarti og Ingibjörg<br />

Haraldsdóttir, rithöfundur og þýðandi og auk þess lásu eftirtaldir úr nýjum<br />

þýðingum sínum á: Tómas R. Einarsson: Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón,<br />

Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Slepptu mér aldrei eftir Kashuo Ishiguro, Anna<br />

María Hilmarsdóttir: Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini, Guðrún H. Tulinius:<br />

Hæðir Macchu Picchu eftir Pablo Neruda og Rúnar H. Vignisson: Barndómur<br />

eftir J.M. Coetzee.<br />

Evrópski tungumáladagurinn: Í samvinnu við STÍL var efnt til málþings í tilefni<br />

af Evrópska tungumáladeginum. Málþingið var haldið í Verzlunarskóla Íslands<br />

föstudaginn 23. september. Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði þingið, en fyrirlesarar<br />

voru: Sigurborg Jónsdóttir, formaður STÍL: Nýjar áherslur í tungumála-<br />

129


kennslu framhaldsskólanna, Bogi Ágústsson, fréttastjóri RÚV: Erlend tungumál<br />

og íslenskir fjölmiðlar, Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri: Mikilvægi erlendra<br />

tungumála fyrir útrás íslenskra fyrirtækja, Björn Þorsteinsson, heimspekingur:<br />

Tungumál: lykill að háskólanámi, Júlíus Jónasson, fv. atvinnumaður í<br />

handknattleik: Íþróttir og tungumál, Tatjana Latinovic, túlkur, þýðandi og formaður<br />

Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Hverju geta útlendingar búsettir<br />

á Íslandi miðlað Íslendingum? Flutt var atriði úr söngleiknum Kabarett. Fundarstjóri<br />

var Bertha Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari.<br />

Í framhaldi af þinginu var efnt til skemmtidagskrár í Kringlunni þar sem nemendur<br />

af öllum skólastigum lásu ljóð og sungu. Jakobínarína söng og spilaði og<br />

flutt var atriði úr söngleiknum Kabarett.<br />

Kynning á SVF á Spáni<br />

Dagana 20. til 28. apríl fór fram kynning á Spáni á SVF. Dr. Erla Erlendsdóttir og<br />

dr. Hólmfríður Garðarsdóttir höfðu veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd<br />

kynningarinnar. Auk þeirra tóku þátt frú Vigdís Finnbogadóttir, Auður Hauksdóttir,<br />

Sigfríður Gunnlaugsdóttir og Guðrún Birgisdóttir. Í ferðinni voru háskólastofnanir<br />

í Barcelona, Sevilla og Madrid heimsóttar og gerðir voru samstarfssamningar<br />

um kennslu og rannsóknir við Háskólann í Sevilla, Universitat de<br />

Barcelona, Universidad Autónoma de Barcelona, Universidad Autónoma de<br />

Madrid og Universidad Complutense de Madrid.<br />

Þýskubílinn - átaksverkefni um þýskukennslu<br />

Að frumkvæði Oddnýjar G. Sverrisdóttur var efnt til átaksverkefnisins Þýskubíllinn<br />

í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem haldin verður í<br />

Þýskalandi vorið 2006. Verkefnið hófst 13. júlí og stendur til vors 2006. Þýskubíllinn<br />

er samstarfsverkefni þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýzkukennara,<br />

Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóla Íslands. Þýskubíllinn er sportjeppi<br />

af gerðinni Porsche Cayenne og hefur þýskuþjálfarinn Kristian Wiegandog<br />

ekið bílnum um Ísland og heimsótt grunn- og framhaldsskóla. Nemendum hefur<br />

verið boðið á örnámskeið í fótboltaþýsku þar sem fjallað er um knattspyrnu<br />

og HM. Átakið er m.a. styrkt af Robert Bosch-stofnuninni og Würth stofnuninni í<br />

Stuttgart.<br />

Þýsk-íslenskt orðabókarverkefni<br />

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur tengist vinnu við gerð þýsk-íslenskrar orðabókar,<br />

sem unnin er af Klett/Pons forlaginu. Oddný G. Sverrisdóttir, Guðrún<br />

Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans og Hans Fix Bonner, prófessor við<br />

Háskólann í Greifsvald eru í ráðgjafanefnd um orðabókarverkefnið. Bosch stofnunin<br />

styrkir verkefnið, en tilkynnt var um stuðninginn er Vigdís Finnbogadóttir<br />

og Oddný G. Sverrisdóttir heimsóttu Bosch stofnunina í maí 2004. Stefnt er að<br />

því að bókin komi út árið 2008 og hefur Margrét Pálsdóttir verið ráðin verkefnastjóri.<br />

Útgáfur fræðirita<br />

Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden - SVF gaf út afmælisrit til heiðurs<br />

Vigdísi Finnbogadóttur með safni greina um norrænar bókmenntir og tungur<br />

ritaðar á dönsku, norsku og sænsku. Nokkrar þeirra byggjast á fyrirlestrum<br />

er fluttir voru á ráðstefnu, sem SVF stóð fyrir í tengslum við vígslu Norðurbryggju<br />

í Kaupmannahöfn í nóvember 2003. Ritstjórar eru: Auður Hauksdóttir,<br />

Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen. Norræni menningarsjóðurinn styrkti útgáfu<br />

bókarinnar, sem er 207 blaðsíður að lengd.<br />

Subversive Scott, The Waverley Novels and Scottish Nationalism - Höfundur<br />

bókarinnar er Júlían Meldon D’Arcy, prófessor og fjallar hún um sögulegar<br />

skáldsögur Sir Walters Scotts. Bókin er 297 blaðsíður að lengd og kom út hjá<br />

Háskólaútgáfunni.<br />

Styrktarsjóður SVF<br />

Margir velunnarar hafa lagt Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur lið<br />

á árinu ekki síst í tengslum við 75 ára afmæli Vigdísar. Af mikilsmetnum framlögum<br />

vina Vigdísar í tengslum við afmæli hennar ber sérstaklega að nefna 10<br />

milljóna króna styrk frá Søren Langvad og fyrirtækjum hans E. Phil & Søn A.S.<br />

og Ístak hf. Bláa Lónið lagði sjóðnum til 70.000 kr. Þá styrktu hjónin Sigríður<br />

Th. Erlendsdóttir og Hjalti Geir Kristjánsson sjóðinn með 500.000 króna framlagi<br />

í nóvember sl. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnskrá sjóðsins yrði opin fram<br />

til 15. apríl <strong>2005</strong>, en sjóðsstjórn ákvað að fara þess á leit, að sá tími yrði framlengdur<br />

um eitt ár eða fram til 15. apríl 2006.<br />

130


Fjárframlög til SVF<br />

Á árinu styrkti KB banki SVF með þriggja milljón króna framlagi og Riksbankens<br />

Jubilumsfond veitti henni liðlega 2,3 milljóna króna styrk. Styrkjunum á að<br />

verja til að undirbúa framtíðarætlunarverk stofnunarinnar um að koma á fót alþjóðlegri<br />

miðstöð tungumála. Eins og undanfarin ár styrkti Prentsmiðjan Gutenberg<br />

almenna starfsemi stofnunarinnar með rúmlega 300.000 króna framlagi<br />

og Orkuveita Reykjavíkur hét stofnuninni 600.000 króna árlegu framlagi til tveggja<br />

ára. Einnig veitti Lýsi hf. SVF 50.000 kr. styrk. Eins og áður er getið styrkti<br />

Norræni menningarsjóðurinn útgáfu afmælisrits og NorFA fjármagnaði starfsemi<br />

norræns nets um notkun tölva og tungutækni við kennslu og rannsóknir<br />

erlendra tungumála sem stofnunin leiddi. Jafnframt styrktu fjölmörg fyrirtæki<br />

afmælisráðstefnuna Samræður menningarheima með beinum fjárframlögum,<br />

sjá nánar bls.<br />

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur<br />

Eins og endranær hefur Vigdís Finnbogadóttir reynst stofnuninni ómetanlegur<br />

bakhjarl. Hún hefur lagt ómælda vinnu af mörkum í tengslum við starfsemi SVF.<br />

131


Lagadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Fjöldi nemenda í lagadeild var 576 á haustmisseri <strong>2005</strong> og þar af voru nýnemar<br />

191. Konur voru 288 og karlar voru einnig 288.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> störfuðu við lagadeild 9 prófessorar, 2 dósentar í fullu starfi, 2 dósentar<br />

og 4 lektorar í hlutastarfi, 8 aðjúnktar og um 40 stundakennarar. Breytingar<br />

á starfsliði kennara á árinu voru þær að Aðalheiður Jóhannsdóttir og Benedikt<br />

Bogason fengu framgang í störf dósents, Brynhildur G. Flóvenz og Eyvindur G.<br />

Gunnarsson voru ráðin í hlutastörf sem lektorar og Hafdís H. Ólafsdóttir og Jón<br />

Þór Ólason voru ráðin aðjúnktar.<br />

Páll Hreinsson tók við starfi deildarforseta 1. júlí <strong>2005</strong> og sama dag tók Viðar Már<br />

Matthíasson við starfi varadeildarforseta. Breytingar urðu á stjórnsýslu lagadeildar<br />

þannig að María Thejll tók að sér starf kynningarfulltrúa í hlutastarfi og Stella<br />

Vestmann tók við 100% starfi fulltrúa. Auk þeirra starfa var skrifstofustjóri í 100%<br />

starfi og alþjóðasamskiptafulltrúi í 50% starfi.<br />

Kennslumál<br />

Í lagadeild er boðið upp á þriggja ára 90 eininga nám til BA-prófs í lögfræði. Að<br />

loknu BA-prófi er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám til meistaraprófs sem<br />

jafngildir embættisprófi í lögfræði og útskrifast nemendur með lærdómstitilinn<br />

magister juris (mag.jur.). Framhaldsnámið er þannig byggt upp að nemendur<br />

skulu ljúka 45e í valnámskeiðum auk 15e meistararitgerðar. Boðið er upp á u.þ.b.<br />

10 valnámskeið á íslensku og 5 valnámskeið á ensku við lagadeild á hverju misseri,<br />

og vegur hvert þeirra 3e. Hvert námskeið er að jafnaði kennt á tveggja ára<br />

fresti.<br />

Frá haustinu 2003 hefur verið boðið upp á rannsóknatengt meistaranám á ensku<br />

við lagadeild með aðaláherslu á þjóðarétt og umhverfisrétt, „LL.M. in International<br />

and Environmental Law“. Námið er skipulagt sem tveggja ára nám (60e) að loknu<br />

BA-prófi í lögfræði eða 45e nám að loknu 4-5 ára grunnnámi í lögfræði. Í LL.M.-<br />

náminu er boðið upp á rúmlega 20 námskeið auk ritgerða og verkefnavinnu.<br />

Námskeiðin lúta öll að alþjóðlegri eða svæðisbundinni lögfræði eða lögfræðigreinum<br />

með alþjóðlegu ívafi. Náminu lýkur með 15e meistararitgerð. Öll<br />

kennsla, próf og verkefnavinna fer fram á ensku, enda er námsleið þessi og<br />

námskeiðin ætluð erlendum lögfræðingum eða laganemum í stúdentaskiptum<br />

sem og íslenskum lögfræðingum eða laganemum í framhaldsnámi, ef þeir síðastnefndu<br />

kjósa að blanda saman námskeiðum á íslensku og ensku.<br />

Nemendur við aðrar deildir Háskóla Íslands geta tekið þátt í tilteknum námskeiðum<br />

við lagadeild sem hluta valnáms þeirra, einkum á sviði stjórnsýsluréttar og<br />

fjármunaréttar, og fer þeim kostum fjölgandi. Er þannig boðið upp á BA- og BSpróf<br />

með lögfræði sem aukagrein við nokkrar deildir HÍ þar sem stúdentar taka<br />

lögfræðinámskeiðin við lagadeild.<br />

Doktorsnám<br />

Haustið 2004 var tekið upp við deildina 90 eininga doktorsnám í lögfræði. Markmið<br />

doktorsnámsins er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá<br />

undir vísindastörf, m.a. háskólakennslu og sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir.<br />

Doktorsritgerð við lagadeild skal metin til 90 eininga. Doktorsnám við lagadeild<br />

er þriggja ára fullt nám. Stundi doktorsnemi námið að hluta má námið taka<br />

allt að fimm ár. Doktorspróf við lagadeild, að undangengnu doktorsnámi sam-<br />

Fjárveitingar og útgjöld lagadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 103.464 102.724 117.205<br />

Fjárveiting 97.216 98.830 114.686<br />

132


kvæmt reglum um námið, veitir lærdómstitilinn Philosphiae Doctor (Ph.D.). Á árinu<br />

<strong>2005</strong> voru 2 lögfræðingar í doktorsnámi við deildina.<br />

Doktorsvörn<br />

Hinn 5. febrúar <strong>2005</strong> fór fram doktorsvörn við lagadeild Háskóla Íslands en þá<br />

voru liðin 27 ár síðan doktorsvörn fór þar síðast fram. Páll Hreinsson, lagaprófessor,<br />

varði doktorsritgerð sína „Hæfisreglur stjórnsýslulaga“. Andmælendur<br />

voru Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar HÍ og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður<br />

Alþingis. Jónatan Þórmundsson lagaprófessor, stjórnaði athöfninni sem<br />

fór fram í Hátíðarsal Háskólans.<br />

Um er að ræða eina viðamestu rannsókn í lögfræði við lagadeildina á síðari árum<br />

og fjallar ritgerðin, sem er tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd, um hæfisreglur<br />

II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hæfisreglur hafa það í för með sér að<br />

starfsmanni, sem er svo tengdur máli eða aðilum þess að haft geti áhrif á viljaafstöðu<br />

hans, ber að víkja sæti. Þótt starfsmenn séu hvorki tengdir máli eða aðilum<br />

þess á þann veg sem hæfisreglurnar taka til þeirra geta þeir engu að síður haft<br />

fordóma og leyst á ómálefnalegan hátt úr málum af þeim sökum. Hæfisreglurnar<br />

fækka því þeim tilvikum þar sem litið er til ómálefnalegra sjónarmið við úrlausn<br />

máls en koma ekki í veg fyrir það.<br />

Alþjóðasamskipti<br />

Alþjóðasamskipti lagadeildar voru mikil á árinu <strong>2005</strong> eins og endranær. Íslenskum<br />

laganemum, sem taka hluta framhaldsnáms síns við lagadeildir erlendra háskóla,<br />

fer fjölgandi og sama er að segja um þá erlendu laganema sem stunda<br />

skiptinám við lagadeild HÍ. Stunduðu um 20 laganemar skiptinám erlendis á árinu<br />

<strong>2005</strong>. Á hverju ári koma síðan erlendir gestaprófessorar í heimsókn til lagadeildar<br />

og halda þeir iðulega opna fyrirlestra á vegum deildarinnar eða Lagastofnunar<br />

ásamt því að kenna í einstökum námskeiðum við deildina.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í lagadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við rannsóknir<br />

og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum svo sem Lögbergi,<br />

riti Lagastofnunar, í íslenskum og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum. Á<br />

árinu <strong>2005</strong> komu út eftirgreindar bækur, skrifaðar af kennurum lagadeildar:<br />

Skaðabótaréttur – Viðar Már Matthíasson<br />

Um hæfisreglur stjórnsýslulaga - Páll Hreinsson<br />

Lagaslóðir – Páll Sigurðsson<br />

Rannsóknir í félagsvísindum VI - Lagadeild<br />

Við deildina starfar Lagastofnun en hlutverk stofnunarinnar er fyrst og fremst að<br />

stuðla að og styðja hvers konar rannsóknir og kennslu í lögfræði. Einnig sinnir<br />

stofnunin lögfræðilegum þjónustuverkefnum á borð við álitsgerða- og gerðardómsþjónustu.<br />

Lagastofnun hóf útgáfu ritraðar á árinu og var heiti ritgerðar í<br />

fyrsta hefti Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum eftir Jóhannes Karl Sveinsson<br />

hrl. en hann er aðjúnkt við lagadeild.<br />

Málstofur<br />

Á síðustu árum hefur lagadeild haft frumkvæði að því að taka til umfjöllunar<br />

áhugaverð lögfræðileg málefni með því að efna til opinna málþinga, málstofa,<br />

fræðslufunda og fyrirlestra, þar sem kennarar lagadeildar hafa í mörgum tilvikum<br />

flutt erindi byggð á rannsóknum sínum. Sem dæmi um þetta má nefna málstofur<br />

í tengslum við kennslu í stjórnskipunarrétti, fræðafundina „Af vettvangi<br />

dómstólanna“ þar sem fjallað er um nýuppkveðna hæstaréttardóma og ýmis málþing<br />

og fyrirlestra á vegum deildarinnar og Lagastofnunar. Á árinu <strong>2005</strong> voru<br />

haldnar 12 málstofur á vegum lagadeildar og Lagastofnunar og er gerð grein fyrir<br />

þeim í kafla Lagastofnunar í árbókinni. Eftirfarandi fyrirlesarar fluttu erindi á<br />

málstofum lagadeildar á árinu:<br />

19. janúar: Ágúst Ólafur Ágústsson og Bjarni Benediktsson alþingismenn;<br />

Hverju þarf að breyta í stjórnarskránni?<br />

2. febrúar: Björg Thorarensen og Ólafur Þ. Harðarson, prófessorar við<br />

Lög um fjármál stjórnmálaflokkanna:<br />

Lýðræðisleg nauðsyn eða skerðing á félagafrelsi?<br />

23. febrúar: Kári á Rógvi, LL.M. og Ph.D. nemi við lagadeild HÍ;<br />

Judicial review in the Nordic Countries.<br />

Different theories and developments.<br />

133


30. september: Helgi Áss Grétarsson stud. jur.;<br />

Umgengnisréttur - Framkvæmd umgengnismála hjá<br />

sýslumanninum í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu<br />

árin 2002-2003.<br />

Kynningarstarf<br />

Kynningarnefnd lagadeildar hefur það hlutverk að auka kynningu á deildinni, m.a.<br />

með fræðafundum og málstofum, viðtölum, fréttatilkynningum og útgáfustarfsemi<br />

ýmis konar.<br />

Heimasíðu lagadeildar er ætlað að veita allar nauðsynlegar upplýsingar um nám<br />

við deildina svo og almennar upplýsingar. Heimasíðan er í stöðugri vinnslu og<br />

uppfærð reglulega enda er hún helsta kynningarefni deildarinnar og hefur komið<br />

að verulegu leyti í stað sérstakra bæklinga um hana.<br />

Lagadeild og Orator, félag laganema, standa einnig saman að kynningarfundum<br />

um almenn og sérstök atriði varðandi nám við deildina og háskólanám almennt.<br />

Lagadeild hefur, eins og aðrar deildir Háskólans, sérstaka kynningu á árlegri<br />

námskynningu skóla á háskólastigi á vorin. Laganemar, kennarar og aðrir starfsmenn<br />

deildarinnar mæta þar og veita ýmsar upplýsingar um laganámið, auk þess<br />

sem dreift er bæklingum og blöðum um nám við lagadeild. Jafnframt hafa fulltrúar<br />

Orators farið árlega með kynningar í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Árleg móttaka fyrir afmælisárganga kandidata frá deildinni, allt frá fimm ára upp<br />

í 60 ára afmælisárganga, í samstarfi lagadeildar og Hollvinafélags deildarinnar,<br />

fór fram að venju í Lögbergi í aprílmánuði. Mættu yfir 100 manns og var boðið<br />

upp á léttar veitingar. Starfsemi lagadeildar og Hollvinafélagsins var kynnt og viðstöddum<br />

boðið að gerast aðilar að Hollvinafélaginu.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í lagadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 228 256 484 231 265 497 273 297 570<br />

Brautskráðir<br />

Lögfræði 27 13 40 11 20 31 16 29 45<br />

Lögfræði BA 13 10 23<br />

Sjávarútvegsfræði MS 0 1 1<br />

Lögritarar diplóma 3 3 1 4 5 0 4 4<br />

Lögfræði LLM 1 1 0 3 3<br />

Lögfræði doktorspróf 1 0 1<br />

Samtals 27 16 43 13 24 37 30 47 77<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Lagastofnun<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Stjórn Lagastofnunar var þannig skipuð árið <strong>2005</strong>: Viðar Már Matthíasson, prófessor,<br />

formaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor, varaformaður, Páll Sigurðsson,<br />

prófessor, Ragnheiður Bragadóttir, prófessor og Bjarni Aðalgeirsson,<br />

laganemi meðstjórnendur. Forstöðumaður er María Thejll hdl. Við Lagstofnun<br />

starfa fastir kennarar lagadeildar. Starfsmenn eru ráðnir á verkefnagrunni.<br />

Rannsóknir – Styrkir frá atvinnulífinu<br />

Árið <strong>2005</strong> voru 3 rannsóknastofur starfandi, í skattarétti, Evrópurétti og refsirétti<br />

og afbrotafræði. Rannsóknastofa í refsirétti og afbrotafræði fékk styrk frá dómsmálaráðuneyti<br />

til að lúka þeirri rannsókn en Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur<br />

starfaði við rannsókn í refsirétti og afbrotafræði á árinu ásamt Ragnheiði<br />

Bragadóttur prófessor.<br />

134


Rannsóknastofa í skattarétti var með tvö rannsóknarverkefni árið <strong>2005</strong>. Annað<br />

þeirra var um milliverðlagningu og mun verða gefið út í ritröð Lagastofnunar árið<br />

2006. Ágúst Karl Guðmundsson, lögfræðingur, vann að rannsókninni undir umsjón<br />

Stefáns Más Stefánssonar, prófessors. Var verkefnið alfarið kostað með<br />

styrkjum frá fyrirtækjum og stofnunum. Lögmannsstofan Lex-Nestor og embætti<br />

ríkisskattstjóra kostuðu rannsóknina auk þess sem Fræðasjóður Úlfljóts veitti<br />

styrk til hennar. Fékkst rannsóknastyrkur frá Norræna skattrannsóknaráðinu til<br />

hins verkefnisins.<br />

Útgáfa – Ritröð Lagastofnunar kemur út í fyrsta skipti<br />

Á árinu kom út fyrsta hefti ritraðar Lagastofnunar. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og<br />

aðjúnkt við lagadeild ritaði grein um verktakarétt, nánar til tekið um viðbótarkröfur<br />

verktaka í verktakasamningum. Er tilgangurinn að gefa út fræðigreinar sem eru<br />

lengri og ítarlegri en svo að þær henti til útgáfu í þeim safnritum sem gefin eru út<br />

um lögfræðileg efni. Útgáfa ritraðarinnar er þannig fyrst og fremst hugsuð til þess<br />

að koma á framfæri efni, sem hefur fræðilegt og hagnýtt gildi fyrir lögfræðinga og<br />

aðra, en yrði e.t.v. ekki gefið út ella. Þá er einnig gert ráð fyrir að rit, sem eru afrakstur<br />

rannsókna í lögfræði, en ekki tilbúin til endanlegrar útgáfu, verði í ritröðinni.<br />

Slíkt er þekkt hjá rannsóknastofnunum í lögfræði annars staðar á Norðurlöndum.<br />

Ætlunin er að gefa ritraðirnar út eftir því sem tilefni gefst til og selja til áskrifenda<br />

auk þess sem þær verða seldar í Bóksölu stúdenta og Bóksölu Úlfljóts.<br />

Málstofur<br />

Lagastofnun og lagadeild sinna fræðsluhlutverki því sem stofnuninni og deildinni<br />

er ætlað af miklum metnaði gagnvart útskrifuðum lögfræðingum og almenningi.<br />

Efnt var til tólf málstofa og fræðafunda á árinu sem er aðeins einni færri en árið<br />

áður en það ár voru haldnar fleiri málstofur en nokkru sinni fyrr. Voru þrjár málstofur<br />

haldnar í samvinnu við lagadeild sem hluti af námskeiði í stjórnskipunarrétti<br />

og ágripi af þjóðarétti, einn fræðafundur var haldinn í samvinnu við Landvernd,<br />

ein málstofa í samvinnu við Hafréttarstofnun og önnur í samvinnu við<br />

Mannréttindastofnun HÍ auk þess sem fram fór opinber vörn kandidatsritgerðar.<br />

Fjórir erlendir fræðimenn fluttu erindi á málstofunum/fræðafundum. Hafa málstofurnar<br />

verið ákaflega vel sóttar en þær voru sem hér segir:<br />

19. janúar: Ágúst Ólafur Ágústsson og Bjarni Benediktsson alþingismenn;<br />

Hverju þarf að breyta í stjórnarskránni?<br />

2. febrúar: Björg Thorarensen og Ólafur Þ. Harðarson, prófessorar<br />

við HÍ; Lög um fjármál stjórnmálaflokkanna: Lýðræðisleg<br />

nauðsyn eða skerðing á félagafrelsi?<br />

23. febrúar: Kári á Rógvi, LL.M. og Ph.D. nemi við lagadeild HÍ;<br />

Judicial review in the Nordic Countries. Different theories<br />

and developments.<br />

9. mars: Richard Thompson Ford, prófessor við Stanford Háskóla;<br />

Löggjöf gegn mismunun og aðgerðir gegn kynþáttahatri.<br />

16. mars: Fræðafundur í samvinnu við Landvernd: Umhverfisréttur<br />

og stjórnarskráin. Ole Kristian Fauchald, dósent við Oslóarháskóla<br />

og sérfræðingur í umhverfisrétti, flutti erindi um<br />

reynslu Norðmanna af umhverfisréttarákvæði norsku<br />

stjórnarskrárinnar, sem var tekið upp árið 1992. Að loknu<br />

framsöguerindi voru pallborðsumræður með þátttöku Jóns<br />

Kristjánssonar, ráðherra og formanns stjórnarskrárnefndar<br />

Sigurðar Líndal, prófessors Hjörleifs Guttormssonar,<br />

náttúrufræðings og Aðalheiðar Jóhannsdóttur, lektors við<br />

lagadeild HÍ.<br />

6. apríl: Robin Churchill, prófessor við Cardiff Law School;<br />

Svalbarðamálið.<br />

13. apríl: Fræðafundur kl. 12:15 – 14:00: Páll Hreinsson prófessor við<br />

lagadeild HÍ og Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ;<br />

Kröfugerð og varnaraðild í málum gegn ríkinu.<br />

20. apríl: Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur hjá umboðsmanni<br />

Alþingis og stundakennari við lagadeild HÍ;<br />

Einkavæðing ríkisfyrirtækja.<br />

12. september: David Grinlinton, prófessor við Auckland háskóla í Nýja<br />

Sjálandi; Nýsjálensku náttúruaðlindalögin - Recourse<br />

Management Act 1991.<br />

30. september: Helgi Áss Grétarsson stud. jur.; Umgengnisréttur - Framkvæmd<br />

umgengnismála hjá sýslumanninum í Reykjavík og<br />

dóms- og kirkjumálaráðuneytinu árin 2002-2003 Opinber<br />

vörn kandidatsritgerðar.<br />

136


21. október: Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og aðjúnkt við lagadeild HÍ;<br />

Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum.<br />

28. nóvember: Brynhildur G. Flóvenz lektor við lagadeild HÍ; Hryðjuverk og<br />

mannréttindi.<br />

Annað<br />

Á árinu <strong>2005</strong> hefur Lagastofnun í auknum mæli lagt vinnu í að afla styrkja til<br />

rannsókna frá atvinnulífinu. Leiddi það strax til fjármögnunar rannsókna á árinu<br />

svo sem komið hefur fram. Eins hefur verið lagður grunnur að því að fjármagna<br />

rannsóknastöður við stofnunina með samningum við fyrirtæki og stofnanir, sem<br />

vonir standa til að muni leiða til samninga og stofnunar nýrra stöðugilda við lagastofnun<br />

á árinu 2006. Mun það án efa styrkja stofnunina og efla til lengri tíma litið<br />

auk útgáfu ritraðarinnar og utanaðkomandi fjármögnunar einstakra rannsóknaverkefna.<br />

Veffang Lagastofnunar er: www.lagastofnun.hi.is<br />

137


Lyfjafræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Í lyfjafræðideild eru stundaðar rannsóknir, kennsla, fræðsla og þjónusta. Starfsemi<br />

deildarinnar hefur miðað að því að sinna þessum fjórum þáttum en aðaláherslan<br />

er lögð á kennslu og rannsóknir í lyfjafræði. Við deildina eru menntaðir<br />

lyfjafræðingar en markmið háskólanáms í lyfjafræði er að nemendur séu að námi<br />

loknu hæfir til að stunda öll almenn lyfjafræðistörf; í lyfjabúðum, við lyfjagerð, í<br />

lyfjaiðnaði og lyfjaheildverslunum, á sjúkrahúsum og við rannsóknir.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> störfuðu hjá lyfjafræðideild 4 prófessorar, 3 dósentar og 3 lektorar í<br />

7,67 stöðugildum, en auk þess níu aðjúnktar og 33 stundakennarar, auk skrifstofustjóra<br />

og eins aðstoðarmanns á rannsóknastofum. Vegna stöðugrar fjölgunar<br />

nemenda er þörf á að fjölga fastráðnum kennurum við deildina. Deildarforseti<br />

var Þorsteinn Loftsson, prófessor. Varadeildarforseti fram til 1. júlí var Kristín<br />

Ingólfsdóttir, prófessor, en þá tók Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor, við starfi varadeildarforseta.<br />

Sveinbjörn Gizurarson var í 20% stöðu prófessors á árinu. Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir<br />

var ráðin í tímabundna stöðu lektors í lyfjagerðarfræði frá 1. maí en hún lét<br />

af störfum hinn 31. desember. Í mars var Kristín Ingólfsdóttir, prófessor kosin<br />

rektor Háskóla Íslands og tók hún við störfum rektors þann 1. júlí. Frá sama tíma<br />

fór Kristín í leyfi frá lyfjafræðideild. Í hennar stað var Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir<br />

ráðin í stöðu lektors í lyfja- og efnafræði náttúruefna frá 1. september til 30.<br />

júní 2010. Við lok ársins hlutu Már Másson og Elín Soffía Ólafsdóttir framgang úr<br />

stöðu dósents í stöðu prófessors.<br />

Kennslumál<br />

Haustið 2004 var ákveðið að skipta lyfjafræðináminu (pharmacy) í BS hluta (90e)<br />

og MS hluta (60e) í samræmi við Bologna samkomulagið, og fylgja þeir nemendur<br />

sem hófu nám við deildina haustið <strong>2005</strong> þessu námsfyrirkomulagi. Að loknu tveggja<br />

ára meistaranámi í lyfjafræði (MS námi) munu nemendur geta sótt um starfsleyfi<br />

lyfjafræðings til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Þannig samsvarar<br />

tveggja ára meistaranám í lyfjafræði, að afloknu BS námi, kandídatsnámi í<br />

lyfjafræði. Við lyfjafræðideild er einnig boðið upp á 60 eininga MS nám í lyfjavísindum<br />

(pharmaceutical sciences) fyrir þá sem hafa lokið BS prófi í efnafræði, lífefnafræði,<br />

líffræði, lyfjafræði eða skyldum greinum. Að loknu MS námi býður<br />

lyfjafræðideild upp á þriggja ára doktorsnám (Ph.D.) sem er 90 eininga nám.<br />

Við árslok <strong>2005</strong> voru 148 nemendur innritaðir í nám í lyfjafræðideild og er það<br />

fjölgun frá fyrra ári. Árið <strong>2005</strong> stunduðu átta nemendur framhaldsnám við deildina;<br />

fimm doktorsnám og þrír meistaranám. Fjórir erlendir skiptinemar voru<br />

við nám við deildina á árinu og nokkrir íslenskir lyfjafræðinemar nýttu sér Nord-<br />

Plus- og Erasmus-styrki og tóku hluta af námi sínu við evrópska háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og góður árangur á því sviðið einkennir starf<br />

deildarinnar. Allir fastráðnir kennara eru virkir í rannsóknum. Fjöldi birtinga í ISI<br />

tímaritum er almennt viðurkenndur mælikvarði á rannsóknarvirkni. Fyrsta greinin<br />

í ISI gagnagrunninum með kennara deildarinnar sem höfund var skráð 1980.<br />

Árin 1994 til <strong>2005</strong> voru greinar lyfjafræðideildar 7,2±1,5% (meðaltal ± SD) af öllum<br />

greinum birtum í nafni Háskóla Íslands. Birtingatíðni var á þessu sama tímabili<br />

um 1,8 grein per fastráðinn kennara. Til samanburðar var birtingatíðni kennara<br />

við lyfjafræðiháskóla í Bandaríkjunum að meðaltali 0,6 grein per kennara árið<br />

1997.<br />

Fjárveitingar og útgjöld lyfjafræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 58.871 68.365 64.916<br />

Fjárveiting 57.809 57.903 64.911<br />

138


Rannsóknir og kennsla í lyfjafræði við Háskóla Íslands hefur leitt til nýrra atvinnutækifæra<br />

í lyfjafræði og almennt til þekkingarsköpunar fyrir íslenskt samfélag<br />

á sviði lífvísinda. Árið 1987 luku fyrstu lyfjafræðingarnir kandidatsprófi frá<br />

Háskóla Íslands og fljótlega eftir það hófst mikill uppgangur lyfjaframleiðslufyrirtækja<br />

á Íslandi. Flest þessara lyfjafyrirtækja voru síðan sameinuð undir heitinu<br />

Actavis. Nokkur sprotafyrirtæki, svo sem Lyfjaþróun, Lífhlaup og Oculis, eru afsprengi<br />

rannsóknavirkni kennara deildarinnar. Sá mikli uppgangur lyfjafyrirtækja<br />

sem nú er í landinu má tengja þeirri ákvörðun Háskóla Íslands fyrir rúmum 20<br />

árum að hefja fimm ára háskólanám í lyfjafræði. Nær allir þeir lyfjafræðingar<br />

sem nú starfa hjá Actavis luku kandidatsnámi frá Háskóla Íslands. Frá árinu<br />

1997 hafa tveir nemar lokið doktorsnámi frá deildinni og áætlað er að þrír doktorsnemar<br />

muni verja doktorsritgerð sína vorið 2006. Einn af þessum fimm er nú<br />

lektor við lyfjafræðideild HÍ, en hinir starfa hjá lyfjafyrirtækjunum Actavis og Íslenskri<br />

erfðagreiningu. Stefna deildarinnar er að útskrifaðir doktorar verði að<br />

jafnaði 3 á ári innan næstu 5 ára. Nokkrir nemar sem luku BS námi í raunvísindadeild<br />

hafa lokið rannsóknatengdu MS námi í lyfjavísindum og starfa þeir allir<br />

hjá innlendum lyfjafyrirtækjum.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í lyfjafræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 20 63 83 35 84 119 40 97 137<br />

Brautskráðir<br />

Lyfjafræði kandídatspróf 9 9 3 12 15 1 3 4<br />

Lyfjavísindi MS 1 2 3 0 1 1<br />

Heilbrigðisvísindi MS 1 1<br />

Heilbrigðisvísindi doktorspróf 1 1<br />

Samtals 1 9 10 5 14 19 1 4 5<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Stöðugt er unnið að kynningarmálum deildarinnar og er kynningarbæklingi um<br />

deildina dreift árlega til námsráðgjafa framhaldsskólanna og á Námskynningu<br />

Háskóla Íslands. Félag lyfjafræðinema hefur tekið að sér að fara í framhaldsskóla<br />

og kynna nemendum þar lyfjafræðinámið. Þessar kynningar hafa skilað<br />

góðum árangri því mun fleiri nemendur hafa innritast í lyfjafræðinámið sl. þrjú<br />

ár heldur en árin þar á undan.<br />

139


Læknadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Læknisfræðiskor<br />

Almennt<br />

Læknadeild starfar í þremur skorum, læknisfræði, sjúkraþjálfun og nýrri skor,<br />

geisla- og lífeindafræði, sem stofnað var til á árinu. Í upphafi árs var deildarráð<br />

óbreytt frá fyrra ári undir stjórn forseta læknadeildar, Stefáns B. Sigurðssonar,<br />

prófessors, og Kristjáns Erlendssonar, dósents, sem tóku við 1. júlí 2003. Aðrir<br />

fulltrúar deildarráðs voru þau Hannes Pétursson, prófessor, Karl G. Kristinsson,<br />

prófessor, Ásgeir Haraldsson, prófessor, Jón Jóhannes Jónsson, dósent, Bryndís<br />

Benediktsdóttir, dósent og Árni Árnason, dósent, skorarformaður sjúkraþjálfunarskorar,<br />

auk tveggja fulltrúa stúdenta úr hópi læknanema. Hinn 1. júlí <strong>2005</strong> kom<br />

Jónas Magnússon, prófessor, til starfa í deildarráði í stað Hannesar Péturssonar,<br />

prófessors, sem hætti að eigin ósk 1. júlí.<br />

Sjúkraþjálfunarskor hefur sérstaka skorarstjórn; (sjá einnig sérstaka umfjöllun<br />

um þá skor). Deildarforseti situr skorarfundi sjúkraþjálfunarskorar.<br />

Geisla- og lífeindafræðiskor hóf störf á árinu. Var í fyrsta sinn hafin kennsla fyrir<br />

fyrsta árs nema í september <strong>2005</strong> og var kennslan í höndum kennara læknadeildar<br />

auk stundakennara. Fyrstu fastráðnu kennararnir hófu störf í lok ársins. Námið<br />

er áætlað sem 3ja ára nám til BS-prófs að viðbættum tveimur árum til MSprófs.<br />

Ljúka þarf fyrra ári í MS-námi til að fá starfsréttindi sem geislafræðingur<br />

og lífeindafræðingur. Kennslan er í Ármúla 30 fyrst í stað.<br />

Um mitt ár hófst undirbúningur að þverfaglegu námi í lýðheilsufræði undir stjórn<br />

Haralds Briems, dósents í heilbrigðisfræði. Áætlað er að námið geti hafist veturinn<br />

2006/2007.<br />

Skrifstofa læknadeildar sem jafnframt er skrifstofa læknisfræðiskorar er í<br />

Læknagarði. Þar starfa skrifstofustjóri, deildarstjóri, fulltrúi og rekstrarstjóri í 60%<br />

starfi, sem er auk þess í 40% starfi hjá tannlæknadeild.<br />

Starfsfólk<br />

Við læknisfræðiskor störfuðu á árinu 86 fastráðnir kennarar, þar af 60 í hlutastörfum<br />

(37-50%). Fastráðnu kennararnir voru í ársbyrjun 29 prófessorar, einn lét af<br />

störfum fyrir aldurssakir á árinu, 50 dósentar og 6 lektorar. Aðjúnktar (lítið hlutastarf)<br />

voru 53. Hlutastörf klínískra kennara við læknadeildina (yfirleitt 37% og 50%<br />

og til 5 ára) eru yfirleitt tengd a.m.k. 50% starfi á sama fræðasviði á Landspítalaháskólasjúkrahúsi<br />

(LSH) eða annarri stofnun sem læknadeildin hefur samstarfssamning<br />

við (samhliða störf).<br />

Jón Friðrik Sigurðsson var ráðinn í 50% dósentsstarf í sálarfræði.<br />

Tveir læknar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri voru nýráðnir sem kennarar,<br />

Gunnar Þór Gunnarsson í 37% lektorsstarf í lyflæknisfræði og Þorvaldur Ingvarsson<br />

í 37% dósentsstarf handlæknisfræði.<br />

Kristín Ólafsdóttir var ráðin í 37% starf dósents í lyfjahvarfafræði.<br />

Díana Óskarsdóttir var ráðin í 50% aðjúnktsstarf í geislafræði við geisla- og lífeindafræðiskor.<br />

140<br />

Fjárveitingar og útgjöld læknisfræðiskorar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 486.183 324.865 332.846<br />

Fjárveiting 293.158 295.535 339.792


Martha Hjálmarsdóttir var ráðin í 37% lektorsstarf í lífeindafræði við geisla- og lífeindafræðiskor.<br />

Á árinu lét Árni Kristinsson, prófessor í lyflæknisfræði, af störfum. Honum eru<br />

færðar þakkir fyrir langt og gott starfsframlag til deildarinnar.<br />

Á árinu var auglýst í fyrsta sinn samhliða starf prófessors/yfirlæknis í krabbameinslækningum.<br />

Sólveig G. Hannesdóttir var ráðin í starf þjónustusérfræðings (post doc- starf) til<br />

tveggja ára. Þórarinn Guðjónsson var einnig ráðinn í starf þjónustusérfræðings<br />

(post doc-starf) til tveggja ára.<br />

Á árinu voru eftirtaldir ráðnir í 5 ára kennarastöður (eldri störf): Árni V. Þórsson,<br />

37% dósent í barnasjúkdómafræði, Bjarni A. Agnarsson, 37% dósentsstarf í líffærameinafræði,<br />

Guðmundur Jón Elíasson 37% lektorsstarf í myndgreiningu, Ólafur<br />

Steingrímsson 37% dósentsstarf í sýklafræði, Rafn Benediktsson, 37% dósentsstarf<br />

í lyflækningum og Þorvaldur Jónsson, 37% dósentsstarf í handlæknisfræði.<br />

Ráðið var án auglýsingar í tvö störf á grundvelli samstarfsamninga um fjármögnun<br />

annarra, að fullu eða að hluta. Björn Guðbjörnsson var ráðinn í 37% dósentsstarf<br />

með áherslu á rannsóknir og kennslu í gigtsjúkdómum. Unnur Steina<br />

Björnsdóttir var ráðin í 37% dósentsstarf með áherslu á eflingu kennslu og rannsókna<br />

í ofnæmisfræði og klínískri ónæmisfræði innan læknadeildar.<br />

Samþykkt var að veita Guðmundi Vikar Einarssyni, dósent í þvagfæraskurðlækningum<br />

launalaust leyfi í eitt ár frá ágúst <strong>2005</strong>. Guðmundur Geirsson var ráðinn til<br />

að leysa hann af.<br />

Framgang á árinu hlutu eftirtaldir: Eiríkur Steingrímsson, Ingileif Jónsdóttir og<br />

Jórunn Erla Eyfjörð hlutu framgang úr dósentsstarfi í prófessorsstarf.<br />

Á árinu voru haldnir alls 17 fundir í deildarráði, 4 deildarfundir og einn skorarfundur<br />

með áherslu á kennslumál. Einn vinnufundur var haldinn með forstöðumönnum<br />

fræðasviða.<br />

Innan læknadeildar eru fjölmargar fræðigreinar og fyrir hverri fræðigrein fer forsvarsmaður.<br />

Fræðigreinarnar mynda samstarfshópa sem kallast fræðasvið og<br />

eru þau 22 talsins. Fyrir fræðasviðinu fer forstöðumaður sem deildarráð velur úr<br />

hópi forsvarmanna fræðigreina á sviðinu. Forsvarsmaður fræðigreinar hefur umsjón<br />

með kennslu og rannsóknum innan sinnar greinar en forstöðumaðurinn hefur<br />

yfirumsjón með kennslu og rannsóknum á sviðinu og eru ábyrgir fyrir rekstri<br />

sviðsins gagnvart læknadeild.<br />

Rannsóknanám<br />

Rannsóknatengt nám (meistara- og doktorsnám) í læknadeild er sérstök eining<br />

undir umsjón rannsóknanámsnefndar, sem Helga Ögmundsdóttir, prófessor veitir<br />

forystu. Hún, ásamt kennslustjóra rannsóknatengda námsins, Gunnsteini Haraldssyni<br />

Ph.D., og meðlimum rannsóknarnámsnefndarinnar, halda utan um og<br />

efla það mikla rannsóknatengda nám sem fram fer við deildina. Tæplega 100<br />

nemendur voru í rannsóknatengdu námi á árinu, um 54 í meistaranámi og um 45<br />

í doktorsnámi. 19 nemendur hófu meistaranám í heilbrigðisvísindum og 10 luku<br />

því á árinu með góðum árangri. Í doktorsnám innrituðust 10 nemendur en 5 luku<br />

doktorsprófi. Tveir læknar vörðu doktorsritgerðir sínar við læknadeild (prófgráða:<br />

doktor í læknisfræði, Ph.D.), Tómas Guðbjartsson og Sædís Sævarsdóttir og einn<br />

hjúkrunarfræðingur, Sólveig S. Bender (prófgráða: doktor í heilbrigðisvísindum,<br />

Ph.D.) og tveir líffræðingar, Kristbjörn Orri Guðmundsson og Sigrún Lange (prófgráða:<br />

doktor í heilbrigðisvísindum, Ph.D.). Vel sótt málstofa á vegum nefndarinnar<br />

var haldin vikulega yfir veturinn. Þar fluttu bæði nemendur í rannsóknatengdu<br />

námi og kennarar erindi.<br />

Vísindanefnd deildarinnar er undir forystu Jórunnar Erlu Eyfjörð, dósents. Nefndin<br />

hefur verið sameiginleg fyrir læknadeild (4 fulltrúar, þar af 1 úr sjúkraþjálfunarskor),<br />

tannlæknadeild (1 fulltrúi) og lyfjafræðideild (1 fulltrúi). Nefndin er m.a.<br />

ráðgefandi um framgangsmál, umsóknir í tækjakaupasjóð og vinnur við undirbúning<br />

og framkvæmd rannsóknaráðstefnu deildanna sem haldin er annað hvert<br />

ár. 12. ráðstefnan var haldin dagana 4. og 5. janúar <strong>2005</strong>. Hún var sameiginleg<br />

ráðstefna lækna-, lyfja-, tannlækna- og hjúkrunarfræðideildar og hefur aldrei<br />

verið glæsilegri. Átta gestafyrirlesarar fluttu lengri erindi á ráðstefnunni. Einnig<br />

142


voru flutt 135 stutt erindi og kynnt 109 veggspjöld. Þátttakendur voru liðlega 600,<br />

bæði kennarar, fræðimenn og nemendur. Veitt voru verðlaun þeim nemendum<br />

sem skarað höfðu fram úr. Sædís Sævarsdóttir læknir og doktorsnemi hlaut verðlaun<br />

menntamálaráðherra til ungs og efnilegs vísindamanns og Sigrún Lange líffræðingur<br />

M.Sc. og doktorsnemi í læknadeild, hlaut hvatningarverðlaun Jóhanns<br />

Axelssonar, prófessors emeritus.<br />

Kennslumál<br />

Kennsluráð læknisfræðiskorar starfaði með óbreyttum hætti undir forystu varadeildarforseta.<br />

Þar var einkum unnið að framkvæmd endurskipulagningar<br />

læknanámsins sem hófst samfara upptöku inntökuprófa.<br />

Inntökupróf fóru fram í þriðja sinn í júní <strong>2005</strong> undir stjórn Stefáns B. Sigurðssonar<br />

og Kristjáns Erlendssonar. Prófið kannar þekkingu á fræðunum sem nemendur<br />

hafa öðlast í framhaldsskóla, auk spurninga um almenna þekkingu, afstöðu til<br />

vandamála og atriða byggðra á sálfræðigrunni. Framkvæmd inntökuprófsins tókst<br />

vel og komu ekki fram neinar athugasemdir af hálfu próftakenda. Alls 227 nemendur<br />

skráðu sig til inntökuprófs, 184 í læknisfræði og 43 í sjúkraþjálfun og samtals<br />

luku 205 prófinu. 48 (+1) efstu af þeim sem völdu læknisfræði hófu nám í<br />

læknisfræði um haustið og 20 þeirra sem völdu sjúkraþjálfun hófu nám í sjúkraþjálfun.<br />

Kynjaskipting þeirra sem hófu nám í læknisfræði var 23 kk og 26 kvk og í<br />

sjúkraþjálfun 10 kk og 10 kvk.<br />

Þrír skiptinemar frá erlendum háskólum stunduðu nám við deildina. Tveir stúdentar<br />

læknisfræðiskorar stunduðu nám erlendis sem skiptinemar samkvæmt<br />

Nordplus eða Erasmus-styrkjakerfunum. Alls luku 44 nemendur embættisprófi í<br />

læknisfræði árið <strong>2005</strong>.<br />

Framhaldsmenntunarráð starfaði undir forystu Hannesar Petersen, dósents. Ólafur<br />

Baldursson, læknir, var framkvæmdastjóri ráðsins (30% starf). Á árinu fór fram<br />

virk umræða um starfsemi ráðsins og endurskipulag vegna breytinga á framhaldsmenntun<br />

lækna með hliðsjón af samningum Íslands við Evrópusambandið<br />

og vegna samninga HÍ við LSH og heilsugæslunnar.<br />

Erlend heimsókn<br />

Í byrjun ágúst komu dr. Grant Gall deildarforseti læknadeildar háskólans í Calgary,<br />

Canada ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum í heimsókn. Gestirnir héldu<br />

fyrirlestra og kynntu starfsemi háskólans og deildarinnar. Auk þess voru haldnir<br />

nokkrir viðræðufundir og lögð fram drög að samstarfssamningi milli læknadeildanna<br />

og háskólasjúkrahúsanna í Calgary og í Reykjavík.<br />

Samstarfssamningar<br />

Samstarfssamningar voru gerði við nokkra aðila á árinu.<br />

• Þróunarsamvinnustofnun Íslands tekur að sér að fjármagna ferð tveggja<br />

læknanema til Malavi þar sem nemarnir munu vinna að rannsóknaverkefni<br />

sem bæði nýtist nemunum í námi sínu (3. árs verkefni) og er hluti af starfsemi<br />

Þróunarsamvinnustofnunar á svæðinu.<br />

• Gerður var nýr samningur við Tryggingarstofnun ríkisins og nýir aðilar að<br />

þeim samningi eru Landsamtök lífeyrissjóða og Samband íslenskra tryggingafélaga.<br />

Í samningnum felst að aðilarnir greiða stöðu dósents/prófessors í<br />

tryggingalæknisfræði við læknadeild til fimm ára.<br />

• Einnig var gerður samningur við Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum á LSH<br />

með þátttöku Gigtarfélags Íslands um greiðslu helmings launakostnaðar við<br />

stöðu (37%) dósents í gigtlækningum við deildina til þriggja ára.<br />

• Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar gerði samning við Háskólann í Reykjavík<br />

um að taka að sér umsjón og kennslu með þrem þriggja eininga námskeiðum.<br />

Samningurinn er til 5 ára. Fyrir voru tveir samningar við fyrirtæki sem<br />

greiða fyrir dósent og prófessorstöðu.<br />

Rekstur<br />

Á árinu tókst að reka deildina á jöfnu. Aðalástæða þess er að á árinu var frestað<br />

að laga eldri fjárhagsvandamál sem menn hafa fleytt á undan sér. Var þar einkum<br />

um að ræða greiðslur vegna rannsóknatengds náms til einstakra eininga deildarinnar<br />

og samstarfstofnanna. Ljóst er að enda þótt deildin og þá einkum læknisfræðiskor,<br />

standi þokkalega að vígi í dag, þá leiðir deililíkan HÍ til þess að ekki<br />

fæst það fé sem deildinni ber samkvæmt kennslusamningi og dregur það úr eðlilegri<br />

framþróun hennar.<br />

143


Samstarf<br />

Samvinna var áfram góð við hjúkrunarfræðideild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild<br />

varðandi sameiginleg málefni. Góð samstaða og traust ríkti milli deildanna.<br />

Nýbyggingar og samstarf við LSH<br />

Áfram hefur verið unnið að þeirri hugmynd að upp rísi nýbyggingar á Hringbrautarlóðinni<br />

yfir LSH og heilbrigðisvísindadeildir HÍ ásamt Tilraunastöðinni á Keldum.<br />

Um þetta er nær einhugur í deildinni. Vonir manna glæddust að þetta yrði að<br />

raunveruleika þegar niðurstaða fékkst í samkeppni um skipulag háskólasjúkrahússins<br />

á Landspítalalóð í október <strong>2005</strong>.<br />

Stefnunefnd, sem er samstarfsnefnd HÍ og LSH, hefur unnið af krafti á árinu<br />

einkum við að koma ýmsum þáttum í samstarfssamningi stofnananna í framkvæmd<br />

og að hefja endurskoðun hans. Nauðsynlegt hefur verið talið að báðir aðilar<br />

vinni af heilindum að því að samningurinn komist til fullra framkvæmda, um<br />

leið og hugað er að þeim atriðum sem deildin vill sjá breytingar á við endurskoðun<br />

samningsins veturinn <strong>2005</strong>/2006.<br />

Sérstök nefnd undir forystu landlæknis er starfandi til að meta umsækjendur<br />

sem starfa á LSH og hafa sótt um akademískar nafnbætur á LSH. Nefndin hóf<br />

störf vorið 2003 og lauk mati á 26 umsækjendum á árinu. Eftirtaldir læknar og líffræðingar<br />

á LSH voru metnir til akademískra nafnbóta við Háskóla Íslands:<br />

Prófessorar: Rósa Björk Barkardóttir, líffræðingur, telst vera hæf til að hljóta prófessorsnafnbót.<br />

Hún uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til prófessora í læknadeild.<br />

Dósentar: Aðalgeir Arason, líffræðingur, Alma D. Möller, læknir, Árni Jón Geirsson,<br />

læknir, Engilbert Sigurðsson, læknir, Gestur Þorgeirsson, læknir, Guðmundur<br />

Geirsson, læknir, Gunnlaugur Sigfússon, læknir, Halldór Kolbeinsson, læknir<br />

Hallgrímur Guðjónsson, læknir, Haraldur Sigurðsson, læknir, Hróðmar Helgason,<br />

læknir, Jón Snædal, læknir, Margrét Árnadóttir, læknir, Margrét Birna Andrésdóttir,<br />

læknir, Ólafur Kjartansson, læknir, Páll Helgi Möller, læknir, Pétur Luðvigsson,<br />

læknir, Sigurður Egill Þorvaldsson, læknir, Þórður Þorkelsson, læknir og Þórólfur<br />

Guðnason, læknir teljast vera hæf til að hljóta dósentsnafnbót. Þau teljast uppfylla<br />

þær kröfur sem eru gerðar til dósenta í læknadeild.<br />

Lektorar: Arnór Víkingsson, læknir, Jón Baldursson, læknir, Óttar Guðmundsson,<br />

læknir, Sigurbjörn Birgisson, læknir, og Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, læknir, teljast<br />

vera hæf til að hljóta lektorsnafnbót. Þau uppfylla þær kröfur sem eru gerðar til<br />

lektora í læknadeild.<br />

Unnið var að endurgerð heimasíðu læknadeildar og hafði Vigdís Stefánsdóttir<br />

umsjón með starfinu. Hefur heimasíðan tekið miklum stakkaskiptum og er orðin<br />

mun aðgengilegri upplýsingaveita fyrir alla aðila. Veffang læknadeildar er<br />

www.hi.is/nam/laek<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í læknisfræðiskor 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 167 239 406 151 207 358 145 228 374<br />

Brautskráðir<br />

Læknisfræði 19 11 30 20 16 36 24 20 44<br />

Læknisfræði BS 1 0 1<br />

Heilbrigðisvísindi MS 2 7 9 3 11 14 2 8 10<br />

Læknisfræði doktorspróf 1 1 3 1 4 2 3 5<br />

Samtals 23 18 41 26 28 54 28 31 59<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

144


Sjúkraþjálfunarskor<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Árið <strong>2005</strong> störfuðu sjö fastráðnir kennarar við skorina, þrír dósentar í 100% stöðu,<br />

og fjórir lektorar, tveir í 100% stöðu og tveir í 50% stöðu. Árni Árnason gegndi skorarformennsku.<br />

Eitt 100% stöðugildi var við stjórnsýslu skorarinnar. Fyrri hluta árs<br />

gegndi Rósa G. Bergþórsdóttir því starfi en síðari hluta árs tók Ásta Guðjónsdóttir<br />

við starfinu. Skorarstjórn er skipuð öllum fastráðnum kennurum skorarinnar auk<br />

þriggja fulltrúa nemenda. Deildarforseti, Stefán B. Sigurðsson, er áheyrnarfulltrúi<br />

á skorarfundum.<br />

Kennsla<br />

Inntökupróf voru haldin dagana 20. og 21. júní og voru teknir inn 20 nemendur á<br />

fyrsta ár. Áfram var haldið með endurskipulagningu námsins og haustið <strong>2005</strong> var<br />

kennt eftir nýju skipulagi á öllum fjórum árunum. Í endurskoðuðu skipulagi eru<br />

mismunandi fræðigreinar samþættar betur en áður sem jafnframt gefur aukna<br />

möguleika á verkefnalausnanámi, sameiginlegum verkefnum í mismunandi<br />

greinum og öðrum nýjungum í kennsluháttum. Kynning á BS-verkefnum brautskráningarkandídata<br />

fór fram 18. maí og kynntu 19 nemendur 11 verkefni.<br />

Stúdentaskipti<br />

Árið <strong>2005</strong> stunduðu 4 erlendir nemendur nám við skorina, en enginn íslenskur<br />

nemandi fór utan til náms við erlenda háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Með tilkomu Rannsóknastofu í hreyfivísindum sem staðsett er í húsnæði sjúkraþjálfunarskorar<br />

hefur aðstaða til rannsókna batnað verulega. Árið <strong>2005</strong> hafa<br />

kennarar sjúkraþjálfunarskorar m.a. stundað rannsóknir á hreyfingu og þreki<br />

barna. Kennarar hafa auk þess leiðbeint þremur MSc nemum. Rannsóknastofan<br />

hefur einnig verið notuð í BS rannsóknum og verkefnum nema, svo og til<br />

kennslu. Rannsóknastofa í hreyfivísindum stóð einnig fyrir nokkrum fyrirlestrum<br />

á árinu.<br />

Kynningarstarf<br />

Nemendur og kennarar unnu saman að því að kynna nám í sjúkraþjálfun á<br />

námskynningu í febrúar. Einnig tóku nemendur að sér að fara í nokkra framhaldsskóla<br />

þar sem námið og skorin voru kynnt. Prentaður var bæklingur um nám og starf í<br />

sjúkraþjálfun sem dreift var á kynningum.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í sjúkraþjálfunarskor 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 24 83 107 17 57 74 21 59 80<br />

Brautskráðir<br />

Sjúkraþjálfun 5 10 15 4 10 14 4 15 19<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Lífeðlisfræðistofnun<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands sem tilheyrir læknadeild, var komið á fót árið<br />

1995 með reglugerð og tók þá við hlutverki Rannsóknastofu í lífeðlisfræði sem<br />

starfrækt hafði verið í þrjá áratugi. Stofnunin er til húsa í Læknagarði, en aðstaða<br />

fyrir áreynslulífeðlisfræði er í Skógarhlíð og er rekin þar í samvinnu við sjúkraþjálfunarskor.<br />

Forstöðumaður stofnunarinnar er Jón Ólafur Skarphéðinsson,<br />

prófessor. Stjórn stofnunarinnar að öðru leyti skipa fastráðnir kennarar og sérfræðingar<br />

stofnunarinnar auk fulltrúa annarra starfsmanna og fulltrúa nemenda.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar árið <strong>2005</strong> voru prófessorarnir Stefán B. Sigurðsson og<br />

145


Jón Ólafur Skarphéðinsson, Guðrún V. Skúladóttir vísindamaður, dósentarnir Logi<br />

Jónsson, Sighvatur S. Árnason, Þór Eysteinsson og Þórarinn Sveinsson, Björg<br />

Þorleifsdóttir, aðjúnkt, Anna Guðmunds, fulltrúi og Jóhanna Jóhannesdóttir, rannsóknatæknir.<br />

Einnig störfuðu á stofnuninni doktorsnemarnir Anna Ragna Magnúsardóttir<br />

og Ársæll Árnason og mastersnemarnir Anna Rut Jónsdóttir, Erna Sif<br />

Arnardóttir, Halldóra Brynjólfsdóttir, Kári Jónsson, Sindri Traustason, Svanborg<br />

Gísladóttir og Unnur Guðrún Pálsdóttir. Anna Lilja Pétursdóttir, MS-nemi lauk<br />

námi á árinu. MS-nemanarnir voru jafnframt stundakennarar.<br />

Hlutverk og starfsemi<br />

Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt, rannsóknastarfsemi og kennsla.<br />

Rannsóknir<br />

Stofnunin veitir öllum fastráðnum kennurum Háskólans í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu,<br />

hvar í deild eða skorum sem þeir eiga heima, s.s. læknadeild, raunvísindadeild<br />

og hjúkrunarfræðideild. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum<br />

á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni<br />

standa til. Öll rannsóknastarfsemi á stofnuninni er fjármögnuð með sjálfsaflafé.<br />

Styrkir hafa einkum fengist frá rannsókna- og tækjakaupasjóðum Háskólans og<br />

Rannís en einnig frá erlendum aðilum, s.s. lyfjafyrirtækjum. Heildarrekstrarkostnaður<br />

vegna rannsóknastarfsemi á árinu er um 7 m.kr. Starfsmenn stofnunarinnar<br />

vinna að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum lífeðlisfræðinnar, s.s.<br />

starfsemi sléttra og rákóttra vöðva, stjórn blóðrásar, fituefnabúskap, sjónlífeðlisfræði,<br />

starfsemi þekja, vatns- og saltbúskap, áreynslulífeðlisfræði, stýringu líkamsþunga,<br />

stjórn öndunar, öndunarstarfsemi í lungnasjúklingum, þolmörkum<br />

ýmissa umhverfisþátta hjá laxfiskum o.fl. Einnig er unnið að faraldsfræðilegum<br />

rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum og skammdegisþunglyndi. Jóhann Axelsson<br />

prófessor emerítus hafði starfsaðstöðu á Lífeðlisfræðistofnun á árinu. Þá<br />

er nokkuð um þjónusturannsóknir, s.s. þrekmælingar á íþróttamönnum. Niðurstöður<br />

rannsóknanna hafa verið birtar á árinu á nokkrum alþjóðlegum ráðstefnum<br />

og í erlendum tímaritum.<br />

Kennsla<br />

Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við Háskólann og<br />

leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki hefur<br />

stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra námsleiða<br />

við Háskólann sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni. Þannig hefur<br />

tekist að halda nær allri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan Háskólans á einum<br />

stað, sem hefur ótvíræða kosti í för með sér. Árið <strong>2005</strong> voru kennd á vegum stofnunarinnar<br />

um 20 námskeið og sóttu þau rúmlega 500 stúdentar. Jafngildir þetta<br />

um 2500 þreyttum einingum. Þá var á árinu gerður samningur við Háskólann í<br />

Reykjavík um að annast kennslu og umsjón með 3 námskeiðum í lífeðlisfræði<br />

innan heilbrigðisverkfræði. Heildarvelta stofnunarinnar vegna kennslu og almenns<br />

rekstrar árið <strong>2005</strong> nam um 47 m.kr.<br />

Nánari upplýsingar um Lífeðlisfræðistofnun má finna á slóðinni:<br />

http://www2.hi.is/page/Lifedlisfraedistofnun%20HI<br />

Lífefna- og sameindalíffræðistofa<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Rannsóknarstofan er starfsvettvangur kennara lífefna-, meinefna- og erfðalæknisfræðasviðs<br />

læknadeildar. Á fræðasviðinu eru stundaðar grunnrannsóknir og<br />

hagnýt notkun þeirra í læknisfræði og heilbrigðisvísindum. Auk þess að reka Lífefna-<br />

og sameindalíffræðistofu tengist fræðasviðið erfða- og sameindalæknisfræðideild<br />

og klínískri lífefnafræðideild við Landspítala – háskólasjúkrahús með<br />

samstarfssamningi Háskóla Íslands við sjúkrahúsið. Ýmsir aðilar á skyldum sviðum<br />

nota aðstöðu á stofunni. Forstöðumaður er Jón Jóhannes Jónsson, dósent.<br />

Aðrir háskólakennarar eru Eiríkur Steingrímsson, prófessor, sem fékk framgang<br />

í upphafi ársins og Ingibjörg Harðardóttir dósent. Magnús Karl Magnússon, læknir<br />

við Landspítala-háskólasjúkrahús, hefur einnig starfsaðstöðu á stofunni. Reynir<br />

Arngrímsson er dósent í klínískri erfðafræði og Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir klínískrar<br />

lífefnafræðideildar, er klínískur dósent. Tveir nýir vísindamenn hófu störf<br />

sem aðalrannsakendur, þau Guðrún Valdimarsdóttir sem vinnur að stofnfrumu-<br />

146


annsóknum með rannsóknarstöðustyrk frá Rannís og Pétur H. Petersen sem<br />

vann við erfðarannsóknir á bananaflugunni Drosophila melanogaster. Eiríkur<br />

Steingrímsson var skipaður fulltrúi Íslands hjá European Molecular Biology<br />

Laboratory.<br />

Umsjón með daglegum rekstri rannsóknastofunnar hefur Jónína Jóhannsdóttir<br />

deildarmeinatæknir. Á rannsóknastofunni starfa átta doktorsnemar og fimm meistaranemar<br />

í rannsóknartengdu námi. Auk framangreindra unnu nokkrir einstaklingar<br />

að ýmsum verkefnum. Silvia Boccioli, lyfjaefnafræðinemi, frá Rómarháskóla lauk<br />

lokaverkefni sínu Analyzing migration behaviour of cloned non-polymorphic Alu<br />

Repeat 3´ flanks in 2D-CDE. Christian Praetorius vann að diplóma-verkefni á rannsóknastofunni<br />

en verkefnið varði hann við Freie Universität í Berlín í Þýskalandi.<br />

Rannsóknir<br />

Áherslusvið rannsókna eru efnaskipti og eiginleikar kjarnsýra, genalækningar,<br />

genatjáning, stofnfrumur og þroskunarlíffræði, næringarfræði, samspil erfða og<br />

umhverfis, sameindaerfðafræði blóðsjúkdóma og krabbameina og erfðarannsóknir<br />

á bananaflugu. Rannsóknir á stofnfrumum úr músafósturvísum eru í fullum<br />

gangi og rannsóknir á HUES-frumulínum úr fósturvísum manna eru í burðarliðnum.<br />

Helstu einstök verkefni voru:<br />

• Hlutverk og starfsemi Mitf umritunarþáttarins, þ.m.t. samstarfsprótein, innangensuppbót,<br />

bælistökkbreytingar og sjónskyn Mitf músa.<br />

• Breytigen arfgengrar járnofhleðslu.<br />

• Samspil fituefnaskipta og ónæmiskerfisins.<br />

• Greining erfðabreytileika og DNA skemmda í flóknum erfðaefnissýnum. Þetta<br />

verkefni er unnið í samstarfi við Lífeind ehf.<br />

• Smíði genaferja byggðum á mæði-visnu veiru.<br />

• Sameindaerfðafræði GIST æxla.<br />

• Hlutverk sprouty í stjórnun týrósín kínasa.<br />

• Þróun á genaflögum til krabbameinsrannsókna og til að greina brottföll eða<br />

tvöfaldanir í erfðaefni.<br />

• Hlutverk TGFb vaxtarþáttarins í stofnfrumum (ES frumum) úr fósturvísum<br />

músa og manna.<br />

• Hlutverk cystatin C próteinsins með tilraunum í Drosophilu melanogaster.<br />

Á rannsóknarstofunni er sérhæfður tækjabúnaður fyrir sameindalíffræðivinnu<br />

sem jafnframt er notaður við klínískar rannsóknir í sameindaerfðafræði í samstarfi<br />

við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Rannsóknirnar voru kynntar á fjölda ráðstefna á árinu, m.a. á 12. vísindaráðstefnu<br />

læknadeildar, 4. og 5. janúar <strong>2005</strong>, ScanFly Symposium, 27.-29. apríl, <strong>2005</strong>, The<br />

Nordic Medical Laborant Congress in Reykjavík, 9. júní <strong>2005</strong>, 19 th International<br />

Pigment Cell Conference, Washington DC, í september <strong>2005</strong> og EMBO New<br />

Members Meeting í Varsjá, Póllandi, 14.-18. október <strong>2005</strong>. Einnig skrifaði Eiríkur<br />

Steingrímsson yfirlitsgrein um stofnfrumur melanósýta fyrir tímaritið Cell. Ýmis<br />

önnur kynningarstarfsemi fór fram, m.a. tók Eiríkur þátt í Vísindakaffi Rannís þar<br />

sem rætt var um stofnfrumur og klónun.<br />

Annað<br />

Rannsóknir á stofunni voru styrktar af ýmsum aðilum, þ.m.t. með styrkjum frá<br />

Rannís, Rannsóknarsjóði Háskólans, Aðstoðarmannasjóði, Rannsóknarnámssjóði<br />

og Vísindasjóði LSH. Samtals nam utanaðkomandi fé til rannsókna á Lífefna- og<br />

sameindalíffræðistofu úr samkeppnisstyrkjum var um 53 m.kr.<br />

Rannsóknastofa í<br />

heilbrigðisfræði<br />

Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði er ein sérstofnana Háskólans og lýtur læknadeild.<br />

Rannsóknastofan er til húsa á Neshaga 16, 2. hæð. Forstöðumaður er Vilhjálmur<br />

Rafnsson, prófessor í heilbrigðisfræði.<br />

Starfsmenn<br />

Örn Ólafsson, aðjunkt, lét af störfum á árinu, en hann hafði verið aðjunkt frá árinu<br />

1998. Staða Haralds Briems, dósents, sem var fimm ára staða, rann út í árslok<br />

147


<strong>2005</strong>. Enginn situr nú í stöðu dósentsins vegna seinagangs af hálfu deildarstjórnar<br />

að auglýsa stöðuna að nýju í tæka tíð en það var þó gert fyrir áramót <strong>2005</strong>/2006.<br />

Aðrir starfsmenn eru Vilhjálmur Rafnsson, prófessor, en Hrafn Tulinius, prófessor<br />

emeritus, hefur starfsaðstöðu á rannsóknarstofunni. Staða Sigurðar Thorlacius,<br />

dósents í tryggingalæknisfræði, sem kostuð er af Tryggingastofnun ríkisins og öðrum<br />

færðist af fræðasviðinu heilbrigðis- og faraldsfræði og hefur hann ekki lengur<br />

aðstöðu á rannsóknarstofunni. Ásta Jóna Guðjónsdóttir, ritari, fluttist til í starfi innan<br />

læknadeildar að eigin ósk og hefur ekki fengist ráðinn annar ritari að rannsóknastofunni<br />

í hennar stað, þó eftir því hafi verið leitað við deildarstjórn. Evald Sæmundsen<br />

er í doktorsnámi við rannsóknarstofuna og er áætlað að hann ljúki doktorsprófi<br />

vorið 2007. Oddný S. Gunnarsdóttir lauk MPH (master of public health) frá<br />

Nordic School of Public Health í desember <strong>2005</strong>, hún stundar nú doktorsnám við<br />

sama skóla með aðstöðu og handleiðslu á rannsóknarstofunni. Fjöldi starfsmanna<br />

er breytilegur frá ári til árs og er hann háður rannsóknarstyrkjum.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði sinnir faraldsfræðilegum rannsóknum einkum<br />

á sviði krabbameina og smitsjúkdóma. Gerðar eru rannsóknir á krabbameinshættu<br />

meðal atvinnuflugmanna og flugfreyja. Tilefni þeirra rannsókna er að flugfólk<br />

verður fyrir geimgeislun í störfum sínum. Vegna þessara rannsókna er í<br />

gangi samstarf við aðra rannsakendur á hinum Norðurlöndunum (NoESCAPE),<br />

sem einnig eru að athuga krabbameinshættu flugfólks hverjir í sínu landi. Hópar<br />

flugfólks eru síðan sameinaðir til þess að fá tölfræðilega áreiðanlegri niðurstöður.<br />

Athugað er nýgengi krabbameins í samvinnu við krabbameinskrár á Norðurlöndum.<br />

Auk þessarar samvinnu við Norðurlandamenn er rannsóknarstofan einnig í<br />

samvinnu um evrópskar flugmanna- og flugfreyjuathuganir og eru það dánarmeinarannsóknir<br />

sem einnig er einkum ætlað að meta krabbameinshættu vegna<br />

geimgeislamengunar (ESCAPE). Í því samstarfi eru aðilar frá níu Evrópulöndum.<br />

Evrópusamstarfið hefur leitt til birtinga á niðurstöðum á undanförnum árum og er<br />

það enn í gangi. Niðurstöður rannsóknanna á flugfólki benda til að það sé í meiri<br />

hættu en aðrir að fá illkynja sortuæxli í húð og að flugfreyjum sé hættara við<br />

brjóstakrabbameini en öðrum konum.<br />

Í tengslum við rannsóknir á krabbameinshættu meðal flugmanna hefur verið<br />

gerð sérstök athugun á því hvort flugmönnum er hættara við að fá ský á augastein<br />

en öðrum. Vitað er að jónandi geislar geta valdið skemmdum og skýmyndun<br />

á augasteini. Í þessari rannsókn, en niðurstöður hennar hafa þegar verið birtar í<br />

The Archives of Ophthalmology, kom í ljós að flugmönnum er hættara við að fá<br />

ský í kjarna augasteins og að þessi skýmyndunarhætta tengist því magni geimgeisla<br />

sem þeir hafa orðið fyrir á flugmannsferli sínum.<br />

Rannsóknarverkefni er í gangi um áhættuþætti illkynja sortuæxla meðal úrtaks<br />

íslensku þjóðarinnar og er nú unnið að verkefnum sem miða að því að skýra orsakir<br />

hækkunar á nýgengi sortuæxla, sem átt hafa sér stað ár frá ári hér á landi<br />

og tengjast þessar rannsóknir flugáhöfnunum.<br />

Önnur rannsóknarverkefni beinast að krabbameinshættu tengdum starfsstéttum<br />

svo sem bændum. Og sérstakt verkefni er um krabbameinshættu við kísilgúrframleiðslu.<br />

Á sviði sóttvarna hafa farið fram rannsóknir á faraldri af völdum Salmonella typhi<br />

murium DT 204b sem gekk yfir hér á landi haustið 2000. Þessi rannsókn hefur<br />

verið unnin í samvinnu við sóttvarnarstofnanir í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi<br />

þar sem faraldursins varð einnig vart. Rannsókn á bólusetningu gegn HPV (Human<br />

Papilloma Virus) sem veldur leghálskrabbameini og kynfæravörtum hófst á<br />

árinu 2001 í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og lyfjafyrirtækið Merck. Þá<br />

var hafinn undirbúningur að rannsókn á orsök niðurgangspesta hér á landi í<br />

samvinnu við Sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss á árinu 2002.<br />

Einnig hófst á árinu <strong>2005</strong> undirbúningur að rannsókn á lifrarbólgu C veirusýkingu<br />

hjá HIV sýktum einstaklingum og áhrifum hennar á horfur HIV sýktra sjúklinga,<br />

sem eru til eftirlits við Veirufræðideild LSH. Þá hófst undirbúningur að rannsókn á<br />

algengi lifrarbólgu B og C á meðal innflytjenda til Íslands í samvinnu við Sigurð<br />

Ólafsson, smitsjúkdómadeild LSH, Lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar<br />

Reykjavíkur og Barnaspítala Hringsins.<br />

Doktorsnemar<br />

Doktorsverkefni Evalds Sæmundsen fjallar um einhverfu og er vinnutitill ritgerðar<br />

hans: Autism in Iceland. Study on detection, prevalence, and relation of epilepsy<br />

in infancy and autism spectrum disorders. Verkefnið skiptist í nokkra hluta sem<br />

148


fjalla um faraldsfræði, greiningarskilmerki einhverfu og stöðugleika einhverfueinkenna<br />

í eftirfylgd. Einnig fjallar hún um hugsanleg tengsl flogaveiki og kippaflogaveiki<br />

við einhverfu.<br />

Oddný S. Gunnarsdóttir hefur birt grein um afdrif sjúklinga er sóttu til bráðmóttöku<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Fengist hefur yfirlit um dánartíðni<br />

rannsóknarhópsins en greinin birtist í Emergency Medical Journal. Í þessum áfanga<br />

kom fram að dánartíðni þeirra sem sóttu til bráðamótökunnar og sendir voru<br />

heim að skoðun og meðferð lokinni var hærri en meðal þjóðarinnar. Þeir sem<br />

komu tvisvar og þrisvar eða oftar á móttökuna á ári höfðu hærri dánartíðni en þeir<br />

sem komu einu sinni á ári. Þar sem móttakan þjónaði sjúklingum á sviði almennra<br />

lyf- og handlækninga, ekki slysum, vakti athygli há dánartíðni vegna lyfjaeitrana ,<br />

sjálfsvíga og þegar hugsanlega var um sjálfsvíg að ræða. Oddný lauk MPH-prófi í<br />

desember <strong>2005</strong> og vinnur að doktorsverkefni um sjúklinga bráðamóttökunnar.<br />

Kennsla<br />

Kennsla í heilbrigðis- og faraldsfræði (forvarnarlækningum) er veitt nemendum í<br />

læknisfræði á sjötta ári. Auk fastra kennara taka þátt í henni um tíu stundakennarar,<br />

sem margir vinna annars staðar en við Háskóla Íslands. Í kennslunni er lögð<br />

áhersla á aðferðafræði við faraldsfræðilegar rannsóknir bæði í fyrirlestrum og<br />

umræðutímum þar sem birtar rannsóknir eru einkum ræddar með tilliti til aðferðafræðinnar.<br />

Útgáfa og kynningarstarfsemi<br />

Á árinu <strong>2005</strong> hafa verið birtar 3 vísindalegar ritgerðir og 4 úrdrættir vegna ráðstefna,<br />

en niðurstöður rannsókna hafa verið kynntar erlendis, vestan hafs og<br />

austan og á Íslandi. Eru þessi afköst svipuð og verið hafa undanfarin ár.<br />

Samstarf er við fjölmarga aðila um þau rannsóknarverkefni sem í gangi eru hverju<br />

sinni. Eru það til dæmis stofnanir svo sem Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa<br />

Íslands, eða einstakir sérfæðingar til dæmis í tölfræði, meinafræði, krabbameinslækningum,<br />

húðlækningum, augnlæknisfræði, lungnalækningum barnalækningum<br />

og forvarnarlækningum. Auk þessa er haft náið samband við hina<br />

ýmsu hópa starfsmanna og vinnustaða, sem rannsóknirnar fjalla um sem og erlenda<br />

samstarfsaðila.<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði er ein sérstofnana Háskólans og lýtur hún læknadeild<br />

Háskóla Íslands. Rannsóknastofan hefur verið til húsa á Vatnsmýrarvegi 16,<br />

4. hæð, síðan haustið 1987. Forstöðumaður rannsóknarstofunnar er Hannes<br />

Blöndal, prófessor í líffærafræði.<br />

Starfsmenn<br />

Kennarar:<br />

Ella Kolbrún Kristinsdóttir, dósent.<br />

Hannes Blöndal cand. med., Ph.D., prófessor.<br />

Sigurður Sigurjónsson cand. med., lektor.<br />

Sigurjón Stefánsson, cand. med., Ph.D.,dósent.<br />

Sverrir Harðarson cand. med., dósent.<br />

Annað starfslið:<br />

Finnbogi R. Þormóðsson Ph.D., fræðimaður.<br />

Guðbjörg Bragadóttir, ritari.<br />

Jóhann Arnfinnsson cand. real., líffræðingur.<br />

Marina Ilinskaia, meinatæknir.<br />

Nemendur:<br />

Ólafur B. Einarsson, MS, líffræðingur í doktorsnámi.<br />

Starfsemi<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði sinnir vísindalegum rannsóknum í líffærafræði<br />

heilbrigðra og sjúkra. Starfsmenn rannsóknastofunnar annast líffærafræðikennslu<br />

fyrir nemendur í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum og veita<br />

ýmsum aðilum þjónustu í örsjárrannsóknum (electron microscopy). Á rannsóknastofunni<br />

fer einnig fram framleiðsla kennsluefnis í líffærafræði í formi prentaðs<br />

máls, tölvuefnis og margvíslegra kennslusýna.<br />

149


Vísindaleg viðfangsefni:<br />

• Rannsóknir á æða- og vefjaskemmdum fólks sem látist hefur af völdum arfgengrar<br />

heilablæðingar, en sjúkdómurinn finnst eingöngu á Íslandi, hafa verið<br />

stundaðar í mörg ár á rannsóknastofunni og er svo enn.<br />

• Rannsókn á heilabilun (dementia) í samvinnu við deildir Landspítala- háskólasjúkrahúss<br />

(LSH) í öldrunarlækningum hefur staðið í nokkur ár og mun<br />

standa áfram um óákveðinn tíma enda um framskyggna rannsókn að ræða.<br />

• Rannsóknir á áhrifum kítófásykra á frumur í rækt í samstarfi við Primex ehf.<br />

Ritverk:<br />

• H. Blöndal, F.R. Thormodsson. Cystatin C-immunoreactive deposition outside<br />

the central nervous system in hereditary cerebral hemorrhage with amyloidosis,<br />

Icelandic Type. Program No. 431.8. <strong>2005</strong> Abstract Viewer/Itinerary<br />

Planner. Washington, DC: Society for Neuroscience, <strong>2005</strong>. Online.<br />

Kennsla<br />

Kennsla í líffærafræði er veitt nemendum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum<br />

svo sem verið hefur. Nemendafjöldi er nokkuð breytilegur eftir árum.<br />

Samtals luku prófum í líffærafræðinámskeiðum árið <strong>2005</strong> alls 96 nemendur í<br />

læknisfræði, 37 nemendur í sjúkraþjálfun og 12 nemendur í tannlæknadeild . Auk<br />

þess sækja nemendur í meina- og röntgentækni við Tækniskóla Íslands kennslu í<br />

líffærafræði til rannsóknarstofunnar.<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Örsjárrannsóknir til sjúkdómsgreiningar er fastur liður í starfsemi rannsóknarstofunnar<br />

og eru þær aðallega unnar fyrir Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg.<br />

Einnig eru gerðar, og hafa verið gerðar síðan 1981, örsjárrannsóknir á lífrænum<br />

og ólífrænum sýnum fyrir aðrar stofnanir Háskólans og aðila utan hans.<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og<br />

eiturefnafræði<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Forstöðumaður Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) er Magnús Jóhannsson<br />

prófessor og skrifstofustjóri Sigríður Ísafold Håkansson. Fast starfslið,<br />

auk kennara með starfsaðstöðu á rannsóknastofunni, er 18 manns (sjá nánar á<br />

vefsíðu RLE: www.hi.is/rle). Sex nemar voru í rannsóknatengdu námi á rannsóknastofunni<br />

á árinu. Þrjú voru í doktorsnámi, þau Brynhildur Thors, Guðlaug<br />

Þórsdóttir og Lárus S. Guðmundsson. Ein stundaði MS-nám, Elín V. Magnúsdóttir,<br />

hún lauk prófi í september, leiðbeinandi hennar var Kristín Ólafsdóttir dósent og<br />

titill verkefnisins var Þrávirk klórlífræn efni, holdafar, kyrrseta og frjósemi karlmanna.<br />

Einn læknanemi lauk 3. árs rannsóknarverkefni, Þórarinn Örn Ólafsson<br />

og einn nemi í lífefnafræði, Lilja Kjalarsdóttir, vann rannsóknaverkefni á rannsóknastofunni.<br />

Kennsla<br />

Starfsfólk rannsóknastofunnar sá um eða tók þátt í kennslu læknanema, tannlæknanema,<br />

hjúkrunarfræðinema, líffræðinema, matvælafræðinema og lyfjafræðinema<br />

við Háskóla Íslands. Einnig kenndi starfsfólk rannsóknastofunnar á<br />

ýmsum námskeiðum, m.a. á vegum Endurmenntunar HÍ og við Lögregluskóla<br />

ríkisins.<br />

Grunnrannsóknir<br />

Unnið var að mörgum rannsóknarverkefnum, sumum í samstarfi við innlenda og<br />

erlenda vísindamenn og eru þær helstu eftirtaldar:<br />

• Kopar, cerúlóplasmín og súperoxíðdismútasi í sjúklingum með hrörnunarsjúkdóma<br />

í miðtaugakerfi (með öldrunarlæknum og taugasjúkdómalæknum<br />

á Landspítala-háskólasjúkrahúsi).<br />

• Rannsóknir á boðkerfum í ræktuðum æðaþelsfrumum.<br />

• Rannsókn á lyfjahvörfum paracetamóls og glútatíoni í blóði (með svæfingarlæknum<br />

á Landspítala - háskólasjúkrahúsi).<br />

• Rannsóknir á blóðfitulækkandi verkun ACTH (með lækni á LSH).<br />

• Rannsóknir á notkun lyfja við hjarta- og æðasjúkdómum á Íslandi, í samvinnu<br />

við Hjartavernd.<br />

150


• Rannsókn á tengslum mígrenis og blóðþrýstings, í samvinnu við Hjartavernd.<br />

• Þrávirk lífræn efni í blóði íslenskra mæðra. Samstarfsverkefni átta þjóða sem<br />

liggja að norður-heimskautssvæðinu; AMAP.<br />

• Áhrif þrávirkra klórlífrænna efna á frjósemi íslenskra karlmanna, með glasafrjóvgunardeild<br />

Landspítalans.<br />

• Tengsl þrávirkra lífrænna efna og viðkomu íslenska arnarstofnsins. Í samvinnu<br />

við Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrufræðistofu vesturlands.<br />

• Þrávirk lífræn efni í lofti og úrkomu við Stórhöfða, með Veðurstofu Íslands.<br />

• Samnorræn rannsókn: Alkohol og andre rusmidler blant nordiske drepte<br />

motorvognförere 2001-2002.<br />

• Eitranir á Íslandi. Framskyggn rannsókn á eitrunum, sem komu til meðferðar<br />

á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum landsins 2001-2002.<br />

• Samanburður á snefilefnum og oxavarnarenzýmum í blóði sauðfjár með tilliti<br />

til riðu.<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Stundaðar voru umfangsmiklar þjónusturannsóknir í fjórum deildum: réttarefnafræðideild<br />

(deildarstjóri Jakob Kristinsson), lyfjarannsóknadeild (deildarstjóri Elísabet<br />

Sólbergsdóttir), alkóhóldeild (deildarstjóri Kristín Magnúsdóttir) og eiturefnafræðideild<br />

(deildarstjóri Kristín Ólafsdóttir). Rannsóknir þessar eru unnar fyrir<br />

dómsmála- og lögregluyfirvöld, lækna, sjúkrastofnanir, lyfjaframleiðendur, heilbrigðiseftirlitsmenn,<br />

rafveitur, Varnarliðið, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun<br />

o.fl. Unnið var að gæðahandbók fyrir rannsóknastofuna og gerð var<br />

úttekt á gæðamálum vegna vinnu fyrir lyfjaframleiðendur.<br />

Heimsóknir<br />

Helge Refsum, yfirlæknir á Diakonhjemmet Sykehus í Osló, kom í heimsókn í júní<br />

og hélt fyrirlestur um notagildi klíniskra lyfjamælinga og ákvarðana á lifrarensímum<br />

sem eru með erfðafræðilegan breytileika.<br />

Löglærðir fulltrúar ákæruvaldsins komu í heimsókn í október og kynntu sér<br />

starfsemi RLE.<br />

Húsnæði<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) flutti í apríl 2004 í Haga, Hofsvallagötu<br />

53, og er þar á 1. og 3. hæð. Fyrir í Haga er lyfjafræðideild HÍ sem myndar<br />

Lyfjafræðistofnun HÍ ásamt RLE. Á þriðju hæð í nýrri hluta hússins eru 16 skrifstofur<br />

og hefur RLE 14 þeirra til ráðstöfunar en þar er einnig lítið fundarherbergi<br />

og kaffistofa. Á fyrstu hæð voru innréttaðar rannsóknastofur samkvæmt nútímakröfum<br />

um slíkt húsnæði og í kjallara eru geymslur, myrkraherbergi o.fl. Þetta<br />

húsnæði er gott og hentar vel fyrir þá starfsemi sem fer fram á RLE.<br />

Veffang Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði er: www.hi.is/rle<br />

151


Raunvísindadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Stjórn deildarinnar og almennt starf<br />

Forseti raunvísindadeildar var Hörður Filippusson og varadeildarforseti var Þóra<br />

Ellen Þórhallsdóttir, en í rannsóknamisseri varaforseta gegndi aldursforseti deildarráðs,<br />

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor, þeirri stöðu. Stöðugildi á skrifstofu<br />

deildar, sem rekin er í samvinnu við verkfræðideild, voru fimm samtals fyrir báðar<br />

deildir. Edda Einarsdóttir fulltrúi á deildarskrifstofu, lét af störfum 1. desember<br />

að eigin ósk. Hlín Eyglóardóttir var ráðin í fulltrúastarf þann 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Skorarformenn<br />

