11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Samræður menningarheima: Afmælisráðstefna til heiðurs<br />

Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára<br />

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið<br />

og Reykjavíkurborg. Sérstök heiðursnefnd var tengd ráðstefnunni en í henni voru:<br />

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d’Estaing, fv. forseti<br />

Frakklands, Richard von Weizsäcker, fv. forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands,<br />

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Davíð Oddsson utanríkisráðherra,<br />

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir<br />

borgarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Sigríður<br />

Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri og Páll<br />

Skúlason rektor. Ráðstefnunefnd skipuðu: Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF,<br />

Gauti Kristmannsson aðjúnkt, Guðrún Bachmann kynningarstjóri, Inga Jóna<br />

Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Kristín A. Árnadóttir skrifstofustjóri, Magnús<br />

Diðrik Baldursson skrifstofustjóri, María Þ. Gunnlaugsdóttir deildarsérfræðingur,<br />

Matthew Whelpton dósent, Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti og Ólafur Egilsson<br />

sendiherra. Ráðstefnan hófst 13. apríl með móttöku í Hátíðasal Háskóla Íslands<br />

þar sem Páll Skúlason rektor afhjúpaði brjóstmynd af Vigdísi eftir myndlistarmanninn<br />

Erling Jónsson. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í Perlunni að kvöldi<br />

afmælisdagsins 15. apríl. Setning ráðstefnunnar fór fram við hátíðlega athöfn í<br />

Háskólabíói 14. apríl að viðstöddum ráðamönnum og fjölda innlendra og erlendra<br />

gesta. Páll Skúlason rektor setti ráðstefnuna, en forseti Íslands herra Ólafur<br />

Ragnar Grímsson flutti opnunarræðu. Einnig flutti menntamálaráðherra Þorgerður<br />

Katrín Gunnarsdóttir ávarp. Prófessor David Crystal flutti fyrsta lykilfyrirlestur<br />

ráðstefnunnar: Towards a Philosophy of Language Diversity, og kór Kársnesskóla<br />

söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.<br />

Auk prófessors David Crystal voru eftirtaldir lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni:<br />

• Mary Robinson, forseti Írlands 1990-1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu<br />

þjóðanna 1997-2002, sem fjallaði um mannréttindi og stöðu kvenna,<br />

• Blandine Kriegel, prófessor og sérfræðingur í málefnum nýbúa og ráðgjafi<br />

Jacques Chirac, forseta Frakklands, um mannréttindi og nýbúa. Efni fyrirlestrarins<br />

var opinbert trúleysi og aðlögun nýbúa í Frakklandi (Laïcité et intégration<br />

en France).<br />

• Shinako Tsuchyia þingkona ræddi um konur í japönsku nútímasamfélagi og<br />

matarmenningu.<br />

• Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar<br />

(WTO). Heiti fyrirlestrar hans var Economic Integration and its Impact on Cultural<br />

Diversity.<br />

• Kristín Ingólfsdóttir, prófessor og nýkjörinn rektor Háskóla Íslands. Erindi<br />

hennar bar yfirskriftina Menntun og þekking – beittustu vopn fámennrar<br />

þjóðar.<br />

• Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kynjafræðum og fv.<br />

alþingismaður fjallaði um aðdraganda forsetakosninganna árið 1980.<br />

Aðrir fyrirlesarar voru: Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri, Sigurður Pétursson<br />

lektor, Ólafur Ragnarsson útgefandi, Guðrún Magnúsdóttir framkvæmdastjóri,<br />

Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og<br />

heyrnarskertra, og Sture Allén prófessor.<br />

Málstofur<br />

Haldnar voru 20 málstofur þar sem á annað hundruð fræðimanna fluttu erindi. Af<br />

þeim fóru 11 fram á íslensku en 9 á erlendum málum. Umfangsmesta málstofan<br />

var Linguistic and Cultural Diversity, sem var tvískipt og stóð yfir báða ráðstefnudagana.<br />

• Language and Cultural Diversity. Málstofan var kostuð af Norrænu ráðherranefndinni.<br />

Umsjón höfðu: Auður Hauksdóttir dósent, Jens Allwood prófessor<br />

og Anju Saxena dósent. Málstofustjórar voru Jens Allwood og Höskuldur<br />

Þráinsson prófessor. Matthew Whelpton stjórnaði pallborðsumræðum. Fyrirlesarar<br />

voru: Jens Allwood prófessor, Göteborgs universitet, Peter Austin<br />

prófessor, University of London, Tove Skutnabb-Kangas prófessor, Roskilde<br />

Universitetsenter, Kristján Árnason prófessor, Steve Fassberg prófessor,<br />

Hebrew University of Jerusalem, Michael Krauss, prófessor emeritus, University<br />

of Alaska, Nicholas Ostler, Foundation for Endangered Languages,<br />

Matthias Brenzinger prófessor, Universität zu Köln, Michael Noonan prófessor,<br />

University of Wisconsin, Udaya Narayana Singh, Central Institute of Indian<br />

Languages, og Osahito Miyaoka prófessor, Osaka Gakuin University.<br />

• Digital Documentation. Fyrirlesarar voru: Susan Hockey, prófessor emeritus,<br />

University College London, Anju Saxena dósent, Uppsala universitet, David<br />

126

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!