11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála starfar við stjórnmálafræðiskor. Að stofnuninni<br />

standa, auk Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Landspítali-háskólasjúkrahús.<br />

Stofnunin starfar í nánum tengslum við fyrirtæki, stofnanir og samtök,<br />

innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Meginmarkmið stofnunarinnar er<br />

að efla kennslu og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga.<br />

Stofnuninni er enn fremur ætlað að vera vettvangur umræðna um<br />

stjórnmál, stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri, þar á meðal um hlutverk<br />

fjölmiðla og hagsmunahópa í opinberri stefnumörkun. Forstöðumaður stofnunar<br />

var Margrét S. Björnsdóttir<br />

Doktorsvörn í uppeldis- og menntunarfræði<br />

frá félagsvísindadeild<br />

Snæfríður Þóra Egilson, lektor í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri, varði doktorsritgerð<br />

sína: School Participation: Icelandic Students with Physical Impairments<br />

(Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi) þann 25. nóvember.<br />

Andmælendur voru dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney og<br />

dr. Grétar Marinósson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands.<br />

Doktorsvarnir kennara í félagsvísindadeild<br />

Þann 30. nóvember varði Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor í fötlunarfræði,<br />

doktorsritgerð sína við University of Sheffield í Bretlandi.<br />

Þann 9. desember varði Ágústa Pálsdóttir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

doktorsritgerð sína við Åbo Academy University í Finnlandi.<br />

Þann 16. desember varði Guðný Björk Eydal, lektor í félagsráðgjöf, doktorsritgerð<br />

sína við Socilogiska Institutionen (félagsfræðideild) við háskólann í Gautaborg í<br />

Svíþjóð.<br />

Í árslok voru 46 af 49 föstum kennurum deildarinnar með doktorsgráðu.<br />

Kennarar deildarinnar hafa margvísleg samskipti og samstarf við erlendar stofnanir<br />

og fræðimenn. Áhugi nemenda á því að stunda hluta náms erlendis á vegum<br />

Erasmus og Nordplus fer vaxandi.<br />

Kennaraskipti<br />

Penelope Lisi, prófessor við Central Connecticut State University, kenndi við uppeldis-<br />

og menntunarfræðiskor í marsmánuði.<br />

Daíthí Ó hÓgáin, dósent í þjóðfræði við University College í Dublin, hélt námskeið<br />

um forn írskar sögur og hetjufræði á vegum þjóðfræði í ágúst.<br />

Dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney hélt námsstefnu í fötlunarfræði<br />

í nóvember sem hét Gott veganesti og fjallaði um aðstoð við seinfæra<br />

foreldra og börn þeirra.<br />

Gjafir<br />

Þann 11. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði,<br />

Landsbókasafni- Háskólabókasafni bókagjöf hjónanna Alfred og Grace<br />

Gredys Harris en hjá þeim nam hún mannfræði við háskólann í Rochester. Um er<br />

að ræða gott safn rita í mannfræði eða alls um 3.400 titla auk tímarita en mörg<br />

þessara rita eru nú ófáanleg nema á söfnum. Í gjöfinni er að finna ýmis grunnrit<br />

félagsvísindanna sem nýtast munu öllum greinum deildarinnar.<br />

Styrkir og samningar<br />

Gerðir voru samstarfssamningar við bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu<br />

og víðar. Samstarfið felur í sér vettvangsnám nemenda í bókasafns-<br />

og upplýsingafræði, á bókasöfunum og ýmis konar verkefnavinnu fyrir<br />

söfnin.<br />

Styrkur Félagsþjónustunnar í Reykjavík til karla í námi í félagsráðgjöf var veittur í<br />

6. sinn þann 23. nóvember. Tveir hlutu styrkinn að þessu sinni, þeir Kristinn Diego<br />

og Þórarinn Þórarinsson.<br />

Málþing og ráðstefnur<br />

• Þann 3. febrúar hélt félagsráðgjafarskor málþing undir heitinu Félagsráðgjöf:<br />

Fagþróun í námi og starfi í tilefni 60. ára afmælis Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessors<br />

í félagsráðgjöf.<br />

• Málþing um kenningar franska félagsvísindamannsins Pierre Bourdieu var<br />

96

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!