Formaður stærðfræðiskorar var Jón Kr. Arason á vormisseri en Robert Magnus á<br />

haustmisseri. Þorsteinn Vilhjálmsson var formaður eðlisfræðiskorar á vormisseri<br />

en Magnús Tumi Guðmundsson á haustmisseri. Formaður efnafræðiskorar var<br />

Ingvar Helgi Árnason. Kesara A. Jónsson var formaður líffræðiskorar á vormisseri<br />

en Guðmundur Hrafn Guðmundsson á haustmisseri. Formaður jarð- og landfræðiskorar<br />

á vormisseri var Ingibjörg Jónsdóttir en Áslaug Geirsdóttir á haustmisseri.<br />

Formaður matvælafræðiskorar var Kristberg Kristbergsson.<br />

Starfsemi deildarinnar var með svipuðu sniði og síðasta ár. Fjárhagur deildarinnar<br />

var enn erfiður en halli mun minni en undanfarin ár að árinu 2004 undanskildu<br />

enda mörgum ráðum beitt til sparnaðar og hagræðingar. Meginástæða hallareksturs<br />

er sú að meðaldagvinnulaun í deildinni eru miklu hærri en meðaldagvinnulaun<br />

þau sem miðað er við í kennslusamningi Háskóla Íslands við menntamálaráðuneytið<br />

(launastika). Rannsóknaframlag til deildarinnar er lægra en nemur<br />

skyldubundnum rannsóknatengdum útgjöldum en af þeim vegur rannsóknaþáttur<br />

launa kennara þyngst. Sparnaður felst einkum í fækkun valnámskeiða og<br />

aðhaldi í rekstrargjöldum vegna verklegs náms.<br />

Starfandi fastanefndir við deildina voru: fjármálanefnd, rannsóknanámsnefnd,<br />

kennsluskrárnefnd, framgangsnefnd, bóka- og ritakaupanefnd og vísindanefnd<br />

(tækjakaupanefnd).<br />

Auk fastanefnda voru tvær aðrar nefndir að störfum: nefnd um eflingu raungreinakennslu<br />

í framhaldsskólum og grunnskólum og kennsluháttanefnd III sem<br />

lauk störfum og skilaði áliti á árinu.<br />

Þóra Ellen Þórhallsdóttir var tengiliður deildarinnar við markaðs- og samskiptanefnd<br />

Háskólans.<br />

Rögnvaldur Ólafsson var fulltrúi raunvísindadeildar og verkfræðideildar í háskólaráði.<br />

Varafulltrúar voru Helgi Þorbergsson og Júlíus Sólnes.<br />

Jón K. F. Geirsson átti sæti í kennslumálanefnd á vormisseri en Lárus Thorlacius<br />

á haustmisseri.<br />

Fulltrúar raunvísindadeildar á háskólafundum, auk deildarforseta sem er sjálfkjörinn,<br />

voru: Á 16. háskólafundi 18. febrúar <strong>2005</strong>: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Áslaug<br />

Geirsdóttir og Bjarni Ásgeirsson. Á 17. háskólafundi 26. maí <strong>2005</strong>: Þóra Ellen<br />

Þórhallsdóttir, Áslaug Geirsdóttir og Bjarni Ásgeirsson. Á 18. háskólafundi 17.<br />

nóvember <strong>2005</strong>: Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Bjarni Ásgeirsson.<br />

Fjárveitingar og útgjöld raunvísindadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 599.370 604.223 650.618<br />

Fjárveiting 552.744 586.791 634.999<br />

152


Breytingar á kennaraliði<br />

Bragi Árnason, prófessor lét af störfum fyrir aldurs sakir 1. apríl.<br />

Jón Ragnar Stefánsson, dósent lét af störfum í árslok.<br />

Halldór I. Elíasson, prófessor lét af störfum í árslok en var ráðinn í 33% starf við<br />

stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar til tveggja ára.<br />

Kristján Jónasson, aðjúnkt lét af störfum í árslok og tók við dósentsstöðu við<br />

verkfræðideild.<br />

Snorri Þ. Ingvarsson var ráðinn í starf dósents við eðlisfræðiskor frá 1. september.<br />

Eðlisfræðistofa RH kostar rannsóknaþátt starfsins.<br />

Ingibjörg Gunnarsdóttir var ráðin í starf dósents í matvæla- og næringarfræðiskor<br />

frá 1. nóvember.<br />

Zophanías O. Jónsson var ráðinn í tímabundið 50% starf dósents í líffræði til eins<br />

árs frá 1. janúar. Rannsóknaþáttur starfsins er kostaður af rannsóknafé.<br />

Snæbjörn Pálsson var ráðinn í tímabundið starf lektors í líffræði til eins árs frá 1.<br />

janúar. Rannsóknaþáttur starfsins er kostaður af rannsóknafé. Snæbjörn hlaut<br />

framgang í starf dósents á árinu.<br />

Kennslumál<br />

Haustið <strong>2005</strong> voru við deildina 45 nemendur í doktorsnámi (21 kona og 24 karlar)<br />

og 132 nemendur í meistaranámi (64 konur og 68 karlar), þar af 11 í umhverfisfræðum<br />

og einn í sjávarútvegsfræðum.<br />

Tvær þverfaglegar námsbrautir til meistaraprófs sem deildin átti aðild að, í sjávarútvegsfræðum<br />

og í umhverfisfræðum, voru lagðar niður á árinu.<br />

Þverfaglegt nám til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræðum á vegum sex<br />

deilda var tekið upp á árinu. Raunvísindadeild er umsjónardeild námsins. Auglýst<br />

var starf kennara í umhverfis- og auðlindafræðum á árinu.<br />

Fjármögnun framhaldsnámsins er nú komin á þann grundvöll að deildin hefur<br />

tekjur af þreyttum einingum framhaldsnema auk þess sem að í deililíkani Háskólans<br />

fyrir rannsóknafé er gert er ráð fyrir fastri fjárveitingu, 500 þús.kr., til<br />

deildar fyrir hvern brautskráðan meistara og 1.500 þús.kr. fyrir hvern brautskráðan<br />

doktor sem stundað hefur nám við deildina (námsdoktor) en 750 þús.kr. fyrir<br />

aðra doktora (varinn doktor) sem brautskrást frá deildinni. Vegna hlutfallslega<br />

lækkandi rannsóknafjárveitinga til skólans hefur ekki verið hægt að fjármagna<br />

deililíkan til rannsókna að fullu og skertust ofangreindar fjárhæðir um meira en<br />

fimmtung af þeim sökum. Vegna mikillar fjölgunar nemenda þarf að gera ráð fyrir<br />

auknu húsnæði vegna vinnuaðstöðu nemenda auk þess sem álag á tölvu- og<br />

tækjakost eykst.<br />

Þrjár doktorsvarnir voru við deildina á árinu:<br />

• Kristján Rúnar Kristjánsson, eðlisfræðingur, varði 12. ágúst ritgerð sína. Periodic<br />

tachyons and charged black holes. Two problems in two dimensions.<br />

Leiðbeinandi Kristjáns var dr. Lárus Thorlacius, prófessor, en með honum í<br />

umsjónarnefnd voru dr. Ragnar Sigurðsson og dr. Þórður Jónsson, vísindamenn<br />

við Raunvísindastofnun Háskólans. Andmælendur voru dr. Paolo Di-<br />

Vecchia, prófessor við NORDITA, Kaupmannahöfn og dr. David Lowe, prófessor<br />

frá Bandaríkjunum.<br />

• Guðrún Ólafsdóttir matvælafræðingur varði 26. ágúst ritgerð sína Volatile<br />

compounds as quality indicators in fish during chilled storage: Evaluation of<br />

microbial metabolites by an electronic nose. Leiðbeinandi Guðrúnar var dr.<br />

Kristberg Kristbergsson, dósent, en með honum í umsjónarnefnd voru dr.<br />

Jörg Oehlenschläger, prófessor, frá Þýskalandi, dr. Joop B. Luten, sérfræðingur<br />

frá Hollandi, dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent, og dr. Ágústa Guðmundsdóttir,<br />

prófessor. Andmælendur voru dr. Saverio Mannino, prófessor frá Ítalíu<br />

og dr. Ragnar L. Olsen, prófessor frá Noregi.<br />

• Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur varði 4. nóvember<br />

ritgerð sína Iron status in Icelandic children and associations with nutrition,<br />

growth and development. Leiðbeinandi Björns var dr. Inga Þórsdóttir,<br />

prófessor, en með henni í umsjónarnefnd voru Gestur Pálsson barnalæknir<br />

154


við Landspítala-Háskólasjúkrahús og dr. Kim Fleischer Michaelsen, prófessor<br />

frá Danmörku. Andmælendur voru dr. Olle Hernell, prófessor frá Svíþjóð<br />

og dr. Ibrahim Elmadfa, prófessor frá Austurríki.<br />

Forkröfur fyrir nám í raunvísindadeild er stúdentspróf. Ekki er gerð krafa um<br />

stúdentspróf af bóknámsbraut en til viðbótar stúdentsprófi gerir raunvísindadeild<br />

kröfur um að stúdentsprófið innihaldi að lágmarki eftirfarandi fjölda eininga í einstökum<br />

greinum: Stærðfræði 21 eining og raungreinar 30 einingar, þar af a.m.k. 6<br />

einingar í eðlisfræði, 6 einingar í efnafræði og 6 einingar í líffræði. Þó er öllum<br />

sem lokið hafa stúdentsprófi heimil innritun í nám til BS prófs í landfræði og<br />

ferðamálafræði.<br />

Skorti 8 einingar eða minna á að lágmarkskröfum hér að ofan sé fullnægt getur<br />

raunvísindadeild engu að síður heimilað nemanda að innritast í nám við deildina<br />

en henni er þá heimilt að setja skilyrði um að nemandinn ljúki námi í tilteknum<br />

greinum sem á vantar sem fyrst eftir innritun í raunvísindadeild eða samhliða<br />

námi sínu í deildinni.<br />

Raungreinapróf frá Tækniháskóla Íslands, áður Tækniskóla Íslands, nægir til inngöngu<br />

í raunvísindadeild til jafns við stúdentspróf, enda sé fullnægt skilyrðum um<br />

lágmarkskröfur í einstökum greinum, sbr. hér að framan.<br />

Allir sem lokið hafa þriggja ára háskólanámi til fyrstu háskólagráðu í hvaða grein<br />

sem er uppfylla skilyrði til að innritast í raunvísindadeild.<br />

Samkvæmt tölum um fjölda nemenda í deildinni í upphafi haustmisseris voru<br />

þeir alls 931. Á sama tíma árið 2004 voru nemendur deildarinnar 934.<br />

Fjöldi erlendra stúdenta við deildina fór vaxandi. Allmargir nemendur sóttu heils<br />

árs námsbraut í jarðvísindum á ensku fyrir erlenda stúdenta, alls 10 námskeið í<br />

jarðfræði (5), landfræði (1), ferðamálafræði (1) og jarðeðlisfræði (2), auk eins yfirlitsnámskeiðs<br />

sem fellur undir allar greinarnar þrjár. Þetta nám miðast við tvö ár<br />

í háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Um rannsóknir í deildinni er fjallað í kafla um Raunvísindastofnun Háskólans og<br />

Líffræðistofnun Háskólans í Árbókinni. Rannsóknastofnun í næringarfræði var<br />

komið á fót með samningi milli Háskóla Íslands og Landspítala-Háskólasjúkrahúss.<br />

Starfsmenn deildar og stofnana hlutu fjölmarga rannsóknastyrki á árinu.<br />

Í samstarfi við Eðlisfræðifélag Íslands stóð deildin fyrir fyrirlestraröð fyrir almenning<br />

við ágæta aðsókn undir yfirskriftinni Undur veraldar. Haldnir voru alls 13<br />

fyrirlestrar, fjórir á vormisseri og níu á haustmisseri.<br />

Húsnæðismál<br />

Ýmis vandamál steðja að hvað varðar húsnæði deildarinnar og stofnana hennar.<br />

Skrifstofur kennara eru víða þröngar og illa búnar. Rannsóknarrými er mun þrengra<br />

en gerist við erlenda rannsóknarháskóla og lítið sem ekkert rými fyrir aðstoðarmenn<br />

og framhaldsnema. Við ráðningu nýrra kennara koma undantekningarlaust<br />

upp vandamál er varða húsnæði og tækjabúnað. Aðstöðuleysi hamlar<br />

þátttöku kennara og sérfræðinga deildarinnar í erlendum samstarfsverkefnum<br />

svo sem Evrópuverkefnum. Á árinu var unnið að greiningu á framtíðarþörfum<br />

deildarinnar fyrir húsnæði.<br />

Lausnir á húsnæðismálum þarf að nálgast í nánu samráði við stofnanir deildarinnar.<br />

Líffræðistofnun er alfarið í húsnæði Háskólans en Raunvísindastofnun á sitt<br />

eigið húsnæði á Dunhaga 3 ásamt hluta Tæknigarðs. Líta verður á húsnæðið í<br />

heild. Starfsemi þessara stofnana og deildarinnar er til húsa í mörgum byggingum.<br />

Veruleg umskipti urðu á fyrra ári er náttúrufræðahúsið Askja var tekið í notkun<br />

að fullu og batnaði þá verulega aðstaða líffræði, jarðeðlisfræði og jarð- og<br />

landfræði en þar með var mest af þeirri starfsemi deildarinnar sem var utan háskólalóðar<br />

komið á háskólasvæðið. Nokkrir kennarar eru með starfsaðstöðu á<br />

rannsóknastofnunum atvinnuveganna og á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Vandamál þeirra greina sem eru vestan Suðurgötu munu ekki leysast að fullu fyrr<br />

en byggt verður nýtt hús. Ljóst er að leysa þarf hið fyrsta húsnæðisvanda matvælafræðiskorar.<br />

155


Skráðir og brautskráðir stúdentar í raunvísindadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 365 552 918 407 578 987 411 597 1.008<br />

Brautskráðir<br />

Stærðfræði BS 8 3 11 12 4 16 11 2 13<br />

Stærðfræði M.Paed. 0 1 1<br />

Stærðfræði MS 1 0 1<br />

Eðlisfræði BS 8 1 9 3 1 4 6 1 7<br />

Jarðeðlisfræði BS 2 1 3 3 0 3<br />

Eðlisfræði 4. ár 1 0 1<br />

Eðlisfræði MS 1 1 1 1 2<br />

Jarðeðlisfræði MS 1 1<br />

Jarðeðlisfræði doktorspróf 1 0 1<br />

Stjarneðlisfræði MS 1 1<br />

Eðlisfræði doktorspróf 2 2 2 2<br />

Efnafræði BS 2 2 1 1 2 4 1 5<br />

Efnafræði 4. ár<br />

Efnafræði MS 2 1 3 1 1 4 0 4<br />

Efnafræði doktorspróf<br />

Lífefnafræði BS 4 6 10 2 10 12 4 4 8<br />

Lífefnafræði MS 1 0 1<br />

Lífefnafræði doktorspróf 1 1<br />

Líffræði BS 11 26 37 11 29 40 20 34 54<br />

Líffræði 4. ár 1 2 3 0 2 2<br />

Líffræði MS 4 5 9 2 3 5 4 2 6<br />

Líffræði doktorspróf 2 2<br />

Sjávarútvegsfræði MS 1 1 1 1<br />

Jarðfræði BS 7 7 14 6 6 12 5 6 11<br />

Jarðfræði 4. ár 1 0 1<br />

Jarðfræði MS 1 1 3 1 4 1 0 1<br />

Jarðfræði M.Paed. 1 0 1<br />

Landfræði BS 4 6 10 6 9 15 4 8 12<br />

Landfræði MS 2 2 1 1 2<br />

Umhverfisfræði MS 2 2 2 3 5 1 8 9<br />

Ferðamálafræði diplóma 4 4 1 4 5 0 3 3<br />

Ferðamálafræði BS 3 13 16 6 23 29 2 26 28<br />

Ferðamálafræði MS 0 1 1<br />

Matvælafræði BS 1 6 7 1 1 2 1 2 3<br />

Matvælafræði MS 1 2 3 1 1 1 0 1<br />

Næringarfræði MS 2 2 1 1 0 1 1<br />

Næringarfræði doktorspróf 1 1 1 1 2<br />

Samtals 61 90 151 64 102 166 79 104 183<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Kynningarstarf<br />

Kynning á starfi deildarinnar fer fram á vegum skora og hafa þær flestar unnið að<br />

útgáfu kynningarefnis í formi bæklinga. Þá hefur verið farið í heimsóknir í framhaldsskóla,<br />

auk þess sem deildin hefur verið kynnt á reglulegum námskynningum<br />

Háskólans. Áfram var haldið starfi raunvísindadeildar Háskóla Íslands með<br />

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og landssamtökunum Heimili og skóli um tilraunaverkefni<br />

sem felst í viðfangsefnum í raunvísindum fyrir bráðger börn á miðstigi<br />

grunnskóla.<br />

Þá hafa fastir kennarar deildarinnar og sérfræðingar á Raunvísindastofnun ásamt<br />

meistara- og doktorsnemum staðið fyrir landskeppnum í stærðfræði, eðlisfræði<br />

og efnafræði og þjálfun liðs Íslands til að keppa á Ólympíuleikum framhaldsskólanema<br />

í þessum sömu greinum.<br />

156


Raunvísindastofnun<br />

Háskólans<br />

Raunvísindastofnun Háskólans (RH) er sjálfstæð rannsóknastofnun innan Háskóla<br />

Íslands og starfar samkvæmt sérstökum reglum.<br />

Stofnunin er vettvangur grunnrannsókna í raunvísindum. Um síðustu áramót voru<br />

þar alls 27 sérfræðingar í föstum stöðum sem stunduðu sjálfstætt rannsóknir<br />

auk 6 aðstoðarmanna. Þar fyrir utan unnu 30 verkefnaráðnir sérfræðingar við<br />

rannsóknir og níu manna starfslið sem vann á aðalskrifstofu og annast rekstur<br />

fasteigna. Loks var 21 nemi í framhaldsnámi við stofnunina. Eins og segir í reglum<br />

um Raunvísindastofnun er hún rannsóknavettvangur kennara við raunvísindadeild<br />

Háskóla Íslands á sviðum stofnunarinnar en kennarar voru 49 um síðustu<br />

áramót. Raunvísindastofnun er því einnig vettvangur rannsóknanáms deildarinnar<br />

í flestum greinum nema líffræði.<br />

Raunvísindastofnun skiptist í Jarðvísindastofnun Háskólans (JH) og Eðlis-, efnaog<br />

stærðfræðistofnun Háskólans (EH). Þessum stofnunum er skipt upp í stofur<br />

sem lýst er hér að neðan.<br />

Árið <strong>2005</strong> nam velta Raunvísindastofnunar 652 m.kr. sem er um 28,3% hækkun frá<br />

fyrra ári. Um það bil helming þessarar aukningar má rekja til þess að Norræna<br />

eldfjallastöðin var hluti RH allt árið <strong>2005</strong> en einungis hálft árið 2004. Annars urðu<br />

aukin umsvif á flestum sviðum. Af veltu ársins <strong>2005</strong> komu 292 m.kr. af fjárveitingum<br />

hins opinbera, 84 m.kr. komu frá Norrænu ráðherranefndinni og 287 m.kr.<br />

voru annað sjálfsaflafé frá íslenskum og erlendum rannsóknasjóðum og frá fyrirtækjum.<br />

Markmið rannsókna á Raunvísindastofnun er að afla nýrrar þekkingar, miðla<br />

fræðilegum nýjungum og efla rannsóknir og kennslu. Niðurstöður rannsókna eru<br />

birtar í tímaritsgreinum, bókum, skýrslum og ráðstefnuerindum. Rannsóknir á<br />

stofnuninni eru einnig kynntar almenningi í fyrirlestrum. Stofnunin hefur víðtækt<br />

samstarf við aðrar innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Þá veitir hún fjölþætta<br />

ráðgjöf og þjónustu utan Háskólans.<br />

Eðlisfræðistofa<br />

Árið <strong>2005</strong> var eðlisfræðistofa rannsóknavettvangur níu kennara við raunvísindadeild<br />

Háskólans og eins kennara við verkfræðideild auk fjögurra sérfræðinga við<br />

Raunvísindastofnun. Þar starfa einnig tveir tæknimenn Raunvísindastofnunar.<br />

Fimm verkefnaráðnir sérfræðingar unnu á stofunni og einn verkefnaráðinn<br />

tæknimaður. Laun þeirra eru ýmist greidd með styrkjum úr samkeppnissjóðum<br />

og fyrirtækjum eða með eftirlaunum. Stúdentar í rannsóknanámi á árinu <strong>2005</strong><br />

voru ellefu talsins, þar af fjórir í doktorsnámi. Forstöðumaður eðlisfræðistofu var<br />

Hafliði Pétur Gíslason, prófessor. Nöfn stofufélaga og upplýsingar um rannsóknaverkefni<br />

þeirra og ritsmíðar er að finna á vef eðlisfræðistofu á slóðinni<br />

(www.raunvis.hi.is/Edlisfr/Edlisfr.html).<br />

Árið <strong>2005</strong> urðu þær breytingar fyrirferðamestar að háloftadeild Raunvísindastofnunar,<br />

sem um árabil var deild á jarðeðlisfræðistofu, fluttist yfir til eðlisfræðistofu.<br />

Gunnlaugur Björnsson var ráðinn forstöðumaður háloftadeildar, en hann hafði áður<br />

verið vísindamaður á eðlisfræðistofu. Háloftadeild sinnir eftir sem áður hefðbundnu<br />

hlutverki sínu en leggur auk þess áherslu á rannsóknir í stjarneðlisfræði.<br />

Snorri Þorgeir Ingvarsson, fræðimaður, fluttist úr stöðu sinni á eðlisfræðistofu í<br />

starf dósents við eðlisfræðiskor, en stofan greiðir rannsóknahluta launa hans. Þá<br />

tók Kristján Leósson við stöðu vísindamanns við eðlisfræðistofu í árslok <strong>2005</strong>.<br />

Kristján Jónsson, verkfræðingur, sem hafði lengi verið verkefnaráðinn, fluttist í<br />

starf deildarverkfræðings á stofunni um mitt ár. Þá hélt Bragi Árnason, prófessor<br />

emerítus, skrifstofuaðstöðu sinni á eðlisfræðistofu árið <strong>2005</strong>. Eftirtaldir meistaranemar<br />

sem höfðu rannsóknaaðstöðu á stofunni luku prófi árið <strong>2005</strong>: Elías Halldór<br />

Bjarnason, MS í vélaverkfræði, Jón Skírnir Ágústsson, MS í rafmagnsverkfræði og<br />

Árni Sigurður Ingason, MS í vélaverkfræði.<br />

Á eðlisfræðistofu eru stundaðar grunnrannsóknir í tilraunaeðlisfræði og kennilegri<br />

eðlisfræði. Á stofunni eru þrír hópar fyrirferðarmestir. Einn þeirra sinnir<br />

rannsóknum í tilraunaeðlisfræði einkum hátæknieðlisfræði og örtækni. Annar<br />

157


hópur stundar kennilegar rannsóknir og gerð líkana af eiginleikum rafeindakerfa<br />

á nanóskala í hálfleiðurum og sameindum. Þriðji hópurinn leggur stund á rannsóknir<br />

í stjarneðlisfræði.<br />

Auk þessara hópa stunda kennarar og sérfræðingar á stofunni rannsóknir sem<br />

ekki falla undir ofangreinda lýsingu. Unnu þeir við fjölda rannsóknaverkefna árið<br />

<strong>2005</strong>, meðal annars þróun vetnissamfélags á Íslandi, mössbauermælingar, mælingar<br />

á radoni í grunnvatni, og endurbætur á tækni til mælinga á geislakoli í aldursgreiningum.<br />

Örtæknikjarni Raunvísindastofnunar<br />

Raunvísindastofnun Háskólans hefur stofnað til samstarfs við verkfræðideild Háskóla<br />

Íslands, stofnanir atvinnulífsins, Háskólann í Reykjavík og einkafyrirtæki<br />

um rannsóknir í örtækni. Samstarfið nefnist Örtæknivettvangur og nær það nú til<br />

tveggja kjarna, annars vegar í VR-III við Suðurgötu (hér kallaður Örtæknikjarni I)<br />

og hins vegar hjá Iðntæknistofnun á Keldnaholti (Örtæknikjarni II). Í VR-III er verið<br />

að setja upp hreinherbergi sambærilegt við viðlíka aðstöðu sem finna má við<br />

marga aðra rannsókna- og tækniháskóla og er sú vinna langt komin. Í hreinherberginu<br />

verður aðstaða til almennrar örtækniframleiðslu sem nýta má til að byggja<br />

upp margs konar smásæja strúktúra. Að auki verður til staðar búnaður til eftirlits<br />

og mælinga til að tryggja gæði og endurtakanleika í framleiðslunni.<br />

Formleg tækjakaup í nafni örtæknikjarna hófust árið 2004 með 23,5 m.kr. framlagi<br />

frá Tækjasjóði. Á árinu <strong>2005</strong> var fjárfesting Örtæknivettvangs 49,5 m.kr., og<br />

voru það styrkir úr Tækjasjóði og mótframlög. Meirihluti fjárfestingarinnar hefur<br />

runnið til uppbyggingar Örtæknikjarna I í 200 m 2 húsnæði í kjallara VR-III við<br />

Suðurgötu. Nýlega hefur Vísinda- og tækniráð úthlutað úr Markáætlun um erfðafræði<br />

í þágu heilbrigðis- og örtækni. Rannsóknir í Örtæknikjarna I hlutu um 35<br />

m.kr. framlag þar til tveggja ára. Í tillögum Markáætlunar var lögð áhersla á<br />

áframhaldandi uppbyggingu tækjabúnaðar örtæknikjarna.<br />

Búnaður til örtækniframleiðslu og greiningar hefur ekki verið til staðar á Íslandi,<br />

og er því um að ræða uppbyggingu frá grunni. Gæta þarf ýtrasta hreinleika við örtækniframleiðslu,<br />

þ.e. þegar ráðist er í framkvæmdir sem miða að því að setja<br />

upp hreinherbergi í flokki 5-6 (skv. ISO 14644-1 hreinherbergisstaðli) sem er algengur<br />

flokkur fyrir aðstöðu af þessari stærð. Framkvæmdirnar fela í sér m.a.<br />

breytt aðgengi og sérstakan lofthreinsibúnað. Til að viðhalda hreinleika er nauðsynlegt<br />

að notendur klæðist rykfríum hlífðarfatnaði og temji sér rétt vinnubrögð.<br />

Einnig er þörf á að endurbæta hitastýringu og bæta við rakastýringu í aðstöðuna<br />

en stöðugt hita- og rakastig er mikilvægt til að tryggja endurtakanleika í rásaprentunarferlinu.<br />

Umsjón með uppbyggingu Örtæknikjarna hefur einkum hvílt á þeim Jóni Tómasi<br />

Guðmundssyni, Kristjáni Leóssyni, Snorra Þorgeiri Ingvarssyni og Sveini Ólafssyni,<br />

stúdentum þeirra og öðrum starfsmönnum.<br />

Efnafræðistofa<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar rannsóknir á flestum sviðum efnafræði. Árið <strong>2005</strong><br />

störfuðu þar 20 launaðir framhaldsnemar og nýdoktorar auk tveggja fastráðinna<br />

sérfræðinga og 8 kennara. Nokkur nýlunda er að af 20 framhaldsnemum og<br />

nýdoktorum eru 6 af erlendum uppruna og hefur starfsemin því fengið fjölþjóðlegan<br />

blæ. Til marks um það er að ræður á jólahófi stofunnar fóru fram á ensku.<br />

Stofan er einnig vettvangur nemenda sem vinna að lokaverkefnum til BS-prófs.<br />

Meirihluti launakostnaðar vegna framhaldsnema og nýdoktora var greiddur af<br />

rannsóknarstyrkjum, bæði innlendum og frá Evrópusambandinu.<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar fjölþættar grunnrannsóknir í kennilegri efnafræði,<br />

eðlisefnafræði, ólífrænni efnafræði, málmlífrænni efnafræði og lífrænni efnafærði.<br />

Rannsóknarverkefnin eru af margvíslegum toga, en flest þeirra fjalla á einn eða<br />

annan hátt um eðli og eiginleika nýstárlegra ólífrænna og lífrænna efnasambanda.<br />

Á árinu var sett upp nýtt MALDI-TOF tæki til að greina stórar sameindir og<br />

var tækið mikið notað við efnagreiningar. Sótt var um styrk til að setja upp „electrospray“<br />

efnagreiningatæki og er talið líklegt að tækið fáist. Lögð voru drög að<br />

stofnun Efnagreiningaseturs HÍ en þar mun verða hátækniaðstaða til nútímalegra<br />

efnagreininga fyrir vísindasamfélag HÍ svo og aðila utan HÍ. Þessi stórbætta rannsóknaraðstaða<br />

mun gera kleift að fást við mun viðameiri verkefni en áður var<br />

mögulegt. Auk ofangreindra tækja hefur efnafræðistofa nú yfir að ráða fjölda ann-<br />

158


arra tækja m.a. 400 MHz NMR tæki, FT-IR tæki, GC-MS tæki, leysum og tölvuklasa.<br />

Upptalningu á ritverkum verkefnastjóra er að finna í Árbók Háskóla Íslands og<br />

hægt er að lesa lýsingar á rannsóknarverkefnum kennara á heimasíðum þeirra.<br />

Slóðin er http:/ www.raunvis.hi.is/Efnafr/Efnafr.html<br />

Lífefnafræðistofa<br />

Við Lífefnafræðistofu hafa rannsóknaraðstöðu fjórir kennarar úr efnafræðiskor<br />

raunvísindadeildar og tveir kennarar úr matvælafræðiskor og einn prófessor emeritus.<br />

Auk þeirra starfa á stofunni nokkrir sérfræðingar, nemar í rannsóknatengdu<br />

framhaldsnámi til meistaraprófs eða doktorsprófs, rannsóknamenn og<br />

nemar sem vinna að lokaverkefnum til BS-prófs.<br />

Þau rannsóknaverkefni sem unnið er að á stofunni eru á eftirtöldum sviðum:<br />

• Erfðatæknileg framleiðsla þorskensíma í gersveppum, sérsniðin ensím, einangrun<br />

próteina og náttúruleg rotvörn.<br />

• Lífefni úr hrognum.<br />

• Varnir lífvera gegn oxunarálagi og stakeindum.<br />

• Ensímið glútaþíónperoxídasi, eiginleikar og hreinvinnsla.<br />

• Andoxunarefni.<br />

• Snefilefnið selen.<br />

• Kuldavirk ensím úr bakteríum og úr fiskum, grundvöllur hvötunarvirkni<br />

þeirra, sértækni, stöðugleika og hagnýtingar.<br />

• Samskipti ensíma og hindrandi efna.<br />

• Ensímrannsóknir og kyrrsetning ensíma.<br />

• Kítósanfáliður og áhrif þeirra á prótein.<br />

• Gripgreining og notkun hennar við vinnslu lífefna.<br />

• Vinnsla lífefna.<br />

• Ensím úr þorski, vinnsla, hagnýting og eiginleikar.<br />

• Ensím úr suðurskautsljósátu.<br />

• Ensím úr slöngueitri.<br />

• Prótein, ensím, próteinasar, stöðugleiki próteina, hitastigsaðlögun próteina<br />

og hagnýting ensíma.<br />

• Adrenergir viðtakar í hjarta og hjartavöðvafrumum.<br />

• Rannsóknir á glýkólípíðum.<br />

• Rannsóknir á íslenskum lækningajurtum.<br />

Frekari upplýsingar um rannsóknirnar og ritaskrár starfsmanna er að finna á<br />

heimasíðu stofunnar og starfsmanna hennar á slóðinni http://www.raunvis.hi.is/Lifefnafr/Lifefnafr.html<br />

Tækjabúnað stofunnar má flokka sem hér segir:<br />

• Almennur búnaður til hreinvinnslu próteina svo sem skilvindur og súlugreiningarbúnaður<br />

af ýmsu tagi.<br />

• Mælitæki til rannsókna og greininga á próteinum og ensímum svo sem litrófsmælar,<br />

rafdráttarbúnaður, hvarfahraðamælar, tæki til varmafræðilegra<br />

mælinga, flúr-ljómunarmælir, circular dichroism litrófsmælir, amínósýrugreinir<br />

og prótein-raðgreiningartæki.<br />

• Búnaður til gerlaræktunar og til kjarnsýruvinnu.<br />

• Tæki til greiningar og rannsókna á smærri sameindum m.a. massagreinir.<br />

Auk þess hafa starfsmenn stofunnar aðgang að tækjabúnaði efnafræðistofu og efnafræðiskorar,<br />

til dæmis gasgreiningar-búnaði og nýju kjarnarófstæki (NMR 400 MHz).<br />

Reiknifræðistofa<br />

Á reiknifræðistofu eru stundaðar rannsóknir í reiknifræði, lífstærðfræði, tölfræði,<br />

tölvunarfræði og líkindafræði. Þar starfa að jafnaði tveir sérfræðingar i föstum<br />

stöðum og nokkrir verkefnaráðnir sérfræðingar og aðstoðarmenn. Þá er stofan<br />

rannsóknavettvangur fjögurra kennara við stærðfræðiskor raunvísindadeildar og<br />

fjögurra kennara við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar.<br />

Lokið var endanlega við gerð reiknilíkana er lýsa viðgangi íslenska rjúpnastofnsins.<br />

Um er að ræða bæði tímaraðalíkan og afleiðujöfnulíkan sem endurspeglar<br />

samspil rjúpna og fálka. Líkanið sem var unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofn-<br />

159


un var notað við ráðgjöf um stjórn veiða á rjúpu á árinu. Þá var unnið að áframhaldandi<br />

þróun á reiknilíkönum á göngum loðnu með það að markmiði að samræma<br />

gagnaumgjörðina fyrir svonefnd eindalíkön annars vegar og samfelld líkön<br />

hins vegar og gera stikamat fyrir slík líkön sem hagkvæmast.<br />

Unnið var að þróun tölfræðiaðferða í sameindaerfðafræði í samvinnu við háskóla í<br />

Bandaríkjunum. Einnig var unnið að rannsóknum á tví-Hamilton hreyfikerfum.<br />

Í samvinnu við vísindamenn í Kanada hefur verið unnið að þróun á aðferðum við<br />

að bæta mat á göngum með notkun sveimferlalíkana á gögn úr síritandi fiskmerkjum<br />

og staðsetningarmerkjum á selum.<br />

Áfram hefur verið unnið að prófunum á mismunandi stjórnkerfum fiskveiða með<br />

líkönum sem taka tillit til áhrifa svæðalokana, kvótakerfa og takmarkana sóknardaga<br />

og áhrifa slíkra takmarkana á lífkerfið. Hér eru notuð líkön sem innihalda<br />

lýsingu á lífkerfinu og hagfræðileg líkön sem lýsa viðbrögðum flotans við mismunandi<br />

stjórnkerfum.<br />

Unnið var í samvinnu við fyrirtækið Stofnfisk að þróun líkana til að lýsa áhrifum<br />

þess á fiskistofna að velja úr þeim fyrir tveimur erfðaþáttum samtímis.<br />

Unnið var að reikniriti og forriti í Matlab og C til að meta stika margvíðra tímaraðalíkana<br />

þegar gögn eru götótt.<br />

Unnið var áfram að rannsóknum á Palmvenslum fyrir margvíð punktferli, slembimengi<br />

og slembimál og kom út rannsóknaskýrsla um Palmvensl slembimengja í<br />

margvíðri grind á árinu. Einnig birtist grein í tímaritinu Bulletin of Kerala Mathematics<br />

Association um tengingu slembiferla.<br />

Unnið var að þróun nýrra lærdómslíkana til greiningar á nokkrum algengum heilasjúkdómum<br />

(s.s. Alzheimer) út frá heilariti.<br />

Unnið hefur verið við nýjar leitaraðferðir fyrir ólínuleg bestunarverkefni, þar á<br />

meðal nýja aðferð til að innleiða staðgengilslíkön í víðfeðma bestun og samhliða<br />

útfærslur á slembileitaralgrími. Á árinu birtist grein í IEEE Transactions on Systems,<br />

Man and Cybernetics í samvinnu við vísindamenn við háskólann í Birmingham.<br />

Einnig birtist grein í IEEE Transactions on Evolutionary Computation í samvinnu<br />

við vísindamenn við háskólann í Essex. Þá lauk verkefni um flokkun heilarita<br />

með stoðvigravélum; nokkrar skýrslur birtust á árinu um þetta verkefni.<br />

Tómas P. Rúnarsson, fræðimaður við stofuna, var á árinu skipaður í ritstjórn<br />

tímaritsins IEEE Transactions on Evolutionary Computation. Hann situr einnig í<br />

IEEE Evolutionary Computation Technical Committee: Games Working Group.<br />

Unnið er að skipulagningu ráðstefnunnar 9th International Conference on Parallel<br />

Problem Solving from Nature sem haldin verður á Íslandi 9.-13. september 2006.<br />

Reiknifræðistofa stóð ásamt stærðfræðistofu að 24. norræna og 1. fransk-norræna<br />

stærðfræðingaþinginu sem haldið var hér 6.-9. janúar <strong>2005</strong> á vegum íslensku<br />

og frönsku stærðfræðafélaganna. Tóku 195 stærðfræðingar þátt í þinginu,<br />

þar af rúmlega 20 Íslendingar. Þá stóð reiknifræðistofa að 2. íslensku líkindaráðstefnunni<br />

sem haldin var 4.-5. janúar <strong>2005</strong> sem ein af fylgiráðstefnum áðurnefnd<br />

þings og tóku 26 þátt í henni þar af 5 Íslendingar. Á árinu hófst undirbúningur að<br />

stofnun tölfræðimiðstöðvar við stofnunina.<br />

Stærðfræðistofa<br />

Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði.<br />

Þar störfuðu á árinu átta kennarar í raunvísindadeild og sex sérfræðingar.<br />

Tveir hinna síðarnefndu sitja í postdoc-stöðum og eru laun þeirra greidd af öndvegisstyrk<br />

Lárusar Thorlacius og Þórðar Jónssonar. Við stofuna voru jafnframt<br />

sex stúdentar í rannsóknatengdu námi, þar af einn í doktorsnámi.<br />

Viðfangsefni stofunnar eru margvísleg og spanna margar sérgreinar stærðfræði<br />

og stærðfræðilegrar eðlisfræði. Þau helstu eru á sviði algebru og algebrulegrar<br />

rúmfræði, tvinnfallagreiningar og fágaðrar rúmfræði, skammtasviðsfræði,<br />

strengjafræði, óvíxlinnar rúmfræði, diffurrúmfræði, fellagreiningar og netafræði.<br />

160


Niðurstöður rannsókna sinna birta starfsmenn stofunnar í skýrslum Raunvísindastofnunar<br />

sem og í innlendum og alþjóðlegum fagtímaritum.<br />

Starfsmenn Stærðfræðistofu eiga öflugt samstarf á fræðasviðum sínum við fólk<br />

víða um heim og algengt er að samstarfsmenn erlendis frá dvelji við stofuna til<br />

að vinna að sameiginlegum rannsóknaverkefnum. Sérstaklega má geta þess að<br />

tveir af starfsmönnum stofunnar, Þórður Jónsson og Lárus Thorlacius, eru þátttakendur<br />

í samstarfsnetunum ENRAGE og Forces Universe á vegum Evrópusambandsins.<br />

Stofan bar hitann og þungann af 24. Norræna stærðfræðiþinginu, sem jafnframt<br />

var 1. Fransk-norræna stærðfræðiþingið og haldið var í Reykjavík í janúar síðastliðnum.<br />

Í tengslum við þingið var á vegum stofunnar einnig ráðstefna í tvinnfallagreiningu<br />

sem bar heitið Complex Days of the North.<br />

Tveir af starfsmönnum stærðfræðistofu, Freyja Hreinsdóttir og Ragnar Sigurðsson,<br />

stóðu að því að koma á laggirnar svokölluðu Reiknisetri. Það er vefsetur þar<br />

sem kennd er tölvunotkun við lausn stærðfræðilegra verkefna; sjá vefslóðina<br />

http://www.hi.is/reiknisetur/<br />

Breytingar á starfsmannahaldi stofunnar á árinu urðu sem hér segir:<br />

Ágúst Sverrir Egilsson kom til starfa sem sérfræðingur.<br />

Freyja Hreinsdóttir lét af störfum sem sérfræðingur og hélt til kennarastarfa við<br />

Kennaraháskóla Íslands.<br />

Halldór I. Elíasson lét af störfum sem prófessor við stærðfræðiskor, en gegnir<br />

áfram hlutastarfi við stofuna.<br />

Jón Ragnar Stefánsson lét af störfum sem dósent við stærðfræðiskor og starfar<br />

ekki lengur við stofuna.<br />

Kristján Rúnar Kristjánsson lauk doktorsprófi og hélt til starfa við Nordita í Kaupmannahöfn.<br />

Pawel Bartoszek lauk meistaraprófi.<br />

Ragnar Sigurðsson lét af störfum sem vísindamaður við stofuna og fluttist í starf<br />

prófessors við stærðfræðiskor.<br />

Frekari upplýsingar um starfsfólk stærðfræðistofu og rannsóknaverkefni hennar<br />

má finna á vefsíðunni http://www.raunvis.hi.is/Staerdfr/Staerdfr.html<br />

Málstofa í stærðfræði hefur verið starfrækt á vegum stærðfræðistofu frá árinu<br />

1975. Yfirleitt er þar haldinn einn fyrirlestur á viku, en fyrirlestrahald er stopulla<br />

yfir hásumarið. Í málstofunni kynna starfsmenn stofunnar og aðrir vísindamenn á<br />

svipuðum fræðasviðum rannsóknir sínar eða aðrar nýjungar í stærðfræði og<br />

stærðfræðilegri eðlisfræði. Sérstaklega má geta þess að samstarfsmenn erlendis<br />

frá halda þar iðulega fyrirlestra. Upplýsingar um málstofuna er að finna á<br />

veffanginu http://www.raunvis.hi.is/Staerdfr/malstofa.html<br />

Jarðvísindastofnun<br />

Jarðvísindastofnun Háskólans hóf starfsemi 1. júlí 2004 með sameiningu Norrænu<br />

eldfjallastöðvarinnar og jarðvísindahluta Raunvísindastofnunar Háskólans<br />

samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,<br />

Páll Skúlason, háskólarektor og Sigurður Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóra<br />

Norrænu ráðherranefndarinnar, undirrituðu í apríl það ár. Jarðvísindastofnun<br />

er til húsa í Öskju, nýja náttúrufræðahúsi Háskólans. Markmið Jarðvísindastofnunar<br />

er að vera metnaðarfull alþjóðleg rannsóknastofnun í jarðvísindum,<br />

sem endurspeglar einstaka jarðfræði Íslands og þá þekkingu í jarðvísindum sem<br />

byggst hefur upp hér á landi. Norrænum tengslum starfseminnar er viðhaldið<br />

undir heitinu Norræna eldfjallasetrið og unnið er að eflingu annarra alþjóðlegra<br />

tengsla. Jarðvísindastofnun heyrir undir Raunvísindastofnun en er stjórnunar- og<br />

skipulagslega sjálfstæð innan þess ramma sem lög og reglur Háskóla Íslands<br />

setja. Forstöðumaður Jarðvísindastofnunar er Ólafur Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur,<br />

en formaður stjórnar Stefán Arnórsson, prófessor.<br />

161


Rannsóknir á vegum stofnunarinnar beinast að ýmsum þeim ferlum sem eru<br />

sérstaklega virkir á Íslandssvæðinu í skorpu og möttli jarðar, í eldstöðvum og<br />

jarðhitasvæðum, í jöklum og straumvötnum, setlögum á landi og í sjó, gróðurfari<br />

og jarðvegseyðingu. Rannsóknirnar tengjast náttúruauðlindum Íslendinga, sérstæðri<br />

náttúru landsins í jarðfræðilegu tilliti og framlagi Íslendinga til hnattrænnar<br />

þekkingar í jarðvísindum. Í árslok <strong>2005</strong> var heildarfjöldi starfsmanna Jarðvísindastofnunar<br />

52 manns auk níu kennara sem höfðu rannsóknaraðstöðu við<br />

stofnunina. Fastir starfsmenn voru 25 að meðtöldum forstöðumanni, auk 5 norrænna<br />

styrkþega. Verkefnaráðnir sérfræðingar voru níu, einn verkefnaráðinn aðstoðarmaður<br />

og þrír framhaldsnemar. Við stofnun Jarðvísindastofnunar tók gildi<br />

nýr samningur milli Háskóla Íslands og Norrænu ráðherranefndarinnar um<br />

rekstur Norræna eldfjallasetursins. Samningurinn gildir til ársloka 2007 og samkvæmt<br />

honum fluttust öll verkefni Norrænu eldfjallastöðvarinnar til Norræna eldfjallasetursins<br />

(sjá www.norvol.hi.is). Mikilvægasti liðurinn í norrænni starfsemi<br />

eru fimm stöður fyrir unga norræna vísindamenn sem veittar eru til eins árs í<br />

senn. Norræn verkefnanefnd skipuð einum fulltrúa fá hverju norrænu landanna<br />

hefur ráðgjafarhlutverk hvað varðar norræna vídd í starfseminni.<br />

Samanlögð velta Jarðvísindastofnunar á árinu <strong>2005</strong> nam um 320 m.kr. Tekjur til<br />

þessarar starfsemi skiptust þannig: (1) fjárveitingar af fjárlögum, 118 m.kr.; (2)<br />

fjárveiting frá Norrænu ráðherranefndinni, 84 m.kr., og (3) ýmsar sértekjur, aðallega<br />

frá sjóðum og fyrirtækjum, 118 m.kr.<br />

Jarðvísindastofnun er skipt í sex faghópa, og er þar byggt á fagþekkingu og þörfum<br />

fyrir rannsóknaraðstöðu. Faghóparnir hafa eftirtalin heiti: 1) Jarðeðlisfræði og<br />

eðlisræn jarð- og landfræði; 2) Jarðskorpuhreyfingar og skjálftafræði; 3) Jöklafræði;<br />

4) Kvarter-jarðfræði og setlagafræði; 5) Berg- og bergefnafræði og 6) Jarðefnafræði<br />

vatns, veðrun, ummyndun.<br />

Jarðeðlisfræði og eðlisræn jarð- og landfræði<br />

Innan fagsviðsins starfa jarðeðlis-, jarð- og landfræðingar að rannsóknum í aflrænni<br />

eldfjallafræði, gjóskulagafræði, jarðefnafræði skammlífra samsæta,<br />

varma- og vökvafræði jarðefna, fornsegulfræði hrauna, fjarkönnun og jarðlagafræði.<br />

Stundaðar eru rannsóknir á uppbyggingu Íslands, innri gerð, kvikuferlum<br />

til yfirborðs og eldvirkni, orsökum hennar, afleiðingum og áhrifum á umhverfi og<br />

samfélag. Starfsemin tengist mjög öðrum fagsviðum, s.s. jöklafræði, kvarterjarðfræði<br />

og berg- og jarðefnafræði.<br />

Helstu verkefni ársins voru eftirfarandi:<br />

• Bergsegulmælingar í Skagafjarðardölum, á Vestfjörðum og á Fljótsdal.<br />

• Eftirlit með Mýrdalsjökli og mat á hættu af jökulhlaupum frá Mýrdalsjökli.<br />

• Rannsóknir á eldgosum í jöklum, einkum Grímsvatnagosinu 2004.<br />

• Gjóskutímatal fyrir Norðurland síðustu 3000 ár og tímasetning sjávarsets<br />

með gjóskulögum, sýndaraldur sjávar.<br />

• Tímasetning sjávarsets með gjóskulögum á tímabilunum 0-2000 BP og 6000-<br />

8000 BP.<br />

• Gjóskutímatal og þáttur þeytigosa í eldvirkni á nútíma.<br />

• Athugun á notagildi fjarkönnunar við rauntíma umhverfiseftirlit, einkum með<br />

MODIS- og Envisat-gögnum. Fylgst var með hafísútbreiðslu og sjávarhitaskilum<br />

við landið, blóma svifþörunga, olíumengun á hafi úti, snjóþekju á landinu,<br />

gosmekki og öskufalli í Grímsvatnagosinu.<br />

• Hafísútbreiðsla við landið var könnuð með Quickscat-, MODIS- og NOAAmyndum.<br />

• Áhrif hafíss á líf og störf fólks fyrr á tímum samkvæmt samtímaheimildum.<br />

• Gróður- og jarðvegsbreytingar í Borgarfirði síðustu 1200 ár.<br />

• Veðrun, rof, gróður, jarðvegur og kolefnisbúskapur á Norðausturlandi.<br />

• Búseta, landsnytjar og umhverfisbreytingar á Vesturlandi.<br />

• Sandfok, jarðvegseyðing og uppgræðsla.<br />

• Áhrif ferðamanna á vistkerfi.<br />

Jarðskorpuhreyfingar og skjálftafræði<br />

Innan fagsviðsins var unnið að rannsóknum á uppbyggingu og uppruna jarðskorpu<br />

Íslands, innri gerð eldstöðva og jarðskorpuhreyfingum af ýmsu tagi.<br />

Helstu verkefni ársins voru eftirfarandi:<br />

• Rannsökuð var stefnuhneigð (anisotropy) bylgjuhraða í jarðskorpu og möttli<br />

Íslands.<br />

• Fylgst var með jarðskorpuhreyfingum undir Eyjafjallajökli, Mýrdalsjökli og<br />

nyrðra gosbeltinu með INSAR-mælingum úr gervitunglum.<br />

162


• Unnið var úr gögnum færanlegra jarðskjálftamæla við Goðabungu í Mýrdalsjökli<br />

og rannsóknir á hegðun jarðskjálfta á Suðurlandi héldu áfram.<br />

• Á árinu hófst alþjóðlegt verkefni styrkt af Evrópusambandinu, FORESIGHT,<br />

sem fjallar um tengsl jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla og tsunami-flóðbylgna.<br />

• Unnið var við kortlagningu sprungna á skjálftasvæði Suðurlandsundirlendis<br />

og radonmælingum og úrvinnslu radongagna var haldið áfram.<br />

• Kortlagning hafsbotnsins með fjölgeislamælingum beindist í ár að Öxarfirði,<br />

Eyjafirði og Kolbeinseyjarhrygg.<br />

• Stofnunin tók þátt í umfangsmiklum GPS-landmælingum og ber þar hæst<br />

ÍSNET2004-mælingarnar á viðmiðunarlandmælinganeti landsins. Einnig voru<br />

mæld GPS-net umhverfis nokkrar virkar eldstöðvar.<br />

• Mælt landris á Grímsfjalli var notað til að meta kvikuþrýsting í Grímsvötnum<br />

fyrir eldgosið í nóvember 200?<br />

• Rekstri hálendisnets skjálftamæla var fram haldið, m.a. fylgst með undanfara<br />

og framvindu goss í Grímsvötnum.<br />

Jöklafræði<br />

Starfið beinist að rannsóknum á jöklum Íslands, stærð þeirra, lögun, afkomu,<br />

hreyfingu og afrennsli jökulvatns. Unnið er að gerð korta af yfirborði og botni jöklanna,<br />

mælingum á ísflæði, afkomu og orkubúskap þeirra, rennsli vatns um þá,<br />

vatnsforða sem bundinn er í þeim og mati á hættu sem stafar af jöklum vegna<br />

jökulhlaupa frá jaðarlónum og lónum á jarðhitasvæðum undir jökli eða við eldgos<br />

undir ís. Einnig er unnið að gerð reiknilíkana af afkomu, hreyfingu og viðbrögðum<br />

jökla við loftslagsbreytingum ásamt umfangi og útbreiðslu hafíss við landið.<br />

Helstu verkefni ársins <strong>2005</strong> voru eftirfarandi:<br />

• Mælingar á afkomu, afrennsli og veðurþáttum (með sjálfvirkum veðurstöðvum)<br />

á Vatnajökli (10 stöðvar) og Langjökli (2 stöðvar). Gögnum var miðlað til<br />

alþjóðlegra samstarfsaðila og gagnabanka.<br />

• Líkanreikningar af orkubúskap Vatnajökuls og Langjökuls.<br />

• Áframhaldandi vinna að gerð korta af botni og yfirborði jökla (Langjökuls,<br />

Vatnajökuls, Mýrdalsjökuls). Gögnum um botn og yfirborð var miðlað til rannsóknarhópa<br />

í Kanada, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.<br />

• Yfirborðshæðarmælingar á Vatnajökli og Langjökli, kortlagning botns á<br />

Vatnajökli (milli Esjufjalla og Mávabyggða, efst á Skálafellsjökli og Breiðamerkurjökli<br />

og á sporðum og miðbiki Heinabergsjökuls, Skálafellsjökuls,<br />

Fláajökuls, Skaftafellsjökuls, Svínafellsjökuls og Kvíárjökuls).<br />

• Líkangerð af afkomu og ísflæði Hofsjökuls, Vatnajökuls og Langjökuls.<br />

• Athugun á viðbrögðum Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls og afrennsli<br />

frá þeim við breytt<br />

• veðurfar. Norrænt samstarf um rannsóknir á veðri, vatni og orku.<br />

• Mælingar á vatnsstöðu í Grímsvötnum og Grímsvatnahlaupum.<br />

• Jöklabreytingar kannaðar á Breiðamerkurjökli vegna rannsókna á landrisi á<br />

Breiðamerkursandi.<br />

• Breyting á ísfargi 1990 til 2000 á vestanverðum Vatnajökli vegna rannsókna á<br />

landrisi.<br />

• Jöklunarsaga Langjökuls könnuð og lýst með líkangerð af afkomu og ísflæði.<br />

Mat á rúmmálsbreytingum Langjökuls og afkomu frá 1985 til <strong>2005</strong>.<br />

• Hreyfisvið og yfirborðshæð jökla könnuð með fjarkönnunargögnum (SPOT,<br />

Landsat, ERS-1, ASTER).<br />

• Könnun á orsökum stórflóða í Jökulsá á Brú sumurin 2004 og <strong>2005</strong>.<br />

• Rennslisleiðir undir Kötlujökli kannaðar eftir gögnum sem aflað var um botn<br />

og yfirborðshæð á árinu 2004.<br />

• Þróun nýrra aðferða við framsetningu og túlkun á stefnuhneigð ískristalla og<br />

reiknilíkans sem segir til um breytingar á stefnu c-ása ískristalla samfara aflögun<br />

þeirra og áhrifum þess á flæði jökulíss.<br />

• Innri gerð jökuls könnuð á norðanverðum Mýrdalsjökli með íssjármælingum,<br />

einkum endurkast frá vatnslinsum og öskulögum.<br />

Kvarterjarðfræði og setlagafræði<br />

Rannsóknir innan fagsviðsins beinast að umhverfisbreytingum, sem lesin eru<br />

úr fornum jarðlögum og þeim eðlis-, efna- og líffræðilegu ferlum, sem móta yfirborð<br />

jarðar á hverjum tíma. Helstu áhersluþættir eru jöklabreytingar og jökulrof<br />

frá tertíer fram á nútíma, straumvötn og afrennslishættir, vindrof og jarðvegseyðing,<br />

framburður til sjávar, setmyndun í sjó og landmótun við strendur.<br />

Sjávarstöðubreytingar sem tengjast jöklabreytingum og höggun Íslands eru<br />

einn þáttur þessara rannsókna. Fornumhverfisbreytingar eru sérsvið jarðfræðinnar<br />

og til þess að rekja þær er lögð áhersla á jarðlagafræði, fornlíffræði og<br />

164


aldursgreiningu setmyndana gosmyndana frá tertíer og kvarter. Loftslagsbreytingar<br />

eru í brennidepli á þessu rannsóknarsviði og tengsl þeirra við hafstrauma<br />

og veðurfar. Í íslenskum jarðlögum, bæði á landi og í sjó, geymast upplýsingar<br />

um sögu úthafshryggja, eldvirkni, höggun, þróun setlagadælda og loftslagsbreytingar<br />

við Norður-Atlantshaf.<br />

Meginrannsóknarefni faghóps í ísaldarjarðfræði og setlagafræði við Jarðvísindastofnun<br />

Háskólans er loftslagsbreytingar í tíma og rúmi: hafstraumar, veðurfar,<br />

jöklar, setlög, jarðvegur og lífríki. Helstu verkefni og áhersluþættir innan þessa<br />

ramma eru:<br />

• Rannsóknir á setmyndun jökla með sérstöku tilliti til jöklabreytinga á mismunandi<br />

tímakvörðum, allt frá ári til árs og til jökulskeiða og hlýskeiða.<br />

• Rannsóknir á þýðingu jökla og eldvirkni fyrir ásýndir setlaga.<br />

• Rannsóknir á sjávarstöðubreytingum í tengslum við loftslagsbreytingar með<br />

sérstöku tilliti til jöklabreytinga.<br />

• Svörun umhverfisþátta í íslenska vistkerfinu við veðurfars- og loftslagsbreytingum<br />

bæði í sjó, á landi og í stöðuvötnum.<br />

• Breytingar á lífríki á sjó og landi með hliðsjón af loftslagsbreytingum og vaxandi<br />

fjarlægð Íslands og einangrun frá meginlöndum austan hafs og vestan.<br />

• Breytingar á hafstraumum við Ísland og í Norðurhöfum og þáttur þessara<br />

breytinga í varmaflutningi frá suðlægum breiddargráðum til Norður-Evrópu<br />

og einnig breytingar á útrás Norður-Íshafsins til suðurs meðfram Grænlandi<br />

og Íslandi.<br />

• Útvíkkun gjóskulagatímatals í jarðvegi og vatnaseti á Íslandi út í hafsbotnslög<br />

við Norður-Atlantshaf og tímasetning og tenging á umhverfisgögnum frá hafi,<br />

landi og jöklum.<br />

• Sandfok, jarðvegseyðing og uppgræðsla svo og tengsl búsetu, landsnytja og<br />

umhverfisbreytinga á Íslandi.<br />

Berg- og bergefnafræði<br />

Berg- og bergefnafræðingar Jarðvísindastofnunar HÍ fást við verkefni sem tengjast<br />

uppruna og þróun storkubergs, svo og hraða þessara ferla, sérstaklega á Íslandi.<br />

Meðal rannsóknarverkefna ársins má telja:<br />

• Greining reikulla efna (H2O, CO2, S) í bergi og leysni þeirra í bergkviku sem<br />

fall af þrýstingi, hita, efnasamsetningu, oxunarstigi og brennisteinsvirkni.<br />

• Glerinnlyksur í kristöllum.<br />

• Bergefnafræði heilla svæða og samband bergfræði og tektónískra þátta.<br />

Hlutur mismunandi ástands eða ferla – misleitni í möttli, bráðnunar og þáttunar<br />

við mismunandi þrýsting, hvörf bráðar við skorpuna – í myndun ýmissa<br />

bergtegunda.<br />

• Bergfræði og jarðefnafræði Þjórsárhrauna með tilliti til framandsteinda.<br />

• Beiting geislavirkni-ójafnvægisferla til að aldursgreina ung (10.000-250.000<br />

ára) hraun og meta hraða ýmissa bergfræðilegra ferla.<br />

• Steindafræði (einkum oxíða og súlfíða) og samband oxunarstigs og segulmögnunar<br />

í basalti á Íslandi og Mars.<br />

• Efnasamsetning og uppruni súlfíða í jarðhitasvæði Kröflu.<br />

• Strontíumsamsætur í jarðhitaummynduðu bergi.<br />

• Járnsamsætur í íslensku bergi.<br />

• Rannsóknir á uppruna og þróun bergkviku í Hofsjökulseldstöðinni, Kerlingarfjöllum,<br />

Vestmannaeyjum, Öskju og Esjufjöllum.<br />

• Rannsóknir á breyttu efnainnihaldi í borholuvatni frá Húsavík á undan<br />

skjálftavirkni.<br />

• Samsætugreiningar á bergi frá Öskju.<br />

• Frumrannsókn á lithium-samsætum í bergi frá Norður-Atlantshafi.<br />

• Samsætugreiningar í djúpvatni frá Reykjanesi.<br />

• Myndun og útbreiðsla Selsundsvikursins.<br />

• Háloftadreifing efnamengunar frá Heklu 2000.<br />

• Rannsóknir á Reykjaneshryggnum frá landi að 62° N.<br />

• Orsakir basískrar sprengivirkni og myndun basískra gjóskuflóða í Heklu og<br />

Llaima og Villarrica í Chile.<br />

• Hegðun kvikuhólfs undir Kötlu á nútíma.<br />

• Aldur og uppruni súra bergsins frá tertíer.<br />

• Þáttur vatns í tætingu kviku í Öræfajökulsgosinu 1362.<br />

• Eðli sprengivirkni í gervigígum og afgösun hrauna.<br />

• Búrfellshraun, efna- og varmafræðilegir eiginleikar og upphleðsla þanhrauns.<br />

• Rennsliseiginleikar hrauna á Reykjanesi og Hengli út frá efnasamsetningu og<br />

gerð hermilíkana.<br />

165


Jarðefnafræði vatns, veðrun, ummyndun<br />

Á þessu sviði er unnið að rannsóknum á efnaskiptum vatns og gufu við berg,<br />

jarðveg, andrúmsloft, lífrænt efni og lífverur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á<br />

efnafræði jarðhitavökva, samsætur vetnis, súrefnis og kolefnis, efnaveðrun og<br />

tilraunir á rannsóknastofu með efnaskipti vatns, bergs og lífræns efnis.<br />

Helstu verkefni ársins voru þessi:<br />

• Tilraunir með hraða fjölliðunar kísils í háhitavatni.<br />

• Tilraunir til að ákvarða jafnvægisfasta fyrir vötnun þrígilds járns og kleyfni<br />

kísils í vatnslausn.<br />

• Ritun spesíu- og efnahvarfaforrits.<br />

• Eðalgös í háhitakerfum.<br />

• Túlkun á ferlum sem ráða styrk ýmissa snefilefna í yfirborðs-, grunn- og<br />

jarðhitavatni.<br />

• Rannsókn á efnasamsetningu, rennsli og aurburði straumvatna á Suðurlandi.<br />

• Suðausturlandi, Austurlandi og Norðvesturlandi.<br />

• Efnavöktun vegna hættu á eldgosi í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli.<br />

• Athugun á efnasamsetningu úrkomu á Langjökli (1996-<strong>2005</strong>).<br />

• Tilraunir með hraða upplausnar eldfjallagjósku og hreyfanleika arsens í<br />

eldfjallajarðvegi og bergi.<br />

• Samsætur súrefnis, vetnis og kolefnis í úrkomu, sjó, yfirborðsvatni og heitu<br />

og köldu grunnvatni.<br />

• Athugun á samsætum í ískjörnum í Grænlandsjökli til að lesa í fornveðurfar<br />

og eldvirkni.<br />

• Geislakolsaldursgreiningar í samvinnu við Árósarháskóla.<br />

• Rannsóknir á breyttu efnainnihaldi í borholuvatni frá Húsavík á undan<br />

skjálftavirkni.<br />

• Samsætugreiningar í djúpvatni frá Reykjanesi.<br />

• Rannsókn á háloftadreifingu efnamengunar frá Heklugosi 2000.<br />

Verkefni Jarðvísindastofnunar eru unnin í samvinnu við ýmsar rannsókna- og<br />

þjónustustofnanir, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Flugmálastjórn, Hafrannsóknastofnun,<br />

Jöklarannsóknafélag Íslands, Landhelgisgæslu, Landsvirkjun,<br />

Náttúrufræðistofnun, Vatnamælingar Orkustofnunar, Íslenskar Orkurannsóknir,<br />

Orkuveitu Reykjavíkur, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu<br />

Íslands, Vegagerðina, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST) og rannsóknastofnanir<br />

á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og Japan. Auk fastra fjárveitinga<br />

úr ríkissjóði voru framangreindar rannsóknir kostaðar af Norrænu Ráðherranefndinni,<br />

styrkveitingum úr Rannsóknasjóði Háskólans, Rannsóknasjóði<br />

og Tækjasjóði Vísinda- og tækniráðs, sjóðum Evrópusambandsins, Landsvirkjun,<br />

Hitaveitu Suðurnesja, Orkusjóði, Orkustofnun, Orkuveitunni og Umhverfisráðuneytinu.<br />

Starfsmenn birtu 55 greinar í ritrýndum tímaritum á alþjóðavettvangi<br />

á árinu <strong>2005</strong> auk fjölda skýrslna, greina á íslensku og ráðstefnukynninga.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar veittu Almannavörnum og Vegagerðinni ráðgjöf og<br />

fjölmiðlum upplýsingar um náttúruvá af ýmsum toga.<br />

Nánari upplýsingar um verkefni og ritaskrár starfsmanna Jarðvísindastofnunar<br />

má finna á vef stofnunarinnar (www.jardvis.hi.is).<br />

Rannsóknastofa í matvælafræði<br />

Almennt<br />

Fjöldi starfsmanna á rannsóknastofu í matvælaefnafræði í Læknagarði er<br />

breytilegur frá ári til árs og er háður rannsóknarstyrkjum. Nú starfa þrír starfsmenn<br />

við rannsóknastofuna en þeir eru Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor, sem<br />

er yfirmaður rannsóknastofunnar, og Helga Margrét Pálsdóttir og Hólmfríður<br />

Sveinsdóttir, nemendur í doktorsnámi. Helga Margrét vinnur að lokaþætti rannsókna<br />

á nýstárlegri gerð trypsíns úr þorski, bæði klónaða og tjáða forminu svo<br />

og náttúrulega formi ensímsins. Áætlað er að hún verji doktorsritgerð sína um<br />

mitt árið 2006. Verkefnið eru unnið í samstarfi við Jón Braga Bjarnason, prófessor.<br />

Erlendir samstarfsaðilar eru Jay W. Fox, örverufræðideild University of<br />

Virginia, og Charles S. Craik, lyfjaefnafræðideild University of California, San<br />

Francisco.<br />

Hólmfríður Sveinsdóttir vinnur að rannsóknum á mikilvægi trypsína í hrognum<br />

og lirfum þorsks. Síðustu 6 mánuðina hefur hún unnið að próteinmengjagreiningum<br />

þorsklirfa við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi í samstarfi við prófessor<br />

166


Phil Cass. Þá er einnig unnið að ýmsum fiskeldis- og fóðurrannsóknarverkefnum<br />

í samstarfi við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Hafrannsóknastofnunina,<br />

Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum, Keldur, Laxá og fiskeldisfyrirtæki.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Nokkrar vísindagreinar birtust í erlendum tímaritum þar sem niðurstöður rannsóknarverkefnanna<br />

voru kynntar. Einnig voru rannsóknirnar kynntar með fyrirlestrum<br />

og veggspjaldakynningum á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum.<br />

Nánari upplýsingar um rannsóknirnar má finna á heimasíðu Ágústu<br />

Guðmundsdóttur: (http://www.hi.is/nam/matvskor/agusta).<br />

167


Tannlæknadeild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt<br />

Sigfús Þór Elíasson, prófessor, tók við sem deildarforseti tannlæknadeildar 1.<br />

júlí <strong>2005</strong> af Einari Ragnarssyni, dósent, en Einar mun starfa áfram sem varadeildarforseti.<br />

Á deildarfundi eiga sæti allir fastráðnir kennarar deildarinnar og<br />

þrír fulltrúar stúdenta. Við deildina starfar deildarráð þar sem sæti eiga deildarforseti,<br />

varadeildarforseti, formaður kennslunefndar, klínikstjóri og tveir fulltrúar<br />

stúdenta. Núverandi formaður kennslunefndar er Karl Örn Karlsson, lektor.<br />

Klínikstjóri sem hefur yfirumsjón með allri starfsemi á verkstofum deildarinnar<br />

er Helgi Magnússon, lektor. Við tannlæknadeild starfa 17 fastráðnir kennarar<br />

í rétt rúmlega 14 stöðugildum auk nokkurra stundakennara. Jafnframt<br />

starfa við deildina rekstrarstjóri í 40% starfi, skrifstofustjóri í 100% starfi, deildarstjóri<br />

á klínik í 80% starfi, þrír tanntæknar í 60% starfi hver, tveir móttökufulltrúar<br />

í 50% starfi hvor, tannsmiður í 75% starfi og tækjavörður í 100% starfi.<br />

Nýtt skipurit tannlæknadeildar var samþykkt á deildarfundi á haustmisseri.<br />

Auk tannlæknakennslunnar fer fram á vegum tannlæknadeildar kennsla tanntækna,<br />

þ.e. aðstoðarfólks tannlækna, og tannsmiða.<br />

Hinn 31. janúar <strong>2005</strong> voru liðin 60 ár frá því að tannlæknakennsla hófst hér við<br />

Háskóla Íslands. Þessara tímamóta var minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu,<br />

m.a. vísindaráðstefnu, opnu húsi fyrir almenning og gamla nemendur<br />

deildarinnar auk hátíðarsamkomu í tilefni afmælisins.<br />

Starfsfólk<br />

Á árinu hætti Sigríður J. Sigfúsdóttir störfum sem deildarstjóri á klínik eftir<br />

langan og farsælan starfsferil. Hún hafði starfað við tannlæknadeildina í yfir 40<br />

ár og var við starfslok sá starfsmaður Háskóla Íslands sem hafði lengstan<br />

starfsaldur. Við starfi hennar tók Hanna G. Daníelsdóttir, tanntæknir.<br />

Ólafur Höskuldsson, lektor í barnatannlækningum hætti einnig störfum við<br />

deildina eftir langan og farsælan starfsferil. Hann hóf kennslu við tannlæknadeildina<br />

haustið 1972, fyrsta árið sem stundakennari en frá 1973 sem lektor. Við<br />

starfi hans tók Sigurður Rúnar Sæmundsson, lektor.<br />

Ellen Flosadóttir var ráðin lektor í klíniskri tannlæknisfræði í 50% stöðu en hún<br />

hefur verið stundakennari við deildina undanfarin tvö ár.<br />

Svend Richter hefur einnig verið ráðinn í 50% stöðu lektors í klíniskri tannlæknisfræði.<br />

Svend hefur verið aðjúnkt við deildina allar götur síðan 1988 og gegndi<br />

fullu starfi lektors í munngervalækningum sl. tvö ár. Fyrst um sinn mun Ellen<br />

einkum gegna kennsluskyldu í partagerð og Svend í heilgómagerð.<br />

Jónas Geirsson, tannlæknir, hefur verið ráðinn stundakennari í klíniskri tannfyllingu<br />

einn morgun í viku.<br />

Að öðru leyti mun sama starfsfólk starfa við deildina og sömu kennarar og í<br />

fyrra sjá um kennsluna, bæði stundakennarar og fastir kennarar. Engar breytingar<br />

verða á starfsfólki hjá Námsbraut fyrir tanntækna né Tannsmiðaskólanum.<br />

Kennslumál<br />

Tannlæknadeild hefur gert samstarfssamning við nokkra tannlæknaháskóla á<br />

Norðurlöndum um framhaldsnám og stúdentaskipti. Fyrsti Nordplus skiptineminn<br />

Samuel Onval frá Svíþjóð, kom til deildarinnar á vormisseri. Á haustmisseri<br />

Fjárveitingar og útgjöld tannlæknadeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 94.478 98.018<br />

Fjárveiting 85.482 88.082<br />

169


<strong>2005</strong> kom síðan annar Nordplus skiptinemi, frá Noregi. Jafnframt fóru frá okkur<br />

tveir tannlæknanemar á 5. ári til Árósa í Danmörku sem skiptinemar. Gerir<br />

deildin ráð fyrir áframhaldandi skiptinemasamskiptum við skóla á Norðurlöndunum<br />

í framtíðinni.<br />

Framhaldsnám hefur aukist mikið við deildina sem er mikið ánægjuefni á<br />

þessu afmælisári. Sameiginleg rannsóknarnámsnefnd læknadeildar, tannlæknadeildar<br />

og lyfjafræðideildar hefur yfirumsjón með rannsóknartengdu<br />

framhaldsnámi í þessum deildum. Fulltrúi tannlæknadeildar í nefndinni var<br />

Sigurður Örn Eiríksson.<br />

Hinn 5. mars <strong>2005</strong> varði Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir, doktorsritgerð sína<br />

Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull barna við foreldra<br />

sína á Íslandi eða Prevalence of Malocclusion, Craniofacial Morphology and Heritability<br />

in Iceland. Í doktorsnefnd Berglindar var dr. Þórður Eydal Magnússon,<br />

prófessor emeritus, sem var aðalleiðbeinandi, en auk hans voru í nefndinni dr.<br />

Peter Holbrook, prófessor og dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson, tannlæknir.<br />

Andmælendur voru dr. Peter A. Mossey, University of Dundee og dr. Rolf Berg,<br />

professor emeritus. Sigfús Þór Elíasson, prófessor, stjórnaði athöfninni.<br />

Gunnsteinn Æ. Haraldsson lauk doktorsprófi frá háskólanum í Helsinki og tannlæknadeild<br />

Háskóla Íslands 19. ágúst <strong>2005</strong>. Ritgerðin ber titilinn Oral commensal<br />

Prevotella Species and Fusobacterium Nucleatum: Identification and Potential<br />

Pathogenic Role og var verkefnið unnið í samvinnu Háskólans í Helsinki, Háskóla<br />

Íslands og National Public Health Institute í Helsinki, Finnlandi. Leiðbeinendur<br />

Gunnsteins voru prófessor W. Peter Holbrook við tannlæknadeild Háskóla<br />

Íslands, dr. Eija Könönen, forstöðumaður Rannsóknastofu loftfirrðra baktería við<br />

National Public Health Institute og prófessor Jukka Meurman við læknadeild<br />

Háskólans í Helsinki. Andmælandi við doktorsvörnina var prófessor Gunnar Dahlén<br />

frá tannlæknadeild Háskólans í Gautaborg en auk hans voru í dómnefnd<br />

prófessor Brian I. Duerden, við Háskólann í Cardiff og prófessor Vidar Bakken<br />

við Háskólann í Bergen.<br />

Hinn 15. október <strong>2005</strong> varði síðan Inga B. Árnadóttir, dósent, doktorsritgerð sína<br />

Dental Health and Related Lifestyle Factors in Icelandic Teenagers. Í doktorsnefnd<br />

Ingu var dr. Peter Holbrook, prófessor, sem var aðalleiðbeinandi, en auk<br />

hans voru í nefndinni dr. Helga Ágústsdóttir, yfirtannlæknir í heilbrigðis- og<br />

tryggingamálaráðuneytinu og dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson, verðandi lektor<br />

í barnatannlækningum. Andmælendur voru dr. Hafsteinn Eggertsson, prófessor<br />

við Indiana University og dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur við<br />

Lýðheilsustöð. Stjórnandi athafnar var Sigfús Þór Elíasson, deildarforseti.<br />

Kennslunefnd deildarinnar vinnur nú að endurskipulagningu grunntannlæknanámsins<br />

með hliðsjón af kröfum Evrópubandalagsins. Auk þess hefur fulltrúi<br />

deildarinnar tekið þátt í stefnumótunarstarfi samtaka evrópskra tannlæknaháskóla.<br />

Tannlæknadeild hefur einnig tekið að sér fyrir heilbrigðisyfirvöld að prófa kunnáttu<br />

erlendra tannlækna sem hingað hafa flutt frá löndum utan Efnahagsbandalagsins<br />

og sótt hafa um tannlækningaleyfi hér á landi. Tveir erlendir tannlæknar<br />

tóku upphafspróf á árinu.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í tannlæknadeild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 22 28 50 24 27 51 29 42 71<br />

Brautskráðir<br />

Tannlækningar kandídatspróf 4 3 7 3 1 4 3 3 6<br />

Tannlækningar doktorspróf 0 2 2<br />

Samtals 3 5 8<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

170


Rannsóknir<br />

Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum var haldin 4. og 5. janúar<br />

<strong>2005</strong> í Öskju. Þetta er í tólfta sinn sem þessi ráðstefna er haldin en hún er á vegum<br />

læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar Háskóla Íslands. Umsjón<br />

með ráðstefnunni hefur sameiginleg vísindanefnd deildanna. Fulltrúi tannlæknadeildar<br />

í nefndinni var Sigfús Þór Elíasson prófessor. Í desember stóð Tannlækningastofnun<br />

fyrir vísindaráðstefnu þar sem kennarar deildarinnar skýrðu frá niðurstöðum<br />

úr rannsóknarverkefnum sínum. Auk þess tóku kennarar deildarinnar<br />

þátt í mörgum innlendum og alþjóðlegum vísindaráðstefnum. Þar héldu þeir erindi<br />

og greindu frá rannsóknum sínum.<br />

171


Verkfræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Stjórn<br />

Sigurður Brynjólfsson var deildarforseti og Sigurður Erlingsson varadeildarforseti<br />

allt árið <strong>2005</strong>. Þriggja ára kjörtímabil þeirra hófst 1. júlí 2004. Skorarformenn árið<br />

<strong>2005</strong> voru Jónas Elíasson (til 1. júlí) og Bjarni Bessason (frá 1. júlí) fyrir umhverfis-<br />

og byggingarverkfræðiskor; Fjóla Jónsdóttir (fram til október er hún fór í<br />

barnsburðarleyfi) og Ólafur Pétur Pálsson eftir það fyrir véla- og iðnaðarverkfræðiskor;<br />

Jóhannes R. Sveinsson fyrir rafmagns- og tölvuverkfræðiskor og að<br />

lokum Helgi Þorbergsson (til 1. júlí) og Ebba Þóra Hvannberg (frá 1. júlí) fyrir tölvunarfræðiskor.<br />

Sameiginlegur fulltrúi verkfræði- og raunvísindadeilda í háskólaráði var Rögnvaldur<br />

Ólafsson og í fjármálanefnd var fulltrúi deildanna Robert J. Magnus til 1.<br />

júlí <strong>2005</strong> en Ebba Þóra Hvannberg eftir það.<br />

Skipulag og stefna deildar<br />

Undanfarið hefur oft verið rætt um stefnu og markmið deildar og var sú umræða<br />

komin á töluverðan rekspöl í véla- og iðnaðarverkfræðiskor. Í upphafi árs var<br />

ákveðið að ráða sérfróðan mann, Tryggva Sigurbjörnsson, til að halda utan um<br />

stefnumótunarvinnuna og koma henni á legg. Á deildarráðs- og deildarfundum<br />

kynnti Tryggvi síðan hugtök og verklag sem nauðsynleg væru í stefnumótunarvinnu.<br />

Deildin kom saman á tveimur starfsdögum, 3. maí og 25. ágúst, og vann<br />

mikið starf við umhverfisgreiningu, gildismat, hlutverk og framtíðarsýn en verkinu<br />

var ekki lokið þegar Háskólinn hratt af stað átaki til að móta skólanum stefnu<br />

með þátttöku allra deilda og sviða. Vinnan, sem deildin hafði lagt í stefnumótun<br />

sína, nýttist vel í átaki Háskólans sem ekki er lokið þegar þetta er skrifað.<br />

Gæðastarf<br />

Árið 1995 hóf verkfræðideild starf að gæðamálum samkvæmt ISO 9000 staðlinum<br />

og var komin vel á veg með gæðahandbók en hlé var gert á vinnunni þegar<br />

ákveðið var að Háskólinn í heild tæki upp gæðakerfi. Á síðastliðnu ári hóf deildarforseti<br />

undirbúning að þróun gæðakerfis verkfræðideildar að nýju. Gæðahópur,<br />

skipaður forseta, varaforseta, Helga Þór Ingasyni, dósent, og skrifstofustjóra,<br />

ræddi málið. Ólafur Jakobsson, meistaranemi við deildina, var ráðinn til að stýra<br />

verkefninu. Stefnt er að því að ganga frá gæðahandbók sem verði aðgengileg<br />

nemendum og starfsmönnum deildarinnar árið 2006.<br />

Nám og kennsla<br />

Kennsla var að mestu með sama hætti og undanfarin ár. Þó verður vart meiri<br />

áhuga hjá stofnunum og fyrirtækjum að tengjast starfi deildarinnar með einhverjum<br />

hætti. Þannig má benda á tvö dósentsstörf sem fyrirhugað er að stofna í umhverfis-<br />

og byggingarverkfræði, annað styrkt af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins<br />

og hitt af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags<br />

Íslands eins og áður segir. Þá gerðu deildin og Siglingastofnun samning<br />

sem kveður á um að Siglingastofnun taki að sér kennslu á námskeiðinu Hafnargerð<br />

og var námskeiðið kennt samkvæmt þeim samningi á haustmisseri <strong>2005</strong>.<br />

Fleira af því tagi er í undirbúningi.<br />

Blað var brotið í starfsemi deildarinnar þegar samþykkt var að koma á fót MPM<br />

námi (Master of Project Management) við deildina í samstarfi við Endurmenntunarstofnun<br />

Háskólans. 30 nemendur hófu nám í MPM náminu haustið <strong>2005</strong>.<br />

Nýmæli var það líka á árinu að gerður var samningur við INPG (Institut National<br />

Polytechnique de Grenoble) sem er háskólastofnun í Frakklandi, um sameigin-<br />

Fjárveitingar og útgjöld verkfræðideildardeildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 297.567 325.664 328.302<br />

Fjárveiting 314.394 335.705 348.950<br />

172


lega doktorsgráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði. Franskur doktorsnemi, Mathieu<br />

Fauvel, vinnur að doktorsverkefni sínu bæði hér og í Frakklandi og hlýtur doktorsgráðuna<br />

frá báðum skólum.<br />

Innan deildar hefur mikið verið rætt um árangur og námsframvindu stúdenta. Ef<br />

litið er á innritunartölur í grunnnám annars vegar og fjölda brautskráðra hins<br />

vegar kemur í ljós að brottfallið er 50-60%. Deildin hefur sett sér það markmið að<br />

standa jafnfætis fremstu tækniháskólum á Norðurlöndum og mun ekki slaka á<br />

kröfum. Það er því ljóst að grípa verður til ráðstafana til að draga úr brottfalli<br />

stórs hóps ungmenna á hverju ári. Deildin efndi í því skyni til stuðningskennslu á<br />

fyrsta ári en margir telja að herða verði inntökuskilyrði, auka aðhald í námi og<br />

ræða við framhaldsskóla um undirbúning nemenda fyrir verkfræðinámið og kröfurnar<br />

sem þar eru gerðar.<br />

Starfsmannamál<br />

Miklar hræringar voru í starfsmannamálum deildar á árinu. Fjórir kennarar óskuðu<br />

eftir að minnka starfshlutfall sitt, þeir Halldór Guðjónsson, dósent í tölvunarfræði,<br />

og Júlíus Sólnes, prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði, niður í<br />

49%; Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunarfræði, í 33% og Páll Valdimarsson,<br />

prófessor í véla- og iðnaðarverkfræði, í 25%. Þá lét Anna Ingólfsdóttir, dósent í<br />

tölvunarfræði, af störfum 30. júní <strong>2005</strong>.<br />

Halldór Pálsson var ráðinn dósent í varma- og straumfræði til véla- og iðnaðarverkfræðiskorar<br />

frá 1. maí <strong>2005</strong> og Kristján Jónasson dósent í tölvunarfræði við<br />

tölvunarfræðiskor frá 1. janúar 2006.<br />

Verkfræðideild og læknadeild náðu samkomulagi um að efna til náms í lífverkfræði<br />

og var doktor James Beach ráðinn til að koma því á fót. Hann hefur störf á<br />

fyrri hluta næsta árs.<br />

Auglýst hafa verið kennarastörf í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor og véla-,<br />

efna- og iðnaðarverkfræðiskor og fleira er í bígerð í ráðningarmálum.<br />

Mikil umskipti urðu á starfsmannahaldi á sameiginlegri skrifstofu verkfræði- og<br />

raunvísindadeilda. Edda Einarsdóttir, fulltrúi, lét af störfum um miðjan nóvember<br />

eftir 17 ára starf og Lilja Þorleifsdóttir, fulltrúi, lét af störfum 1. janúar 2006 eftir<br />

rúmlega aldarfjórðungs starf. Hlín Eyglóardóttir, fulltrúi, sem er í 50% starfi hjá<br />

hvorri deild, tók til starfa 1. nóvember, Erna Sigurðardóttir, verkefnisstjóri með<br />

aðaláherslu á kynningarmál, tók til starfa fyrri hluta október og Edda Friðgeirsdóttir,<br />

verkefnisstjóri með aðaláherslu á fjármál verkfræðideildar og Verkfræðistofnunar,<br />

tók til starfa 1. nóvember. Þær tvær síðarnefndu eru í fullu starfi hjá<br />

verkfræðideild.<br />

Húsnæðismál<br />

Kennsluhúsnæði jókst ekkert á árinu og eru stofurnar í VR-II þrautnýttar. Þá er<br />

skortur á skrifstofum og ekki ljóst hvar nýjum kennurum við deildina verður<br />

komið fyrir. Deildarmenn horfa hins vegar vonaraugum til framkvæmdanna í<br />

Vatnsmýri þar sem reisa á Vísindagarða. Verkfræðideild á tvímælalaust heima við<br />

hliðina á fyrirtækjum á vísinda- og tæknisviði og leggur kapp á að flytjast í Vísindagarða<br />

þegar þeir rísa.<br />

Húsnæði sameiginlegrar deildaskrifstofu verkfræði- og raunvísindadeilda í VR-II<br />

tók hins vegar miklum stakkaskiptum á árinu. Framkvæmdir stóðu frá því í maí<br />

og fram í október. Tölvuver í stofu 256 var lagt niður en kaffistofa kennara, sem<br />

var í stofu 255, fluttist í 256. Skrifstofan fékk til umráða rýmið í 255 þegar veggurinn<br />

á milli var brotinn niður. Húsnæði skrifstofunnar stækkaði um allt að 50% við<br />

þessar breytingar og öll ásýnd varð opnari og bjartari. Þá vænkaðist hagur meistaranema<br />

verkfræðideildar þegar þil var sett upp í bókasafninu á þriðju hæð til að<br />

stúka af vinnuaðstöðu fyrir þá.<br />

Styrkir og viðurkenningar<br />

Verkfræðideild nýtur mikillar velvildar í þjóðfélaginu og sýna fjöldamörg fyrirtæki og<br />

einstaklingar deildinni og starfsemi hennar velvild í verki með fjárstuðningi við<br />

framhaldsnemendur eða kennslu. Nefna má ALCAN, Gunnar Björgvinsson flugvélasala<br />

í Lúxemborg, Opin kerfi, Orkuveitu Reykjavíkur, Samskip og Smith & Norland.<br />

Hinn 21. desember á hverju ári er úthlutað styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar<br />

til þess verkfræðinema sem skarar fram úr í náminu. Styrkurinn árið<br />

<strong>2005</strong> kom í hlut Gunnars Sigurðssonar, nemanda á þriðja ári í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði.<br />

173


Fyrirlestrar og ráðstefnur<br />

Tölvunarfræðiskor hélt alþjóðlega ráðstefnu um nýjungar í hugbúnaðarþróun á<br />

árinu. Ráðstefnan var vel sótt af innlendum og erlendum gestum. Gefið var út<br />

veglegt ráðstefnurit.<br />

Erlendir gestakennarar tölvunarfræðiskorar voru Daniel L. Moody og Hans<br />

Schaefer.<br />

Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor stóð að opinni fyrirlestraröð um umhverfismál<br />

á vormisseri og ennfremur um orsakir og afleiðingar jarðskjálftans í Indónesíu<br />

og afleiðingar flóðanna í New Orleans. Þá var í málstofum skorarinnar fjallað<br />

um ýmis efni, má þar nefna neðansjávarjarðgöng í Færeyjum, reiknilíkön til að<br />

meta áhættu af völdum náttúruhamfara og streitu í jarðskorpu Íslands.<br />

Þá stóð umhverfis- og verkfræðiskor að ráðstefnunni Áhrif sjóflóða og hækkunar<br />

sjávarstöðu á skipulag, ásamt Skipulagsstofnun og Siglingastofnun.<br />

Á vegum rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar voru fluttir opnir fyrirlestrar, Einkennaval<br />

með ratsjárskuggum og bylgjuhöggum í háupplausna ratsjárgögnum:<br />

Aðferð til að auðkenna skotmörk í MSTAR gagnasafninu og Gagnabræðsla notuð<br />

til flokkunar fjarkönnunargagna með mikilli rúmfræðilegri upplausn.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í verkfræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 673 237 910 652 251 903 632 245 877<br />

