11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

áhersla á að kynna niðurstöður Kerfisverkfræðistofu á alþjóðlegum ritrýndum<br />

vettvangi, ráðstefnum sem og í tímaritum.<br />

Fyrri hluta árs dvaldi gestakennari á Kerfisverkfræðistofu, Daniel L. Moody frá<br />

Monash University, Ástralíu. Sænskur meistaranemi og tékkneskur doktorsnemi<br />

dvöldu hér 3-4 mánuði hvort.<br />

Varma- og straumfræðistofa<br />

Fastir starfsmenn<br />

Guðmundur R. Jónsson, prófessor.<br />

Páll Valdimarsson, prófessor.<br />

Ólafur Pétur Pálsson, dósent.<br />

Rannsóknir og verkefni<br />

Eins og undanfarin ár hefur megináhersla í rannsóknum verið á sviði hitaveitukerfa.<br />

Stofan hefur verið í góðu samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur þar sem<br />

áhersla er einkum lögð á beitingu tölfræðilegra aðferða og líkangerðar í hitaveiturannsóknum.<br />

Meðal verkefna sem hafa staðið yfir í nokkur ár má nefna: 1) Gerð<br />

spálíkans af árlegri heitavatnsnotkun; 2) Hvernig meta má kranavatnsnotkun á<br />

heitu vatni út frá mælingum á heildarrennsli; 3) Hvernig meta má heitavatnsnotkun<br />

í miklum kuldum.<br />

Á árinu hófst samstarf milli Varma- og straumfræðistofu og Université de Valenciennes<br />

et du Hainaut-Cambrésis í Frakklandi. Unnið er að verkefni sem ber<br />

saman eðlisfræðileg varmaskiptalíkön og varmaskiptalíkön sem byggð eru á<br />

tauganetum. Þetta er tveggja ára verkefni sem styrkt er af Jules Verne áætluninni,<br />

sem er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna.<br />

Á árinu var unnið að athugun á gögnum varðandi orkunotkun á köldum svæðum,<br />

þ.e. svæðum þar sem ekki er nýtanlegur jarðhiti. Þetta verkefni er unnið í samstarfi<br />

við Orkustofnun. Gögn úr ólíkum gagnagrunnum frá Orkustofnun (OS),<br />

Fasteignamati ríkisins (FMR), Bændasamtökum Íslands (BÍ) og víðar að hafa verið<br />

samkeyrð og tölfræðilegum aðferðum beitt til að greina þau. Vinna þessi tengist<br />

jöfnun húshitunarkostnaðar á landinu. Niðurstöður voru kynntar iðnaðarráðherra<br />

og einnig á ráðstefnu um orkunotkun heimila og iðnaðar sem haldin var á Akureyri<br />

í nóvember í tengslum við opnun Orkuseturs Orkustofnunar þar.<br />

Stofan kom einnig að rannsóknum sem tengjast vatnafræði, annars vegar með<br />

leiðbeiningu íslensks doktorsnema við DTU sem er að leggja lokahönd á verkefni<br />

um gerð slembinna líkana í vatnafræði og með leiðbeiningu í meistaraverkefni<br />

sem fjallaði um mat á rennslislyklum og rennsli með bayesískri tölfræði í tengslum<br />

við Vatnamælingar Orkustofnunar.<br />

Þá er í gangi samstarf við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins sem m.a. fjallar um<br />

gerð líkana sem beita má til þess að hámarka nýtingu í fiskvinnslu. Þessi vinna<br />

er að mestu í tengslum við doktorsverkefni.<br />

Áfram hefur verið unnið að þróun hugbúnaðar fyrir streymi vökva og varma í pípukerfum.<br />

Þetta hefur verið gert í samstarfi við NUON TB, Arnhem Hollandi. Hugbúnaðurinn<br />

nýtist við hönnun pípukerfa og unnt er að kanna kvika hegðun kerfanna<br />

með honum. Þá hefur verið unnið að verkefnum á sviði varmabúskapar og<br />

varmaendurvinnslu í iðnaði og ennfremur vinnslu raforku úr lághitavarma með<br />

Kalina aðferðinni og er þessi vinna tengd doktorsverkefni.<br />

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að líkönum af varmakerfum með aðferðum<br />

graffræði. Þar er leitað leiða til greiningar á kerfum með suðu og þéttingu vinnuvökva.<br />

Sérstaklega er könnuð beiting slíkra aðferða þegar vinnuvökvinn er blanda<br />

ammóníaks og vatns.<br />

Við stofuna er verið að þróa algrím til bestunar á rekstrarkostnaði dreifikerfa,<br />

sem byggir á þessum graffræðilega grunni. Fraunhofer Institut UMSICHT í<br />

Oberhausen hefur hug á samstarfi um þessa bestun. Rannís hefur veitt styrk til<br />

beitingar þessara aðferða á kerfisbestun (structural optimization) varmaorkukerfa.<br />

184

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!