11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þetta er í tuttugasta og fjórða sinn og jafnframt í síðasta skipti sem ég fæ að<br />

ávarpa og taka í hönd kandídata sem hafa brautskráðst frá Háskóla Íslands síðan<br />

haustið 1997, en þeir eru hvorki meira né minna en rúmlega níu þúsund talsins<br />

að meðtöldum ykkur sem nú eru brautskráð. Til samanburðar má geta þess að<br />

frá upphafi Háskólans fram til 1997 brautskráðust tæplega 16 þúsund kandídatar.<br />

Hver brautskráning hefur verið einstök hamingjustund, sannkölluð háskólahátíð,<br />

þar sem við fögnum mikilvægustu ávöxtunum af starfi Háskóla Íslands, menntaáfanga<br />

ykkar, kandídatar góðir, sem hafið lagt ykkur fram um að öðlast þekkingu,<br />

kunnáttu og skilning til að móta eigið líf og skapa um leið íslenska menningu og<br />

íslenskt samfélag. Fyrirrennarar ykkar eru hvarvetna að störfum í íslensku þjóðlífi<br />

og reyndar um allan heim og þið munuð, eins og þeir, bera hróður Háskólans<br />

út um byggðir landsins og hvert sem leiðir ykkar liggja um heiminn. Þið eruð<br />

stolt Háskólans og sýnið styrk hans og kraft. Þess vegna er ábyrgð ykkar líka<br />

mikil, örlög heimsins og ekki síst örsmárrar þjóðar eins og okkar ráðast öllu<br />

öðru fremur af þekkingu, kunnáttu og skilningi sem sprettur af fræðilegu námi og<br />

starfi. Þess vegna skiptir líka svo miklu að við gerum okkur ljóst og að öllum<br />

verði ljóst til hvers háskólar eru og hvernig þeir mega ná tilgangi sínum og rækja<br />

hlutverk sitt í þágu lífsins.<br />

Við byggjum furðulegan alheim þar sem óendanleikinn umlykur okkur á alla<br />

vegu. Víðáttur geimsins, örsmáar agnir efnisins og heilinn, þetta undursamlega<br />

verkfæri sem höfuðkúpa okkar geymir, en við skynjum samt aldrei, allt er þetta<br />

enn ofvaxið mannlegum skilningi, þótt vísindin séu sífellt að opinbera okkur ný<br />

sannindi um veruleikann. Mannshugurinn er sjálfum sér ráðgáta og eins og lokuð<br />

bók, þótt hann skapi sífellt nýjar og nýjar bækur um könnunarferðir sínar um<br />

lendur heimsins. Hver erum við sjálf, hver er þessi hugur sem knýr okkur áfram,<br />

hvert okkar fyrir sig á sinni einstöku, persónulegu vegferð, og okkur öll saman, í<br />

því skyni að reyna að skapa réttlátari, fegurri og betri heim? Háskóli Íslands er<br />

ekki aðeins hús og byggingar, heldur ósýnileg, andleg heild sem sameinar okkur<br />

í ákveðnum ásetningi og tilgangi og á sér sögulega tilveru handan okkar, hverfulla<br />

einstaklinga, sem eigum hlut í henni á hverjum tíma. Björn M. Ólsen og hópur<br />

annarra manna tók þátt í fæðingu þessarar andlegu heildar og þeir sáu hana<br />

sem hvítvoðunginn í háskólasamfélagi heimsins. Og á hverjum tíma hefur Háskólinn<br />

notið þess að fjöldi einstaklinga hefur verið reiðubúinn að fórna honum<br />

tíma sínum og starfsorku um leið og þeir hafa sótt til hans menntun og styrk sér<br />

til halds og trausts í óvissum heimi líðandi stundar. Þannig er Háskólinn í senn<br />

andlegt sköpunarverk allra þeirra hugsandi einstaklinga sem hafa gefið honum<br />

hluta af sjálfum sér með því að nema í honum og starfa og hann er sjálfstætt,<br />

andlegt afl sem knýr okkur til sameiningar og samstöðu sem kemur aldrei skýrar<br />

fram en á hátíðarstundu eins og þessari.<br />

Í hverju felst aflið sem gerir Háskólann að því sem hann er? Í hvaða skilningi<br />

sameinar það okkur? Kæru kandídatar, fræðileg svör við þessum spurningum<br />

skipta máli, en mestu máli skiptir þó að við svörum þeim í verki með þeirri stefnu<br />

og þeim áætlunum sem við framfylgjum í daglegum störfum og viðleitni okkar til<br />

að gera Háskóla Íslands að sífellt öflugra vísinda- og menntasetri. Og það hefur<br />

háskólafólk svo sannarlega gert á undanförnum árum með kraftmeiri uppbyggingu<br />

rannsókna og kennslu en dæmi eru um í sögu Háskólans.<br />

Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemi Háskólans sýnir glögglega að<br />

hann hefur náð ótrúlegum árangri í samanburði við erlenda háskóla miðað við<br />

þær aðstæður og þau fjárhagslegu skilyrði sem honum eru búin. Aflið sem knýr<br />

Háskólann hefur fyrir löngu sprengt utan af sér ramma þeirrar efnislegu umgjarðar<br />

sem honum er sett – hann er eins og kröftugur unglingur sem hefur vaxið<br />

uppúr fermingarfötunum.<br />

Þegar ég lít yfir farinn veg frá haustinu 1997 blasir við að starfsemi Háskólans<br />

hefur tekið stakkaskiptum. Nemendum í grunnnámi – það er til fyrstu prófgráðu<br />

– hefur fjölgað úr 5.400 í 7.600, en nemendum í framhaldsnámi – það er<br />

meistara- og doktorsnámi – hefur fjölgað úr 180 í um 1.400. Á sama tíma hefur<br />

fjölbreytnin í námsleiðum og rannsóknum aukist gífurlega. Árið 1997 voru 109<br />

námsleiðir við skólann, þar af 32 í meistara- og doktorsnámi. Námsleiðirnar<br />

eru nú orðnar 234, þar af 126 fyrir meistara- og doktorsnema. Fjölgun námsleiða<br />

stafar fyrst og fremst af því að Háskólinn hefur nýtt sér styrk sinn sem alhliða<br />

háskóli með því að auka samstarf ólíkra fræðasviða og gefa nemendum<br />

sínum kost á alls kyns nýmælum með samvali námskeiða og fræðigreina. Þetta<br />

hefur gefið einstaklega góða raun og sýnt hvernig unnt er að nýta betur tak-<br />

256

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!