Brautskráðir<br />

Umhverfis- og byggingaverkfræði BS 15 6 21 15 12 27 1 1 2<br />

Byggingaverkfræði BS 10 11 21<br />

Umhverfisverkfræði BS 0 4 4<br />

Byggingaverkfræði MS 4 1 5<br />

Umhverfisfræði MS 0 2 2<br />

Véla- og iðnaðarverkfræði BS 29 15 44 24 11 35 3 1 4<br />

Vélaverkfræði BS 15 5 20<br />

Iðnaðarverkfræði BS 12 7 19<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræði BS 30 4 34 25 7 32 17 7 24<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræði MS 8 0 8<br />

Efnaverkfræði BS 1 1 2 5 7 2 1 3<br />

Tölvurekstrarfræði diplóma 2 2 1 1 2 1 3<br />

Tölvunarfræði BS 33 8 41 26 5 31 21 3 24<br />

Hugbúnaðarverkfræði BS 1 0 1<br />

Hugbúnaðarverkfræði MS 1 0 1<br />

Tölvunarfræði MS 1 1 2 6 4 10 6 2 8<br />

Verkfræði MS 9 2 11 5 1 6<br />

Vélaverkfræði MS 4 4 2 2 4 7 0 7<br />

Véla- og iðnaðarverkfræði MS 1 0 1<br />

Iðnaðarverkfræði MS 6 2 8<br />

Samtals 123 37 160 106 47 153 117 48 165<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Verkfræðistofnun<br />

Hlutverk<br />

Verkfræðistofnun er vísindaleg rannsóknarstofnun sem starfrækt er af Háskóla<br />

Íslands. Stofnunin heyrir undir verkfræðideild og er vettvangur rannsókna- og<br />

þróunarstarfs á fræðasviðum verkfræði. Hlutverk Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands<br />

(VHÍ) er að skapa rekstrarumhverfi fyrir rannsóknir akademískra starfsmanna<br />

verkfræðideildar og efla rannsóknir og framhaldsnám í verkfræði. Stofnunin<br />

á að samhæfa rannsóknir og stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda<br />

rannsóknaraðila í nánum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf. Hlutverk VHÍ er jafn-<br />

174


framt að kynna rannsóknarniðurstöður og sinna þjónustuverkefnum, ásamt því<br />

að veita upplýsingar og ráðgjöf.<br />

Skipulag<br />

Verkfræðistofnun skiptist í rannsóknarsvið sem eru hliðstæð hinum fjórum skorum<br />

verkfræðideildar, þ.e. rafmagns- og tölvuverkfræðisvið, tölvunarfræðisvið,<br />

umhverfis- og byggingarverkfræðisvið og véla- og iðnaðarverkfræðisvið. Innan<br />

hvers sviðs er heimilt, með samþykki deildarráðs, að stofna rannsóknarstofur<br />

sem hafa afmarkað rannsóknarmarkmið.<br />

Rannsóknarsvið og -stofur starfandi á árinu <strong>2005</strong> voru:<br />

Umhverfis- og byggingarverkfræðisvið:<br />

• Aflfræðistofa (Rannsóknarmiðstöð á Selfossi)<br />

• Jarð- og vegtæknistofa<br />

• Vatnaverkfræðistofa<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræðisvið:<br />

• Kerfisverkfræðistofa<br />

• Upplýsinga- og merkjafræðistofa<br />

• Tölvunarfræðisvið<br />

Véla- og iðnaðarverkfræðisvið:<br />

• Varma- og straumfræðistofa<br />

Stjórn og starfsemi<br />

Á árinu <strong>2005</strong> var fjöldi stafsmanna sem tengdist stofnuninni um 51. Þar af voru 29<br />

akademískir starfsmenn og sérfræðingar, nýdoktorar voru um 12, en doktors- og<br />

meistaranemar voru um 20 og eru þá eingöngu taldir með þeir nemar verkfræðideildar<br />

sem hlutu styrki. Velta VHÍ á árinu <strong>2005</strong> var um 155 m.kr.<br />

Í stjórn VHÍ á árinu <strong>2005</strong> voru:<br />

Jón Atli Benediktsson, sviðsstjóri rafmagns- og tölvuverkfræðisviðs.<br />

Jónas Elíasson, sviðsstjóri umhverfis- og byggingarverkfræðisviðs.<br />

Magnús Már Halldórsson, sviðsstjóri tölvunarfræðisviðs.<br />

Magnús Þór Jónsson, sviðsstjóri véla- og iðnaðarverkfræðisviðs (formaður).<br />

Sigurður Brynjólfsson, deildarforseti verkfræðideildar.<br />

Þann 2. júní <strong>2005</strong> hélt Verkfræðistofnun Meistaradag þar sem níu meistaraverkefni<br />

voru varin. Ásamt meistaravörnum voru þrjú inngangserindi og þrjár málstofur<br />

á sviði samgöngutækni, orkuverkfræði og tölvunarfræði.<br />

Ársfundur Verkfræðistofnunar var haldinn 30. nóvember <strong>2005</strong>. Á fundinum fékk<br />

Ragnar Sigbjörnsson, prófessor, viðurkenningu fyrir framlag til verkfræðirannsókna<br />

og fjórir nemendur fengu viðurkenningu fyrir verkefni í framhaldsnámi.<br />

Vatnaverkfræðistofa<br />

Fastir starfsmenn<br />

Birgir Jónsson, dósent<br />

Jónas Elíasson, prófessor<br />

Sigurður Magnús Garðarsson, dósent<br />

Doktorsnemar, meistaranemar og sérfræðingar árið <strong>2005</strong><br />

Atli Gunnar Arnórsson, Georges Guigay, Harpa Jónsdóttir, María J. Gunnarsdóttir,<br />

María Stefánsdóttir, Snjólaug Ólafsdóttir, Sveinbjörn Jónsson og Þórunn Sigurðardóttir.<br />

Evrópuverkefnið Firenet RTN2-2001-11142<br />

Verkefnið er netverkefni um rannsóknir á eldi í lokuðu rými með sérstakri áherslu<br />

á tölvuhermun gassprenginga (backdraft). Íslenski þátturinn er undir sameiginlegri<br />

stjórn Jónasar Elíassonar og Björns Karlssonar, brunamálastjóra. Þátttakendur<br />

eru Brunamálastofnun og Ansys (nánar), háskólar í Bretlandi, Svíþjóð,<br />

Belgíu, Norður-Írlandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Hlutverk Vatnaverkfræðistofu<br />

er tölvueftirlíking á gasflæði í tilraunum sem gerðar eru með slíka<br />

bruna í Svíþjóð. Vinna við verkefnið var í höndum Ales Jug, doktorsnema, en Georges<br />

Guigay hefur tekið við af honum.<br />

176


Birt efni meðal annars:<br />

• Eliasson, J., Guigay, G. and Karlsson, B. The gravity wave problem in underventilated<br />

fires. Fire Technology, (Submitted for publication) May <strong>2005</strong>.<br />

Straumfræði stillanlegra vökvadempara<br />

Unnið var að rannsóknum á straumfræðilegri hegðun grunns vökva í tanki undir<br />

sveifluálagi. Rannsóknirnar byggja að grunninum á viðamiklum tilraunum sem<br />

gerðar voru við University of Southern California. Tilraunirnar voru gerðar til að<br />

rannsaka hegðun vökva sem fall af ýmsum breytum og lögun tanks undir hlutfallslega<br />

stórum sveiflum þar sem hegðun vökvans er frá því að vera hæg og<br />

mjúk upp í að vera ofsafengin með stórum, brotnum öldum. Töluleg straumfræðileg<br />

hermun byggð á ClawPack hefur verið beitt í verkefninu. Starfsmaður verkefnisins<br />

sumarið <strong>2005</strong> var Þórunn Sigurðardóttir. Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóð<br />

Háskóla Íslands.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Garðarsson, S. M. Hermun svörunar mannvirkis með stillanlegum vökvadempara.<br />

Árbók Verkfræðingafélagsins. Verkfræðingafélagið <strong>2005</strong>, bls. 225-<br />

232.<br />

• Gardarsson, S. M. and Sigurdardottir Th. Shallow-Water Sloshing Simulation<br />

using CLAWPACK. 2nd. Intermediate Report. Engineering Research Institute,<br />

University of Iceland. Report nr. VHI-02-<strong>2005</strong>, December <strong>2005</strong><br />

• Gardarsson, S. M. and Sigmarsson, S. G. Shallow-Water Sloshing Simulation<br />

using CLAWPACK. 1st. Intermediate Report. Engineering Research Institute,<br />

University of Iceland. Report nr. VHI-03-2004, December 2004.<br />

• Gardarsson, S. M. Case study of hysteresis in shallow water sloshing. Árbók<br />

Verkfræðingafélagsins, bls. 210-216, 2004.<br />

Áhrif bráðnunar jökla vegna loftlagsbreytinga á aurfyllingu<br />

miðlunarlóna<br />

Unnið var að rannsóknum á áhrifum loftlagsbreytinga á aurfyllingu lóna vegna<br />

breytinga á stærð jökla. Áhrif hörfunar Brúarjökuls á aurfyllingu Hálslóns hefur<br />

meðal annars verið athuguð.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Gardarsson, S.M. and Eliasson, J. Influence of Climate Warming on Hálslón<br />

Reservoir sediment filling. Submitted Sept. <strong>2005</strong>.<br />

• Jónsson, B., Garðarsson, S. M., og Elíasson, J. Kárahnjúkavirkjun. Langtímaþróun<br />

rennslis og miðlunar. Árbók Verkfræðingafélagsins. Verkfræðingafélagið<br />

<strong>2005</strong>, bls. 253-259.<br />

• Gardarsson S.M., Jonsson B., and and Eliasson J. Sediment Model of Halslon<br />

Reservoir filling taken into account Bruarjokull Glacier recede. European<br />

Geosciences Union General Assembly <strong>2005</strong>, Vienna, Austria, 24 – 29; April<br />

<strong>2005</strong>. (Poster)<br />

Öryggi vatnavirkja<br />

Meginmarkmið fyrri hluta verkefnisins er að kanna svörun og ákvarða öryggi<br />

vatnavirkja gegn mismunandi álagsþáttum, sem felst meðal annars í því að<br />

skoða víxlverkun stíflumannvirkja og þeirrar áraunar er taka þarf tillit til í hönnunarferli.<br />

Ísland hefur tekið upp Evrópustaðla þar sem álag á byggingar er grundvallað<br />

á tölfræðilegum grunni. Til að komast yfir þann þröskuld sem skapast af<br />

gagnafátækt, sem stafar meðal annars af stuttum gagnasöfnunartími hér á landi<br />

ásamt því að litlar grunnrannsóknir liggja fyrir á þessu sviði, þarf að rannsaka<br />

einstaka álagsþætti vatnavirkja. Ennfremur verður gerð tjónagreining, þ.e. könnuð<br />

afleiðing þess ef stífla gefur sig og flóð verða. Meginmarkmið í seinni hluta<br />

verkefnisins verður að skilgreina áhættuflokka og raða íslenskum vatnavirkjunum<br />

í þá. Ennfremur verða sett áhættumörk fyrir hvern flokk sem meðal annars<br />

nýtist við skilgreiningu á hönnunarforsendum. Loks verður gerð kerfisvíð greining<br />

á áhættu vatnavirkja sem getur lækkað byggingar- og tryggingarkostnað svo<br />

hann sé í samræmi við þá áhættu sem hagkvæmast er að taka út frá hagkvæmnisreglu<br />

heildarkostnaðar (optimal total cost). Starfsmenn verkefnisins eru Atli<br />

Gunnar Arnórsson og Sveinbjörn Jónsson. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila<br />

innan umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar og er styrkt af Rannís.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Atli Gunnar Arnórsson, Bjarni Bessason, Jónas Elíasson, Sigurður Erlingsson<br />

og Sigurður Magnús Garðarsson (<strong>2005</strong>). Öryggi vatnavirkja – Áhættustjórnun<br />

fyrir stíflur. Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, Skýrsla nr. VHI-01-<br />

<strong>2005</strong>, 45 bls.<br />

177


• S. Erlingsson og A. G. Arnorsson (<strong>2005</strong>). Numerical Analysis and Design of<br />

Rockfill Dams in the Lower Thjorsa River in Iceland. 16th International Conference<br />

on Soil Mechanics and Geotechnical Engineering, Osaka, 12 - 16<br />

September.<br />

• Eliasson, J., Gröndal, G. O.; Estimating Development of the Urridafoss Ice<br />

Jam by Using a River Model; Abstract, des. <strong>2005</strong>. International Commission<br />

on Large Dams (ICOLD), 22nd Congress, Barcelona, 18 - 23 June 2006 (samþykkt<br />

til birtingar).<br />

Neysluvatnsgæði á Íslandi<br />

Í þessu verkefni eru skoðuð gæði neysluvatns og staða vatnsverndar á Íslandi.<br />

Þetta er gert með því að gera úttekt á vatnsgæðum hjá tuttugu vatnsveitum m.t.t.<br />

efnafræðilegra þátta, skoða lagaramma og hvernig vatnsvernd er tryggð í lögum<br />

og skoða hættu á mengun og sjúkdómum sem berast með vatni. Farið er yfir<br />

nokkra vatnsborna faraldra bæði innanlands og utan. Verkefnið er unnið af Maríu<br />

J. Gunnarsdóttir í samstarfi við Gunnar S. Jónsson hjá Umhverfisstofnun og Samorku.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Gunnarsdóttir, M. J., Garðarsson, S. M., og Jónsson, G. S. Neysluvatnsgæði á<br />

Íslandi. Árbók Verkfræðingafélagsins. Verkfræðingafélagið <strong>2005</strong>, bls. 201-208.<br />

Hermun aurkeilu Jökulsár í Fljótsdal<br />

Markmið verkefnisins er að rannsaka hversu vel aurburðarlíkön ná að herma eftir<br />

myndun aurkeilu frá jökulá inn í stöðuvatn. Þetta verður gert með því að rannsaka<br />

hvernig viðurkennd forrit á sviði aurburðar og setmyndunar herma eftir aurkeilu<br />

Jökulsár í Fljótsdal inn í Löginn. Sú aurkeila er einstaklega skýrt dæmi um<br />

aurkeilu sem hefur verið að myndast síðan jökull hörfaði úr Leginum í lok síðasta<br />

jökulskeiðs. Niðurstöður hermunar verða síðan bornar saman við aurkeiluna<br />

eins og hún er nú til dags. Sérstaklega er áhugavert að kanna hvort líkönin nái að<br />

herma eftir hækkun aurkeilunnar við efri enda lónsins sem síðan er hægt að nota<br />

til að spá fyrir um áhrif aurkeilunnar upp eftir árfarveginum ofan við efsta lónborð.<br />

María Stefánsdóttir, meistaranemi við University of Washington, hefur unnið<br />

að verkefninu í samvinnu við Steve Burges, prófessor við sama skóla.<br />

Loftborin ólífræn brennisteinssambönd í umhverfi Reykjavíkur<br />

Markmið verkefnisins er að rannsaka styrk brennisteinsvetnis (H 2 S) yfir Reykjavík<br />

með tilliti til veðurfars og H 2 S losunnar við jarðhitavirkjanirnar á Nesjavöllum<br />

og Hellisheiði . Skoðað verður hvort styrkur H 2 S sé það hár að hann geti skapað<br />

einhver heilsufarsvandamál. Settar verða fram spár um styrk H 2 S eftir að Hellisheiðarvirkjun<br />

hefur verið tekin í fulla notkun. Mælingar fara fram á Grensásvegi<br />

og umhverfis jarðhitasvæðin reglulega og verða þær upplýsingar notaðar. Veðurfar<br />

á svæðinu verður skoðað gaumgæfilega og einnig eiginleikar efnisins til að<br />

berast með vindum. Einnig verður athugað hvort oxun á sér stað á H 2 S á leið<br />

þess til Reykjavíkur. Til þess að kanna það munu fara fram mælingar á brennisteinsoxíði<br />

(SO 2 ) á mismunandi stöðum milli virkjananna og Reykjavíkur. Nauðsynlegt<br />

er að fylgjast með hversu mikið af SO 2 myndast þar sem það stuðlar að<br />

súru regni sem er stórt umhverfisvandamál víða um heim. Verkefnið er unnið af<br />

Snjólaugu Ólafsdóttir í samvinnu við Lúðvík Gústafsson hjá Umhverfisstofu<br />

Reykjavíkur og sérfræðingum hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Veðurstofu Íslands og<br />

Umhverfisstofnun.<br />

Kötluvá<br />

Rannsóknir og hættumat á jökulhlaupum til vesturs, suðurs og austurs úr Kötluöskjunni.<br />

Rannsóknirnar eru í samvinnu við Jarðvísindastofnun, Almannavarnadeild<br />

lögreglustjóra, Verkfræðistofuna Vatnaskil og Veðurstofuna. Verkið var unnið<br />

af Stýrihópi hættumats, (Kjartan Þorkelsson, formaður, Ágúst Gunnar Gylfason,<br />

Jónas Elíasson, Magnús Tumi Guðmundsson).<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.<br />

Stýrihópur hættumats: Magnús Tumi Guðmundsson og Ágúst<br />

Gunnar Gylfason (ritstj.), Ríkislögreglustjóri, Háskólaútgáfan <strong>2005</strong>.<br />

• Jónas Elíasson, Snorri P. Kjaran. Sea waves generated by jökulhlaups.<br />

International Coastal Symposium in Höfn, Hornafjördur Iceland June 5 – 8<br />

<strong>2005</strong>; Siglingamál <strong>2005</strong> (Paper)<br />

• Eliasson, J.; A glacial burst tsunami near Vestmannaeyjar, Iceland. Journal<br />

of Coastal Research. 1st revision December <strong>2005</strong>; (In review)<br />

• Eliasson J., Larsen, G., Gudmundsson, M. T., and Sigmundsson, F. Probabil-<br />

178


istic model for eruptions and associated flood events in the Katla caldera, Iceland.<br />

Computational Geosciences (<strong>2005</strong>) DOI: 10.1007/s10596-005-9018-y)<br />

(Accepted for publication)<br />

• Eliasson, J., Kjaran, S. P., Holm, S. L., Gudmundsson, M. T. and Larsen , G.<br />

Large hazardous floods as translatory waves; Environmental Modeling &<br />

Software. (Special issue on Modelling, computer-assisted simulations and<br />

mapping of dangerous phenomena for hazard assessment edited by Giulio<br />

Iovine, Toti Di Gregorio, Hirdy Miyamoto and Mike Sheridan) 1st revision December<br />

<strong>2005</strong>; (In review)<br />

Jarðskjálftarannsóknir<br />

Rannsóknir unnar í samvinnu við Rannsóknastofnun í Jarðskjálftaverkfræði á<br />

Selfossi.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• Sólnes, J., Sigbjörnsson, R., Elíasson, J. (<strong>2005</strong>). Deaggregation of Seismic<br />

Hazard Maps. Reunjónn anual Unión Geofísica Mexicana. SELPER-México y<br />

AGM. 30 octubre-4 noviembre de <strong>2005</strong>.<br />

• Júlíus Sólnes, Ragnar Sigbjörnsson og Jónas Elíasson. Líkindafræðilegt jarðskjálftaáhættukort<br />

af Íslandi. Tillaga að gerð áhættukorts og upprunakorta<br />

fyrir jarðskjálfta fyrir EUROCODE 8. Blað verkfræðinema. Upp í vindinn, <strong>2005</strong>.<br />

Tölfræðilegar rannsóknir á vatnafræðilegum kerfum<br />

Beitt er aðallega ARX aðferðum og tölfræðilegri hermun til að skýra samband úrkomu<br />

og afrennslis og meta endurkomutíma á sjaldgæfum atburðum. Verkið er<br />

unnið í samvinnu við Straumfræðistofu (Ólaf P. Pálsson) og Department of Informatics<br />

and Mathematical Modeling, DTU, Danmörku (Henning Madsen). Harpa<br />

Jónsdóttir, doktorsnemi, vann mestalla vinnuna.<br />

Birt efni meðal annars:<br />

• H. Jonsdottir, J. Eliasson and H. Madsen. Assessment of serious water shortage<br />

in the Icelandic water resource system. Physics and Chemistry of the<br />

Earth, Volume 30, Issues 6-7, (Integrated Water Resource Assessment Pages<br />

333-470); (<strong>2005</strong>) Pages 420-425<br />

• Jonsdottir, H., Nielssen H. A., Madsen, H., Eliasson, J., Palsson, O. P. and Nielsen,<br />

M. K. Conditional parametric models for storm sewer runoff. Water<br />

Resources Research, 1st revision December <strong>2005</strong>; (In review).<br />

• Eliasson, J., Gardarsson S.M., and Jonsson B. Use of normalization and pooling<br />

in engineering estimates of hydrological extremes. European Geosciences<br />

Union General Assembly <strong>2005</strong>, Vienna, Austria, 24 – 29 April <strong>2005</strong>.<br />

(Poster)<br />

Trausti Valsson<br />

Árið <strong>2005</strong> fékk Trausti Valsson boð um að koma þá um haustið sem Farrand Visiting<br />

prófessor til University of California, Berkeley. Þar hélt hann semínar ásamt<br />

öðrum um áhrif hnattrænnar hlýnunar á skipulag. Í febrúar <strong>2005</strong> hélt hann síðan<br />

erindi á ráðstefnu um ACIA-skýrsluna um áhrif hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum.<br />

Um vorið undirbjó hann ráðstefnu um áhrif hnattrænnar hlýnunar og<br />

sjávarstöðuhækkunar á skipulag á Íslandi. Ráðstefnan var haldin í verkfræðideild<br />

HÍ í apríl og var Trausti einn þrettán fyrirlesara. Trausti lét útbúa heimasíðu þar<br />

sem hægt er að kynna sér erindin: www.hi.is/page/flod Um sumarið hóf Trausti<br />

að vinna að bók um áhrif hnattrænnar hlýnunar, How the World will Change with<br />

Global Warming, og hann hélt síðan erindi um málið í Vín, Köln og París um<br />

haustið. Áætlað er að bókin komi út haustið 2006 og verði 168 síður.<br />

Upplýsinga- og<br />

merkjafræðistofa<br />

Starfsmenn<br />

Jóhannes Rúnar Sveinsson, dósent.<br />

Jón Atli Benediktsson, prófessor.<br />

Wavelet- og curvelet-vörpun<br />

Á árinu var haldið áfram þróun suðsíunaraðferðar fyrir SAR-fjarkönnunarmyndir<br />

(Synthetic Aperture Radar). Þróaðar voru aðferðir sem byggjast á hliðrunaróháðri<br />

179


curvelet-vörpun og aðhæfðu samblandi af wavelet- og curvelet-vörpunum, þ.e. á<br />

bræðslu mynda og hliðrunaróháðu samblandi á wavelet- og curvelet-vörpunum<br />

og sem aftur byggir á bestunaraðferðum. Einnig var haldið áfram rannsóknum á<br />

notkun samblands wavelet- og curvelet-varpana til suðsíunar SAR fjarkönnunarmynda.<br />

Wavelet-vörpun meðhöndlar á hagkvæman hátt punkt-ósamfellu. Brúnir í<br />

myndum eru ekki punkt-ósamfellur heldur ósamfellur af hærri víddum, og curvelet-vörpun<br />

meðhöndlar ósamfellur á hærri víddum á sérlega hagkvæman hátt.<br />

Fyrstu niðurstöður birtust á ritrýndu ráðstefnunni <strong>2005</strong> ISCAS [1], sem haldin var í<br />

maí í Kobe, Japan. Þar voru notuð hermd gögn, en ekki raunverulegar SAR<br />

myndir. Ætlunin er að halda áfram að þróa þessa aðhæfðu bræðlsu á suðsíuðum<br />

myndum sem nota wavelet-vörpun annars vegar og hliðrunaróháða curveletvörpun<br />

hins vegar. Einnig var haldið áfram að þróa aðferðir til bræðslu myndefnis,<br />

þ.e.a.s. bræðslu á tveimur myndum þar sem önnur myndin er svarthvít í mikilli<br />

upplausn og hin er litmynd í lítilli upplausn. Með því að skilgreina þetta verkefni<br />

á nýjan hátt hefur tekist að skilgreina þetta á stærðfræðilegan hátt sem hefur<br />

ekki verið gert áður. Frumniðurstöður birtust á ritrýndu ráðstefnunni IGARSS<br />

<strong>2005</strong> [2]. Á næsta styrktarári er ætlunin að bæta þessa aðferð með því að nota<br />

Markov Randon Field aðferðir og Hidden Markov Model í wavelet-planinu. Niðurstöður<br />

þessa hluta verkefnisins verða birtar á næsta ári. Einnig var unnið að því<br />

að elta götur (street tracking) í SAR-myndum og var notað við það suðsíun og<br />

morfólógískar aðferðir. Fyrstu niðurstöður birtust á ritrýndu ráðstefnunni IGARSS<br />

<strong>2005</strong> [5].<br />

Einnig voru á árinu þróaðar aðferðir til að flokka flókin merki. Þessar aðferðir<br />

byggja á Random Forest, morfólógískum aðferðum, stoðvélum (Support Vector<br />

Machine), höfuðþáttagreiningu og ICA. Niðurstöðurnar voru birtar í tveimur<br />

ritrýndum tímaritum [3] og [4] og fjórum ritrýndum ráðstefnugreinum [6], [7], [8]<br />

og [9].<br />

Með ofangreindum niðurstöðum náðust mikilvægir áfangar í verkefninu og til er<br />

mikið af niðurstöðum sem útbúa þarf til birtingar.<br />

Birtingar á árinu:<br />

[1] B.B. Saevarsson , J.R. Sveinsson, and J.A. Benediktsson, Translation Invariant<br />

Combined Denoising Algorithm, <strong>2005</strong> IEEE International Symposium on Circuits<br />

and Systems (ISCAS <strong>2005</strong>), Kobe, Japan, pp. 4241-4244, May <strong>2005</strong>.<br />

[2] A. Vesteinsson, J.R. Sveinsson, H. Aanes, and J.A. Benediktsson, Spectral<br />

Consistent Satellite Image Fusion: Using a High Resolution Panchromatic and<br />

Low Resolution Multi-spectral Images, IEEE International Geoscience and Remote<br />

Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, Vol. IV, pp. 2838-2841, July <strong>2005</strong>.<br />

[3] J.A. Benediktsson, J.A. Palmason, and J.R. Sveinsson, Classification of Hyperspectral<br />

Data from Urban Areas Based on Extended Morphological Profiles, IEEE<br />

Trans. on Geoscience and Remote Sensing, vol. 43, no. 3, pp.480-491, March <strong>2005</strong>.<br />

[4] P.O. Gislason, J.A. Benediktsson and J.R. Sveinsson, Random Forests for Land<br />

Cover Classification, to appear Pattern Recognition Letters, early 2006.<br />

[5] S.O. Sigurjonsson, J.A. Benediktsson, G. Linsini, P. Gamba, J.R. Sveinsson and<br />

J. Chanussot, Street Tracking Based on SAR Data from Urban Areas, IEEE<br />

International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul,<br />

Korea, 25-29 July <strong>2005</strong>. Vol. II, pp. 1273-1275<br />

[6] J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, J.R. Sveinsson, and J. Chanussot, Classification<br />

of Hyperspectral Data from Urban Areas using Morphological Preprocessing<br />

and Independent Component Analysis, IEEE International Geoscience and Remote<br />

Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, 25-29 July <strong>2005</strong>. Vol. I, pp. 175-<br />

179<br />

[7] S.R. Joelsson, J.A. Benediktsson and J.R. Sveinsson, Random Forest Classifiers<br />

for Hyperspectral Data, IEEE International Geoscience and Remote Sensing<br />

Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, 25-29 July <strong>2005</strong>.<br />

[8] J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, and J.R. Sveinsson, Classification of Hyperspectral<br />

ROSIS Data from Urban Areas, International Conference on Recent<br />

Advances in Space Technologies (RAST <strong>2005</strong>), pp. 63-70, Istanbul, Turkey, 9-11<br />

June <strong>2005</strong>.<br />

181


[9] M. Fauvel, J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, J. Chanussot and J.R. Sveinsson,<br />

Classification of Remote Sensing Imagery with High Spatial Resolution, to appear<br />

Proceedings of European Symposium on Remote Sensing, Conference on Image<br />

and Signal Processing XI, Bruges, Belgium, September 20-22, <strong>2005</strong>.<br />

Fjarkönnunarrannsóknir<br />

Unnið var að úrvinnslu fjarkönnunargagna með mikilli rúmfræðilegri upplausn.<br />

Fjarkönnunargögn með mikilli rúmfræðilegri upplausn eru mjög flókin í vinnslu<br />

og byggir úrvinnslan á talsvert öðrum forsendum en úrvinnsla hefðbundins fjarkönnunarmyndefnis.<br />

Úrvinnslan var í samstarfi við Prófessor Jocelyn Chanussot<br />

við LIS/INPG í Grenoble, Frakklandi og Prófessor Paolo Gamba við Háskólann í<br />

Pavia á Ítalíu. Hafa helstu aðferðirnar í þessari rannsókn byggt á formsíun<br />

(morphological filtering), tauganetsreiknum er flokka og besta niðurstöður formsíunar-aðferða<br />

auk loðinna (fuzzy) aðferða. Skoðaðar hafa verið mismunandi<br />

stærðir byggingareininga í formsíun og hefur þeim öllum verið beitt á myndefnið<br />

á sama tíma. Hver byggingareining gefur eina síaða mynd og fást því margar<br />

slíkar myndir sem notast hver við mismunandi stærð byggingareininga. Er unnið<br />

úr öllum formsíuðu myndum sameiginlega (og fæst þá margvítt myndefni) eða<br />

formfræðilegur prófíll. Jafnframt var skoðað sérstaklega hvernig nota mætti<br />

formfræðilegu aðferðirnar sem þróaðar hafa verið í verkefninu fyrir fjarkönnunargögn<br />

sem bæði eru með mikilli rúmfræðilegri upplausn og mikilli rófupplausn<br />

(spatial and spectral resolution). Fyrir slík gögn hefur verið þróuð aðferð sem<br />

byggir á því að nota höfuðþættina í myndefninu sem grunn fyrir formsíuna. Niðurstöðurnar<br />

hafa lofað góðu og var grein um það efni birt í IEEE Trans. on Geoscience<br />

and Remote Sensing [1]. Einnig hafa ráðstefnugreinar verið kynntar á<br />

International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS) <strong>2005</strong> í Seoul,<br />

Koreu [3, 4, 7], European Symposium on Remote Sensing [2] og Recent Advances<br />

in Space Technologies [6]. Greinarnar í [3,6] nota óháða þætti sem grunnmyndir<br />

fyrir útvíkkaðan formfræðilega prófílinn og eru niðurstöðurnar athyglisverðar.<br />

Greinin í [4] fjallar um greiningu á götum (,,street tracking”) með formfræðilegum<br />

aðferðum fyrir gögn með suði.<br />

Unnið var að þróun margflokkara (multiple classifiers) sem byggðust á „bagging“,<br />

„boosting,“ „support vector machines“ og samdómafræði („consensus theory“).<br />

Lögð var talsverð áhersla á rannsóknir á trjáflokkurum („tree classifiers”) og<br />

slembiskógum („random forests“) fyrir marglindagögn. Birt var ein ráðstefnugrein<br />

um slembiskóga [5] og útfærslu á Binary Hierarchical Classifiers (BHC) fyrir fjölvíddagögn<br />

(hyperspectral classifiers). Voru niðurstöðurnar áhugaverðar þar sem<br />

slembiskógar draga fram helstu einkenni gagnanna og gera víddafækkun óþarfa.<br />

Birtar greinar:<br />

[1] J.A. Benediktsson, J.A. Palmason, and J.R. Sveinsson, Classification of Hyperspectral<br />

Data from Urban Areas Based on Extended Morphological Profiles, IEEE<br />

Trans. on Geoscience and Remote Sensing, vol. 43, no. 3, pp.480-491, March <strong>2005</strong>.<br />

[2] M. Fauvel, J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, J. Chanussot and J.R. Sveinsson,<br />

Classification of Remote Sensing Imagery with High Spatial Resolution, to appear<br />

Proceedings of European Symposium on Remote Sensing, Conference on Image<br />

and Signal Processing XI, Bruges, Belgium, September 20-22, <strong>2005</strong>.<br />

[3] J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, J.R. Sveinsson, and J. Chanussot, Classification<br />

of Hyperspectral Data from Urban Areas using Morphological Preprocessing<br />

and Independent Component Analysis, IEEE International Geoscience and Remote<br />

Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>. Vol. I, pp. 175-179.<br />

[4] S.O. Sigurjonsson, J.A. Benediktsson, G. Linsini, P. Gamba, J.R. Sveinsson and<br />

J. Chanussot, Street Tracking Based on SAR Data from Urban Areas, IEEE<br />

International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS’05), Seoul,<br />

Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>. Vol. II, pp. 1273-1275.<br />

[5] S.R. Joelsson, J.A. Benediktsson and J.R. Sveinsson, Random Forest Classifiers<br />

for Hyperspectral Data, IEEE International Geoscience and Remote Sensing<br />

Symposium (IGARSS’05), Seoul, Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>.<br />

[6] J.A. Palmason, J.A. Benediktsson, and J.R. Sveinsson, Classification of Hyperspectral<br />

ROSIS Data from Urban Areas, International Conference on Recent<br />

Advances in Space Technologies (RAST <strong>2005</strong>), pp. 63-70, Istanbul, Turkey, 9–11<br />

June <strong>2005</strong>.<br />

182


[7] M. Fauvel, J. Chanussot, and J.A. Benediktsson, Fusion of Methods for the<br />

Classification of Remote Sensing Images from Urban Areas, IEEE International<br />

Geoscience and Remote Sensing Symposium (IG<br />

+ARSS’05), Seoul, Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>.<br />

Kerfisverkfræðistofa<br />

Starfsmenn<br />

Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði.<br />

Ebba Þóra Hvannberg, dósent í tölvunarfræði.<br />

Meistaranemendur: Helgi Þorgilsson, Bergþór Ævarsson, Yayoi Shimamura.<br />

Jóhann Möller, Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir og Gyða Atladóttir.<br />

Doktorsnemandi: Gísli Herjólfsson.<br />

Gestanemendur: Martin Vitek, doktorsnemandi og My Appelgren, meistaranemandi.<br />

Rannsóknir og verkefni<br />

Rannsóknasvið Kerfisverkfræðistofu eru ýmiss konar kerfisverkfræði, þ.m.t.<br />

stýrifræði og hugbúnaðarfræði. Kerfisverkfræðistofa þróaði sjálfvirkt tilkynningakerfi<br />

fyrir skipaflotann í samvinnu við Slysavarnafélagið. Sama kerfi var einnig útfært<br />

fyrir flugvélar og landfarartæki. Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið<br />

mikil í gegnum tíðina, m.a. upprunaleg þróun ratsjárgagnavinnslukerfis Flugmálastjórnar.<br />

Ennfremur voru þróuð líkön af skekkjum ratsjáa með tilliti til framsetningar<br />

á fjölratsjárgögnum. Hagkvæmnisathuganir voru gerðar fyrir ratsjár á<br />

Hornafirði og á Grænlandi ásamt athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt staðsetningareftirlit<br />

flugvéla.<br />

Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið<br />

svið við stofuna. Samvinna var við Hitaveitu Reykjavíkur (Orkuveitu Reykjavíkur)<br />

og Rafhönnun um gerð hermis af Nesjavallavirkjun. Þróaður var flugumferðarhermir<br />

og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn Íslands,<br />

Integra Consult og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig var þróaður hermir af járnblendiofnum<br />

í samvinnu við Íslenska járnblendifélagið.<br />

Rannsóknasjóður HÍ hefur styrkt fræðilegar rannsóknir á sviði línulegra kerfa<br />

sem unnið er að innan Kerfisverkfræðistofu. Settar hafa verið fram lausnir á almennum<br />

diffurjöfnum á lokuðu formi, sem gefa mikla möguleika til greiningar og<br />

hönnunar stýrikerfa, sem og á öðrum sviðum verkfræði og raungreina. Á undanförnum<br />

árum hefur stofan tekið þátt í rannsóknarverkefnum í samvinnu við innlend<br />

og evrópsk fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Má þar einkum<br />

nefna fjarþjónustu ýmiss konar sem dreift er til notenda yfir hraðvirkt net, t.d.<br />

gagnvirkt sjónvarp og fjarkennslu. Einnig hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á<br />

endurbótum í hugbúnaðargerð og nytsemi kerfa.<br />

Verkefni stofunnar árið <strong>2005</strong> voru:<br />

• Verkefni á sviði línulegra kerfa styrkt af Rannsóknasjóði HÍ.<br />

• Elena: Smart space for learning, í samvinnu við Símann og styrkt af fimmtu<br />

rammaáætlun Evrópusambandsins.<br />

• Future Oceanic Air Traffic Controller Workstation, unnið í samtarfi við Flugmálastjórn,<br />

Flugkerfi hf og MIT.<br />

• Mause, Maturity of Usability Evaluation, er samstarfsnet vísindamanna frá 20<br />

löndum, sem er styrkt af COST, European Science Foundation. Rannís styrkir<br />

hinn íslenska rannsóknarhluta.<br />

Fastir kennarar sem hafa starfsaðstöðu við Kerfisverkfræðistofu eru Ebba Þóra<br />

Hvannberg, dósent í tölvunarfræði og Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagns-<br />

og tölvuverkfræði.<br />

Meistaraverkefni og doktorsverkefni eru unnin innan Kerfisverkfræðistofu í<br />

tengslum við ofangreind rannsóknaviðfangsefni í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki.<br />

Fimm meistaranemar og 2 doktorsnemar höfðu vinnuaðstöðu á Kerfisverkfræðistofu<br />

á árinu <strong>2005</strong>. Sex meistaranemar luku meistaraprófi á árinu. Lögð er<br />

183


áhersla á að kynna niðurstöður Kerfisverkfræðistofu á alþjóðlegum ritrýndum<br />

vettvangi, ráðstefnum sem og í tímaritum.<br />

Fyrri hluta árs dvaldi gestakennari á Kerfisverkfræðistofu, Daniel L. Moody frá<br />

Monash University, Ástralíu. Sænskur meistaranemi og tékkneskur doktorsnemi<br />

dvöldu hér 3-4 mánuði hvort.<br />

Varma- og straumfræðistofa<br />

Fastir starfsmenn<br />

Guðmundur R. Jónsson, prófessor.<br />

Páll Valdimarsson, prófessor.<br />

Ólafur Pétur Pálsson, dósent.<br />

Rannsóknir og verkefni<br />

Eins og undanfarin ár hefur megináhersla í rannsóknum verið á sviði hitaveitukerfa.<br />

Stofan hefur verið í góðu samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur þar sem<br />

áhersla er einkum lögð á beitingu tölfræðilegra aðferða og líkangerðar í hitaveiturannsóknum.<br />

Meðal verkefna sem hafa staðið yfir í nokkur ár má nefna: 1) Gerð<br />

spálíkans af árlegri heitavatnsnotkun; 2) Hvernig meta má kranavatnsnotkun á<br />

heitu vatni út frá mælingum á heildarrennsli; 3) Hvernig meta má heitavatnsnotkun<br />

í miklum kuldum.<br />

Á árinu hófst samstarf milli Varma- og straumfræðistofu og Université de Valenciennes<br />

et du Hainaut-Cambrésis í Frakklandi. Unnið er að verkefni sem ber<br />

saman eðlisfræðileg varmaskiptalíkön og varmaskiptalíkön sem byggð eru á<br />

tauganetum. Þetta er tveggja ára verkefni sem styrkt er af Jules Verne áætluninni,<br />

sem er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna.<br />

Á árinu var unnið að athugun á gögnum varðandi orkunotkun á köldum svæðum,<br />

þ.e. svæðum þar sem ekki er nýtanlegur jarðhiti. Þetta verkefni er unnið í samstarfi<br />

við Orkustofnun. Gögn úr ólíkum gagnagrunnum frá Orkustofnun (OS),<br />

Fasteignamati ríkisins (FMR), Bændasamtökum Íslands (BÍ) og víðar að hafa verið<br />

samkeyrð og tölfræðilegum aðferðum beitt til að greina þau. Vinna þessi tengist<br />

jöfnun húshitunarkostnaðar á landinu. Niðurstöður voru kynntar iðnaðarráðherra<br />

og einnig á ráðstefnu um orkunotkun heimila og iðnaðar sem haldin var á Akureyri<br />

í nóvember í tengslum við opnun Orkuseturs Orkustofnunar þar.<br />

Stofan kom einnig að rannsóknum sem tengjast vatnafræði, annars vegar með<br />

leiðbeiningu íslensks doktorsnema við DTU sem er að leggja lokahönd á verkefni<br />

um gerð slembinna líkana í vatnafræði og með leiðbeiningu í meistaraverkefni<br />

sem fjallaði um mat á rennslislyklum og rennsli með bayesískri tölfræði í tengslum<br />

við Vatnamælingar Orkustofnunar.<br />

Þá er í gangi samstarf við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins sem m.a. fjallar um<br />

gerð líkana sem beita má til þess að hámarka nýtingu í fiskvinnslu. Þessi vinna<br />

er að mestu í tengslum við doktorsverkefni.<br />

Áfram hefur verið unnið að þróun hugbúnaðar fyrir streymi vökva og varma í pípukerfum.<br />

Þetta hefur verið gert í samstarfi við NUON TB, Arnhem Hollandi. Hugbúnaðurinn<br />

nýtist við hönnun pípukerfa og unnt er að kanna kvika hegðun kerfanna<br />

með honum. Þá hefur verið unnið að verkefnum á sviði varmabúskapar og<br />

varmaendurvinnslu í iðnaði og ennfremur vinnslu raforku úr lághitavarma með<br />

Kalina aðferðinni og er þessi vinna tengd doktorsverkefni.<br />

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að líkönum af varmakerfum með aðferðum<br />

graffræði. Þar er leitað leiða til greiningar á kerfum með suðu og þéttingu vinnuvökva.<br />

Sérstaklega er könnuð beiting slíkra aðferða þegar vinnuvökvinn er blanda<br />

ammóníaks og vatns.<br />

Við stofuna er verið að þróa algrím til bestunar á rekstrarkostnaði dreifikerfa,<br />

sem byggir á þessum graffræðilega grunni. Fraunhofer Institut UMSICHT í<br />

Oberhausen hefur hug á samstarfi um þessa bestun. Rannís hefur veitt styrk til<br />

beitingar þessara aðferða á kerfisbestun (structural optimization) varmaorkukerfa.<br />

184


Ný verkefni eru á döfinni í samstarfi við Techische Universität Wien um notkun á<br />

þessum aðferðum við reikninga á náttúrulegu tvífasastreymi í gufukötlum. Nokkur<br />

verkefni hafa verið unnin í samstarfi við VGK verkfræðistofu um kerfislíkön af<br />

Kalina orkuverum.<br />

Stofan hefur einnig verið virk við rannsóknir á varmafræðilegri líkanagerð í fiskiðnaði.<br />

Doktorsverkefni um bestun á orkubúskap fiskiskipa til veiða á uppsjávarfiski<br />

er í vinnslu við stofuna. Stofan hefur tekið þátt í verkefni á vegum Norræna<br />

iðnaðarsjóðsins um bestun gæða við veiðar á uppsjávarfiski í samstarfi við Rannsóknarstofnun<br />

fiskiðnaðarins. Einnig hafa minni verkefni verið skoðuð í samstarfi<br />

við RF um notkun og meðferð á vökvaís. Samstarfsfyrirtæki við þessar rannsóknir<br />

er sprotafyrirtækið Marorka ehf.<br />

Einnig er stofan í samstarfi við útrásarfyrirtækin Enex hf og X-orku ehf. um greiningu<br />

og reikninga á tvífasavökvakerfum og tengingu slíkra orkuvera við hitaveitur.<br />

Sjálfstætt starfandi einstaklingar<br />

– ýmis verkefni<br />

Helgi Þór Ingason<br />

Í janúar <strong>2005</strong> hélt Helgi Þór Jónsson erindi á hádegisfundi hjá Stjórnvísi (fyrrum<br />

Gæðastjórnunarfélag Íslands), sem bar heitið Gæðastjórnun og Verkefnastjórnun.<br />

Í sama mánuði sótti hann einnig málþing norrænna fræðimanna á sviði verkefnastjórnunar<br />

og kynnti þar nýtt meistaranám í verkefnastjórnun við verkfræðideild<br />

HÍ. Helgi Þór tók þátt í ráðstefnu um hugbúnaðargerð (SWDC-REK) í maí <strong>2005</strong> og<br />

kynnti þar greinina The Traditional Project Plan - How is it Applicable to Software<br />

Development. Hann var einnig í ritnefnd sömu ráðstefnu og las yfir greinar við<br />

undirbúning ráðstefnunnar. Þá skrifaði hann grein í tímarit véla- og iðnaðarverkfræðinema<br />

í maí <strong>2005</strong> með Hauki Inga Jónassyni og nefnist greinin Verður maður<br />

óbarinn verkfræðingur. Helgi Þór sótti 19. alþjóðlegu heimsráðstefnu IPMA, Alþjóðasamtaka<br />

verkefnastjórnunarfélaga, í Deli á Indlandi í nóvember <strong>2005</strong> og flutti<br />

þar erindið Project Planning - A Prerequisite to Changing Plans. Meðhöfundur var<br />

Gréta María Grétarsdóttir. Samhliða þessu þróaði Helgi Þór og framkvæmdastýrði<br />

nýju meistaranámi í verkefnastjórnun við verkfræðideild, MPM (www.mpm.is),<br />

sem hófst í september <strong>2005</strong>.<br />

Magnús Þór Jónsson<br />

Eftirfarandi rannsóknarverkefni voru unnin undir stjórn Magnúsar Þórs Jónssonar<br />

á árinu <strong>2005</strong>:<br />

1. Frumgreining bilana og galla – Össur hf., framleiðsla og vöruþróun:<br />

Rúnar Unnþórsson, doktorsnemi, Bjarni Gíslason, meistaranemi og Tómas P.<br />

Rúnarsson, fræðimaður, hafa unnið við verkefnið ásamt Magnúsi. Rannís, Rannsóknarsjóður<br />

Háskóla Íslands og Össur hf. voru styrktaraðilar. Á árinu var unnið<br />

við greiningu galla við fyrstu áraun, stífni- og hljóðþrýstibylgjumælingar og flokkun<br />

bilana samkvæmt hefðbundnum aðferðum.<br />

2. Ljósboga og rafskautalíkan, AEM - Arc Electrode Model:<br />

Halldór Pálsson, dósent, Guðrún Sævarsdóttir, verkefnastjóri, Jon Arne Bakken,<br />

prófessor við NTNU og Andreas Westermoen,doktorsnemi við NTNU, hafa unnið<br />

við verkefnið ásamt Magnúsi. Á árinu var unnið við frekari þróun á ljósbogalíkani<br />

ásamt tengingu við rafskautalíkan. Verkefnið er samstarfsverkefni við Sintef í<br />

Noregi og styrkt af Rannís og norskum rannsóknarsjóðum.<br />

3. Hönnun og líkanstudd bestun:<br />

Hlynur Kristjánsson, meistaranemi, ásamt Fjólu Jónsdóttir, dósent, hafa unnið við<br />

verkefnið ásamt Magnúsi. Á árinu var sett fram aðferð til að finna bestu pípuleið<br />

fyrir tvífasa safnæðar fyrir jarðvarmaorkuver. Aðferðin var notuð við hönnun á<br />

safnæðum orkuversins á Hellisheiði. Jafnframt var sett fram aðferð til að besta<br />

hönnun á dælustöðvum og aðveituæðum.<br />

185


Viðskipta- og hagfræðideild<br />

og fræðasvið<br />

hennar<br />

Almennt<br />

Nemendur í viðskipta- og hagfræðideild voru 1.165 í upphafi árs <strong>2005</strong>, þar af voru<br />

nýnemar 236. Þetta var nokkur fjölgun frá sama tíma árið áður. Í meistaranám í<br />

viðskiptafræði voru 184 nýinnritaðir og 54 nýinnritaðir í MA-nám í mannauðsstjórnun.<br />

Í meistaranám í hagfræði voru 20 nýinnritaðir. Deildin hóf kennslu í<br />

meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun á haustmisseri <strong>2005</strong> (M.Acc. nám)<br />

og voru 62 nemendur teknir inn. Í meistaranám í heilsuhagfræði voru 8 nemendur<br />

innritaðir og 43 nemendur voru teknir inn í MBA-námið á haustmisseri <strong>2005</strong>,<br />

en nú eru nemendur teknir inn í það á hverju ári í stað annars hvers árs. Tveir<br />

nýir doktorsnemar hófu nám árið <strong>2005</strong>.<br />

Þjóðinni var boðið í þjóðhagfræði. Viðskipta- og hagfræðideild bryddaði upp á<br />

þeirri nýbreytni að bjóða öllum áhugamönnum um hagfræði og efnahagsmál að<br />

sækja háskólafyrirlestra um þjóðhagfræði sér að kostnaðarlausu á fyrsta námsári<br />

á haustmisseri <strong>2005</strong>.<br />

Viðskipta- og hagfræðideild bauð upp á nýja námslínu í grunnnámi haustið <strong>2005</strong>,<br />

BS-U, viðskiptafræði með áherslu á upplýsingatækni í samvinnu við tölvunarfræðiskor<br />

í verkfræðideild.<br />

Launahækkanir sem ekki var gert ráð fyrir og ekki voru bættar nema að hluta<br />

reyndu mjög á fjárhag deildarinnar. Sérstaklega var erfitt að standa undir kostnaði<br />

við framhaldsnám með þeim fjárveitingum sem deildin fékk vegna þess.<br />

Deildin hefur árum saman barist fyrir að fá heimild til skólagjalda í meistaranámi<br />

en heimildin hefur ekki enn fengist.<br />

Eftirfarandi yfirlit lýsir starfsemi deildarinnar undanfarið ár í stórum dráttum.<br />

Stjórn<br />

Gylfi Magnússon var deildarforseti og Guðmundur K. Magnússon varaforseti.<br />

Kristján Jóhannsson var formaður viðskiptaskorar og Tór Einarsson formaður<br />

hagfræðiskorar. Fjórir nýir kennarar voru ráðnir til starfa á árinu <strong>2005</strong>, Bjarni Frímann<br />

Karlsson var ráðinn lektor frá 1. júlí <strong>2005</strong>, Guðrún Baldvinsdóttir var ráðin í<br />

37% starf dósents frá 1. júlí <strong>2005</strong>, Ingvi Hrafn Óskarsson var ráðinn í 50% starf aðjúnkts<br />

frá 1. júlí <strong>2005</strong> og Hersir Sigurgeirsson var ráðinn í 37% starf lektors 1.<br />

ágúst <strong>2005</strong>. Runólfur Smári Steinþórsson og Tryggvi Þór Herbertsson hlutu framgang<br />

í starf prófessors <strong>2005</strong>. Svafa Grönfeldt lektor og Brynjólfur Sigurðsson<br />

prófessor voru í launalausu leyfi á árinu <strong>2005</strong>.<br />

Skrifstofa<br />

Ekki varð fjölgun á starfsfólki á skrifstofu árið <strong>2005</strong>, en þar starfa auk skrifstofustjóra<br />

sem er í 100% starfi, fjórir fulltrúar í 50% starfi hver og einn fulltrúi í 75%<br />

starfi auk Áshildar Bragadóttur verkefnisstjóra kynningarmála.<br />

Kennsla og rannsóknir<br />

Kennsla og rannsóknir við deildina voru í föstum skorðum á árinu.<br />

Á stefnumótunarfundi í september var lögð áhersla á rannsóknir í deildinni. Vel<br />

gekk að halda úti málstofum og voru þær yfirleitt vel sóttar. Sömuleiðis gekk vel<br />

að halda opinbera fyrirlestra og var aðsókn með ágætum.<br />

186<br />

Fjárveitingar og útgjöld viðskipta- og hagfræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 234.341 249.649 298.509<br />

Fjárveiting 258.219 258.547 276.530


Útgáfa<br />

Vísindatímarit deildarinnar sem ber heitið Tímarit um viðskipti og efnahagsmál<br />

hélt áfram göngu sinni og voru birtar fjórar greinar í tímaritinu <strong>2005</strong>.<br />

Bækurnar Stundarhagur eftir Guðmund Magnússon, prófessor, Tveir heimar eftir<br />

Þorvald Gylfason, prófessor, Rekstrarhagfræði eftir Ágúst Einarsson prófessor og<br />

Technology in Society – Society in Technology, Tæknin í samfélaginu – samfélagið<br />

í tækninni í ritstjórn Arnar D. Jónssonar, prófessors og Edward H. Huijbens, landfræðings,<br />

komu út <strong>2005</strong> á vegum deildarinnar.<br />

Ráðstefnur, erlendir fyrirlesarar og heimsóknir<br />

• Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, hélt fyrirlestur fyrir nemendur á námskeiðunum<br />

Stjórnun II, Stjórnun III og Stefnumótun fyrirtækja fimmtudaginn<br />

10. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

• Árni Þór Árnason, forstjóri Austurbakka, hélt opinn fyrirlestur fimmtudaginn<br />

24. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

• Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, hélt opinn fyrirlestur 17. mars. Háskóli<br />

Íslands og Manitoba háskóli héldu sameiginlega ráðstefnu undir yfirskriftinni<br />

Culture and Science: Mutually Reinforcing, 18. og 19. mars <strong>2005</strong>.<br />

• Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, hélt opinn fyrirlestur 7. apríl<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Samnorræn ráðstefna um stjórnmálahagfræði, stjórnun og átök var haldin<br />

föstudaginn 8. apríl <strong>2005</strong>.<br />

• Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, hélt opinn fyrirlestur 12. apríl. Hann<br />

fjallaði um reynslu sína af rekstri og stjórnun fyrirtækja og starfi sínu sem<br />

forstjóri Eimskips.<br />

• Morgunverðarfundur um rekstrarstjórnun. Viðskipta- og hagfræðideild hélt<br />

morgunverðarfund 20. apríl undir yfirskriftinni Rekstrarstjórnun í dagsins<br />

önn.<br />

• Hinn 2. maí flutti Roderick Floud, rektor London Metropolitan University, opinn<br />

fyrirlestur í Odda um hagvöxt, heilsufar og líkamsburði.<br />

• Ólafur Páll Magnússon flutti erindið Vörustjórnun - staða vörubretta í innflutningi<br />

og framtíðarhorfur í opnum fyrirlestri 18. maí <strong>2005</strong>.<br />

• Þann 27. maí hélt dr. Michael Power, prófessor í reikningshaldi við London<br />

School of Economics, fyrirlestur um vöxt eftirlitsiðnaðarins og aukið umfang<br />

endurskoðunar.<br />

• Deildin hélt í samvinnu við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS, elleftu<br />

norrænu ráðstefnuna um alþjóðaviðskipti er haldin var á Skeiðum í Árnessýslu<br />

25. til 27. maí <strong>2005</strong>.<br />

• David Cairns, einn helsti sérfræðingur heims í reikningsskilastöðlum alþjóðlega<br />

reikningsskilaráðsins og prófessor í endurskoðun við London School of<br />

Economics hélt opinn fyrirlestur á vegum viðskipta- og hagfræðideildar 30.<br />

maí <strong>2005</strong>.<br />

• Norræn ráðstefna um atvinnuvegahagfræði (Norio V) var haldin á vegum viðskipta-<br />

og hagfræðideildar dagana 3. og 4. júní <strong>2005</strong>.<br />

• Laugardaginn 1. október <strong>2005</strong> var haldin ráðstefna á vegum viðskipta- og<br />

hagfræðideildar Háskóla Íslands í samvinnu við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn,<br />

Listaháskóla Íslands og Iðntæknistofnun. Ráðstefnan bar yfirskriftina<br />

Skapandi atvinnugreinar – Þýðing þeirra fyrir hagvöxt og velmegun<br />

á Íslandi. Tíu fyrirlesarar frá Íslandi, Bretlandi og Danmörku fluttu þar erindi.<br />

• Þjóðarspegillinn <strong>2005</strong>: Rannsóknir í félagsvísindum VI.<br />

• Opin ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum VI var haldin föstudaginn 28.<br />

október í samvinnu við lagadeild og félagsvísindadeild.<br />

• Fræðslufundur um fríverslunarsamninga var haldinn mánudaginn 14. nóvember.<br />

Fyrirlesari var Pétur G. Thorsteinsson, varaframkvæmdastjóri EFTA.<br />

Styrkir og verðlaun<br />

Deildin naut áfram dýrmæts stuðnings frá ýmsum fyrirtækjum. Ýmist fékk deildin<br />

styrki beint eða fyrir tilstuðlan Hollvinafélags deildarinnar.<br />

• Grandi hf. var áfram aðalstyrktaraðili veftímarits deildarinnar um viðskipti og<br />

efnahagsmál.<br />

• Landsbanki Íslands veitti þrenn verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndirnar<br />

sem fram komu hjá nemendum í námskeiðinu Viðskiptahugmyndum og voru<br />

verðlaunin veitt á ársfundi deildarinnar.<br />

• Linda Garðarsdóttir í BS-námi í hagfræði hlaut verðlaun Hollvinafélags deildarinnar<br />

fyrir hæstu meðaleinkunn í prófum fyrsta árs á skólaárinu 2003 -<br />

2004 og voru verðlaunin veitt á ársfundi deildarinnar í byrjun árs <strong>2005</strong>.<br />

• Deildin veitti, í samvinnu við Hollvinafélag deildarinnar, verðlaun fyrir hæstu<br />

meðaleinkunn í grunnnámi við brautskráningu í júní <strong>2005</strong>. Verðlaunin hlaut<br />

Jóhanna Bergsteinsdóttir sem útskrifaðist með BS próf í hagfræði.<br />

187


• Harpa Guðnadóttir hlaut viðurkenningu fjármálaráðuneytisins fyrir lokaverkefni<br />

á meistarastigi í hagfræði haustið <strong>2005</strong>.<br />

• Þráinn Eggertsson, prófessor, var útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við<br />

New York University í Bandaríkjunum.<br />

• Runólfur Smári Steinþórsson hlaut viðurkenningu fyrir lofsverðan árangur í<br />

starfi á háskólahátíð í október <strong>2005</strong>.<br />

• Ástu Dís Óladóttur, aðjúnkt í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, var<br />

veittur styrkur á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands.<br />

Ráðstefnur og málstofur<br />

Hagfræðistofnun stóð fyrir tveimur ráðstefnum á árinu. Sú fyrri bar yfirskriftina<br />

Workshop on Experiments in Natural Resource Economics, Fisheries and Energy.<br />

Ráðstefnan var samvinnuverkefni Hagfræðistofnunar, viðskipta- og hagfræðideildar<br />

HÍ og auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Seinni ráðstefnan nefndist Dynamics,<br />

Economic Growth and International Trade (DEGIT IX). Hún var samvinnuverkefni<br />

Hagfræðistofnunar og hagfræðideildar Copenhagen Business School.<br />

Málstofur voru haldnar sameiginlega af Hagfræðistofnun og Viðskiptafræðistofnun<br />

og er listi yfir fyrirlesara og heiti erinda að finna undir frásögn í kafla um Hagfræðistofnun.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í viðskipta- og hagfræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 617 729 1.346 618 700 1.318 560 611 1.171<br />

Brautskráðir<br />

Viðskiptafræði BS 38 64 102 27 70 97 32 47 79<br />

Viðskiptafræði kandídatspróf 9 18 27 16 14 30 13 10 23<br />

Viðskiptafræði MBA 31 14 45<br />

Viðskiptafræði MS 7 15 22 21 20 41 12 17 29<br />

Mannauðsstjórnun MA 2 2 2 7 9 4 7 11<br />

Viðskiptafræði diplóma 1 1<br />

Markaðsfræði diplóma 5 5 1 1 1 1 2<br />

Rekstur fyrirtækja diplóma<br />

Reikningshald diplóma 1 1 1 1<br />

Hagfræði BS 9 7 16 15 15 8 6 14<br />

Hagfræði BA 4 5 9 3 2 5 8 6 14<br />

Hagfræði diplóma 1 1<br />

Hagfræði MS 3 3 6 5 5 3 5 8<br />

Heilsuhagfræði MS 1 1 0 2 2<br />

Hagfræði doktorspróf 1 1<br />

Sjávarútvegsfræði MS 2 2<br />

Umhverfisfræði MS 1 1<br />

Samtals 73 122 195 121 130 251 81 101 182<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Hagfræðistofnun<br />

Árið <strong>2005</strong> voru unnin um 13 ársverk á stofnuninni. Stofnunin og fastir starfsmenn<br />

hennar fengu m.a. rannsóknarstyrki frá RANNÍS, forsætisráðuneytinu, Rannsóknasjóði<br />

Háskólans, Evrópusambandinu, norrænu ráðherranefndinni, og ríkisstjórn<br />

Íslands.<br />

Nokkrar mannabreytingar urðu á árinu. Þóra Helgadóttir hóf störf í greiningardeild<br />

Íslandsbanka, Heiðrún Guðmundsdóttir hóf störf á Hagstofu Íslands og Marías<br />

H. Gestsson fór í doktorsnám til Danmerkur. Á árinu hóf Þórhallur Ásbjörnsson<br />

störf á stofnuninni.<br />

189


Útgáfur<br />

Á árinu voru gefnar út fjórar skýrslur í ritröðinni þjónustuskýrslur (C ritröð):<br />

C05:01 Samanburður á beinni gjaldtöku og samfélagslegum kostnaði við<br />

flutninga.<br />

C05:02 Spálíkan um eftirspurn eftir þjónustu Íslandspósts.<br />

C05:03 Forgangsröðun í samgöngum.<br />

C05:04 Þjóðhagsleg áhrif álverksmiðju Fjarðaáls á Reyðarfirði.<br />

Gefnar voru út 14 ritgerðir í ritröðinni Working Papers (W-ritröð), en þær eru fáanlegar<br />

á heimasíðu stofnunarinnar:<br />

W05:14 J. Michael Orszag and Gylfi Zoëga, Are Risky Workers More Valuable<br />

to Firms?<br />

W05:13 Fridrik M. Baldursson, Fairness and pressure group competition.<br />

W05:12 Marias H. Gestsson and Tryggvi Thor Herbertsson, Fiscal Policy as a<br />

Stabilizing Tool.<br />

W05:11 Tryggvi Thor Herbertsson and Gylfi Zoëga, On the Adverse Effects of<br />

Development Aid.<br />

W05:10 Thráinn Eggertsson and Tryggvi Thor Herbertsson, Evolution of Financial<br />

Institutions: Iceland’s Path from Repression to Eruption.<br />

W05:09 Tryggvi Thor Herbertsson, The Icelandic Pension System in 2004.<br />

W05:08 Ron Smith and Gylfi Zoëga, Unemployment, investment and global<br />

expected returns: A panel FAVAR approach.<br />

W05:07 Gylfi Zoëga and Thorlakur Karlsson, Does Wage Compression Explain<br />

Rigid Money Wages?<br />

W05:06 Thorvaldur Gylfason, India and China.<br />

W05:05 Edmund S. Phelps, Can Capitalism Survive?<br />

W05:04 Thorvaldur Gylfason, Institutions, Human Capital, and Diversification<br />

of Rentier Economies.<br />

W05:03 Jón Daníelsson and Ásgeir Jónsson, Countercyclical Capital and Currency<br />

Dependence.<br />

W05:02 Alison L. Booth and Gylfi Zoëga, Worker Heterogeneity, Intra-firm Externalities<br />

and Wage Compression.<br />

W05:01 Tryggvi Thor Herbertsson and Martin Paldam, Does developement aid<br />

help poor countries catch up?<br />

Stofnunin gaf út árskýrslu sýna með stuðningi forsætisráðuneytisins og fjallaði<br />

hún að þessu sinni um gengismál. Höfundar skýrslunnar eru þeir Gylfi Zoëga og<br />

Tryggvi Þór Herbertsson: Fyrirkomulag gengismála á Íslandi: horft til framtíðar,<br />

árskýrsla <strong>2005</strong>.<br />

Þá gaf heilbrigðis og tryggingaráðuneytið út rannsókn Tryggva Þórs Herbertssonar<br />

á orsökum fjölgunar öryrkja á Íslandi: Fjölgun Öryrkja á Íslandi – orsakir og<br />

afleiðingar.<br />

Á árinu birtust tvær ritgerðir starfsmanna Hagfræðistofnunar eða voru samþykktar<br />

til birtingar í ritrýndum tímaritum og bókum:<br />

• Sveinn Agnarsson, Að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum – rafmagn og hagvöxtur<br />

á 20. öld, Fjármálatíðindi 51, síðara hefti 2004, bls. 114-121.<br />

• Tryggvi Þór Herbertsson, Personal Pensions and Markets, kafli 29 í Oxford<br />

Handbook of Pensions and Retirement Income (væntanleg 2006), Oxford University<br />

Press.<br />

• Tryggvi Þór Herbertsson, Measuring Globalization, Applied Economics 37, nr.<br />

10, júní <strong>2005</strong>, bls. 1089-1098, með Torben Andersen.<br />

• Tryggvi Þór Herbertsson, Hve lengi eru menn öryrkjar á Íslandi, Læknablaðið<br />

91, <strong>2005</strong>, nr. 6, bls. 501-504, með Sigurði Thorlacius.<br />

• Tryggvi Þór Herbertsson, Does development aid help poor countries catch<br />

up? An analysis of the basic relations, væntanleg í O. Morrissey (ritstj.), New<br />

Directions in Research on Foreign Aid, Routhledge, með Martin Paldam.<br />

Ráðstefnur og málstofur<br />

Haldin var ein alþjóðleg ráðstefna á árinu og var hún í samvinnu við the Center on<br />

Capitalism and Society, Columbia University, 16. og 17. júní. Ráðstefnan bar yfirskriftina:<br />

Aging Baby Boomers, Pensions and Medical Benefits, and Consequences<br />

for Dynamism, Prosperity and Growth. Margir virtir hagfræðingar tóku þátt<br />

og má þar m.a. nefna Nóbelsverðlaunahafana Robert Mundell, Jeffrey Sachs,<br />

Edmund Phelps, Laurence J. Kotlikoff og Jeremy Siegel.<br />

190


Málstofur í hagfræði eru fastur þáttur í starfsemi Hagfræðistofnunar. Á árinu voru<br />

haldnar 27 málstofur:<br />

• 12. janúar: Snjólfur Ólafsson, prófessor viðskipta- og hagfræðideild, Stefnumiðað<br />

árangursmat hjá sveitarfélögum.<br />

• 19. janúar: Gylfi Magnússon, dósent viðskipta- og hagfræðideild, Hagfræði trúverðugleika.<br />

• 26. janúar: Þorvaldur Gylfason, prófessor viðskipta- og hagfræðideild, Frá einhæfni<br />

til hagvaxtar.<br />

• 2. febrúar: Gylfi Magnússon, dósent viðskipta- og hagfræðideild, Árásarverðlagning.<br />

• 23. febrúar: Inga Jóna Jónsdóttir, lektor viðskipta- og hagfræðideild, Lærdómur/nám<br />

á vinnustaðnum: lausn á þróun hæfni starfsfólksins.<br />

• 16. mars: Jón Daníelsson, dósent viðskipta- og hagfræðideild, Highwaymen or<br />

Heroes: Should Hedge Funds be Regulated.<br />

• 23. mars: Þórhallur Örn Guðlaugsson, lektor viðskipta- og hagfræðideild, Vægi<br />

þjónustuþátta í þjónustumati.<br />

• 30. mars: Runólfur Smári Steinþórsson, dósent viðskipta- og hagfræðideild,<br />

Stefna í raun og veru.<br />

• 6. apríl: Sveinn Agnarsson, fræðimaður Hagfræðistofnun, Hagrænt umhverfi<br />

landbúnaðar.<br />

• 13. apríl: Þórarinn G Pétursson, Seðlabanki Íslands og Háskólinn í Reykjavík,<br />

Efnahagsleg áhrif verðbólgumarkmiðs.<br />

• 20. apríl: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, viðskipta- og hagfræðideild<br />

• 27. apríl: Marías H Gestsson, Hagfræðistofnun, Hið opinbera í ný-Keynesískum<br />

hagsveiflulíkönum.<br />

• 11. maí: Snjólfur Ólafsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson, viðskipta- og hagfræðideild,<br />

Rannsóknir á ánægju viðskiptafræðinema.<br />

• 7. september: Gylfi Zoëga, viðskipta- og hagfræðideild, Tekjujöfnun innan fyrirtækja:<br />

Er gengið á hag hæfustu starfsmannanna?<br />

• 14. september: Sigurður Jóhannesson og Ragnheiður Jónsdóttir, viðskipta- og<br />

hagfræðideild, Verðmæti veiða í Skaftárhreppi.<br />

• 21. september: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, viðskipta- og hagfræðideild,<br />

Straumar og stefnur í stjórnun fyrirtækja.<br />

• 28. september: Örn Daníel Jónsson, viðskipta- og hagfræðideild, Aukið vægi<br />

smásölu og hnattræn verkaskipting.<br />

• 5. október: Ársæll Valfells, viðskipta- og hagfræðideild, Er Skype virkilega<br />

svona mikils virði? Vangaveltur um verðmæti fyrirtækja í ljósi nýlegra kenninga.<br />

• 12. október: Einar Guðbjartsson, viðskipta- og hagfræðideild, Blue Ribbon Report:<br />

Áhrif á íslenska hlutabréfamarkaðinn.<br />

• 19. október: Helga Kristjánsdóttir, Háskóla Íslands Bein erlend fjárfesting og<br />

fastur kostnaður<br />

• 26. október: Ásgeir Jónsson, viðskipta- og hagfræðideild, Eiginfjárkvaðir og<br />

þjóðhagsleg áhætta í bankakerfinu.<br />

• 2. nóvember: Þorvaldur Gylfason, viðskipta- og hagfræðideild, Indland og Kína.<br />

• 9. nóvember: Ragnar Árnason, viðskipta- og hagfræðideild, Heimsframboð<br />

fiskjar og fiskverð: Vangaveltur um langtímahorfur.<br />

• 16. nóvember: Haukur Freyr Gylfason, viðskipta- og hagfræðideild, Lífsgæði<br />

barna með einhverfu og Tourette sjúkdóminn og foreldra þeirra.<br />

• 23. nóvember: Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar,<br />

Hvar eru piltarnir? Kynjaskipting í sérfræðistéttum á 21. öld á Íslandi.<br />

• 30. nóvember: Runólfur Smári Steinþórsson, viðskipta- og hagfræðideild,<br />

Framlag Peters F. Druckers til stjórnunar í fyrirtækjum og stofnunum.<br />

• 7. desember: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, viðskipta- og hagfræðideild, Skipulag<br />

starfsferils: Fara hagsmunir stjórnenda og starfsmanna saman?<br />

Ýmislegt<br />

Starfsmenn stofnunarinnar héldu erindi og sóttu ráðstefnur og námskeið á<br />

ýmsum stöðum erlendis á árinu. Auk þessa héldu starfsmenn stofnunarinnar<br />

fjölmörg erindi innanlands, sátu í og stjórnuðu nefndum og stjórnum og gáfu álit<br />

sitt við ýmis tækifæri í nefndum Alþingis og í fjölmiðlum.<br />

Veffang Hagfræðistofnunar er www.ioes.hi.is<br />

191


Viðskiptafræðistofnun<br />

Styrkir og starfsmannamál<br />

Kristján Jóhannsson lét af störfum forstöðumanns Viðskiptafræðistofnunar og í<br />

hans stað var ráðinn Ársæll Valfells, lektor. Aðrir starfsmenn stofnunarinnar eru<br />

þrír talsins og eru verkefnaráðnir.<br />

Stjórn Viðskiptafræðistofnunar er óbreytt en hana skipa Runólfur Smári Steinþórsson,<br />

stjórnarformaður, Ingjaldur Hannibalsson, Örn D. Jónsson og Þráinn<br />

Eggertsson auk fulltrúa frá Maestro, nemendafélagi meistaranema.<br />

Stofnunin fékk styrk frá Marel í verkefni undir forystu Þórhalls Guðlaugssonar<br />

lektors. Viðskiptafræðistofnun fékk einnig styrk frá Leonardó til mannaskipta á<br />

árinu.<br />

Rannsóknir<br />

Viðskiptafræðistofnun vinnur margvíslegar hagnýtar rannsóknir sem birtast á<br />

vefsíðu stofnunarinnar: www.ibr.hi.is<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Málstofur Viðskiptafræðistofnunar eru haldnar sameiginlega með Hagfræðistofnun<br />

á árinu <strong>2005</strong>, sjá hér að framan.<br />

192


Rannsóknastofnanir<br />

í tengslum við<br />

Háskólann<br />

Alþjóðamálastofnun Háskóla<br />

Íslands og Rannsóknasetur<br />

um smáríki<br />

Alþjóðamálastofnun<br />

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun<br />

og er vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf í alþjóðamálum. Ásamt Háskóla Íslands<br />

standa utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins<br />

formlega að Alþjóðamálastofnun. Stofnunin á auk þess í samstarfi við fjölda erlendra<br />

og innlendra fræðimanna og stúdenta. Alþjóðamálastofnun hefur verið<br />

starfrækt við Háskóla Íslands frá árinu 1990 en var endurskipulögð árið 2002 og<br />

hefur í kjölfarið staðið fyrir fjölbreyttum rannsóknum, útgáfustarfsemi, ráðstefnum,<br />

málstofum og fyrirlestrum. Helstu rannsóknasvið eru íslensk utanríkismál,<br />

Evrópumál og öryggis- og varnarmál. Sjá nánar vefsíðu: (htttp://www.hi.is/ams/)<br />

Rannsóknasetur um smáríki<br />

Rannsóknasetur um smáríki er faglega sjálfstæð eining sem starfar undir hatti<br />

Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og deilir stjórn og forstöðumanni með<br />

stofnuninni. Rannsóknasetrið var stofnað árið 2002 að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar,<br />

dósents í stjórnmálafræði, og hefur sett mark sitt á háskólasamfélagið<br />

frá upphafi með fjölbreyttu starfi. Meginmarkmið setursins er að auka rannsóknir<br />

og kennslu í smáríkjafræðum (small state studies). Rannsóknasetrið<br />

stendur fyrir fjölbreyttum rannsóknum, ráðstefnum, málstofum og kennslu um<br />

smáríki og heldur úti öflugri ritröð um rannsóknir í smáríkjafræðum. Setrið hefur<br />

þegar skapað sér sess sem ein aðalmiðstöð smáríkjarannsókna í heiminum í dag<br />

og hefur hlotið fjölda styrkja frá innlendum og erlendum rannsóknasjóðum. Sjá<br />

nánar vefsíðu: http://www.hi.is/ams/<br />

Stjórn og starfslið<br />

Rektor HÍ skipaði nýja stjórn Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um<br />

smáríki haustið <strong>2005</strong>. Í stjórninni sitja:<br />

• Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, sem jafnframt er stjórnarformaður.<br />

• Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði við HÍ, sem jafnframt er varaformaður.<br />

• Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent í lögfræði við HÍ.<br />

• Alyson J.K. Bailes, forstöðumaður SIPRI, Stockholm International Peace Reasearch<br />

Institute í Svíþjóð.<br />

• Anders Wivel, dósent í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla.<br />

• Christine Ingebritsen, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Washington.<br />

• Clive Archer, prófessor í Evrópufræðum við Metropolitanháskólann í<br />

Manchester.<br />

• Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri í Utanríkisráðuneytinu.<br />

• Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins.<br />

• Kristín Loftsdóttir, dósent í mannfræði við HÍ.<br />

• Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins.<br />

Fastráðinn forstöðumaður er Ásthildur E. Bernharðsdóttir sem dvelur í rannsóknarleyfi<br />

í Bandaríkjunum þar til í september 2006. Brynhildur Ólafsdóttir veitir<br />

stofnununum forstöðu í fjarveru Ásthildar.<br />

193


Alþjóðlegur sumarskóli<br />

Frá því árið 2003 hefur Rannsóknasetur um smáríki hefur starfrækt sumarskóla<br />

um smáríki og Evrópusamrunann í samstarfi við 11 erlenda háskóla og með árlegum<br />

styrk frá Evrópusambandinu. Þetta er þverfaglegt námskeið sem stendur í<br />

tvær vikur og er haldið á ensku. Námskeiðið sem haldið var <strong>2005</strong> leiddi að venju<br />

saman bæði íslenska og erlenda nemendur og kennara. Að jafnaði hafa um átta<br />

heimsþekktir fræðimenn á sviði smáríkjarannsókna og Evrópumála séð um<br />

kennsluna og 15-20 erlendir stúdentar hvaðanæva að frá Evrópu hafa sótt námskeiðið<br />

auk fjölda íslenskra stúdenta.<br />

Vefnámskeið<br />

Allir fyrirlestrar á sumarskólanum eru teknir upp, unnir sérstaklega og birtir á<br />

netinu. Samstarfsskólar Smáríkjasetursins geta nýtt sér þessa fyrirlestra bæði til<br />

að bjóða nemendum sínum upp á námskeið sumarskólans í heild sinni eða notað<br />

einn og einn fyrirlestur í námskrá sinni. Þessir rafrænu fyrirlestrar hafa þegar<br />

verið notaðir með góðum árangri í kennslu í stjórnmálafræði í félagsvísindadeild<br />

HÍ. Vefnámskeiðið er í stöðugri þróun og er uppfært á hverju ári með nýjum fyrirlestrum.<br />

Útgáfa<br />

Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og útgáfu fræðirita og frá því að Alþjóðamálastofnun<br />

var endurskipulögð hafa verið gefnar út sex bækur. Á síðasta ári var<br />

grunnurinn lagður að útgáfu þriggja bóka sem koma út í ár.<br />

• Bók um íslenska utanríkisstefnu frá lokum kalda stríðsins með greinum eftir<br />

15 íslenska fræðimenn.<br />

• Bók um alþjóðamál með greinum eftir unga fræðimenn þar sem lögð er<br />

áhersla á tengsl stjórnmála, hryðjuverka, stríða, mannréttinda og alþjóðahagkerfisins.<br />

• Yfirlitsrit um helstu fræðitexta í smáríkjafræðum undir ritstjórn Christine Ingebritsen,<br />

starfandi rektors Washingtonháskóla í Bandaríkjunum sem jafnframt<br />

situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar.<br />

Aukinn kraftur var settur í ritröð Smáríkjasetursins á síðasta ári og ný ritstjórn<br />

tók við stjórnartaumunum. Í ritstjórninni sitja sjö virtir fræðimenn á sviði smáríkjarannsókna,<br />

þau Anders Wivel frá Kaupmannahafnarháskóla, Annica Kronsell frá<br />

háskólanum í Lundi, Clive Archer og Neill Nugent frá Manchester Metropolitan<br />

háskóla, Iver B. Neumann frá norsku Alþjóðamálastofnuninni, Lee Miles frá Liverpool<br />

háskóla og Richard T. Griffiths frá háskólanum í Leiden í Hollandi.<br />

Önnur verkefni<br />

Stofnanirnar hafa á síðasta ári sinnt afar fjölbreyttum verkefnum. Má þar nefna<br />

m.a. að í samstarfi við bandaríska sendiráðið var unnið að því að koma upp yfirgripsmiklu<br />

bókasafni um öryggis- og varnarmál sem hýst verður í Þjóðarbókhlöðunni<br />

en stefnt er að sams konar bókasafni um smáríkjafræði. Þá hefur Alþjóðamálastofnun<br />

tekið þátt í fjölda fyrirlestra og málþinga og sendi til dæmis íslenska<br />

fræðimenn á ráðstefnu í Líbanon í október <strong>2005</strong>. Heimasíða stofnananna<br />

var endurbætt á síðasta ári og unnið er að uppbyggingu á verkefnabanka með<br />

rannsóknum mastersnema í hinu nýja alþjóðasamskiptanámi. Þegar hefur verið<br />

tryggður rannsóknastyrkur frá Samtökum iðnaðarins fyrir mastersverkefni sem<br />

tengist ESB og íslensku atvinnulífi.<br />

Háskólasetrið á Hornafirði<br />

Almennt<br />

Háskólasetrið á Hornafirði er rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðausturlandi.<br />

Háskólasetrið tók til starfa vorið 2002 með ráðningu forstöðumanns.<br />

Hingað til hefur rekstur háskólasetursins grundvallast á samstarfssamningi milli<br />

Háskóla Íslands, Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Landsvirkjunar,<br />

Siglingastofnunar og Veðurstofunnar. Upphaflegur samningur þessara aðila var til<br />

þriggja ára og var endurnýjaður til eins árs í desember 2004. Háskólasetrið fékk<br />

með tilstyrk sveitafélagsins Hornafjarðar fjárveitingu að upphæð 7 m.kr. á fjárlögum<br />

2006. Háskólasetrið er til húsa í mennta- og menningarsetri Hornfirðinga,<br />

Nýheimum. Háskóli Íslands á þar eigið húsnæði, alls 62,5 m 2 , og eru þar þrjár<br />

skrifstofur.<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Stjórnarformaður Háskólasetursins á Hornafirði er Rögnvaldur Ólafsson, eðlis-<br />

194


fræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Aðrir stjórnarmenn eru Helgi Björnsson,<br />

jöklafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands, Karl Benediktsson,<br />

landfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri<br />

þróunarsviðs Vegagerðarinnar, Stefán Ólafsson, framkvæmdastjóri fræðsluog<br />

félagssviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri<br />

flutningssviðs Landsvirkjunar, Gísli Viggósson forstöðumaður<br />

rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar og Þór Jakobsson, veðurfræðingur<br />

hjá Veðurstofu Íslands.<br />

Árið <strong>2005</strong> störfuðu á Háskólasetrinu tveir fastráðnir starfsmenn, dr. Rannveig<br />

Ólafsdóttir, jarð- og landfræðingur, forstöðumaður, og Stella Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur,<br />

verkefnisstjóri. Jafnframt starfaði Heiða Björk Halldórsdóttir,<br />

landfræðingur, á setrinu frá maí-september. Auk þeirra hafði Snorri Snorrason<br />

fjarnemandi í löggildingu fasteignasala við Endurmenntun HÍ starfsaðstöðu á<br />

setrinu allt árið. Þá höfðu nemendur frá Háskóla Íslands og erlendir doktorsnemendur<br />

frá Skotlandi tímabundna starfsaðstöðu á Háskólasetrinu.<br />

Rannsóknir og samstarfsverkefni<br />

Markvisst var unnið að áframhaldandi uppbyggingu rannsóknaverkefna við ýmsar<br />

stofnanir og aðila, bæði innlenda og erlenda. Helstu verkefni sem unnið var að<br />

árið <strong>2005</strong> voru:<br />

• Northern Environment for Sustainable Tourism (NEST) - Sjálfbær ferðamennska<br />

á norðurslóðum: Möguleikar þjóðgarða og friðlýstra svæða til<br />

framþróunar byggðar á jaðarsvæðum. Fjölþjóðlegt verkefni í forsvari Háskólasetursins<br />

á Hornafirði. Þátttökulönd eru auk Íslands, Svíþjóð, Finnland<br />

og Skotland. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun ESB, Byggðastofnun,<br />

Þróunarfélagi Austurlands og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands.<br />

• Uppbygging landfræðilegs reiknilíkans til skipulagningar sjálfbærrar ferðamennsku<br />

á SA-landi. Þátttakendur eru auk Háskólasetursins, Háskólinn í<br />

Lundi í Svíþjóð, Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu og jarð- og landfræðiskor<br />

Háskóla Íslands. Verkefnisstjórn er hjá Háskólasetrinu á Hornafirði<br />

og hefur verkefnið verið styrkt af Rannsóknarsjóði Háskólans og Atvinnuþróunarsjóði<br />

Austurlands.<br />

• Árstíðabundin ferðamennska. Verkefnið hefur verið byggt upp innan ramma<br />

NEST verkefnisins í samvinnu við Menningarmiðstöð Hornafjarðar og verið<br />

styrkt af Nýsköpunarsjóð námsmanna og Framleiðnisjóð landbúnaðarins.<br />

• Viðhorf og þekking ferðaþjónustuaðila og neytenda á suðausturlandi til vistvænnar<br />

vottunnar. Verkefnið hefur verið byggt upp innan ramma NEST verkefnisins.<br />

• Skynjun, saga og vísindi; samræmi eða mismunur í tímasetningu Litlu ísaldarinnar<br />

á SA-Íslandi nefnist samvinnuverkefni landfræðideildar Háskólans í<br />

Edinborg og Háskólasetursins á Hornafirði. Verkefnisstjórn er í höndum Háskólans<br />

í Edinborg. Niðurstöður þess birtust í októberhefti tímaritsins Polar<br />

Record: McKinzey, K.M., Ólafsdóttir, R. and Dugmore, A.J., <strong>2005</strong>: Perception,<br />

History and Science - Coherence or Disparity in the Timing of the Little Ice<br />

Age Maximum in Southeast Iceland. Polar Record, 41(219), bls. 319-334.<br />

• Uppbygging gagnabanka fyrir gjóskulög í jarðvegssniðum umhverfis Vatnajökul.<br />

Samstarfsaðilar eru Háskólasetrið á Hornafirði, Skógrækt ríkisins,<br />

Heilbrigðisstofa Reykjavíkur, Þórbergssetur, Landfræðideild Háskólans í Edinborg<br />

og Raunvísindastofnun HÍ. Verkefnið hefur verið styrkt af Kvískerjasjóði,<br />

Aðstoðarmannasjóði HÍ og Atvinnuþróunarsjóði Austurlands.<br />

• Landmótun Staðardals í Austur-Skaftafellssýslu – Mat og kortlagning jarðmyndana.<br />

Verkefnið er meistaraverkefni Heiðu Bjarkar Halldórsdóttur við<br />

jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands undir umsjá og handleiðslu forstöðumanns<br />

Háskólasetursins.<br />

• Nýting fjarkönnunar við vistgerðarflokkun. Samstarfsaðilar eru Náttúrufræðistofnun<br />

Íslands, Landmælingar Íslands, Háskólasetrið á Hornafirði og Jarðog<br />

landfræðiskor Háskóli Íslands. Verkefnisstjóri er Borgþór Magnússon,<br />

sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun. Verkefnið er styrkt af Rannís og unnið af<br />

Regínu Hreinsdóttur, landfræðingi.<br />

Setrið kom auk þessa að fjölmörgum smærri verkefnum og nefndastörfum, og<br />

það stóð fyrir málþingi á Hótel Klaustri 21. júní undir yfirskriftinni NEST-Vatnajökull.<br />

196


Háskólasetrið í Hveragerði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Um sex ár eru frá því Háskólasetrið í Hveragerði tók til starfa. Þátttakendur undanfarin<br />

þrjú ár hafa verið Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hveragerðisbær,<br />

Rannsóknastofnunin Neðri Ás, Prokaria ehf., Heilsustofnun NLFÍ og<br />

Sunnlensk orka. Samstarfssamningur um starfrækslu setursins rann út sl. áramót.<br />

Þá hætti Heilsustofnun NLFÍ þáttöku en Orkuveita Reykjavíkur hyggst taka<br />

við.<br />

Í stjórn Háskólasetursins sitja nú Jakob K. Kristjánsson, fyrrverandi prófessor við<br />

Líffræðideild Háskóla Íslands, formaður, Sigurður S. Snorrason, dósent við Líffræðideild<br />

Háskóla Íslands, Arnþór Ævarsson, sameindalíffræðingur hjá Prokaria<br />

ehf., Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss/Ásbyrgis, Orri<br />

Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Sveinn Aðalsteinsson, prófessor við<br />

Landbúnaðarháskóla Íslands, Steinar Friðgeirsson, sviðsstjóri hjá RARIK og<br />

Kristján Guðmundsson, yfirlæknir hjá Heilsustofnun NLFÍ.<br />

Aðstaða<br />

Í byrjun árs flutti framkvæmdastjóri Háskólasetursins vinnuaðstöðu sína að<br />

Reykjum, í Ölfusi. Setrið leigir þar húsnæði og aðstöðu af Landbúnaðarháskóla<br />

Íslands. Þar eru nú skrifstofur setursins ásamt sameiginlegri rannsóknarstofu<br />

með Landbúnaðarháskóla Íslands og Rannsóknarstöð skógræktar. Á vormánuðum<br />

fékk setrið einnig til afnota íbúð hjá Rannsóknastofnuninni Neðra Ási til að<br />

nota sem fræðimannsíbúð. Setrið hefur auk þess fengið að halda þeirri vinnuaðstöðu<br />

