11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Sú aðstaða sem kennslu og rannsóknum er búin skiptir sköpum til þess að ná<br />

árangri. Það er ánægjulegt að horfa á þá uppbyggingu í húsnæðismálum Háskólans<br />

sem nú á sér stað.<br />

Í fyrra var Askja, hús náttúruvísinda, tekið í notkun og gerbreytti það aðstöðu til<br />

rannsókna og kennslu á þeim vettvangi.<br />

Fyrir nokkrum vikum tilkynnti ríkisstjórnin að í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands<br />

eftir 6 ár verði reist hús undir nýja stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun.<br />

Í síðustu viku var kynnt framtíðarskipulag nýs háskólasjúkrahúss, sem mun<br />

gerbylta allri starfaðstöðu heilbrigðisvísindadeilda Háskólans til rannsókna og<br />

kennslu og styrkja tengsl sjúkrahúss og háskóla.<br />

Í þessari viku voru tilkynnt úrslit í samkeppni um hönnun og byggingu Háskólatorgs,<br />

sem er samheiti tveggja bygginga sem rísa á miðri háskólalóðinni<br />

og skapa rými fyrir vísindastörf, kennslu, lesaðstöðu og þjónustu við stúdenta<br />

og starfsfólk.<br />

Loks er framundan bygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni sem mun stórefla<br />

tengsl skólans við atvinnulíf og aðrar rannsóknastofnanir.<br />

Ágætu kandídatar!<br />

Við stöndum hér á mörkum tveggja tíma. Þið hafið lokið mikilvægum áfanga í<br />

lífi ykkar. Sum ykkar verjið næsta áfanga hér í skólanum, en fyrir aðra er þetta<br />

kveðjustund. Hér skilja leiðir.<br />

Skólinn þróast áfram og hefur í farteskinu nýja þekkingu sem þið hafið skapað<br />

með honum og býr að þeirri örvun sem vera ykkar hér hefur verið honum. Eldmóður,<br />

dugnaður og þekkingarþorsti stúdenta bæta fræðarana.<br />

Þið fetið ykkar slóð og það skiptir öllu að í þeim föggum sem þið takið með ykkur<br />

út í lífið sé í jöfnum skömmtum þekking og þroski. Þekking til að breyta umhverfi<br />

ykkar og þroski til að beita þekkingunni rétt.<br />

Ég hef lagt á það mikla árherslu hér í dag að þekking skipti máli, – fyrir samfélagið,<br />

fyrir skólann og fyrir ykkur sem einstaklinga. En við skulum hafa hugfast<br />

að þekking er vald og manninum farnast best þegar vald og ábyrgð eru í jafnvægi.<br />

Ég á þá ósk heitasta þegar þið hverfið á vit framtíðarinnar að þið hafið í<br />

farteskinu í jöfnum hlutföllum þekkingu og þroska.<br />

En þó að leiðir skilji mun skólinn með vissum hætti fylgja ykkur áfram og verða<br />

hluti af framtíð ykkar. Orðspor Háskólans, þeirrar menntunar sem hann veitir<br />

og þeirrar vísindaþekkingar sem hann byggir upp mun fylgja ykkur áfram og<br />

verða gæðastimpill menntunar ykkar.<br />

Góðir gestir!<br />

Árið <strong>2005</strong> er helgað eðlisfræðinni vegna þess að nú eru hundrað ár liðin frá því<br />

að Albert Einstein setti fram afstæðiskenninguna, sem leiddi til nýs skilnings á<br />

eðli alheimsins.<br />

Einstein sagði um þekkingarleitina: „Það skiptir mestu að hætta aldrei að spyrja.<br />

Forvitni mannsins á sér sínar ástæður. Maður stendur andaktugur frammi<br />

fyrir ráðgátum um eilífðina, lífið og stórbrotinn og margflókinn raunveruleikann.<br />

Það nægir að reyna að skilja ögn af þessari ráðgátu á hverjum degi.“<br />

Kandídatar og aðrir góðir gestir. Það er inntak góðs háskóla að reyna á hverjum<br />

degi að skilja ögn af þessari stórbrotnu ráðgátu og beita þekkingunni af þroska<br />

og ábyrgð í þágu alls mannfélagsins.<br />

Ég þakka ykkur, kandídatar, samfylgdina við Háskóla Íslands og óska ykkur velfarnaðar<br />

í öllum ykkar verkum.<br />

268

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!