11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fjórar þýðingar kom út á haustdögum. Þrjár þeirra voru með styrk frá Culture<br />

2000, og allar fjórar nutu stuðnings frá Þýðingasjóði og Háskólasjóði. Þær eru:<br />

• Paul Oskar Kristeller. Listkerfi nútímans. Þýðandi Gunnar Harðarson. Ritstjóri<br />

Gauti Kristmannsson.<br />

• Victor Klemperer. LTI - Lingua Tertii Imperii. Þýðandi María Kristjánsdóttir.<br />

Ritstjóri Bergljót S. Kristjánsdóttir.<br />

• Michel Foucault: Alsæi, vald og þekking. Þýðendur Björn Þorsteinsson,<br />

Garðar Baldvinsson og Sigurður Ingólfsson. Ritstjóri Garðar Baldvinsson.<br />

• Mikhail Bakhtin. Orðlist skáldsögunnar. Þýðandi Jón Ólafsson. Ritstjóri<br />

Benedikt Hjartarson.<br />

Fjölmörg verkefni voru í vinnslu á árinu á vegum stofnunarinnar og ber þar<br />

hæst Alfræði íslenskra bókmennta sem er langt á veg komin.<br />

Heimspekistofnun<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Forstöðumaður heimspekistofnunar árið <strong>2005</strong> var Gunnar Harðarson, dósent, en<br />

aðrir í stjórn voru Róbert H. Haraldsson, dósent, og Vilhjálmur Árnason, prófessor.<br />

Heimspekistofnun hefur engan fastan starfsmann en Egill Arnarson hefur<br />

ritstýrt Heimspekivefnum á vegum stofnunarinnar (sjá greinargerð hans hér á<br />

eftir) og Viðar Þorsteinsson hefur annast umbrot útgáfubóka Heimspekistofnunar.<br />

Á árinu hafði stofnunin til afnota herbergi á annarri hæð í Aðalbyggingu. Herbergið<br />

er ætlað fræðimönnum sem vinna að rannsóknum í heimspeki og MA-nemum<br />

í heimspeki, auk þess sem þar eru haldnar málstofur í heimspeki.<br />

Útgáfustarfsemi<br />

Árið <strong>2005</strong> komu út í ritröð stofnunarinnar bækurnar Stigi Wittgensteins eftir Loga<br />

Gunnarsson (112 bls.) og Innlit hjá Kant eftir Þorstein Gylfason (77 bls.). Auk þess<br />

hlaut Hugur: tímarit um heimspeki, sem Félag áhugamanna um heimspeki gefur<br />

út, styrk frá Heimspekistofnun eins og undanfarin ár.<br />

Heimspekivefurinn<br />

Árið <strong>2005</strong> einbeitti Heimspekivefurinn sér að nýjum efnisflokkum svo sem fornaldarheimspeki,<br />

nýaldarheimspeki, Derrida og óakademískri heimspeki. Kynntar<br />

voru nýjar íslenskar bækur um heimspeki, bæði frumsamin verk og þýðingar.<br />

Ennfremur voru birtir pistlar um fyrirbærafræði, borgarfræði, vísindaheimspeki,<br />

femínisma og verufræði. Efnisyfirlit allra árganga Hugar: Tímarits um heimspeki<br />

var sett á vefinn og tilkynnt um heimspekilega viðburði. Íslenskir heimspekingar<br />

skrifa nú í auknum mæli á ensku og voru því einnig birtir textar á því máli ef það<br />

átti við. Auk þess að afla frumsamins efnis, fékk Heimspekivefurinn leyfi til að<br />

birta ýmsar greinar um heimspeki sem komið höfðu út í Skírni og Tímariti Máls<br />

og menningar. Fyrri hluta ársins var nýr texti settur inn á vefinn vikulega en<br />

vegna anna ritstjóra á haustmánuðum dró nokkuð úr birtingum. Það hefur þó<br />

ekki komið niður á vinsældum Heimspekivefjarins sem voru miklar í árslok (60-<br />

70 gestir á virkum dögum). Er það skýrt merki þess að háskólar nota hann í<br />

auknum mæli sem gagnasafn fyrir kennslu.<br />

Ráðstefnur og fyrirlestrar<br />

1. Brynjólfsþing.<br />

Heimspekistofnun átti aðild að ráðstefnu um Brynjólf biskup Sveinsson sem<br />

var haldin 17. og 18. september í Þjóðarbókhlöðu og í Skálholti. Sten Ebbesen,<br />

dósent við Saxo-stofnunina í Kaupmannahafnarháskóla, hélt þar erindi í<br />

boði Heimspekistofnunar um stöðu Brynjólfs biskups í danskri heimspeki.<br />

2. Jean-Paul Sartre: 1905-<strong>2005</strong>. Málstofa um Sartre.<br />

Heimspekistofnun skipulagði málstofu um Sartre á Hugvísindaþingi 18. nóvember<br />

<strong>2005</strong>. Á málstofunni fluttu Vilhjálmur Árnason, Sigríður Þorgeirsdóttir<br />

og Gunnar Harðarson erindi um Sartre og heimspeki hans. Fundarstjóri í<br />

málstofunni var Viðar Þorsteinsson.<br />

3. Hádegisfundir Heimspekistofnunar.<br />

Haustið 2003 hleypti Heimspekistofnun af stokkunum fyrirlestraröð sem nefnist<br />

Hádegisfundir Heimspekistofnunar. Árið <strong>2005</strong> voru eftirfarandi fyrirlestrar fluttir:<br />

11. febrúar Svavar Hrafn Svavarsson, lektor: Af hverju frummyndir?<br />

Um ófullkomleika skynheimsins hjá Platoni.<br />

11. mars Eiríkur Smári Sigurðarson, sérfræðingur hjá Rannís: Minningar<br />

Aristótelesar.<br />

121

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!