í Hveragerði sem Neðri Ás leggur því til. Sú aðstaða er til reiðu fyrir fræðimenn<br />

og nemendur sem vinna að rannsóknarverkefnum, m.a. verkefnum sem<br />

tengjast landshlutanum eða starfssviði setursins. Íbúðin var í láni frá miðjum<br />

maí fram í september. Jafnframt var vinnuaðstaðan nýtt af sömu fræðimönnum.<br />

Rannsóknir og þjónusta<br />

Á árinu lauk úttekt og rannsókn á náttúrulegum baðlaugum á landinu. Verkefnið<br />

var samstarfsverkefni setursins, Ferðamálaráðs Íslands, Ferðamálaseturs Íslands<br />

og Prokaria ehf. Samantekt úr þeim upplýsingum sem aflað var hafa verið<br />

birtar á Hveravefsíðunni (www.hot-springs.org). Á árinu vann Háskólasetrið m.a.<br />

að verkefnum við flokkun vatna á Norðurlandssvæði eystra (Fnjóská, Skjálfandafljót<br />

og Laxá í Aðaldal) og í Garðabæ (Urriðavatn). Auk þess annaðist setrið umhverfisráðgjöf<br />

og mengunareftirlit í skólphreinsistöðinni í Hveragerði og tók saman<br />

ársskýrslu fyrir hreinsistöðina. Á árinu komst á samstarf Háskólasetursins,<br />

Hveragerðisbæjar og verkfræðideildar Háskóla Íslands um að nota Hveragerði<br />

sem vettvang kennslu og rannsókna við deildina. Hveragerðisbær leggur verkfræðideildinni<br />

til tæknilegar upplýsingar um bæinn eftir því sem nauðsyn krefur<br />

og Háskólasetrið leggur til vinnuaðstöðu. Verkfræðinemendur í MS námskeiði um<br />

fráveitur og skólphreinsun komu til setursins í verklegar æfingar í mengunarmælingum<br />

á skólpi. Í samstarfi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands og með styrk<br />

frá Nýsköpunarsjóði námsmanna var unnið að rannsóknum á tveimur nýjum<br />

landnemum í Hveragerði, varmasmiði (Carabus nemoralis) og túnhrossaflugu<br />

(Tipula paludosa). Tækjakaupasjóður Háskóla Íslands styrkti Háskólasetrið með<br />

kr. 400.000 til kaupa á víðsjá.<br />

Háskólasetur Suðurnesja,<br />

Sandgerði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Háskólasetur Suðurnesja var formlega stofnað á árinu 2004. Háskólasetrið fellur<br />

innan Stofnunar fræðasetra við Háskóla Íslands. Setrið er vettvangur samstarfs<br />

Háskóla Íslands og sveitarfélaga á Suðurnesjum, stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka<br />

og einstaklinga. Háskólasetrið er staðsett á Garðvegi 1 í Sandgerði.<br />

Meginhlutverk Háskólasetursins er að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands<br />

á Suðurnesjum með því:<br />

a) að stuðla að margvíslegri háskólakennslu á Suðurnesjum, eftir því sem kostur<br />

er, í tengslum við grunn- og framhaldsnám, og stuðla að því að haldin<br />

verði norræn og/eða alþjóðleg námskeið í Háskólasetrinu,<br />

197


) að efla tengsl skora, deilda og stofnana Háskóla Íslands og tengsl annarra íslenskra<br />

rannsóknastofnana við atvinnu- og þjóðlíf á Suðurnesjum,<br />

c) að efla, í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla, rannsóknir á náttúru<br />

Suðurnesja og á náttúru Íslands, og<br />

d) að stuðla að auknum rannsóknum á hverju því viðfangsefni, sem vert er<br />

að sinna á Háskólasetrinu.<br />

Háskólasetrið starfar í nánu samstarfi við Rannsóknastöðina í Sandgerði og Náttúrustofu<br />

Reykjaness, sem staðsett eru í sama húsi á Garðvegi 1 í Sandgerði.<br />

Samnýting er á húsnæði og tækjakosti.<br />

Háskólasetur Suðurnesja tók í notkun nýtt húsnæði á árinu. Það er 110 fermetra<br />

og á suðvesturenda hússins á Garðavegi 1 í Sandgerði. Húsnæðið skiptist í þrjár<br />

skrifstofur og eina sameiginlega rannsóknastofu. Sandgerðisbær sá um innréttingu<br />

og afhenti bæjarstjóri Sandgerðis, Sigurður Valur Ásbjarnarson, rektor Háskóla<br />

Íslands húsnæðið til afnota þann 14. júní <strong>2005</strong> í tengslum við ráðstefnu sem<br />

Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands hélt í Sandgerði.<br />

Í Stjórn Háskólasetursins sitja Böðvar Jónsson, tilnefndur af Sambandi Sveitarfélaga<br />

á Suðurnesjum, Guðrún Marteinsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands, Jörundur<br />

Svavarsson, formaður stjórnar, tilnefndur af Háskóla Íslands, Magnús H. Guðjónsson,<br />

tilnefndur af sjávarútvegsráðuneyti, Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af<br />

Háskóla Íslands og Sigurður Valur Ásbjarnarson, tilnefndur af Sandgerðisbæ.<br />

Starfslið Háskólasetursins eru þeir háskólakennarar og nemendur sem aðstöðu<br />

hafa í setrinu hverju sinni og þeir fræðimenn sem stjórn Háskólasetursins býður<br />

starfsaðstöðu hverju sinni. Eftirfarandi kennarar og nemendur störfuðu í lengri<br />

tíma við rannsóknir á árinu <strong>2005</strong> í Háskólasetrinu: Jörundur Svavarsson, prófessor<br />

í sjávarlíffræði, Guðmundur V. Helgason, sérfræðingur, Halldór P. Halldórsson,<br />

MS, doktorsnemi og Sigríður Kristinsdóttir, MS nemi (samstarf við Náttúrustofu<br />

Reykjaness). Auk þess stunduðu Bjarnheiður Guðmundsdóttir, sérfræðingur, Sigríður<br />

Guðmundsdóttir, sérfræðingur og Bryndís Björnsdóttir, doktorsnemi, Tilraunastöð<br />

Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, rannsóknir í tengslum við<br />

háskólasetrið.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir í tengslum við Háskólasetrið tengjast einkum lífríki sjávar. Helstu<br />

verkefni sem unnið var að innan Háskólasetursins voru:<br />

Útbreiðsla botndýra (krabbadýra, burstaorma) á Íslandsmiðum. Rannsóknirnar<br />

voru unnar í samvinnu við Rannsóknastöðina í Sandgerði og eru hluti af hinu umfangsmikla<br />

rannsóknaverkefni Botndýr á Íslandsmiðum. Í rannsóknunum tóku<br />

þátt þau Jörundur Svavarsson, prófessor, Guðmundur V. Helgason, sjávarlíffræðingur<br />

og Ólafía Lárusdóttir, meistaranemi.<br />

Mat á svörun lífvera gagnvart mengun með beitingu á bíómarkerum. Umtalsverðar<br />

rannsóknir fóru fram á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur, svo sem þungmálma<br />

og PAH sambönd, sem koma úr olíu, auk þess sem rannsóknir fóru fram<br />

á eiturefnum, sem til greina koma í framtíðinni sem virk efni í botnmálningu<br />

skipa. Í rannsóknunum tóku þátt þeir Halldór P. Halldórsson, doktorsnemi og Jörundur<br />

Svavarsson auk þeirra Åke Granmo og Anneli Hilvarsen, Kristinebergssjávarrannsóknastöðinni,<br />

Svíþjóð.<br />

Fæða hákarlsins (Somniosus microcephalus). Nýlega hófst rannsóknarverkefni<br />

sem beinist að því að kanna á hverju hákarlinn lifir. Kannaður hefur verið fjöldi<br />

magasýna, sem aflað hefur verið í samvinnu við Hildibrand Bjarnason í Bjarnarhöfn.<br />

Verkefnið er unnið í samvinnu við prófessor Aaron Fisk, Warnell School of<br />

Forest Resources, Georgíu, Bandaríkjunum.<br />

Í tengslum við verkefnið dvaldist Bailey McMeans, meistaranemi við Háskólann í<br />

Georgíu, við Háskólasetrið í ágúst. Með aðstoð frá Fiskmarkaði Suðurnesja í<br />

Sandgerði var unnt að afla sýna af algengustu fisktegundum, sem koma fyrir í<br />

maga hákarlsins. Markmið rannsóknanna var að kanna stöðugar samsætur (stable<br />

isotopes) níturs og kolefnis og bera þær saman við samsætur sem finnast í<br />

vef hákarlsins.<br />

Halldóra Skarphéðinsdóttir og Birgitta Liewenborg, ITM, háskólanum í Stokkhólmi,<br />

dvöldust í lok september og fyrstu viku í október í Háskólasetrinu við rannsóknir<br />

á DNA viðbætum (DNA adducts). Þessar viðbætur myndast þegar PAH<br />

198


sambönd (Polycyclic aromatic hydrocarbons) eru tekin upp af lífverum. Markmið<br />

með þessum rannsóknum var að afla samanburðargagna vegna rannsókna nærri<br />

olíuborpöllum í Norðursjó og víðar.<br />

Ástæður mikils fugladauða í Eystrasalti. Undanfarin ár hefur orðið vart mikils<br />

fugladauða í Eystrasalti. Hér er um að ræða mjög víðtækt vandamál, sem tekur til<br />

fjölmargra tegunda fugla. Enn er óljóst hvað veldur þessum dauða. Dr. Lennart<br />

Balk, ITM, háskólanum í Stokkhólmi, leiðir rannsóknir sem beinast að því að<br />

kanna hvað veldur þessu og eru margvísleg mengandi efni mæld í mörgum<br />

fuglategundum, auk þess sem lífeðlisfræðilegir og lífefnafræðilegir þættir eru<br />

metnir. Mikilvægt er við rannsóknir sem þessar að hafa góð samanburðargögn<br />

frá svæðum, þar sem svona lagað er óþekkt. Í ljósi þessa valdi Balk að nýta íslenska<br />

fugla til samanburðar. Balk og þrír samstarfsmenn hans dvöldust því í<br />

rúman mánuð í Háskólasetri Suðurnesja og öfluðu sýna úr íslenskum eggjum.<br />

Sýnin voru send til Svíþjóðar, þar sem unnið var frekar úr þeim. Þessi sýnataka<br />

var gerð í samstarfi við Gunnar Þór Hallgrímsson og Jörund Svavarsson.<br />

Farhættir sendlinga. Vorið <strong>2005</strong> fóru fram rannsóknir á sendlingum á Rosmhvalanesi<br />

á vegum Gunnars Þórs Hallgrímssonar í samvinnu við dr. Ron W. Summers<br />

og Highland Ringing Group í Skotlandi. Markmið rannsóknanna var að kanna farhætti<br />

hjá langnefjuðum stofni sendlinga sem hefur vetursetu í Vestur-Evrópu en<br />

virðist nota Ísland sem áfangastað á leið til ókunnra varpstöðva.<br />

Vernduð svæði í sjó við Ísland. Sigríður Kristinsdóttir MS nemi. Verkefnið er unnið<br />

í samvinnu við Náttúrustofu Reykjaness og Svein Kára Valdimarsson, forstöðumann.<br />

Áhrif tófu á varphætti sílamáfs. Frá 2004 hefur Gunnar Þór Hallgrímsson unnið að<br />

doktorsverkefni sínu sem snýr að tófu og sílamáfi. Verkefnið er samstarf Líffræðistofnunar<br />

Háskólans, Náttúrustofu Reykjaness, Háskólaseturs Suðurnesja og<br />

Náttúrufræðistofnunar Íslands. Rannsóknin snýst um að kanna hvað veldur því að<br />

tófan hefur áhrif á útbreiðslu sílamáfsins á Miðnesheiði og athuga hvort tófan geti<br />

einnig haft áhrif á þéttleika og/eða stofnstærð þeirra.<br />

Tilraunir með bóluefni, á vegum Bjarnheiðar Guðmundsdóttur, Sigríður Guðmundsdóttur<br />

og Bryndísar Björnsdóttur, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði<br />

að Keldum.<br />

María B. Steinarsdóttir, sjávarlíffræðingur, vann hluta úr árinu í Háskólasetri Suðurnesja.<br />

Rannsóknirnar, sem voru samstarf Háskólasetursins, Náttúrustofu<br />

Reykjaness og Líffræðistofnunar Háskólans, fólust í kortlagningu á fjörum<br />

Reykjaness.<br />

Háskóli Íslands í<br />

Vestmannaeyjum<br />

Samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar rekur Rannsókna- og<br />

fræðasetur Vestmannaeyja (Setrið) sem er til húsa á Strandvegi 50 í Vestmannaeyjabæ.<br />

Setrið hefur aðstöðu á annarri og þriðju hæð sem eru alls 634 m 2 sem<br />

skiptast í séraðstöðu (240 m 2 ) og sameiginlega aðstöðu (393 m 2 ).<br />

Setrið var formlega opnað í október 1994 og var það fyrsta fræðasetur Háskóla Íslands<br />

á landsbyggðinni. Setrið í Eyjum hefur síðan verið fyrirmynd margra annarra<br />

fræðasetra á landsbyggðinni. Í Setrinu sameinast undir einu þaki þær stofnanir<br />

í Vestmannaeyjum sem starfa að grunnrannsóknum, hagnýtum rannsóknum,<br />

gagnasöfnun og nýsköpun í atvinnulífinu, ásamt því að gera ýmsar þjónustumælingar<br />

fyrir opinbera aðila og fyrirtæki. Í Setrinu er einnig miðstöð fullorðinsfræðslu<br />

og fjarkennslu á háskólastigi. Nú eru í Setrinu auk Háskóla Íslands Hafrannsóknastofnun,<br />

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Náttúrustofa Suðurlands, Rannsóknastofnun<br />

fiskiðnaðarins, Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja, Svæðisvinnumiðlun<br />

Suðurlands og VISKA, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja.<br />

Hlutverk Setursins er að sinna rannsóknum og þróun á breiðu sviði sjávarútvegs<br />

í samvinnu við atvinnulífið í Eyjum og að stunda rannsóknir á og safna<br />

gögnum um náttúru Suðurlands. Einnig er því ætlað að stuðla að samvinnu við<br />

200


sérfræðinga og nemendur sem vinna að verkefnum tengdum Vestmannaeyjum<br />

og Suðurlandi.<br />

Alls eru 11 stöðugildi í Setrinu og vinna sex sérfræðingar hjá stofnunum þess.<br />

Deildarstjóri Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum starfar einnig sem forstöðumaður<br />

Setursins. Þrír nemendur frá Háskóla Íslands unnu að rannsóknum í Setrinu<br />

sumarið <strong>2005</strong>.<br />

Verkefni stofnanna Setursins eru af ýmsum toga enda markmið þeirra og hlutverk<br />

misjöfn. Dæmi um verkefni eru rannsóknir á humri við Eyjar, rannsóknir á<br />

atferli lunda, rannsóknir á jarðfræði Vestmannaeyja og ýmsum bergmyndunum á<br />

Suðurlandi, eftirlit með fiskistofnum, gæðamælingar á fiskiafurðum og gagnasöfnun<br />

ásamt ýmiskonar grunn- og hagnýtum rannsóknum er tengjast náttúru<br />

Vestmannaeyja, Íslands og Norður Atlantshafsins.<br />

Útibú Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum vann að ýmsum verkefnum á árinu <strong>2005</strong><br />

og má þar nefna verkefnin:<br />

• Eldi á leturhumri (Nephrops norvegicus) í Vestmanneyjum. Megin markmið<br />

verkefnisins er að fá úr því skorið hvort fýsilegt sé að hefja eldi á leturhumri<br />

(Nephrops norvegicus) í ljósi tækniframfara í eldi á evrópuhumri (Homarus<br />

gammarus) í Noregi. Í kjölfarið verður hafinn undirbúningur á tilraunaeldi á<br />

humri í Vestmannaeyjum. Áætlað er að ala hlið við hlið evrópuhumar og leturhumar<br />

í sérútbúnum kerjum í Vestmannaeyjum.<br />

• Kúfskel (Arctica islandica) við suðurströnd Íslands. Mögleikar til veiða og<br />

vinnslu á kúfskel og örðum skelfiskstegund út af suðurströnd landsins. Megin<br />

markmið verkefnisins er að meta möguleika þess að hefja nytjar (veiðar<br />

og vinnslu) á skelfiski við suðurströnd Íslands. Stofnstærð og munstur í útbreiðslu<br />

kúfskeljarinnar (Arctica islandica) verður metið á svæðum umhverfis<br />

Vestmannaeyjar og frá ósum Ölfusár og austur að ósum Krossár. Útbreiðsla<br />

sex annarra skelfiskstegunda verður jafnframt könnuð á svæðinu.<br />

Það sem skeljarnar eiga sameiginlegt er að þær lifa allar í mjúkum botni og<br />

eru vinsælar matfisktegundir í Evrópu og Ameríku. Tegundirnar eru smyrslingur<br />

(Mya truncata), báruskel (Clinocardium ciliatum), ígulskel (Acanthocardia<br />

echinata), krókskel (Serripes groenlandicus) og tígulskeljarnar Spisula<br />

solida og S. elliptica.<br />

• Pysjueftirlitið. Markmið verkefnisins er að meta ástand og fjölda pysja sem<br />

villast inn í Vestmannaeyjabæ í lok hvers sumars. Þetta er þriðja starfsár<br />

verkefnisins og hafa safnast mikilvægar upplýsingar um ástand og viðkomu<br />

lundastofnsins við Vestmannaeyjar. Í undirbúningi er alþjóðlegt samstarfsverkefni<br />

sem hefur það að markmiði að skoða áhrif hnattrænna umhverfisbreytinga<br />

á lundastofna við Norður-Atlantshafið. Verkefnið, Pysjueftirlitið, er<br />

styrkt af Sparisjóði Vestmannaeyja og er áætlað að opna nýja heimasíðu fyrir<br />

það sumarið 2006.<br />

• Sumarskóli í líf- og jarðfræði fyrir ameríska háskólanema. Verkefnið er unnið<br />

í samstarfi við Endurmenntunarstofnun HÍ. Í sumar komu alls 15 nemar<br />

frá ýmsum Bandarískum háskólastofnunum og unnu að líf- og jarðfræðiverkefnum.<br />

Íslensk málstöð<br />

Íslensk málstöð tók til starfa 1. janúar 1985 og var sett á fót sameiginlega af Háskóla<br />

Íslands og Íslenskri málnefnd. Íslensk málstöð er skv. 3. grein laga um Íslenska<br />

málnefnd nr. 2/1990 skrifstofa Íslenskrar málnefndar og miðstöð þeirrar<br />

starfsemi sem málnefndin hefur með höndum.<br />

Íslensk málstöð hefur aðsetur á 2. hæð á Neshaga 16. Í september <strong>2005</strong> var tilkynnt<br />

um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að byggja nýtt hús á svæði Háskóla Íslands<br />

undir starfsemi stofnana á sviði íslenskra fræða. Jafnframt kom á haustþinginu<br />

fram frumvarp menntamálaráðherra um Stofnun íslenskra fræða-Árnastofnun<br />

sem taka skyldi við af Íslenskri málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun<br />

Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun Íslands.<br />

Ráðgert er að Stofnun íslenskra fræða-Árnastofnun geti flust í hina nýju<br />

byggingu eigi síðar en árið 2011.<br />

Starfslið Íslenskrar málstöðvar árið <strong>2005</strong>:<br />

Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður<br />

Ágústa Þorbergsdóttir, deildarstjóri<br />

201


Dóra Hafsteinsdóttir, deildarstjóri<br />

Eva Sigríður Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ritstjóra stafsetningarorðabókar<br />

Guðrún Ingólfsdóttir, verkefnisstjóri<br />

Kári Kaaber, deildarstjóri<br />

Málstöðin fæst við fjölbreytt málræktarverkefni að eigin frumkvæði og í samvinnu<br />

við aðra. Málstöðin veitir málfarsráðgjöf án endurgjalds og rekur orðabanka, þar<br />

sem einkum eru íðorðasöfn, og svokallaðan málfarsbanka í tengslum við málfarsráðgjöfina.<br />

Skráðar fyrirspurnir og svör um málfar voru um 2.800 á árinu<br />

<strong>2005</strong>. Aðsókn að orðabanka Íslenskrar málstöðvar hélt áfram að aukast <strong>2005</strong> og<br />

var 22,6% meiri en árið 2004. Undanfarin ár hefur verið unnið í málstöðinni að<br />

viðamikilli stafsetningarorðabók ásamt ritreglum og kemur hún út 2006. Nýsamdar<br />

ritreglur voru birtar á vef málstöðvarinnar <strong>2005</strong>. Málstöðin sinnir margvíslegum<br />

öðrum kynningar-, útgáfu- og þjónustuverkefnum í þágu íslensks máls, s.s.<br />

umsjón með ýmsum framkvæmdaratriðum við dag íslenskrar tungu, yfirlestri<br />

handrita og ýmissi kynningu á íslenskri tungu. Þá má nefna innlent og erlent<br />

samstarf, annars vegar um málrækt að því er lýtur að almennu máli og hins vegar<br />

um íðorðamál. Á árinu vann málstöðin m.a. að samnorrænu tilraunaverkefni<br />

um fjarkennslu í íðorðafræði með fleiri norrænum háskóla- og íðorðastofnunum.<br />

Íslensk málstöð vann á árinu <strong>2005</strong> í samvinnu við stjórn Íslenskrar málnefndar að<br />

framgangi nokkurra verkefna sem tilgreind eru í Stefnuskrá Íslenskrar málnefndar<br />

2002-<strong>2005</strong>. Einkum var hér um að ræða málræktarþing 19. nóvember þar<br />

sem m.a. voru veittar viðurkenningar fyrir gott íslenskt mál í auglýsingu og fyrir<br />

gott nafn á fyrirtæki; bókmenntaþing ungra lesenda 16. nóvember og undirbúning<br />

upplýsinga- og verkefnarits um íslenska tungu sem einkum er ætlað ungu fólki.<br />

Á árinu skipulagði málstöðin einnig m.a. málstofu 14. apríl undir yfirskriftinni Íslenska<br />

– í senn forn og ný sem var hluti viðamikillar alþjóðlegrar ráðstefnu 13.-<br />

15. apríl á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.<br />

Íslensk málstöð tók í gagnið í janúar <strong>2005</strong> lénið íslenskan.is / islenskan.is, þ.e.<br />

bæði með og án broddstafs, sem nota má ásamt eldra léninu ismal.hi.is. Netföng<br />

starfsmanna geta því endað á íslenskan.is / islenskan.is ef vill.<br />

Mannréttindastofnun<br />

Háskóla Íslands<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands er sjálfseignarstofnun, stofnuð af Háskóla<br />

Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands, 14. apríl 1994. Aðsetur<br />

stofnunarinnar er í Lögbergi við Suðurgötu.<br />

Stjórn Mannréttindastofnunar var þannig skipuð árið <strong>2005</strong>: Björg Thorarensen,<br />

prófessor við lagadeild HÍ, formaður, Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri við héraðsdóm<br />

Suðurlands, Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ og Hrefna Friðriksdóttir,<br />

hdl., meðstjórnendur. Varamenn í stjórn voru Hilmar Magnússon, hrl., og Pétur<br />

Leifsson, dósent við lagadeild HA. Framkvæmdastjóri var María Thejll, hdl.<br />

Útgáfa<br />

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands hóf útgáfu tímarits með dómareifunum<br />

Mannréttindadómstóls Evrópu á íslensku og kom fyrsta heftið út í október. Það<br />

nær yfir dóma Mannréttindadómstólsins fyrstu sex mánuði ársins <strong>2005</strong> en tímaritið<br />

mun koma út tvisvar á ári. Dómsmálaráðuneytið styrkir útgáfuna en sérstök<br />

ritstjórn hefur umsjón með henni. Ritstjóri tímaritsins er Björg Thorarensen, prófessor<br />

við lagadeild Háskóla Íslands en í ritnefnd sitja dr. Oddný Mjöll Arnardóttir,<br />

prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Skúli Magnússon, héraðsdómari<br />

og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í tímaritinu eru reifaðir valdir dómar sem<br />

taldir eru hafa sérstakt gildi fyrir túlkun ákvæða sáttmálans. Þá eru teknir með<br />

dómar sem hafa sérstaka þýðingu fyrir íslenskan rétt, einkum í málum gegn öðrum<br />

Norðurlöndum þar sem oft er til umfjöllunar löggjöf eða ákvarðanir sem eiga<br />

hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Loks eru birtar í heild sinni í íslenskri<br />

þýðingu ákvarðanir og dómar í kærumálum gegn íslenska ríkinu sem fram til<br />

þessa hafa aðeins verið birtir á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.<br />

Ritið Mannréttindasáttmáli Evrópu – Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan<br />

rétt kom út á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og lagadeildar<br />

202


Háskólans í Reykjavík í lok ársins <strong>2005</strong>. Er þetta fyrsta heildstæða fræðiritið sem<br />

kemur út á íslensku um Mannréttindasáttmála Evrópu, dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls<br />

Evrópu og áhrif sáttmálans á íslenskan rétt. Er slík útgáfa löngu<br />

tímabær í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í framkvæmd sáttmálans frá því<br />

að hann var samþykktur árið 1950 og þeirra víðtæku áhrifa sem hann hefur haft á<br />

íslenskan rétt og lagaframkvæmd, einkum eftir lögfestingu hans hér á landi árið<br />

1994. Í bókinni er fjallað ítarlega um hvert efnisákvæði sáttmálans, inntak þess<br />

krufið og lýst stefnumarkandi niðurstöðum Mannréttindanefndar Evrópu og<br />

Mannréttindadómstóls Evrópu um túlkun ákvæðanna svo og hvernig hún hefur<br />

þróast undanfarna áratugi. Fjallað er um það hvernig réttindi sáttmálans eru<br />

vernduð í íslenskum rétti, í stjórnarskrá og annarri löggjöf, hver er dómaframkvæmd<br />

íslenskra dómstóla um efnið og lýst helstu álitum umboðsmanns Alþingis<br />

sem því tengjast. Þá eru raktar helstu úrlausnir Mannréttindanefndarinnar og<br />

dómar Mannréttindadómstólsins í kærumálum gegn íslenska ríkinu og áhrif<br />

þeirra metin. Loks er fjallað um meðferð mála fyrir Mannréttindadómstólnum og<br />

skilyrði þess að kæra verði tekin þar til efnislegrar meðferðar. Bókin er afrakstur<br />

af samvinnu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og lagadeildar Háskólans í<br />

Reykjavík. Þar leggja saman krafta sína fræðimenn lagadeilda beggja háskólanna<br />

sem hafa sérþekkingu á mannréttindum og stjórnskipunarrétti eða tilteknum<br />

þáttum þessara fræðisviða lögfræðinnar. Auk þeirra eru höfundar úr hópi fræðimanna<br />

í lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst svo og dómara, lögmanna og lögfræðinga<br />

í stjórnsýslunni sem geta miðlað af reynslu sinni af að því vinna með<br />

ákvæði Mannréttindasáttmálans í framkvæmd.<br />

Ritstjórn útgáfunnar skipuðu Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ, sem<br />

var formaður ritstjórnar, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól<br />

Evrópu, dr. Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild HR og Hjördís Hákonardóttir<br />

dómstjóri. Auk þeirra eru höfundar efnis Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild<br />

HÍ, Elín Blöndal, dósent við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst, dr. Oddný<br />

Mjöll Arnardóttir, hdl. og prófessor við lagadeild HR, Páll Þórhallsson, lögfræðingur<br />

í forsætisráðuneytinu, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir,<br />

sendiráðunautur, dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor við lagadeild HR og Róbert<br />

Ragnar Spanó, dósent við lagadeild HÍ.<br />

Bókin er tileinkað minningu Gauks Jörundssonar, dómara við Mannréttindadómstól<br />

Evrópu, umboðsmanns Alþingis og prófessors við lagadeild Háskóla Íslands<br />

en hann var einnig nefndarmaður í Mannréttindanefnd Evrópu frá 1974 til 1998.<br />

Hann lést haustið 2004 eftir langan og farsælan starfsferil á vettvangi mannréttinda.<br />

Ráðstefna<br />

Mannréttindastofnun og Mannréttindaskrifstofa Íslands stóðu sameiginlega að<br />

ráðstefnu 8. apríl undir yfirskriftinni Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár -<br />

Áhrif og framtíðarsýn. Tilefnið var að á árinu voru liðin tíu ár síðan nýr og breyttur<br />

mannréttindakafli stjórnarskrárinnar tók gildi með stjórnarskipunarlögum nr.<br />

97/1995 og leysti af hólmi mannréttindaákvæði sem voru nær óbreytt frá fyrstu<br />

stjórnarskrá Íslands 1874. Markmið ráðstefnunnar var að fjalla um áhrif hinna<br />

nýju mannréttindaákvæða á íslenskan rétt síðasta áratug, m.a. í ljósi stefnumarkandi<br />

dóma sem gengið hafa á þessu sviði. Leitað var svara við því hvort það meginmarkmið<br />

breytingarlaganna hefði náðst að efla, samhæfa og samræma mannréttindaákvæðin<br />

þannig að þau gegni betur því hlutverki sínu að vera vörn almennings<br />

í samskiptum við þá sem fara með ríkisvald eða hvort frekari breytinga<br />

sé þörf. Þá var framkvæmd nýju mannréttindaákvæðanna í íslenskum rétti borin<br />

saman við reynslu Finna af nýjum mannréttindakafla sem kom inn í finnsku<br />

stjórnarskrána árið 1995.<br />

Á ráðstefnunni fluttu eftirtalin erindi:<br />

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.<br />

Veli-Pekka Viljanen, prófessor við lagadeild Háskólans í Turku, Finnlandi.<br />

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.<br />

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.<br />

Brynhildur G. Flóvenz, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar<br />

Mannréttindaskrifstofu Íslands stjórnaði pallborðsumræðum en aðrir þátttakendur<br />

en frummælendur voru Hjördís Hákonardóttir, formaður dómarafélags Íslands,<br />

Oddný Mjöll Arnardóttir, héraðsdómslögmaður og Sigurður Líndal, prófessor emeritus<br />

við lagadeild HÍ.<br />

Eiríkur Tómasson, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands flutti lokaorð<br />

og sleit ráðstefnunni.<br />

203


Málstofa<br />

Mannréttindastofnun efndi til málstofu í marsmánuði um löggjöf gegn mismunun<br />

og aðgerðir gegn kynþáttahatri og hélt bandaríski fræðimaðurinn Richard Thompson<br />

Ford prófessor við Stanfordháskóla erindi á ensku undir yfirskriftinni: Anti<br />

Discrimination Law and Policy Goals Underlying the Doctrine. Í fyrirlestrinum<br />

fjallaði Ford um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til þess að berjast gegn mismunun<br />

og kynþáttahatri með löggjöf og öðrum ráðstöfunum og áhrif þeirra í fjölmenningarsamfélagi.<br />

Hann fjallaði einnig um þær hugmyndir sem stefna gegn<br />

mismunun byggir á, sem er sameining fólks af ólíkum kynþáttum, úrbætur fyrir<br />

misgerðir liðinna tíma og hvernig skuli takast á við ólík menningarviðhorf hópa.<br />

Annað<br />

Mannréttindastofnun hélt námskeiðið Kæruskilyrði og málsmeðferð fyrir Mannréttindadómstól<br />

Evrópu, í samvinnu við Lögmannafélag Íslands, þann 15. apríl<br />

<strong>2005</strong>. Kennarar voru Davíð Þór Björgvinsson og John Hedigan, dómarar við<br />

Mannréttindadómstól Evrópu.<br />

Á námskeiðinu var veitt yfirsýn yfir skipulag og störf Mannréttindadómstóls Evrópu<br />

og réttarfarsreglur sem gilda um meðferð kærumála fyrir dómstólnum. Sérstök<br />

áhersla var lögð á skilyrði sem Mannréttindasáttmáli Evrópu setur fyrir því<br />

að kæra verði tekin til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólnum og huga þarf sérstaklega<br />

að við undirbúning kærumála til hans. Einnig var fjallað um sáttaumleitanir<br />

og málsmeðferð varðandi efnishlið máls eftir að kæra er metin tæk til efnismeðferðar.<br />

Sjá má nánari upplýsingar á veffangi Mannréttindastofnunar: www.mhi.hi.is<br />

Orðabók Háskólans<br />

Orðabók Háskólans er vísindaleg orðfræðistofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands<br />

og heyrir beint undir háskólaráð. Alls unnu 11 starfsmenn á Orðabókinni á<br />

árinu. Af þeim voru sjö í fullu starfi í árslok, tveir í hálfu starfi og tveir í 75% starfi.<br />

Stjórn Orðabókarinnar skipa þrír fulltrúar og einn er til vara.<br />

Rannsóknir<br />

Auk hefðbundinna verka á Orðabókinni var áhersla lögð á eftirtalin rannsóknaverkefni:<br />

• ISLEX-Íslensk-norrænar orðabækur:<br />

Meginmarkmið verkefnisins er að setja saman orðabók með u.þ.b. 50.000 íslenskum<br />

uppflettiorðum ásamt þýðingum/skýringum á sænsku og norsku og<br />

dönsku. Verkið á að endurspegla íslenska málnotkun samtímans. Við ritstjórnina<br />

er notaður veftengdur gagnagrunnur, hannaður sérstaklega fyrir þetta<br />

verkefni. Gagnagrunnurinn gerir mögulegt að ritstjórnarvinnan fari fram samhliða<br />

í mörgum löndum. Á árinu fékkst sérstök fjárveiting á fjárlögum frá<br />

2006–2011. Í samstarfslöndunum fékkst einnig fé á fjárlögum í sama skyni.<br />

• Textasafn:<br />

Safn Orðabókarinnar af rafrænum textum stækkaði verulega árið <strong>2005</strong> og er<br />

nú farið að nálgast 60 milljónir lesmálsorða. Gert var átak í söfnun nýlegra<br />

texta úr blöðum og tímaritum sem aðgengileg eru á Netinu, m.a. til að styrkja<br />

viðmiðunarsafn sem notað er í ISLEX-verkefninu.<br />

• Mörkuð íslensk málheild:<br />

Í lok árs 2001 var sótt um styrki til verkefnisstjórnar menntamálaráðuneytisins<br />

í tungutækni til þess að gera vélrænan markara fyrir íslensku og beygingarlýsingu<br />

íslensks nútímamáls. Um leið var sótt um styrk til þess að<br />

koma upp markaðri málheild með íslenskum textum. Umsækjendur voru<br />

Orðabók Háskólans, Málgreiningarhópurinn og Edda hf. Verkefnisstjórnin<br />

ákvað að semja við Orðabók Háskólans um að koma upp markaðri íslenskri<br />

málheild. Var samningur um það verk undirritaður 14. júní 2004 og hófst þá<br />

undirbúningur verksins. Verkinu miðaði vel árið <strong>2005</strong>. Menntamálaráðuneytið<br />

leggur til verksins 18,5 m.kr. sem skal skilað í lok júní 2007.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Haldið var málþing á vegum Orðabókarinnar undir heitinu Málfræði og orðabækur.<br />

Flutt voru fjögur erindi sem birtast munu sem ritrýndar greinar í tímaritinu<br />

Orð og tunga 8.<br />

204


Annað<br />

Starfsmenn birtu talsvert af greinum og fluttu fyrirlestra á árinu. Unnt er að fræðast<br />

um störf hvers og eins í ársskýrslu stofnunarinnar og finna útgefið efni í Ritaskrá<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong>.<br />

Þeim sem kynna vilja sér starfsemi Orðabókarinnar er bent á heimasíðu hennar,<br />

(www.lexis.hi.is), þar sem ársskýrslu <strong>2005</strong> er m.a. að finna.<br />

Rannsóknarmiðstöð í<br />

jarðskjálftaverkfræði<br />

Almennt<br />

Starfsemi Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði er í samræmi við stefnu<br />

Háskóla Íslands um rannsókna- og fræðastarfsemi á landsbyggðinni. Sveitarfélagið<br />

Árborg átti frumkvæðið að því að miðstöðinni var komið á fót ásamt<br />

menntamálaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Rannsóknarmiðstöðin er til<br />

húsa á Austurvegi 2a á Selfossi.<br />

Við Rannsóknarmiðstöðina eru stundaðar fjölfaglegar rannsóknir með áherslu á<br />

áhrif tengd jarðskjálftum og annarri náttúruvá. Starfsemin skiptist í þrjá megin<br />

þætti: (1) undirstöðurannsóknir, (2) þjónustu og þróunarstarfsemi og (3) þjálfun<br />

starfsfólks við rannsóknarstörf. Í húsnæði Rannsóknarmiðstöðvarinnar á Selfossi<br />

eru skrifstofur starfsmanna, rannsóknarstofur, stjórnstöð mælakerfis, sem nær<br />

yfir megin jarðskjálftasvæði landsins, tilheyrandi viðhaldsþjónusta og verkstæði.<br />

Einnig er þar búnaður fyrir vettvangsrannsóknir. Auk þess er á Rannsóknarmiðstöðinni<br />

aðstaða fyrir fundi og smærri ráðstefnur. Enn fremur er boðið upp á aðstöðu<br />

fyrir erlenda og innlenda samstarfsaðila og nemendur. Láta mun nærri að<br />

ellefu ársverk séu unnin við miðstöðina að jafnaði.<br />

Starfsemi<br />

Unnið er að alþjóðlegum rannsóknum í jarðskjálftaverkfræði og skyldum greinum,<br />

rekin er upplýsingaþjónusta og haldnir eru kynningarfundir. Helstu viðfangsefni<br />

eru eftirtalin:<br />

Rannsóknir og þróunarstarfsemi:<br />

• Þróun og rekstur mælakerfa.<br />

• Öflun gagna um áhrif jarðskjálfta á mannvirki og samfélag.<br />

• Líkanagerð og greining óvissu.<br />

• Áhættumat og áhættustjórn.<br />

• Fjölfaglegar rannsóknir á efnahagslegum og félagslegum áhrifum jarðskjálfta<br />

og náttúruhamfara.<br />

Miðlun og þjálfun:<br />

• Aðstaða fyrir styrkþega og gesti.<br />

• Kennsla og handleiðsla fyrir háskólastúdenta.<br />

• Innlendir og alþjóðlegir fyrirlestrar og námskeið.<br />

• Upplýsingamiðlum um áhrif jarðskjálfta.<br />

• Almenningsfræðsla um jarðskjálfta og áhrif þeirra með áherslu á börn á<br />

grunnskólaaldri.<br />

Kynningarstarfsemi og upplýsingamiðlun<br />

Lögð hefur verið áhersla á að kynna starfsemi Rannsóknarmiðstöðvarinnar bæði<br />

innanlands og utan. Sérstaklega ber að nefna fundi, erindi, greinar og rit tengd<br />

Suðurlandsjarðskjálftunum sumarið 2000 og áhrifum þeirra á mannvirki og<br />

mannlíf á Suðurlandi. Á árinu <strong>2005</strong> heimsóttu miðstöðina rýflega 650 manns í<br />

tengslum við kennslu-, upplýsinga- og kynningarstarfsemi miðstöðvarinnar.<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Árið <strong>2005</strong> var mikið leitað til sérfræðinga miðstöðvarinnar varðandi ráðgjöf og<br />

rannsóknir. Sérstaklega ber að nefna umfangsmikil verkefni sem unnin voru fyrir<br />

Landsvirkjun tengd Kárhnjúkavirkjun og endurmati á hönnunarforsendum í ljósi<br />

nýrra upplýsinga um jarðskjálftavirkni og sprungur á virkjunar- og lónssvæðinu.<br />

Lokið var við tvær skýrslur: sú fyrri fjallaði um áhrif jarðskjálfta (168 blaðsíður),<br />

en sú síðari um sprungur- og jarðskorpuhreyfingar (176 blaðsíður), einkum<br />

tengdar fyllingu lónsins.<br />

205


Alþjóðleg rannsóknarsamvinna<br />

Alþjóðleg samvinna hefur einkum tengst verkefnum styrktum af Rannís og Evrópusambandinu.<br />

Unnið hefur verið áfram að þróun og viðhaldi ISESD, Internet<br />

Site for Strong-Motion Data. Hér er á ferðinni rafræn bók og gagnabanki sem<br />

hægt er að nálgast á netinu (http://www.ISESD.hi.is). ISESD-gagnabankinn er opinn<br />

öllum, jafnt sérfræðingum sem áhugafólki. Þar er að finna heildstætt safn<br />

gagna um mælda hröðun í jarðskjálftum á Íslandi, auk hliðstæðra gagna frá öðrum<br />

Evrópulöndum og Austurlöndum nær, alls frá um 30 löndum. Gögnin eru: (a)<br />

frumgögn, þ.e.a.s. mældar hröðunarraðir (án leiðréttinga), (b) „leiðrétt“ hröðunargögn<br />

ásamt afleiddum tímaröðum og (c) jarðskjálftasvörunarróf, auk (d)<br />

upplýsinga um stærð jarðskjálfta, upptakafjarlægðir m.m. Þá er einnig boðið upp<br />

á forrit til þess að lesa og teikna upp tímaraðir og róf. Gögnin eru einstæð að því<br />

leyti að bæði er hægt að fá frumgögn og unnin gögn, sem er talið mikils virði fyrir<br />

verkfræðirannsóknir.<br />

Ritverk sem gefin hafa verið út á vegum rannsóknarmiðstöðvarinnar árið <strong>2005</strong><br />

eru fyrst og fremst á sviði jarðskjálftaverkfræði en einnig vind- og umhverfisverkfræði.<br />

Nánari upplýsingar um helstu verk má fá á heimasíðu miðstöðvarinnar.<br />

Veffang Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði er: www.afl.hi.is<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og<br />

kynjafræðum<br />

Almennt<br />

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, skammstafað RIKK, er þverfagleg<br />

stofnun sem heyrir undir háskólaráð. Í daglegu starfi miðlar hún þekkingu um<br />

rannsóknir á sviði kvenna- og kynjafræða, stendur fyrir og hvetur til rannsókna<br />

og styður fræðimenn við rannsóknir sínar og skipuleggur ráðstefnur og fundi.<br />

RIKK tekur þátt í evrópskum og norrænum rannsóknaverkefnum og tengslanetum<br />

með fjölbreyttum áherslum. RIKK leggur metnað sinn í að miðla niðurstöðum<br />

rannsókna á fræðasviðinu, m.a. með bókaútgáfu og hefur frá upphafi staðið fyrir<br />

reglulegum rabbfundum og fyrirlestrum þar sem fræðimenn kynna rannsóknarverkefni<br />

sín.<br />

Forstöðumaður er Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur (Irma Erlingsdóttir er í<br />

námsleyfi). Fjöldi annarra starfsmanna fer eftir fjárhag og verkefnastöðu hverju<br />

sinni en að jafnaði vinna 3-6 fræðimenn og stúdentar við rannsóknarverkefni á<br />

vegum RIKK árlega, um lengri eða skemmri tíma.<br />

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor, er formaður stjórnar Rannsóknastofu í kvennaog<br />

kynjafræðum.<br />

Rannsóknir<br />

Helstu verkefni sem unnið var að <strong>2005</strong>:<br />

• Jafnrétti í íslensku samfélagi - ímyndir og raunveruleiki er yfirgripsmikið<br />

verkefni á vegum RIKK sem hófst formlega árið 2003. Markmið rannsóknarinnar<br />

er að fá heildstætt yfirlit yfir jafnréttisumræðuna og jafnréttisstarfið á<br />

Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknin samanstendur af fjórum sjálfstæðum<br />

verkefnum með mismunandi áherslur og aðferðafræði en samnefnari<br />

þeirra er innihaldsgreining á stöðu og þróun jafnréttismála í íslensku<br />

samfélagi. Helstu niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu í janúar 2004. Niðurstöður<br />

þessa verkefnis verða gefnar út í bók sem koma mun út árið 2006.<br />

• Fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni um Konur og auðlindanýtingu á norðurslóðum<br />

sem hófst árið 2004 hélt áfram og verður framhaldið. Anna Karlsdóttir<br />

lektor stýrði verkefninu hér á landi. Anna sótti ráðstefnur og undirbúningsfundi<br />

fyrir frekari vinnu.<br />

• Eitt verkefni fékk styrk úr Kristnihátíðarsjóði árið <strong>2005</strong> sem unnið er á vegum<br />

eða í tengslum við RIKK. Það er verkefnið Kristin trú og kvennahreyfingar,<br />

sem unnið var að á árinu og fékk styrk í annað sinn. Haldið var málþing í<br />

tengslum við verkefnið Saga klausturs í Kirkjubæ og trúarmenning kvenna<br />

sem lauk að mestu 2004 en því mun endanlega ljúka 2006 með útgáfu þeirra<br />

erinda sem flutt voru á málþinginu.<br />

• Unnið er að evrópsku samstarfsverkefni sem heitir Minningar úr kvennahreyfingum.<br />

Verkefnið er í höndum Erlu Huldu Halldórsdóttur, sagnfræðings.<br />

206


Það tengist verkefnum sem unnin eru á vegum ATHENA netsins sem er<br />

rannsóknarnet evrópskra háskóla sem vinnur að kynjafræðirannsóknum og<br />

ritun kennsluefnis. RIKK er þátttakandi í tveimur öðrum verkefnum á vegum<br />

ATHENA.<br />

• Unnið er að evrópsku rannsóknarverkefni um Tengls skipulags og heilsu á<br />

fimm háskólasjúkrahúsum þar sem kynin eru skoðuð sérstaklega. Samstarfsaðilar<br />

eru Evrópusambandið, Landlæknisembættið, Landspítalinn og<br />

Félag kvenna í læknastétt. Jafnframt var unnið að rannsókn á samþættingu<br />

kynjasjónarmiða innan íslensku friðargæslunnar sem nú er lokið með útgáfu<br />

skýrslu.<br />

• Á árinu hófst rannsókn á Ungu fólki og klámi sem nær til allra Norðurlandanna.<br />

Rannsóknin nýtur styrks frá norrænu ráðherranefndinni og er unnin á<br />

vegum NIKK (Nordisk Institut for kvinne- og kønsforskning). Guðbjörg Hildur<br />

Kolbeins annast rannsóknina hér á landi fyrir hönd RIKK.<br />

Útgáfa<br />

Á árinu var gefin út bókin Kosningaréttur kvenna 90 ára í samstarfi við Kvennasögusafn<br />

Íslands með styrk frá Alþingi.<br />

Tvær rannsóknarskýrslur voru gefnar út. Annars vegar Þátttaka kvenna í ákvarðanatöku<br />

í fiskeldi sem er íslenski hluti rannsóknarinnar um konur og auðlindanýtingu<br />

á norðurslóðum unnin af Önnu Karlsdóttur, hins vegar Íslenska friðargæslan,<br />

jafnréttis- og kynjasjónarmið í stefnu og starfsemi 1994-2004, unnin af<br />

Birnu Þórarinsdóttur.<br />

Fyrirlestrar, fundir og ráðstefnur<br />

Að vanda stóð RIKK fyrir fjölda fyrirlestra og rabbfunda á vor- og haustmisseri<br />

<strong>2005</strong> þar sem innlendir og erlendir fræðimenn kynntu rannsóknir sínar í kvennaog<br />

kynjafræðum.<br />

• Málþingið Klaustrið í Kirkjubæ var haldið 25. mars. Flutt voru fimm erindi<br />

tengd klausturlífi fyrr á öldum.<br />

• RIKK skipulagði málstofuna Veljum Vigdísi á ráðstefnunni Dialogue of Cultures<br />

sem haldin var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára þann 15. apríl.<br />

• Haldið var málþing í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna 20. maí í<br />

Háskóla Íslands, Kosningaréttur kvenna 90 ára, og voru þar flutt tvö ávörp og<br />

fjögur fræðileg erindi.<br />

• Ráðstefnan Konur í hnattrænum heimi – Peking áratug áleiðis var haldin 21.<br />

október í samvinnu við UNIFEM á Íslandi. Þar voru flutt þrjú lykilerindi fyrir<br />

hádegi og síðan unnið í málstofum þar sem flutt voru níu erindi.<br />

• Þann 29. október var svo haldið málþingið Konur í borginni – kynleg borg í<br />

samvinnu við Reykjavíkurborg. Þar voru flutt fimm erindi sem spönnuðu ólík<br />

svið, allt frá bókmenntum til skipulagsmála.<br />

• Verkefnið Kristin trú og kvennahreyfingar stóð fyrir málstofu á Hugvísindaþingi<br />

18. nóvember um konur, trú og túlkun.<br />

Árið <strong>2005</strong> var sérstakt að því leyti að haldið var upp á fjölmarga merkisatburði úr<br />

sögu íslenskra kvenna. RIKK átti samstarf við fjölda kvennahreyfinga þegar haldið<br />

var upp á 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna 18.-19. júní og kvennafrídaginn<br />

24. október en þá voru 30 ár liðin frá kvennafrídeginum á kvennaári Sameinuðu<br />

þjóðanna árið 1975.<br />

Námskeið<br />

Vikuna 20.–25. júní stóð RIKK fyrir tveimur þverfaglegum námskeiðum doktorsnema<br />

ásamt Nordic Research School in Interdisciplinary Gender Studies. Námskeiðið<br />

var haldið í Háskóla Íslands og fjallaði um fræðileg og skapandi skrif innan<br />

kynjafræða eða Academic and Creative Writing in Gender Studies: Epistemologies,<br />

Methodologies, Writing Practices. Fyrri hluti námskeiðsins var ætlaður<br />

íslenskum doktorsnemum og sóttu rúmlega 20 nemendur það en sá síðari var<br />

norrænn með þátttöku doktorsnema frá Norðurlöndunum öllum. Kennarar á<br />

námskeiðinu voru Laurel Richardson, Anne Brewster og Nina Lykke.<br />

Kvennaslóðir.is<br />

Kvennagagnabankinn www.kvennaslodir.is er verkefni sem Rannsóknastofa í<br />

kvennafræðum opnaði haustið 2003. Samstarfsaðilar eru jafnréttisnefnd Háskóla<br />

Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands. Kvennaslóðir er gagnagrunnur<br />

með nöfnum og ferilskrám kvensérfræðinga af ýmsum sviðum þjóðlífsins.<br />

Unnið er að frekari fjármögnun verkefnisins, öflun samstarfsaðila og varanlegs<br />

samastaðar utan Háskóla Íslands.<br />

207


Netverk<br />

RIKK starfar náið með erlendum stofnunum á sviði kvenna- og kynjafræða, m.a.<br />

NIKK (Nordisk institutt for kvinne- og kjønnsforskning) sem staðsett er við Háskólann<br />

í Osló. Stofan er aðili að AOIFE (Association of Institutions for Feminist<br />

Education and Research in Europe) og ATHENA (Advanced Thematic Network in<br />

Activities in Women´s Studies in Europe), sem nýtur styrks úr Socratesáætluninni.<br />

ATHENA-verkefnið er öflugt rannsóknarnet á sviði kvenna- og kynjafræða og er<br />

RIKK virkur aðili að rannsóknarverkefnum á vegum ATHENA. Á árinu sóttu fulltrúar<br />

RIKK samstarfsfund ATHENA sem haldinn var í Barcelona í maí.<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags<br />

Íslands í sameinda-<br />

og frumulíffræði<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði hóf<br />

starfsemi árið 1987. Tengsl hennar við Háskóla Íslands hafa verið með sérstökum<br />

samningum, sá sem nú gildir var undirritaður vorið <strong>2005</strong>. Þar hafa verið stundaðar<br />

metnaðarfullar rannsóknir á krabbameinum og hefur brjóstakrabbamein verið<br />

stærsta viðfangsefnið. Akademískir starfsmenn eru nú tveir prófessorar, Helga M.<br />

Ögmundsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð, og einn aðjúnkt, Þórarinn Guðjónsson.<br />

Tveir lífeindafræðingar starfa við rannsóknastofuna og árið <strong>2005</strong> unnu 7 meistaranemar<br />

þar að verkefnum sínum og einn doktorsnemi að öllu leyti en tveir aðrir<br />

doktorsnemar tengjast rannsóknastofunni. Meðal helstu verkefna nú má nefna<br />

áframhaldandi rannsóknir BRCA2 áhættugeninu fyrir brjóstakrabbamein og er<br />

sjónum nú beint að tengslum við sjúkdómsmynd og sjúkdómshorfur fyrir<br />

krabbamein í brjóstum og blöðruhálskirtli, greiningu á genatjáningu, áhrifum á<br />

frumuskiptingar og prófanir á lyfjum sem hugsanlega eru sértæk fyrir frumur<br />

sem bera galla í þessu geni. Nýlega tókst að búa til frumulínur úr brjóstaþekjuvef<br />

sem bera hina íslensku BRCA2 stökkbreytingu. Myndgerð brjóstkirtilsins er rannsökuð<br />

í þrívíðum ræktunarlíkönum, þ.á m. samskipti æðaþels og þekjufrumna og<br />

boðferlar sem stýra vefjaþroskun. Loks má nefna rannsóknir á vaxtarhemjandi<br />

áhrifum efna úr íslenskum fléttum á krabbameinsfrumur.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> birtust 12 greinar frá rannsóknastofunni í alþjóðlegum ritrýndum<br />

tímaritum. Tveir meistaranemar útskrifuðust. Rannsóknirnar njóta styrkja úr<br />

ýmsum sjóðum svo sem Rannsóknasjóði Háskólans og RANNÍS, þ.á m. er einn<br />

öndvegisstyrkur og nýlega fengust tveir styrkir úr Markáætlun RANNÍS um erfðafræði<br />

í þágu heilbrigðis. Þá tekur rannsóknastofan þátt í fjölþjóðasamstarfi sem<br />

er styrkt af Evrópusambandinu sem Network of Excellence, Cancer Causation<br />

Studied in Population-Based Registries and Biobanks, CCPRB.<br />

Starfsemi rannsóknastofunnar hlaut mikla viðurkenningu í árslok <strong>2005</strong> þegar<br />

Helgu M. Ögmundsdóttur og Jórunni Erlu Eyfjörð voru sameiginlega veitt heiðursverðlaun<br />

úr verðlaunasjóði frú Ásu Guðmundsdóttur Wright.<br />

Framtíð rannsóknastofunnar er óviss þar sem Krabbameinsfélagið mun hætta að<br />

tryggja rekstur hennar í árslok 2006.<br />

Rannsóknastofa um<br />

mannlegt atferli<br />

Almennt yfirlit og stjórnun<br />

Sem fyrr er aðeins eitt stöðugildi við Rannsóknastofnun um mannlegt atferli<br />

(RMA), en það er vísindamannsstaða forstöðumans hennar við HÍ. Forstöðumaður:<br />

Magnús S. Magnusson, vísindamaður, HÍ.<br />

Guðberg K. Jónsson tengist einnig starfi rannsóknastofunnar með mikilvægum<br />

en breytilegum hætti sem erfitt er að meta til stöðugilda enda kemur það einnig<br />

inn í samstarf RMA við fyrirtækið Atferlisgreiningu ehf. (www.patternvision.com).<br />

209


Þar hefur Guðberg haft sitt aðalstarf síðan það var stofnað árið 2000 út frá starfssemi<br />

rannsóknastofunnar og meðal annars í framhaldi af þátttöku í Upp úr skúffunum<br />

samkeppni HÍ, en Guðberg hlaut þar fyrstu verðlaun.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir og þróun <strong>2005</strong> eru í beinu framhaldi af fyrra rannsóknastarfi í samstarfi<br />

við rannsóknahópa í sálarfræði, atferlislíffræði og taugalífeðlisfræði við á<br />

annan tug erlendra háskóla sem tekið hafa upp þá nálgun varðandi greiningu atferlis<br />

og samskipta/gagnvirkni sem forstöðumaður RMA hefur sett fram og þróað<br />

síðustu u.þ.b. 30 ár. Lauslega má lýsa þessari nálgun sem stærðfræðilegri tölvutengdri<br />

nálgun þess hefðbundna vandamáls innan atferlisvísinda sem varðar<br />

tímalega formgerð með tilsvarandi leit að, greiningu og lýsingu hulinna mynstra í<br />

atferli en sérstaklega hvað varðar samskiptahegðun eða gagnvirkni.<br />

Flestir samstarfsaðilar RMA mynda saman formlegt samstarfsnet um Methodology<br />

for the Analysis of Interaction, MASI (sjá www.hbl.hi.is/MASI) á grundvelli<br />

þess forgerðarlíkans, algríma og hugbúnaðar sem forstöðumaður RMA hefur<br />

þróað og eru undirstöður ofannefndrar nálgunar. Samstarfssamningurinn var<br />

fyrst undirritaður 1997 og síðan endurnýjaður tvisvar af rektorum háskólanna<br />

sem auk Háskóla Íslands eru Parísarháskóli VIII, Barcelónaháskóli, Kaþólski háskólinn<br />

í Mílanó, La Rioja-háskólinn á Spáni, Heidelbergháskóli í Þýsakalandi og<br />

Saarlandes-háskólinn í Saarbrücken í Þýskalandi. Formaður hópsins nú er Pr. A.<br />

Blanchet, prófessor í sálarfræði og vararektor við Parísarháskóla og forseti<br />

Franska Sálfræðisambandsins.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> bættust tveir nýir háskólar í hópinn; Milano-Bicocca Háskóli í Mílanó<br />

(sálarfræði) og Parísarháskóli XIII (líffræði atferlis). Samstarf við rannsóknahóp<br />

um mannleg samskipti (human interaction) við Chicagoháskóla (sem staðið hefur<br />

í meira enn aldarfjórðung) breikkaði á árinu með þátttöku nýs rannsóknateymis.<br />

Samstarf sem hófst fyrir nokkrum árum við rannsóknateymi við Babraham Institute<br />

í Cambridge styrktist, en það varðar leit að og greiningu gagnvirknimynstra<br />

innan „hópa“ (u.þ.b. 200) heilafruma í heilavef (www.babraham.co.uk).<br />

Á árinu kom út í bók hjá IOS-Press (www.iospress.com) sem árið áður var gerð<br />

aðgengileg á netinu. Að bókinni standa nær 40 vísindamenn þar á meðal átta<br />

leiðandi prófessorar við þá háskóla sem eru meðlimir að MASI en einnig frá Chicagoháskóla,<br />

Babraham Institute (Cambridge) og Tokyoháskóla. Allir kaflar bókarinnar<br />

varða eða byggja á fræðilíkani forstöðumanns RMA. Titill bókarinnar er: The<br />

Hidden Structure of Interaction: From Neurons to Culture Patterns. Formáli er eftir<br />

rektor Milano-Bicocca háskólan, Marcello Fontanesi sem er einnig prófessor í<br />

kjarneðlisfræði.<br />

Rétt í lok ársins barst forstöðumanni RMA boð sem hann hefur þáð frá aðilum við<br />

Rússnesku Læknisvísindaakademíuna í Mosku um að vera einn af aðalræðumönnum<br />

(key note speaker) við alþjóðlega þverfaglega ráðsefnu á sviði Cognitive<br />

Science í St. Petersburg í júní 2006 www.cogsci.ru/cogsci06/index_e.htm.<br />

Guðberg K. Jónsson vinnur að margvíslegu alþjóðlegu samstarfi og þáði á árinu<br />

boð um að halda fyrirlestra við háskóla í Mexico og USA árið 2006 um beitingu og<br />

niðurstöður ofannefndrar nálgunar við rannsóknir á mannlegu atferli og samskiptum.<br />

Varðandi útgáfustarfsemi Rannsóknastofu um mannlegt atferli sjá<br />

www.hbl.hi.is/hbl_publication_references.htm.<br />

Rannsóknastofa í meinafræði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði er ein stofnana Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Hún skiptist í fjórar deildir: vefjarannsóknir, réttarlæknisfræði, frumulíffræði<br />

og lífsýnasafn. Ríflega hálf milljón sýna eru í lífsýnasafninu frá 250.000 einstaklingum.<br />

Öll eru þessi sýni tilkomin vegna greiningar sjúkdóma. Notkun safnsins<br />

er tvenns konar, annars vegar til þjónustu við sjúklinga og hins vegar til vísindarannsókna,<br />

þar sem ítrustu nafnleyndar er gætt. Heimiluð stöðugildi eru um 42.<br />

Starfsmenn árið <strong>2005</strong> voru 48. Auk forstöðumanns, sem jafnframt er prófessor í<br />

meinafræði við læknadeild, starfa við Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði tíu<br />

kennarar við Háskóla Íslands (fjórir prófessorar, fimm dósentar og einn lektor).<br />

210


Rannsóknir<br />

Umfang þjónusturannsókna var óbreytt frá 2004. Auk þess eru á stofnuninni<br />

stundaðar viðamiklar vísindarannsóknir eins og áður. Meirihluti rannsókna tekur<br />

til illkynja meinsemda og er annars vegar um flokkun krabbameina eftir líffærum<br />

og tegundum að ræða og hins vegar grunnrannsóknir í erfðafræði og sameindalíffræði<br />

krabbameina. Grunnrannsóknir eru fyrst og fremst stundaðar á frumulíffræðideild.<br />

Aðalviðfangsefni deildarinnar eru krabbamein í brjóstum, ristli,<br />

blöðruhálskirtli, eitlum og eistum. Meðal innlendra samstarfsaðila við rannsóknir<br />

eru Krabbameinsfélag Íslands og líftæknifyrirtæki. Rannsóknastofan tekur mikinn<br />

þátt í alþjóðlegri samvinnu á þessum sviðum og heldur áfram að skila mikilvægum<br />

niðurstöðum við einangrun áhættugena fyrir brjóstakrabbamein. Áfram var<br />

haldið með vinnu við einangrun stökkbreytinga í æxlisvef sem beinlínis gagnast<br />

við lyfjameðferð krabbameina. Meistara- og doktorsnemar eru í þjálfun við rannsóknastofuna.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Starfsfólk Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði átti árið <strong>2005</strong> aðild að fjórtán<br />

ritrýndum vísindagreinum og 41 útdrætti. Vísindamenn stofnunarinnar eru enn<br />

sem fyrr virkir við rannsóknir þar eð undanfarin áratug hafa árlega birst 15-30<br />

vísindalegar ritgerðir frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Ekki voru<br />

haldnar sérstakar ráðstefnur eða þing á vegum stofnunarinnar árið <strong>2005</strong>.<br />

Annað<br />

Rekstur Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði er innan við 2% af heildarrekstri<br />

Landspítala- háskólasjúkrahúss en nemur þó um 250 m.kr. árlega. Á hverju ári afla<br />

starfsmenn verulegra vísindastyrkja, bæði innlendra og erlendra, og jókst upphæð<br />

styrkja árið <strong>2005</strong>. Umtalsvert samstarf er við vísindastofnanir beggja vegna Atlantshafsins,<br />

sem og við aðrar innlendar vísindastofnanir og líftæknifyrirtæki.<br />

Starfsemi Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði er í sex byggingum og eru<br />

þrjár á Landspítalalóð, sú fjórða er til húsa í Læknagarði, fimmta í Haga og að<br />

lokum er lífsýnasafn í leiguhúsnæði hjá Krabbameinsfélögunum við Skógarhlíð.<br />

Brýnt er að leita lausnar húsnæðisvanda stofnunarinnar á næstu misserum.<br />

Rannsóknastofa í<br />

næringarfræði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Á vordögum, 13.maí <strong>2005</strong>, skrifuðu Páll Skúlason háskólarektor og Magnús Pétursson<br />

forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss undir samning um rekstur rannsóknastofu<br />

í næringarfræði (RÍN). Starfsemi RÍN er byggð upp í kringum rannsóknir<br />

sem hljóta rannsóknastyrki innanlands og erlendis frá. Inga Þórsdóttir,<br />

prófessor í næringarfræði, er forstöðumaður. Í stjórn RÍN sitja Ágústa Guðmundsdóttir,<br />

prófessor og Pálmi V. Jónsson, dósent, bæði skipuð af háskólarektor, og<br />

skipaðar af forstjóra LSH voru Lilja Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri og<br />

Oddný Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar. Á<br />

stjórnafundi var Ágústa kosin formaður og Oddný ritari stjórnar.<br />

Fjöldi starfsmanna í rannsóknum á árinu <strong>2005</strong> voru 14 talsins, þar af 11 meistaraog<br />

doktorsnemar. Flestir þeirra unnu í hlutastörfum í rannsóknunum. Einn doktorsnemi,<br />

Björn Sigurður Gunnarsson, varði doktorsritgerð á árinu og tveir meistaranemar<br />

luku námi. Nýr kennari við Háskóla Íslands, Ingibjörg Gunnarsdóttir,<br />

dósent, hefur starfsaðstöðu á RÍN. Auk rannsóknastarfa hefur RÍN gefið sérfræðiálit<br />

og ráðgjöf ýmiss konar á árinu.<br />

Rannsóknir<br />

Á árinu hófst nýtt verkefni á sviði næringar og vaxtar barna, Næring íslenskra<br />

ungbarna - áhrif breyttra ráðlegginga, en verkefnið er styrkt af RANNÍS. Næring<br />

snemma á lífsleiðinni og áhrif hennar á heilsufar hefur verið eitt helsta rannsóknasvið<br />

RÍN og þar á meðal eru rannsóknir sem snúa að meðgöngu og<br />

brjóstagjöf. Hið nýja verkefni mun meðal annars leiða í ljós hvort ráðleggingar<br />

um stoðmjólk skili bættum járnbúskap barna við eins árs aldur. RÍN stundar einnig<br />

rannsóknir á næringarástandi mismunandi sjúklingahópa. Virkt samstarf er<br />

nú við öldrunardeildir Landspítala um næringarástand aldraðra og tengda þætti.<br />

211


Rannsóknir á lífvirkum efnum í mat eru einnig stundaðar á RÍN. Enn eru að birtast<br />

greinar með rannsóknaniðurstöðum sem sýna sérstöðu íslensku kúamjólkurinnar.<br />

Í verkefninu SEAFOODplus-YOUNG sem hófst árið 2004 og styrkt er af 6.<br />

rammaáætlun Evrópusambandsins eru rannsökuð lífvirk efni í fiski. Annars vegar<br />

er gerð íhlutandi rannsókn sem felur í sér meðferð ungra of þungra einstaklinga<br />

og hins vegar er faraldsfræðileg rannsókn á þunglyndi eftir fæðingu. Rannsóknin<br />

er samstarfsverkefni fimm Evrópuþjóða og er Inga Þórsdóttir verkefnisstjóri.<br />

Rannsóknaverkefninu ProChildren sem styrkt var af 5. rammaáætlun Evrópusambandsins<br />

var lokið á árinu en í því tóku þátt yfir 10 þúsund 11 ára evrópsk<br />

skólabörn og foreldrar þeirra. Það sýndi meðal annars að neysla ávaxta og grænmetis<br />

er lægst hérlendis meðal Evrópuþjóðanna, að aðgengi að ávöxtum og<br />

grænmeti heimavið er ákvarðandi þáttur um neyslu íslenskra barna af þessum<br />

vörum og að drengir sem eru of þungir neyta minna magns af ávöxtum og grænmeti<br />

en drengir í kjörþyngd.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Niðurstöður rannsókna RÍN voru kynntar á fjölmörgum ráðstefnum, fundum og<br />

málstofum bæði innanlands og erlendis. Boðsfyrirlestrar voru tíðir á árinu, og<br />

birting niðurstaðna í erlendum og innlendum tímaritum tíð eins og sjá má í Ritaskrá<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong>. Gefin var út skýrsla um sykurstuðul, sem styrkt var af<br />

Norrænu ráðherranefndinni.<br />

Aðstaða<br />

Starfsemi RÍN er að hluta til á Næringarstofu Landspítala-háskólasjúkrahúss við<br />

Eiríksgötu 29 og að hluta til í bráðabirgðahúsnæði í kjallara kvennadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Samþykktar hafa verið endurbætur á húsnæði efstu<br />

(3ju) hæðar Eiríksgötu 29.<br />

Rannsóknastofa í<br />

ónæmisfræði<br />

Almennt<br />

Deildin er hluti af Rannsóknasviði Landspítalans (RLSH). Aðrar deildir þessarar<br />

stofnunar eru: Blóðbankinn, blóðmeinafræðideild, erfða- og sameindafræðideild,<br />

meinefnafræðideild, sýklafræðideild, veirufræðideild og meinvefjafræðideild.<br />

Yfirlæknar deildanna, sem eru í flestum tilvikum einnig kennarar við læknadeild,<br />

mynda rekstrarstjórn stofnunarinnar.<br />

Forstöðumaður ónæmisfræðideildar er Helgi Valdimarsson, prófessor og Málfríður<br />

Ásgeirsdóttir er skrifstofustjóri.<br />

Í árslok <strong>2005</strong> störfuðu 28 einstaklingar við deildina, þar af einn prófessor, 2 dósentar,<br />

1 klínískur lektor, þrír nýdoktorar (líf- og efnafræðingar), einn aðstoðarlæknir,<br />

fjórir líffræðingar og sex lífeindafræðingar (meinatæknar). Fimm starfsmenn<br />

voru í námi til meistaraprófs og þrír í námi til doktorsprófs. Skrifstofustjóri<br />

og fulltrúi.<br />

Doktors- og meistaranemar sem luku námi <strong>2005</strong><br />

Gunnhildur Ingólfsdóttir. Regulation of immune responses to protein-conjugated<br />

polysaccharides. Meistaraprófsvörn við læknadeild Háskóla Íslands, desember<br />

<strong>2005</strong>. Leiðbeinandi Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Perla Þorbjörnsdóttir. The role of the complement system in the pathogenesis of<br />

cardiovascular disease. Meistaraprófsvörn við læknadeild Háskóla Íslands, október<br />

<strong>2005</strong>. Leiðbeinandi Guðmundur J. Arason, Ph.D. líffræðingur.<br />

Sædís Sævarsdóttir. Mannose binding lectin in inflammatory diseases. Doktorsvörn<br />

við læknadeild Háskóla Íslands, október <strong>2005</strong>. Leiðbeinandi Helgi Valdimarsson,<br />

prófessor.<br />

Þórunn Ásta Ólafsdóttir. Phenotype and function of cells of lymphoid tissues in<br />

neonates - effect of immunization route and adjuvants. Meistaraprófsvörn við<br />

læknadeild Háskóla Íslands, desember <strong>2005</strong>. Leiðbeinandi Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

212


Nemendur í rannsóknarnámi<br />

Doktorsnemar:<br />

Brynja Gunnlaugsdóttir, M.Sc., líffræðingur. Innrituð <strong>2005</strong>.<br />

Guðmundur Jörgensen, læknir. Innritaður 2004.<br />

Siggeir Fannar Brynjólfsson, M.Sc. Innritaður <strong>2005</strong>.<br />

Sigurveig Th. Sigurðardóttir, MD. Innrituð <strong>2005</strong>.<br />

Stefanía P. Bjarnarson, líffræðingur. Innrituð 2003.<br />

Meistaranemar:<br />

Margrét S. Sigurðardóttir, líffræðingur. Innrituð 2003.<br />

Ragnhildur Kolka, lífeindafræðingur. Innrituð <strong>2005</strong>.<br />

Sigrún Laufey Sigurðardóttir, líffræðingur. Innrituð 2003.<br />

Helstu rannsóknarviðfangsefni<br />

• Orsakir IgA skorts.<br />

Verkefnisstjóri: Björn Rúnar Lúðvíksson, dósent.<br />

Starfsmaður: Guðmundur Jörgensen, læknir og doktorsnemi.<br />

Samstarfsaðili: Lennart Hammerström, Stokkhólmi.<br />

• Áhrif TGF-b á þroskaferli og virkni T eitilfruma.<br />

Verkefnisstjóri: Björn Rúnar Lúðvíksson, dósent.<br />

Starfsmaður: Brynja Gunnlaugsdóttir, líffræðingur og doktorsnemi.<br />

• Hlutdeild kompliments í æðasjúkdómum.<br />

Verkefnisstjóri: Guðmundur Jóhann Arason, líffræðingur.<br />

Starfsfólk: Perla Þorbjörnsdóttir, líffræðingur og meistaranemi.<br />

• Klínísk og ónæmisfræðileg greining á psoriasis eftir arfgerðum.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Jóhann E. Guðjónsson, læknir.<br />

Samstarfsaðilar: Bárður Sigurgeirsson, læknir og Íslensk erfðagreining.<br />

• Psoriasis liðagigt, einkenni og algengi liðbólgna í psoriasisfjölskyldum.<br />

Verkefnisstjóri: Björn Guðbjörnsson, dósent.<br />

Starfsmaður: Þorvaldur Löve, læknir.<br />

Samstarf: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

• Húðsæknieiginleikar T eitilfruma í kverkeitlum psoriasissjúklinga.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Andrew Johnston Ph.D, Hekla Sigmundsdóttir Ph.D, Ragna Hlín<br />

Þorleifsdóttir, læknanemi, Aron Lúðvíksson, læknanemi.<br />

• Hlutverk T eitilfruma í meingerð psoriasis.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Hekla Sigmundsdóttir, Ph.D, Andrew Johnston, Ph.D.<br />

• Leit að sjálfsantigenum sem orsaka psoriasis.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsmaður: Andrew Johnston, Ph.D.<br />

Samstarf: Sören Buus prófessor, Kaupmannahöfn.<br />

• Ný tegund bælifruma.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Ragna Hlín Þorleifsdóttir, læknanemi, Andrew Johnston, Ph.D.<br />

• Mannose binding lectin verndar gegn kransæðastíflu.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsmaður: Sædís Sævarsdóttir, læknir og doktorsnemi.<br />

Samstarf: Hjartavernd.<br />

• Bindur Mannose binding lectin blóðfitu og ónæmisfléttur sykursjúkra betur<br />

en heilbrigðra.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Sædís Sævarsdóttir, læknir og doktorsnemi, Þóra Víkingsdóttir,<br />

MS og Katrín Þórarinsdóttir, læknanemi.<br />

Samstarf: Innkirtla- og hjartadeildir Landspítala Háskólasjúkrahúss.<br />

• Getur skortur á Mannose binding lectini stuðlað að rauðum úlfum (SLE)<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor.<br />

Starfsfólk: Sædís Sævarsdóttir, læknir og doktorsnemi, Þóra Víkingsdóttir<br />

MS.<br />

Samstarf: Kristján Steinsson, yfirlæknir og Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum.<br />

• Framskyggn rannsókn á sjúklingum með byrjandi iktsýki.<br />

Verkefnisstjóri: Helgi Valdimarsson, prófessor og Arnór Víkingsson, læknir.<br />

Starfsfólk: Þóra Víkingsdóttir MS, Sigrún L. Sigurðardóttir, líffræðingur og<br />

meistaranemi.<br />

Samstarf: Ólafur Kjartansson, læknir LSH, Árni Jón Geirsson, læknir LSH og<br />

Þorbjörn Jónsson, læknir LSH.<br />

• Áhrif NSAID lyfja á bráða og króníska liðbólgu.<br />

213


Verkefnastjórar: Jóna Freysdóttir, Ph.D. og Þóra Víkingsdóttir, MS.<br />

Starfsfólk: Sigrún L. Sigurðardóttir, líffræðingur og meistaranemi.<br />

Samstarf: Arnór Víkingsson, læknir.<br />

• Ákvörðun boðefnamynsturs í milta og eitlum í nýfæddum músum, áhrif<br />

ónæmisglæða og bólusetningaleiða á svipgerð og virkni T-, B- og angafrumna.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsfólk: Sólveig Hannesdóttir, Ph.D. nýdoktor, Þórunn Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur<br />

og meistaranemi.<br />

Samstarf: Giuseppe del Giudice, Chiron Vaccines, Ítalíu og Emanuelle Trannoy,<br />

Sanofi Pasteur, Frakklandi.<br />

• Fjölsykrusértækar B-minnisfrumur í eitilvef nýfæddra músa bólusettra með<br />

próteintengdum fjölsykrum.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsmaður: Stefanía P. Bjarnarson, líffræðingur og doktorsnemi, Brenda C.<br />

Adarna, M.Sc., líffræðingur.<br />

Samstarf: Giuseppe del Giudice, Chiron Vaccines, Ítalíu, Emanuelle Trannoy,<br />

Sanofi Pasteur, Frakklandi, Claire-Anne Siegrist, University of Geneva, Swiss.<br />

• Stjórnun ónæmissvara gegn próteintengdum fjölsykrum.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsmaður: Gunnhildur Ingólfsdóttir, lífeindafræðingur og meistaranemi.<br />

Samstarf: Emanuelle Trannoy, Sanofi Pasteur, Frakklandi.<br />

• Sameindafræðilegar orsakir sýkingarmáttar, útbreiðslu og sýklalyfjanæmis<br />

pneumókokka; sýkiþættir pneumókokka, ónæmissvör og erfðaþættir hýsils.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsmenn: Telma H. Númadóttir, líffræðingur, Gunnhildur Ingólfsdóttir, lífeindafræðingur<br />

og meistaranemi.<br />

Samstarf: Karl G. Kristinsson, prófessor, sýkladeild LSH, Þórólfur Guðnason,<br />

yfirlæknir, Sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, Birgitta Henriques-Normark,<br />

Swedish Institute for Infectious Disease Control, Svíþjóð o.fl.<br />

• Fjölsykrusértækar minnisfrumur í mönnum.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsmaður: Maren Henneken, Ph.D, nýdoktor.<br />

Samstarf: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur og klínískur lektor, Hannes<br />

Petersen, yfirlæknir, Einar Thoroddsen læknir, HNE-deild LSH, Emanuelle<br />

Trannoy, Sanofi Pasteur, Frakklandi.<br />

• Þróun breiðvirkra próteinbóluefna gegn pneumókokkasýkingum.<br />

Verkefnisstjóri: Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Starfsfólk: Þórunn Á. Ólafsdóttir, líffræðingur og meistaranemi, Siggeir F.<br />

Brynjólfsson, líffræðingur og doktorsnemi.<br />

Samstarf: Martina Ochs, Sanofi Pasteur, Kanada, Antonello Covacci, Chiron<br />

Vaccines, Ítalíu.<br />

• Ónæmisminni sex árum eftir bólusetningu ungbarna með próteintengdu<br />

bóluefni.<br />

Verkefnisstjóri: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur, klínískur lektor.<br />

Samstarfsaðilar: Ingileif Jónsóttir, dósent, Katrín Davíðsdóttir, sérfræðingur.<br />

Starfsmaður: Gunnhildur Ingólfsdóttir, lífeindafræðingur og meistaranemi.<br />

• Rannsókn á samsettu bóluefni gegn pneumókokkum og meningókokkum C<br />

hjá ungbörnum.<br />

Verkefnisstjóri: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur, klínískur lektor.<br />

Samstarfsaðilar: Ingileif Jónsdóttir, dósent, Katrín Davíðsdóttir, barnalæknir,<br />

Vilhjálmur A. Arason, heimilislæknir, Ólöf Jónsdóttir, barnalæknir.<br />

• Algengi, kostnaður og ástæður fyrir fæðuofnæmi í Evrópu;<br />

Verkþáttur 1.1: Fæðuofnæmi á barnsaldri – einkenni barna sem fá fæðuofnæmi.<br />

Verkefnisstjóri: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur, klínískur lektor.<br />

Samstarfsaðilar: Michael Clausen, sérfræðingur.<br />

Starfsmenn: Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hlíf Sigurðardóttir,<br />

hjúkrunarfræðingur, Anna G. Viðarsdóttir, yfirlífeindafræðingur.<br />

• Þróun in-vitro frumuáreitisprófs til greiningar á fæðuofnæmi.<br />

Verkefnisstjórar: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur, klínískur lektor og<br />

Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur, dósent.<br />

Samstarfsaðilar: Michael Clausen, sérfræðingur, Davíð Gíslason, yfirlæknir.<br />

Árið <strong>2005</strong> birti starfsfólk deildarinnar samtals 15 greinar í ritrýndum alþjóðlegum<br />

vísindatímaritum og einn bókarkafla, hélt 24 fyrirlestra erlendis og 35 innanlands<br />

og kynnti fjölda rannsókna á veggspjöldum á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum.<br />

214


Verkefni 3. árs læknanema<br />

Geir Hirlekar. Orsakaþættir sóra- eru sýklaeyðandi peptíð með í spilinu.<br />

Sverrir Ingi Gunnarsson. Hefur leptin áhrif á virkni psoriasis.<br />

Kristján Dereksson. Þróun nýrrar leiðar til greiningar salýlyfjaofnæmis.<br />

Rannsóknaverkefni Nýsköpunarsjóðs námsmanna<br />

Siggeir F. Brynjólfsson. Immunogenicity of meningococcal congjugate vaccines in<br />

neonates. Leiðbeinandi Ingileif Jónsdóttir, dósent.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Haldnir eru fræðslufundir tvisvar í mánuði fyrir alla sem vinna að rannsóknum í<br />

ónæmisfræði og skyldum greinum.<br />

Rannsóknarnámsnemar deildarinnar kynna verkefni sín á fundum sem haldnir<br />

eru tvisvar í mánuði.<br />

Ritstjórnarstörf<br />

Helgi Valdimarsson, Clinical Experimental Immunology, í ritstjórn.<br />

Helgi Valdimarsson, Scandinavian Journal of Immunolog, einn af ritstjórum.<br />

Ingileif Jónsdóttir, Scandinavian Journal of Immunology, <strong>2005</strong>, Blackwell, í ritstjórn.<br />

Ingileif Jónsdóttir, Microbes and Immunity, <strong>2005</strong>, Institute Pasteur, í ritstjórn.<br />

Ingileif Jónsdóttir, PGD and Embryo Selection. A Report from and International<br />

Conference on Preimplantation Genetic Diagnosis and Embryo Selection. The<br />

Nordic Committee on Bioethics. Tema Nord, <strong>2005</strong>. Ritstjóri.<br />

Nefndastörf<br />

Guðmundur Jóhann Arason: Í stjórn European Complement Network (ECN).<br />

Helgi Valdimarsson: Aðalmaður í stjórn Nordic Foundation for Immunology.<br />

Ingileif Jónsdóttir, dósent: aðalmaður í Vísinda og tækniráði og vísindanefnd þess,<br />

í dómnefnd um viðurkenningu Háskóla Íslands á akademísku hæfi starfsmanna á<br />

Landspítala - háskólasjúkrahúsi, fulltrúi Íslands í stjórnarnefnd um rannsóknir og<br />

þróun í líftækni og erfðatækni í þágu heilbrigðis innan 6. Rammaáætlunar ESB,<br />

formaður Norrænu Lífsiðfræðinefndarinnar, í stjórn Scandinavian Society for<br />

Immunology, í Vísindaráði Hjartaverndar, fulltrúi Íslands í NOS-M (The Joint<br />

Committee of the Nordic Medical Research Councils), fulltrúi Íslands í EMRC<br />

(Standing Committee of the European Medical Research Councils)<br />

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir: Formaður félags íslenskra barnalækna, í stjórn félags<br />

íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna.<br />

Annað<br />

Sædísi Sævarsdóttur voru veitt verðlaun menntamálaráðherra fyrir framlag sitt á<br />

12. Ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild árið <strong>2005</strong>.<br />

Helgi Valdimarsson var heiðraður af stjórn LSH fyrir frábæran feril sem vísindamaður<br />

og kennari.<br />

Helgi Valdimarsson var gestaprófessor við læknaskólann, Ann Arbor, Michigan.<br />

Helgi Valdimarsson vann að rannsóknum í 3 mánuði sem Fogarty Scholar við<br />

National Institutes of Health í Bandaríkjunum.<br />

Ingileif Jónsdóttir var í rannsóknaleyfi við Chiron Vaccines, Siena, Ítalíu, á vorönn<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Rannsóknastofa í sýklafræði<br />

Starfsemi<br />

Starfsemin var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Á deildinni voru að jafnaði<br />

sex sérfræðingar (3,25-5 stöðugildi), 29 lífeindafræðingar, tveir líffræðingar (einn<br />

bættist við í hálfa stöðu) og átta aðstoðarmenn og ritarar. Fastir starfsmenn Háskólans<br />

voru Karl G. Kristinsson, prófessor, yfirlæknir deildarinnar, Ólafur Steingrímsson,<br />

dósent, og Gunnsteinn Æ. Haraldsson, framkvæmdastjóri rannsóknanámsnefndar,<br />

allir í læknadeild. Auk þeirra sinntu allir sérfræðingar deildarinnar<br />

og þrír lífeindafræðingar stundakennslu í lækna-, lyfjafræði-, tannlækna- og<br />

hjúkrunarfræðideild og sjúkraþjálfun. Tveir nemendur eru í doktorsnámi við<br />

deildina og þrír tengdir deildinni.<br />

216


Vísindarannsóknir<br />

Unnið var að fjölmörgum rannsóknum á árinu, en eftirfarandi voru viðamestar:<br />

• Pneumococcal Resistance Epidemicity and Virulence Study (PREVIS) Styrkt af<br />

6. rammaáætlun Evrópusambandsins. Unnið í samstarfi við embætti sóttvarnalæknis,<br />

ónæmisfræðideild LSH og aðila í Svíþjóð, Portúgal, Englandi,<br />

Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hófst í byrjun ársins 2004 og lýkur í lok ársins<br />

2006.<br />

• Erfðir smitsjúkdóma. Rannsókn á erfðum sem tengjast berklum, hjúpuðum<br />

bakteríum, inflúensu og bólusótt. Hófst í lok ársins 2004 og er í samstarfi við<br />

Íslenska erfðagreiningu, smitsjúkdómalækna á LSH o.fl. Stór styrkur fékkst<br />

frá National Institute of Health, USA, til verkefnisins.<br />

• Sources and risk factors for Campylobacter in poultry and impact on human<br />

disease in a closed system. Unnið í samstarfi við embætti yfirdýralæknis, Tilraunastöð<br />

HÍ, Keldum, Umhverfisstofnun, sóttvarnalækni og samstarfsaðila í<br />

Bandaríkjunum og Kanada. Styrktímabilinu lauk í lok ársins 2004, en verkefnið<br />

var framlengt til loka sumarsins <strong>2005</strong>.<br />

• Sameindafaraldsfræði pensillínónæmra pneumókokka. Doktorsverkefni Sigurðar<br />

E. Vilhelmssonar, líffræðings. Sigurður hætti störfum á deildinni árið<br />

2003, en vinnur enn að verkefninu og hyggst ljúka því vorið 2006. Martha Á.<br />

Hjálmarsdóttir hóf doktorsnám á árinu og tekur m.a. upp þráðinn þar sem<br />

Sigurður hætti. Ífarandi pneumókokkasýkingar fyrir árin 1987-2004 voru<br />

skoðaðar sérstaklega af Hólmfríði Jensdóttir og Helgu Erlendsdóttur.<br />

• Sameindafaraldsfræði ónæmra Streptococcus pyogenes á Íslandi. Marianne<br />

Jensdóttir, líffræðingur, var ráðin tímabundið til að ljúka verkefninu ásamt<br />

Sigurði E. Vilhelmssyni og Karli G. Kristinssyni.<br />

• Rannsókn á orsökum iðrasýkinga á Íslandi, Verkefnið unnið í samvinnu við<br />

sex heilsugæslustöðvar, veirufræðideild RLSH og sóttvarnalækni. Áfram unnið<br />

að gagnasöfnun.<br />

• Sveppasýkingar í blóði: Faraldsfræði, áhættuþættir, ónæmissvörun og meingerð.<br />

Doktorsverkefni Lenu Rósar Ásmundsdóttur, læknis. Hófst á árinu 2004<br />

í samstarfi við lækna á smitsjúkdóma- og ónæmisfræðideild LSH.<br />

• Aðalbláberjalyng – efnagreining og skimun fyrir áhrifum á örverur og á<br />

genatjáningu sýkladrepandi peptíða. Helga Erlendsdóttir og Ingibjörg Hilmarsdóttir<br />

unnu að verkefninu með Írisi Ólafsdóttur, lyfjafræðinema og Kristínu<br />

Ingólfsdóttur, prófessor.<br />

Annað<br />

Karl G. Kristinsson, prófessor, var formaður nefndar heilbrigðisráðuneytisins um<br />

sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi, nefndarmaður í samstarfsnefnd umhverfisráðuneytisins<br />

um matarsjúkdóma og varamaður í sóttvarnaráði. Hann situr í fjármálanefnd<br />

HÍ og deildarráði læknadeildar. Ólafur Steingrímsson, dósent, var<br />

áfram formaður sóttvarnarráðs. Vinna að gæðastýringu með faggildingu rannsóknastofunnar<br />

að markmiði er enn í fullum gangi. Vinna við að hanna og setja<br />

upp nýtt tölvukerfi fyrir deildina hófst á árinu og er áætlað að henni ljúki í byrjun<br />

sumars 2006. Norðurlandaþing sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna var haldið<br />

