11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Dóra Hafsteinsdóttir, deildarstjóri<br />

Eva Sigríður Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ritstjóra stafsetningarorðabókar<br />

Guðrún Ingólfsdóttir, verkefnisstjóri<br />

Kári Kaaber, deildarstjóri<br />

Málstöðin fæst við fjölbreytt málræktarverkefni að eigin frumkvæði og í samvinnu<br />

við aðra. Málstöðin veitir málfarsráðgjöf án endurgjalds og rekur orðabanka, þar<br />

sem einkum eru íðorðasöfn, og svokallaðan málfarsbanka í tengslum við málfarsráðgjöfina.<br />

Skráðar fyrirspurnir og svör um málfar voru um 2.800 á árinu<br />

<strong>2005</strong>. Aðsókn að orðabanka Íslenskrar málstöðvar hélt áfram að aukast <strong>2005</strong> og<br />

var 22,6% meiri en árið 2004. Undanfarin ár hefur verið unnið í málstöðinni að<br />

viðamikilli stafsetningarorðabók ásamt ritreglum og kemur hún út 2006. Nýsamdar<br />

ritreglur voru birtar á vef málstöðvarinnar <strong>2005</strong>. Málstöðin sinnir margvíslegum<br />

öðrum kynningar-, útgáfu- og þjónustuverkefnum í þágu íslensks máls, s.s.<br />

umsjón með ýmsum framkvæmdaratriðum við dag íslenskrar tungu, yfirlestri<br />

handrita og ýmissi kynningu á íslenskri tungu. Þá má nefna innlent og erlent<br />

samstarf, annars vegar um málrækt að því er lýtur að almennu máli og hins vegar<br />

um íðorðamál. Á árinu vann málstöðin m.a. að samnorrænu tilraunaverkefni<br />

um fjarkennslu í íðorðafræði með fleiri norrænum háskóla- og íðorðastofnunum.<br />

Íslensk málstöð vann á árinu <strong>2005</strong> í samvinnu við stjórn Íslenskrar málnefndar að<br />

framgangi nokkurra verkefna sem tilgreind eru í Stefnuskrá Íslenskrar málnefndar<br />

2002-<strong>2005</strong>. Einkum var hér um að ræða málræktarþing 19. nóvember þar<br />

sem m.a. voru veittar viðurkenningar fyrir gott íslenskt mál í auglýsingu og fyrir<br />

gott nafn á fyrirtæki; bókmenntaþing ungra lesenda 16. nóvember og undirbúning<br />

upplýsinga- og verkefnarits um íslenska tungu sem einkum er ætlað ungu fólki.<br />

Á árinu skipulagði málstöðin einnig m.a. málstofu 14. apríl undir yfirskriftinni Íslenska<br />

– í senn forn og ný sem var hluti viðamikillar alþjóðlegrar ráðstefnu 13.-<br />

15. apríl á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.<br />

Íslensk málstöð tók í gagnið í janúar <strong>2005</strong> lénið íslenskan.is / islenskan.is, þ.e.<br />

bæði með og án broddstafs, sem nota má ásamt eldra léninu ismal.hi.is. Netföng<br />

starfsmanna geta því endað á íslenskan.is / islenskan.is ef vill.<br />

Mannréttindastofnun<br />

Háskóla Íslands<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands er sjálfseignarstofnun, stofnuð af Háskóla<br />

Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands, 14. apríl 1994. Aðsetur<br />

stofnunarinnar er í Lögbergi við Suðurgötu.<br />

Stjórn Mannréttindastofnunar var þannig skipuð árið <strong>2005</strong>: Björg Thorarensen,<br />

prófessor við lagadeild HÍ, formaður, Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri við héraðsdóm<br />

Suðurlands, Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ og Hrefna Friðriksdóttir,<br />

hdl., meðstjórnendur. Varamenn í stjórn voru Hilmar Magnússon, hrl., og Pétur<br />

Leifsson, dósent við lagadeild HA. Framkvæmdastjóri var María Thejll, hdl.<br />

Útgáfa<br />

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands hóf útgáfu tímarits með dómareifunum<br />

Mannréttindadómstóls Evrópu á íslensku og kom fyrsta heftið út í október. Það<br />

nær yfir dóma Mannréttindadómstólsins fyrstu sex mánuði ársins <strong>2005</strong> en tímaritið<br />

mun koma út tvisvar á ári. Dómsmálaráðuneytið styrkir útgáfuna en sérstök<br />

ritstjórn hefur umsjón með henni. Ritstjóri tímaritsins er Björg Thorarensen, prófessor<br />

við lagadeild Háskóla Íslands en í ritnefnd sitja dr. Oddný Mjöll Arnardóttir,<br />

prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Skúli Magnússon, héraðsdómari<br />

og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í tímaritinu eru reifaðir valdir dómar sem<br />

taldir eru hafa sérstakt gildi fyrir túlkun ákvæða sáttmálans. Þá eru teknir með<br />

dómar sem hafa sérstaka þýðingu fyrir íslenskan rétt, einkum í málum gegn öðrum<br />

Norðurlöndum þar sem oft er til umfjöllunar löggjöf eða ákvarðanir sem eiga<br />

hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Loks eru birtar í heild sinni í íslenskri<br />

þýðingu ákvarðanir og dómar í kærumálum gegn íslenska ríkinu sem fram til<br />

þessa hafa aðeins verið birtir á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.<br />

Ritið Mannréttindasáttmáli Evrópu – Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan<br />

rétt kom út á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og lagadeildar<br />

202

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!