11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

aldursgreiningu setmyndana gosmyndana frá tertíer og kvarter. Loftslagsbreytingar<br />

eru í brennidepli á þessu rannsóknarsviði og tengsl þeirra við hafstrauma<br />

og veðurfar. Í íslenskum jarðlögum, bæði á landi og í sjó, geymast upplýsingar<br />

um sögu úthafshryggja, eldvirkni, höggun, þróun setlagadælda og loftslagsbreytingar<br />

við Norður-Atlantshaf.<br />

Meginrannsóknarefni faghóps í ísaldarjarðfræði og setlagafræði við Jarðvísindastofnun<br />

Háskólans er loftslagsbreytingar í tíma og rúmi: hafstraumar, veðurfar,<br />

jöklar, setlög, jarðvegur og lífríki. Helstu verkefni og áhersluþættir innan þessa<br />

ramma eru:<br />

• Rannsóknir á setmyndun jökla með sérstöku tilliti til jöklabreytinga á mismunandi<br />

tímakvörðum, allt frá ári til árs og til jökulskeiða og hlýskeiða.<br />

• Rannsóknir á þýðingu jökla og eldvirkni fyrir ásýndir setlaga.<br />

• Rannsóknir á sjávarstöðubreytingum í tengslum við loftslagsbreytingar með<br />

sérstöku tilliti til jöklabreytinga.<br />

• Svörun umhverfisþátta í íslenska vistkerfinu við veðurfars- og loftslagsbreytingum<br />

bæði í sjó, á landi og í stöðuvötnum.<br />

• Breytingar á lífríki á sjó og landi með hliðsjón af loftslagsbreytingum og vaxandi<br />

fjarlægð Íslands og einangrun frá meginlöndum austan hafs og vestan.<br />

• Breytingar á hafstraumum við Ísland og í Norðurhöfum og þáttur þessara<br />

breytinga í varmaflutningi frá suðlægum breiddargráðum til Norður-Evrópu<br />

og einnig breytingar á útrás Norður-Íshafsins til suðurs meðfram Grænlandi<br />

og Íslandi.<br />

• Útvíkkun gjóskulagatímatals í jarðvegi og vatnaseti á Íslandi út í hafsbotnslög<br />

við Norður-Atlantshaf og tímasetning og tenging á umhverfisgögnum frá hafi,<br />

landi og jöklum.<br />

• Sandfok, jarðvegseyðing og uppgræðsla svo og tengsl búsetu, landsnytja og<br />

umhverfisbreytinga á Íslandi.<br />

Berg- og bergefnafræði<br />

Berg- og bergefnafræðingar Jarðvísindastofnunar HÍ fást við verkefni sem tengjast<br />

uppruna og þróun storkubergs, svo og hraða þessara ferla, sérstaklega á Íslandi.<br />

Meðal rannsóknarverkefna ársins má telja:<br />

• Greining reikulla efna (H2O, CO2, S) í bergi og leysni þeirra í bergkviku sem<br />

fall af þrýstingi, hita, efnasamsetningu, oxunarstigi og brennisteinsvirkni.<br />

• Glerinnlyksur í kristöllum.<br />

• Bergefnafræði heilla svæða og samband bergfræði og tektónískra þátta.<br />

Hlutur mismunandi ástands eða ferla – misleitni í möttli, bráðnunar og þáttunar<br />

við mismunandi þrýsting, hvörf bráðar við skorpuna – í myndun ýmissa<br />

bergtegunda.<br />

• Bergfræði og jarðefnafræði Þjórsárhrauna með tilliti til framandsteinda.<br />

• Beiting geislavirkni-ójafnvægisferla til að aldursgreina ung (10.000-250.000<br />

ára) hraun og meta hraða ýmissa bergfræðilegra ferla.<br />

• Steindafræði (einkum oxíða og súlfíða) og samband oxunarstigs og segulmögnunar<br />

í basalti á Íslandi og Mars.<br />

• Efnasamsetning og uppruni súlfíða í jarðhitasvæði Kröflu.<br />

• Strontíumsamsætur í jarðhitaummynduðu bergi.<br />

• Járnsamsætur í íslensku bergi.<br />

• Rannsóknir á uppruna og þróun bergkviku í Hofsjökulseldstöðinni, Kerlingarfjöllum,<br />

Vestmannaeyjum, Öskju og Esjufjöllum.<br />

• Rannsóknir á breyttu efnainnihaldi í borholuvatni frá Húsavík á undan<br />

skjálftavirkni.<br />

• Samsætugreiningar á bergi frá Öskju.<br />

• Frumrannsókn á lithium-samsætum í bergi frá Norður-Atlantshafi.<br />

• Samsætugreiningar í djúpvatni frá Reykjanesi.<br />

• Myndun og útbreiðsla Selsundsvikursins.<br />

• Háloftadreifing efnamengunar frá Heklu 2000.<br />

• Rannsóknir á Reykjaneshryggnum frá landi að 62° N.<br />

• Orsakir basískrar sprengivirkni og myndun basískra gjóskuflóða í Heklu og<br />

Llaima og Villarrica í Chile.<br />

• Hegðun kvikuhólfs undir Kötlu á nútíma.<br />

• Aldur og uppruni súra bergsins frá tertíer.<br />

• Þáttur vatns í tætingu kviku í Öræfajökulsgosinu 1362.<br />

• Eðli sprengivirkni í gervigígum og afgösun hrauna.<br />

• Búrfellshraun, efna- og varmafræðilegir eiginleikar og upphleðsla þanhrauns.<br />

• Rennsliseiginleikar hrauna á Reykjanesi og Hengli út frá efnasamsetningu og<br />

gerð hermilíkana.<br />

165

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!