á Nordica Hótelinu í Reykjavík í júní <strong>2005</strong>, en í undirbúningsnefnd voru Karl G.<br />

Kristinsson (formaður) og Hjördís Harðardóttir o.fl.<br />

Rannsóknastofa í veirufræði<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Yfirstjórn rannsóknastofu í veirufræði er óbreytt frá fyrri árum. Forstöðumaður og<br />

yfirlæknir er Arthur Löve, prófessor, en daglegri verkstjórn sinnir Þorgerður<br />

Árnadóttir yfirnáttúrufræðingur. Starfsmenn deildarinnar eru um 20 talsins og<br />

sinna<br />

bæði þjónustu- og grunnrannsóknum í veirufræði, sem er ásamt kennslu heilbrigðisstétta<br />

hlutverk deildarinnar. Er starfsfólk úr ýmsum greinum, þ.e. læknar,<br />

náttúrufræðingar, efnafræðingur, lífeindafræðingar og annað rannsóknar- og<br />

skrifstofufólk. Þrír hættu störfum á árinu og aðrir komu í þeirra stað.<br />

Rannsóknir og önnur starfsemi<br />

Gerðar voru yfir 50.000 rannsóknir á sýnum frá sjúklingum og jókst sú starfsemi<br />

heldur frá fyrra ári; fjöldi rannsókna hefur verið að aukast smátt og smátt.<br />

Einnig fléttast grunnrannsóknir inn í starfsemina eftir föngum.<br />

Meðal helstu rannsóknarsviða má nefna eyðni- og lifrarbólgurannsóknir. Nær<br />

sami fjöldi HIV - sýktra greinist nú ár frá ári og eru nú nær jafnmargar konur og<br />

217


karlar sem greinast. Farið er að bera á ónæmi gegn þeim andveirulyfjum sem<br />

notuð eru við meðferð HIV-sýkingar. Þarf flóknar rannsóknir á veirunni þessu til<br />

staðfestingar og hefur Rannsóknastofa í veirufræði ekki tekið þær rannsóknir upp<br />

enn, en verður vafalaust að gera það á næstu misserum. Lifrarbólguveira C<br />

breiðist enn hratt út meðal þeirra sem neyta fíkniefna í æð. Þeir yngstu sem<br />

greinast nú sýktir af völdum lifrarbólguveiru C eru fæddir á árunum 1986-1988.<br />

Ljóst er að forvarnir gegn eiturlyfjum ættu að verða eitt af aðalforgangsverkefnum<br />

heilbrigðis- og menntakerfisins þar sem mikið er í húfi. Mikilvægt er að<br />

greina lifrarbólguveiru C sem fyrst þar sem oft tekst að ráða niðurlögum veirunnar<br />

ef meðferð er hafin stuttu eftir smit.<br />

Samstarfsverkefni varðandi lifrarbólguveiru C, aðrar lifrarbólguveirur og einnig<br />

varðandi ýmsar illa skilgreindar veirur héldu áfram við háskólasjúkrahúsið í<br />

Málmey. Samstarfi við Karolinska Institutet í Stokkhólmi varðandi verkefni um<br />

sameindafaraldsfræði lifrarbólguveiru B tókst að ljúka og voru niðurstöðurnar<br />

birtar í veirufræðitímariti.<br />

Annað stórt rannsóknarsvið eru greiningar á öndunarfærasýkingum, þar á meðal<br />

á svonefndri „respiratory syncytial“-veiru (RS) sem á hverju ári herjar hérlendis<br />

og er vel skrásett faraldsfræðilega. Sama gildir um inflúensuveirur, en slæmur<br />

inflúensufaraldur gekk í byrjun árs og olli andlátum meðal elstu kynslóðarinnar.<br />

Fjöldi tilfella greindist af svokölluðum caliciveirusýkingum sem er uppkasta- og<br />

niðurgangspest sem kemur oft upp á sjúkrahúsum, elliheimilum, öldrunardeildum<br />

og víðar. Hófst faraldur þessi á haustmánuðum 2002 og stendur enn (mars<br />

<strong>2005</strong>), þótt miklu færri tilfelli hafi fundist miðað við fyrstu árin. Greining á veirunni<br />

var tekin upp fyrir fáum árum.<br />

Vegna mikilla umræðna og hræðslu við sýklahernað eftir árásirnar 11. september<br />

2001 í Bandaríkjunum var afráðið að útbúa og tækjavæða eitt einangrunarherbergi<br />

á rannsóknastofunni til þess að vera betur í stakk búinn að greina torkennilegar<br />

sýkingar sem gætu verið af völdum sýklaárásar. Þessum viðbúnaði og undirbúningi<br />

var haldið áfram. Samstarf við Smittskyddsinstituttet í Stokkhólmi varðandi<br />

slíka hugsanlega sýklavá var í gangi. Jafnframt voru sett upp próf fyrir veirum<br />

sem taldar eru líklegastar að notaðar yrðu í slíkri sýklaárás.<br />

Nú hefur mikið verið rætt um fuglaflensu en hún hefur herjað á fugla í nokkrum<br />

heimshlutum þar á meðal í Evrópu. Fáir menn hafa þó tekið veikina.<br />

Rannsóknastofa í veirufræði hefur komið sér upp greiningaraðferð fyrir fuglaflensu<br />

skyldi hún stinga sér niður hérlendis sem verður að telja ólíklegt.<br />

Kennsla var á árinu viðamikill þáttur í starfsemi rannsóknastofunnar. Starfsfólk<br />

hennar hélt fræðslufundi víða um ýmis efni innan greinarinnar. Skipuleggur<br />

starfsfólk deildarinnar námskeið í veirufræði við Háskóla Íslands fyrir lækna<br />

nema, hjúkrunarnema, lyfjafræðinema og við Tækniháskóla Íslands fyrir lífeindafræðinema.<br />

Tveir meistaraprófsnemar voru skráðir við rannsóknastofuna og annar<br />

nemandi var um það bil að útskrifast frá Karolinska Instituttet í Stokkhólmi en<br />

aðalhluti verkefnis hans var af íslenskum toga og yfirlæknir rannsóknarstofunnar<br />

var einn af leiðbeinendum. Sem fyrr situr yfirlæknir í sóttvarnaráði og er formaður<br />

nefndar til útrýmingar<br />

mænusóttar á Íslandi.<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði byggist á samstarfi Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar<br />

Íslands, Hafrannsóknastofnunarinnar og Sandgerðisbæjar.<br />

Í Rannsóknastöðinni unnu á árinu <strong>2005</strong> níu menn við rannsóknir í sjö stöðugildum.<br />

Þeir sáu um að flokka botndýr sem söfnuðust í rannsóknarverkefninu<br />

Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE), auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum<br />

svo sem greiningu magasýna og aldursgreiningu á fiskum. Umsjón með rekstri<br />

stöðvarinnar hafði Guðmundur V. Helgason, sjávarlíffræðingur.<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum hefur hafið samstarf við<br />

Rannsóknastöðina. Starfsmenn Fisksjúkdómadeildar nota nú aðstöðuna í<br />

Sandgerði til að gera tilraunir á lifandi fiski með bóluefni gegn ýmsum fisksjúkdómum.<br />

218


Annað meginsvið Rannsóknastöðvarinnar felst í mengunarrannsóknum. Í stöðinni<br />

hafa undanfarin ár farið fram rannsóknir á áhrifum mengandi efna á íslenskar<br />

sjávarlífverur. Á árinu <strong>2005</strong> var lögð áhersla á rannsóknir á áhrifum efnisins<br />

tríbútýltin á hrognkelsalirfur og á krækling.<br />

Árið 2003 náði Rannsóknastöðin í Sandgerði samningi við Evrópusambandið til<br />

tveggja ára um að stöðin er nú aftur skilgreind sem „einstæð vísindaaðstaða“<br />

(Access to Research Facilities) á vegum 5. rammaáætlunar Evrópusambandsins.<br />

Þessi samningur var síðan framlengdur um 6 mánuði og rann út 31. júlí <strong>2005</strong>. Árið<br />

<strong>2005</strong> kom vegna þessa samnings 21 vísindamaður og dvöldust þeir við rannsóknir<br />

í stöðinni í allt að einn og hálfan mánuð. Alls komu á öllu samningstímabilinu<br />

79 vísindamenn sem voru í Sandgerði frá tveimur vikum upp í þrjá mánuði.<br />

Alls dvöldu vísindamenn í 1.755 dag í stöðinni á samningstímabilinu. Rannsóknaverkefni<br />

þessa vísindamanna voru m.a. athuganir á æðarfugli, verkun málningar<br />

á fisklirfu, fjölbreytileiki krabbaflóa, flokkun burstaorma, nökkva og krossfiska,<br />

rannsóknir á kóralþangi, útbreiðsla grænþörunga, sagþangs, bóluþangs, sjávarkræðu<br />

auk rannsókna á áhrifum eiturefna á þanglýs og lindýr. Þessir sérfræðingar<br />

komu frá Hollandi, Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Finnlandi,<br />

Spáni, Búlgaríu, Póllandi, Portúgal og Bretlandi.<br />

Auk hinna erlendu sérfræðinga stunduðu sérfræðingar Líffræðistofnunar margvíslegar<br />

rannsóknir við stöðina og nemendur við líffræðiskor nutu aðstöðunnar<br />

við rannsóknir sínar. Halldór P. Halldórsson vinnur hluta rannsóknavinnu doktorsnáms<br />

síns á stöðinni.<br />

Á stöðinni fór einnig fram kennsla á vegum líffræðiskorar. Á vormánuðum fór<br />

umfangsmikill verklegur þáttur námskeiðsins Eiturefnavistfræði fram í stöðinni.<br />

Stöðin lagði einnig til mikinn efnivið til verklegrar kennslu í greinum er fást við<br />

lífríki sjávar.<br />

Siðfræðistofnun<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn Siðfræðistofnunar var óbreytt frá fyrra ári en í henni eiga sæti: Vilhjálmur<br />

Árnason, prófessor, tilnefndur af heimspekiskor, formaður stjórnar, Sólveig Anna<br />

Bóasdóttir, dr. theol., tilnefnd af guðfræðideild, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, tilnefnd<br />

af kirkjuráði þjóðkirkjunnar, Ástríður Stefánsdóttir, dósent, tilnefnd af<br />

Kennaraháskóla Íslands og Páll Hreinsson, prófessor í lagadeild, skipaður af háskólaráði<br />

án tilnefningar. Fyrir utan forstöðumann, Salvöru Nordal, sem er í fullu<br />

starfi, hafa sérfræðingar verið ráðnir í einstök rannsóknarverkefni í lengri eða<br />

skemmri tíma.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir á gagnagrunnum. Styrkur fékkst úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir<br />

verkefnið Notkun gagnagrunna á heilbrigðissviði: Siðferðileg álitamál. Verkefnið<br />

hófst á árinu og var Ingunn Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur, MA, ráðin til að vinna<br />

úttekt á starfi Vísindasiðanefndar.<br />

Siðfræðistofnun hlaut áframhaldandi styrk frá NorFa/Nordforsk fyrir samstarfsnet<br />

á sviði siðfræði og lífvísinda, The Ethics of Genetic and Medical Information.<br />

Auk Siðfræðistofnunar, sem leiðir verkefnið, standa að rannsókninni vísindamenn<br />

frá Eistlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Englandi. Fundur var haldinn í verkefninu í<br />

Manchester 30. maí þar sem rætt var um gagnagrunna á heilbrigðissviði og lyfjaerfðafræði.<br />

Í framhaldi af verkefninu ELSAGEN Ethical, Legal and Social Aspects of Human<br />

Genetic Databases, sem lauk formlega í árslok 2004, hefur Siðfræðistofnun tekið<br />

þátt í margvíslegum erlendum fundum. Formanni stjórnar og forstöðumanni var<br />

m.a. boðið á málþing PGHeart hjá læknadeild Warwick University í Englandi. Fundurinn<br />

var haldinn 27. maí og var hugsaður sem undirbúningur nánara samstarfs<br />

við Warwick. Formanni stjórnar var boðið á fund verkefnisins The Development of<br />

European Standards on Confidentiality and Privacy in Healthcare among Vulnerable<br />

Patient Populations (EuroSOCAP) sem haldinn var í Istanbul 17.–19. febrúar <strong>2005</strong><br />

þar sem hann gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ELSAGEN-verkefnisins.<br />

Á árinu var sótt um áframhaldandi styrki fyrir rannsóknir á sviði gagnagrunna á<br />

heilbrigðissviði bæði í 6. rammaáætlun Evrópusambandsins.<br />

220


Önnur rannsóknaverkefni<br />

Önnur minni verkefni hafa verið starfrækt, s.s. rannsóknin Siðanefndir starfstétta<br />

undir stjórn Róberts H. Haraldssonar, dósents. Verkefnið hefur verið styrkt af<br />

Kristnihátíðarsjóði sem og fyrirlestraröð og útgáfan Siðfræði og samtími undir<br />

stjórn Vilhjálms Árnasonar, prófessors. Þá fékkst nýr styrkur úr Kristnihátíðarsjóði<br />

fyrir verkefnið Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans.<br />

Þjónusta<br />

Siðfræðistofnun veitti sem fyrr umsagnir um ýmis lagafrumvörp og skýrslur á árinu<br />

og veitti fagfélögum og fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf, einkum um siðareglur.<br />

Hér má nefna ráðgjafarverkefni fyrir Matvæla- og fiskveiðistofnun Sameinuðu<br />

þjóðanna, FAO, en afrakstur þess verkefnis hefur komið út: Ethical issues<br />

in Fisheries. FAO Ethics Series 4. Höfundar Vilhjálmur Árnason, Devin Bartley,<br />

Serge Garcia, Róbert H. Haraldsson, Dagfinnur Sveinbjörnsson og Hiromoto Watanabe.<br />

Rome: FAO <strong>2005</strong>.<br />

Kennsla<br />

Átta nemendur hófu nám í starfstengdri siðfræði haustið <strong>2005</strong>. Er þetta svipaður<br />

hópur og síðast. Siðfræðistofnun hefur umsjón með náminu og var gerður sérstakur<br />

samningur milli Siðfræðistofnunar og heimspekiskorar um kennslu forstöðumanns<br />

í námskeiðunum Hagnýtt siðfræði og Málstofa um starfstengda siðfræði.<br />

Þá hefur forstöðumaður tekið þátt í mótun nýrra námsleiða á meistarastigi<br />

í siðfræði sem hefjast haustið 2006. Siðfræðistofnun mun hafa stjórnsýslulega<br />

umsjón með því námi.<br />

Fyrirlestrar og ráðstefnur<br />

Mikilvægur þáttur í starfsemi Siðfræðistofnunar er jafnan skipulagning málþinga<br />

og fyrirlestra hvers konar. Fundur var haldinn í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu<br />

í Eldborg 26. febrúar sl. Pálsstefna var haldin til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum,<br />

þann 8. og 9. apríl sl. þar sem 15 heimspekingar fjölluðu um heimspeki<br />

Páls. Málþing um bók Guðmundar Eggertssonar Líf af lífi var haldið í samvinnu<br />

við bókaútgáfuna Bjart 3. nóvember s.l. í Norræna húsinu. Þar héldu þau Ólöf Ýrr<br />

Atladóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson erindi og í pallborði auk þeirra voru þau<br />

Guðmundur Eggertsson og Vilhjálmur Árnason. Málstofa var haldin á Hugvísindaþingi<br />

um Fagmennsku og fjölmiðla undir stjórn Siðfræðistofnunar, en þar töluðu<br />

þau Salvör Nordal, forstöðumaður, Róbert H. Haraldsson, dósent og Þorbjörn<br />

Broddason, prófessor. Þá tók Vilhjálmur Árnason, prófessor og formaður stjórnar<br />

Siðfræðistofnunar þátt í málþingi Kristnihátíðarsjóðs 1. desember.<br />

Útgáfa<br />

Afrakstur Pálsstefnu kom út í bókinni Hugsað með Páli í júní í tengslum við sextugsafmæli<br />

hans.<br />

Einnig styrkti Siðfræðistofnun útgáfu bókarinnar Dialog und Menschenwürde. Ethik<br />

im Gesundheitswesen. Münster, Vín, Berlín, London: Lit-Verlag <strong>2005</strong>. Þýðing<br />

Lúðvíks E. Gústafssonar á Siðfræði lífs og dauða, 2. útg. eftir Vilhjálm Árnason.<br />

Aðstaða<br />

Skrifstofa Siðfræðistofnunar sem verið hefur í húsnæði hugvísindadeildar í Nýja<br />

Garði til nokkurra ára var flutt í Aðalbyggingu haustið <strong>2005</strong>.<br />

Sjávarútvegsstofnun<br />

Á árinu <strong>2005</strong> urðu þau umskipti á högum Sjávarútvegsstofnunar að hún rann,<br />

ásamt Umhverfisstofnun HÍ, inn í nýja háskólastofnun með víðara verksvið: Stofnun<br />

Sæmundar fróða, stofnun um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir<br />

við Háskóla Íslands. Lauk þar með formlegu hlutverki Sjávarútvegsstofnunar,<br />

sem starfað hafði frá árinu 1989. Rannsóknar- og samstarfsverkefni stofnunarinnar<br />

fylgdu henni til nýrra heimkynna, og verður þeim fram haldið þar. Verður nú<br />

gerð grein fyrir starfi Sjávarútvegsstofnunar á síðasta starfsári hennar, <strong>2005</strong>.<br />

Hlutverk Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands hefur verið að efla og samhæfa<br />

menntun og hvers konar rannsóknir sem varða sjó og sjávarútveg við HÍ og<br />

stuðla að samstarfi við atvinnulífið, vísindamenn og stofnanir heima og erlendis.<br />

Beina aðild að stofnuninni eiga raunvísindadeild, verkfræðideild, viðskipta- og<br />

hagfræðideild, félagsvísindadeild og lagadeild. Stofnunin hefur umsjón með<br />

meistaranámi í sjávarútvegsfræðum sem skipulagt er í samvinnu margra deilda.<br />

221


Árið <strong>2005</strong> stunduðu sex nemendur meistaranámið og einn þeirra lauk því á árinu.<br />

Hafa þá 18 nemendur útskrifast með meistarapróf í sjávarútvegsfræðum.<br />

Auk forstöðumanns og skrifstofustjóra unnu 14 verkefnaráðnir starfsmenn að<br />

rannsóknum á vegum stofnunarinnar á árinu.<br />

Viðamesta verksvið Sjávarútvegsstofnunar eru rannsóknir. Hefur stofnunin haft<br />

forgöngu um ýmis rannsóknarverkefni varðandi sjávarútveg og stýrir einatt verkefnum<br />

sem hún á aðild að. Hér er gerð grein fyrir helstu rannsóknarverkefnum á<br />

árinu <strong>2005</strong>.<br />

Veiðigrunnur<br />

Fram var haldið þróun hugbúnaðar til notkunar í fiskiskipum, sem heldur utan<br />

um upplýsingar um veiðarnar, svo sem veiðiaðferðir, umhverfisaðstæður og afla.<br />

Þannig geta skipstjóri og útgerð valið upplýsingar í gagnagrunn um veiðar skipsins.<br />

Hluti búnaðarins er fyrirspurnakerfi þar sem hægt er að kalla fram í smáatriðum<br />

veiðisögu og aflasamsetningu úr hverri veiðiferð skipsins. Upplýsingarnar<br />

má setja fram með ýmsum hætti, t.d. skoða á hvaða stöðum eða við hvaða aðstæður<br />

veiðin hefur gengið best, bera saman veiðiferðir eða fá yfirlit yfir ákveðin<br />

tímabil. Hægt verður að bera saman árangur veiða með mismunandi veiðarfærum<br />

eða fá yfirlit yfir sambandið á milli togtíma og afla o.s.frv. Niðurstöður fyrirspurnanna<br />

birtast án tafar á myndrænan og auðskiljanlegan hátt. Þessi búnaður<br />

getur einnig þjónað sem rafræn afladagbók, þar sem Fiskistofa og Hafrannsóknastofnunin<br />

óska eftir hluta þeirra upplýsinga sem safnað er. Hugbúnaðurinn getur<br />

valið þær sjálfvirkt og sent rafrænt. Þetta auðveldar skýrslugjöf skipstjórnenda og<br />

stórbætir gæði og skil gagna. Að veiðigrunninum stendur Radíómiðun hf. í samstarfi<br />

við Sjávarútvegsstofnun HÍ og Fiskistofu. Verkefnisstjóri er Kristján Gíslason.<br />

Secure and Harmonized European Electronic Logbooks<br />

(SHEEL)<br />

Í ársbyrjun 2004 var hleypt af stokkunum stóru evrópsku samstarfsverkefni,<br />

SHEEL, sem ætlað er að undirbúa reglugerð ESB um rafrænar afladagbækur fyrir<br />

evrópska fiskiskipaflotann. Um 30 aðilar eiga beina aðild að verkefninu og stýrir<br />

Sjávarútvegsstofnun veigamesta þætti verkefnisins sem fjallar um skilgreiningu<br />

afladagbókanna, innihald þeirra, form, tíðni boða, öryggiskröfur, samskiptatækni<br />

o.s.frv.<br />

Var þetta viðamesta verkefni stofnunarinnar á árinu og starfaði Þorsteinn Helgi<br />

Steinarsson, verkfræðingur, að verkefninu. Skilgreiningarnar voru kynntar á fundum<br />

með samstarfsaðilum í Sevilla á Spáni í janúar og aftur í Gautaborg í júní<br />

<strong>2005</strong>. Stofnunin skilaði síðan lokaskýrslu um skilgreiningarnar SHEEL-System<br />

Specifications í árslok <strong>2005</strong>. Guðrún Pétursdóttir hefur stýrt verkþættinum um<br />

skilgreiningar og á sæti í þriggja manna yfirstjórn SHEEL.<br />

Information database for Managers in Fisheries<br />

Unnið var að þróun hugbúnaðar fyrir skipsstjórnendur og fiskvinnslu í Færeyjum.<br />

Það er unnið í samvinnu við Radíómiðun hf. og ComData í Færeyjum með tilstyrk<br />

NORA. Verkefnisstjóri er Guðrún Pétursdóttir.<br />

Vinnsluspá þorskafla<br />

Sjávarútvegsstofnun á aðild að verkefni sem styrkt er af Rannís og fjallar um<br />

skilgreiningu á sambandi veiðistaðar og tíma annars vegar og gæða aflans hins<br />

vegar, einkum varðandi nýtingu, holdastuðul, orma, mar og los í fiski.<br />

Verkefnið felur í sér rannsóknar- og þróunarvinnu sem hefur það langtímamarkmið<br />

að auka arðsemi þorskvinnslu með því að rannsaka og þróa aðferðir til að<br />

meta vinnslugæði fisksins. Niðurstöðurnar má nota til að styrkja vinnslustjórn og<br />

auðvelda ákvarðanatöku um val veiðisvæða sem gefa besta fiskinn til vinnslu á<br />

hverjum tíma. Sveinn Margeirsson, verkfræðingur, vinnur nú að doktorsverkefni<br />

sínu við þetta verkefni. Verkefnið er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun<br />

fiskiðnaðarins og útgerðarfélagið Samherja. Verkefnisstjóri er Sigurjón<br />

Arason.<br />

Sherem<br />

Sherem er rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við Nýherja, Samherja og<br />

fleiri útgerðarfyrirtækja og fjallar um að finna lausnir til að koma á ytri rekjanleika<br />

í sjávarútvegi þar sem vörur fara gegnum marga hlekki í keðjunni frá veiðum<br />

til neyslu. Verkefnið er stutt af Rannís, en verkefnisstjóri er Viktor Vigfússon.<br />

222


Þjónusta við aðila sem leita upplýsinga um sjávarútveg<br />

Töluverð brögð eru að því að menn leiti til Sjávarútvegsstofnunar með spurningar<br />

og erindi sem varða sjávarútveg og reynir stofnunin að leysa úr þeim eftir megni,<br />

annaðhvort með því að veita svörin sjálf eða koma erindinu áfram til réttra aðila<br />

innan eða utan HÍ Fjölmiðlar leita einnig upplýsinga af ýmsu tagi, tímarit og blöð<br />

fara fram á greinaskrif til fróðleiks og forstöðumaður er beðinn um að tala á<br />

fundum og mannamótum, vera fundarstjóri eða halda hátíðarræður, t.d. á sjómannadaginn<br />

eða 17. júní. Má gera ráð fyrir að viðvik sem undir þennan flokk<br />

falla séu á annað hundrað á ári hverju.<br />

Önnur samstarfsverkefni<br />

• United Nations University – Fisheries Training Programme (Sjávarútvegsskóli<br />

Háskóla Sameinuðu þjóðanna). Háskóli Íslands á formlega aðild að Sjávarútvegsskóla<br />

Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem stofnaður var 1997. Hefur Guðrún<br />

Pétursdóttir átt sæti í stjórn Sjávarútvegsskólans frá stofnun hans.<br />

• Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF). Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar<br />

hefur frá 1995 verið einn þriggja fulltrúa Íslands í nefnd á vegum<br />

norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlað að gera tillögur um norrænar<br />

rannsóknir á sviði sjávarútvegs og skyldra greina. Nefndin sem kallast<br />

Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF) setur fram drög að stefnumótun<br />

og metur umsóknir um styrki til sjávarútvegsrannsókna, sem veittir<br />

eru tvisvar á ári. Einnig heldur nefndin þing og fundi og gefur út niðurtöður<br />

rannsókna og annað efni. Guðrún Pétursdóttir var varaformaður NAF og sótti<br />

fjóra fundi erlendis í tengslum við það á árinu.<br />

• Nordic Marine Academy tók til starfa 1. mars <strong>2005</strong>. Um er að ræða samnorrænan<br />

háskóla fyrir þá sem stunda meistara- og doktorsnám í fræðum sem<br />

tengjast hafinu eða sjávarútvegi. Skólinn er fjármagnaður af norrænu ráðherranefndinni<br />

þar sem embættismannanefndin um sjávarútveg (NEF) og<br />

Norræna vísindaráðið (NordForsk) leggja hvort um sig fram 50 m.kr. á fimm<br />

árum. Höfuðviðfangsefni NMA er að stuðla að auknu framboði námskeiða á<br />

ýmsum sviðum sjávarútvegs fyrir unga vísindamenn í doktors- eða meistaranámi.<br />

Einnig mun hann bjóða símenntun fyrir sérfræðinga og fræðslu fyrir<br />

fjölmiðlafólk. Öll fyrirtæki og stofnanir á Norðurlöndum, sem stunda rannsóknir<br />

og kennslu tengda sjávarútvegi, geta tekið þátt í skólanum. Guðrún<br />

Pétursdóttir er formaður nýrrar skólastjórnar.<br />

• FAO Advisory Committee on Fishery Research (ACFR). Guðrún Pétursdóttir er<br />

tilnefnd af aðalritara FAO í átta manna hóp ráðgjafa um málefni sjávarútvegs,<br />

Advisory Committee on Fishery Research (ACFR). Aðalritarinn getur leitað til<br />

ráðgjafanna um hvaðeina sem varðar málaflokkinn en þeir hittast einnig<br />

formlega annað hvert ár og leggja fram drög að stefnu FAO í sjávarútvegsmálum.<br />

• North Atlantic Islands Programme (NAIP). Sjávarútvegsstofnun hefur um<br />

árabil tekið virkan þátt í starfi North Atlantic Islands Programme (NAIP) sem<br />

er samstarf sjö eyþjóða í Norður-Atlantshafi um kennslu, rannsóknir og viðskipti.<br />

Þetta verkefni hefur verið í gangi frá 1995 og taka þátt í því háskólar,<br />

aðrar stofnanir og fulltrúar atvinnulífisins frá eftirtöldum eyjum: Nýfundnalandi,<br />

Prince Edward Island, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og eynni<br />

Mön, auk Íslands.<br />

• Sumarskóli á vegum NorFA. Sjávarútvegsstofnun hefur frá 1998 tekið þátt í<br />

skipulagningu og framkvæmd sumarskóla sem haldnir hafa verið í Kristineberg<br />

Marine Research Station við Gullmarsfjorden í Svíþjóð í júní og standa<br />

í viku. Þátttakendur eru árlega um 50 nemendur í doktorsnámi á Norðurlöndum<br />

en kennarar eru vísindamenn í þessum fræðum sem þekktir eru á<br />

alþjóðavettvangi.<br />

• Arctic Biology. Sjávarútvegsstofnun og Líffræðistofnun Háskólans áttu frumkvæði<br />

að samstarfi við Denmark’s International Study Programme (DIS) um<br />

sumarskóla í líffræði heimskautasvæða. Þessi námskeið eru ætluð bandarískum<br />

háskólanemum og markaðssett af DIS um gervöll Bandaríkin. Námskeiðin<br />

standa í sex vikur frá miðjum júní til júlíloka og hafa verið haldin árlega<br />

frá 1996. Undanfarin tvö ár hefur jarðfræðinámskeið verið kennt samhliða<br />

líffræðinni. Umsjón námskeiðanna hefur verið í höndum Guðrúnar Lárusdóttur<br />

líffræðings og eru þau nú haldin á vegum DIS og Endurmenntunar<br />

HÍ (sjá www.disp.dk).<br />

• Samstarf við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn. Sjávarútvegsstofnun<br />

hefur undanfarin ár tekið að sér kennslu og kynningu á sjávardýrum<br />

fyrir öll 11 ára skólabörn í Reykjavík. Fyrr á árum bauð Sjávarútvegsstofnun<br />

námskeið um fjöruferðir og fiskabúr fyrir leikskólakennara og komust færri<br />

að en vildu. Í núverandi verkefni er farið með börnin á bát út á Sundin, sýni af<br />

lífríki sjávar tekin, greind og skoðuð þar og fjallað um hafið í breiðu sam-<br />

223


hengi. Sérstakt kennsluefni hefur verið útbúið fyrir þetta nám barnanna.<br />

Þetta samstarf mismunandi skólastiga hefur mælst mjög vel fyrir og verið<br />

öllum til ánægju og sóma. Verkefnisstjóri er Logi Jónsson.<br />

Ráðstefnur og fundir<br />

• Sjávarútvegsstofnun kom að ýmsum ráðstefnum og fundum á árinu, ýmist<br />

með skipulagningu og undirbúningi, fundarstjórn eða flutningi erinda. Eftirfarandi<br />

erindi voru flutt:<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur um Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning<br />

og Nordic Marine Academy á fundinum Det nordiske fiskerisamarbejdets<br />

fællesmøde, hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn,<br />

27. janúar <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur um Nordic Marine Academy á fundi<br />

Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning í Kaupmannahöfn, 28. janúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur um AUÐI – Women and Economic<br />

Growth hjá Association of Business and Professional Women, í Reykjavík, 19.<br />

janúar <strong>2005</strong>.<br />

• Erindi Guðrúnar Pétursdóttur og Þorsteins Helga Steinarssonar um SHEEL<br />

System Specifications á SHEEL 2nd Progress Meeting, í Sevilla, Spáni, 24.<br />

janúar <strong>2005</strong>.<br />

• Gestaerindi Guðrúnar Pétursdóttur Frá hafdjúpum til himintungla, hjá Rótarýklúbbi<br />

Árbæjar í Reykjavík, 10. febrúar 2006.<br />

• Gestaerindi Guðrúnar Pétursdóttur Hvernig hvetja má konur til dáða, Ráðstefna<br />

kvenna í atvinnulífinu, Reykjanesbæ, 10. febrúar 2006.<br />

• Samantekt og niðurstöður Guðrúnar Pétursdóttur á ráðstefnu Utanríkisráðuneytisins:<br />

Ísland og Norðurslóðir, Reykjavík, 25. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur Women Create Wealth á þingi Associated<br />

Country Women of the World, Reykjavík, 17. maí <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur Modern Fisheries Management and<br />

Development, fluttur á þingi Norrænu ráðherranefndarinnar Find the Nordic<br />

Way á Heimssýningunni í Aichi í Japan, 16. júní <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur Making the Most of Natural Resources,<br />

fluttur á þingi Norrænu ráðherranefndarinnar í sænska sendiráðinu í<br />

Tokyo, Japan, 20. júní <strong>2005</strong>.<br />

• Gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur Fisheries Management in Iceland,<br />

fluttur á málþingi fyrir utanríkisráðherra Taiwans og fylgdarlið hans í Reykjavík,<br />

1. júlí <strong>2005</strong>.<br />

• Innleiðandi erindi og stjórn málstofu um Viðbrögð gegn náttúruvá á Umhverfisþingi<br />

18.-19. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

• nnleiðandi erindi og stjórn málstofu um Internasjonalisering på hjemmebane<br />

á þinginu Norden i verden – Verden í Norden, 21.-22. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Útgáfa<br />

Dagmar Sigurðardóttir: Frumvarp til laga um Landhelgisgæslu Íslands. Sjávarútvegsstofnun<br />

HÍ, Reykjavík <strong>2005</strong>.<br />

Stofnun Árna Magnússonar<br />

á Íslandi<br />

Starfsfólk og starfsemi<br />

Starfslið stofnunarinnar var óbreytt á árinu. Forstöðumaður og aðstoðarforstöðumaður<br />

sinna stjórnun og rannsóknum (40%), og skrifstofustjóri sinnir<br />

rannsóknaþjónustu með öðrum störfum. Sjö sérfræðingar hafa 60% rannsóknaskyldu,<br />

en auk þeirra störfuðu tveir verkefnisstjórar við rannsóknir og þjónustu<br />

og nokkrir sérfræðingar, doktors- og meistaranemar höfðu tímabundna ráðningu<br />

til rannsóknastarfa fyrir styrkjafé. Bókavörður, forvörður, ljósmyndari og<br />

safnkennari sinna sérhæfðum verkefnum, og þrír öryggisverðir eru í fullu starfi.<br />

Fjárhagsleg umsvif jukust nokkuð milli ára, að hluta til vegna aukinna fjárveitinga<br />

frá ríkinu, einkum vegna nýrra kjarasamninga, en einnig vegna rannsóknastyrkja<br />

og aukinna tekna af sjóðum sem verja skal til bókakaupa. Framlag úr ríkissjóði<br />

var 117 m.kr., en önnur framlög (einkum rannsóknastyrkir) og sértekjur námu<br />

um 17 m.kr. Þá bætast við fjármunatekjur sem verja ber til bókakaupa á árinu<br />

2006, svo að í heild urðu fjárheimildir stofnunarinnar nærri 137 m.kr.<br />

225


Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi hefur frá árinu 1972 starfað samkvæmt<br />

sérstökum lögum sem samþykkt voru af Alþingi það ár og síðan 1978 auk þess<br />

samkvæmt reglugerð gefinni út af menntamálaráðherra. Á árinu fór fram að<br />

frumkvæði menntamálaráðuneytis undirbúningur að lagafrumvarpi um nýja<br />

stofnun þar sem sameinaðar verði Íslensk málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun<br />

Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun<br />

Íslands. Niðurstaða þeirrar vinnu varð að menntamálaráðherra lagði fyrir Alþingi<br />

frumvarp til laga um Stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun. Fyrsta umræða<br />

fór fram 5. desember og var frumvarpinu síðan vísað til menntamálanefndar.<br />

Í athugasemdum með frumvarpinu er þess getið að samkvæmt frumvarpi<br />

sem lagt hefur verið fyrir Alþingi skuli verja samtals 1 milljarði króna á<br />

árunum 2007, 2008 og 2009 til nýbyggingar fyrir Stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun.<br />

Rannsóknaverkefni<br />

Á árinu hófst vinna við rafræna útgáfu Konungsbókar eddukvæða, sem styrkt var<br />

af Rannís með 3,2 m.kr. Verkið er unnið í samvinnu við MENOTA (Medieval Nordic<br />

Text Archive), norrænna samtaka sem stofnunin á aðild að. Lokið var merkingu<br />

textans í XML, og unnið var við að bera hinn merkta texta saman við handritið<br />

sjálft og myndir af því auk eldri útgáfna. Jafnframt hófst vinna við að semja<br />

lemmaðan orðstöðulykil alls handritsins. Við verkið unnu auk sérfræðinga doktors-<br />

og meistaranemar. Samkvæmt áætlun verður hinni fræðilegu vinnu að<br />

mestu lokið á árinu 2006 og verkið gefið út á diski og að hluta gert aðgengilegt á<br />

Netinu á árinu 2007.<br />

Í samvinnu við Íslensku verkfræðistofuna, Erasmus-háskólann í Rotterdam og<br />

VENIS í Feneyjum var unnið rannsóknaverkefnið LATCH (Locally Based Access To<br />

Cultural Heritage) fyrir styrk úr eContent áætlun Evrópusambandsins. Árnastofnun<br />

var í forystu fyrir verkefninu sem hlaut tæplega 200 þúsund evrur, og komu í<br />

hlut Árnastofnunar 2,7 m.kr. Verkefninu var lokið á tilsettum tíma og fékk lofsamleg<br />

ummæli. Markmiðið var að kanna leiðir til koma á fót samvinnu opinberra og<br />

einkaaðila um að hagnýta menningararf í opinberum söfnum og gagnagrunnum<br />

gegnum farsímaþjónustu.<br />

Styrkir fengust úr Kristnihátíðarsjóði til ýmissa verkefna sem höfðu aðstöðu á<br />

stofnuninni, voru unnin í samstarfi við einstaka starfsmenn og/eða í bókhaldsumsjón<br />

stofnunarinnar, samtals 6,6 m.kr.<br />

Haldið var fram vinnu við útgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar og unnið að<br />

textarannsóknum vegna 4. og 5. bindis Ljóðmæla auk þess sem lokahönd var<br />

lögð á 3. bindi. Einn af umsjónarmönnum verkefnisins, Margrét Eggertsdóttir,<br />

lagði fram á árinu og varði doktorsritgerð um verk Hallgríms Péturssonar sem<br />

getið er meðal útgefinna verka.<br />

Útgáfa<br />

Margrét Eggertsdóttir: Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms<br />

Péturssonar. Rit 63. vi, 474 bls.<br />

Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 3. Margrét Eggertsdóttir, Kristján Eiríksson og<br />

Svanhildur Óskarsdóttir bjuggu til prentunar. Rit 64. xiv, 292 bls.<br />

Gripla XVI. Rit 65. Þar eru birtar 10 ritrýndar fræðigreinar auk málstofu um nokkur<br />

fræðileg umræðuefni. Þá er birt minningargrein um Hallfreð Örn Eiríksson og<br />

ritaskrá hans.<br />

Þjónusta og kynningarstarf<br />

Rúmlega sex tugir stúdenta og fræðimanna, íslenskir og erlendir, sóttu stofnunina<br />

heim um lengri eða skemmri tíma og fengu aðstöðu til rannsókna. Stofnunin<br />

afgreiddi einnig fjölda mynda eftir handritum og afrit af hljóðböndum vegna rannsókna<br />

og útgáfustarfsemi.<br />

Sýningin Handritin var opin í Þjóðmenningarhúsi allt árið. Safnkennari stofnunarinnar<br />

tók á móti 2.556 skólanemum og kennurum í 143 heimsóknum, og voru þar<br />

á meðal nokkrir erlendir skólahópar. Auk þeirra munu hafa séð sýninguna rösklega<br />

20 þúsund gestir, og er því um nokkra fjölgun að ræða frá fyrra ári.<br />

Varðveisla og öryggismál<br />

Áfram var unnið að endurbótum í öryggismálum og er þeim að mestu lokið.<br />

226


Stofnun Sigurðar Nordals<br />

Stofnun Sigurðar Nordals starfar við Háskóla Íslands og heyrir beint undir háskólaráð.<br />

Hlutverk hennar er að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu<br />

á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna<br />

á því sviði.<br />

Stjórn stofnunarinnar skipuðu á árinu <strong>2005</strong> Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra,<br />

formaður, Sigríður Þorvaldsdóttir, aðjúnkt og Már Jónsson, prófessor.<br />

Forstöðumaður stofnunarinnar er dr. Úlfar Bragason. Guðrún Þorbjarnardóttir,<br />

BA, vann sem deildarstjóri í hálfu starfi til 15. september, þá tók Rósa Sveinsdóttir,<br />

BA, við af henni. Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, MA, starfaði sem verkefnisstjóri<br />

í hálfu starfi allt árið.<br />

Stofnunin hefur til umráða húseignina Þingholtsstræti 29, sem er timburhús sem<br />

flutt var inn tilhöggvið frá Noregi og reist 1899. Það er alfriðað. Skipt var um þakklæðningu<br />

á húsinu á árinu.<br />

Slóð vefseturs stofnunarinnar er: http://www.nordals.hi.is. Nýtt og bætt vefsetur<br />

var opnað á árinu. Þar er að finna almennar upplýsingar um stofnunina á íslensku,<br />

ensku og skandinavískum málum. Einnig er þar gerð grein fyrir starfsemi<br />

hennar. Jafnframt eru þar upplýsingar um íslenskukennslu fyrir útlendinga,<br />

ráðstefnur á sviði íslenskra fræða víða um heim, nýjar og væntanlegar bækur og<br />

tímarit og þýðingar úr íslensku. Þá eru þar upplýsingar um starfsemi Samstarfsnefndar<br />

um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis. Stofnunin tók þátt í að gera<br />

upplýsingavef, eEuro Inclusion, um evrópskar tungumálastofnanir sem þjóna<br />

málum sem tiltölulega fáir tala. Stofnunin gaf einnig tvisvar út fréttabréf á árinu.<br />

Það er sent til um 1.200 stofnana og einstaklinga víða um heim.<br />

Stofnunin annast umsjón með sendikennslu í íslensku erlendis fyrir hönd íslenskra<br />

stjórnvalda og tekur þátt í norrænu samstarfi um Norðurlandafræðslu erlendis.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> störfuðu 15 sendikennarar við erlenda háskóla. Þá studdi<br />

stofnunin námskeið í íslensku við háskólann í Cambridge í Englandi og Wasedaháskóla<br />

í Tókíó í Japan. Efnt var til fundar sendikennara í Gautaborg dagana<br />

27.–28. maí þar sem rædd voru málefni íslenskukennslu erlendis. Unnið var að<br />

þróun kennsluefnis fyrir netið í íslensku fyrir útlendinga í samstarfi við heimspekideild<br />

Háskóla Íslands, norrænudeild Wisconsinháskóla í Madison í Bandaríkjunum<br />

og nokkrar háskólastofnanir í Evrópu. Annar hluti námsefnisins, Icelandic<br />

Online, var opnaður á netinu síðla árs. Menntamálaráðuneytið, Háskóli Íslands,<br />

Rannís og tungumálaáætlun Evrópusambandsins styðja verkefnið. Hafinn<br />

var undirbúningur að fjarnámi í tengslum við vefnámsefnið.<br />

Eins og undanfarin ár gengust stofnunin og heimspekideild fyrir fjögurra vikna<br />

sumarnámskeiði í íslensku máli og menningu í júlí. Þá stóðu stofnunin og deild<br />

germanskra mála við Minnesotaháskóli í Minneapolis í Bandaríkjunum fyrir sex<br />

vikna sumarnámskeiði í íslensku og fór fyrri hluti þess fram í Minneapolis en sá<br />

síðari í Reykjavík. Einnig annaðist stofnunin tveggja vikna námskeið um íslenskt<br />

mál og menningu fyrir vestur-íslensk ungmenni sem tóku þátt í svokölluðu<br />

Snorraverkefni.<br />

Stofnunin tók að sér að annast skrifstofu Samstarfsnefndar um kennslu í Norðurlandafræðum<br />

erlendis til næstu þriggja ára. Nefndin efndi m.a. til kynningar á<br />

Norðurlöndum við háskóla í Shanghai og Bejing í Kína í október og ráðstefnu um<br />

kennslu Norðurlandafræða utan Norðurlanda í Vilníus í Litáen 3.-5. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Stofnunin gekkst fyrir nokkrum umræðufundum um norræna menningu. Einnig<br />

gekkst hún fyrir sagnaþingi í héraði á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu<br />

13.-14. ágúst. Þá flutti Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur, Sigurðar Nordals fyrirlestur,<br />

sem fjallaði um ljóðlist, hinn 14. september.<br />

Þeir sem nutu svonefnds styrks Snorra Sturlusonar á árinu <strong>2005</strong> voru:<br />

Akihisa Arakawa, fræðimaður og þýðandi í Tókíó, til að þýða bókina Snorri Sturluson<br />

eftir Sigurð Nordal á japönsku og Casper Sare, þýðandi í Lundúnum, til að<br />

þýða Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness á serbnesku.<br />

227


Tilraunastöð Háskóla Íslands<br />

í meinafræði að Keldum<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Tilraunastöðin tengist læknadeild HÍ og hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag.<br />

Í stjórn tilraunastöðvarinnar voru: Stefán B. Sigurðsson, prófessor (formaður),<br />

Eggert Gunnarsson, dýralæknir, Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, Páll Hersteinsson,<br />

prófessor og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur. Forstöðumaður<br />

er Sigurður Ingvarsson, prófessor og framkvæmdastjóri er Helgi S. Helgason,<br />

viðskiptafræðingur. Starfseminni er skipt í þrjár fagdeildir; 1) Veiru- og sameindalíffræðideild,<br />

yfirmaður er Bergljót Magnadóttir, 2) Bakteríu- og sníkjudýradeild,<br />

yfirmaður er Eggert Gunnarsson og 3) Fisksjúkdómadeild, yfirmaður er<br />

Sigurður Helgason. Alls inntu 65 manns tæplega 50 ársverk af hendi á starfsárinu<br />

og er það svipað og árið áður. Fimm starfsmenn unnu við stjórnsýslu, á skrifstofu<br />

og við afgreiðslu. Sérfræðingar voru alls 17 og þeim til aðstoðar hátt í þrír tugir<br />

háskólamenntaðs, sérmenntaðs og ófaglærðs starfsfólks. Dr. Herborg Hauksdóttir,<br />

líffræðingur, fór til annarra starfa. Jóna Aðalheiður Aðólfsdóttir, lífeindafræðingur,<br />

kom til starfa í príonfræðum.<br />

Rannsóknir<br />

Meginviðfangsefni er rannsóknir á sjúkdómum og varnir gegn þeim, einkum í<br />

dýrum. Helstu rannsóknasviðin voru ónæmis- og sjúkdómafræði fiska, hæggengir<br />

smitsjúkdómar, þ.e. mæði-visna, riða og skyldir sjúkdómar, sumarexem í hestum<br />

og sníkjudýra- og sýklafræði. Allmargir áfangar náðust sem kynntir voru á<br />

fjölmörgum ráðstefnum hérlendis og erlendis. Í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum<br />

birtust niðurstöður rannsókna á mæði-visnu veiru, riðu, ónæmiskerfi þorsks og<br />

lúðu, bóluefnum gegn fisksjúkdómum, Campylobacter, hnýslum í hreindýrum,<br />

blóðögðum, hrossalús og krabbameini. Unnið var að alþjóðlegum samvinnuverkefnum<br />

styrktum af Evrópusambandinu, þ.e. á príonsjúkdómum og lentiveirum.<br />

Ennfremur styrkti Agricultural Research Service í Bandaríkjunum rannsóknir á<br />

faraldsfræði Campylobacter. Flestir sérfræðingar stofnunarinnar eiga samstarf<br />

við innlenda- og erlenda vísindamenn. Sigrún Lange lauk Ph.D. prófi og titill doktorsritgerðar<br />

er: The complement system of two teleost species with emphasis on<br />

ontogeny. Tekin var upp ný aðferð til riðuskimunar, þ.e. ELISA-próf. Sértekjur<br />

fengust vegna útseldrar sérfræðivinnu, einkum vegna sjúkdómagreininga. Tilraunastöðin<br />

framleiddi bóluefni og mótefnablóðvökva gegn bakteríusjúkdómum í<br />

sauðfé. Einnig var safnað blóði úr hrossum, kindum og naggrísum til notkunar á<br />

rannsóknastofum. Smádýr voru ræktuð til notkunar við tilraunir, bæði fyrir Tilraunastöðina<br />

og aðrar rannsóknastofnanir.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Auk þess að birta greinar í vísindatímaritum þá var ársskýrslu dreift víða og tilraunastöðin<br />

tók þátt í útgáfu tímaritsins Icelandic Agricultural Sciences. Fræðslufundir,<br />

haldnir að jafnaði hálfsmánaðarlega, voru öllum opnir og kynntir víða m.a.<br />

öllum háskólaborgurum og dýralæknum. Eins dags ráðstefna um príon og hæggengar<br />

veirur var haldin til heiðurs fyrrverandi forstöðumönnum Keldna, Guðmundi<br />

Georgssyni og Guðmundi Péturssyni. Ítarlegar upplýsingar um starfsemina<br />

eru á heimasíðu, www.keldur.hi.is.<br />

Annað<br />

Framlög á fjárlögum voru um 141 m.kr., sértekjur um 87 m.kr. og styrkir um 51<br />

m.kr. Auk erlendra styrkja vegna samstarfsverkefna fengust styrkir fyrir ýmis<br />

önnur verkefni frá Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands,<br />

Framleiðnisjóði Landbúnaðarins og sjávarútvegsráðuneytinu.<br />

Umhverfisstofnun<br />

Á árinu <strong>2005</strong> varð til ný stofnun við samruna Umhverfisstofnunar og Sjávarútvegsstofnunar,<br />

Stofnun Sæmundar fróða, stofnun um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar<br />

rannsóknir við Háskóla Íslands. Þar með lauk formlegri starfsemi Umhverfisstofnunar<br />

sem stofnað var til árið 1997. Rannsóknar- og samstarfsverkefni<br />

Umhverfisstofnunar fylgja henni til nýrrar stofnunar, en umsjón með meistaranemum<br />

í umhverfisfræðum fluttist til nýrrar meistaranámsbrautar í umhverfisog<br />

auðlindafræðum, sem er í samstarfi sex deilda og umsjón raunvísindadeildar.<br />

Gerð er grein fyrir helstu rannsóknarverkefnum á árinu <strong>2005</strong> hér að neðan.<br />

228


Packaging and packaging waste in Iceland<br />

Verkefni þetta var unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun ríkisins og Hagstofu Íslands.<br />

Umhverfisstofnun HÍ tók þátt í verkefnisstjórn verkefnisins, hönnun viðtalskönnunar<br />

og öflun og úrvinnslu gagna. Verkefnið var styrkt af EUROSTAT stofnun<br />

Evrópusambandsins. Auk forstöðumanns starfaði einn meistaranemi, Anne Maria<br />

Sparf, að verkefninu.<br />

Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi þriggja bygginga<br />

Háskólans<br />

Unnið var að framkvæmd umhverfisstefnu Háskóla Íslands á árinu. Viðamesta<br />

verkefnið var frumúttekt á umhverfisáhrifum starfsemi þriggja bygginga Háskólans.<br />

Byggingar þær sem urðu fyrir valinu voru Aðalbygging, Askja og Oddi. Verkið<br />

var unnið fyrir bygginga- og framkvæmdasvið HÍ Verkið var unnið í nánu samstarfi<br />

við umhverfishópa í hverri byggingu ásamt með nefnd um framkvæmd umhverfisstefnu<br />

Háskólans. Svo kallaðri Ecomapping aðferðafræði var beitt við úttektirnar.<br />

Í aðferðafræðinni er lögð áhersla á þátttöku starfsmanna og myndræna<br />

framsetningu niðurstaðna. Athyglisverðar niðurstöður fengust sem verða notaðar<br />

til þess að skipuleggja verkefni ársins 2006.<br />

Verkefnisstjórn skipuðu Eva Benediktsdóttir, Ásta Hrönn Maack og Geir Oddsson.<br />

Verkefnastjóri var Geir Oddsson. Að verkefninu unnu fjórir meistaranemar í umhverfisfræðum<br />

og einn verkefnaráðinn sérfræðingur, Anne Maria Sparf.<br />

Umhverfishóparnir voru þannig skipaðir: Aðalbygging - Friðrik Rafnsson, Sigríður<br />

Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Pálmason; Askja - Jörundur Svavarsson, Karl Benediktsson<br />

og Eiríkur Árni Hermannsson; Oddi - Ólafur Þ. Harðarson, Gylfi Magnússon<br />

og Jón Bóasson.<br />

Viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála við Háskóla Íslands<br />

Viðamikil viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála við Háskóla Íslands var lögð<br />

fyrir alla starfsmenn og nemendur Háskólans í maí <strong>2005</strong>. Viðhorfskönnunin var<br />

hluti af framkvæmd umhverfisstefnu Háskóla Íslands. Viðhorfskönnunin fór fram<br />

á netinu og var send á rúmlega 10.000 netföng. Rúmlega 1.200 svör bárust, svarhlutfall<br />

rúmlega 10%. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar voru notaðar til þess að<br />

skipuleggja áherslur í umhverfisverkefnum fyrir árið 2006. Verkefnisstjórn skipuðu<br />

Eva Benediktsdóttir, Ásta Hrönn Maack og Geir Oddsson. Verkefnastjóri var<br />

Geir Oddsson. Að skipulagningu verkefnisins unnu fjórir meistaranemar í umhverfisfræðum.<br />

Önnur samstarfsverkefni<br />

Nordic Marine Academy tók til starfa 1. mars <strong>2005</strong>. Um er að ræða samnorrænan<br />

háskóla fyrir þá sem stunda meistara- og doktorsnám í fræðum sem tengjast<br />

hafinu eða sjávarútvegi. Skólinn er fjármagnaður af norrænu ráðherranefndinni<br />

þar sem embættismannanefndin um sjávarútveg (NEF) og Norræna vísindaráðið<br />

(NordForsk) leggja hvort um sig fram 50 m.kr. á fimm árum. Höfuðviðfangsefni<br />

NMA er að stuðla að auknu framboði námskeiða á ýmsum sviðum sjávarútvegs<br />

fyrir unga vísindamenn í doktors- eða meistaranámi. Einnig mun hann bjóða símenntun<br />

fyrir sérfræðinga og fræðslu fyrir fjölmiðlafólk. Öll fyrirtæki og stofnanir<br />

á Norðurlöndum, sem stunda rannsóknir og kennslu tengda sjávarútvegi, geta<br />

tekið þátt í skólanum. Geir Oddsson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar, tók þátt í<br />

undirbúningi að stofnun skólans og er virkur í starfi hans.<br />

Ráðstefnur og fundir<br />

Umhverfisstofnun kom að ýmsum ráðstefnum og fundum á árinu, ýmist með<br />

skipulagningu og undirbúningi, fundarstjórn eða flutningi erinda:<br />

Gestafyrirlestur Geirs Oddssonar um Economic Instruments in Integrated Ocean<br />

Strategies haldinn í Reykjavík í mars <strong>2005</strong> á 4 th Partnership Conference University<br />

of Manitoba and University of Iceland – Culture and Science: Mutually Reinforcing.<br />

Gestafyrirlestur Geirs Oddssonar um Umhverfiskostnað haldinn á fundi Orkustofnunar<br />

um umhverfiskostnað í Reykjavík í október <strong>2005</strong>.<br />

Útgáfa<br />

• Geir Oddsson og Anne Maria Sparf. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi<br />

Odda <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson og Anne Maria Sparf. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi<br />

Öskju <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

230


• Geir Oddsson og Anne Maria Sparf. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi<br />

Aðalbyggingar <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson. <strong>2005</strong>. Úttekt á umhverfisáhrifum starfsemi Odda <strong>2005</strong>. Umhverfisstofnun<br />

HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson. <strong>2005</strong>. Viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála Háskóla Íslands.<br />

Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson. <strong>2005</strong>. Viðhorfskönnun á stöðu umhverfismála Háskóla Íslands.<br />

Niðurstöður fyrir Aðalbyggingu, Öskju og Odda. Umhverfisstofnun HÍ, Reykjavík.<br />

• Geir Oddsson. <strong>2005</strong>. Samantekt á tilraunaverkefni um framkvæmd umhverfisstefnu<br />

HÍ Helstu niðurstöður og tillögur að verkefnum. Umhverfisstofnun<br />

HÍ, Reykjavík.<br />

231


Þjónustustofnanir<br />

Endurmenntunarstofnun<br />

Háskóla Íslands<br />

Almennt<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands hefur starfað í nær áratug og verið leiðandi<br />

á sviði endurmenntunar á háskólastigi. Endurmenntunarstofnun byggir<br />

starfsemina á nánu samstarfi við deildir og stofnanir Háskóla Íslands og sjálfstæði<br />

sínu sem stofnun sem er á frjálsum markaði og er rekin fyrir sjálfsaflafé.<br />

Einnig er náið samstarf við fyrirtæki, stofnanir, fagfélög og félagasamtök.<br />

Stjórn<br />

Reglugerð var sett fyrir stofnunina árið 1991. Samkvæmt sérstökum samstarfssamningi<br />

sem byggður er á reglugerðinni standa að stofnuninni auk Háskóla Íslands,<br />

Bandalag háskólamanna (BHM), Arkitektafélag Íslands, Félag framhaldsskólakennara,<br />

Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands. Stjórn<br />

Endurmenntunarstofnunar er skipuð af háskólaráði.<br />

Stjórn skipuð án tilnefningar: Ásta Hrönn Maack, skrifstofustjóri reksturs og<br />

framkvæmda Háskóla Íslands, Guðrún Theodórsdóttir, aðjúnkt í íslensku í hugvísindadeild,<br />

Jón Ólafur Skarphéðinsson, prófessor í lífeðlisfræði í hjúkrunarfræðideild,<br />

Magnús Þór Jónsson, prófessor í véla- og iðnaðarverkfræði í verkfræðideild,<br />

Róbert Spanó, dósent í lögfræði í lagadeild.<br />

Stjórnarmenn tilnefndir af aðildarfélögum: Ágúst Úlfar Sigurðsson, Bandalagi háskólamanna,<br />

Halldór A. Guðmundsson, Tæknifræðingafélagi Íslands, Hilmar Þór<br />

Björnsson, Arkitektafélagi Íslands, Ósa Knútsdóttir, Félag framhaldsskólakennara.<br />

Sigurður M. Garðarsson, Verkfræðingafélagi Íslands.<br />

Varafulltrúar án tilnefningar: Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði í verkfræðideild, Árelía E. Guðmundsdóttir, lektor í viðskipta- og<br />

hagfræðideild, Björg Þorleifsdóttir, aðjúnkt í lífeðlisfræði í læknadeild, Guðný<br />

Björk Eydal, lektor í félagsráðgjöf í félagsvísindadeild, Guðrún Nordal, prófessor í<br />

íslenskum bókmenntum í hugvísindadeild.<br />

Varafulltrúar tilnefndir af aðildarfélögum: Kolbrún Baldursdóttir, Bandalagi háskólamanna,<br />

Helgi Hjálmarsson, Verkfræðingafélagi Íslands, Gísli Norðdahl,<br />

Tæknifræðingafélagi Íslands, Anna María Gunnarsdóttir, Félagi framhaldsskólakennara.<br />

Stöðugildi<br />

Föst stöðugildi við stofnunina eru 14. Aðrir sem koma að verkefnum fyrir stofnunina<br />

til lengri eða skemmri tíma eru á bilinu 300 til 400 talsins.<br />

Aðalstarfsemi Endurmenntunarstofnunar<br />

Hér gefur að líta yfirlit yfir námskeiðsflokka Endurmenntunarstofnunar árið <strong>2005</strong>.<br />

Fræðsla og fróðleikur:<br />

• Fólk og færni<br />

• Menning, land og saga<br />

• Tungumál og ritfærni<br />

Fyrirtæki og atvinnulíf:<br />

• Fjármál og reikningsskil<br />

• Hugbúnaður og hugbúnaðargerð<br />

Sérsniðin námskeið:<br />

• Stjórnun og starfsþróun<br />

232


Sérfræðingar:<br />

• Almenn verk- og tæknifræði<br />

• Bókasafnsfræði<br />

• Félagssvið<br />

• Heilbrigðissvið<br />

• Lögfræði<br />

• Uppeldis- og kennslusvið<br />

Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga:<br />

• Námskeið í stjórnsýslufræðum<br />

• Sérnámskeið fyrir ríkisstarfsmenn<br />

• Einnig eru í boði námskeið bæði á meistara- og grunnstigi í samstarfi við<br />

ýmsar deildir Háskóla Íslands.<br />

Nám samhliða starfi:<br />

• Löggilding fasteigna- fyrirtækja og skipasala.<br />

• Mannauðsstjórnun<br />

• Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti<br />

• MBA (Master of Business Administration) í samvinnu við verkfræðideild<br />

• MPM (Master of Project Management) í samvinnu við viðskipta- og hagfræðideild<br />

• Rekstrar- og viðskiptanám<br />

• Sálgæsla<br />

• Stjórnun og forysta í skólastarfi í samstarfi við IMG<br />

• Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun<br />

Ýmis verkefni á árinu<br />

Í kjölfar sjálfsmats á árinu 2004 var farið í víðtæka stefnumótunarvinnu og mörkuð<br />

framtíðarsýn Endurmenntunarstofnunar til ársins 2010. Framtíðarsýnin er útgangspunktur<br />

í stefnumótun stofnunarinnar og er sú mynd sem leitast verður við<br />

að ná með stefnumarkandi aðgerðum næstu ára. Í kjölfar rekstrar- og markmiðsáætlunar<br />

var gerð framkvæmdaáætlun sem unnið hefur verið eftir síðan.<br />

Hlutverk og stefna Endurmenntunarstofnunar var endurskoðað og er eftirfarandi:<br />

• Hlutverk Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands er að efla hæfni og<br />

þekkingu fólks í starfi og einkalífi.<br />

• Stefna Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands er að vera ávallt eftirsóknarverðasti<br />

valkostur fyrirtækja, stofnana og einstaklinga til símenntunar á Íslandi.<br />

• Með öflugri nýsköpun í námsframboði og þjónustu Endurmenntunarstofnunar<br />

er unnið að því að auka hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi.<br />

Með það að markmiði er unnið náið með deildum Háskóla Íslands og öðrum<br />

samstarfsaðilum.<br />

• Endurmenntunarstofnun er skilvirkur farvegur fyrir miðlun þekkingar Háskóla<br />

Íslands til samfélagsins.<br />

Fjarnám<br />

Mikil vinna hefur farið í að þróa fjarnám á árinu <strong>2005</strong>. Eftirspurn fer sívaxandi og<br />

eru nú fjarnemendur bæði innanlands sem utan. Nú er boðið upp á fjarnám í<br />

mannauðsstjórnun, rekstrar- og viðskiptafræðum og námi til löggildingar fasteignasala.<br />

Stefnt er að því að bjóða allt nám samhliða starfi í fjarnámi.<br />

Það sem einkennir fjarnám í Endurmenntunarstofnun er að þar er samtímis boðið<br />

upp á staðbundið nám og fjarnám.<br />

Sérsniðin námskeið<br />

Á undanförnum árum hefur fræðslustarfsemi innan fyrirtækja og opinberra stofnana<br />

þróast og vaxið hratt. Oft og tíðum hentar fyrirtækjum og stofnunum betur að<br />

sinna sjálf fræðslu starfsmanna sinna. Til að koma til móts við þessar þarfir hefur<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands boðið fyrirtækjum og stofnunum sérsniðin<br />

námskeið. Þessi þjónustuþáttur í starfsemi Endurmenntunarstofnunar fer<br />

vaxandi, sem staðfestir breytt landslag í fræðslu- og símenntunarmálum.<br />

Nýr vefur<br />

Í september <strong>2005</strong> opnaði rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, formlega<br />

nýjan vef Endurmenntunarstofnunar. Vefurinn Endurmenntun hefur nú fengið nýtt<br />

útlit og endurbætt leiðarkerfi. Endurmenntun birtir námsframboð sitt eingöngu á<br />

rafrænu formi, sjá http://www.endurmenntun.hi.is/<br />

233


Happdrætti Háskóla Íslands<br />

Almennt<br />

Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) var stofnað með lögum árið 1933. Meginástæða<br />

þess var að Alþingi hafði veitt heimild til að byggja yfir Háskóla Íslands þegar<br />

fjárveiting fengist en veitti svo ekki fé til byggingarinnar. Fyrsti úrdráttur fór fram í<br />

mars 1934 og er afmælið miðað við það ár. Happdrættið er eins og nafnið gefur til<br />

kynna í eigu Háskóla Íslands og tilgangur þess er að afla fjár til húsbygginga<br />

skólans, viðhalds þeirra og til tækjakaupa. Nær allar byggingar Háskólans hafa<br />

verið reistar fyrir ágóða af rekstri happdrættisins.<br />

Starfsfólk og stjórn<br />

Háskólaráð kýs stjórn Happdrættis Háskóla Íslands. Á fundi háskólaráðs þann 6.<br />

október <strong>2005</strong> var kosin ný stjórn fyrir HHÍ. Í stjórnina voru kosin Ebba Þóra<br />

Hvannberg, dósent, Óskar Magnússon, forstjóri og Páll Hreinsson, prófessor. Á<br />

fundi sínum þann 26. október var Páll Hreinsson kosinn formaður stjórnar. Í fráfarandi<br />

stjórn áttu sæti Páll Skúlason, háskólarektor, formaður, Páll Hreinsson,<br />

prófessor, og Þórir Einarsson, fyrrverandi ríkisáttasemjari. Forstjóri Happdrættisins<br />

er Brynjólfur Sigurðsson. Rekstur HHÍ er þrískiptur og er rekstrarstjóri yfir<br />

hverri rekstrareiningu. Árið <strong>2005</strong> var Guðmundur Bjarnason rekstrarstjóri flokkahappdrættis,<br />

Róbert Sverrisson rekstarstjóri Gullnámu og Steinunn Björnsdóttir<br />

rekstrarstjóri Happaþrennu. Stöðugildi í árslok <strong>2005</strong> voru þrjátíu. Höfuðstöðvar<br />

HHÍ eru í Tjarnargötu 4 í Reykjavík en utan þeirra starfar fjöldi umboðsmanna<br />

víðs vegar um landið.<br />

Rekstrarafkoma og greiðslur til Háskóla Íslands<br />

Rekstrartekjur HHÍ árið <strong>2005</strong> námu 3,6 milljörðum króna og jukust þær um 15%<br />

frá árinu 2004. Lögum samkvæmt skal hagnaði HHÍ að frádregnu einkaleyfisgjaldi,<br />

sem greitt er til ríkisins, varið til uppbyggingar Háskóla Íslands. Hagnaðurinn<br />

rennur til nýbygginga, viðhalds fasteigna og lóða og til tækjakaupa. Framlag<br />

úr rekstri HHÍ til Háskóla Íslands á árinu <strong>2005</strong> nam 895 m.kr. Það framlag skiptist<br />

í beint peningalegt framlag og afborganir og vexti af lánum sem tekin hafa verið í<br />

nafni HHÍ og hafa þegar runnið til framkvæmda við Háskóla Íslands. Beint peningalegt<br />

framlag á árinu <strong>2005</strong> nam 255 m.kr. en afborganir og vextir af lánum<br />

voru 640 m.kr.<br />

Lagalegt umhverfi<br />

Á árinu <strong>2005</strong> voru sett almenn lög um happdrætti hér á landi (lög nr. 38/<strong>2005</strong>).<br />

Samkvæmt þeim er óheimilt að reka happdrætti hér á landi nema með leyfi ráðherra.<br />

Tilgangurinn með ákvæðinu er að hamla gegn skaðlegum áhrifum á almenning<br />

og að halda uppi allsherjarreglu (public order). Í Evrópu og reyndar einnig<br />

í Vesturheimi eru í gangi málaferli vegna þess að ýmiss einkafyrirtæki á<br />

happdrættismarkaði vilja ekki láta sér nægja sinn heimamarkað. Þau vilja einnig<br />

geta selt á erlendum mörkuðum.<br />

Eftirlit<br />

Eftirlit með úrdráttum og vinningum í HHÍ er í höndum sérstaks happdrættisráðs<br />

sem dómsmálaráðherra skipar. Í því áttu sæti árið <strong>2005</strong> Drífa Pálsdóttir, formaður,<br />

Bryndís Helgadóttir og Fanney Óskarsdóttir. Til vara er Anna Sigríður Arnardóttir.<br />

Ársreikningar<br />

Happdrættis Háskólans eru endurskoðaðir í umboði ríkisendurskoðunar og birtast<br />

þeir í ríkisreikningi.<br />

Háskólaútgáfan<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Stjórn útgáfunnar skipa Magnús D. Baldursson, formaður, Guðrún Björnsdóttir og<br />

Höskuldur Þráinsson. Starfsmenn eru þrír sem fyrr: Jón Bjarni Bjarnason, verkefnisstjóri,<br />

sem hóf störf hjá útgáfunni á árinu, Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður<br />

og Kristinn Gunnarsson, framleiðslustjóri.<br />

Almennt<br />

Fjöldi útgefinna nýrra titla var rúmlega sjötíu annað árið í röð. Endurútgáfur voru<br />

sjö, auk minni prentgripa og bæklinga fyrir yfirstjórn HÍ Aukin eftirspurn kom<br />

fram á árinu eftir útgáfu doktorsritgerða sem útgáfan getur þó ekki þjónustað<br />

nema að takmörkuðu leiti. Velta útgáfunnar jókst frá fyrra ári og sama máli gegnir<br />

234


um seld eintök bóka. Ein bókaskrá kom út á árinu á íslensku og ein á ensku.<br />

Verulega var lagt að mörkum við að fullgera vörustýringarkerfi Oracle og koma í<br />

nothæft lag, ásamt lagfæringum bókhalds. Loks var lager fluttur í nýtt og fullkomnara<br />

húsnæði.<br />

Útgefin rit ársins voru eftirfarandi:<br />

• Afbrot og refsiábyrgð III. Jónatan Þórmundsson.<br />

• Afmælisrit Arnórs Hannibalssonar. Ritstjóri Erlendur Jónsson.<br />

• Almanak Háskólans 2006. Ritstjóri Þorsteinn Sæmundsson.<br />

• Alsæi, vald og þekking: Úrval úr verkum Michels Foucault. Michel Foucault.<br />

• Andspænis sjálfum sér. Ritstjórar Ólafur P. Jónsson og Albert S. Guðjónsson.<br />

• Atriði ævi minnar. Úlfur Bragason.<br />

• Báran rís og hnígur. Bergsteinn Jónsson.<br />

• Barokkmeistarinn: List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar. Margrét<br />

Eggertsdóttir.<br />

• Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi: Ársskýrsla Hagfræðistofnunar HÍ<br />

• Fyrsti könnuður Vesturheims. Jónas Kristjánsson.<br />

• Frændafundur V. Ritstjóri Magnús Snædal.<br />

• Glíman, 2. árg. <strong>2005</strong> - Traust í viðskiptalífinu. Grettisakademían.<br />

• Gripla XV. Stofnun Árna Magnússonar.<br />

• Guðs dýrð og sálnanna velferð. Ritstjóri Már Jónsson.<br />

• Heimur ljóðsins. Ritstjórar Ástráður Eysteinsson o.fl.<br />

• Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag: Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi I.<br />

Kolbeinn Stefánsson og Stefán Ólafsson.<br />

• Hugleiðingar við Öskju. Páll Skúlason.<br />

• Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum. Ritstjórar<br />

Róbert H. Haraldsson o.fl.<br />

• Hvar er hún nú?: Arfleifð atferlisstefnunnar á 21. öld. Ritstjórar Jón Grétar<br />

Sigurjónsson o.fl.<br />

• Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.<br />

Ritstjórar Magnús Tumi Guðmundsson o.fl.<br />

• Innlit hjá Kant. Þorsteinn Gylfason.<br />

• Kosningaréttur kvenna 90 ára. Kvennasögusafn og Rannsóknastofa í kvennaog<br />

kynjafræðum.<br />

• Kúreki norðursins: Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson. Ritstjóri Guðni<br />

Elísson.<br />

• Kvikmyndagreinar. Ritstjóri Guðni Elísson.<br />

• Kvikmyndastjörnur. Ritstjóri Guðni Elísson.<br />

• Lagaslóðir. Páll Sigurðsson.<br />

• Landnámsmaður Vesturheims: Vínlandsför Þorfinns karlsefnis. Jónas Kristjánsson.<br />

• Látnir í heimi lifenda. Erlendur Haraldsson.<br />

• Listin að lesa. Árni Bergmann.<br />

• Listkerfi nútímans. Paul Oskar Kristeller.<br />

• Ljóðmæli Hallgrímur Pétursson III. Margrét Eggertsdóttir.<br />

• LTI - Klemperer. Bókmenntafræðistofnun.<br />

• Mannréttindasáttmáli Evrópu: Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan<br />

rétt. Lagastofnun.<br />

• Miðaldabörn. Hugvísindastofnun.<br />

• Ólafs sögur Tryggvasonar: Umgerð þeirra, heimildir og höfunda. Sveinbjörn<br />

Rafnsson.<br />

• Ordenes slotte: Om sprog og litteratur i Norden. Erik Skyum-Nielsen og Jørn<br />

Lund.<br />

• Orð og tunga, 7. hefti. Tímarit Orðabókar Háskóla Íslands.<br />

• Orðlist skáldsögunnar. Mikhail M. Bakhtín.<br />

• Pathways to Inclusion: A guide to staff development. Gretar L. Marinósson.<br />

• Rannsóknir í félagsvísindum VI: Félagsvísindadeild. Ristjóri Úlfar Hauksson.<br />

• Rannsóknir í félagsvísindum VI: Lagadeild. Ritstjóri Róbert Spanó.<br />

• Rannsóknir í félagsvísindum VI: Viðskipta- og hagfræðideild. Ritstjóri Ingjaldur<br />

Hannibalsson.<br />

• Réttarstaða fatlaðra. Brynhildur Flóventz.<br />

• Risk Factors for Repeated Child Maltreatment in Iceland. Freydís Freysteinsdóttir.<br />

• Ritið: 2/2004 - Fornleifaræði. Hugvísindastofnun.<br />

• Ritið: 3/2004 - Falsanir. Hugvísindastofnun.<br />

• Ritið: 1/<strong>2005</strong> - Orð og mynd. Hugvísindastofnun.<br />

• Ritlist, prentlist, nýmiðlar. Þorbjörn Broddason.<br />

• School Participation. Snæfríður Þóra Egilson.


• Sjálfssögur: Minni, minningar og saga. Sigurður Gylfi Magnússon.<br />

• Software Development. Oddur Benediktsson ritstjóri.<br />

• Stigi Wittgensteins. Logi Gunnarsson.<br />

• Subversive Scott: The Waverley Novels and Scottish Nationalism. Julian Meldon<br />

D´Arcy.<br />

• Surtsey, Ecosystems Formed. Sturla Friðriksson.<br />

• Surtsey, Entstehung von Ökosystem. Sturla Friðriksson.<br />

• Technology in Society - Society in Technology. Ritstjórar Örn Jónsson o.fl.<br />

• The First Settler of the New World. Jónas Kristjánsson.<br />

• The Mosaic of Gender. Steinunn Hrafnsdóttir.<br />

• Tveir heimar. Þorvaldur Gylfason.<br />

• Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna. Ráðstefnurit.<br />

• Verk handa þinna. Kristinn Ólason.<br />

• Við og veröldin. Sverrir Jakobsson.<br />

• Þá varð landskjálpti mikill. Ritstjórar Jón Börkur Ákason o.fl.<br />

Landsbókasafn<br />

Íslands - Háskólabókasafn<br />

Stjórn<br />

Samkvæmt lögum um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn skipar menntamálaráðherra<br />

fimm menn í stjórn bókasafnsins til fjögurra ára í senn þannig að<br />

tveir eru skipaðir að tilnefningu háskólaráðs Háskóla Íslands, þeir Rögnvaldur<br />

Ólafsson og Hjalti Hugason, Vilhjálmur Lúðvíksson tilnefndur af vísindanefnd Vísinda-<br />

og tækniráðs og Eydís Arnviðardóttir tilnefnd af Upplýsingu - Félagi bókasafns-<br />

og upplýsingafræða. Stjórnarformaður er Hörður Sigurgestsson, skipaður<br />

af menntamálaráðherra, án tilnefningar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.<br />

Fulltrúi starfsmanna er Stefanía Arnórsdóttir. Fundi sitja einnig að jafnaði landsbókavörður,<br />

aðstoðarlandsbókavörður og fjármálastjóri safnsins.<br />

Framkvæmdaráð<br />

Framkvæmdaráð safnsins hittist að jafnaði vikulega og tekur ákvarðanir um<br />

rekstur safnsins. Í framkvæmdaráði sitja Sigrún Klara Hannesdóttir, landbókavörður,<br />

Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðarlandsbókavörður, Edda G. Björgvinsdóttir,<br />

fjármálastjóri og sviðsstjóri rekstrarsviðs, Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs<br />

og Kristín Bragadóttir, sviðsstjóri varðveislusviðs til 15. september. Frá<br />

þeim tíma tók nýr sviðsstjóri varðveislusviðs, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, við<br />

því starfi þegar Kristín fór í fjögurra ára leyfi. Framkvæmdaráð hélt alls 35 fundi á<br />

árinu <strong>2005</strong> og eru allar fundargerðir ráðsins birtar á Inngangi, innri vef safnsins.<br />

Árangurssamningur við menntamálaráðuneyti<br />

Þann 29. desember var skrifað undir árangurssamning milli Landsbókasafns og<br />

menntamálaráðuneytis við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsi. Tilgangur<br />

samningsins er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli ráðuneytis og stofnunar,<br />

auk þess að draga fram áherslur vegna stefnumótunar og áætlanagerðar. Í<br />

samningnum er gerð grein fyrir hlutverki safnsins í samræmi við lög og reglugerðir<br />

og gerð grein fyrir að ráðuneytið muni beita sér fyrir því að fjárveitingar<br />

verði í samræmi við áherslur og markmið í samningnum. Framtíðarsýn safnsins<br />

var sett fram 2003 og er eftirfarandi:<br />

„Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er hornsteinn í öflun, varðveislu og<br />

miðlun þekkingar um íslenskt samfélag og á sviði vísinda og fræða. Safnið er<br />

þekkingarveita sem vinnur að því að veita faglega upplýsingaþjónustu um íslenskt<br />

samfélag og tryggja að Íslendingar standi jafnfætis öðrum þjóðum hvað<br />

varðar aðgengi að hvers kyns þekkingu og upplýsingum.“<br />

Í nýja árangurssamningnum var kallað eftir sérstökum markmiðum og áherslum<br />

í starfi stofnunar þar sem tækifæri gafst til að kynna áherslur á hlutverki safnsins<br />

sem þekkingarveitu, þ.e. stofnun sem leggur sig fram um að veita þekkingu til<br />

samfélagsins fremur en að fólk þurfi að koma í safnið til að ná í þá þekkingu sem<br />

til er í heiminum. Í samræmi við tvöfalt hlutverk safnsins hafa áherslurnar í starfsemi<br />

safnsins verið einkum tvenns konar:<br />

• Stafrænt íslenskt þjóðbókasafn, sem tengist áherslum safnsins við að koma<br />

íslensku efni í stafrænt form og gera það aðgengilegt í gegnum vef safnsins.<br />

236


Yfir ein milljón síður eru nú þegar komnar á vefinn og unnið er markvisst að<br />

því að auka það efni. Safnið annast söfnun á vefsíðum og varðveitir þær og<br />

stefnir að því að verða eitt fyrsta land í heimi þar sem allur menningararfurinn<br />

er aðgengilegur í tölvutæku formi.<br />

Stafrænt rannsóknarbókasafn (Rannsóknarbókasafn Íslands). Verkefnið byggir á<br />

því að gera vísinda- og fræðaiðkun auðveldari á Íslandi með því að auka aðgengi<br />

landsmanna að rafrænum gögnum, tímaritum og gagnasöfnum og með því að<br />

halda úti virkri og öflugri heimasíðu þar sem allir sem stunda fræðiiðkanir geti átt<br />

greiðan aðgang að því efni.<br />

Önnur atriði sem tekin voru fram í samningi þessum voru aðgengismál sem eru í<br />

góðu lagi í safninu bæði hvað varðar aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu<br />

sem í boði er og um aðgengi að húsinu sjálfu. Safnið hefur starfsmannastefnu og<br />

jafnréttisstefnu sem báðar voru settar árið 2004. Stefna Landsbókasafns í<br />

upplýsingatækni byggir á stefnu ríkisstjórnarinnar Auðlindir í allra þágu og stefnu<br />

menntamálaráðuneytisins Áræði með ábyrgð. Landsbókasafn nýtir upplýsingatækni<br />

í nær allri sinni starfsemi. Á árinu 2006 verður í fyrsta sinn unnið eftir<br />

þessum árangurssamningi og mun ráðuneytið fylgjast með verkferlum stofnunarinnar<br />

við að ná markmiðum samningsins.<br />

Rekstur<br />

Undanfarin ár hafa verið erfið í rekstri safnsins og gert er ráð fyrir að rekstrarhalli<br />

ársins <strong>2005</strong> verði um 25 m.kr. og stafar hann af uppgjöri vegna starfsmats<br />

og hæfnismats og auknum launagreiðslum vegna þess, og því að ritakaup fyrir<br />

Háskóla Íslands eru talsvert fram yfir það fé sem Háskólinn hefur lagt safninu til.<br />

Áætlað er að uppsafnaður halli í árslok verði um 55 m.kr. Heildarrekstrarkostnaður<br />

safnsins á árinu <strong>2005</strong> nam um 620 m.kr. Mannafli var í árslok <strong>2005</strong> alls um 88<br />

stöðugildi.<br />

Þjónusta<br />

Í Þjóðarbókhlöðu eru um 700 sæti fyrir þá sem vilja hafa afnot af gögnum safnsins<br />

með einum eða öðrum hætti. Á 3. og 4. hæð er almennt lesrými með 408 lessætum<br />

við borð (með eða án tölvu), þar af 20 sæti í hópvinnuherbergjum. Þar eru<br />

einnig rúmlega 80 lágsæti, sum við lágborð og sum í tón- og myndsafni.<br />

Lesrýmið er mest notað af nemum Háskóla Íslands og er því nýting eðlilega<br />

mest á próftímum. Einnig er góð nýting meðan kennsla stendur yfir. Í safninu eru<br />

28 lesherbergi sem safngestir geta fengið afnot af til ákveðins tíma. Mikil eftirspurn<br />

er eftir þessum herbergjum og eru þau nánast fullnýtt bæði á veturna og á<br />

sumrin. Alls höfðu 85 safngestir afnot af lesherbergi á árinu. Eitt lesherbergi er<br />

ætlað fötluðum og annað sjónskertum til almennrar notkunar. Þessum herbergjum<br />

er úthlutað í samvinnu við Námsráðgjöf HÍ, og eru þau samnýtt af fleiri en<br />

einum notanda í einu.<br />

Nýr vefur safnsins var opnaður 1. september. Hann hefur að geyma margvíslegar<br />

upplýsingar, annars vegar um safnið sjálft, hlutverk þess, fyrirkomulag og þjónustu,<br />

hins vegar um safnkostinn og aðgang að rafrænum gögnum. Vefurinn er<br />

unninn í vefumsjónarkerfinu Soloweb og Hadaya Design hannaði útlit hans.<br />

Vefstjóri safnsins er Ingibjörg Árnadóttir.<br />

Í upphafi vor- og haustmisseris voru kennarar Háskóla Íslands að venju hvattir til<br />

að panta safnkynningar fyrir nemendur sína. Einnig var tekin var upp sú nýjung<br />

að bjóða upp á stutt námskeið um einstök gagnasöfn og skrár, s.s. Gegni, Tdnet<br />

og ProQuest og þau auglýst á póstlistum nemenda. Haldin voru 10 slík námskeið<br />

á vormisseri og var aðsókn góð. Að öðru leyti voru safnkynningar með líku sniði<br />

og undanfarin ár, þ.e. frumkynningar fyrir nýnema og framhaldskynningar fyrir<br />

þá sem lengra eru komnir. Í frumkynningum er þjónusta og aðstaða í safninu<br />

kynnt ásamt Gegni og vef safnsins, en í framhaldskynningum er farið í helstu atriði<br />

heimildaleitar og einstök gagnasöfn eru kynnt. Gert var átak í því að kynna<br />

rafræn gögn á sviði verkfræði og kynna þjónustu safnsins varðandi heimildaleitir.<br />

Í kjölfarið komu þrír hópar í almenna kynningu og rafræn gögn í verkfræði voru<br />

kynnt í fjórum verkfræðistofum á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Námsbókasafn er safn bóka, ljósrita og annars efnis sem kennarar við Háskóla<br />

Íslands hafa óskað eftir að sé aðgengilegt nemendum í tengslum við tiltekin námskeið<br />

sem eru kennd við Háskólann. Það er einungis starfrækt að vetri til og er<br />

það á opnu rými á 4. hæð safnsins. Gögn námsbókasafnsins voru ýmist til notkunar<br />

á staðnum, á dægurláni, þriggja daga láni, vikuláni eða tveggja vikna láni.<br />

Alls voru skráð 196 námskeið, sem er það mesta sem skráð hefur verið á náms-<br />

238


ókasafn. Kennarar í hugvísindadeild og félagsvísindadeild nota námsbókasafnið<br />

áberandi mest og voru um 80% námskeiðanna kennd í þeim deildum. Útlán úr<br />

námsbókasafninu minnkuðu verulega og voru 1.426 á árinu (2.406 árið 2004).<br />

Færst hefur í vöxt að kennarar vilji hafa bækur á námsbókasafni aðeins til notkunar<br />

á staðnum. Þá hafa líka fleiri kost á því að lesa bækurnar en ef þær væru til<br />

að mynda til útláns í þrjá daga.<br />

Landsaðgangur að rafrænum gögnum<br />

Landsaðgangur að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum er upplýsingaveita fyrir<br />

Ísland og er aðgangur frá öllum tölvum á landinu sem eru tengdar um íslenska<br />

netveitu. Landsaðgangur að rafrænum gögnum hófst árið 1999 með aðgangi að<br />

Encyclopaedia Britannica og hefur vaxið mikið síðan. Landsbókasafn Íslands -<br />

Háskólabókasafn sér um aðganginn samkvæmt þjónustusamningi við menntamálaráðuneyti<br />

sem var undirritaður í desember 2002. Bókasöfn landsmanna bera<br />

hitann og þungann af þeim kostnaði sem eftir stendur en rannsóknarstofnanir og<br />

fyrirtæki taka einnig þátt. Innkaupanefnd sex sérfræðinga starfar með Landsbókasafni<br />

og er hlutverk hennar að ákveða hvort taka eigi upp nýja samninga,<br />

endurnýja eldri eða fella þá niður. Á árinu <strong>2005</strong> var unnin ný greiðsluskipting á<br />

kostnaði við rafrænu tímaritin sem eru í landsaðgangi. T.d. er skipting á milli háskóla<br />

byggð á ýmsum breytum s.s. nemendafjölda, fjölda akademískra starfsmanna,<br />

fjárframlaga hins opinbera og heildarveltu háskólanna. Nýja greiðsluskiptingin<br />

gildir fyrir árið 2006. Nánari upplýsingar um landsaðgang eru á vefsetrinu<br />

http://hvar.is<br />

Yfirlit yfir notkun á stafrænum gagna- og tímaritasöfnum árin 2004 og <strong>2005</strong><br />

Greinasafn Greinar sóttar í fullri lengd Breyting<br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Blackwell Synergy 56.120 52.515 6,9%<br />

Elsevier ScienceDirect 147.299 143.332 2,8%<br />

Karger Online 3.494 3.489 0,1%<br />

Morgunblaðið - greinar eldri en 3 ár 44.447 41.064 8,2%<br />

ProQuest 5000 235.002 259.514 -9,4%<br />

SpringerLink með Kluwer 15.805 23.094 -31,6%<br />

Samtals 502.167 523.008 -4,0%<br />

Gagnasafn Greinar sóttar í fullri lengd Breyting<br />

<strong>2005</strong> 2004<br />

Britannica 68.318 39.026 75,1%<br />

Grove Art 12.259 6.619 85,2%<br />

Grove Music & Opera 20.883 18.827 10,9%<br />

ProQuest LION 3.811 3.324 14,7%<br />

ProQuest Learning Literature 2.314 1.223 89,2%<br />

Samtals 107.585 69.019 55,9%<br />

Tilvísanasafn Leitir <strong>2005</strong> Leitir 2004 Mismunur<br />

Web of Science 111.783 107.258 4,2%<br />

Útlán<br />

Árið <strong>2005</strong> voru tölvuskráð útlán 67.236, þar af voru útlán úr námsbókasafni 1.426<br />

og tón- og myndsafni 1.688. Í útibúum safnsins voru útlán 1.655 og útlán alls voru<br />

