11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

[7] M. Fauvel, J. Chanussot, and J.A. Benediktsson, Fusion of Methods for the<br />

Classification of Remote Sensing Images from Urban Areas, IEEE International<br />

Geoscience and Remote Sensing Symposium (IG<br />

+ARSS’05), Seoul, Korea, 25–29 July <strong>2005</strong>.<br />

Kerfisverkfræðistofa<br />

Starfsmenn<br />

Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði.<br />

Ebba Þóra Hvannberg, dósent í tölvunarfræði.<br />

Meistaranemendur: Helgi Þorgilsson, Bergþór Ævarsson, Yayoi Shimamura.<br />

Jóhann Möller, Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir og Gyða Atladóttir.<br />

Doktorsnemandi: Gísli Herjólfsson.<br />

Gestanemendur: Martin Vitek, doktorsnemandi og My Appelgren, meistaranemandi.<br />

Rannsóknir og verkefni<br />

Rannsóknasvið Kerfisverkfræðistofu eru ýmiss konar kerfisverkfræði, þ.m.t.<br />

stýrifræði og hugbúnaðarfræði. Kerfisverkfræðistofa þróaði sjálfvirkt tilkynningakerfi<br />

fyrir skipaflotann í samvinnu við Slysavarnafélagið. Sama kerfi var einnig útfært<br />

fyrir flugvélar og landfarartæki. Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið<br />

mikil í gegnum tíðina, m.a. upprunaleg þróun ratsjárgagnavinnslukerfis Flugmálastjórnar.<br />

Ennfremur voru þróuð líkön af skekkjum ratsjáa með tilliti til framsetningar<br />

á fjölratsjárgögnum. Hagkvæmnisathuganir voru gerðar fyrir ratsjár á<br />

Hornafirði og á Grænlandi ásamt athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt staðsetningareftirlit<br />

flugvéla.<br />

Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið<br />

svið við stofuna. Samvinna var við Hitaveitu Reykjavíkur (Orkuveitu Reykjavíkur)<br />

og Rafhönnun um gerð hermis af Nesjavallavirkjun. Þróaður var flugumferðarhermir<br />

og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn Íslands,<br />

Integra Consult og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig var þróaður hermir af járnblendiofnum<br />

í samvinnu við Íslenska járnblendifélagið.<br />

Rannsóknasjóður HÍ hefur styrkt fræðilegar rannsóknir á sviði línulegra kerfa<br />

sem unnið er að innan Kerfisverkfræðistofu. Settar hafa verið fram lausnir á almennum<br />

diffurjöfnum á lokuðu formi, sem gefa mikla möguleika til greiningar og<br />

hönnunar stýrikerfa, sem og á öðrum sviðum verkfræði og raungreina. Á undanförnum<br />

árum hefur stofan tekið þátt í rannsóknarverkefnum í samvinnu við innlend<br />

og evrópsk fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Má þar einkum<br />

nefna fjarþjónustu ýmiss konar sem dreift er til notenda yfir hraðvirkt net, t.d.<br />

gagnvirkt sjónvarp og fjarkennslu. Einnig hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á<br />

endurbótum í hugbúnaðargerð og nytsemi kerfa.<br />

Verkefni stofunnar árið <strong>2005</strong> voru:<br />

• Verkefni á sviði línulegra kerfa styrkt af Rannsóknasjóði HÍ.<br />

• Elena: Smart space for learning, í samvinnu við Símann og styrkt af fimmtu<br />

rammaáætlun Evrópusambandsins.<br />

• Future Oceanic Air Traffic Controller Workstation, unnið í samtarfi við Flugmálastjórn,<br />

Flugkerfi hf og MIT.<br />

• Mause, Maturity of Usability Evaluation, er samstarfsnet vísindamanna frá 20<br />

löndum, sem er styrkt af COST, European Science Foundation. Rannís styrkir<br />

hinn íslenska rannsóknarhluta.<br />

Fastir kennarar sem hafa starfsaðstöðu við Kerfisverkfræðistofu eru Ebba Þóra<br />

Hvannberg, dósent í tölvunarfræði og Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagns-<br />

og tölvuverkfræði.<br />

Meistaraverkefni og doktorsverkefni eru unnin innan Kerfisverkfræðistofu í<br />

tengslum við ofangreind rannsóknaviðfangsefni í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki.<br />

Fimm meistaranemar og 2 doktorsnemar höfðu vinnuaðstöðu á Kerfisverkfræðistofu<br />

á árinu <strong>2005</strong>. Sex meistaranemar luku meistaraprófi á árinu. Lögð er<br />

183

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!