því 68.891. Nemendur Háskóla Íslands tóku eins og fyrri ár flest rit að lán eða um<br />

65%, starfsmenn HÍ og safnsins um 13%, almennir lánþegar um 12% og aðrir háskólanemar<br />

um 6%. Lánþegar voru alls 6.105 í lok árs.<br />

Innheimta vanskilagagna<br />

Í október <strong>2005</strong> hóf safnið samstarf við Intrum á Íslandi um innheimtu vanskilagagna.<br />

Send voru út bréf til um 470 lánþega sem höfðu verið í vanskilum í allt að<br />

4 ár, þar sem þeim var kynnt breytt innheimtufyrirkomulag og gefinn 14 daga<br />

frestur til að gera upp við safnið. Í árslok höfðu 70% lánþeganna orðið við því.<br />

Framvegis mun Landskerfi bókasafna sjá um að senda Intrum lista yfir lánþega í<br />

vanskilum á tveggja mánaða fresti.<br />

Sýningar<br />

Margar sýningar, stórar og smáar, voru í safninu og er fjölbreytni þeirra mikil.<br />

Þessar voru helstar:<br />

239


• Sýning í tilefni 30 ára afmælis Kvennasögusafns Íslands 1975-<strong>2005</strong>, en<br />

Kvennasögusafn var stofnað hinn 1. janúar 1975.<br />

• Eitt hundrað ára ártíð Íslandsvinarins Daniels Willards Fiske. Haldin var<br />

sýning og boðið til fjölteflis í fyrirlestrarsal safnsins miðvikudaginn 26. janúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Menning og meinsemdir: Rýnt í bein, farsóttir, læknisfræði og lýðsögu Íslendinga.<br />

Hinn 15. febrúar <strong>2005</strong> var liðin öld frá fæðingu Jóns Steffensens, prófessors<br />

við læknadeild Háskóla Íslands og var af því tilefni efnt til sýningar og<br />

málþings til heiðurs Jóni Steffensen og konu hans Kristínu Björnsdóttur.<br />

• Meðan þú sefur. Myndlistasýning á verkum listakonunnar og barnabókahöfundarins<br />

Önju Theosdóttur.<br />

• Japönsk bókmenntaverk frá upphafi 8. aldar og allt til 20. aldar. Japönsk<br />

hjón, Eiko og Goro Murase, gáfu japönskuskor í hugvísindadeild Háskóla Íslands<br />

vandaðar og fallegar endurgerðir af japönskum bókum, bæði klassísk<br />

og nútíma bókmenntaverk sem varðveitt verða í safninu.<br />

• Tvær „fagrar sálir“. Tvær gestasýningar voru settar upp í maí, önnur um Jóhann<br />

Jónsson, skáld frá Ólafsvík og hin um Sigríði Jónsdóttur frá Vogum,<br />

móður Nonna, Jóns Sveinssonar, rithöfundar.<br />

• Forn Íslandskort og ferðabækur. Forn Íslandskort og ferðabækur voru sýndar<br />

í forsal þjóðdeildar.<br />

• Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Í tilefni af því að 400 ár<br />

voru liðin frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar, Skálholtsbiskups, var haldin<br />

ráðstefna og sýning helguð honum.<br />

• Bessastaðaskóli 1805-<strong>2005</strong>. Sýning um Bessastaðaskóla var sett upp í október,<br />

en árið <strong>2005</strong> voru liðin 200 ár frá stofnun skólans.<br />

• Spil og leikir. Á aðventu var sýning á jólaefni sem varðveitt er í þjóðdeild.<br />

Nýsköpun og þróunarverkefni<br />

Upplýsingatæknihópur greinir, þróar og innleiðir upplýsingatækniverkefni í safninu.<br />

Verkefnin eru ýmist þróuð innan safnsins eða unnin í samvinnu við aðra, einkum<br />

þjóðbókasöfn Norðurlanda. Þetta eru helstu verkefnin sem unnið hefur verið að:<br />

Þrjár heildarsafnanir á íslenska þjóðarléninu voru framkvæmdar á árinu. Stefnt<br />

er að því að safna í framtíðinni öllu íslensku efni á veraldarvefnum þrisvar á ári.<br />

Stærsta úrlausnarefnið er að ná til íslensks efnis utan .is þjóðarlénsins. Einnig<br />

var unnið að gerð samfelldrar vefsöfnunar. Þar munu valdir vefir vera í sífelldri,<br />

sjálfaðlagandi söfnun sem nær betur öllum þeim hreyfingum sem verða frá degi<br />

til dags. Stefnt er að því að slíkar safnanir verði komnar í gang 2006.<br />

Frá því að tilraunir með vefsöfnun hófust hefur verið stefnt að því að gera vefsafnið<br />

aðgengilegt. Unnið er að þróun hugbúnaðarins og verður fylgst með erlendri<br />

þróun og nýr hugbúnaður tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn.<br />

Unnið hefur verið að því að bæta textaleitarviðmót vefsins timarit.is. Einnig hefur<br />

hugbúnaður fyrir ljóskennsl (Optical Character Recognition), sem ljósles og býr til<br />

tölvutækan texta stafrænna mynda, verið uppfærður. Prófanir sýndu að nýrri útgáfa<br />

gaf umtalsvert betri árangur og verður allt efnið endurlesið. Stefnt er að því<br />

að á árinu 2006 verði búið að ljóslesa allt myndað efni.<br />

Þróaður var gagnagrunnur fyrir bréfasöfn ásamt skráningarviðmóti fyrir hann og<br />

forrit sem búa til og vinna með XML skjöl upp úr honum, byggð á EAD staðli.<br />

Einnig var búinn til mannanafnagrunnur með um 16.000 nöfnum sem lesinn var<br />

úr textaskjölum.<br />

Lögboðið er að safnið skuli gefa út Íslenska bókaskrá og kom hún síðast út á<br />

prenti árið 2003 fyrir árið 2001. Ákveðið er að framvegis verði eingöngu um vefaðgang<br />

að ræða. Verkefnið var skilgreint og lagður grunnur að útliti og virkni nýs<br />

vefs sem mun bera heitið Íslensk útgáfuskrá þar sem vefurinn nær yfir breiðara<br />

efni en bækurnar. Stefnt er að því að opna vefinn um mitt ár 2006.<br />

Viðskiptagrunnur tímarita gefur starfsmönnum yfirsýn yfir tímaritakaup safnsins.<br />

Tímarit eru keypt af mörgum aðilum og ýmis dreifingarfyrirtæki bjóða upp á tilboðspakka<br />

sem stundum innihalda sömu ritin. Viðskiptagrunnurinn á að geta á<br />

fljótlegan hátt sýnt starfsmönnum hvort ákveðin tímarit séu þegar keypt. Þá<br />

greiða margir aðilar fyrir aðgang að tímaritum og viðskiptagrunnurinn einfaldar<br />

mjög yfirsýn yfir það. Verið er að mata inn gögn um tímaritakaup safnsins.<br />

240


Samskipti Landsbókasafns og Háskóla Íslands<br />

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er skilgreint í lögum sem „sjálfstæð<br />

háskólastofnun með sérstaka stjórn og heyrir stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra“.<br />

Í grein um hlutverk og markmið safnsins er sagt að það sé „þjóðbókasafn<br />

og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er rannsóknarbókasafn sem skal<br />

halda uppi ávirkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sviði vísinda og fræða,<br />

stjórnsýslu og atvinnulífs“. Háskóli Íslands og safnið eiga þannig mikilla sameiginlegra<br />

hagsmuna að gæta.<br />

Hinn 18. ágúst 2004 var undirritaður samstarfssamningur milli Landsbókasafns<br />

og Háskólans varðandi ýmsa þætti þar sem hagsmunir stofnananna tveggja liggja<br />

saman. Samkvæmt samningnum eru helstu markmið hans fjögur:<br />

• Að vinna að uppbyggingu safnsins sem þekkingarveitu bæði almennt og á<br />

sérhæfðum sviðum í samráði við deildir Háskólans. Í því skyni er lögð sérstök<br />

áhersla á rafrænar áskriftir og rafræna miðlun upplýsinga.<br />

• Að tryggja aðgang nemenda og starfsfólks Háskólans að fræðilegu efni án<br />

tillits til búsetu.<br />

• Að tryggja öfluga notendafræðslu sem miði að upplýsingalæsi háskólanema<br />

og nái til allra deilda HÍ<br />

• Að styrkja safnið sem rannsóknarstofnun á sviði bókfræði og bókasafns- og<br />

upplýsingafræði, m.a. í samvinnu við bókasafns- og upplýsingafræðiskor félagsvísindadeildar<br />

HÍ<br />

Fyrstu samráðsfundir samstarfsnefndar voru haldnir á árinu en í nefndinni sitja<br />

Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu og Sigrún Klara<br />

Hannesdóttir, landsbókavörður. Til umræðu voru ýmis samskiptamál stofnananna<br />

svo sem afgreiðslutími safnsins, staða ritakaupamála, stefnumótun í málefnum útibúa,<br />

aðgangur annarra en nemenda HÍ að neti RHÍ svo dæmi séu tekin.<br />

Af öðrum tengslum milli stofnananna má nefna að tveir stjórnarmenn safnsins<br />

koma frá Háskóla Íslands og landsbókavörður á sæti á háskólafundum. Árið <strong>2005</strong><br />

voru haldnir þrír háskólafundir þar sem rædd voru mál sem ættu að snerta aðgengi<br />

háskólasamfélagsins að upplýsingum og bókasafnsþjónustu. Má þar nefna að rætt<br />

var um gæði meistara- og doktorsnáms við HÍ, um stefnumál Háskólans og einnig<br />

voru kynntar þrjár úttektarskýrslur sem unnar hafa verið um starfsemi Háskólans.<br />

Athygli vekur að bókasafn og upplýsingaþjónusta eru ekki nefnd í neinni af þessum<br />

skýrslum sem undirstaða undir rannsóknir, framhaldsnám og doktorsnám.<br />

Samstarf háskólabókavarða<br />

Bókaverðir á háskólabókasöfnum landsins hittast reglulega til að ræða sameiginleg<br />

málefni. Alls eru þetta 12 aðilar frá 10 stofnunum, þ.e. frá Kennaraháskóla Íslands<br />

(2), Háskólanum á Akureyri (2), Háskólanum í Reykjavík, Listaháskólanum í<br />

Reykjavík, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Tækniskólanum, Bifröst, Hvanneyri og<br />

Hólum auk landsbókavarðar. Á árinu voru haldnir þrír samráðs- og upplýsingafundir.<br />

Á fyrsta fundi kynnti Landsbókasafn tvö af verkefnum safnsins, þ.e. vefsöfnun<br />

og stafræna þjóðbókasafnið. Á öðrum fundi var viðfangsefnið landssamningar<br />

um rafræn tímarit og skipting á kostnaði á milli greiðenda. Á þriðja fundi<br />

var rætt um landsaðgang að tímaritum, um rafræna upplýsingaþjónustu og<br />

Skemmuna og Hlöðuna við Háskólann á Akureyri.<br />

Listasafn Háskóla Íslands<br />

Helstu verkefni og starfsemi<br />

Helstu verkefni forstöðumanns og stjórnar Listasafns Háskóla Íslands er að<br />

varðveita, byggja upp og kynna eftir föngum hina miklu og verðmætu listaverkaeign<br />

safnsins, svo sem með sýningarhaldi, en einnig með mótun heildrænnar<br />

stefnu í innkaupum nýrra verka, í samræmi við sérstöðu safns, safneign og<br />

sýningaraðstöðu. Samkvæmt stofnskrá Listasafns Háskóla Íslands er það hlutverk<br />

safnsins að sinna upplýsinga- og þjónustuhlutverki gagnvart þeim sem<br />

stunda rannsóknir á íslenskri myndlistarsögu. Safnið hefur í samræmi við það<br />

unnið að því á sl. árum að efla tengingu safns við rannsóknar- og kennsluumhverfi<br />

Háskóla Íslands, m.a. við nýtt nám í listfræði við hugvísindadeild. Safnið var<br />

stofnað árið 1980 í tilefni stórrar listaverkagjafar Ingibjargar Guðmundsdóttur og<br />

Sverris Sigurðssonar og fagnaði það því 25 ára afmæli árið <strong>2005</strong>.<br />

Sýningarhald<br />

Verk úr eigu Listasafns Háskóla Íslands er nú að finna á 32 stöðum innan háskólasamfélagsins<br />

og er skipt um uppsetningar reglulega.<br />

242


Nokkuð var um lán verka úr eigu safnsins á árinu á sýningar í öðrum opinberum<br />

listasöfnum.<br />

Rannsóknarsjóður Listasafns Háskóla Íslands<br />

Í byrjun júní <strong>2005</strong> fór fram fimmta úthlutun úr Rannsóknarsjóði Listasafns Háskóla<br />

Íslands en sjóðurinn hefur á sl. árum styrkt tólf rannsóknarverkefni á sviði<br />

íslenskrar myndlistarsögu. Rannsóknarsjóður Listasafns HÍ var stofnaður af<br />

Sverri Sigurðssyni árið 1999 og er honum ætlað að styrkja rannsóknir á sviði íslenskrar<br />

myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka svo og til birtingar á<br />

niðurstöðum slíkra rannsókna.<br />

Veittir voru tveir styrkir úr sjóðnum í árlegri úthlutun <strong>2005</strong>, hvor að upphæð kr.<br />

400.000. Þeir sem hlutu styrkina voru: Hrafnhildur Schram, listfræðingur, fékk<br />

styrk til dvalar í Danmörku til að rannsaka frumheimildir og taka viðtöl vegna<br />

bókar um listakonuna Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) og Viktor Smári Sæmundsson,<br />

forvörður, fékk styrk til að stunda rannsóknir á nafnskriftum (höfundarmerkingum)<br />

frumherja íslenskrar myndlistar, einkum þeim Sigurði málara<br />

Guðmundssyni, Þórarni B. Þorlákssyni, Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi S. Kjarval,<br />

Guðmundi Thorsteinssyni, Jóni Stefánssyni og Júlíönu Sveinsdóttur. Upphaf rannsóknanna<br />

má rekja til stóra falsanamálsins en styrkþegi hyggst safna áritunum<br />

frumherja íslenskrar myndlistar með ljósmyndun og efnagreiningum og gefa niðurstöðurnar<br />

út í ritgerð eða á bókarformi.<br />

Rannsóknaþjónusta<br />

Háskólans<br />

Almennt<br />

Markmið Rannsóknaþjónustu Háskólans er að styrkja tengsl Háskóla Íslands og<br />

atvinnulífs á sviðum rannsókna, nýsköpunar og hæfnisuppbyggingar. Tilgangur<br />

þessara tengsla er að veita íslensku atvinnulífi stuðning á sem flestum sviðum og<br />

styrkja um leið starfsemi Háskóla Íslands. Því eru viðskiptavinir Rannsóknaþjónustunnar<br />

bæði starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og aðilar úr íslensku<br />

atvinnulífi. Árið <strong>2005</strong> var 19. starfsár Rannsóknaþjónustunnar. Meðal viðfangsefna<br />

ársins voru margþætt þjónusta við starfsmenn Háskóla Íslands, áframhaldandi<br />

þjónusta í tengslum við evrópskt samstarf, rekstur tveggja hlutafélaga sem Háskóli<br />

Íslands á ráðandi hlut í. Auk þess var staðið fyrir samkeppni sem hvetur<br />

starfsfólk Háskóla Íslands til að sinna hagnýtingu á rannsóknaniðurstöðum.<br />

Starfsfólk og stjórn<br />

Í stjórn Rannsóknaþjónustu Háskólans sem var skipuð 20. desember 2001 og<br />

endurskipuð óbreytt 20. nóvember 2003, sitja sex fulltrúar: Þrír frá Háskóla Íslands;<br />

Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri, rannsóknasviði, formaður stjórnar,<br />

Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor og Ingjaldur Hannibalsson, prófessor og þrír<br />

fulltrúar atvinnulífsins; Davíð Stefánsson, ráðgjafi hjá KPMG, Guðrún Hálfdánardóttir,<br />

Morgunblaðinu og Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka-DNG.<br />

Ársverk Rannsóknaþjónustunnar og þeirra fyrirtækja sem hún rekur auk sértækra<br />

verkefna voru tæplega tólf árið 2004. Stöðugildi við sjálfa stofnunina voru<br />

átta og hálft og starfsmenn hjá hlutafélögum þrír.<br />

Ágúst H. Ingþórsson veitti stofnuninni forstöðu og Ásta S. Erlingsdóttir var staðgengill<br />

forstöðumanns auk þess að bera ábyrgð á Europass og INTRO verkefnum.<br />

Andrés Pétursson var skrifstofustjóri, en Stefanía G. Kristinsdóttir lét af störfum<br />

við Háskólann um mitt ár. Bjarni R. Kristjánsson sá um Evrópumiðstöð náms- og<br />

starfsráðgjafa. María K. Gylfadóttir stýrði tilraunaverkefnahluta Leonardó- áætlunarinnar<br />

og Þórdís Eiríksdóttir hafði sem fyrr umsjón með mannaskiptum Leonardó.<br />

Margrét Jóhannsdóttir var ráðin í fullt starf við Landsskrifstofuna, en hún<br />

hefur undanfarin tvö ár unnið í hlutastarfi. Sigurður Guðmundsson sá um þjónustu<br />

við áætlanirnar á sviði upplýsingatækni, sérstaklega sem landstengiliður fyrir<br />

upplýsingatækni í rannsóknaáætlun ESB. Eiríkur Bergmann Einarsson lét af<br />

störfum á árinu og var ekki ráðið í hans stað fyrr en í ársbyrjun 2006. Starfsmenn<br />

Tæknigarðs og Hússjóðs Tæknigarðs voru þær Ástríður Guðlaugsdóttir, Marta<br />

Matthíasdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir, en sú síðastnefnda hætti störfum undir<br />

lok ársins.<br />

243


Leonardó starfsmenntaáætlunin<br />

Stærsta einstaka verkefni Rannsóknaþjónustunnar er rekstur Landsskrifstofu Leonardó<br />

starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Sérstakur samningur er í<br />

gildi um rekstur skrifstofunnar og hefur hún stjórn sem í sitja fulltrúar menntamálaráðuneytis,<br />

aðila vinnumarkaðarins og framhalds- og háskólastigs. Framkvæmd<br />

Leonardó-áætlunarinnar gekk áfram mjög vel árið <strong>2005</strong>. Verkefnum<br />

tengdum Leonardó-áætluninni árið <strong>2005</strong> má skipta í þrennt:<br />

Í fyrsta lagi úthlutun styrkja til mannaskiptaverkefna. Nam heildarúthlutun ársins<br />

424.000 evrum, ríflega 30 m.kr., sem er hæsta úthlutun fram til þessa.<br />

Yfirlit yfir úthlutun til mannaskipta í Leonardó á árinu <strong>2005</strong><br />

Þátttakendur Fjöldi Samtals<br />

úthlutað<br />

í evrum<br />

Framhaldsskólanemar 72 134.100<br />

Stúdentar og nýútskrifaðir nemendur 64 146.920<br />

Kennarar og leiðbeinendur 118 142.980<br />

Í öðru lagi er úthlutun styrkja til tilraunaverkefna, en þar reyndust umsóknir sem<br />

sendar voru inn til Landsskrifstofunnar það góðar að þrjár af sex umsóknum<br />

fengu styrki. Auk þeirra verkefna sem talin eru upp hér að neðan og eru undir íslenskri<br />

verkefnisstjórn, eru íslenskir aðilar þátttakendur í mörgum þróunarverkefnum<br />

undir stjórn aðila frá öðrum löndum.<br />

Yfirlit yfir úthlutun til tilraunaverkefna í Leonardó á árinu <strong>2005</strong><br />

Verkefni Verkefnisstjórn Samtals<br />

úthlutað<br />

í evrum<br />

Building Bridges – menntun Landbúnaðarháskólinn 313.970<br />

kvenna í landbúnaði og stofnun<br />

á Hvanneyri<br />

tengsla- og þekkingarnets milli<br />

landsbyggðar og þéttbýlis<br />

The Value of Work – þróun aðferða Fræðslumiðstöð 394.390<br />

við mat á raunfærni<br />

atvinnulífsins<br />

eBusiness Community Model –þróun Verslunarmanna- 347.315<br />

námsefnis í rafrænum viðskiptum félag Reykjavíkur<br />

fyrir starfsfólk fyrirtækja<br />

Í þriðja lagi er rekstur Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar, sem er<br />

upplýsingamiðlun og samstarfsvettvangur sem Evrópusambandið styrkir með<br />

það fyrir augum að miðla evrópskri vídd og undirstrikar mikilvægi náms- og<br />

starfsráðgjafar, starfsþjálfunar og símenntunar í upplýsingasamfélagi nútímans.<br />

Rannsóknaáætlun Evrópusambandsins<br />

Sjötta rannsóknaáætlun ESB var í fullum gangi á árinu og gekk ágætlega að virkja<br />

starfsmenn Háskóla Íslands til þátttöku. Starfsmenn Rannsóknaþjónustunnar,<br />

sem eru sérstakir tengiliðir við áætlunina, höfðu í nógu að snúast við kynningar<br />

og aðstoð við umsækjendur.<br />

Kynningarstarf í tengslum við rannsóknaáætlunina er unnið í nánum tengslum<br />

við RANNÍS.<br />

Rannsóknaþjónustan hafði einnig með höndum stjórnsýslulega umsjón með Evrópuverkefninu<br />

ELSAGEN sem Siðfræðistofnun stýrir og lauk uppgjöri vegna þess á<br />

árinu. Á árinu hófst nýtt verkefni sem fékk styrk úr nýsköpunarhluta rannsóknaáætlunarinnar<br />

sem heitir INTRO. Þar er markmiðið er að miðla reynslu af svæðisbundnu<br />

samstarfi um þekkingaruppbyggingu milli Íslands, Írlands, Póllands og<br />

Lettlands. Rannsóknaþjónustan stýrir verkefninu sem er til tveggja ára.<br />

Hagnýting rannsóknaniðurstaðna<br />

Starfsmenn Rannsóknaþjónustunnar hafa starfað með Hugverkanefnd Háskóla<br />

Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúsi síðan nefndin var sett á laggirnar. Í<br />

upphafi árs tóku ný lög um uppfinningar starfsmanna gildi og breytir það réttarstöðu<br />

Háskólans gagnvart einkaleyfatækum rannsóknaniðurstöðum starfsmanna.<br />

Á árinu bárust nefndinni fyrstu erindin til afgreiðslu. Stærsta verkefni ársins var<br />

244


samkeppnin Upp úr skúffunum, sem haldin var í sjöunda sinn. Stuðningsaðilar<br />

verkefnisins voru A&P. Árnason, Tæknigarður hf. og rektor HÍ Vinningshafar voru<br />

valdir í október og þrenn verðlaun veitt að vanda. Fyrstu verðlaun hlaut verkefni<br />

sem nefnist Hugur og heilsa, en þar var Eiríkur Örn Arnarson, dósent í sálfræði<br />

við læknadeild HÍ, frumkvöðull. Tilgangur verkefnisins er að þróa heildrænt kerfi<br />

sem auðveldar starfsfólki í félags-, skóla- og heilbrigðisgeiranum að veita ungu<br />

fólki markvissa aðstoð til að koma í veg fyrir þunglyndi. Það er gert með því að<br />

meta áhættuþætti og veita ráðgjöf varðandi þau viðhorf og venjur sem síðar á lífsleiðinni<br />

geta leitt til þunglyndis.<br />

Rekstur hlutafélaga<br />

Rannsóknaþjónustan rekur tvö hlutafélög sem eru að hluta í eigu Háskóla Íslands.<br />

Rekstur Tæknigarðs hf. var með hefðbundnu sniði á árinu og var full nýting<br />

á því húsnæði sem til útleigu er og raunar skortur á húsnæði til leigu til fyrirtækja.<br />

Endurbótum var nokkuð sinnt á árinu, enda húsið orðið 17 ára gamalt og<br />

sett var upp ný móttaka á fyrstu hæð þar sem Reiknistofnun Háskólans er með<br />

þjónustuborð. Tækniþróun hf. á hlut í fjórum sprotafyrirtækjum og sátu starfmenn<br />

Rannsóknaþjónustunnar áfram í stjórnum þeirra. Hlutafé Tækniþróunar<br />

var aukið nokkuð á árinu, en stefnt er að því að auka það enn meira á næstu<br />

misserum þannig að fyrirtækið geti tekið virkan þátt í uppbygginu um 10 fyrirtækja<br />

á hverjum tíma.<br />

Neikvæð rekstrarafkoma en mikil umsvif<br />

Fjárhagslega gekk rekstur stofnunarinnar fremur erfiðlega á árinu <strong>2005</strong> og voru<br />

rekstrarútgjöld hærri en tekjurnar annað árið í röð. Erlendar tekjur urðu minni en<br />

vonir stóðu til bæði vegna gengisþróunar og þess að ekki komu til ný verkefni á<br />

árinu. Vandi stofnunarinnar liggur í því að væntingar umhverfisins um þjónustu<br />

eru miklar en tekjustofnar eru fáir og fastar tekjur takmarkaðar. Nauðsynlegt er<br />

að styrkja tekjustofna starfseminnar, sem ekki hafa hækkað í takt við verðlagsog<br />

launabreytingar og tryggja að stofnunin taki ekki að sér verkefni nema trygg<br />

fjármögnun liggi fyrir.<br />

Á heildina litið var árið <strong>2005</strong> viðburða- og árangursríkt í starfi Rannsóknaþjónustunnar<br />

og þeirra fyrirtækja sem stofnunin hefur umsjón með. Þau verkefni sem<br />

Rannsóknaþjónustan hefur tekið að sér að reka gengu almennt vel á árinu <strong>2005</strong>. Í<br />

árslok var verkefnastaða stofnunarinnar traust, búið að endurnýja þjónustusamning<br />

við Háskóla Íslands og tryggja verkefnin næsta árið. Á árinu 2006 mun ráðast<br />

hver verður hlutur Rannsóknaþjónustunnar og tengdra fyrirtækja í nýju umhverfi<br />

áætlana ESB og við uppbyggingu á Vísindagörðum sem vonir standa til að hefjist<br />

árið 2006.<br />

Breytingar í ytra umhverfi fela í sér tækifæri til enn betri þjónustu til sístækkandi<br />

hóps viðskiptavina. Starfsfólk og stjórn Rannsóknaþjónustunnar eru sammála um<br />

að líta á þær breytingar sem framundan eru sem tækifæri til framþróunar og<br />

vaxtar.<br />

Veffang Rannsóknaþjónustu Háskólans er www.rthj.hi.is<br />

Reiknistofnun Háskóla Íslands<br />

Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) sér um uppbyggingu og rekstur upplýsingakerfa<br />

og símnets Háskóla Íslands í umboði Háskólaráðs. Rekstur stofnunarinnar<br />

gekk vel á árinu <strong>2005</strong>. Fjárhagsleg afkoma var viðunandi miðað við miklar framkvæmdir<br />

sem lýst er hér að neðan. Í stjórn voru Þórður Kristinsson, stjórnarformaður,<br />

Fjóla Jónsdóttir, dósent í verkfræði, Guðmundur B. Arnkelsson, Gunnar<br />

Hjálmarsson, prófessor í raunvísindadeild og Sóley Bender, dósent í hjúkrunarfræðideild.<br />

Starfsemin<br />

Töluverð hreyfing var á starfmönnum RHÍ á árinu vegna spennu á upplýsingatæknimarkaðnum.<br />

Þeir sem hættu störfum hjá Netdeild voru Kristófer Sigurðsson<br />

og Pétur Berg Eggertsson, sem ekki kom aftur eftir leyfi. Hjá Notendaþjónustu<br />

Jón Elías Þráinsson, Úlfar Ellenarson, Jón Björn Njálsson og hjá Kerfisdeild<br />

Þór Sigurðsson. Valberg Lárusson, Þór Sæþórsson og Jóhann T. Maríusson unnu<br />

hjá stofnuninni í tímabundnum störfum. Nýráðningar voru að sama skapi nokkrar.<br />

Hjá Notendaþjónustu voru ráðin Hulda Helga Þráinsdóttir sem nýlokið hafði<br />

lokaprófi frá Kennaraháskólanum, Sigurður Jarl Magnússon sem nýlokið hafði<br />

lokaprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og Anil Thapa, M.Sc. tölvunarfræðingur,<br />

245


ættaður frá Nepal. Í Netþjónustu var ráðinn Ingimar Örn Jónsson. Í Kerfisdeild<br />

Anna Jonna Ármannsdóttir, B.Sc. verkfræðingur, og Jóhann B. Guðmundsson<br />

sem kerfisstjórar. Stofnunin skiptist í 4 deildir: Hugbúnaðarþróun, Kerfisþjónustu,<br />

Netdeild og Notendaþjónustu. Reiknistofnun hefur, þrátt fyrir sveiflukenndar<br />

breytingar, verið einstaklega lánsöm með starfsfólk og byggir á sterkum kjarna<br />

sem hefur þjónað Háskólanum dyggilega á liðnum árum. Nú starfa 25 manns í<br />

fullu starfi hjá RHÍ fyrir utan sumarfólk og verkefnafólk. Aukningin um tvo var<br />

vegna opnunar Þjónustuborðs í Tæknigarði sem er til mikilla bóta bæði fyrir viðskiptavini<br />

og starfsmenn Reiknistofnunar. Starfsmenn Reiknistofnunar koma einnig<br />

að rekstri Rhnets hf. (Rannsókna- og háskólanet Íslands) og sitja í stjórn<br />

Rhnets hf., Fsnets (Net Framhaldsskóla og símenntunarstöðva) og NORDUnet A/S<br />

(Samtenginet Norðurlanda) fyrir hönd Háskóla Íslands. Mjög þröngt er orðið um<br />

Reiknistofnunina sem hefur búið við sama húsnæði síðan 1989. Er nú ekkert<br />

pláss ónotað.<br />

Tvær þjónustukannanir voru gerðar, önnur meðal starfsmanna og hin meðal<br />

nemenda. Niðurstöður kannana voru síðan notaðar til að laga til það sem fundið<br />

var að, en útkoma stofnunarinnar var á öllum sviðum mjög góð.<br />

Hugbúnaðarþróun<br />

Notkun á Uglu var gríðarleg á árinu. Notendafjöldi Uglunnar á árinu <strong>2005</strong> var<br />

rúmlega 17 þúsund notendur hjá Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og<br />

Endurmenntun Háskóla Íslands. Um sumarið kom 5 milljónasta innskráningin í<br />

Ugluna. Á annatíma geta innskráningar verið upp undir 20.000 á dag. Að meðaltali<br />

þýðir þetta að allir nemendur, kennarar og starfsmenn Háskólans skrái sig<br />

inn tvisvar á dag. Jafnvel á rólegustu dögum ársins þegar engin kennsla er í<br />

gangi eins og til dæmis á sunnudegi um verslunarmannahelgi má sjá um 2.000<br />

innskráningar. Þessi mikli fjöldi innskráninga er góð vísbending um raunverulega<br />

notkun Uglu sem í dag er orðin órjúfanlegur hluti af Háskóla Íslands.<br />

Ný útgáfa af kennsluvefnum leit dagsins ljós í ágúst. Gerðar voru notendaprófanir<br />

á kennsluvefnum um vorið í tengslum við mastersverkefni við Tölvunarfræðiskor<br />

HÍ Í framhaldinu voru gerðar breytingar á kennsluvefnum til að gera viðmót kerfisins<br />

enn betra. Meðal nýjunga í kennsluvefnum er að nú er hægt að opna<br />

kennsluvefi fyrir almenningi, hægt er að afrita gögn frá fyrri kennsluvef, bóka- og<br />

nemendalisti er aðgengilegur, möguleika var bætt við fyrir kennara að kanna viðhorf<br />

nemenda og myndameðhöndlun var bætt. Ein stærsta breytingin var sú að<br />

upplýsingar um allt nýtt efni var tengt við forsíðu nemenda og kennara. Þannig er<br />

auðvelt að sjá í einu hendingskasti hvað er að gerast á kennsluvefjunum.<br />

Hafist var handa við fyrsta áfanga af stundatöflukerfi á árinu. Með kerfinu verður<br />

unnt að skipuleggja stundatöflur skólanna miðlægt. Hægt verður að birta stundatöflur<br />

fyrir nemendur, kennara og stofur í Uglunni. Í framhaldinu verður kerfið útvíkkað<br />

fyrir almennar stofubókanir, tölvuver og fundaraðstöðu innan skólanna.<br />

Þróun á hópavinnuvef hófst á árinu. Með hópavinnuvefnum verður auðvelt fyrir<br />

bæði starfsmenn og nemendur að stofna vefi fyrir ákveðin verkefni eða hóp þar<br />

sem hægt er að skiptast á upplýsingum. Á hópvinnuvefum verður meðal annars<br />

hægt að senda tilkynningar í tölvupósti, setja inn atburði á dagatal, hlaða inn<br />

skjölum og skiptast á skoðunum með umræðuþráðum. Hópavinnuvefurinn mun<br />

nýtast vinnuhópum hjá stjórnsýslunni, í rannsóknarverkefnum og hópavinnu<br />

nemenda svo einhver dæmi séu tekin.<br />

Fyrsta áfanga af vinnuskýrslukerfi var lokið á árinu. Tilgangurinn með kerfinu er<br />

að auðvelda uppgjör á vinnustundum kennara.<br />

Mikil vinna var unnin í þjónustukerfi Reiknistofnunar. Kerfið sér um að taka við<br />

þjónustubeiðnum og afgreiða þær eða að koma þeim í réttan vinnuferil. Annar<br />

stór þáttur í kerfinu er að sjá um að bókfæra alla vinnu og þjónustu í bókhald Háskólans.<br />

Með kerfinu munu viðskiptavinir Reiknistofnunar geta séð nákvæma<br />

reikninga fyrir þeirri þjónustu sem þeir eru skráðir fyrir.<br />

Kannanakerfi og eyðublaðakerfi fór í gang á árinu. Allir starfsmenn skólanna hafa<br />

aðgengi í kerfin og geta með auðveldum hætti sett upp rafrænar kannanir og<br />

eyðublöð.<br />

Fjármálaráðuneytið fékk nýlega vefrýnifyrirtækið Sjá til að taka út stöðu vefja opinberra<br />

fyrirtækja. Sjá bjó til gátlista sem fylltur var út fyrir hvern af þeim 246<br />

vefjum sem skoðaðir voru. Kannað var hvort tilteknir þættir vefvinnslu væru til<br />

246


staðar og unnin samantekt sem sýnir hversu mörgum þáttum vefurinn sinnir.<br />

Samantektin skiptist í þrjá þætti; almennar upplýsingar um stofnunina, rafræn<br />

þjónusta sem í boði er og niðurstöður þriggja gátlista um innihald vefsins, nytsemi<br />

hans og aðgengi að honum. Aðeins 3% vefjanna uppfylltu allar kröfur um<br />

rafræna þjónustu, en til þess þarf vefurinn að flýta fyrir afgreiðslu mála, bjóða<br />

uppá vefafgreiðslu og vera með fulla málsmeðferð mála. Með Uglu uppfylla vefir<br />

HÍ og KHÍ allar þessar kröfur. Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands þykja nú<br />

ásamt Ríkisskattstjóra, Tollstjóranum í Reykjavík, Garðabæ og Reykjavíkurborg<br />

hafa bestu rafrænu þjónustuna meðal opinberra vefja.<br />

Margt annað var unnið á árinu af hugbúnaðarþróun Reiknistofnunar. Of langt mál<br />

er að telja allt upp en meðal annars var sett upp miðlæg kjörskrá vegna rektorskjörs<br />

í Uglunni, umsóknarkerfi nýnema og árleg skráning var endurbætt, utanumhald<br />

námsleiða var sett upp í Uglunni og kerfi fyrir diplóma supplement sett upp.<br />

Notendaþjónusta<br />

Umtalsverð breyting hefur orðið á þjónustu við almenna notendur Reiknistofnunar<br />

á skömmum tíma. Fyrir rétt rúmu ári síðan var notendaþjónusta aðeins opin<br />

frá kl. 8-12 virka daga. Lokað var í hádeginu og eftir hádegi var ekki tekið við almennum<br />

beiðnum. Núna er þjónustuborð Reiknistofnunar opið alla virka daga frá<br />

8 til 4. Nýja þjónustuborðið hefur því leyst notendaþjónustuna af hólmi sem móttaka<br />

fyrir tölvuþjónustu innan Háskóla Íslands.<br />

Þjónustuborðið hefur stórbætt aðkomu háskólasamfélagsins að tölvuþjónustu<br />

þeirri sem stofnunin býður uppá. Nú þurfa nemendur ekki lengur að koma uppá<br />

aðra hæð inná skrifstofurnar og leita að lausum starfsmanni. Öll þjónustan er á<br />

einum stað og aðeins þau erindi sem þurfa að fara áfram eru send upp á aðra hæð.<br />

Gerð var þjónustukönnun á haustmánuðum, spurningarnar sem lagðar eru fyrir<br />

starfsmenn og nemendur eru hafðar eins á milli ára til að það sé hægt að bera<br />

saman niðurstöður á milli ára. Það var mjög ánægjulegt að sjá að á öllum sviðum<br />

hafði ánægja aukist með þjónustu RHÍ. Það er ekki síst þjónustuborði Reiknistofnunar<br />

að þakka hvað notendaþjónustan kom vel út.<br />

Á síðasta ári fengust tvær nýjar stöður samþykktar í notendaþjónustu til að<br />

manna þjónustuborðið og gekk vel að manna þær. Seinna á árinu kom hreyfing á<br />

mannskapinn, þrír hættu störfum og menn voru færðir til innan deildar. Við erum<br />

enn að reyna að fylla í skörðin sem mynduðust.<br />

Enginn nýr þjónustusamningur var gerður á árinu en nokkrir voru endurnýjaðir<br />

og lagaðir að breyttum þörfum. Þær einingar HÍ sem komnar eru með samning<br />

eru: Akademísk stjórnsýsla, Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, Endurmenntun<br />

HÍ, félagsvísindadeild, hjúkrunarfræðideild, hugvísindadeild, Hugvísindastofnun,<br />

læknadeild, lyfjafræðideild, lagadeild, Norræna eldfjallastöðin, Norræna<br />

húsið, Rannsóknaþjónusta HÍ, sjúkraþjálfun, tannlæknadeild, rektorsskrifstofa,<br />

verkfræðideild, raunvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild.<br />

Tölvuver RHÍ<br />

Árleg endurnýjun tölva átti sér stað í tölvuverum Árnagarðs 310, Haga og Odda<br />

102. Jafnframt var tölvum í tölvuveri Haga fjölgað úr 6 í 11. Reiknistofnun leggur<br />

áherslu á að vélbúnaður í tölvuverum verði ekki eldri en 3ja ára og er því u.þ.b.<br />

þriðjungur allra tölva í tölvuverum endurnýjaður árlega.<br />

Tvö ný tölvuver bættust við í þjónustu Reiknistofnunar á árinu. Þar er um að ræða<br />

tvö tölvuver sérstaklega ætluð nemendum við tölvunarfræðiskor, samtals 17 tölvur<br />

auk prentara. Tölvuverin eru staðsett í kjallara Endurmenntunarstofnunar.<br />

Fjórir nýir prentarar voru settir upp í tölvuverum á árinu, þar af einn sem er sérstaklega<br />

ætlaður fyrir prentun frá þráðlausu neti í VR-II.<br />

Tölvuver RHÍ eru staðsett í 11 húsum víðsvegar um Háskólasvæðið. Tölvuverið í<br />

Odda 301 er langmest notaða tölvuver RHÍ enda með glæsilegustu tölvuverum<br />

landsins. Í lok ársins <strong>2005</strong> voru tölvur í tölvuverum RHÍ 297 talsins og prentarar<br />

18. Tölvur í kennslustofum HÍ (í umsjón tölvuvera RHÍ) eru 99.<br />

Stöðugar uppfærslur eiga sér jafnan stað á stýrikerfi og hugbúnaði tölva í tölvuverum.<br />

Varð greinileg fjölgun beiðna um uppsetningar og uppfærslu hugbúnaðar.<br />

Árið <strong>2005</strong> bárust umsjón tölvuvera nálægt 200 slíkar beiðnir.<br />

247


Úrval notendahugbúnaðar í tölvuverum hefur aldrei verið fjölbreyttara. Sem dæmi<br />

má nefna „Open Source“ hugbúnað sem er nú að finna í öllum tölvuverum: GIMP<br />

2 (grafískt myndvinnsluforrit), R (tölfræðipakka), MiKTeX (Latex þýðanda),<br />

PDFCreator (PDF þýðanda) auk Mozilla Firefox vafra sem er að finna í flestum<br />

tölvuverum. Öryggisuppfærslur (e. Critical Updates) á stýrikerfi eru nú allar sjálfvirkar<br />

og eiga sér stað að næturlagi.<br />

Í lok ársins var hafin vinna við uppsetningu nýrra Windows 2003 netþjóna sem<br />

koma m.a. til með að þjóna tölvuverum Háskólans. Í ársbyrjun 2006 taka þeir við<br />

hlutverki eldri Windows NT 4.0 netþjóna sem þjónað hafa tölvuverum síðan 1997.<br />

Með tilkomu nýju netþjónanna auk Windows 2003 Active Directory verður mikil<br />

breyting á rekstri tölvuveranna sem gerir alla vinnu við uppfærslu og kerfisstjórn<br />

bæði fljótvirkari og hagkvæmari.<br />

Kerfisþjónusta<br />

Starfsemin í kerfisstjórn var með hefðbundnu sniði á árinu. Þjónusta við nemendur<br />

og starfsmenn var bætt á ýmsum sviðum og nýrri þjónustu komið á fót. Sem dæmi<br />

um nýja þjónustu má nefna prentun af þráðlaust tengdum fartölvum á prentara RHÍ<br />

og stækkun diskkvóta á heimasvæðum nemenda er dæmi um bætta þjónustu.<br />

Annar þáttur í starfsemi kerfisstjórnar sem unnið er að allt árið er stöðugt viðhald<br />

og þróun þeirrar þjónustu sem veitt er. Dæmi um það eru ruslpóstsía og vírusvörn<br />

í póstkerfinu. Stöðugt þarf að kenna þessum kerfum að finna nýja vírusa<br />

og ruslpóst og er það gert með góðum árangri og aðeins örlítið brot af ruslpósti<br />

sleppur í gegn og vírusar nær aldrei. Annað dæmi um þróun í kerfisstjórn er viðhald<br />

á þeim kerfum sem eru í rekstri. Þar má nefna uppfærslur á stýrikerfum og<br />

öðrum hugbúnaði. Það er núorðið gert þannig að notendur verða sem minnst<br />

varir við. Í þriðja lagi má nefna viðbætur eða endurnýjun vélbúnaðar. Það er líka<br />

gert þannig að það valdi sem minnstri röskun fyrir notendur og fer oft þannig<br />

fram að ný vél er sett upp við hlið gamallar og kerfi sem keyra á gömlu vélinni<br />

sett upp á þeirri nýju. Þegar það er búið er IP-tölum vélanna einfaldlega víxlað og<br />

það eina sem notendur verða varir við er hraðvirkari þjónusta.<br />

Stærsta breytingin á vélbúnaði á árinu <strong>2005</strong> var sú að keypt var svokölluð SANstæða.<br />

SAN er skammstöfun á Storage Area Network og byggir á því að aðskilja<br />

geymslurými frá netþjónunum sjálfum.<br />

Stæðan sem sett var upp hjá RHÍ er af gerðinni EMC CX500 og er nýtanlegt<br />

diskrými í henni rúmlega 8 TB (terabæti). Það ætti að duga fram á árið 2007 en<br />

eftir það er hægt að bæta viðdiskrými án mikillar fyrirhafnar, svo þessi stæða ætti<br />

að endast í nokkur ár í viðbót. Við þessa stæðu eru netþjónarnir síðan tengdir<br />

með ljósleiðurum og diskrými sem tilteknum netþjóni er úthlutað á stæðunni<br />

birtist honum eins og hver annar diskur. Hægt er að auka diskrými netþjóna eftir<br />

þörfum. Ekki veitir heldur af því enda er það reynsla RHÍ að disknotkun notenda<br />

eykst um 2/3 á hverju ári og hefur svo verið síðustu 10-15 ár.<br />

Netþjónusta<br />

Aðalverkefni Netdeildar árið <strong>2005</strong> var útskipting og uppsetning á þráðlausum<br />

sendum, alls var skipt út og fjölgað um u.þ.b. 60 senda og eru nú nær allir sendar<br />

fyrir þráðlausa kerfið af gerðinni CISCO AIRONET 1200 með G-staðli sem er 54<br />

Mbit/s og býður mismunandi aðgangsstýrikerfi. Sendum hefur verið fjölgað í nær<br />

öllum byggingum HÍ og þar af leiðandi hefur útbreiðsla netsins aukist verulega og<br />

á þetta sérstaklega við um byggingar verkfræðideildar, en þar var nauðsynlegt að<br />

fjölga sendum til að auka aðgengi að netinu þar sem tölvuver var lagt niður í VR-<br />

II. Er nú viðunandi útbreiðsla í flestum byggingum nema helst í Þjóðarbókhlöðunni<br />

þar sem nauðsynlegt er að fjölga sendum. Samhliða þessu var unnið í því að<br />

undirbúa að taka í notkun 802,1x aðgangsstýrikerfi sem mun auka mjög öryggi<br />

nettenginga og einnig gefa möguleika á því að RHÍ geti gerst aðili að svo kölluðu<br />

Eduroam kerfi sem er samræmt aðgangsstýrikerfi að þráðlausum netkerfum háskóla<br />

og rannsóknastofnanna í flestum Evrópulöndum og einnig í Ástralíu. Kerfi<br />

þetta býður uppá að aðeins er nauðsynlegt að vera skráður í eitt kerfi til þess að<br />

hafa aðgang að öllum þeim þráðlausu netkerfum sem rekin eru af háskólum og<br />

rannsóknarstofnunum í hverju landi sem aðild á að þessu kerfi.<br />

Á árinu var lagður nýr ljósleiðari milli Aðalbyggingar og Læknagarðs og einnig<br />

milli Tæknigarðs og Haga. Þetta eru svokallaðir Single Mode ljósleiðarar og koma<br />

þeir í stað ljósleiðara sem aðeins gátu flutt 100 Mbit/s á milli þessara húsa en<br />

flutningsgeta nýju ljósleiðaranna miðað við núverandi endabúnað verður 1 Gbit/s,<br />

og eru einnig bundnar vonir við að hægt verði hringtengja ljósleiðarakerfi HÍ og<br />

248


Kennitölur úr rekstri Reiknistofnunar Háskóla Íslands<br />

nóv. ’99 nóv. ’00 nóv. ’01 nóv. ’02 nóv. ’03 nóv. ’04 nóv. ’05 Hlutfallsleg<br />

breyting<br />

2004-<br />

<strong>2005</strong><br />

Notendur<br />

Skráðir notendur 8.228 9.450 9.671 11.128 12.546 12.976 13.759 6%<br />

Þar af nemendur 6.721 7.499 7.776 9.114 10.155 10.305 10.730 4%<br />

Notendur Unix véla 1.813 1.117 1.272 1.189 437 292 325 11%<br />

Tengingar Windows NT notenda við Unix 3.664 3.379 4.192 5.635 6.097 6.557 6.441 -2%<br />

HInet<br />

Skilgreind tæki 2.846 3.958 4.268 4.964 6.636 7.697 8.837 15%<br />

Í léni RHÍ 1944 2336 2.556 3.160 3.465 3.856 4.289 11%<br />

Tölvupóstur<br />

Fjöldi pósthólfa 7.026 7.538 8.224 9.920 12.546 12.976 13.759 6%<br />

Samanlögð stærð kerfispósthólfa (GB) 25 45 150 300 669 123%<br />

Fjöldi IMAP-tenginga (þús.) 815 1.750 3.353 4.350 6.387 47%<br />

Fjöldi IMAP-notenda 9.978 9.225 10.045 9%<br />

Fjöldi POP-tenginga (þús.) 1.221 1.363 1.792 1.542 1.358 -12%<br />

Fjöldi POP-notenda 4.517 1.452 979 -33%<br />

Diskarými<br />

Á netþjónum (GB) 194 351 437 1.668 2.158 3.450 4.911 42%<br />

Tölvuver<br />

Fjöldi tölvuvera RHÍ 13 13 13 13 18 18 18 0%<br />

Fjöldi tölva í tölvuverum RHÍ 207 208 209 209 270 282 297 5%<br />

Fjöldi tölva í þjónustu RHÍ 292 328 344 363 394 9%<br />

Innhringiaðgangur starfsmanna<br />

Innhringinotendur 752 880 850 630 406 248 134 -46%<br />

ADSL notendur 74 180 640 1.216 1.716 41%<br />

Flakkarar 168 257 383 518 652 26%<br />

Þráðlaus netkort 277 1.293 2.612 4.846 6.588 36%<br />

Notendur á stúdentagörðum 314 435 554 568 596 5%<br />

Póstlistar<br />

Fjöldi póstlista 163 183 108 123 137 11%<br />

Ugla<br />

Innskráningar 13.896 105.965 150.931 256.118 309.060 21%<br />

Síðuuppflettingar á dag 15.000 50.000 65.000 103.054 117.916 14%<br />

Fjöldi notenda 3.909 7.232 8.598 11.673 12.821 10%<br />

Meðalfjöldi innskráninga á hvern notenda 3,55 14,65 17,56 21,94 24,11 10%<br />

þar með auka verulega rekstraöryggi kerfisins. Þetta er áríðandi vegna væntanlegra<br />

framkvæmda við Háskólatorg sem mun hafa í för með sér mikið jarðrask á<br />

þeim svæðum þar sem margar lagnir HÍ eru í jörðu.<br />

Umræður fóru fram um hvernig RHÍ mun leysa tengingarmál við hina nýju Stúdentagarða,<br />

þá sem eru að rísa við Lindargötu og Barónsstíg. Engin endanleg tillaga<br />

er kominn fram um það mál, en áfram er unnið að lausn. Þetta er nokkuð<br />

snúið vegna staðsetningar þeirra utan háskólasvæðisins.<br />

Nýjar netlagnir voru lagðar í nokkur hús, þ.e. Ármúla 30, rannsóknarsetur í<br />

Sandgerði og einnig var bætt netsamband við Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði<br />

á Selfossi.<br />

Á árinu var tekið í notkun nýtt kælikerfi í vélarsal RHÍ. Kerfið sem samanstendur<br />

af 3 sjálfstæðum kæliskápum og kemur í stað kerfis sem þjónað hefur HÍ síðan<br />

1980 og var orðið mjög lasburða. Nýju kælikerfin eru þannig uppbyggð að allt viðhald<br />

og eftirlit er auðvelt með þeim og auðvelt verður að flytja þau ef ákveðið<br />

verður að Reiknistofnun fái nýtt húsnæði.<br />

249


Upplýsingaþjónusta<br />

Háskólans<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Markmið starfseminnar er að stuðla að hagræðingu í þekkingarstörfum með<br />

áherslu á nám og kennslu. Í samræmi við þetta hefur verið unnið að verkefninu<br />

Framleiðni í námi og fræðslu (FNF) frá árinu 1998 og nátengdri þróunarvinnu,<br />

undir yfirskriftinni Þekkingarnet. Starfslið U.H. var einn forstöðumaður í fullu<br />

starfi. Á árinu varð sú breyting að sú starfsemi sem gengið hefur undir nafninu<br />

Upplýsingaþjónusta HÍ var hætt. Starf forstöðumanns flyst í verkefni á vegum HÍ<br />

sem hlotið hefur nafnið Þekkingarnet. Á nafngiftin betur við um það starf sem<br />

unnið hefur verið allt frá árinu 1997 er skipt var um meginstefnu og áherslum<br />

beint að hagræðingu. Yfirstjórn þessa verkefnis er í höndum dr. Magnúsar Jóhannssonar,<br />

prófessors í læknadeild og forstöðumanns Rannsóknastofu í lyfjaog<br />

eiturefnafræði.<br />

Rannsókna- og þróunarstarf<br />

Rannsókna- og þróunarstarf á vegum stofnunarinnar var bundið við tvö verkefni:<br />

• Framleiðni í námi og fræðslu (FNF)<br />

• Þekkingarnet<br />

Framleiðni í námi og fræðslu<br />

Gagnabanki U.H. á sviði hagræðingar í menntamálum telur nú nálægt 10.000 síður.<br />

Rúmlega 47.000 tilvitnanir eru í þessi gögn á stærstu leitarvél heims, Google.<br />

Flest bendir til þess að hann sé orðinn stór á alþjóðlegan mælikvarða. Gagnabankinn<br />

nýtist m.a. til tafarlausra skriflegra svara um fjölmargt sem stuðlað getur<br />

að hagræðingu í menntakerfinu.<br />

Gögnin eru samnýtanleg á alheimsgrundvelli sem grunngögn fyrir kennslu og<br />

rannsóknir. Tilvist þeirra þýðir m.a. að spara má verulegan hluta þeirrar vinnu sem<br />

fer í að undirbúa fyrirlestra. Sú tölvutækni sem þróuð hefur verið við að byggja<br />

hann upp hefur hlotið mikið lof. Ljóst er af þessari þróunarvinnu U.H. að ná má<br />

mjög verulega bættri framleiðni víða í menntun miðað við það sem algengt er í dag.<br />

Hvað er Þekkingarnet?<br />

Þekkingarnet er skipulag sem byggir á verkaskiptingu fagfólks á tilteknu efnissviði<br />

við að fylgjast með þróun sviðsins og draga saman markverðar, hagnýtar<br />

upplýsingar og skrá þær í gagnabanka. Vinnan byggist á úrvali kjarnaatriða og<br />

niðurstaðna.<br />

Þetta verklag sparar tíma og fé. Grundvöllurinn er hraðvirkt (tölvuvætt) og<br />

gagnrýnið úrval meginatriða og niðurstaðna og víðtæk hagnýting þessa samþjappaða<br />

efnis. Kjarnaatriðin eru tengd megintexta á alsjálfvirkan hátt. Óþörfum<br />

margverknaði er eytt og framleiðni aukin.<br />

Unnið var á árinu að því að leggja drög að þekkingarneti á sviði rafmagns- og tölvuverkfræði<br />

í samvinnu við Marel hf., Landssímann, rafmagns- og tölvuverkfræðiskor<br />

o.fl. Byggður hefur verið upp viðamikill gagnabanki vefsíðna á þessu sviði.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Eins og komið hefur fram í eldri Árbókum HÍ voru verkefni U.H. og afrakstur þeirra<br />

kynnt með stöðugri upplýsingamiðlun til þátttakenda sem og margra annarra og<br />

að auki í útvarpsþáttum (Útvarp Saga og Talstöðin). Mest kynning fæst þó væntanlega<br />

með því að allt efni U.H. er opið og aðgengilegt á veraldarvefnum. Milli 10-<br />

30.000 síður þessa efnis eru skoðaðar dag hvern. Verkefni U.H. voru kynnt í stóru<br />

viðtali í Stúdentablaðinu 7. febrúar 2006.<br />

250


Brautskráningarræður<br />

háskólarektors<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólasamfélagið<br />

Ræða við brautskráningu í Háskólabíói 26. febrúar <strong>2005</strong><br />

Fyrr í þessum mánuði átti sér stað afar ánægjulegur viðburður í Hátíðarsal Háskóla<br />

Íslands. Rektor og formaður stjórnar Háskólasjóðs Eimskips, Björgólfur Thor Björgólfsson,<br />

undirrituðu viljayfirlýsingu um róttæka breytingu á rekstri sjóðsins. Felur<br />

breytingin í sér að ávöxtun af eignum sjóðsins verði varið til þess að veita styrki til<br />

stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands og einnig að sjóðurinn<br />

muni leggja fram 500 milljónir króna til byggingar Háskólatorgs.<br />

Ágætu kandídatar! Um leið og ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju<br />

með prófgráðuna langar mig til að segja ykkur frá því hvaða máli Háskólasjóður<br />

Eimskipafélagsins skiptir fyrir Háskólann. En fyrst langar mig til að fræða ykkur<br />

ofurlítið um umræddan sjóð. Það verður best gert með því að vitna til fréttar í<br />

Lögbergi - Heimskringlu frá 10. desember 1964 í tilefni þess að Grettir Eggertsson,<br />

helsti hvatamaðurinn að stofnun sjóðsins, hafði þá afhent rektor Háskóla Íslands<br />

hina höfðinglegu gjöf frá vestur-íslenskum hluthöfum Eimskipafélagsins:<br />

„Í rækilegri stofnskrá, sem hefir verið undirrituð fyrir hönd hinna vestur-íslenzku<br />

stofnenda ofangreinds sjóðs er það meðal annars tekið fram, að sjóðurinn sé<br />

stofnaður til minningar um alla þá Vestur-Íslendinga, sem hlut áttu að stofnun<br />

Eimskipafélags Íslands. [...] Höfuðtilgangur hins nýja „Háskólasjóðs“, sem hér<br />

hefir verið efnt til af svo miklum myndarskap og örlæti, er sá að stuðla að velgengni<br />

Háskóla Íslands og styrkja efnilega stúdenta til náms við þá stofnun. [...]<br />

Þegar Vestur-Íslendingar lögðu sinn ríflega skerf til stofnunar Eimskipafélagsins<br />

fyrir hálfri öld síðan, vildu þeir sýna þjóðrækni sína og tryggð við Ísland með því<br />

að styðja eitt af mestu velferðarmálum íslensku þjóðarinnar. Þann stuðning veittu<br />

þeir án þess að gera sér nokkrar vonir um hagnað. Það er af sömu óeigingirni,<br />

sem afkomendur brautryðjenda í íslenzkum siglingum hafa nú ákveðið að styrkja<br />

þá stofnun, sem um ókomin ár verður aðalstöð andlegrar og verklegrar menningar<br />

á Íslandi. [...]<br />

Vissulega fer vel á því, að Vestur-Íslendingar skuli hafa veitt Eimskipafélaginu og<br />

Háskóla Íslands jafndyggilegan stuðning og raun ber vitni. Fyrri stofnunin var ein<br />

af höfuðforsendum þess, að Íslendingar gætu endurheimt sjálfstæði sitt. Um hina<br />

stofnunina má segja, að hún sé sú menningarlega skjaldborg, sem við bezt<br />

treystum við varðveizlu þeirra erfða, sem réttlætt hafa Íslendingsnafnið í meira en<br />

þúsund ár.<br />

Sú ræktarsemi sem Vestur-Íslendingar sýndu okkur fyrst með því að safna fé til<br />

að tryggja samgöngur Íslands við umheiminn og því næst með því að safna fé til<br />

að stuðla að velgengni Háskóla Íslands, hinni menningarlegu skjaldborg landsins,<br />

er merkileg og mikilvæg. Hún á rætur sínar í ásetningi sem skiptir öllu máli í<br />

mannlegu samfélagi, nefnilega þeim að rækta tengsl við aðra af óeigingirni,<br />

fórnfýsi og framsýni. Þá er umhugsunarvert fyrir okkur að þegar Vestur-Íslendingar<br />

vildu heiðra minningu forfeðra sinna þá gerðu þeir það með því að stofna<br />

sjóð til að auka menntun Íslendinga og efla þjóðarháskóla þeirra og þar með andleg<br />

tengsl við umheiminn. Það á að vera okkur hvatning til að efla tengslin við<br />

frændur okkur og vini í Vesturheimi. Á undanförnum árum hefur verið unnið<br />

markvisst að því að styrkja samskipti fræðimanna í Háskóla Íslands og fræði-<br />

251


manna í Háskólanum í Manitoba í Winnipeg með þverfræðilegum ráðstefnum,<br />

sem haldnar eru til skiptis í Winnipeg og Reykjavík, en sú næsta verður haldin<br />

hér í Háskólanum dagana 17. til 19. mars næstkomandi.<br />

Nú vil ég, kandídatar góðir, gera ykkur grein fyrir þýðingu þess fyrir Háskóla Íslands<br />

að sjóðurinn verður héðan í frá nýttur annars vegar til að styðja við nemendur<br />

í rannsóknatengdu framhaldsnámi og hins vegar til að reisa Háskólatorg.<br />

Eins og flestum ef ekki öllum er kunnugt hefur það verið helsta kappsmál Háskóla<br />

Íslands á undanförnum sjö árum að efla meistara- og doktorsnám við skólann.<br />

Þetta hefur að mörgu leyti tekist vonum framar. Nemendur eru nú um 1.300 í<br />

meistaranámi, en um 140 í doktorsnámi. Tvennt hefur þó staðið þessari þróun<br />

fyrir þrifum, annars vegar geta Háskólans til að mæta óskum og væntingum<br />

nemenda um aðstöðu og hins vegar geta nemenda sjálfra til að kosta nám sitt.<br />

Eigi Háskóli Íslands að fá að vaxa og dafna eins og hann hefur alla burði til sem<br />

alþjóðlegur og alhliða rannsóknaháskóli í fremstu röð, þá þarf hann á stórauknu<br />

fé að halda til að bæta aðbúnað og kjör nemenda sinna og kennara. Breytingin á<br />

Háskólasjóði Eimskips er ekki aðeins mikilvægt skref í þessa átt, heldur einnig<br />

tákn um nýja tíma. Þjóðfélagið allt er að vakna til vitundar um gildi frjálsrar og<br />

skapandi þekkingarleitar og vill efla hana og auka. Sívaxandi áhugi alls þorra almennings<br />

á háskólamenntun er merki um hugarfarsbreytingu sem mun á næstu<br />

árum og áratugum valda róttækri endurskoðun á ríkjandi gildismati og veraldlegum<br />

lífsstíl. Í stað þess að einblína á veraldargildin eins og þau væru markmið í<br />

sjálfu sér, mun fólk í auknum mæli líta á peninga og völd sem tæki til að stefna<br />

að því að bæta mannlífið með því að auka þekkingu og þroska sem flestra.<br />

Ég veit að mörgum kann að þykja þetta óraunhæf framtíðarsýn. Þekking og<br />

þroski, vísindi og listir, menntun og fræði muni aldrei hljóta þann forgang í mannlífinu,<br />

sem hugsjónamenn láta sig dreyma um, vegna þess að veraldleg öfl og<br />

gæði ráði í reynd gangi mála í heiminum. Hin veraldlegu öfl einbeiti sér ekki að<br />

huglægum gæðum vísinda, lista og mennta vegna þeirra sjálfra, heldur í því skyni<br />

að tryggja eigin völd og áhrif. Sem dæmi nefna menn gjarnan að stuðningur við<br />

vísindalegar rannsóknir nú á dögum stafi fyrst og fremst af von um efnahagslegan<br />

ávinning.<br />

Ágætu kandídatar, síst skal ég bera á móti því að skammsýn og þröngsýn efnahagshyggja<br />

hafi tröllriðið heiminum alltof lengi. En það eru mörg teikn á lofti um<br />

að hún renni fyrr en varir skeið sitt á enda og að framsýnni og víðsýnni hugmyndafræði<br />

muni ryðja sér braut í veröldinni. Ástæðan er skýr: Okkur er að verða<br />

ljóst að bein og óbein áhrif menntunar, rannsókna og fræðistarfa á mannlífið eru<br />

miklu víðtækari, dýpri og varanlegri en við höfum viðurkennt til þessa. Þau varða<br />

mannlífið í heild sinni og alla þætti mannfélagsins. Lífsafstaða og lífsviðhorf nútímafólks<br />

bera æ meiri merki fræðilegrar hugsunar og yfirvegunar. Hvert einasta<br />

úrlausnarefni er skoðað í ljósi kenninga, greininga og hugmynda sem eru sóttar í<br />

smiðju fræðanna. Jafnvel lífsgátan kann að birtast í nýju ljósi. Við þurfum að endurhugsa<br />

sjálfan tilgang lífsins og hljótum að takast á við áleitnar spurningar um<br />

lífsskilyrði komandi kynslóða á jörðinni.<br />

Hér er allt komið undir því hvernig samskipti fólks mótast og þróast í framtíðinni.<br />

Vandinn og verkefnin sem blasa við eru sameiginleg okkur öllum og þess vegna<br />

skiptir svo miklu að við treystum samskipti okkar, vinnum saman og lærum hvert<br />

af öðru. Ég heyrði eitt sinn þeirri tilgátu varpað fram að námi háskólastúdenta<br />

mætti skipta í þrjá jafngilda þætti: það sem þeir læra af kennaranum, það sem<br />

þeir læra af samstúdentum sínum og það sem þeir læra af eigin pælingum í<br />

námsefninu. Þess vegna þurfa háskólanemar að vera mjög sjálfstæðir í námi<br />

sínu og um leið að vera í nánum tengslum við kennara og samstúdenta. Jafnframt<br />

lærir kennarinn af samneyti sínu við nemendur, ekki aðeins af því að setja<br />

efni sitt fram fyrir þá, heldur vegna þess að þeir örva hann með spurningum sínum<br />

og kröfum. Þess vegna verður ekki til háskóli sem rís undir nafni nema þar<br />

dafni öflugt og frjótt samfélag fræðimanna, nemenda og kennara, sem eru sífellt<br />

að læra hverjir af öðrum.<br />

Eitt höfuðeinkenni þessa samfélags er að það er í senn lokað og opið. Það er lokað<br />

í þeim skilningi að í hverri fræðigrein vinnur fólk í afmörkuðum hópum sem<br />

einbeita sér að tilteknum efnum sem verða sífellt sérhæfðari og þar með óaðgengilegri<br />

öðrum en innvígðum, þeim sem taka beinan þátt í fræðastarfinu. Það<br />

er opið í þeim skilningi að í öllu fræðastarfi á fólk að vera vakandi fyrir hugmyndum,<br />

kenningum og aðferðum sem eiga rætur sínar í öðrum fræðigreinum eða<br />

koma frá fólki sem stendur utan fræðasamfélagsins. Margar helstu uppgötvanir<br />

og uppfinningar sögunnar hafa einmitt orðið þegar fræðimenn hafa tengt saman<br />

253


hugmyndir og kenningar úr ólíkum áttum, stundum af hreinni tilviljun. Þess<br />

vegna er svo mikilvægt að skipulag háskólasamfélagsins sé þannig að það kyndi<br />

undir auknu samneyti fólks sem vinnur á ólíkum fræðasviðum og laði til sín allt<br />

áhugafólk um vísindi og fræði. Í stefnuræðu sem ég flutti 1998, réttu ári eftir að ég<br />

tók við embætti rektors, fjallaði ég um þetta með eftirfarandi orðum:<br />

„Þegar rætt er um uppbyggingu Háskóla Íslands, breytingar á starfsháttum og<br />

skipulagi, nýmæli og þróunarstarf verður að nefna eitt hagsmunamál allra sem<br />

vilja auka veg Háskólans og möguleika á að bæta þjónustu og samskipti bæði innan<br />

skólans og við almenning. Á háskólalóðinni þarf að rísa vegleg þjónustu- og félagsmiðstöð<br />

– menningarmiðstöð Háskóla Íslands – sem gefur tækifæri og tilefni til<br />

stóraukinna samskipta stúdenta, kennara og annars starfsfólks svo og allra sem til<br />

Háskólans koma. Ég kalla þennan þjónustukjarna „Háskólatorgið,“ því þangað ætti<br />

daglegt erindi stór hluti þeirra sex til sjö þúsund manna sem á svæðinu starfa<br />

[þetta var árið 1998, nú sjö árum síðar er þessi hópur orðinn um tíu til ellefu þúsund<br />

manns] og hann þyrfti því að vera miðsvæðis á háskólalóðinni.<br />

Meðal starfsemi í umræddum þjónustukjarna yrði: (1) bóksala; (2) banki; (3) veitingasala<br />

(kaffihús; matsalir); (4) salir fyrir samkomur, kynningar, fundi, sýningar og<br />

menningar- og listviðburði; (5) verslun eða litlar verslanir með nauðsynjavörum; (6)<br />

þjónusta við nemendur, svo sem vegna skráningar og námsráðgjafar; (7) loks þarf<br />

að vera í þessum kjarna aðstaða til margs konar heilsu- og líkamsræktar.<br />

Við fjármögnun Háskólatorgsins verður einnig að fara nýjar leiðir, því fé Happdrættisins<br />

dugar ekki lengur til að standa undir viðhaldi bygginga og þeim framkvæmdum<br />

sem hafa þegar verið hafnar. Þessi samkomustaður á að vera til<br />

marks um að Háskólinn er ekki aðeins sundurleit og margbrotin ríkisstofnun eða<br />

samsteypa ýmiss konar mennta- og rannsóknarfyrirtækja, heldur samfélag sem<br />

fólk leitar til hvaðanæva úr þjóðfélaginu til að fræðast og endurnærast af nýjum<br />

hugmyndum, kenningum, uppgötvunum og uppfinningum.<br />

Á Háskólatorginu á ekki aðeins háskólafólk að hittast, heldur allir sem áhuga<br />

hafa á því sem fram fer í Háskólanum og vilja leggja sitt af mörkum til hans.<br />

[....] Háskólinn þarf á húsi að halda sem stendur öllum opið sem til hans vilja<br />

koma. Þá fyrst þegar allur almenningur finnur að Háskólinn stendur honum opinn<br />

verður hann réttnefndur þjóðskóli, skóli sem þjóðin finnur að hún á og getur<br />

notið að eiga.“<br />

Undirbúningur Háskólatorgs hefur nú staðið í nokkur ár og því er einstaklega<br />

ánægjulegt að framlag Háskólasjóðs Eimskipafélagsins gerir Háskólanum kleift<br />

að hefja framkvæmdir við Torgið á næstunni með samþykki og stuðningi stjórnvalda.<br />

Fyrir þetta er ég afar þakklátur. Háskólatorgið mun tengja saman fjölmargar<br />

byggingar á háskólalóð austan Suðurgötu og síðan teygja sig vestur yfir hana<br />

og tengjast byggingum á þeim hluta lóðarinnar. Það mun ekki aðeins stórbæta<br />

aðstæður fjölda kennara og nemenda á hinum mörgu fræðasviðum skólans bæði<br />

til vinnu og félagslegra samskipta, heldur einnig verða vettvangur fyrir samneyti<br />

fólks úr öllum kimum samfélagsins sem lætur sig varða iðkun vísinda og fræða.<br />

Ég vona svo sannarlega, kandídatar góðir, að þið eigið eftir að verða virkir þátttakendur<br />

á þessu framtíðartorgi hugmynda og fræðilegra rökræðna sem rísa<br />

mun hér á háskólalóðinni. Þátttaka í samfélagi byggist á því að við erum hvert<br />

fyrir sig einstakar mannverur gæddar eigin vitund, vilja og sál. Þess vegna getum<br />

við skapað saman þennan merkilega veruleika sem við köllum „samfélag“ sem<br />

felst í því að deila hugsunum okkar og kjörum, áhyggjum okkar og áhugamálum.<br />

Hvert og eitt okkar verður að finna sína eigin leið til að taka þátt í sameiginlegum<br />

veruleika okkar. Stundum skundum við ánægð til fundar við hann, stundum finnst<br />

okkur hann yfirþyrmandi og ómögulegur. Þess vegna skiptir svo óendanlega<br />

miklu máli að við ræktum með okkur dygðir á borð við þær sem Vestur-Íslendingar<br />

sýndu með stuðningi sínum við stofnun Eimskipafélagsins árið 1914 og Háskólasjóðsins<br />

á árinu 1964. Óeigingirni, fórnfýsi og framsýni – sá ásetningur að<br />

láta gott af sér leiða – þetta er það sem mestu skiptir við mótun mannlegs samfélags.<br />

Um leið skiptir höfuðmáli hvað það er sem meðlimir samfélagsins hafa<br />

áhuga á og vilja sinna.<br />

Hér hefur háskólasamfélagið sérstöðu, sem ég vil, ágætu kandídatar, minna ykkur<br />

á að lokum. Það snýst nefnilega aðeins um eitt málefni og þetta eina málefni<br />

gefur háskólasamfélaginu einingu og kjölfestu – það er öflun, varðveisla og miðlun<br />

fræðilegrar þekkingar á öllu milli himins og jarðar. Þetta samfélag er í eðli<br />

sínu alþjóðlegt og höfðar til hverrar einustu hugsandi manneskju á jörðinni. Í<br />

þeim skilningi sameinar það okkur öll vegna þess að fræðileg þekking er í sjálfu<br />

254


sér sameign okkar allra og við getum öll átt hlutdeild í henni alveg eins og loftinu<br />

sem við öndum að okkur. Þess vegna mun háskólasamfélagið smám saman hafa<br />

æ meiri, dýpri og varanlegri áhrif á allt mannfélagið í framtíðinni. Háskólasamfélagið<br />

er það afl í heiminum sem getur sameinað menn og þjóðir ofar öllum<br />

þröngsýnum skammtímahagsmunum. Vald þess er fólgið í hugmyndum og kenningum<br />

sem knýja okkur sem hugsandi verur til að viðurkenna rök sannleika og<br />

réttlætis í mannlegum samskiptum.<br />

Góðir kandídatar! Um leið og Háskóli Íslands þakkar ykkur samfylgdina til þessa,<br />

er það von hans og trú að þið munið alla ævi halda áfram að vera virkir þátttakendur<br />

í háskólasamfélagi heimsins og leggja ykkur sífellt fram um að auka skilning<br />

ykkar á sjálfum ykkur og veröldinni.<br />

Páll Skúlason:<br />

Framtíð Háskóla Íslands<br />

Ræða við brautskráningu í Egilshöll 25. júní <strong>2005</strong><br />

„Við þetta tækifæri finst mér liggja nærri, að vjer reynum fyrst að gera okkur<br />

grein fyrir því frá almennu sjónarmiði, hvað háskóli eiginlega er eða á að vera,<br />

hvert sé markmið háskóla og starf, og hverja þýðingu slíkar stofnanir hafa fyrir<br />

þjóðfjelögin og alþjóð hins mentaða heims, og því næst að vjer snúum oss að<br />

þessum hvítvoðingi vorum, sem nú er í reifum, og hugleiðum, hvað Háskóli Íslands<br />

er nú, og hvað hann á að verða í framtíðinni.“<br />

Þannig mælti Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, í ræðu sem hann flutti<br />

við stofnun skólans 17. júní 1911. Hann gerði síðan grein fyrir þremur meginmarkmiðum<br />

háskólans sem hann sá fyrir sér. Fyrsta markmiðið er að leita sannleikans<br />

í hverri fræðigrein. Annað er að leiðbeina þeim sem eru í sannleiksleit,<br />

hvernig þeir eigi að leita sannleikans í hverri grein fyrir sig. Þriðja markmiðið er<br />

síðan að veita mönnum þá undirbúningsmenntun sem þeim er nauðsynleg til<br />

þess að geta tekist á hendur ýmis störf í þjóðfélaginu. Með orðalagi Björns er háskóli<br />

umfram allt „vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun.“<br />

Og hann bætir við: „Frjáls rannsókn og frjáls kensla er eins nauðsynleg fyrir háskólana<br />

og andardrátturinn er fyrir einstaklinginn. Landstjórnin á því að láta sér<br />

nægja að hafa eftirlit með því, að háskóla skorti ekki fje til nauðsynlegra útgjalda<br />

og að þeir fylgi þeim lögum sem þeim eru sett, enn láti þá að öðru leyti hafa sem<br />

frjálsastar hendur um starf þeirra og málefni.“ Þriðja markmiðinu – að mennta<br />

fólk til margvíslegra starfa – ná svo háskólarnir í krafti þess að þar blómstri<br />

fræðilegar rannsóknir og fræðileg kennsla. „Góðir háskólar,“ sagði Björn, „eru<br />

gróðrarstöðvar mentalífs hjá hverri þjóð sem er, sannkallaðar uppeldisstofnanir<br />

þjóðarinnar í besta skilningi. Út frá góðum háskólum ganga hollir andlegir<br />

straumar til hinna ungu mentamanna og frá þeim út í allar æðar þjóðarlíkamans.“<br />

Og þegar hann leit á hvítvoðunginn, hinn nýfædda Háskóla Íslands, var hann<br />

sannarlega vongóður: „Vjer höfum ástæðu til að vona, að háskólinn verði með<br />

tímanum gróðrarstöð nýs mentalífs hjá þjóð vorri, og sjá allir hve ómetanlegt<br />

gagn það getur orðið fyrir menningu vora og þjóðerni að hafa slíka stofnun hjer<br />

innanlands. Meira að segja viljum vjer vona, að háskólinn geti, þegar stundir líða,<br />

lagt sinn litla skerf til heimsmenningarinnar, numið ný lönd í ríki vísindanna, í<br />

samvinnu við aðra háskóla.“<br />

Nú eru liðin tæp hundrað ár frá því þessi orð voru mælt og hvítvoðungurinn er<br />

orðinn stálpaður unglingur sem er enn að vaxa að afli og visku og hefur látið til<br />

sín taka á ótal vegu í íslensku þjóðlífi og líka „numið ný lönd í ríki vísindanna“<br />

með merkum rannsóknum í ýmsum greinum.<br />

Ágætu kandídatar, um leið og ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju<br />

með prófgráðuna bið ég ykkur að hugleiða stöðu og þýðingu Háskóla Íslands í íslensku<br />

þjóðfélagi og í vísindasamfélagi heimsins í ljósi þessara orða fyrsta rektors<br />

Háskóla Íslands. Þau hafa verið Háskólanum leiðarljós frá upphafi, og ég held<br />

að allir rektorar Háskólans og raunar allir háskólamenn hafi litið svo á að starf<br />

þeirra væri að framfylgja þeirri hugsjón sem fram kom í ræðu hins fyrsta rektors.<br />

255


Þetta er í tuttugasta og fjórða sinn og jafnframt í síðasta skipti sem ég fæ að<br />

ávarpa og taka í hönd kandídata sem hafa brautskráðst frá Háskóla Íslands síðan<br />

haustið 1997, en þeir eru hvorki meira né minna en rúmlega níu þúsund talsins<br />

að meðtöldum ykkur sem nú eru brautskráð. Til samanburðar má geta þess að<br />

frá upphafi Háskólans fram til 1997 brautskráðust tæplega 16 þúsund kandídatar.<br />

Hver brautskráning hefur verið einstök hamingjustund, sannkölluð háskólahátíð,<br />

þar sem við fögnum mikilvægustu ávöxtunum af starfi Háskóla Íslands, menntaáfanga<br />

ykkar, kandídatar góðir, sem hafið lagt ykkur fram um að öðlast þekkingu,<br />

kunnáttu og skilning til að móta eigið líf og skapa um leið íslenska menningu og<br />

íslenskt samfélag. Fyrirrennarar ykkar eru hvarvetna að störfum í íslensku þjóðlífi<br />

og reyndar um allan heim og þið munuð, eins og þeir, bera hróður Háskólans<br />

út um byggðir landsins og hvert sem leiðir ykkar liggja um heiminn. Þið eruð<br />

stolt Háskólans og sýnið styrk hans og kraft. Þess vegna er ábyrgð ykkar líka<br />

mikil, örlög heimsins og ekki síst örsmárrar þjóðar eins og okkar ráðast öllu<br />

öðru fremur af þekkingu, kunnáttu og skilningi sem sprettur af fræðilegu námi og<br />

starfi. Þess vegna skiptir líka svo miklu að við gerum okkur ljóst og að öllum<br />

verði ljóst til hvers háskólar eru og hvernig þeir mega ná tilgangi sínum og rækja<br />

hlutverk sitt í þágu lífsins.<br />

Við byggjum furðulegan alheim þar sem óendanleikinn umlykur okkur á alla<br />

vegu. Víðáttur geimsins, örsmáar agnir efnisins og heilinn, þetta undursamlega<br />

verkfæri sem höfuðkúpa okkar geymir, en við skynjum samt aldrei, allt er þetta<br />

enn ofvaxið mannlegum skilningi, þótt vísindin séu sífellt að opinbera okkur ný<br />

sannindi um veruleikann. Mannshugurinn er sjálfum sér ráðgáta og eins og lokuð<br />

bók, þótt hann skapi sífellt nýjar og nýjar bækur um könnunarferðir sínar um<br />

lendur heimsins. Hver erum við sjálf, hver er þessi hugur sem knýr okkur áfram,<br />

hvert okkar fyrir sig á sinni einstöku, persónulegu vegferð, og okkur öll saman, í<br />

því skyni að reyna að skapa réttlátari, fegurri og betri heim? Háskóli Íslands er<br />

ekki aðeins hús og byggingar, heldur ósýnileg, andleg heild sem sameinar okkur<br />

í ákveðnum ásetningi og tilgangi og á sér sögulega tilveru handan okkar, hverfulla<br />

einstaklinga, sem eigum hlut í henni á hverjum tíma. Björn M. Ólsen og hópur<br />

annarra manna tók þátt í fæðingu þessarar andlegu heildar og þeir sáu hana<br />

sem hvítvoðunginn í háskólasamfélagi heimsins. Og á hverjum tíma hefur Háskólinn<br />

notið þess að fjöldi einstaklinga hefur verið reiðubúinn að fórna honum<br />

tíma sínum og starfsorku um leið og þeir hafa sótt til hans menntun og styrk sér<br />

til halds og trausts í óvissum heimi líðandi stundar. Þannig er Háskólinn í senn<br />

andlegt sköpunarverk allra þeirra hugsandi einstaklinga sem hafa gefið honum<br />

hluta af sjálfum sér með því að nema í honum og starfa og hann er sjálfstætt,<br />

andlegt afl sem knýr okkur til sameiningar og samstöðu sem kemur aldrei skýrar<br />

fram en á hátíðarstundu eins og þessari.<br />

Í hverju felst aflið sem gerir Háskólann að því sem hann er? Í hvaða skilningi<br />

sameinar það okkur? Kæru kandídatar, fræðileg svör við þessum spurningum<br />

skipta máli, en mestu máli skiptir þó að við svörum þeim í verki með þeirri stefnu<br />

og þeim áætlunum sem við framfylgjum í daglegum störfum og viðleitni okkar til<br />

að gera Háskóla Íslands að sífellt öflugra vísinda- og menntasetri. Og það hefur<br />

háskólafólk svo sannarlega gert á undanförnum árum með kraftmeiri uppbyggingu<br />

rannsókna og kennslu en dæmi eru um í sögu Háskólans.<br />

Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemi Háskólans sýnir glögglega að<br />

hann hefur náð ótrúlegum árangri í samanburði við erlenda háskóla miðað við<br />

þær aðstæður og þau fjárhagslegu skilyrði sem honum eru búin. Aflið sem knýr<br />

Háskólann hefur fyrir löngu sprengt utan af sér ramma þeirrar efnislegu umgjarðar<br />

sem honum er sett – hann er eins og kröftugur unglingur sem hefur vaxið<br />

uppúr fermingarfötunum.<br />

Þegar ég lít yfir farinn veg frá haustinu 1997 blasir við að starfsemi Háskólans<br />

hefur tekið stakkaskiptum. Nemendum í grunnnámi – það er til fyrstu prófgráðu<br />

– hefur fjölgað úr 5.400 í 7.600, en nemendum í framhaldsnámi – það er<br />

meistara- og doktorsnámi – hefur fjölgað úr 180 í um 1.400. Á sama tíma hefur<br />

fjölbreytnin í námsleiðum og rannsóknum aukist gífurlega. Árið 1997 voru 109<br />

námsleiðir við skólann, þar af 32 í meistara- og doktorsnámi. Námsleiðirnar<br />

eru nú orðnar 234, þar af 126 fyrir meistara- og doktorsnema. Fjölgun námsleiða<br />

stafar fyrst og fremst af því að Háskólinn hefur nýtt sér styrk sinn sem alhliða<br />

háskóli með því að auka samstarf ólíkra fræðasviða og gefa nemendum<br />

sínum kost á alls kyns nýmælum með samvali námskeiða og fræðigreina. Þetta<br />

hefur gefið einstaklega góða raun og sýnt hvernig unnt er að nýta betur tak-<br />

256


markað fjármagn til að auka fjölbreytni og mæta betur þörfum og væntingum<br />

nemenda og þar með þjóðfélagsins alls. Samhliða þessu hafa afköst kennara<br />

og fræðimanna Háskóla Íslands í rannsóknum aukist um ríflega 40% sem er<br />

hreint ótrúlegt.<br />

Þessi öfluga uppbygging í kennslu og rannsóknum sýnir að háskólafólk hefur lagt<br />

sífellt harðar að sér í fræðilegri þekkingarleit og þarfnast því æ meiri næringar og<br />

stuðnings til að ná markmiðum sínum. Samningar við ríkisvaldið um kennslu og<br />

rannsóknir sem gerðir voru á árunum 1999 til 2000 voru mikilvægur þáttur í<br />

þessari þróun og fylltu okkur, háskólafólk, mikilli bjartsýni á skilning og áhuga<br />

stjórnvalda á því að leggja enn meira af mörkum af almannafé til að efla Háskólann.<br />

Því miður reyndist sú bjartsýni ekki að öllu leyti á rökum reist. Samningurinn<br />

um eflingu rannsókna sem gerður var árið 2000 kvað á um að lokið yrði við<br />

annan hluta hans ári síðar og þá myndi ríkisvaldið tengja framlög til skólans við<br />

árangur í rannsóknum og rannsóknartengdu framhaldsnámi. Þessum hluta<br />

samningsins var því miður aldrei lokið eins og til stóð. Fjárveitingarvaldið virðist<br />

hafa litið svo á að sú uppbygging og efling rannsókna og rannsóknartengds náms<br />

sem ætti sér stað í Háskólanum væri of kostnaðarsöm miðað við burði ríkissjóðs.<br />

Viðbrögð embættismanna fjármálaráðuneytisins við nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar,<br />

sem lesa má um á heimasíðu ráðuneytisins, benda til skilningsskorts<br />

á því hvernig standa þarf að uppbyggingu öflugs alhliða rannsóknaháskóla.<br />

Háskóli Íslands hefur að sjálfsögðu kappkostað að halda sig innan þess fjárhagsramma<br />

sem honum hefur verið settur, en samanburðurinn við hliðstæða erlenda<br />

háskóla sem birtist í skýrslu Ríkisendurskoðunar sýnir á ótvíræðan hátt að Háskólinn<br />

þarf verulega aukin framlög til að gegna hlutverki sínu í þágu íslensks<br />

samfélags. Um staðreyndir eiga menn helst ekki að deila og það er mikilvæg<br />

staðreynd að Háskólinn þarf stóraukið fé til að sinna skyldum sínum og leggja<br />

grunn að aukinni menntun og rannsóknum sem er helsta forsenda þess að á Íslandi<br />

dafni blómlegt efnahags- og menningarlíf.<br />

Önnur staðreynd er sú að ávextir menntunar og rannsókna skila sér sjaldnast á<br />

stundinni, heldur á löngum tíma og þess vegna þarf að sýna framsýni og fyrirhyggju<br />

þegar lagt er á ráðin um uppbyggingu háskólastarfs með gæði í fyrirrúmi.<br />

Mestu vonbrigði mín í rektorsstarfi eru þau að ekki skuli hafa tekist að fá stjórnvöld<br />

til að leggja Háskólanum það lið sem hann nú þarf til að axla fyllilega<br />

ábyrgðina sem honum er falin lögum samkvæmt í íslensku þjóðfélagi. Ég hef átt<br />

góð samskipti við ráðherra og ráðamenn ríkisins alla mína rektorstíð og ég er<br />

sannfærður um að þeir vilja Háskóla Íslands vel og viðurkenna þýðingu hans fyrir<br />

íslenskt þjóðfélag. En ég hefði kosið, nú þegar ég læt af starfi rektors, að þeir<br />

hefðu lagt sig enn meira fram um að skilja og efla þá mikilvægu starfsemi sem<br />

Háskólinn stendur fyrir í þágu okkar allra.<br />

Háskóli Íslands er heild fræðimanna, kennara og nemenda sem hefur ekki annarra<br />

hagsmuna að gæta en að efla fræðastörf, menntun og rannsóknir. Og við lifum<br />

á tímum þar sem augu alls þorra almennings hafa opnast fyrir því að fræðileg,<br />

tæknileg og siðferðileg þekking er það sem mestu skiptir til að auka velferð<br />

og lífshamingju í heiminum. Þess vegna leikur ekki vafi á því í mínum huga að<br />

við Íslendingar eigum að leggja miklu meira af mörkum en við gerum nú til að<br />

skapa sem allra flestum skilyrði til að menntast og efla fræðilega hugsun sína.<br />

Veröldin kallar eftir vísindum og aukinni visku – hún brennur af þorsta eftir fræðilegri<br />

og tæknilegri getu og siðferðilegri visku til að takast á við öryggisleysið og<br />

óvissuna sem allt hugsandi fólk skynjar og finnur fyrir í hverfulli tilveru sinni.<br />

Að hugsa er meðal annars að hugleiða fortíðina, það sem orðið er. Það er líka að<br />

hugsa vel um það sem er hér og nú, og það er ennfremur að hugsa fyrir því sem<br />

kann að gerast. Hugleiðingin beinist helst að hinu liðna, umhyggjan að líðandi<br />

stund og fyrirhyggjan að framtíðinni. Vísindi og menntun miða að því að efla<br />

hugsun okkar, skapa henni styrk til að horfast ótrauð í augu við óvissu og efasemdir<br />

sem að okkur kunna að sækja. Eina leið mannsins til að laga sig að síbreytilegum<br />

aðstæðum er sú að auka og endurnýja hæfni sína og færni, sem sagt<br />

að menntast meira, menntast að nýju, endurmenntast – til þess að verða æ virkari<br />

þátttakandi í sjálfri sköpun veraldarinnar, nýsköpun heimsins.<br />

Það eru sannarlega, kandídatar góðir, mikil forréttindi að fá að taka virkan þátt í<br />

þeirri miklu þekkingarsköpun sem á sér stað í heiminum á okkar dögum. Og það<br />

er lífsnauðsyn hverju þjóðfélagi sem ekki vill daga uppi, staðna og verða<br />

gleymskunni að bráð að búa þegnum sínum sem allra best skilyrði til að menntast<br />

og þroskast sem andlega sjálfstæðir einstaklingar. Ég er ekki viss um að við<br />

Íslendingar höfum enn borið gæfu til þess að smíða það mennta- og háskóla-<br />

257


kerfi sem við þörfnumst til þess að verða fullgildir þátttakendur í þeirri heimsmenningu<br />

vísinda, tækni og siðferðilegrar visku sem veröld nútímans kallar eftir<br />

og krefst að verði að veruleika, eigi dagar mannkyns ekki að vera taldir fyrr en<br />

varir. Að ekki sé minnst á tilvist lítillar þjóðar eins og okkar sem þarf á öllum sínum<br />

styrk að halda, eigi hún að halda menningarlegu, stjórnmálalegu og efnahagslegu<br />

sjálfstæði sínu í samfélagi margfalt öflugri þjóða. Þess vegna er brýnni<br />

nauðsyn en nokkru sinni fyrr á því að við hlúum að Háskóla Íslands og hugsum<br />

fyrir því hvernig hann getur vaxið og þroskast og orðið fullvaxinn, alhliða og öflugur<br />

rannsóknaháskóli í háskólasamfélagi heimsins.<br />

Ágætu hátíðargestir!<br />

Það hefur verið spennandi ævintýri að fá að vera í forsvari fyrir Háskóla Íslands á<br />

mikilvægu skeiði á þroskabraut hans. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur og þá<br />

sérstaklega fyrir það að hafa fengið að skynja þann mikla og gefandi lífskraft sem<br />

stöðugt streymir frá nemendum og starfsfólki skólans á hverju sem gengur. Háskóli<br />

Íslands var í upphafi hvítvoðungur í háskólasamfélagi heimsins. Nú líkist<br />

hann þróttmiklum unglingi með mikinn metnað og háleita drauma.<br />

Um leið og ég þakka ykkur, kandídatar góðir, fyrir þátt ykkar í því að móta Háskóla<br />

Íslands, er ósk mín sú að þið leggið ykkar af mörkum svo draumar hans<br />

megi rætast.<br />

Páll Skúlason:<br />

Háskólahugsjónin<br />

Ræða við rektorsskipti í Hátíðasal 30. júní <strong>2005</strong><br />

Forseti Íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,<br />

frú Vigdís Finnbogadóttir, verðandi rektor, Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi<br />

rektorar, rektorar annarra háskóla, deildarforsetar, háskólafólk, aðrir góðir gestir.<br />

Háskólinn er okkur háskólafólki lifandi hugsjón. Ég hef mörgum sinnum freistað<br />

þess að lýsa þessari hugsjón í orðum og lagt mig fram um að vera henni trúr og<br />

jarðtengja hana í daglegum störfum og ákvörðunum sem háskólakennari og rektor.<br />

Því fer fjarri að ég telji að mér hafi tekist að gera hana að veruleika. Hugsjón er<br />

hugmynd sem í eðli sínu verður aldrei að veruleika, vegna þess að hlutverk hennar<br />

er einmitt að varpa ljósi á veruleikann og vera til leiðsagnar um það sem á að<br />

verða, það sem við þráum og trúum að mestu skipti fyrir framtíðina. Gildi hennar er<br />

því fyrst og fremst fólgið í því að segja okkur að hvaða leyti aðstæðum okkar sé<br />

ábótavant og hvað megi betur fara. Hugsjónin lýsir upp heiminn. Hún kallar okkur<br />

til sín, seiðir okkur og töfrar – og þess vegna eru margir á varðbergi gagnvart<br />

áhrifamætti hugsjóna, telja þær jafnvel háskalegar jarðbundinni skynsemi og til<br />

þess eins fallnar að leiða menn á villigötur. Þessu er ég öldungis ósammála. Hugsjónir<br />

krefjast rökræðu um markmið og leiðir og þegar þær brestur þá tekur við<br />

sérhagsmunabarátta þar sem menn láta órökstudda sannfæringu sína fyrir hinu<br />

eða þessu ráða gerðum sínum og hlusta lítt á hvað aðrir hafa að segja.<br />

Í fyrstu stefnuræðu minni, 5. september 1997, þegar ég tók við embætti rektors<br />

sagði ég að hugsjón Háskólans ætti sér tvær hliðar, önnur væri sú að öðlast sífellt<br />

meiri skilning á veruleikanum, hin beindist að sameiningu mannkyns í þekkingu og<br />

skilningi á heiminum og lífinu. Og ég sagðist jafnframt efast um að þessi tvíhliða<br />

hugsjón hefði náð að festa rætur í íslenskri menningu. „Við höfum verið,“ sagði ég,<br />

„svo upptekin við að hagnýta okkur nýja tækni og vísindi við uppbyggingu þjóðfélagsins<br />

að við höfum ekki haft tíma til að rækta sem skyldi undirstöðu þeirra, hina<br />

leitandi og skapandi hugsun vísinda og fræða.“ Og ég hét því einu að vera trúr þeim<br />

vilja sem vill að „Háskóli Íslands fái að þroskast og dafna sem sjálfstætt vísinda- og<br />

fræðasetur óháð duttlungum og sérhagsmunum tíðarandans.“<br />

Ég sagði síðan að meginviðfangsefnin væru af þrennum toga: Í fyrsta lagi að gera<br />

þjóðinni ljóst að til að lifa í þessu landi þyrfti að rækta miklu betur fræðilega<br />

hugsun, í öðru lagi að stjórnkerfi Háskólans yrði að verða skjótara til að taka á<br />

málum, og í þriðja lagi að efla yrði samvinnu háskólafólks og bæta starfsskilyrði<br />

þess. Og enn fremur að auka þyrfti samstarf við aðra skóla og yfirstjórn menntamála<br />

í landinu.<br />

258


Að því búnu nefndi ég þrjú verkefni sem þyrfti að sinna hið bráðasta: Uppbyggingu<br />

framhaldsnáms (þ.e. meistara- og doktorsnáms), málefnum starfsfólks og<br />

kynningu á starfsemi Háskólans.<br />

Í stefnuræðu sem ég flutti ári síðar, haustið 1998, eftir eins árs reynslu af rektorsstarfi,<br />

gerði ég svo miklu ítarlegri grein fyrir háskólahugmyndinni, yfirvofandi<br />

breytingum á rekstri og stjórn Háskólans með nýjum samningum við stjórnvöld<br />

og nýrri lagasetningu, margvíslegum nýmælum í starfi skólans, áformum um Háskólatorg<br />

og kjarnanum í starfsmannastefnu Háskólans ásamt miklum og auknum<br />

væntingum sem íslenskt þjóðfélag og almenningur bindur við starfsemi skólans,<br />

ekki síst til að auka lýðræði og málefnalega umræðu.<br />

Þegar ég nú lít til baka yfir þau átta ár sem ég hef fengið að vera í forsvari fyrir<br />

uppbyggingu Háskólans er það mér gleðiefni að sjá að flest af því sem ég fjallaði<br />

um í þessum fyrstu stefnuræðum hefur náð fram að ganga. Í þessu sambandi er<br />

rétt að geta þess að öflugur samhljómur var í málflutningi frambjóðenda til rektorskjörs<br />

árið 1997. Sá samhljómur bar vott um mikla samstöðu meðal háskólafólks<br />

um það sem gera þyrfti til að byggja upp Háskólann. Segja má að háskólasamfélagið<br />

hafi sammælst um að fela nýjum rektor að tala fyrir tilteknum málum.<br />

Hér ber hæst áherslu á uppbyggingu framhaldsnáms. Frá árinu 1998 hefur<br />

meistara- og doktorsnám eflast mjög og afköst í rannsóknum stóraukist. Þetta<br />

eru merkustu nýmælin í háskólastarfi á Íslandi frá því um 1970 þegar fjöldi nýrra<br />

greina var tekinn upp til BA-prófs í Háskólanum. Með mótun meistara- og doktorsnáms<br />

hefur Háskóli Íslands tekið stakkaskiptum og lagt grunn að eiginlegu<br />

þekkingarsamfélagi á Íslandi. Þessi þróun hefur mikil og margvísleg áhrif á efnahags-<br />

og menningarlíf þjóðarinnar og ekki síst á starfsemi annarra háskólastofnana<br />

í landinu. Samhliða þessu hafa mörg nýmæli verið tekin upp og veigamiklar<br />

breytingar orðið í starfsemi skólans. Auk uppbyggingar meistara- og doktorsnáms<br />

læt ég nægja að nefna þrennt sem ég tel sérstaklega þýðingarmikið. Í fyrsta<br />

lagi tilkomu háskólafundar í stjórnkerfi Háskólans, en hann er samráðsvettvangur<br />

deilda og stofnana og hefur átt mestan þátt í skipulegri stefnumótun og<br />

áætlanagerð innan skólans að undanförnu. Starf fundarins hefur gegnt lykilhlutverki<br />

í því að efla og treysta samstöðu og samstarf háskóladeilda og háskólastofnana.<br />

Í öðru lagi vil ég nefna ákvörðun um byggingu Háskólatorgs sem mun<br />

gjörbreyta aðstæðum og starfsumhverfi háskólafólks og gesta Háskólans og<br />

treysta enn frekar samstöðu og samstarf innan skólans. Í þriðja lagi nefni ég fjölbreytt<br />

og öflugt kynningarstarf sem unnið hefur verið í Háskólanum, en sterk vísbending<br />

um árangur þess er sú staðreynd að traust þjóðarinnar til Háskóla Íslands<br />

hefur vaxið úr 75% árið 1997 í 86% á þessu ári. Þetta jákvæða viðhorf þorra<br />

almennings til starfsemi Háskólans er að sjálfsögðu afar dýrmætt.<br />

Þá er einnig ærið tilefni til að ræða þær gagngeru breytingar sem orðið hafa á<br />

ytra umhverfi og aðstæðum Háskólans á síðustu árum, ekki síst með tilkomu<br />

nýrra háskóla sem ekki eru hugsaðir eða reknir á sömu forsendum og Háskóli<br />

Íslands. Þetta tengist háskólahugsjóninni sem ég gerði að umtalsefni í upphafi.<br />

Ljóst er að hver háskóli hlýtur að fylgja henni á sinn hátt og skilgreina hlutverk<br />

sitt miðað við aðstæður sínar og sérstök verkefni. Kennaraháskóli Íslands, Listaháskóli<br />

Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa eins og nöfnin bera með sér<br />

hver sitt sérstaka hlutverk, Háskólinn á Akureyri ákvað snemma að svara sérstaklega<br />

þörfum og kalli landsbyggðarinnar, Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaháskólinn<br />

á Bifröst hafa hvor með sínum hætti skilgreint hlutverk sitt með hliðsjón<br />

af sértækum þörfum atvinnu- og efnahagslífsins, og Hólaskóli, sem er í senn<br />

yngsti og elsti háskóli landsins, fer eigin leiðir í ljósi menningarlegrar og sögulegrar<br />

sérstöðu sinnar. Ég tel miklu skipta að allir sem trúa á gildi vísinda og<br />

fræða fyrir íslenskt samfélag sameinist um að efla háskólasamfélagið á Íslandi<br />

sem eina heild. Í þeim anda undirrituðu rektorar íslenskra háskóla sameiginlega<br />

yfirlýsingu um forsendur og frelsi háskóla í Hátíðarsal Háskóla Íslands 15. júní sl.<br />

Í upphafi hennar segir:<br />

„Hlutverk háskóla er að skapa skilyrði til frjálsrar þekkingarleitar, -sköpunar,<br />

-varðveislu og -miðlunar á sviði vísinda, fræða og lista. Með starfsemi sinni þjóna<br />

þeir fræðunum og langtímahagsmunum samfélagsins.<br />

Háskólar miðla þekkingu til samfélagsins og efla einstaklinga til þroska og sjálfstæðis.<br />

Þeir eru vettvangur gagnrýninna vinnubragða og öflunar og úrvinnslu<br />

nýrrar þekkingar. Í þeim mætast straumar alþjóðlegra hugmynda og í ljósi þeirra<br />

er menningararfur rannsakaður, varðveittur og efldur.<br />

259


Háskóli er samfélag þar sem menn geta óhræddir rætt á gagnrýninn hátt um<br />

hvaðeina sem leitar á hugann.“<br />

Í yfirlýsingunni er síðan fjallað nánar um nokkur grundvallargildi háskólastarfs<br />

svo sem akademískt frelsi, stjórnun og ráðningu starfsmanna, fjárhagsleg skilyrði<br />

og jafnrétti til náms. Með þessari yfirlýsingu eru sköpuð skilyrði fyrir aukinni<br />

samvinnu háskólanna og ekki síst að þeir sameinist um að hafa gæði menntunar<br />

og rannsókna í fyrirrúmi. Sú hraða þróun sem orðið hefur í starfsemi háskóla<br />

getur því miður bitnað á gæðum þeirra, en það eru að sjálfsögðu sameiginlegir<br />

hagsmunir allra að svo verði ekki, heldur einmitt að gæðin aukist og beri æ betri<br />

ávöxt fyrir þjóðfélagið.<br />

Háskóli Íslands hefur mikla sérstöðu, ekki aðeins meðal annarra háskóla heldur<br />

meðal opinberra stofnana landsins og meðal háskóla heimsins. Sérstaða hans<br />

meðal háskóla heimsins er sú að hann fékk það hlutverk í vöggugjöf að efla sjálfstæði<br />

Íslands, menningarlegt, stjórnmálalegt og efnahagslegt. Örfáir aðrir háskólar<br />

í heiminum bera nafn lands síns en enginn þeirra fékk sambærilega köllun í vöggugjöf.<br />

Um leið og ég segi þetta er að sjálfsögðu rétt að geta þess að margir háskólar<br />

19. og 20. aldar gegndu lykilhlutverki í mótun þjóðríkja í Evrópu. Fylki í Bandaríkjunum<br />

og Kanada kappkostuðu einnig að setja á laggirnar háskóla til að efla<br />

sjálfsmynd sína og uppbyggingu samfélagsins á hverjum stað. Háskóli Íslands<br />

verður til í anda þessara hugmynda og sú staðreynd að hann var stofnaður á fæðingardegi<br />

Jóns Sigurðssonar, sjálfstæðishetju Íslands, segir allt sem segja þarf um<br />

djúpstæð tengsl Háskólans við hugmyndina um sjálfstæði Íslendinga.<br />

Þetta er hugmyndin á bak við Háskóla Íslands sem þjóðskóla, skóla allra landsmanna.<br />

Ég hef orðið var við efasemdir um þessa þjóðskólahugmynd. Sú skoðun<br />

hefur heyrst að hún stangist jafnvel á við hugmyndina um Háskóla Íslands sem<br />

alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Þetta er misskilningur sem brýnt er að leiðrétta.<br />

Með því að eflast sem rannsóknaháskóli dregur Háskólinn ekki úr viðleitni sinni<br />

til að þjóna þjóðinni og vera henni sem aðgengilegastur. Öðru nær: Þannig kemur<br />

hann einmitt til móts við óskir hennar og dýpstu þarfir. Kjarni málsins er sá að<br />

Háskóli Íslands getur ekki axlað ábyrgð sína sem þjóðskóli nema með því að<br />

verða alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Þessi hugsun hefur verið eins og rauður<br />

þráður í öllum málflutningi háskólamanna frá upphafi til þessa dags. Og núna er<br />

Háskólinn að stíga sín fyrstu spor sem alhliða rannsóknaháskóli í flestum greinum<br />

fræða og vísinda. Grundvallarhvatinn er sú köllun að efla íslenskt samfélag<br />

með auknu fræðastarfi – og því fylgir að styrkja vitund okkar um gildi þess að<br />

vera Íslendingur, þann vanda og þá vegsemd sem því fylgir, svo vitnað sé óbeint<br />

til orða tveggja merkra prófessora Háskóla Íslands, þeirra Sigurðar Nordals og<br />

Gylfa Þ. Gíslasonar. Um leið og menningarbundin köllun Háskóla Íslands er nefnd<br />

er rétt að hafa í huga að hún er öldungis óháð þjóðernishyggju og jafnframt að<br />

hver einstaklingur hlýtur að bregðast við henni á sinn hátt.<br />

Sérstaða Háskóla Íslands meðal annarra stofnana landsins blasir við. Hlutverk<br />

hans hefur verið að sjá til þess að þær hefðu ávallt á að skipa vel menntuðu og<br />

hæfu starfsfólki. En sögulega séð er skýrasta dæmið um sérstöðu Háskólans<br />

vafalaust tilkoma Happdrættis Háskóla Íslands árið 1934. Happdrættið hefur ekki<br />

aðeins tryggt Háskólanum fé til að reisa byggingar sínar og kaupa rannsóknatæki,<br />

heldur hefur það skapað honum mikið sjálfstæði við uppbyggingu sína,<br />

meira sjálfstæði en nokkur önnur opinber stofnun í landinu hefur notið og meira<br />

sjálfstæði en nokkur háskóli í nágrannalöndum okkur. Þetta sjálfstæði er Háskólanum<br />

afar dýrmætt, en stundum hefur hvarflað að mér að það hafi líka átt þátt í<br />

að torvelda samskipti Háskólans við ráðuneyti og ráðamenn og jafnvel orðið til<br />

þess að menn hafi séð ofsjónum yfir sjálfstæði Háskólans og talið hann vera í<br />

sérhagsmunabaráttu rétt eins öflugt einkafyrirtæki sem hugsar um það eitt að<br />

hámarka gróða sinn. Og ef við þetta bætist að menn telja sig verða vara við<br />

„menntahroka“, að háskólafólk hreyki sér af þekkingu sinni og menntun, þá er<br />

hætt við að afstaða manna og viðhorf til Háskólans geti orðið harla neikvæð.<br />

Svar mitt við þessu er einfalt. Ég tel mestu skipta að öllum sé ljóst að Háskóli Íslands<br />

hefur ekki aðra hagsmuni en þá að efla fræðastörf, menntun og rannsóknir<br />

á Íslandi. Einstaka starfsmenn Háskólans kunna stöku sinnum að vera í „einkaerindum“,<br />

ef svo má að orði komast, og horfa þá framhjá hagsmunum Háskólans.<br />

En ég þekki afar fá dæmi þess. Trúmennska starfsfólks skólans við háskólahugsjónina<br />

hefur mér fundist vera afar rík og rótgróin hvarvetna í deildum, stofnunum<br />

og stjórnsýslu skólans. Og hugsjónin er sú að hámarka fræðilega, tæknilega<br />

og siðferðilega þekkingu í þágu íslensks samfélags. Það er ágóðinn sem að er<br />

stefnt í háskólastarfinu.<br />

260


Ég neita því ekki að menntahroki gerir stundum vart við sig. Fræðileg menntun og<br />

þekking hefur okkur ekki yfir aðrar manneskjur og hendi okkur að halda það afhjúpar<br />

það aðeins vanþroska okkar og vanþekkingu. Því miður getur komið fyrir<br />

okkur öll að vera drambsöm – hvort sem við erum skólagengin eða ekki – en vera<br />

má að langskólagengið fólk sé í meiri hættu en aðrir fyrir slíku. Kannski ættum við<br />

háskólamenn að fara daglega með tvær vísur Stephans G. Hin fyrri hljóðar svo:<br />

„Hámenntaða virðum vér<br />

vora lærdómshróka,<br />

sem eru andleg ígulker<br />

ótal skólabóka.“<br />

Um leið og við minnumst þessara varnaðarorða skulum við fara með hina vísu<br />

Stephans sem þið kunnið væntanlega öll, en ég held að hún sé besta skilgreining<br />

á menntun sem til er:<br />

„Þitt er menntað afl og önd,<br />

eigirðu fram að bjóða:<br />

hvassan skilning, haga hönd,<br />

hjartað sanna og góða.“<br />

Þetta er sú hugsun um menntun sem við öll skulum leitast við að temja okkur.<br />

Þá kem ég að sérstöðu Háskóla Íslands meðal annarra háskóla landsins. Hann er<br />

sá elsti, sá langstærsti, sá fjölbreyttasti og sá öflugasti. Um leið og ég segi þetta<br />

þá virðist ég vera að hefja hann yfir aðra háskóla landsins og þá er stutt í það að<br />

ég sé, eða sé talinn vera, að hreykja mér af honum og þar með að sýna dramb<br />

gagnvart öðrum háskólum! [Má sleppa: Ég sagði eitt sinn við blaðamann í stuttu<br />

símtali að Háskóli Íslands væri eini rannsóknaháskóli landsins og það tók marga<br />

mánuði áður en sumir rektorar annarra háskóla tóku mig í sátt! Ég hefði kannski<br />

átt að segja að Háskóli Íslands risi tæplega undir nafni sem eini rannsóknaháskóli<br />

landsins, þótt um 80% allra rannsókna í landinu færu fram innan veggja<br />

hans. Það hefði ekki leyst vandann vegna þess að orðið sem skipti máli hér var<br />

„eini“ – eini rannsóknaháskóli landsins – og orð mín voru túlkuð á þann veg að í<br />

öðrum háskólum væru ekki stundaðar rannsóknir og jafnvel ætti ekki að stunda<br />

rannsóknir. Nú heyrir þetta mál sögunni til en ég nefni það sem dæmi um átök<br />

sem verið hafa í háskólaheiminum í landinu og um leið hve viðkvæmt getur verið<br />

að fjalla um Háskóla Íslands og bera hann saman við aðra skóla.]<br />

Ég tel að samræður íslenskra háskóla að undanförnu muni stuðla að því að háskólafólk<br />

í landinu þjappi sér saman um að efla Háskóla Íslands um leið og allir íslenskir<br />

háskólar læri að vinna saman og keppa á þeim sviðum þar sem forsendur<br />

eru fyrir samkeppni. Háskóli Íslands hefur ótvíræðar skyldur gagnvart öðrum háskólum<br />

vegna sérstöðu sinnar sem eini alhliða háskóli landsins. Þessar skyldur<br />

þarf að ræða og hugsanlega skjalfesta til að öllum séu þær ljósar.<br />

Hver einasti starfsmaður Háskóla Íslands þarf að vera sér meðvitaður um hlutverkið<br />

sem Háskóla Íslands er falið í íslensku samfélagi. Hann á að rækta með sér hugsjónina<br />

sem liggur starfi skólans til grundvallar og leggja sig fram um að efla samstarf<br />

og samstöðu deilda, stofnana og stjórnsýslu. Háskólahugsjónin sameinar<br />

okkur og með hana að leiðarljósi nær Háskólinn að blómstra sem fjölskrúðug og<br />

skapandi heild sem bregður birtu vísinda og fræða yfir íslenskt þjóðfélag.<br />

Ágæta háskólafólk og aðrir góðir gestir!<br />

Það hefur verið stórkostleg reynsla að fá að vera rektor Háskóla Íslands síðustu<br />

átta árin. Ég hefði ekki viljað missa af þeirri reynslu fyrir nokkurn hlut! Þetta<br />

verður vafalaust skemmtilegasti tími ævi minnar, en ég veit ekki hvort Auður<br />

kona mín mun geta sagt það sama. Sjálfur hefði ég ekki getað hugsað mér að<br />

gegna starfi rektors án þess að hafa hana mér við hlið og ég held að hún hafi oft<br />

haft lúmskt gaman af því að sjá mig ráðþrota gagnvart einhverju óendanlega<br />

flóknu og spennandi úrlausnarefni í rektorsstarfinu. Sannleikurinn er sá að þetta<br />

starf er óhemju margbrotið og gefandi, ekki síst vegna ótal tækifæra til að kynnast<br />

fjölda fólks, fræðast um margvísleg málefni og víkka sjóndeildarhringinn,<br />

meðal annars með samstarfi við erlenda háskóla. En rektorsembættið er líka<br />

mjög krefjandi og nú læt ég ánægður af því starfi og stefni á vit nýrra ævintýra.<br />

Þegar starf eins og þetta er kvatt segir sig sjálft að maður stendur í þvílíkri þakkarskuld<br />

við fjölda fólks að ekki er nokkur leið að gjalda hana og þakka öllum sem<br />

261


skyldi. Galdur mannlegra samskipta er kannski umfram allt sá að við erum sífellt<br />

og jafnvel óafvitandi að gefa eitthvað af sjálfum okkur án þess að vænta nokkurs í<br />

staðinn – vegna þess að sameiginlega sköpum við annað og meira en okkur sjálf.<br />

Ég þakka öllu starfsfólki Háskólans heilshugar fyrir stuðning og hvatningu. Ég<br />

þakka menntamálaráðherrum góð samskipti og vil ég sérstaklega nefna Björn<br />

Bjarnason sem ég starfaði lengst með í rektorstíð minni.<br />

Rektor Háskóla Íslands nýtur daglega stuðnings, velvilja, hjálpsemi og fórnfýsi<br />

fjölda fólks bæði innan skólans og utan sem hugsar og vinnur í anda þeirrar hugsjónar<br />

sem gerir Háskóla Íslands að því öfluga fræðasetri sem hann er. Þetta vil<br />

ég sérstaklega segja við Kristínu Ingólfsdóttur nú þegar hún tekur við embætti<br />

rektors Háskóla Íslands. Kristín hefur unnið sér traust, virðingu og stuðning háskólafólks<br />

og það er með mikilli gleði og bjartsýni sem ég við þessi tímamót afhendi<br />

henni rektorsfestina sem er tákn samheldni og hugsjónar Háskóla Íslands.<br />

Ég færi Kristínu mínar bestu óskir um farsæld í rektorsstarfi.<br />

Megi gæfa fylgja henni og Háskóla Íslands.<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Hlutverk Háskóla Íslands<br />

Ræða við embættistöku rektors Háskóla Íslands<br />

30. júní <strong>2005</strong><br />

Forseti Íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, viðskiptaráðherra, frú<br />

Vigdís Finnbogadóttir, fráfarandi rektor, fyrrverandi rektorar Háskóla Íslands,<br />

rektorar annarra háskóla, kæra samstarfsfólk, góðir gestir.<br />

I.<br />

Ég þakka Páli Skúlasyni, fyrir hönd Háskóla Íslands, fyrir að leiða skólann styrkri<br />

hendi á miklu uppbyggingarskeiði, þakka honum fyrir ósérhlífni og metnaðarfullt<br />

og árangursríkt starf.<br />

Ég vil jafnframt þakka Páli fyrir þann einlæga stuðning sem hann hefur sýnt mér<br />

við þessi rektorsskipti. Við háskólafólk eigum í Páli sannan vin og traustan og<br />

það er okkur ómetanlegt.<br />

II.<br />

Við þessi tímamót er hollt að íhuga hlutverk Háskóla Íslands í samfélaginu.<br />

Háskóli Íslands er einstök stofnun, tíu þúsund manna kröftugt samfélag vísindamanna,<br />

kennara, nemenda og annarra starfsmanna. Hér um bil aldarlöng saga<br />

Háskólans er samofin sjálfstæðissögu Íslands og sjálfsmynd, samofin uppbyggingu<br />

þekkingarsamfélags og vegferð þjóðarinnar frá fátækt til bjargálna.<br />

Það hefur verið gæfa þjóðarinnar að leiðtogar hennar hafa skilið að háskólastarfið<br />

er langtíma uppbyggingarstarf og árangur er best tryggður ef myndarlega er staðið<br />

að starfseminni og þekkingarleitin innan veggja háskólans er óbundin og óheft.<br />

Háskóli Íslands hefur verið og er helsta vísindastofnun þjóðarinnar. Skólinn hefur<br />

menntað þúsundir Íslendinga á fjölmörgum fræðasviðum og þannig hefur hann<br />

með vísindastarfi og menntun byggt upp hjá þjóðinni þekkingu sem er henni<br />

sannkölluð auðlind.<br />

Með elju og metnaði hafa íslenskir vísindamenn náð afburðaárangri í mörgum<br />

fræðigreinum. Þessi árangur endurspeglast í sumum tilfellum í því að Ísland er á<br />

alþjóðavettvangi talin þungamiðja viðkomandi fræða. Slíkur árangur skapar okkur<br />

sérstöðu og samkeppnisforskot.<br />

Háskóli Íslands hefur jafnframt lagt af mörkum til alþjóðasamfélagsins og auðgað<br />

heimsmenningu með því að taka á móti erlendum stúdentum, bæði í grunnnám<br />

og framhaldsnám. Kennarar frá Háskólanum hafa jafnframt farið utan og kennt<br />

sérhæfð námskeið fyrir erlenda doktorsnema.<br />

262


III.<br />

Þjóðfélagsbreytingar undanfarinna ára hafa leyst úr læðingi kraft sem hefur fært<br />

Íslandi hagsæld og skapað möguleika til áframhaldandi uppbyggingar. Þessi<br />

kraftur er beinlínis nærður af þekkingu sem þjóðin hefur byggt upp með öflugu<br />

mennta- og vísindastarfi.<br />

En hverjar eru þarfir samfélagsins í framtíðinni og hvert er hlutverk Háskólans í<br />

þeirri framtíðarmynd? Svarið er einfalt: Nú sem aldrei fyrr er þörf fyrir þekkingu.<br />

Ný þekking er grundvöllur þess að við getum styrkt atvinnulíf og skapað ný<br />

verðmæti.<br />

Þekking er grundvöllur þess að við getum varðveitt það sem við viljum flytja til<br />

framtíðarkynslóða úr þjóðmenningu dagsins í dag.<br />

Þekking er forsenda þess að við getum byggt hér einstaka samfélagsskipan sem<br />

byggir á samhygð en hlúir á sama tíma að og gefur svigrúm krafti framúrskarandi<br />

einstaklinga.<br />

Hlutverk Háskóla Íslands er í mínum huga að vera í fremstu röð, leiðandi í þekkingaröflun,<br />

þekkingarmiðlun og nýsköpun í íslensku samfélagi.<br />

Framtíðarsýn mín fyrir Háskólann er sömuleiðis skýr. Ég vil vinna að því að Háskóli<br />

Íslands verði í fremstu röð rannsóknaháskóla í nágrannalöndunum. Gæði<br />

skólans verði mæld með sama hætti og gæði evrópskra og bandarískra rannsóknaháskóla,<br />

þ.e. með afköstum í vísindum.<br />

Ég vil að skólinn bjóði menntun sem þjónar samfélaginu við nýjar og síbreytilegar<br />

aðstæður.<br />

Ég vil að skólinn verði leiðandi í jafnréttisþróun, sem er vitaskuld réttlætismál fyrir<br />

einstaklinga, en er líka spurning um heildarhagsmuni. Samfélagið þarf á kröftum<br />

allra einstaklinga að halda.<br />

Þetta eru nokkrir drættir úr þeirri framtíðarsýn sem ég hef fyrir Háskóla Íslands.<br />

Meðal þeirra leiða sem ég vil fara að þessu marki og meðal verkefna sem þarf að<br />

vinna eru eftirfarandi:<br />

• Við verðum að búa svo um hnúta að framúrskarandi fólk á öllum sviðum vilji<br />

helga háskólanum starfskrafta sína. Enginn háskóli í heiminum verður betri<br />

en þeir vísindamenn og kennarar sem við hann starfa.<br />

• Við þurfum að bæta enn grunnnámið með bættri starfsaðstöðu fyrir nemendur<br />

og kennara og skýrari gæðakröfum. Orðspor Háskólans fylgir nemendum<br />

og menntun þeirra alla tíð og því þarf sífellt að standa vörð um gæði þeirrar<br />

menntunar sem hér er veitt.<br />

• Við verðum að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám á meistara- og doktorsstigi<br />

með öllum tiltækum ráðum. Auka gæðakröfur, auka framboð námskeiða<br />

og efla samstarf við erlenda háskóla.<br />

• Við verðum að styrkja háskólabókasafnið, sem er grundvallareining í rannsóknaháskóla.<br />

• Háskóli Íslands þarf að taka kraftmikinn þátt í þróun háskólasjúkrahúss, sem<br />

í ráði er að byggja.<br />

• Við þurfum að hraða uppbyggingu Vísindagarða.<br />

• Við þurfum að vinna í nánari og dýnamiskari tengslum við atvinnulífið og<br />

rannsóknarstofnanir.<br />

• Við þurfum að auka enn samstarf háskóla í landinu til hagsbóta fyrir nemendur<br />

og fyrir þjóðfélagið. Þannig nýtum við best þá fjármuni sem úr er að<br />

spila.<br />

• Við þurfum að stórauka kynningu á innra starfi háskólans. Stjórnvöld og<br />

þjóðin sem kosta þetta starf þurfa að kynnast betur þeim krafti sem er í<br />

þessu starfi og þeim árangri sem það er að skila.<br />

• Loks nefni ég stjórnkerfi Háskóla Íslands. Við þurfum að einfalda ákvarðanatöku<br />

og færa vald út í deildir og gera alla stjórnsýslu einfalda og skilvirka.<br />

Starfsemi háskóla er ólík flestu öðru í samfélaginu. Á vissan hátt þarf háskóli að<br />

vera íhaldssamur, standa vörð um óhefta þekkingarleit og traust siðferði í vísindum.<br />

Við lifum á tímum þar sem áhersla er gjarnan lögð á skjótfengin árangur.<br />

Við megum hins vegar aldrei gleyma því, að framfarir í samfélaginu byggja<br />

líka á langtíma þekkingarleit og þróun.<br />

264


En það er auðvitað líka í eðli háskóla að reyna á mörk hins mögulega, færa út<br />

mörk þekkingarinnar. Háskólinn þarf því umfram allt að vera framsækinn og<br />

sókndjarfur. Við þurfum að leggja fram áleitnar spurningar, og kanna hvort<br />

ástæða sé til að bregðast við með auknu eða breyttu námsframboði.<br />

Ég dreg fram nokkrar spurningar af handahófi.<br />

• Hvaða þekkingu þurfum við að hafa til að geta brugðist við áhrifum af alþjóðlegu<br />

afþreyingarefni á okkar eigin þjóðmenningu og einkum og sér í lagi á<br />

þroska og málvitund barnanna í samfélaginu?<br />

• Í hvaða farveg eigum við að beina kröftum okkar til rannsókna á áhrifum af<br />

loftslagsbreytingum?<br />

• Hvaða áhrif hefðu t.d. breytingar á alþjóðahagkerfinu á íslenskt þjóðfélag og<br />

viðskiptalíf, ef spár rættust um nýjar þungamiðjur í alþjóðahagkerfi í Kína og<br />

á Indlandi á næstu 10-20 árum?<br />

• Hvaða þekkingu eigum við að byggja upp til að vera gjaldgeng í umræðum<br />

um að koma sveltandi þjóðum til bjargálna?<br />

• Hvaða þekkingu þurfum við að hafa til að geta nýtt okkur það, að innan<br />

skamms tíma verði mögulegt að vista alla skráða þekkingu mannkyns á örlitlu<br />

tæki? Innan fárra ára geta stúdentar gengið með allar heimsbókmenntir<br />

í vasa sínum.<br />

• Hvernig metum við áhrif aukinnar tölvunotkunar og farsímanotkunar á<br />

sköpunargleði, þekkingarþorsta og almennt heilsufar barna og unglinga?<br />

• Hvaða áhrif hefur tæknivætt umhverfi, bæði á starfsvettvangi og heimili, á<br />

skapandi hugsun, andlega heilsu og lífsgæði? Umhverfi þar sem skil milli<br />

vinnu og frítíma nánast hverfa vegna sítengingar við tölvu, farsíma og internet?<br />

Ég sagði hér að framan að það væri hlutverk háskóla að færa út mörk þekkingarinnar.<br />

Tilgangurinn er kannski fyrst og fremst að gera samfélagið fært um að fást<br />

við breytingar. Um þessar mundir eru breytingar í alþjóðlegu umhverfi okkar,<br />

efnahagslífi, tækni og menningarlífi hraðstígari en nokkru sinni fyrr.<br />

Þessar breytingar skapa okkur ný og oft og tíðum stórkostleg tækifæri. En af<br />

sumum breytingum stafar jafnframt nokkur ógn. Íslendingar eru fámenn þjóð<br />

með lítið hagkerfi, tungumála- og menningarheim. Tiltölulega litlir straumar á<br />

heimsvísu geta haft mikil áhrif í slíku samfélagi. Til að nýta tækifæri og til þess að<br />

verja það sem okkur er kært verðum við að leggja vaxandi áherslu á menntun,<br />

þekkingu og vísindi og styrkja alþjóðleg tengsl.<br />

IV.<br />

Markmið Háskóla Íslands eru skýr. Áherslan sem við leggjum á gæði grunnnáms,<br />

rannsóknatengt framhaldsnám og vísindi er í takt við stefnu stjórnvalda um eflingu<br />

vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar í landinu og í raun í takt við skoðanir<br />

allra stjórnmálaflokka. Íslendingar eru almennt sammála um gildi menntunar og<br />

vísindastarfs.<br />

Á undanförnum árum hafa fjárframlög til háskólastigsins og samkeppnissjóða í<br />

vísindarannsóknum verið stóraukin. Með stofnun Vísinda- og tækniráðs árið 2003<br />

með aðkomu stjórnmálamanna, vísindamanna og fulltrúa atvinnulífs var áhersla<br />

lögð á aukið samstarf háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Stefna íslenskra<br />

stjórnvalda er að þessu leyti í takt við stefnu annarra landa OECD. Minna<br />

má á, að ákvörðun Finna um stóraukin fjárframlög til menntunar hefur skilað sér<br />

í öflugum þekkingariðnaði og stórbættu efnahagslífi.<br />

En hvernig stendur þá á því, að enn vantar fé til háskólastarfsins? Það liggur einfaldlega<br />

í því að þróun samfélagsins í átt til þekkingarsamfélags er svo hröð að<br />

við höfum ekki haft undan að byggja upp eins og til þarf.<br />

Ég held að við þurfum að temja okkur það að líta ekki á þetta sem vandamál<br />

heldur sem stórkostlegt viðfangsefni. Þekkingarsmiðjur á borð við Háskóla Íslands<br />

eru ekki vandamál. Það er ekki samdráttur í þeim markaði sem skólinn<br />

þjónar. Það er gríðarleg eftirspurn eftir þjónustunni og hún er lífsnauðsynleg<br />

næring fyrir framtíðarvöxt í samfélaginu.<br />

Eins og ég sagði hér að framan ríkir almenn sátt í samfélaginu um grundvallaratriði.<br />

Við viljum öll efla vísindi og eiga háskóla í fremstu röð. Við verðum að finna<br />

það fjármagn sem til þarf. Það er ekki fjármagn til að leysa vandamál. Það er<br />

ávísun á betri framtíð fyrir íslenskt samfélag.<br />

265


V.<br />

Ég hef djúpa og einlæga sannfæringu um að Háskóli Íslands gegni lykilhlutverki í<br />

mótun framtíðarsamfélags á Íslandi, í framtíðarhagvexti og í mótun og varðveislu<br />

menningar.<br />

Um leið og ég tek við embætti rektors Háskóla Íslands vil ég færa þakkir fyrir það<br />

traust sem mér hefur verið sýnt. Ég mun leggja mig að veði fyrir þeirri framtíðarsýn<br />

sem ég hef lýst. Ég heiti því að vinna að þessu verki af fullum heilindum og<br />

vera vakin og sofin yfir velferð Háskóla Íslands.<br />

Megi Háskóla Íslands farnast vel og samfélaginu sem hann þjónar.<br />

Kristín Ingólfsdóttir:<br />

Háskóli í fremstu röð<br />

Brautskráningarræða 22. október <strong>2005</strong><br />

Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti frú Vigdís<br />

Finnbogadóttir, deildarforsetar, kæru kandídatar, góðir gestir.<br />

Háskóli Íslands er sterkasta aflið í menntasókn þjóðarinnar. Háskólinn staðfestir<br />

þetta áþreifanlega með því að útskrifa rúmlega 1400 kandídata frá 11 deildum<br />

á þessu ári. Ennfremur er gert ráð fyrir að 14 doktorsnemar verji ritgerðir sínar<br />

við skólann á árinu.<br />

Þetta glæsilega og vel menntaða fólk verður burðarvirkið í íslenska þekkingarsamfélaginu<br />

á næstu árum. Háskóli Íslands hefur með þessum hætti verið ein<br />

af máttarstoðum þekkingarsköpunar og þeirrar velferðar sem hún hefur leitt af<br />

sér á Íslandi í hartnær heila öld.<br />

En við látum ekki staðar numið. Samfélagið hefur nú sem aldrei fyrr þörf fyrir<br />

háskóla í fremstu röð. Heimurinn sem við lifum í einkennist af vaxandi samskiptum<br />

og samkeppni og þeim vegnar einfaldlega best sem efla hraðast þekkingu,<br />

vísindi og rannsóknir.<br />

Það hvílir á okkur háskólafólki sú ábyrgð að lýsa fyrir samfélaginu þörfinni fyrir<br />

áframhaldandi þekkingarsköpun og hvers vegna Háskóli Íslands leiki þar lykilhlutverk.<br />

Til þess þarf Háskólinn að hafa skýra stefnu, meitlaðar áherslur og<br />

hvassan vilja til verka. Það hvílir á stjórnvöldum sú ábyrgð að styðja skólann í<br />

þessu verki og tryggja honum nauðsynlegt fjármagn til starfseminnar. Fjárfesting<br />

samfélagsins í Háskóla Íslands er nauðsynleg, arðbær og áhættulaus.<br />

Háskóli Íslands hefur þróast með samfélaginu sem hann þjónar allt frá stofnun<br />

hans árið 1911. Síðasta skeiðið í þróun skólans hófst um miðjan síðasta áratug.<br />

Það einkennist af þremur meginþáttum:<br />

• Í fyrsta lagi af gríðarlegum vexti í starfseminni. Háskólinn hefur tvöfaldast<br />

að stærð á 8 árum.<br />

• Í öðru lagi hafa sprottið fram nýjar menntastofnanir á háskólastigi sem<br />

keppa við Háskóla Íslands um nemendur, kennara og fjármuni.<br />

• Í þriðja lagi hefur á þessu skeiði verið lagður grunnur að umfangsmiklu<br />

rannsóknatengdu framhaldsnámi í skólanum.<br />

Þetta vaxtar- og samkeppnisskeið hefur reynt á innviði skólans. Þrjár viðamiklar<br />

ytri úttektir, innlendar og erlendar, staðfesta að Háskóli Íslands er vel rekinn<br />

og afkastamikill, en einnig að stórauka þarf fjárveitingu til skólans til að hann<br />

geti haldið áfram nauðsynlegu uppbyggingarstarfi. Að þessu munum við vinna<br />

með stjórnvöldum.<br />

Faglega er Háskólinn vel í stakk búinn að ráðast í næsta áfanga sem er að<br />

styrkja stöðu sína sem fullburða rannsóknaháskóli. Við ætlum okkur að fimmfalda<br />

á næstu 5 árum fjölda doktorsnema sem útskrifast árlega frá skólanum.<br />

Þetta er eitt af þeim markmiðum sem við setjum okkur til að Háskóli Íslands<br />

verði sambærilegur við bestu rannsóknaháskóla á Norðurlöndum.<br />

Stefnuáherslur okkar og markmið eru oft dregin saman í hugtakið um rann-<br />

266


sóknaháskóla í fremstu röð. Við notum alþjóðlega viðurkenndar mælistikur til<br />

að meta árangur og gæði, m.a. fjölda alþjóðlega ritrýndra vísindagreina, fjölda<br />

doktorsnema og niðurstöður innlendra og alþjóðlegra gæðaúttekta á starfsemi<br />

skólans.<br />

En hvert er inntak slíkra markmiða? Af hverju skiptir máli fyrir íslenskt samfélag að<br />

byggja upp vísindaháskóla? Hvaða máli skiptir fjöldi doktorsnema fyrir samfélagið?<br />

Svarið liggur í tvíþættum megintilgangi háskólakennslu, vísindastarfa og rannsókna.<br />

Annars vegar er tilgangurinn leit að nýrri þekkingu sem samfélagið, stofnanir<br />

þess, fyrirtæki og einstaklingar geta fært sér í nyt með beinum hætti. Þannig<br />

verða til nýjar aðferðir til verklegra framkvæmda, nýir orkugjafar, ný efni til iðnaðar<br />

og ný þekking í félags-, sálar- og læknisfræðum sem eykur lífshamingju<br />

og dregur úr kvöl svo fátt eitt sé nefnt.<br />

Hins vegar er tilgangurinn að hækka almennt þekkingarstig samfélagsins<br />

þannig að það sé í heild betur í stakk búið að fást við breyttar kringumstæður<br />

og ný viðfangsefni. Dæmi um þetta er útrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegan<br />

markað sem byggir að verulegu leyti á tæknikunnáttu og þekkingu á sviði fjármála-<br />

og viðskiptafræða, tungumálaþekkingu og menningarlæsi.<br />

Aðgengi að upplýsingum er nú meira en nokkru sinni fyrr fyrir tilstuðlan internets<br />

og alþjóðavæðingar. En aðgengi að upplýsingum er eitt – þekking er annað.<br />

Ný djúpstæð þekking byggir vissulega á upplýsingum en fæst einungis með því<br />

að setja upplýsingar í nýtt samhengi, með því að setja fram ögrandi tilgátur sem<br />

eru þrautprófaðar í öguðum og frjóum vísindarannsóknum.<br />

Þetta kemur til dæmis skýrt fram í vinnu doktorsnema. Þeir hafa valið sér ögrandi<br />

rannsóknarefni og leggja sjálfa sig að veði fyrir verkefnið. Þetta fólk er í<br />

raun að gera tvennt, afla nýrrar þekkingar og um leið að þróa með sér eðlisþætti<br />

á borð við ákafa, markmiðasækni og sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.<br />

Vísindamenn sem taka að sér að leiðbeina doktorsnemum þurfa sjálfir að uppfylla<br />

strangar gæðakröfur og samvinnan milli leiðbeinenda og nemenda eykur<br />

hæfni hvorra tveggja.<br />

Það sem af er liðið þessu haustmisseri hafa sjö doktorsefni varið ritgerðir sínar<br />

við Háskóla Íslands, þar af sex konur. Viðfangsefni þeirra hafa verið afar fjölbreytt<br />

– svarthol í himingeimnum; nýjar aðferðir við gæðamat á fiskmeti, ævi og<br />

ritstörf séra Hallgríms Péturssonar; þunganir unglingsstúlkna; tannáta og glerungseyðing<br />

í unglingum; ónæmisvarnir mannslíkamans og ónæmisvarnir í fósturþroskun<br />

fiska.<br />

Ágætu gestir!<br />

Háskóli er fyrst og fremst metinn á grundvelli þeirra rannsókna sem þar eru<br />

stundaðar og árangri nemendanna sem hann útskrifar. En þetta hvorutveggja<br />

byggir á því að skólinn hafi á að skipa framúrskarandi kennurum og starfsfólki,<br />

að sífelld endurnýjun kennsluefnis og kennsluhátta eigi sér stað og að skólinn<br />

sé ætíð vakandi fyrir spennandi nýjungum.<br />

Mig langar til að nefna nokkur dæmi um slíkar nýjungar sem um þessar mundir<br />

eru í bígerð eða komnar í framkvæmd við Háskóla Íslands – og þetta eru aðeins<br />

örfá dæmi:<br />

Meistaranám í íslenskum miðaldafræðum. Þetta nám er sérsniðið fyrir erlenda<br />

stúdenta og kennt á ensku.<br />

Meistaranám í lífverkfræði. Þar vinna fræðimenn á sviði læknisfræði og verkfræði<br />

að því að leita lausna sem stuðla að betri líðan sjúkra og fatlaðra.<br />

Meistaranám í lýðheilsu. Þar er auk hefðbundinna þátta lýðheilsu fjallað um útbreiðslu<br />

farsótta á borð við fuglaflensu og aðrar skæðar smitsóttir, og leiðir til<br />

forvarna.<br />

Þá er verið að leggja drög að kennslu í asískum fræðum, með sérstakri áherslu<br />

á Japan, Indland og Kína. Samstarfsaðili okkar í þessari þróunarvinnu er Háskólinn<br />

á Akureyri. Í vikunni sem leið kom vísindamálaráðherra Indlands í<br />

heimsókn til Háskóla Íslands þar sem meðal annars var rætt um þetta verkefni.<br />

267


Sú aðstaða sem kennslu og rannsóknum er búin skiptir sköpum til þess að ná<br />

árangri. Það er ánægjulegt að horfa á þá uppbyggingu í húsnæðismálum Háskólans<br />

sem nú á sér stað.<br />

Í fyrra var Askja, hús náttúruvísinda, tekið í notkun og gerbreytti það aðstöðu til<br />

rannsókna og kennslu á þeim vettvangi.<br />

Fyrir nokkrum vikum tilkynnti ríkisstjórnin að í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands<br />

eftir 6 ár verði reist hús undir nýja stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun.<br />

Í síðustu viku var kynnt framtíðarskipulag nýs háskólasjúkrahúss, sem mun<br />

gerbylta allri starfaðstöðu heilbrigðisvísindadeilda Háskólans til rannsókna og<br />

kennslu og styrkja tengsl sjúkrahúss og háskóla.<br />

Í þessari viku voru tilkynnt úrslit í samkeppni um hönnun og byggingu Háskólatorgs,<br />

sem er samheiti tveggja bygginga sem rísa á miðri háskólalóðinni<br />

og skapa rými fyrir vísindastörf, kennslu, lesaðstöðu og þjónustu við stúdenta<br />

og starfsfólk.<br />

Loks er framundan bygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni sem mun stórefla<br />

tengsl skólans við atvinnulíf og aðrar rannsóknastofnanir.<br />

Ágætu kandídatar!<br />

Við stöndum hér á mörkum tveggja tíma. Þið hafið lokið mikilvægum áfanga í<br />

lífi ykkar. Sum ykkar verjið næsta áfanga hér í skólanum, en fyrir aðra er þetta<br />

kveðjustund. Hér skilja leiðir.<br />

Skólinn þróast áfram og hefur í farteskinu nýja þekkingu sem þið hafið skapað<br />

með honum og býr að þeirri örvun sem vera ykkar hér hefur verið honum. Eldmóður,<br />

dugnaður og þekkingarþorsti stúdenta bæta fræðarana.<br />

Þið fetið ykkar slóð og það skiptir öllu að í þeim föggum sem þið takið með ykkur<br />

út í lífið sé í jöfnum skömmtum þekking og þroski. Þekking til að breyta umhverfi<br />

ykkar og þroski til að beita þekkingunni rétt.<br />

Ég hef lagt á það mikla árherslu hér í dag að þekking skipti máli, – fyrir samfélagið,<br />

fyrir skólann og fyrir ykkur sem einstaklinga. En við skulum hafa hugfast<br />

að þekking er vald og manninum farnast best þegar vald og ábyrgð eru í jafnvægi.<br />

Ég á þá ósk heitasta þegar þið hverfið á vit framtíðarinnar að þið hafið í<br />

farteskinu í jöfnum hlutföllum þekkingu og þroska.<br />

En þó að leiðir skilji mun skólinn með vissum hætti fylgja ykkur áfram og verða<br />

hluti af framtíð ykkar. Orðspor Háskólans, þeirrar menntunar sem hann veitir<br />

og þeirrar vísindaþekkingar sem hann byggir upp mun fylgja ykkur áfram og<br />

verða gæðastimpill menntunar ykkar.<br />

Góðir gestir!<br />

Árið <strong>2005</strong> er helgað eðlisfræðinni vegna þess að nú eru hundrað ár liðin frá því<br />

að Albert Einstein setti fram afstæðiskenninguna, sem leiddi til nýs skilnings á<br />

eðli alheimsins.<br />

Einstein sagði um þekkingarleitina: „Það skiptir mestu að hætta aldrei að spyrja.<br />

Forvitni mannsins á sér sínar ástæður. Maður stendur andaktugur frammi<br />

fyrir ráðgátum um eilífðina, lífið og stórbrotinn og margflókinn raunveruleikann.<br />

Það nægir að reyna að skilja ögn af þessari ráðgátu á hverjum degi.“<br />

Kandídatar og aðrir góðir gestir. Það er inntak góðs háskóla að reyna á hverjum<br />

degi að skilja ögn af þessari stórbrotnu ráðgátu og beita þekkingunni af þroska<br />

og ábyrgð í þágu alls mannfélagsins.<br />

Ég þakka ykkur, kandídatar, samfylgdina við Háskóla Íslands og óska ykkur velfarnaðar<br />

í öllum ykkar verkum.<br />

268


Brautskráðir<br />

kandídatar<br />

Brautskráning<br />

26. febrúar <strong>2005</strong><br />

Guðfræðideild (1)<br />

90 eininga djáknanám (1)<br />

Karólína Hulda Guðmundsdóttir<br />

Læknadeild (1)<br />

MS-próf í heilbrigðisvísindum (1)<br />

Brenda Ciervo Adarna<br />

Lagadeild (8)<br />

Embættispróf í lögfræði (5)<br />

Benedikt Egill Árnason<br />

Birkir Már Magnússon<br />

Bjarni Már Magnússon<br />

Kjartan Vilhjálmsson<br />

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir<br />

Diplómapróf við lagadeild (3)<br />

Amalía Halla Skúladóttir<br />

Erna Hrönn Geirsdóttir<br />

Sonja Þórey Þórsdóttir<br />

Viðskipta- og hagfræðideild<br />

(52)<br />

MS-próf í hagfræði (2)<br />

Ingvar Karlsson<br />

Sigurður Freyr Magnússon<br />

MS-próf í heilsuhagfræði (1)<br />

Kristlaug Helga Jónasdóttir<br />

MS-próf í viðskiptafræði (8)<br />

Anna Katrín Ólafsdóttir<br />

Anna María Urbancic<br />

Gerður Björt Pálmarsdóttir<br />

Jóhannes Ómar Sigurðsson<br />

Jón Freyr Sigurðsson<br />

Ólafur Briem<br />

Petra Bragadóttir<br />

Valdimar Sigurðsson<br />

MA-próf í mannauðsstjórnun (4)<br />

Harpa Björg Guðfinnsdóttir<br />

Harpa Hallsdóttir<br />

Jóna Jónsdóttir<br />

Pálína Kristín Helgadóttir<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (5)<br />

Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir<br />

Bjarni Már Jóhannesson<br />

Sigríður Sigurðardóttir<br />

Sigríður Þóra Valsdóttir<br />

Sunna Jóhannsdóttir<br />

BS-próf í viðskiptafræði (26)<br />

Ásta Björg Davíðsdóttir<br />

Ásta Björk Eiríksdóttir<br />

Bjarki Magnússon<br />

Eiríkur Haukur Hauksson<br />

Elín Kristín Guðmundsdóttir<br />

Erlen Björk Helgadóttir<br />

270<br />

Guðmundur Páll Hreggviðsson<br />

Gylfi Már Geirsson<br />

Hálfdán Gíslason<br />

Helena Rós Óskarsdóttir<br />

Hjördís Selma Björgvinsdóttir<br />

Ingimar Helgason<br />

Ívar Gestsson<br />

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir<br />

Kolbrún Stella Indriðadóttir<br />

Kristín Sördal<br />

Kristín Ösp Þorleifsdóttir<br />

Lára Kristín Skúladóttir<br />

Margrét Sigvaldadóttir<br />

Ragnheiður Valgarðsdóttir<br />

Rúna Íris Gizurarson<br />

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson<br />

Sonja Ýr Eggertsdóttir<br />

Þorbjörn Geir Ólafsson<br />

Þröstur Helgason<br />

Þuríður Tryggvadóttir<br />

BS-próf í hagfræði (4)<br />

Bryndís Ásbjarnardóttir<br />

Guðrún Yrsa Richter<br />

Haraldur Jens Guðmundsson<br />

Haukur Ingi Einarsson<br />

BA-próf í hagfræði (2)<br />

Anna Kristín Guðmundsdóttir<br />

Guðrún Ingólfsdóttir<br />

Hugvísindadeild (48)<br />

MA-próf í almennri bókmenntafræði (1)<br />

Roald Viðar Eyvindsson<br />

MA-próf í ensku (1)<br />

Anna Karen Friðriksdóttir<br />

MA-próf í fornleifafræði (1)<br />

Birna Lárusdóttir<br />

MA-próf í sagnfræði (2)<br />

Eiríkur Páll Jörundsson<br />

Hlynur Ómar Björnsson<br />

M.Paed.-próf í íslensku (1)<br />

Guðrún Erla Sigurðardóttir<br />

BA-próf í almennri bókmenntafræði (1)<br />

Sigurbjörn Svanbergsson<br />

BA-próf í dönsku (2)<br />

Björg Ólínudóttir<br />

Stefán Sigurðsson<br />

BA-próf í ensku (1)<br />

Elín Ásta Hallgrímsson<br />

BA-próf í grísku (1)<br />

Sverrir Jakobsson<br />

BA-próf í heimspeki (6)<br />

Fríða Thoroddsen<br />

Magnús Halldórsson<br />

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir<br />

Pálína Sigríður B.Sigurðardóttir<br />

Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir<br />

Steinunn Helga Jakobsdóttir<br />

BA-próf í íslensku (6)<br />

Bjarki Már Karlsson<br />

Guðmundur Már H. Beck<br />

Harpa Kolbeinsdóttir<br />

Kári Viðarsson<br />

Signý Gunnarsdóttir<br />

Steinn Bjarki Björnsson<br />

BA-próf í latínu (1)<br />

Sveinn Valgeirsson<br />

BA-próf í sagnfræði (5)<br />

Guðríður Edda Johnsen<br />

Selma Jónsdóttir<br />

Sigurður Gunnarsson<br />

Svanhildur Anja Ástþórsdóttir<br />

Svanhvít Friðriksdóttir<br />

BA-próf í spænsku (6)<br />

Anna Þórsdóttir<br />

Arna Árnadóttir<br />

Árný Jónsdóttir<br />

Ásdís Þórólfsdóttir<br />

Jóhann Pétur Kristjánsson<br />

Sunna Reynisdóttir<br />

BA-próf í táknmálsfræði og<br />

táknmálstúlkun (3)<br />

Eyrún Helga Aradóttir<br />

Gerður Sjöfn Ólafsdóttir<br />

Lilja Kristín Magnúsdóttir<br />

BA-próf í þýsku (4)<br />

Anna Margrét Eggertsdóttir<br />

Annika Noack<br />

Eyrún Ósk Ingólfsdóttir<br />

Heimir Steinarsson<br />

Viðbótanám í hagnýtri siðfræði (1)<br />

Kristín Helga Þórarinsdóttir<br />

Diplómanám í hagnýtri ensku (3)<br />

Jun Morikawa<br />

Leonardo Gonzalez Rodriguez<br />

Sigurvin Bjarnason<br />

Diplómanám í hagnýtri þýsku (2)<br />

Silvia Seidenfaden<br />

Særún Dögg Sveinsdóttir<br />

Tannlæknadeild (1)<br />

Cand.odont. (1)<br />

Magðalena Níelsdóttir<br />

Verkfræðideild (28)<br />

MS-próf í byggingaverkfræði (2)<br />

Atli Gunnar Arnórsson<br />

Jón Snæbjörnsson<br />

MS-próf vélaverkfræði (3)<br />

Elías Halldór Bjarnason<br />

Hlynur Kristinsson<br />

Steinar Ríkharðsson<br />

MS-próf í iðnaðarverkfræði (3)<br />

Hlynur Þór Björnsson<br />

Jónas Heimisson<br />

Ylfa Thordarson


MS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (4)<br />

Ari Vésteinsson<br />

Bergþór Ævarsson<br />

Sigurjón Örn Sigurjónsson<br />

Þráinn Guðbjörnsson<br />

MS-próf í tölvunarfræði (1)<br />

Birgir Pálsson<br />

MS-próf umhverfisfræði (1)<br />

María J. Gunnarsdóttir<br />

BS-próf í byggingarverkfræði (1)<br />

Árni Freyr Stefánsson<br />

BS-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (3)<br />

Baldvin Ingi Sigurðsson<br />

Einar Aron Einarsson<br />

Ríkey Huld Magnúsdóttir<br />

BS-próf í iðnaðarverkfræði (2)<br />

Ingi Þór Finnsson<br />

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir<br />

BS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (3)<br />

Jón Bjarni Magnússon<br />

Jónína Lilja Pálsdóttir<br />

Oddur Óskar Kjartansson<br />

BS-próf í tölvunarfræði (3)<br />

Hilmar Ingi Rúnarsson<br />

Ívar Már Daðason<br />

Júlíus Stígur Stephensen<br />

Diplómanám í tölvurekstrarfræði (2)<br />

Bogi Fjalar Sigurðsson<br />

Svandís Bergmannsdóttir<br />

Raunvísindadeild (50)<br />

MS-próf í efnafræði (1)<br />

Óttar Rolfsson<br />

MS-próf í lífefnafræði (1)<br />

Fannar Jónsson<br />

MS-próf í líffræði (2)<br />

Marianne Jensdóttir<br />

Stefán Már Stefánsson<br />

MS-próf í jarðfræði (1)<br />

Ríkharður Friðrik Friðriksson<br />

MS-próf í matvælafræði (1)<br />

Gunnar Þór Kjartansson<br />

MS-próf í umhverfisfræði (3)<br />

Anne Maria Sparf<br />

Guðrún Jóhannesdóttir<br />

Younes Noorollahi<br />

4. árs nám í líffræði (1)<br />

Þórdís Vilhelmína Bragadóttir<br />

4. árs nám í jarðfræði (1)<br />

Javier Tellaeche Campamelos<br />

BS-próf í stærðfræði (1)<br />

Gunnar Geir Pétursson<br />

BS-próf í eðlisfræði (1)<br />

Kristbjörn Helgason<br />

BS-próf í efnafræði (1)<br />

Tom Brenner<br />

BS-próf í lífefnafræði (2)<br />

Heiða Sigþórsdóttir<br />

Valgeir Valgeirsson<br />

BS-próf í líffræði (16)<br />

Aðalheiður Einarsdóttir<br />

Auður Aðalbjarnadóttir<br />

Dóra Berglind Sigurðardóttir<br />

Erna Sif Arnardóttir<br />

Guðrún Linda Guðmundsdóttir<br />

Haukur Gunnarsson<br />

Hildur Björg Birnisdóttir<br />

Karen Pálsdóttir<br />

Katla Jörundsdóttir<br />

Katrín Ösp Gunnarsdóttir<br />

Katrín Magnúsdóttir<br />

Lárus Hjartarson<br />

Ólafur Patrik Ólafsson<br />

Rósa Guðrún Sveinsdóttir<br />

Sandra Magdalena Granquist<br />

Þórður Freyr Brynjarsson<br />

BS-próf í jarðfræði (3)<br />

Erla María Hauksdóttir<br />

Helgi Páll Jónsson<br />

Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir<br />

BS-próf í landfræði (1)<br />

Brita Kristina Berglund<br />

BS-próf í ferðamálafræði (10)<br />

Aldís Gunnarsdóttir<br />

Alexandra Maria Stegemann<br />

Álfheiður Tryggvadóttir<br />

Guðný Hrund Rúnarsdóttir<br />

Halla Eiríksdóttir<br />

Linda Björk Hallgrímsdóttir<br />

Róbert Sævar Sigurþórsson<br />

Sara Óskarsdóttir<br />

Sunna Þórðardóttir<br />

Thelma Ámundadóttir<br />

BS-próf í matvælafræði (1)<br />

Salóme Elín Ingólfsdóttir<br />

Diplómanám í ferðamálafræði (3)<br />

Anna Steinunn Gunnlaugsdóttir<br />

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir<br />

Hrafnhildur Þórisdóttir<br />

Félagsvísindadeild (59)<br />

MA-próf í félagsráðgjöf (1)<br />

Elísabet Karlsdóttir<br />

Cand.psych.-próf í sálfræði (1)<br />

Ágústína Ingvarsdóttir<br />

MPA í opinberri stjórnsýslu (1)<br />

Ingibjörg Jónsdóttir<br />

MA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (5)<br />

Ása Valgerður Einarsdóttir<br />

Gunnar Magnús Gunnarsson<br />

Ingibjörg Atladóttir Þormar<br />

Margrét Friðriksdóttir<br />

Valgerður Stefánsdóttir<br />

MA-próf í þjóðfræði (2)<br />

Ingunn Ásdísardóttir<br />

Rósa Þorsteinsdóttir<br />

Diplómapróf í opinberri stjórnsýslu (3)<br />

Eggert Ólafsson<br />

Hulda Gísladóttir<br />

Kristinn Valdimarsson<br />

BA-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (2)<br />

Bára Ólafsdóttir<br />

Ívar Ólafsson<br />

BA-próf í félagsfræði (4)<br />

Anna Marí Ingvadóttir<br />

Kristbjörg Gunnarsdóttir<br />

Susan Anna Wilson<br />

Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir<br />

BA-próf í mannfræði (6)<br />

Auður Birna Stefánsdóttir<br />

Baldur Steinn Helgason<br />

Guðlaug Björnsdóttir<br />

Hákon Róbert Jónsson<br />

Hildur Valdís Guðmundsdóttir<br />

Signý Aðalsteinsdóttir<br />

BA-próf í sálfræði (17)<br />

Anna Guðmundsdóttir<br />

Anna Jóna Magnúsdóttir<br />

Ari Guðmundsson<br />

Arndís Vilhjálmsdóttir<br />

Auðunn Gunnar Eiríksson<br />

Ásdís Claessen<br />

Bjarki Þór Baldvinsson<br />

Fanney Finnsdóttir<br />

Guðmundur Halldórsson<br />

Hafdís Rósa Sæmundsdóttir<br />

Inga Rún Björnsdóttir<br />

Jón Fannar Guðmundsson<br />

Mikael Allan Mikaelsson<br />

Monika Sóley Skarphéðinsdóttir<br />

Páll Ásgeir Guðmundsson<br />

Sigrún Birna Sigurðardóttir<br />

Veronika Najzrová<br />

BA-próf í stjórnmálafræði (12)<br />

Baldur Ingimar Aðalsteinsson<br />

Dröfn Ösp Snorradóttir<br />

Grétar Sveinn Theodórsson<br />

Gunnvör Rósa Eyvindardóttir<br />

Íris Davíðsdóttir<br />

Ólafur Ragnar Ólafsson<br />

Sandra Franks<br />

Sandra Brá Jóhannsdóttir<br />

Sunna Mímisdóttir<br />

Svandís Helga Halldórsdóttir<br />

Þórhildur Ósk Hagalín<br />

Þröstur Freyr Gylfason<br />

BA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (1)<br />

Linda Björk Logadóttir<br />

BA-próf í þjóðfræði (1)<br />

Vilborg Davíðsdóttir<br />

Hagnýt fjölmiðlun, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (2)<br />

Ágúst Ágústsson<br />

Sólveig Gísladóttir<br />

Námsráðgjöf, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (1)<br />

Helga Konráðsdóttir<br />

Hjúkrunarfræðideild (39)<br />

BS-próf í hjúkrunarfræði (3)<br />

Heiða Steinunn Ólafsdóttir<br />

Helga S. Snorradóttir<br />

Katrín Haraldsdóttir<br />

Diplómanám í bráðahjúkrun (6)<br />

Anne Mette Pedersen<br />

Dóra Björnsdóttir<br />

Guðrún Björg Erlingsdóttir<br />

Guðrún Ingibjörg Rúnarsdóttir<br />

Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir<br />

Ingibjörg Sigurþórsdóttir<br />

Diplómanám í gjörgæsluhjúkrun (14)<br />

Ásdís Skúladóttir<br />

Elísabet Gerður Þorkelsdóttir<br />

Gígja Hrund Birgisdóttir<br />

Guðlaug R. L. Traustadóttir<br />

Guðný Björk Guðjónsdóttir<br />

Helga Hrönn Þórsdóttir<br />

Hrönn Árnadóttir<br />

Hugrún Hjörleifsdóttir<br />

Íris Sveinbjörnsdóttir<br />

Karitas Gunnarsdóttir<br />

Kristín Þórarinsdóttir<br />

Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir<br />

271


Selma Dröfn Ásmundsdóttir<br />

Sigríður Bryndís Stefánsdóttir<br />

Diplómanám í skurðhjúkrun (5)<br />

Áshildur Kristjánsdóttir<br />

Elín Jakobína Oddsdóttir<br />

Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir<br />

Helga Guðrún Hallgrímsdóttir<br />

Ragnheiður Jónsdóttir<br />

Diplómanám í svæfingahjúkrun (11)<br />

Anna Lilja Sigfúsdóttir<br />

Hallveig Friðþjófsdóttir<br />

Inga Þórunn Karlsdóttir<br />

Ingibjörg Linda Sigurðardóttir<br />

Jóhanna Margrét Sveinsdóttir<br />

María Garðarsdóttir<br />

Sigurveig Björgólfsdóttir<br />

Sólveig Björk Skjaldardóttir<br />

Þórdís Borgþórsdóttir<br />

Þórhildur Þórisdóttir<br />

Þuríður Geirsdóttir<br />

Brautskráning 25. júní <strong>2005</strong><br />

Guðfræðideild (12)<br />

MA-próf í guðfræði (1)<br />

Bragi R Friðriksson<br />

Embættispróf í guðfræði (5)<br />

Ása Björk Ólafsdóttir<br />

Guðmundur Örn Jónsson<br />

Hildur Eir Bolladóttir<br />

Hólmgrímur E. Bragason<br />

Ævar Kjartansson<br />

BA-próf í guðfræði (3)<br />

Árni Þorlákur Guðnason<br />

Grétar Halldór Gunnarsson<br />

Guðrún Edda Káradóttir<br />

BA-próf í guðfræði, djáknanám (3)<br />

Elísabet Gísladóttir<br />

Kristín Sigríður Garðarsdóttir<br />

Ragnheiður Guðmundsdóttir<br />

Læknadeild (65)<br />

MS-próf í heilbrigðisvísindum (3)<br />

Guðrún Gestsdóttir<br />

Jóna Siggeirsdóttir<br />

Kristjana Bjarnadóttir<br />

Embættispróf í læknisfræði (43)<br />

Agnar Bjarnason<br />

Anna Margrét Jónsdóttir<br />

Arnfríður Henrysdóttir<br />

Arnþór Heimir Guðjónsson Luther<br />

Ágúst Hilmarsson<br />

Bjarni Geir Viðarsson<br />

Brynja Ármannsdóttir<br />

Einar Þór Bogason<br />

Einar Þór Hafberg<br />

Elías Þór Guðbrandsson<br />

Elín Anna Helgadóttir<br />

Eva Jónasdóttir<br />

Guðmundur Otti Einarsson<br />

Guðmundur Fr. Jóhannsson<br />

Guðný Stella Guðnadóttir<br />

Guðrún Jónsdóttir<br />

Hallgerður Lind Kristjánsdóttir<br />

Helga Margrét Skúladóttir<br />

Helgi Karl Engilbertsson<br />

Hermann Páll Sigbjarnarson<br />

Hildur Þórarinsdóttir<br />

272<br />

Hilmir Ásgeirsson<br />

Hlynur Georgsson<br />

Hulda Rósa Þórarinsdóttir<br />

Ingibjörg Hilmarsdóttir<br />

Janus Freyr Guðnason<br />

Jenna Huld Eysteinsdóttir<br />

Jens Kristján Guðmundsson<br />

Jóhanna Gunnarsdóttir<br />

Jón Torfi Gylfason<br />

Matthildur Sigurðardóttir<br />

Oddur Ingimarsson<br />

Óttar Geir Kristinsson<br />

Ragna Hlín Þorleifsdóttir<br />

Sigríður Bára Fjalldal<br />

Sigurbjörg Sigurjónsdóttir<br />

Sólrún Melkorka Maggadóttir<br />

Steinar Björnsson<br />

Steinunn Arnardóttir<br />

Trausti Óskarsson<br />

Viktor Davíð Sigurðsson<br />

Þórður Þórarinn Þórðarson<br />

Örvar Gunnarsson<br />

BS-próf í sjúkraþjálfun (19)<br />

Atli Þór Jakobsson<br />

Birna María Karlsdóttir<br />

Einar Sigurjónsson<br />

Elín Björg Harðardóttir<br />

Elín Elísabet Jörgensen<br />

Elva Rún Ívarsdóttir<br />

Guðný Björg Björnsdóttir<br />

Guðrún Sigurðardóttir<br />

Halldóra Jónasdóttir<br />

Hrefna Regína Gunnarsdóttir<br />

Ingibjörg Magnúsdóttir<br />

Kolbrún Vala Jónsdóttir<br />

Kristín Sif Ómarsdóttir<br />

Linda Björk Sveinsdóttir<br />

Ólöf Inga Óladóttir<br />

Sigurbjörg Júlíusdóttir<br />

Sævar Þór Sævarsson<br />

Þorfinnur Sveinn Andreasen<br />

Þórhildur Knútsdóttir<br />

Lagadeild (38)<br />

Embættispróf í lögfræði (24)<br />

Auður Björg Jónsdóttir<br />

Ágúst Karl Guðmundsson<br />

Árni Hrafn Gunnarsson<br />

Björg Fenger<br />

Einar Hugi Bjarnason<br />

Eiríkur Hauksson<br />

Elsa Karen Jónasdóttir<br />

Eyþóra Hjartardóttir<br />

Fanney Rós Þorsteinsdóttir<br />

Guðjón Ármannsson<br />

Guðrún Finnborg Þórðardóttir<br />

Helga Hauksdóttir<br />

Ingibjörg Björnsdóttir<br />

Jana Friðfinnsdóttir<br />

Katrín Smári Ólafsdóttir<br />

Lilja Rún Sigurðardóttir<br />

Ólafur Kjartansson<br />

Rán Ingvarsdóttir<br />

Sesselja Sigurðardóttir<br />

Sigríður Anna Ellerup<br />

Skúli Þór Gunnsteinsson<br />

Torfi Ragnar Sigurðsson<br />

Unnur Erla Jónsdóttir<br />

Þóra Björg Jónsdóttir<br />

LL.M-próf í þjóðarrétti og<br />

umhverfisrétti (2)<br />

Samsidanith Chan<br />

Sandra Baldvinsdóttir<br />

MS-próf í sjávarútvegsfræðum (1)<br />

Dagmar Sigurðardóttir<br />

BA-próf í lögfræði (11)<br />

Ágúst Stefánsson<br />

Birkir Snær Fannarsson<br />

Bjarni Aðalgeirsson<br />

Dagbjört Erla Einarsdóttir<br />

Einar Ingimundarson<br />

Erna Sigríður Sigurðardóttir<br />

Haraldur Steinþórsson<br />

Ingi Björn Poulsen<br />

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir<br />

Ingunn Agnes Kro<br />

Þórir Júlíusson<br />

Viðskipta- og hagfræðideild<br />

(70)<br />

MS-próf í hagfræði (1)<br />

Svava Guðlaug Sverrisdóttir*<br />

MS-próf í heilsuhagfræði (1)<br />

Rúna Hauksdóttir Hvannberg<br />

MS-próf í viðskiptafræði (10)<br />

Guðrún Ólafsdóttir<br />

Jóhann Pétur Sturluson<br />

Kristín Kristmundsdóttir<br />

Maria Claudia Sáenz Parada<br />

Ólafur Páll Magnússon<br />

Shi Zhaohui<br />

Sigfús Ólafsson<br />

Svava Guðlaug Sverrisdóttir*<br />

Sveinn Ragnarsson<br />

Örn Valdimarsson<br />

MA-próf í mannauðsstjórnun (5)<br />

Bára Agnes Ketilsdóttir<br />

Jónas Hvannberg<br />

Pétur Ólafur Einarsson<br />

Ragnar Þorsteinsson<br />

Sif Sigfúsdóttir<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (11)<br />

Alexander Lapas<br />

Emil Viðar Eyþórsson<br />

Erik Ingvar Bjarnason<br />

Hjördís Ýr Ólafsdóttir<br />

Hjörtur Bjarki Halldórsson<br />

Jón Sturla Jónsson<br />

Kristinn Kristjánsson<br />

Kristín Inga Arnardóttir<br />

Margrét Sigríður Guðjónsdóttir<br />

Páll Snorrason<br />

Samúel Orri Samúelsson<br />

BS-próf í viðskiptafræði (26)<br />

Auður Þórhildur Ingólfsdóttir<br />

Ármann Einarsson<br />

Áslaug Sigurðardóttir<br />

Bergrún Björnsdóttir<br />

Birna Vilborg Jakobsdóttir<br />

Björn Freyr Ingólfsson<br />

Eva Björk Sveinsdóttir<br />

Gunnar Páll Ólafsson<br />

Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir<br />

Hildur Björg Jónasdóttir<br />

Hjördís Þorsteinsdóttir<br />

Íris Björk Hafsteinsdóttir<br />

Jóhanna Harpa Agnarsdóttir<br />

Karen Íris Bragadóttir<br />

Katrín Ósk Guðmundsdóttir


Kristinn Sverrisson<br />

Orri Ólafsson<br />

Ragnar Haukur Ragnarsson<br />

Rósa Pétursdóttir<br />

Sigríður Dröfn Tómasdóttir<br />

Sigurður Grétar Jökulsson<br />

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson<br />

Svanhvít Guðmundsdóttir<br />

Svavar Gauti Stefánsson<br />

Þór Gunnlaugsson<br />

Þórhalla Sólveig Jónsdóttir<br />

BS-próf í hagfræði (7)<br />

Daði Sverrisson<br />

Halldór Gunnar Haraldsson<br />

Halldór Benjamín Þorbergsson<br />

Jóhanna Bergsteinsdóttir<br />

Rósa Björk Sveinsdóttir<br />

Svava Jóhanna Haraldsdóttir<br />

Þórhallur Sverrisson<br />

BA-próf í hagfræði (7)<br />

Baldur Thorlacius<br />

Guðrún Þórdís Guðmundsdóttir<br />

Hildigunnur Fönn Hauksdóttir<br />

Jón Bjarni Magnússon<br />

Klara Berta Hinriksdóttir<br />

Stefnir Ingi Agnarsson<br />

Þórlindur Kjartansson<br />

Diplómapróf (2)<br />

Berglind Gunnarsdóttir<br />

Guðmundur Sveinsson<br />

Hugvísindadeild (121)<br />

MA-próf í almennri bókmenntafræði (1)<br />

Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir<br />

MA-próf í ensku (2)<br />

Sverrir Hans Konráðsson<br />

Yan Ping Li<br />

MA-próf í fornleifafræði (1)<br />

Elín Ósk Hreiðarsdóttir<br />

MA-próf í heimspeki (1)<br />

Róbert Jack<br />

MA-próf í íslenskri málfræði (1)<br />

Hanna Óladóttir<br />

MA-próf í ísl. bókmenntum (1)<br />

Haukur Ingvarsson<br />

MA-próf í sagnfræði (2)<br />

Erna Arngrímsdóttir<br />

Valur Freyr Steinarsson<br />

MA-próf í þýðingafræði (3)<br />

Eiríkur Sturla Ólafsson<br />

Hildur Halldórsdóttir<br />

Marion Lerner<br />

M.Paed.-próf í ensku (1)<br />

Hafliði Vilhelmsson<br />

M.Paed.-próf í frönsku (1)<br />

Marc André Portal*<br />

M.Paed.-próf í heimspeki (1)<br />

Kristín Hildur Sætran<br />

Tvöfalt BA-próf í grísku og latínu (1)<br />

Eiríkur Gauti Kristjánsson<br />

BA-próf í almennri bókmenntafræði (12)<br />

Bára Hlín Kristjánsdóttir<br />

Davíð Stefánsson<br />

Erna Kristín Ernudóttir<br />

Eyvindur Karlsson<br />

Guðrún Birna Eiríksdóttir<br />

Guðrún Dröfn Whitehead<br />

Gunnar Theodór Eggertsson<br />

Hjalti Snær Ægisson<br />

274<br />

Hrafnhildur Kvaran<br />

Rósa Björk Gunnarsdóttir<br />

Stella Soffía Jóhannesdóttir<br />

Þormóður Dagsson<br />

BA-próf í almennum málvísindum (1)<br />

Dagný Bolladóttir<br />

BA-próf í dönsku (3)<br />

Brynja Ríkey Birgisdóttir<br />

Guðríður Helga Magnúsdóttir<br />

Margrét Gunnarsdóttir<br />

BA-próf í ensku (7)<br />

Eygló Jónsdóttir<br />

Guðný Kristrún Guðjónsdóttir<br />

Margrét Sara Guðjónsdóttir<br />

Maria A Escobar Trujillo<br />

Sigríður Gunnarsdóttir<br />

Sigurður Jónsson<br />

Þórey Einarsdóttir<br />

BA-próf í fornleifafræði (5)<br />

Albína Hulda Pálsdóttir<br />

Hákon Jensson<br />

Hrönn Konráðsdóttir<br />

Kristín Erla Þráinsdóttir<br />

Lilja Björk Pálsdóttir<br />

BA-próf í frönsku (8)<br />

Auður S Arndal<br />

Björg Sæmundsdóttir<br />

Eva María Hilmarsdóttir<br />

Harpa Ævarsdóttir<br />

Inga Ágústsdóttir<br />

Rósa Elín Davíðsdóttir<br />

Sigríður Erna Guðmundsdóttir<br />

Þórhildur Guðmundsdóttir<br />

BA-próf í heimspeki (7)<br />

Andrea Ósk Jónsdóttir<br />

Dögg Sigmarsdóttir<br />

Hrafn Ásgeirsson<br />

Kristinn Már Ársælsson<br />

Þóra Björg Sigurðardóttir<br />

Þórdís Helgadóttir<br />

Þórdís Ása Þórisdóttir<br />

BA-próf í íslensku (20)<br />

Anna Jensdóttir<br />

Bára Yngvadóttir<br />

Bryndís Marteinsdóttir<br />

Eyrún Valsdóttir<br />

Guðný Björk Atladóttir*<br />

Haukur Svavarsson<br />

Heba Margrét Harðardóttir<br />

Helga Birgisdóttir<br />

Höskuldur Ólafsson<br />

Kjartan Jónsson<br />

Kristín Þórarinsdóttir<br />

Magnea Helgadóttir<br />

Magnús Sigurðsson<br />

Ólafur Sólimann Helgason<br />

Rannveig Rós Ólafsdóttir<br />

Sigríður Guðrún Pálmadóttir<br />

Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir<br />

Sonja Þórey Þórsdóttir<br />

Valgerður Hilmarsdóttir<br />

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson<br />

BA-próf í íslensku fyrir<br />

erlenda stúdenta (6)<br />

Anna Kaarina Koskinen<br />

Elias Portela Fernandez<br />

Laura Anneli Salo<br />

Olena Guðmundsson<br />

Outi Pauliina Kousmanen<br />

Violeta Soffía Smid<br />

BA-próf í ítölsku (1)<br />

Sigurður Steingrímsson<br />

BA-próf í rússnesku (1)<br />

Kristín Sigurgeirsdóttir<br />

BA-próf í sagnfræði (13)<br />

Björn Ólafsson<br />

Eva Dögg Benediktsdóttir<br />

Grétar Birgisson<br />

Grímur Thor Bollason<br />

Jón Þór Pétursson<br />

Kjartan Þór Ragnarsson*<br />

Margrét Hildur Þrastardóttir<br />

Nanna Marteinsdóttir<br />

Óli Njáll Ingólfsson<br />

Óskar Baldursson<br />

Reynir Berg Þorvaldsson<br />

Sigurlaug Gunnlaugsdóttir<br />

Þóra Fjeldsted<br />

BA-próf í spænsku (7)<br />

Hildur Ottesen Hauksdóttir<br />

Jóna Ósk Pétursdóttir<br />

Klara Viðarsdóttir<br />

Málfríður Dögg Sigurðardóttir<br />

Sigrún Eyjólfsdóttir<br />

Sigursveinn Már Sigurðsson<br />

Þórhildur Birgisdóttir<br />

BA-próf í táknmálsfræði (1)<br />

Kristín Theódóra Þórarinsdóttir<br />

BA-próf í táknmálsfræði og<br />

táknmálstúlkun (3)<br />

Halla Magnúsdóttir<br />

Kolbrún Bergmann Björnsdóttir<br />

Soffía Ámundadóttir<br />

BA-próf í þýsku (4)<br />

Kristjana Björg Sveinsdóttir<br />

Magnús Matthíasson<br />

Sigrún Edda Knútsdóttir<br />

Valdís Guðjónsdóttir<br />

Diplómanám í hagnýtri íslensku (6)<br />

Dagmar Ingibjörg Birgisdóttir<br />

Fjóla Einarsdóttir<br />

Fríða Proppé<br />

Guðný Sif Jónsdóttir<br />

Hjördís H Friðjónsdóttir<br />

María Björk Guðmundsdóttir<br />

Tannlæknadeild (5)<br />

Kandídatspróf í tannlækningum (5)<br />

Daði Hrafnkelsson<br />

Edda Hrönn Sveinsdóttir<br />

Jón Steindór Sveinsson<br />

Ottó Þórsson<br />

Petra Vilhjálmsdóttir<br />

Verkfræðideild (95)<br />

MS-próf í byggingarverkfræði (3)<br />

Anna María Jónsdóttir<br />

Ólafur Daníelsson<br />

Sigurður Bjarni Gíslason<br />

MS-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (1)<br />

Leifur Arnar Kristjánsson<br />

MS-próf í vélaverkfræði (3)<br />

Bjarni Gíslason<br />

Daði Halldórsson<br />

Dorj Purevsuren<br />

MS-próf í iðnaðarverkfræði (2)<br />

Olena Babak<br />

Snorri Árnason<br />

MS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (3)


Alex Rodriguez Rodriguez<br />

Jón Skírnir Ágústsson<br />

Jón Ævar Pálmason<br />

MS-próf í tölvunarfræði (3)<br />

Guðlaugur Kristján Jörundsson<br />

Gyða Björk Atladóttir<br />

Kristinn Sigurðsson<br />

MS-próf umhverfisfræði (1)<br />

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir<br />

BS-próf í byggingarverkfræði (16)<br />

Auður Atladóttir<br />

Berglind Rósa Halldórsdóttir<br />

Birgir Viðarsson<br />

Davíð Sigurður Snorrason<br />

Eiríkur Gíslason<br />

Finnur Gíslason<br />

Guðlaug Ósk Sigurðardóttir<br />

Helgi Þór Guðmundsson<br />

Katrín Karlsdóttir<br />

Kolbeinn Tumi Daðason<br />

Laila Sif Cohagen<br />

Ólafur Hrafnkell Baldursson<br />

Vala Dröfn Björnsdóttir<br />

Þorbjörg Sævarsdóttir<br />

Þórólfur Nielsen<br />

Þórunn Sigurðardóttir<br />

BS-próf í umhverfisverkfræði (1)<br />

Magdalena Rós Guðnadóttir<br />

BS-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (1)<br />

Arngrímur Einarsson<br />

BS-próf í vélaverkfræði (15)<br />

Arnar Hjartarson<br />

Arnar Gauti Reynisson<br />

Ásdís Helgadóttir<br />

Bragi Sveinsson*<br />

Davíð Örn Benediktsson<br />

Davíð Þór Tryggvason<br />

Gunnar Birnir Jónsson<br />

Jónas Ketilsson*<br />

Sif Grétarsdóttir<br />

Sigurður Ágúst Einarsson<br />

Sigurður Ríkharð Steinarsson<br />

Sigurjón Magnússon<br />

Sveinn Jakob Pálsson<br />

Þorsteinn Sigursteinsson<br />

Þórhildur Þorkelsdóttir<br />

BS-próf í iðnaðarverkfræði (16)<br />

Birgir Þór Birgisson<br />

Bjarki Hvannberg<br />

Einar Björgvin Eiðsson<br />

Einar Sævarsson<br />

Guðmundur Ingi Þorsteinsson<br />

Guðný Nielsen<br />

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson<br />

Hrafn Harðarson<br />

Hulda Hallgrímsdóttir<br />

Jens Þórðarson<br />

Karl Ágúst Matthíasson<br />

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir<br />

Silja Rán Sigurðardóttir<br />

Tryggvi Sveinsson<br />

Valur Sveinbjörnsson<br />

Viktoría Jensdóttir<br />

BS-próf í efnaverkfræði (2)<br />

Einar Örn Jónsson<br />

Steinar Yan Wang<br />

BS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (12)<br />

Benedikt Bjarni Bogason<br />

Bjarni Sigþór Sigurðsson<br />

Bragi Sveinsson*<br />

Ellert Hlöðversson<br />

Guðrún Olga Stefánsdóttir<br />

Hildur Einarsdóttir<br />

Ísleifur Orri Arnarson<br />

Ólöf Helgadóttir<br />

Pétur Björn Thorsteinsson<br />

Sigurjón Svavarsson<br />

Valgerður Guðrún Halldórsdóttir<br />

Ýmir Sigurðarson<br />

BS-próf í tölvunarfræði (14)<br />

Bjarki Már Gunnarsson<br />

Dagur Páll Ammendrup<br />

Guðrún Eiríksdóttir<br />

Gunnar Valur Gunnarsson<br />

Gunnar Sigurðsson<br />

Helga Kolbrún Magnúsdóttir<br />

Íris Stefánsdóttir<br />

Jón Gunnar Gunnarsson<br />

Kjartan Pálsson<br />

Ólafur Egilsson<br />

Ólafur Þór Gunnarsson<br />

Ólafur Hilmarsson<br />

Petar Kostadinov Shomov<br />

Pétur Orri Sæmundsen<br />

BS-próf í hugbúnaðarverkfræði (1)<br />

Ingvar Þór Jónsson<br />

Diplómanám í tölvurekstrarfræði (1)<br />

Hlynur Bjarnason<br />

Raunvísindadeild (97)<br />

MS-próf í stærðfræði (1)<br />

Pawel Bartoszek<br />

MS-próf í efnafræði (1)<br />

Egill Skúlason<br />

MS-próf í líffræði (2)<br />

Jónas Páll Jónasson<br />

Þorkell Heiðarsson<br />

MS-próf í umhverfisfræði (4)<br />

Eygerður Margrétardóttir<br />

Kristín Sigfúsdóttir<br />

Sóley Jónasdóttir<br />

Þorsteinn Narfason<br />

M.Paed.-próf í stærðfræði (1)<br />

Ásta Jenný Sigurðardóttir*<br />

BS-próf í stærðfræði (9)<br />

Baldvin Einarsson<br />

Benedikt Steinar Magnússon<br />

Bergsteinn Ólafur Einarsson<br />

Hannes Árdal<br />

Helga Björk Arnardóttir<br />

Marteinn Þór Harðarson<br />

Ragnheiður Helga Haraldsdóttir<br />

Stefán Þór Ragnarss Torbergsen<br />

Ýmir Vigfússon<br />

BS-próf í eðlisfræði (4)<br />

Gunnar Þorgilsson<br />

Harpa B Óskarsdóttir<br />

Helgi Þór Helgason<br />

Sigurður Örn Stefánsson<br />

BS-próf í jarðeðlisfræði (3)<br />

Baldvin Jónbjarnarson<br />

Jónas Ketilsson*<br />

Sveinn Brynjólfsson<br />

BS-próf í efnafræði (4)<br />

Egill Antonsson<br />

Jón Bergmann Maronsson<br />

Kristján Friðrik Alexandersson<br />

Snjólaug Ólafsdóttir<br />

BS-próf í lífefnafræði (5)<br />

Andri Guðmundsson<br />

Elín Edwald Tryggvadóttir<br />

Hörður Guðmundsson<br />

Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir<br />

Pétur Orri Heiðarsson<br />

BS-próf í líffræði (33)<br />

Alexandra María Klonowski<br />

Atli Arnarson<br />

Álfrún Harðardóttir<br />

Ása Vala Þórisdóttir<br />

Bjarki Steinn Traustason<br />

Brynja Hrafnkelsdóttir<br />

Edda Elísabet Magnúsdóttir<br />

Egill Guðmundsson<br />

Elísabet Ragna Hannesdóttir<br />

Eva Hlín Hermannsdóttir<br />

Halldóra Brynjólfsdóttir<br />

Johanna Maria Henriksson<br />

Jóna Katrín Guðnadóttir<br />

Karólína Einarsdóttir<br />

Katrín Björk Guðjónsdóttir<br />

Lárus Viðar Lárusson<br />

Linda Viðarsdóttir<br />

Margrét Þóra Jónsdóttir<br />

María Berg Guðnadóttir<br />

Níels Árni Árnason<br />

Óla Kallý Magnúsdóttir<br />

Páll Þórir Daníelsson<br />

Ragnheiður Guðjónsdóttir<br />

Ragnhildur Guðmundsdóttir<br />

Rakel Guðmundsdóttir<br />

Sigurður Eggertsson<br />

Sigurður Jens Sæmundsson<br />

Sindri Traustason<br />

Steinar Örn Stefánsson<br />

Steingerður Ingvarsdóttir<br />

Tryggvi Gunnarsson<br />

Viktor Burkni Pálsson<br />

Þórður Örn Kristjánsson<br />

BS-próf í jarðfræði (6)<br />

Arnheiður Björg Smáradóttir<br />

Harpa Sigmarsdóttir<br />

Kristín Björg Ólafsdóttir<br />

Riccardo Basani<br />

Sarah Kaiser<br />

Sigurjón Vídalín Guðmundsson<br />

BS-próf í landfræði (9)<br />

Bryndís Zoëga<br />

Elsa Guðmunda Jónsdóttir<br />

Gunnar Magnússon<br />

Hólmfríður Þorsteinsdóttir<br />

Jónas Tryggvason<br />

Níels Einar Reynisson<br />

Sigríður Magnea Óskarsdóttir<br />

Sigurlína Tryggvadóttir<br />

Þorsteinn Hymer<br />

BS-próf í ferðamálafræði (13)<br />

Ásta Sóllilja Snorradóttir<br />

Davíð Samúelsson<br />

Díana Júlíusdóttir<br />

Eyrún Huld Árnadóttir<br />

Guðlaug Finnsdóttir<br />

Hallveig Jónsdóttir<br />

Helga Rún Guðjónsdóttir<br />

Hjördís María Ólafsdóttir<br />

Ingibjörg María Kr Gorozpe<br />

Margrét Eðvaldsdóttir<br />

Regína Valbjörg Reynisdóttir<br />

Sigríður Pjetursdóttir<br />

275


Þóra Björk Þórhallsdóttir<br />

BS-próf í matvælafræði (2)<br />

Melkorka Árný Kvaran<br />

Þórólfur Sveinn Sveinsson<br />

Félagsvísindadeild (235)<br />

MLIS-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (1)<br />

Kristín Benedikz<br />

MA-próf í náms- og starfsráðgjöf (2)<br />

Elfa Huld Haraldsdóttir<br />

Ragnheiður Bóasdóttir<br />

MSW-próf í félagsráðgjöf (3)<br />

Anna Rós Jóhannesdóttir<br />

Guðrún H Sederholm<br />

Sigrún Harðardóttir<br />

MA-próf í sálfræði (1)<br />

Helga Rúna Péturs<br />

Cand.psych.-próf í sálfræði (11)<br />

Edda Margrét Guðmundsdóttir<br />

Elfa Björt Hreinsdóttir<br />

Guðlaug Ólafsdóttir<br />

Hafrún Kristjánsdóttir<br />

Orri Smárason<br />

Pétur Maack Þorsteinsson<br />

Sigrún Daníelsdóttir<br />

Sigurlaug María Jónsdóttir<br />

Sigurlín Hrund Kjartansdóttir<br />

Sóley Jökulrós Einarsdóttir<br />

Ægir Hugason<br />

MA-próf í stjórnmálafræði (1)<br />

Oyvindur av Skarði<br />

MPA-próf í opinberri stjórnsýslu (5)<br />

Edda Lilja Sveinsdóttir<br />

Ívar J Arndal<br />

Kristín Sigríður Jensdóttir<br />

Rannveig Einarsdóttir<br />

Svavar Jósefsson<br />

MA-próf í fötlunarfræði (1)<br />

Hrefna Karonina Óskarsdóttir<br />

MA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (7)<br />

Andrea Sompit Siengboon<br />

Anna Kristín Halldórsdóttir<br />

Ágústa Elín Ingþórsdóttir<br />

Jóna Guðmundsdóttir<br />

Sigurlaug Svava Hauksdóttir<br />

Silja Björk Baldursdóttir<br />

Svanborg Rannveig Jónsdóttir<br />

MA-próf í umhverfisfræðum (1)<br />

Björk Bjarnadóttir<br />

Diplómanám í opinberri<br />

stjórnsýslu (15e) (6)<br />

Daníel Eyþórsson<br />

Erla Sigurðardóttir<br />

Eva Þengilsdóttir<br />

Hrafnhildur Þorgeirsdóttir<br />

Jörundur Kristjánsson<br />

Rósa Guðrún Bergþórsdóttir<br />

Diplómanám í uppeldis- og<br />

menntunarfræðiskor (15e) (2)<br />

Fræðslustarfi og stjórnun:<br />

Bára Jóna Oddsdóttir<br />

Fullorðinsfræðsla:<br />

Elísabet Karlsdóttir<br />

BA-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (11)<br />

Adda Sigríður Jóhannsdóttir<br />

Ásdís Paulsdóttir<br />

276<br />

Bríet Pálsdóttir<br />

Elfa Eyþórsdóttir<br />

Elín Björg Héðinsdóttir<br />

Gréta Björg Sörensdóttir<br />

Guðrún Beta Mánadóttir<br />

Guðrún Jóna Reynisdóttir<br />

Inga Dögg Þorsteinsdóttir<br />

Ósvaldur Þorgrímsson<br />

Þórunn Sveina Hreinsdóttir<br />

BA-próf í félagsfræði (16)<br />

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir<br />

Anna Þóra Þrastardóttir<br />

Árni Fannar Sigurðsson<br />

Bjarney Sigurðardóttir<br />

Bogi Ragnarsson<br />

Elfa Sif Logadóttir<br />

Elín Ólafsdóttir<br />

Heiða Björk Vigfúsdóttir<br />

Helga Rúna Þorsteinsdóttir<br />

Hildur Sif Arnardóttir<br />

Karen Guðmundsdóttir<br />

Katrín Tinna Gauksdóttir<br />

Reynir Örn Jóhannsson<br />

Sigrún Snorradóttir<br />

Vega Rós Guðmundsdóttir<br />

Þóra Lilja Sigurðardóttir<br />

BA-próf í félagsráðgjöf (11)<br />

Eyrún Unnur Guðmundsdóttir<br />

Halla Stefánsdóttir<br />

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir<br />

Júlíana Jónsdóttir<br />

Kristín Ósk Ómarsdóttir<br />

Margrét Albertsdóttir<br />

Sigríður Jóhanna Haraldsdóttir<br />

Svana Rún Símonardóttir<br />

Vera Einarsdóttir<br />

Vigdís Gunnarsdóttir<br />

Þorsteinn Sveinlaugur Sveinsson<br />

BA-próf í mannfræði (13)<br />

Álfheiður Anna Pétursdóttir<br />

Guðrún Birna Jóhannsdóttir<br />

Hallfríður Alda Steinþórsdóttir<br />

Harpa Lind Hrafnsdóttir<br />

Hildur Ýr Kristinsdóttir<br />

Inga Dóra Pétursdóttir<br />

Íris Ragna Stefánsdóttir<br />

Jo Tore Berg<br />

Jónína Birna Halldórsdóttir<br />

Jónína Þórunn Jónsdóttir<br />

Linda Björk Jóhannsdóttir<br />

Sara Sigurbjörnsdóttir Öldudóttir<br />

Sigríður Ella Jónsdóttir<br />

BA-próf í sálfræði (27)<br />

Álfheiður Guðmundsdóttir<br />

Árný Ingvarsdóttir<br />

Elfa Dögg Finnbogadóttir<br />

Elís Pétursson<br />

Ella Björt Teague<br />

Fjóla Kristín Helgadóttir<br />

Friðný Hrönn Helgadóttir<br />

Haraldur Þorsteinsson<br />

Harpa Hrund Berndsen<br />

Heiða Dóra Jónsdóttir<br />

Heiða María Sigurðardóttir<br />

Heiðrún Kjartansdóttir<br />

Hildur Petra Friðriksdóttir<br />

Hildur Valdimarsdóttir<br />

Hrefna Ástþórsdóttir<br />

Ingunn Guðbrandsdóttir<br />

Íris María Stefánsdóttir<br />

Katrín Ólöf Ólafardóttir<br />

Kjartan Smári Höskuldsson<br />

Lilja Ýr Halldórsdóttir<br />

Lilja Sif Þorsteinsdóttir<br />

Ragnhildur S Georgsdóttir<br />

Sigrún Ólafsdóttir<br />

Soffía Erla Einarsdóttir<br />

Sólrún Helga Örnólfsdóttir<br />

Stefanía Halldórsdóttir<br />

Vigfús Eiríksson<br />

BA-próf í stjórnmálafræði (16)<br />

Arnar Þór Jóhannesson<br />

Arnar B Sigurðsson<br />

Baldvin Donald Petersson<br />

Björgvin Brynjólfsson<br />

Guðmundur Óskar Bjarnason<br />

Guðrún Dís Emilsdóttir<br />

Halla Hrund Logadóttir<br />

Hildur S Aðalsteinsdóttir<br />

Hlynur Geir Ólason<br />

Júlía Bjarney Björnsdóttir<br />

Kristbjörn Guðmundsson<br />

Magnús Ársælsson<br />

Sigurbjörg Bergsdóttir<br />

Sólveig Jónsdóttir<br />

Steinar Kaldal<br />

Svava Ólafsdóttir<br />

BA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (3)<br />

Edda Jóhannesdóttir<br />

Guðlaugur Eyjólfsson<br />

Ingunn Jónsdóttir<br />

BA-próf í þjóðfræði (4)<br />

Einar Hróbjartur Jónsson<br />

Guðrún Kristveig Gunnarsdóttir<br />

Ingibjörg Jóna Gestsdóttir<br />

Margrét G Björnson<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

viðbótarnám til starfsréttinda (60e) (2)<br />

Baldur Ingvi Jóhannsson<br />

Ragnheiður G Sövik<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

skólasafnsfræði, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (30e) (1)<br />

Sigríður Gunnarsdóttir<br />

Hagnýt fjölmiðlun, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (4)<br />

Ásta Guðrún Beck<br />

Bernharð Antoniussen<br />

Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir<br />

Valgerður Þórunn Bjarnadóttir<br />

Náms- og starfsráðgjöf, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (15)<br />

Ásta Bára Jónsdóttir<br />

Ásthildur G Guðlaugsdóttir<br />

Erla Dögg Ásgeirsdóttir<br />

Fríður Reynisdóttir<br />

Guðbjörg Sigurðardóttir<br />

Guðlaug Sunna Gunnarsdóttir<br />

Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir<br />

Kristborg Bóel Steindórsdóttir<br />

Margrét Hvannberg<br />

Ragnhildur Jónsdóttir<br />

Sigríður Huld Konráðsdóttir<br />

Sigrún Hulda Steingrímsdóttir<br />

Sólveig Björg Hansen<br />

Steinunn Harpa Jónsdóttir<br />

Unnur Símonardóttir


Félagsráðgjöf, viðbótarnám til<br />

starfsréttinda (5)<br />

Arna Kristjánsdóttir<br />

Dagrún Þorsteinsdóttir<br />

Gunnlaug Thorlacius<br />

Helga Andrea Margeirsdóttir<br />

Vilborg Fawondu Grétarsdóttir<br />

Kennslufræði til kennsluréttinda,<br />

viðbótarnám til starfsréttinda (66)<br />

Aðalheiður D Hjálmarsdóttir<br />

Alda Brynja Birgisdóttir<br />

Aleksandra Hamely Ósk Kojic<br />

Auðun Sæmundsson<br />

Árni Sigurður Björnsson<br />

Árni Geir Magnússon<br />

Ásdís Björnsdóttir<br />

Ásta Jenný Sigurðardóttir*<br />

Bryndís Bjarnadóttir<br />

Bryndís Björk Eyþórsdóttir<br />

Davíð Sigurþórsson<br />

Egill Helgi Lárusson<br />

Elsa Herjólfsdóttir Skogland<br />

Eyrún Huld Haraldsdóttir<br />

Fannar Jónsson<br />

Fjóla Karlsdóttir<br />

Guðbjörg Einarsdóttir<br />

Guðmundur Ingi Kjerúlf<br />

Guðný Björk Atladóttir*<br />

Guðrún Hafdís Eiríksdóttir<br />

Guðrún Guðmundsdóttir<br />

Gunnhildur Gunnarsdóttir<br />

Gunnhildur Inga Þráinsdóttir<br />

Hafdís Einarsdóttir<br />

Hanna María Kristjánsdóttir<br />

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir<br />

Haraldur Björnsson<br />

Heiðrún Hafliðadóttir<br />

Helena Björk Magnúsdóttir<br />

Helga Guðmundsdóttir<br />

Helgi Sæmundur Helgason<br />

Hilmar Gunnþór Garðarsson<br />

Hlín Rafnsdóttir<br />

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir<br />

Jóna Guðbjörg Torfadóttir<br />

Katrín Jónsdóttir<br />

Katrín Magnúsdóttir<br />

Kári Viðarsson<br />

Kjartan Þór Ragnarsson*<br />

Kristín Arna Hauksdóttir<br />

Kristín Sigurðardóttir<br />

Kristjana Hrund Bárðardóttir<br />

Kristján Bjarni Halldórsson<br />

Marc André Portal*<br />

María Ingibjörg Ragnarsdóttir<br />

Ólafur Freyr Gíslason<br />

Ólafur Þór Ólafsson<br />

Ólöf Ósk Óladóttir<br />

Ragna Eiríksdóttir<br />

Ragnheiður Lóa Björnsdóttir<br />

Ragnhildur Hrönn Sigurðardóttir<br />

Rakel Linda Gunnarsdóttir<br />

Rannveig Hulda Ólafsdóttir<br />

Rúna Björk Smáradóttir<br />

Sara Soroya Chelbat<br />

Sesselja Bogadóttir<br />

Sigríður Aradóttir<br />

Sigríður Sturlaugsdóttir<br />

Sigrún Garcia Thorarensen<br />

Sigurður Páll Guðbjartsson<br />

Snædís Eva Sigurðardóttir<br />

Stefanía Guðrún Bjarnadóttir<br />

Vala Guðný Guðnadóttir<br />

Valgerður S Bjarnadóttir<br />

Þorbjörg Birna Sæmundsdóttir<br />

Þórunn Jónsdóttir<br />

Lyfjafræðideild (5)<br />

MS-próf í lyfjafræði (1)<br />

Anna Kristín Ólafsdóttir<br />

Cand.pharm.-próf (4)<br />

Friðrik Jensen Karlsson<br />

Íris Jónsdóttir<br />

Kristín Laufey Steinadóttir<br />

Tanja Veselinovic<br />

Hjúkrunarfræðideild (68)<br />

MS-próf í hjúkrunarfræði (3)<br />

Herdís Alfreðsdóttir<br />

Jónína Þórunn Erlendsdóttir<br />

Rósa Jónsdóttir<br />

Diplómanám á sérsviðum hjúkrunar (4)<br />

Árný Sigríður Daníelsdóttir<br />

Anecita Gelbolingo Munoz<br />

Elínborg Dagmar Lárusdóttir<br />

Hildur Heba Theodórsdóttir<br />

Embættispróf í ljósmóðurfræði (11)<br />

Edda Guðrún Kristinsdóttir<br />

Esther Ósk Ármannsdóttir<br />

Guðrún Fema Ágústsdóttir<br />

Hafdís Hanna Birgisdóttir<br />

Hermína Stefánsdóttir<br />

Jónína Sigurlaug Jónasdóttir<br />

María Bergþórsdóttir<br />

María Egilsdóttir<br />

Ósk Geirsdóttir<br />

Sara Björk Hauksdóttir<br />

Steinunn Blöndal<br />

BS-próf í hjúkrunarfræði (50)<br />

Anna María Guðnadóttir<br />

Anna Rósa Pálsdóttir<br />

Anna Þóra Þorgilsdóttir<br />

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir<br />

Árdís Kjartansdóttir<br />

Áslaug Sigríður Svavarsdóttir<br />

Ásta Rut Ingimundardóttir<br />

Bergdís Saga Gunnarsdóttir<br />

Berglind Þorbergsdóttir<br />

Bjarnheiður Böðvarsdóttir<br />

Bylgja Rún Stefánsdóttir<br />

Dóra Björk Sigurðardóttir<br />

Drífa Björnsdóttir<br />

Edda Marý Óttarsdóttir<br />

Elín Pálsdóttir<br />

Embla Ýr Guðmundsdóttir<br />

Eva Rut Guðmundsdóttir<br />

Eydís Birta Jónsdóttir<br />

Fríða Björk Skúladóttir<br />

Gerður Eva Guðmundsdóttir<br />

Guðmundur Sævar Sævarsson<br />

Guðný Baldursdóttir<br />

Guðrún Svava Guðjónsdóttir<br />

Guðrún Margrét Gunnsteinsdóttir<br />

Guðrún Svava Pálsdóttir<br />

Guðrún Lísa Sigurðardóttir<br />

Gunnhildur M Björgvinsdóttir<br />

Helga Garðarsdóttir<br />

Hildur Guðrún Elíasdóttir<br />

Hildur Pálsdóttir<br />

Hrafnhildur Benediktsdóttir<br />

Ilmur Dögg Níelsdóttir<br />

Inga Björk Valgarðsdóttir<br />

Jónína Kristín Snorradóttir<br />

Kolbrún Kristiansen<br />

Lilja Karitas Lárusdóttir<br />

Margrét Felixdóttir<br />

María Hafsteinsdóttir<br />

Oddfríður R Þórisdóttir<br />

Ólöf Inga Birgisdóttir<br />

Patrycja Wodkowska<br />

Petra Sif Sigmarsdóttir<br />

Rakel Magnúsdóttir<br />

Regina Brigitte Þorsteinsson<br />

Sigríður Friðriksdóttir<br />

Sigríður Ólafsdóttir<br />

Sigurbjörg Þorvaldsdóttir<br />

Súsanna Kristín Knútsdóttir<br />

Vigdís Friðriksdóttir<br />

Þórunn Sighvatsdóttir<br />

Brautskráning<br />

22. október <strong>2005</strong><br />

Guðfræðideild (6)<br />

Cand.theol. (2)<br />

Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir<br />

Salvar Geir Guðgeirsson<br />

BA-próf í guðfræði (3)<br />

Bergþóra Ragnarsdóttir<br />

Sigríður Ómarsdóttir<br />

Teitur Atlason<br />

BA-próf í guðfræði, djáknanám (1)<br />

Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir<br />

Læknadeild (7)<br />

MS-próf í heilbrigðisvísindum (6)<br />

Anna Lilja Pétursdóttir<br />

Elín Valgerður Magnúsdóttir<br />

Helgi Gunnar Helgason<br />

Perla Þorbjörnsdóttir<br />

Steinþóra Þórisdóttir<br />

Valgarður Sigurðsson<br />

Embættispróf í læknisfræði (1)<br />

Kristján Tómas Árnason<br />

Lagadeild (30)<br />

LL.M-próf í International and<br />

Environmental Law (1)<br />

Erle Ennever<br />

Embættispróf í lögfræði (16)<br />

Ásgeir Jóhannesson<br />

Ásgeir Helgi Jóhannsson<br />

Berglind Ósk Guðmundsdóttir<br />

Björg Jóhannesdóttir<br />

Elísabet Rán Andrésdóttir<br />

Gestur Óskar Magnússon<br />

Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson<br />

Hervör Pálsdóttir<br />

Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir<br />

Jóhanna Kristrún Birgisdóttir<br />

Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir<br />

Kolbrún Benediktsdóttir<br />

Laufey Kristjánsdóttir<br />

Ragnheiður Björnsdóttir<br />

Sigrún Helga Jóhannsdóttir<br />

Þórunn Pálína Jónsdóttir<br />

BA-próf í lögfræði (12)<br />

Agnes Guðjónsdóttir<br />

Arndís Soffía Sigurðardóttir<br />

277


Árni Helgason<br />

Bjarki Már Baxter<br />

Bogi Guðmundsson<br />

Eva Sigrún Óskarsdóttir<br />

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir<br />

Hákon Már Pétursson<br />

Hildigunnur Hafsteinsdóttir<br />

Ingvar Örn Sighvatsson<br />

Rannveig Stefánsdóttir<br />

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson<br />

Diplómapróf í lögfræði (1)<br />

Halldóra Harðardóttir<br />

Viðskipta- og hagfræðideild<br />

(60)<br />

MS-próf í hagfræði (5)<br />

Ásdís Kristjánsdóttir<br />

Davíð Ólafur Ingimarsson<br />

Harpa Guðnadóttir<br />

Heiðrún Guðmundsdóttir<br />

Ragnhildur Jónsdóttir<br />

MS-próf í viðskiptafræði (11)<br />

Anna Aradóttir<br />

Drífa Valdimarsdóttir<br />

Helga Jóhanna Oddsdóttir<br />

Helgi Jóhannesson<br />

Inga Hanna Guðmundsdóttir<br />

Ingibjörg Daðadóttir<br />

Írunn Ketilsdóttir<br />

Kristín Huld Þorvaldsdóttir<br />

Ósk Heiða Sveinsdóttir<br />

Vala Hauksdóttir<br />

Þorvaldur Ingi Jónsson<br />

MA-próf í mannauðsstjórnun (2)<br />

Ingi Bogi Bogason<br />

Sigríður Harðardóttir<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (7)<br />

Árni Örvar Daníelsson<br />

Baldvin Freysteinsson<br />

Erla Kr. Skagfjörð Helgadóttir<br />

Ingibjörg Guðmundsdóttir<br />

Jóhanna Erla Guðmundsdóttir<br />

Ragnar Ulrich Valsson<br />

Örn Þorsteinsson<br />

BS-próf í viðskiptafræði (27)<br />

Aðalsteinn Pálsson<br />

Albert Guðmann Jónsson<br />

Albert Þór Magnússon<br />

Álfhildur Kristjánsdóttir<br />

Ásta Leonhardsdóttir<br />

Bryndís Erla Sigurðardóttir<br />

Elma Björk Bjartmarsdóttir<br />

Fjóla Björk Hauksdóttir<br />

Heiður Vigfúsdóttir<br />

Helen Gróa Guðjónsdóttir<br />

Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir<br />

Inga Birna Barkardóttir<br />

Ívar Már Magnússon<br />

Jóhanna Bára Haraldsdóttir<br />

Jónína Björk Erlingsdóttir<br />

Kjartan Þór Eiríksson<br />

Margrét Ragnarsdóttir<br />

Ragnar Fjalar Sævarsson<br />

Reynir Bjarni Egilsson<br />

Rúna Rut Ragnarsdóttir<br />

Rúnar Sigþórsson<br />

Sigfús Rúnar Eysteinsson<br />

Sighvatur Rúnarsson<br />

Sigþrúður Blöndal<br />

278<br />

Sverrir Sigurðsson<br />

Vala Magnúsdóttir<br />

Þorbjörn Sigurbjörnsson<br />

BS-próf í hagfræði (3)<br />

Brynjar Örn Ólafsson<br />

Elísabet Anna Vignir<br />

Heiður Margrét Björnsdóttir<br />

Þröstur Sveinbjörnsson<br />

BA-próf í hagfræði (5)<br />

Andri Már Gunnarsson<br />

Ívar Alfreð Grétarsson<br />

Pétur Jónasson<br />

Þorvarður Jóhannesson<br />

Hugvísindadeild (61)<br />

MA-próf í heimspeki (1)<br />

Óttar Martin Norðfjörð<br />

MA-próf í íslenskri málfræði (1)<br />

Aleksander Wereszczynski<br />

MA-próf í sagnfræði (4)<br />

Elín Hirst<br />

Hugrún Ösp Reynisdóttir<br />

Kristín Jónsdóttir<br />

Sigurður E. Guðmundsson<br />

M.Paed.-próf í ensku (2)<br />

Guðfinna Gunnarsdóttir<br />

Snorri B. Arnar*<br />

M.Paed.-próf í íslensku (3)<br />

Laufey Guðnadóttir<br />

Soffía Guðný Guðmundsdóttir<br />

Þórunn Blöndal<br />

Tvöfalt BA-próf í ensku og þýsku (1)<br />

Andres Camilo Ramon Rubiano<br />

Tvöfalt BA-próf í íslensku og táknmálsfræði<br />

og táknmálstúlkun (1)<br />

Helga Thors<br />

BA-próf í almennri bókmenntafræði (5)<br />

Arndís Þórarinsdóttir<br />

Björn Unnar Valsson<br />

Elísabet Ólafsdóttir<br />

Sunna Kristín Símonardóttir<br />

Þórdís Björnsdóttir<br />

BA-próf í dönsku (4)<br />

Eva Björnsdóttir<br />

Lis Ruth Kjartansdóttir<br />

Marta Guðmundsdóttir<br />

Þórdís Sigurgeirsdóttir<br />

BA-próf í ensku (4)<br />

Berglind Eir Magnúsdóttir<br />

Boryana Boncheva Demirova<br />

Cherie Dóra Crozier<br />

Vignir Andri Guðmundsson<br />

BA-próf í fornleifafræði (2)<br />

Edda Linn Rise<br />

Úlfhildur Ævarsdóttir<br />

BA-próf í frönsku (1)<br />

Rune Nyboe<br />

BA-próf í heimspeki (1)<br />

Hrefna Lind Heimisdóttir<br />

BA-próf í íslensku (10)<br />

Anna Lilja Harðardóttir<br />

Guðrún Erla Bjarnadóttir*<br />

Hlíf Árnadóttir<br />

Jóhann Frímann Gunnarsson<br />

Karólína Heiðarsdóttir<br />

Linda Ásdísardóttir<br />

Ólafur Bjarni Halldórsson<br />

Ólafur Ingi Ólafsson<br />

Salbjörg Jósepsdóttir<br />

Sigríður Anna Ólafsdóttir<br />

BA-próf í íslensku<br />

fyrir erlenda stúdenta (7)<br />

Anna Önfjörd<br />

Charlotte Sylvie Bartkowiak<br />

Hans Widmer<br />

Irene Ruth Kupferschmied<br />

Jónas Maxwell Moody<br />

Oliver Samuel Watts<br />

Sanna Andrassardóttir Dahl<br />

BA-próf í norsku (1)<br />

Anna María Pálsdóttir<br />

BA-próf í sagnfræði (8)<br />

Birta Björnsdóttir<br />

Guðmundur Hörður Guðmundsson<br />

Haukur Sigurjónsson<br />

Helena Hákonardóttir<br />

Pétur Ólafsson<br />

Sigþór Jóhannes Guðmundsson<br />

Stefán Svavarsson<br />

Vésteinn Valgarðsson<br />

BA-próf í spænsku (2)<br />

Bjarnfríður Sveinbjörnsdóttir<br />

Sunna María Lúðvíksdóttir<br />

BA-próf í táknmálsfræði og<br />

táknmálstúlkun (1)<br />

Katrín Sigurðardóttir<br />

BA-próf í þýsku (1)<br />

Guðrún Helgadóttir<br />

Viðbótarnám í starfstengdri siðfræði (1)<br />

Sigrún Gísladóttir<br />

Verkfræðideild (42)<br />

MS-próf í vélaverkfræði (1)<br />

Árni Sigurður Ingason<br />

MS-próf í iðnaðarverkfræði (3)<br />

Jóhann Haukur Kristinn Líndal<br />

Jón Ómar Erlingsson<br />

Örvar Jónsson<br />

MS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (1)<br />

Stefán Orri Stefánsson<br />

MS-próf í tölvunarfræði (4)<br />

Agnar Guðmundsson<br />

Haukur Þorgeirsson<br />

Jóhann Möller<br />

Yayoi Shimomura<br />

MS-próf í hugbúnaðarverkfræði (1)<br />

Guðjón Vilhjálmsson<br />

BS-próf í umhverfis- og<br />

byggingarverkfræði (2)<br />

Karen Amelia Jónsdóttir<br />

Lárus Helgi Lárusson<br />

BS-próf í byggingarverkfræði (4)<br />

Cecilía Þórðardóttir<br />

Hlín Benediktsdóttir<br />

Víkingur Guðmundsson<br />

Þórunn Málfríður Ingvarsdóttir<br />

BS-próf í umhverfisverkfræði (3)<br />

Halla Hrund Skúladóttir<br />

Hrefna Fanney Matthíasdóttir<br />

Katrín Þrastardóttir<br />

BS-próf í vélaverkfræði (5)<br />

Bergur Benediktsson<br />

Gígja Gunnlaugsdóttir<br />

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir<br />

Sigurður Halldórsson<br />

Sverrir Grímur Gunnarsson


BS-próf í iðnaðarverkfræði (1)<br />

Hjalti Þór Pálmason<br />

BS-próf í efnaverkfræði (1)<br />

Katrín Íris Kortsdóttir<br />

BS-próf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði (9)<br />

Árni Baldur Möller<br />

Ásta Andrésdóttir<br />

Gunnar Ingi Friðriksson<br />

Gunnar Páll Stefánsson<br />

Hallgrímur Thorberg Björnsson<br />

Hörður Mar Tómasson<br />

Kolbrún Jóhanna Rúnarsdóttir<br />

Narfi Þorsteinn Snorrason<br />

Ólafur Páll Einarsson<br />

BS-próf í tölvunarfræði (7)<br />

Aðalsteinn Guðmundsson<br />

Einar Bjarni Halldórsson<br />

Grétar Karlsson<br />

Kjartan Akil Jónsson<br />

Magnús Eiríkur Sigurðsson<br />

Ólafur Bergsson<br />

Tryggvi Hákonarson<br />

Raunvísindadeild (33)<br />

MS-próf í efnafræði (2)<br />

Kristján Matthíasson<br />

Luiz Gabriel Quinn Camargo<br />

MS-próf í líffræði (2)<br />

Kristinn Hafþór Sæmundsson<br />

Rannveig Magnúsdóttir<br />

MS-próf í landfræði (2)<br />

Árni Þór Vésteinsson<br />

Hulda Axelsdóttir<br />

MS-próf í ferðamálafræði (1)<br />

Anna Vilborg Einarsdóttir<br />

MS-próf í næringarfræði (1)<br />

Hafrún Eva Arnardóttir<br />

MS-próf í umhverfisfræði (2)<br />

Godfrey Bahati<br />

Helena Óladóttir<br />

M.Paed.-próf í jarðfræði (1)<br />

Jóhann Ísak Pétursson<br />

4. árs nám (2)<br />

Eðlisfræði<br />

Jón Hafsteinn Guðmundsson<br />

Líffræði<br />

Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir<br />

BS-próf í stærðfræði (3)<br />

Bergþór Reynisson<br />

Guðni Ólafsson<br />

Helgi Alexander Sigurðarson<br />

BS-próf í eðlisfræði (2)<br />

Hrafn Arnórsson<br />

Ingimar Hólm Guðmundsson<br />

BS-próf í lífefnafræði (1)<br />

Hulda Sigrún Haraldsdóttir<br />

BS-próf í líffræði (5)<br />

Ásgeir Ástvaldsson<br />

Fríða Jóhannesdóttir<br />

Guðbjörn Logi Björnsson<br />

Jökull Úlfarsson<br />

Magnea Magnúsdóttir<br />

BS-próf í jarðfræði (2)<br />

Birgir Vilhelm Óskarsson<br />

Gunnlaugur Brjánn Þorbergsson<br />

BS-próf í landfræði (2)<br />

Erla Guðný Gylfadóttir<br />

Helga Margrét Schram<br />

BS-próf í ferðamálafræði (5)<br />

Anna Lilja Stefánsdóttir<br />

Anna Guðrún Þorgrímsdóttir<br />

Edda Gunnarsdóttir<br />

Gíslína Erlendsdóttir<br />

Margrét Ólöf Sveinsdóttir<br />

Félagsvísindadeild (91)<br />

MLIS-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (1)<br />

Unnur Rannveig Stefánsdóttir<br />

MA-próf í félagsfræði (1)<br />

Auðbjörg Björnsdóttir<br />

MA-próf í félagsráðgjöf (1)<br />

Halldór Sigurður Guðmundsson<br />

MSW-próf í félagsráðgjöf (1)<br />

Ingibjörg Ásgeirsdóttir<br />

MA-próf í mannfræði (1)<br />

Ellen Dröfn Gunnarsdóttir<br />

Cand.psych.-próf í sálfræði (6)<br />

Eva María Ingþórsdóttir<br />

Gunnar Karl Karlsson<br />

Herdís Finnbogadóttir<br />

Margrét Aðalheiður Hauksdóttir<br />

Sigríður Karen Bárudóttir<br />

Sigurbjörg Fjölnisdóttir<br />

MPA-próf í opinberri stjórnsýslu (8)<br />

Esther R. Guðmundsdóttir<br />

Guðrún Þórey Gunnarsdóttir<br />

Hulda Anna Arnljótsdóttir<br />

Ingibjörg Ásgeirsdóttir<br />

Ragnheiður Þorgrímsdóttir<br />

Sigurður Björnsson<br />

Sigurlaug Þorsteinsdóttir<br />

Svandís Ingimundardóttir<br />

MA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (3)<br />

Halldóra N. Björnsdóttir<br />

Helen Williamsdóttir Gray<br />

Jóna Pálsdóttir<br />

Diplómanám í opinberri<br />

stjórnsýslu (15e) (2)<br />

Guðmundur Skúli Hartvigsson<br />

Vilhjálmur Siggeirsson<br />

Diplómanám í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (15e) (4)<br />

Fræðslustarfi og stjórnun:<br />

Anna Guðný Eiríksdóttir<br />

Áhættuhegðun og forvarnir:<br />

Ólafur Gísli Reynisson<br />

Fötlunarfræði:<br />

Anna Hjaltadóttir<br />

Helga Jóhannesdóttir<br />

BA-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (7)<br />

Arnheiður Guðlaugsdóttir<br />

Ásdís Geirarðsdóttir<br />

Eygló Traustadóttir<br />

Guðbjörg Þórarinsdóttir<br />

Harpa Rut Harðardóttir<br />

Jamilla Johnston<br />

Kristín Þórarinsdóttir<br />

BA-próf í félagsfræði (9)<br />

Andrea Róbertsdóttir<br />

Auður Magndís Leiknisdóttir<br />

Ásta Þorsteinsdóttir<br />

Guðrún R. Jónsdóttir<br />

Jónína Gunnarsdóttir<br />

Júlíus Viðar Axelsson<br />

Lára Rún Sigurvinsdóttir<br />

Sara Lind Þórðardóttir<br />

Tryggvi Hallgrímsson<br />

BA-próf í mannfræði (2)<br />

Birgitta Gröndal<br />

Sigríður Baldursdóttir<br />

BA-próf í sálfræði (19)<br />

Andri Fannar Guðmundsson<br />

Arndís Anna Hilmarsdóttir<br />

Edda Hannesdóttir<br />

Elín María Sveinbjörnsdóttir<br />

Harpa Eysteinsdóttir<br />

Harpa Katrín Gísladóttir<br />

Heiðdís Ragnarsdóttir<br />

Heiðrún Harpa Helgadóttir<br />

Karen Elísabet Halldórsdóttir<br />

Kristrún Sigríður Hjartardóttir<br />

María Hrönn Nikulásdóttir<br />

Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir<br />

Salóme Rúnarsdóttir<br />

Sigrún Inga Briem<br />

Sigrún Sif Jóelsdóttir<br />

Svavar Már Einarsson<br />

Valgerður Ólafsdóttir<br />

Þórhallur Ólafsson<br />

Ösp Árnadóttir<br />

BA-próf í stjórnmálafræði (12)<br />

Ari Klængur Jónsson<br />

Ásdís Björk Jónsdóttir<br />

Bjarki Már Magnússon<br />

Bjarni Þór Pétursson<br />

Hildur Edda Einarsdóttir<br />

Hildur Sigurðardóttir<br />

Hrafn Stefánsson<br />

Inga Cristina Campos<br />

Ívar Tjörvi Másson<br />

Svanhildur Sigurðardóttir<br />

Tómas Oddur Hrafnsson<br />

Þorsteina Svanlaug Adolfsdóttir<br />

BA-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (8)<br />

Ásdís Ýr Arnardóttir<br />

Guðrún Hanna Hilmarsdóttir<br />

Hildur Halla Gylfadóttir<br />

Kolbrún Ósk Jónsdóttir<br />

María Jónsdóttir<br />

Ólafur Heiðar Harðarson<br />

Svanhvít Jóhannsdóttir<br />

Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir<br />

Viðbótarnám til starfsréttinda:<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði, viðbótarnám<br />

til starfsréttinda (60 ein) (2)<br />

Auður María Aðalsteinsdóttir<br />

Hrafnhildur L. Steinarsdóttir<br />

Kennslufræði til kennsluréttinda,<br />

viðbótarnám til starfsréttinda (4)<br />

Guðrún Erla Bjarnadóttir*<br />

Jörundur Kristjánsson<br />

Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir<br />

Snorri B. Arnar*<br />

Hjúkrunarfræðideild (4)<br />

MS-próf í hjúkrunarfræði (3)<br />

Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir<br />

Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir<br />

María Titia Ásgeirsdóttir<br />

MS-próf í upplýsingatækni á<br />

heilbrigðissviði (1)<br />

Gyða Halldórsdóttir<br />

* Hefur lokið prófi í fleiri en einni grein.<br />

279


Doktorspróf<br />

Á árinu <strong>2005</strong> luku 14 doktorsprófi frá Háskóla Íslands.<br />

Frá læknadeild<br />

Tómas Guðbjartsson, læknir, 6. maí <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Renal Cell Carcinoma in Iceland: Incidence, prognosis, inheritance<br />

and treatment. Andmælendur voru Börje Ljungberg, prófessor frá háskólanum í<br />

Umeå og Jón Gunnlaugur Jónasson, dósent frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Kristbjörn Orri Guðmundsson, líffræðingur, 3. júní <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Gene Expression in Hematopoietic Stem Cell Development. Analysis<br />

of Gene Expression in Different Subpopulations of Hematopoietic Stem Cells<br />

with Relevance to Self-renewal, Commitment and Differentiation. Andmælendur:<br />

Dimitry Kuprash Ph.D. frá Russian Academy of Sciences í Moskvu og Unnur Þorsteinsdóttir<br />

Ph.D. vísindamaður frá Íslenskri erfðargreiningu.<br />

Sóley Sesselja Bender, dósent, 26. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Adolescent Pregnancy. Andmælendur voru dr. Gunta Lazdane,<br />

prófessor við læknadeild háskólans í Riga í Lettlandi og ráðgjafi á sviði frjósemisheilbrigðis<br />

og rannsókna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í Kaupmannahöfn<br />

og dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.<br />

Sædís Sævarsdóttir, læknir, 7. október <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Mannan Binding Lectin (MBL) in Inflammatory Diseases. Andmælendur<br />

voru dr. Steffen Thiel frá Háskólanum í Árósum og dr. Björn Guðbjörnsson,<br />

dósent við læknadeild Háskóla Íslands.<br />

Sigrún Lange, líffræðingur, 21. október <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: The Complement Systems of Two Teleost Fish with Emphasis on<br />

Ontogeny. Andmælendur voru prófessor Kenneth Reid, MRC Immunochemistry<br />

Unit, Department of Biochemistry, University of Oxford, og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir,<br />

dr.med.sci., ónæmisfræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði,<br />

Keldum.<br />

Frá hugvísindadeild<br />

Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, 29. apríl <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400. Andmælendur:<br />

Dr. Gunnar Karlsson prófessor og dr. Vésteinn Ólason prófessor Árnastofnun.<br />

Margrét Eggertsdóttir, fræðimaður, 14. október <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Barokkmeistarinn. Andmælendur voru dr. Jürg Glauser, prófessor<br />

í norrænum fræðum við háskólana í Zürich og Basel og dr. Einar Sigurbjörnsson,<br />

prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands.<br />

Frá lagadeild<br />

Páll Hreinsson, prófessor, 5. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Hæfisreglur stjórnsýslulaga. Andmælendur voru Eiríkur Tómasson,<br />

forseti lagadeildar HÍ og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Jónatan<br />

Þórmundsson lagaprófessor, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal<br />

Háskólans.<br />

280


Frá tannlæknadeild<br />

Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir, 5. mars <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Prevalence of Malocclusion, Craniofacial Morphology and Heritability<br />

in Iceland. Andmælendur: Professor Peter Mossey, University of Dundee og<br />

Dr. Odont Rolf E. Berg professor emeritus Institutt for klinisk odontologi Universitetet<br />

i Oslo.<br />

Inga Bergmann Árnadóttir, dósent, 15. október <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Dental Health and Related Lifestyle Factors in Iceland Teenagers.<br />

Andmælendur voru dr. Hafsteinn Eggertsson, aðstoðarprófessor við Indiana University<br />

School of Dentistry Oral Health Research Institute í Indianapolis í Bandaríkjunum<br />

og dr. Laufey Steingrímsdóttir sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs<br />

við Lýðheilsustöð Íslands.<br />

Frá raunvísindadeild<br />

Kristján Rúnar Kristjánsson, eðlisfræðingur, 12. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Periodic Tachyons and Charged Black Holes: Two Problems in Two<br />

Dimensions. Andmælendur eru dr. Paolo Di Vecchia, prófessor við Nordita, norrænu<br />

stofnunina í kennilegri eðlisfræði, og dr. David Lowe, prófessor við eðlisfræðideild<br />

Brown University í Bandaríkjunum.<br />

Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, 26. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Volatile Compounds as Quality Indicators in Chilled Fish: Evaluation<br />

of microbial metabolites by an electronic nose. Andmælendur voru dr. Saverio<br />

Mannino, prófessor við Università degli Studi di Milano á Ítalíu og dr. Ragnar<br />

L. Olsen, prófessor við Norwegian College of Fishery Science í Tromsö, Noregi.<br />

Björn Sigurður Gunnarsson, matvælafræðingur, 4. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: Járnbúskapur íslenskra barna og tengsl við mataræði, vöxt og<br />

þroska. Andmælendur voru dr. Olle Hernell, prófessor við Háskólann í Umeå í<br />

Svíþjóð og dr. Ibrahim Elmadfa, prófessor við Vínarháskóla í Austurríki.<br />

Frá félagsvísindadeild<br />

Snæfríður Þóra Egilson, lektor, 25. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Heiti ritgerðar: School Participation: Icelandic students with physical impairments.<br />

Andmælendur voru dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney og<br />

dr. Grétar Marinósson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands.<br />

281


Ný og breytt störf<br />

Akademísk störf<br />

Aðalheiður Jóhannsdóttir, lektor við lagadeild, hlaut framgang í starf dósents frá<br />

1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Anna Agnarsdóttir, dósent við sagnfræðiskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í<br />

starf prófessors frá 1. október 2004.<br />

Árni Kristinsson, dósent við læknisfræðiskor læknadeildar, lét af starfi vegna aldurs<br />

1. mars <strong>2005</strong>.<br />

Ásdís R. Magnúsdóttir, lektor við skor rómanskra og slavneskra mála hugvísindadeildar,<br />

hlaut framgang í starf dósents frá 1. mars 2004.<br />

Bergljót S. Kristjánsdóttir, dósent við íslenskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang<br />

í starf prófessors frá 1. apríl 2004.<br />

Bragi Árnason, prófessor við efnafræðiskor raunvísindadeildar, lét af starfi vegna<br />

aldurs 1. apríl <strong>2005</strong>.<br />

Brynhildur G. Flóvenz, aðjúnkt, var ráðin í hálft starf lektors í félagsmálarétti við<br />

lagadeild frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Brynja Örlygsdóttir var ráðin í hálft starf lektors í heilsugæsluhjúkrun við hjúkrunarfræðideild<br />

frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30. júní 2007.<br />

Ellen Flosadóttir var ráðin í hálft starf lektors í klínískri tannlæknisfræði á sviði<br />

heilgómagerðar við tannlæknadeild frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Eyvindur G. Gunnarsson var ráðinn í hálft starf lektors í fjármunarétti við lagadeild,<br />

frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, lektor við félagsfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósents 1. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

Guðjón Þorkelsson, 37% lektor við matvælafræðiskor raunvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósents frá 1. júlí 2004.<br />

Guðmundur Geirsson, aðjúnkt, var ráðinn í starf dósents í handlæknisfræði við<br />

læknisfræðiskor læknadeildar frá 1. september <strong>2005</strong> til 31. ágúst 2006, í launalausu<br />

leyfi Guðmundar Vikars Einarssonar.<br />

Guðni Elísson, lektor við bókmennta- og málvísindaskor hugvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósents frá 1. júní 2004.<br />

Guðrún Heiður Baldvinsdóttir var ráðin í hlutastarf dósents í reikningshaldi og<br />

endurskoðun við viðskiptaskor viðskipta- og hagfræðideildar frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30.<br />

júní 2008.<br />

Guðrún Nordal, dósent í íslenskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf<br />

prófessors frá 1. apríl 2004.<br />

Gunnar Þór Gunnarsson var ráðinn í 37% starf lektors í lyflæknisfræði læknisfræðiskorar<br />

frá 1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember 2009.<br />

Gunnlaugur Björnsson, vísindamaður var ráðinn forstöðumaður háloftadeildar<br />

eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar frá 1. apríl <strong>2005</strong>.<br />

Halldór Pálsson var ráðinn í starf dósents í vélaverkfræði við véla- og iðnaðarverkfræðiskor<br />

verkfræðideildar frá 1. maí <strong>2005</strong> til 30. apríl 2008.<br />

282


Helga Bragadóttir var ráðin forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræðum<br />

frá 1. nóvember <strong>2005</strong> til 30. september 2007. Helga var jafnframt ráðin í<br />

37% starf lektors í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunarfræðideild frá 1. september<br />

<strong>2005</strong> til 31. ágúst 2007.<br />

Helga Gottfreðsdóttir var ráðin lektor í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild<br />

frá 1. september <strong>2005</strong> til 31. júlí 2010.<br />

Hersir Sigurjónsson var ráðinn í 37% starf lektors í fjármálahagfræði frá 1. ágúst<br />

<strong>2005</strong> til 31. júlí 2009.<br />

Hörður Filippusson, dósent í efnafræðiskor raunvísindadeildar, hlaut framgang í<br />

starf prófessors frá 1. desember 2004.<br />

Ingibjörg Gunnarsdóttir var ráðin í starf dósents í næringarfræði við matvæla- og<br />

næringarfræðiskor raunvísindadeildar frá 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Jon Milner var ráðinn erlendur lektor í dönsku við skor þýsku- og norðurlandamála<br />

við hugvísindadeild frá 1. september <strong>2005</strong> til 31. ágúst 2006.<br />

Jón Gunnar Bernburg var ráðinn í starf lektors í félagsfræði við félagsfræðiskor<br />

félagsvísindadeildar frá 1. ágúst <strong>2005</strong> til 31. júlí 2008.<br />

Jón F. Sigurðsson var ráðinn í hálft starf dósents í sálarfræði við læknisfræðiskor<br />

læknadeildar frá 1. ágúst <strong>2005</strong> til 31. júlí 2010.<br />

Julian Meldon d’ Arcy, dósent við enskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í<br />

starf prófessors frá 1. september 2004.<br />

Kjartan Gíslason, dósent við skor þýsku- og norðurlandamála heimspekideildar,<br />

lét af starfi vegna aldurs 1. mars <strong>2005</strong>.<br />

Kristjana Kristinsdóttir var ráðin í starf lektors í skjalfræði og skjalavörslu við<br />

sagnfræðiskor hugvísindadeildar frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30. júní 2008.<br />

Kristján Leósson var ráðinn í starf sérfræðings á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar<br />

frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

Ólafur Guðmundsson var ráðinn forstöðumaður Jarðvísindastofnunar frá 10. október<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Ólafur Höskuldsson, lektor við tannlæknadeild, fékk að eigin ósk lausn frá starfi<br />

sínu 31. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Pétur Knútsson, lektor við enskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf<br />

dósents frá 1. október 2004.<br />

Ragnar Sigurðsson, fræðimaður við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar, hlaut<br />

framgang í starf vísindamanns frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir var ráðin í starf lektors í lyfja- og efnafræði náttúruefna<br />

við lyfjafræðideild frá 1. september <strong>2005</strong> til 30. júní 2010.<br />

Sif Einarsdóttir var ráðin í starf dósents í náms- og starfsráðgjöf við félagsráðgjafarskor<br />

félagsvísindadeildar frá 1. ágúst <strong>2005</strong> til 31. júlí 2008.<br />

Sigfinnur Þorleifsson var ráðinn í 25% starf lektors í sálgæslu við guðfræðideild<br />

frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30. júní 2008.<br />

Sigríður Gunnarsdóttir var ráðin í hálft starf lektors í krabbameinshjúkrun við<br />

hjúkrunarfræðideild frá 1. september <strong>2005</strong> til 31. ágúst 2010.<br />

Sigrún Vala Björnsdóttir var ráðin í starf lektors í sjúkraþjálfun við sjúkraþjálfunarskor<br />

læknadeildar frá 1. maí <strong>2005</strong> til 30. apríl 2010.<br />

Sigurður Rúnar Sæmundsson var ráðinn í starf lektors í barnatannlækningum við<br />

tannlæknadeild frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við uppeldis- og menntunarfræðiskor félagsvísindadeildar,<br />

hlaut framgang í starf dósents frá 1. mars <strong>2005</strong>.<br />

283


Snorri Þorgeir Ingvarsson, fræðimaður á Raunvísindastofnun var ráðinn í starf<br />

dósents við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

Snæbjörn Pálsson var ráðinn í starf lektors við líffræðiskor raunvísindadeildar frá<br />

1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember <strong>2005</strong>.<br />

Sveinn Agnarsson, sérfræðingur við Hagfræðistofnun, hlaut framgang í starf<br />

fræðimanns frá 1. apríl 2004.<br />

Sveinn Yngvi Egilsson, aðjúnkt, var ráðinn í starf lektors í íslenskum bókmenntum<br />

17., 18. og 19. aldar við íslenskuskor hugvísindadeildar frá 1. júlí <strong>2005</strong>.<br />

Svend Richter, aðjúnkt, var ráðinn í hálft starf lektors við tannlæknadeild (heilgómagerð)<br />

frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Tryggvi Þór Herbertsson, dósent við hagfræðiskor viðskipta- og hagfræðideildar,<br />

hlaut framgang í starf prófessors frá 1. febrúar 2004.<br />

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, lektor við sálfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósents frá 1. júlí 2004.<br />

Þorgerður Einarsdóttir, lektor við félagsfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut<br />

framgang í starf dósent frá 1. maí 2004.<br />

Þorvaldur Ingvarsson var ráðinn í 37% starf lektors í handlæknisfræði við læknisfræðiskor<br />

læknadeildar frá 1. janúar <strong>2005</strong> til 31. desember 2009.<br />

Þóra Jenný Gunnarsdóttur var ráðin í starf lektors í hjúkrun fullorðinna við hjúkrunarfræðideild<br />

frá 1. ágúst <strong>2005</strong> til 31. júlí 2010.<br />

Sameiginleg stjórnsýsla og<br />

stjórnsýsla deilda<br />

Anna Kristín Jónsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra og aðjúnkts við félagsvísindadeild<br />

frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Anna María Þórhallsdóttir var ráðin í starf fulltrúa við nemendaskrá frá 1. september<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Auður Björk Ágústsdóttir var ráðin aðstoðarmaður á rannsóknarstofu lyfjafræðideildar<br />

1. september <strong>2005</strong>.<br />

Auður Þ. Ingólfsdóttir var ráðin í reikningshald fjárreiðusviðs frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Ásdís Káradóttir, verkefnisstjóri á skjalasafni, sagði starfi sínu lausu frá 20. september<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Áshildur Bragadóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra kynningarmála í viðskiptaog<br />

hagfræðideild frá 15. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Ásta Jóna Guðjónsdóttir, fulltrúi í heilbrigðisfræði við læknisfræðiskor, tók við<br />

starfi verkefnisstjóra í sjúkraþjálfunarskor frá 1. febrúar <strong>2005</strong>.<br />

Ástríður Jóna Guðmundsdóttir, fulltrúi á nemendaskrá, sagði starfi sínu lausu frá<br />

1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskólans, sagði starfi sínu lausu frá<br />

1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Birna Björnsdóttir, deildarstjóri í reikningshaldi, tók við starfi deildarstjóra<br />

upplýsingaskrifstofu Háskólans frá 1. desember <strong>2005</strong>.<br />

Björg Sigurðardóttir fulltrúi á Líffræðistofnun og líffræðiskor sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. september <strong>2005</strong>.<br />

284


Brynhildur Kristín Ólafsdóttir var ráðin forstöðumaður Alþjóðastofnunar frá 1.<br />

september <strong>2005</strong>, í launalausu leyfi Ásthildar Bernharðsdóttur.<br />

Dóra Stefánsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

í erlendum tungumálum frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Edda Einarsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu raunvísindadeildar, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. desember <strong>2005</strong>.<br />

Edda Friðgeirsdóttir var ráðin verkefnisstjóri fjármála við verkfræðideild frá 1.<br />

nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Elísabet K. Ólafsdóttir, símavörður á aðalskiptiborði, sagði starfi sínu lausu frá 1.<br />

nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Elva Ellertsdóttir var ráðin verkefnisstjóri við félagsvísindadeild frá 15. febrúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Erna Sigurðardóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra kynningarmála við verkfræðideild<br />

frá 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, verkefnisstjóri við félagsvísindadeild, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Gunnsteinn Haraldsson var ráðinn í hálft starf kennslustjóra rannsóknatengds<br />

framhaldsnáms við læknadeild frá 1. janúar <strong>2005</strong>.<br />

Halla Sverrisdóttir var ráðin verkefnisstjóri á skrifstofu rektors frá 1. október<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Hanna G. Daníelsdóttir var ráðin í starf deildarstjóra í tannlæknadeild frá 1. október<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Hanna Z. Sveinsdóttir, símavörður á aðalskiptiborði, sagði starfi sínu lausu frá 31.<br />

desember <strong>2005</strong> og tók við starfi skrásetjara á skjalasafni frá sama tíma.<br />

Hlín Eyglóardóttir var ráðin fulltrúi á skrifstofur verkfræði- og raunvísindadeildar<br />

frá 1. nóvember <strong>2005</strong>.<br />

Jón Magnús Sigurðarson var ráðinn verkefnisstjóri á fjárreiðusviði frá 27. janúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Kolbrún Einarsdóttir, fulltrúi á skrifstofu rektors, sagði starfi sínu lausu frá 31.<br />

desember <strong>2005</strong>.<br />

Lára Kristín Sturludóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra í hjúkrunarfræðideild frá<br />

1. október <strong>2005</strong>.<br />

Lilja Þorleifsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu verkfræðideildar, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 31. desember <strong>2005</strong>.<br />

Margrét Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri í hjúkrunarfræðideild, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. júní <strong>2005</strong>.<br />

María Thejll, lögfræðingur, var ráðin forstöðumaður Lagastofnunar frá 1. nóvember<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Ragnhildur Skjaldardóttir var ráðin fulltrúi á Líffræðistofnun og líffræðiskor raunvísindadeildar<br />

frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Ragný Þóra Guðjohnsen, verkefnisstjóri á hjúkrunarfræðideild, sagði starfi sínu<br />

lausu frá 1. apríl <strong>2005</strong>.<br />

Rósa G. Bergþórsdóttir, skrifstofustjóri sjúkraþjálfunarskorar, var ráðin skrifstofuog<br />

rekstrarstjóri hjúkrunarfræðideildar frá 1. maí <strong>2005</strong> í barnsburðarleyfi Karólínu<br />

Guðmundsdóttur.<br />

Sigfríður Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, sagði<br />

starfi sínu lausu frá 1. júlí <strong>2005</strong>.<br />

285


Sigríður J. Sigfúsdóttir, deildarstjóri á tannlæknadeild, sagði starfi sínu lausu frá<br />

1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

Sigrún Jónsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra við félagsvísindadeild frá 10.<br />

desember <strong>2005</strong>.<br />

Sigrún Valgarðsdóttir, verkefnisstjóri á starfsmannasviði, var ráðin í starf jafnréttisfulltrúa<br />

Háskólans frá 1. júlí <strong>2005</strong>.<br />

Sólveig Guðrún Hannesdóttir var ráðin þjónustusérfræðingur við læknisfræðiskor<br />

læknadeildar frá 1. júlí <strong>2005</strong> til 30. júní 2007.<br />

Thorana Elín Dietz var ráðin verkefnisstjóri við hjúkrunarfræðideild frá 1. mars<br />

<strong>2005</strong>.<br />

Þorfinnur Ómarsson, verkefnisstjóri í hálfu starfi við félagsvísindadeild, sagði<br />

starfi sínu lausu frá 1. ágúst <strong>2005</strong>.<br />

286


Helstu símanúmer, faxnúmer, netföng<br />

og vefföng Háskóla Íslands<br />

Alþjóðamálastofnun / smáríkjasetur<br />

Odda<br />

Sími 525 5262; fax 552 6806<br />

Netfang ams@hi.is<br />

www.hi.is/ams<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins<br />

Neshaga 16<br />

Sími 525 4311; fax 525 5850<br />

Netfang ask@hi.is<br />

www.ask.hi.is<br />

Borgarfræðasetur<br />

Skólabæ<br />

Suðurgötu 26<br />

Sími 525 4077; fax 552 6806<br />

www.borg.hi.is<br />

Bókmenntafræðistofnun<br />

Hugvísindastofnun Nýja Garði<br />

Sími 525 4093; fax 525 4410<br />

Netfang gardarb@hi.is<br />

www.hi.is/stofn/hugvis/stofnanir/bokmennt/uppl.htm<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands<br />

Dunhaga 7<br />

Sími 525 4444; fax 525 4080<br />

Netfang endurmenntun@hi.is<br />

www.endurmenntun.hi.is<br />

Félagsvísindastofnun<br />

Aragötu 9<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4545; fax 525 4179<br />

Netfang felagsvisindastofnun@hi.is<br />

www.fel.hi.is<br />

Guðfræðistofnun<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4348; fax 552 1331<br />

Netfang asdisg@hi.is<br />

www.hi.is/nam/gudfr/gudfraedistofnun.php<br />

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands<br />

Aragötu 14<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4535; fax 525 4096<br />

Netfang ioes@hi.is<br />

www.ioes.hi.is<br />

Happdrætti Háskóla Íslands<br />

Tjarnargötu 4<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 563 8300; fax 563 8350<br />

www.hhi.is<br />

Háskólaútgáfan<br />

Háskólabíói við Hagatorg<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4003; fax 525 5255<br />

Netfang hu@hi.is<br />

www.haskolautgafan.hi.is<br />

Heimspekistofnun<br />

Hugvísindastofnun Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4039; fax 525 4410<br />

www.heimspeki.hi.is/?stofnun/heimspeki/forsida<br />

Íslensk málstöð<br />

Neshaga 16<br />

107 Reykjavík<br />

Símar 525 4443/552 8530; fax 562 2699<br />

www.ismal.hi.is<br />

Kerfisverkfræðistofa<br />

VR III<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4703; fax 525 4937<br />

Lagastofnun<br />

Lögbergi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 5203; fax 525 4388<br />

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn<br />

Arngrímsgötu 3<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 5600; fax 525 5615<br />

Netfang lbs@bok.hi.is<br />

www.bok.hi.is<br />

Listasafn Háskóla Íslands<br />

Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4411/525 4410<br />

Netfang auo@hi.is<br />

www.listasafn.hi.is<br />

Líffræðistofnun<br />

Öskju, Sturlugötu 7<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4600; fax 525 4069<br />

www.hi.is/stofn/lif<br />

Mannfræðistofnun<br />

Odda<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4253<br />

www.hi.is/pub/anthrice/mannst.html<br />

Málvísindastofnun<br />

Hugvísindastofnun Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4408; fax 525 4410<br />

Netfang malvis@hi.is<br />

www.hi.is/stofn/malvis<br />

Námsráðgjöf<br />

Stúdentaheimilinu við Hringbraut<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4315/525 4316; fax 525 4336<br />

Netfang radgjof@hi.is<br />

www.hi.is/page/namsradgjofHI<br />

Eldfjallasetrið<br />

Öskju, Sturlugötu 7<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4492; fax 562 9767<br />

www.norvol.hi.is<br />

Orðabók Háskólans<br />

Neshaga 16<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4430; fax 562 7242<br />

Netfang oh@lexis.hi.is<br />

www.lexis.hi.is<br />

Prokaria<br />

Gylfaflöt 5<br />

112 Reykjavík<br />

Sími 570 7900; fax 570 7901<br />

www.prokaria.is<br />

Rannsóknamiðstöð í<br />

jarðskjálftaverkfræði<br />

Austurvegi 2a, 800 Selfossi<br />

Sími 525 4141; fax 525 4140<br />

Netfang eborg@afl.hi.is<br />

Rannsókna- og fræðasetur<br />

Háskóla Íslands í Hveragerði<br />

Sími 483 4360; fax 433 5309<br />

Netfang setrid@nedrias.is<br />

www.nedrias.is/A/Setrid/rannsoknasetrid.htm<br />

Rannsóknasetur Háskóla Íslands í<br />

Vestmannaeyjum<br />

Strandvegi 50, 900 Vestmannaeyjum<br />

Sími 481 1111; fax 481 2669<br />

Netfang setur@setur.is<br />

www.setur.is<br />

Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði<br />

Neshaga 16<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4956; fax 562 2013<br />

288


Rannsóknastofa í kvennafræðum<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4595; fax 552 1331<br />

Netfang rikk@hi.is<br />

www.rikk.hi.is<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4829; fax 525 4893<br />

Rannsóknastofa í lyfjafræði<br />

Haga, Hofsvallagötu 53<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 5130; fax 525 5140<br />

Rannsóknastofa í klínískri eðlisfræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4890; fax 525 4891<br />

Rannsóknastofa í matvælafræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4210/525 4848; fax 552 8911<br />

Rannsóknastofa í meinafræði<br />

Landspítala – háskólasjúkrahúsi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 543 1000; fax 543 8349<br />

Rannsóknastofa í næringarfræði<br />

Íþróttahúsi Háskólans<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4260/525 4269<br />

www.hi.is/stofn/rin<br />

Rannsóknastofa í ónæmisfræði<br />

Landspítala - háskólasjúkrahúsi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 543 1960/1963; fax 543 1943<br />

Rannsóknastofa í sýklafræði<br />

Landspítala - háskólasjúkrahúsi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 543 1900; fax 543 5626<br />

Rannsóknastofa kvennadeildar Landspítalans<br />

Landspítala - háskólasjúkrahúsi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 543 1000; fax 543 1191<br />

Rannsóknastofa Lífeðlisfræðistofnunar<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4830; fax 525 4886<br />

Rannsóknastofa um mannlegt atferli<br />

Hringbraut 121<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4585<br />

Netfang msm@hi.is<br />

www.hbl.hi.is<br />

Rannsóknastofa tannlæknadeildar<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4882/525 4895; fax 525 4874<br />

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins<br />

Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 530 8600; fax 530 8601<br />

www.rfisk.is<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði<br />

Eirbergi, Eiríksgötu 34<br />

105 Reykjavík<br />

Sími 525 5281<br />

Rannsóknastöðin Sandgerði<br />

Garðvegi 1, 245 Sandgerði<br />

Sími 423 7870<br />

Rannsóknaþjónusta Háskólans<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4900; fax 552 8801<br />

Netfang rthj@rthj.hi.is<br />

www.rthj.hi.is<br />

Raunvísindastofnun, með rannsóknastofur<br />

í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði,<br />

jarðfræði, jarðeðlisfræði (með háloftadeild)<br />

og reiknifræði.<br />

Sími 525 4800; fax 552 8911<br />

www.raunvis.hi.is<br />

Reiknistofnun Háskólans<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4761; fax 552 8801<br />

Netfang ritari@hi.is<br />

www.rhi.hi.is<br />

Sagnfræðistofnun<br />

Árnagarði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4097; fax 525 4410<br />

Netfang gunnark@hi.is<br />

www.hi.is/stofn/sagnstofn/<br />

Siðfræðistofnun<br />

Hugvísindastofnun Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4195; fax 525 4410<br />

Netfang salvorn@hi.is<br />

www.heimspeki.hi.is/?stofnun/sidfraedi/forsida<br />

Skjalasafn Háskóla Íslands<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4246; fax 552 1331<br />

www.hi.is/stofn/skjalasafn<br />

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi<br />

Árnagarði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4010; fax 525 4035<br />

www.am.hi.is<br />

Stofnun Sigurðar Nordals<br />

Þingholtsstræti 29<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 562 6050; fax 562 6263<br />

www.nordals.hi.is<br />

Stofnun Sæmundar fróða<br />

Loftskeytastöðinni við Suðurgötu<br />

107 Reykjavík<br />

Símar 525 4056/525 4724; fax 525 5829<br />

www.ssf.hi.is<br />

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

Hugvísindastofnun Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4191; fax 525 4410<br />

Netfang siet@vigdis.hi.is<br />

www.vigdis.hi.is<br />

Tannsmiðaskóli Íslands<br />

Læknagarði,Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4892; fax 525 4874<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði<br />

Keldum við Vesturlandsveg<br />

110 Reykjavík<br />

Sími 585 5100; fax 567 3979<br />

www.keldur.hi.is<br />

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands<br />

Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4593; fax 525 4225<br />

Netfang ems@hi.is<br />

Tækniþróun hf.<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4900; fax 552 8801<br />

Örverufræðistofa/Líffræðistofnun<br />

Öskju, Sturlugötu 7<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4955/568 8447; fax 525 4069<br />

289


University of Iceland<br />

Faculties and Degree<br />

Programmes<br />

Faculty of Humanities<br />

The Faculty of Humanities is among the largest of the University faculties and<br />

covers all the major fields in the humanities. The Faculty offers two or three-year<br />

BA programmes in 19 subjects: Icelandic, History, Art History, Archaeology, Philosophy,<br />

Comparative Literature, General Linguistics, Sign Language Studies,<br />

English, German and Nordic Languages (German, Danish, Norwegian, Swedish,<br />

and Finnish), Romance and Classical Languages (Spanish, French, Italian, Latin<br />

and Classical Greek) and Japanese. In many subjects students may elect to take<br />

the entire three-year programme in a single major subject, or may pursue two<br />

years in their major subject and one in a minor subject. In all disciplines a thesis<br />

is required for graduation.<br />

A special three-year programme is offered in Icelandic for Foreign Students<br />

leading to the BA degree. New students with some prior knowledge of Icelandic<br />

may move directly into the second year by passing examinations held in late<br />

August each year. The first semester is taught largely in English, although the<br />

principal textbooks are in Icelandic.<br />

MA programmes are offered in Icelandic Language, Icelandic Literature, Icelandic<br />

Studies, Icelandic Medieval Studies (45 c.), Language Technology, History,<br />

Archaeology, Philosophy, Comparative Literature, English, Danish and translation<br />

studies. MA students must complete 60 credits, which means two years of<br />

full-time study. The faculty does not offer grants to MA students. Doctoral<br />

programmes are offered in Icelandic Literature, Icelandic Language and History.<br />

The faculty also offers research-oriented graduate M. Paed. Programmes in<br />

Icelandic, English, Danish, German, French and Spanish to students who plan to<br />

become elementary or secondary school teachers.<br />

Faculty of Odontology<br />

The six-year course of study in dentistry leads to the cand.odont. degree. A<br />

competitive examination is held at the end of the first term, and the number of<br />

students allowed to continue their studies in dentistry is strictly limited. In<br />

addition to the cand.odont. degree, a licence from the Minister of Health is needed<br />

to be entitled to practice dentistry in Iceland. It is possible to study for postgraduate<br />

research degrees in dentistry. Training to the level of Clinical Specialist<br />

is, however, not available. Please consult the Faculty Office for details.<br />

Faculty of Economics and Business Administration<br />

In the Faculty of Economics and Business Administration, entering students<br />

choose to study in either the Department of Economics or the Department of<br />

Business Administration. The Department of Economics provides a three-year<br />

programme leading to a BS degree in Economics or a BA degree in Economics<br />

and an additional 12 month (three semesters) or two year programme leading to<br />

an MS degree in Economics, Financial Economics or Health Economics.<br />

The Department of Business Administration offers a three-year programme<br />

leading to a BS degree in Business Administration. The students choose between<br />

six fields with emphasis on general business administration, finance and<br />

accounting, marketing and international business, management, international<br />

business communication, or information technology. The Department has also<br />

offered a four-year programme leading to a cand.oecon. degree in Business<br />

Administration with specialization in Accounting and Auditing. This program is<br />

being phased out and replaced by a programme at the master’s level. This is a<br />

three semester programme that leads to an M.Acc. degree and prepares students<br />

for a career as CPA’s.<br />

290


The department offers a 12 month (three semesters) or two year MS degree programme<br />

(three semesters) in Business Administration. The students choose<br />

between three fields with emphasis in finance, marketing and international business<br />

or management. The Department of Business Administration also offers a twoyear<br />

executive MBAprogramme. The department also offers an MA degree programme<br />

(three semesters) in Human Resource Management. The Faculty<br />

offers studies towards a Ph.D. degree in both Economics and Business Administration<br />

for students that have completed an MS degree in those fields with a distinction.<br />

There is also a one-year minor programme at the undergraduate level, both<br />

in Economics and Business Administration, for students from other faculties.<br />

Faculty of Engineering<br />

The Faculty of Engineering is divided into four departments: Civil and<br />

Environmental Engineering, Mechanical and Industrial Engineering, Electrical and<br />

Computer Engineering and the Computer Science Department. Studies offered in<br />

the Faculty include a three-year BS degree and an additional two-year MS<br />

degree. The Faculty also offers a Ph.D. programme. A full description of the<br />

courses can be found in the yearly Bulletin and on the web. There is close cooperation<br />

with the Faculty of Science in teaching some basic courses.<br />

Faculty of Law<br />

The Faculty of Law offers four types of degrees, which are designed to provide<br />

students with a theoretical and practical knowledge of Icelandic Law and<br />

Foreign/International Law. Thesis is required for graduation in all programmes.<br />

These programmes are:<br />

• A three-year programme of undergraduate studies in law, leading to a BA<br />

degree in law.<br />

• A two-year programme of postgraduate studies in law, leading to a Magister<br />

Juris. degree, which is a professional qualification.<br />

• A programme of postgraduate studies in law, consisting of either one-year or<br />

a two-year study line towards a LL.M. degree in International and Environmental<br />

Law. This programme is conducted and taught entirely in English. The<br />

new International Legal Programme will apply to different groups of law students<br />

and graduates.<br />

• Finaly the Faculty also offers a three years Ph.D. programme. Firstly, the<br />

English-based LL.M. studies are open to law graduates from other countries<br />

as well as to Icelandic graduates if they want to continue their advanced legal<br />

studies in Iceland. Secondly, Icelandic students may, after their BA degree in<br />

law, select individual postgraduate courses as part of their Magister Juris.<br />

Programme, and thirdly, we welcome as before those foreign law students<br />

who are coming to Iceland through international exchange programmes, like<br />

ERASMUS and NORDPLUS, in order to participate in the courses of our<br />

international programme.<br />

Faculty of Medicine<br />

The Departments of Medicine and Physiotherapy make up the Faculty of Medicine.<br />

Medicine<br />

The six-year course of study in medicine leads to the cand.med. degree which,<br />

with the addition of one year’s clinical training and a licence from the Minister of<br />

Health, qualifies the holder to practice medicine in Iceland. A competitive<br />

entrance examination is held in June and the students with the highest grades<br />

are allowed to start the medical programme. All students regardless of nationality<br />

are required to fulfil this requirement. After finishing the first three (pre-clinical)<br />

years of the medical programme, students may devote one year to supervised<br />

research, upon the completion of which they graduate with a BS degree in<br />

Medicine.<br />

Physiotherapy<br />

The Department of Physiotherapy offers a four-year BS degree programme. A<br />

competitive entrance examination is held in June to limit the number of students<br />

who are accepted (presently 20). During the third and fourth year, a part of the<br />

study is clinical and performed on hospitals, rehabilitation centers or private clinics.<br />

A two-year Master’s programme (health sciences) is offered at the Medical<br />

Faculty, as well as a five year Ph.D. programme.<br />

Faculty of Nursing<br />

The four-year Nursing programme at undergraduate level leads to a BS degree.<br />

At present a competitive examination is held at the end of the first autumn term.<br />

291


The 75 students with the highest examination grades are offered to continue their<br />

studies. A continuing programme in Midwifery is offered to registered nurses<br />

leading to a Cand.Obstetricorum degree.<br />

At the graduate level the Faculty of Nursing offers an MS programme, which<br />

requires additional 60 credits after completion of the BS degree. MS students<br />

choose between a 15-credit clinical track with a research project and an extensive<br />

30-credit research project.<br />

A 20 or 30-credit programme in various fields of specialized nursing is also<br />

offered at the graduate level, leading to a Diploma Certificate in Specialized<br />

Nursing. Additionally, the Faculty of Nursing offers a doctoral programme, which<br />

is a 90 credit programme for those students who have completed an MS degree<br />

in nursing or midwifery or a comparable degree.<br />

Faculty of Pharmacy<br />

The five-year course of study in Pharmacy leads to the cand.pharm. Degree<br />

(Master of Science in Pharmacy), which is a professional qualification. Both<br />

independent research and practical experience are important elements of the<br />

programme.<br />

The Faculty also offers a two year MS and three year Ph.D. programme<br />

in pharmaceutical sciences.<br />

Faculty of Science<br />

The Faculty of Science is comprised of six departments: Biology, Chemistry,<br />

Geosciences, Physics, Mathematics and Food Science. In the Chemistry<br />

Department major programmes are available in Chemistry and Biochemistry.<br />

The Geosciences Department offers major study in Geology, Geography and<br />

Tourism Studies. Within the Physics Department, students can specialize in<br />

Theoretical Physics, Applied Physics or Geophysics. Students in the Mathematics<br />

Department can specialize in Pure or Applied Mathematics.<br />

Generally, the programmes of study take three years to complete and lead to a<br />

B.S. degree. A thesis is required in Geology and Geography but is optional in the<br />

other fields.<br />

For students having completed their B.S. degree, an M.S. programme is offered in<br />

all departments, generally requiring two years of study, including course instruction<br />

and thesis work, leading to an MS-degree (60 units) and an MPaed-degree<br />

for qualification as a secondary-school teacher. All departments offer also a doctoral<br />

study (Ph.D.). The doctoral study is at least 90 credits after the M.S. programme.<br />

If the doctoral programme is entered after the B.S. degree, it is at least<br />

120 credits. The thesis is at least 90 credits.<br />

In addition, the Faculty of Science offers an interdisciplinary Masters Programme<br />

in Environmental Science Natural Resource Management in cooperation with<br />

other faculties.<br />

Faculty of Social Sciences<br />

The Faculty of Social Sciences is the largest faculty at the University of Iceland.<br />

The Faculty has seven departments and offers undergraduate and graduate<br />

studies in all the main fields of study.<br />

Students can major in Education, Ethnology, Library and Information<br />

Science, Political Science, Psychology, Social Anthropology, Social Work and<br />

Sociology. Minor options are offered in Media Studies, Museum Studies, Gender<br />

Studies, Urban Studies and Industrial Relations and Human Resource<br />

Management. Students may elect to take the entire BA- programme in one<br />

major subject. Alternatively, they can spend two years studying in their major<br />

field and one year in their minor field.<br />

The following graduate studies are offered in the Faculty of Social Sciences: MA<br />

in International Relations, MA in Development Studies, MA in Gender Studies,<br />

MA in Disability Studies, MA in Education, MA in Education. Teacher Studies, MPA<br />

in Public Administration,<br />

292


MA in Political Science, MA in Anthropology, MA in Ethnology, MA and cand. psych<br />

degree in Psychology,<br />

MA and MSW in Social Work, MA in Sociology, MA in Journalism and Mass<br />

Communication, MA in Career Councelling and Guidance and MLIS in Library and<br />

Information Science.<br />

For those who already have a Bachelor’s degree, the Faculty also offers one-year<br />

professional training programmes: in Education, leading to the Teacher’s<br />

Certificate and Career Councelling and Guidance.<br />

Various postgraduate diplomas are offered (30 ECTS).<br />

Faculty of Theology<br />

The Faculty of Theology offers several types of degrees: a five-year programme<br />

leading to the cand.theol. degree, which qualifies graduates, women as well as<br />

men, to practice as ministers of the National Church of Iceland; a three-year<br />

programme leading to a BA degree in Theology; a degree which confers the right<br />

to work as a deacon; and a masters and doctoral programme in Theology.<br />

Students in the BA programme may study for all three years in the Faculty of<br />

Theology, or they may elect to take a one-year minor subject in another faculty. A<br />

final thesis is required for completion of all the courses of study except that for<br />

qualification as deacon. The Faculty also provides a one-year minor programme<br />

for students from other faculties.<br />

293


Research Institutes<br />

The University has numerous research institutes and affiliated institutions which<br />

function as centres for research, instruction, conferences and many other activities<br />

(www.hi.is/inst).<br />

Árni Magnússon Institute in Iceland<br />

Árnagarður, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4010 • Fax: 525 4035<br />

www.am.hi.is<br />

Centre for Research in the Humanities<br />

Aðalbygging<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4462 • Fax: 525 4410<br />

www.hugvis.hi.is<br />

Centre for Women’s Studies<br />

University of Iceland, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4595 • Fax: 552 1331<br />

www.rikk.hi.is<br />

Department of Anatomy<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4821 • Fax: 525 4893<br />

Department of Biochemistry<br />

and Molecular Biology<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4271 • Fax: 525 4886<br />

Department of Bacteriology<br />

National University Hospital, Hringbraut<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 543 1000<br />

Department of Biochemistry<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4842 • Fax: 525 4884<br />

Department of Immunology<br />

National University Hospital, Hringbraut<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 543 1000 • Fax: 543 8349<br />

Department of Odontology<br />

Vatnsmýrarvegur 1<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4892 • Fax: 525 4874<br />

Department of Pharmacology and<br />

Toxicology<br />

Neshagi 16<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 5130 • Fax: 525 5140<br />

Department of Pharmacology<br />

Ármúli 30<br />

IS 108 Reykjavík<br />

Tel: 525 5130 • Fax: 568 0872<br />

Department of Pharmacy<br />

Hagi, Hofsvallagata<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4462 • Fax: 525 4071<br />

Department of Preventive Medicine and<br />

Family Medicine<br />

Neshagi 16<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 562 9650 • Fax: 562 2013<br />

Department of Psychiatry<br />

National University Hospital, Hringbraut<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 543 1000 • Fax: 543 4815<br />

Engineering Research Institute<br />

Smyrilsvegur 22<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4917 • Fax: 525 4632<br />

Environmental Research Institute<br />

Tæknigarður<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 5286 • Fax: 552 5829<br />

www.uhi.hi.is<br />

Ethical Research Institute<br />

Nýi Garður, Sæmundargata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4195 • Fax: 551 2167<br />

Fisheries Research Institute<br />

Tæknigarður, Dunhagi 5<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4056 • Fax: 552 5829<br />

www.sushi.hi.is<br />

Human Behavior Laboratory<br />

Hringbraut 121, 3rd floor<br />

Is 107 Reykjavík<br />

Heimasíða: www.hbl.hi.is<br />

Icelandic Language Institute<br />

Neshaga 16<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 8530 • Fax: 562 2699<br />

www.ismal.hi.is<br />

Institute of Anthropology<br />

Oddi, Sturlugata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4592<br />

Institute of Biology<br />

The Natural Science Building<br />

Sturlugata 7<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4618 • Fax: 525 4069<br />

Institute of Business Administration<br />

Oddi, Sturlugata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4500 • Fax: 552 6806<br />

Institute of Economics<br />

Aragata 14<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4535 • Fax: 525 4096<br />

www.ioes.hi.is<br />

Institute of Experimental Pathology<br />

Keldur, Vesturlandsvegur<br />

IS 110 Reykjavík<br />

Tel: 585 5100 • Fax: 567 3979<br />

www.keldur.hi.is<br />

Institute of Nursing Research<br />

Eirberg<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4960 • Fax: 525 4963<br />

Institute of Physiology<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4830 • Fax: 525 4886<br />

Institute of Lexicography (Orðabók)<br />

Neshagi 16<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4191 • Fax: 562 4225<br />

The Vigdís Finnbogadóttir Institute of<br />

Foreign Languages<br />

Nýi Garður, Sæmundargata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4456 • Fax: 525 4410<br />

www.vigdis.hi.is<br />

Institute of History<br />

Árnagarði, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4097 • Fax: 525 4242<br />

Institute of Linguistics<br />

Árnagarður, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4408 • Fax: 525 4242<br />

Institute of Literary Research<br />

Nýi Garður, Sæmundargata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4093 • Fax: 525 4410<br />

Institute of Philosophy<br />

Nýi Garður<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4364 • Fax: 552 1331<br />

294


Institute of Theology<br />

University of Iceland, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4348 • Fax: 552 1331<br />

Law Institute<br />

Lögberg, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 5203 • Fax: 525 4388<br />

Nordic Volcanological Institute<br />

The Natural Science Building<br />

Sturlugata 7<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4491 • Fax: 525 4499<br />

Laboratory, Gynecology and Maternity<br />

Ward<br />

National Hospital, Hringbraut<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 543 3327 • Fax: 543 3352<br />

Laboratory of Medical Physics<br />

Vatnsmýrarvegur 16<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4890 • Fax: 525 4884<br />

The Dental Institute<br />

Læknagarður<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4871 • Fax: 525 4874<br />

E-mail: givars@hi.is<br />

The Language Centre<br />

Nýi Garður, Sæmundargata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4593 • Fax: 525 4225<br />

E-mail: ems@hi.is<br />

Science Institute:<br />

Departments of Physics,<br />

Chemistry, Geosciences, Geophysics,<br />

Applied Mathematics and Computer<br />

Science, and Mathematics<br />

Dunhagi 3<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4800 • Fax: 552 8911<br />

Scientific and Technical Information<br />

Services, University of Iceland<br />

Aðalbygging, Suðurgata<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4666 • Fax: 525 4723<br />

E-mail: joner@hi.is<br />

Sigurður Nordal Institute<br />

Þingholtsstræti 29<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 562 6050 • Fax: 562 6263<br />

Social Science Research Institute<br />

Aragata 9<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4545 • Fax: 552 6806<br />

Research Liasion Office<br />

Tæknigarður, Dunhagi 5<br />

IS 107 Reykjavík<br />

Tel: 525 4921 • Fax: 552 8801<br />

University Archives<br />

University of Iceland, Suðurgata,<br />

IS 101 Reykjavík<br />

Tel: 525 4371 • Fax: 552 1331<br />

E-mail: skjalasafn@hi.is<br />

Útgefandi: Háskóli Íslands<br />

Ritstjórn: Magnús Diðrik Baldursson og<br />

Magnús Guðmundsson<br />

Hönnun: Hildigunnur Gunnarsdóttir<br />

Prófarkalestur og aðstoð: Ólafur Grímur<br />

Björnsson og Margrét Ludwig.<br />

Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson<br />

Ensk þýðing: W.H. Auden og P.B. Taylor<br />

Umbrot: Háskólaútgáfan, Kristinn<br />

Gunnarsson<br />

Prentun: Prentmet<br />

Upplag: 1.200<br />

Maí 2006<br />

295

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!