11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Árið <strong>2005</strong> stunduðu sex nemendur meistaranámið og einn þeirra lauk því á árinu.<br />

Hafa þá 18 nemendur útskrifast með meistarapróf í sjávarútvegsfræðum.<br />

Auk forstöðumanns og skrifstofustjóra unnu 14 verkefnaráðnir starfsmenn að<br />

rannsóknum á vegum stofnunarinnar á árinu.<br />

Viðamesta verksvið Sjávarútvegsstofnunar eru rannsóknir. Hefur stofnunin haft<br />

forgöngu um ýmis rannsóknarverkefni varðandi sjávarútveg og stýrir einatt verkefnum<br />

sem hún á aðild að. Hér er gerð grein fyrir helstu rannsóknarverkefnum á<br />

árinu <strong>2005</strong>.<br />

Veiðigrunnur<br />

Fram var haldið þróun hugbúnaðar til notkunar í fiskiskipum, sem heldur utan<br />

um upplýsingar um veiðarnar, svo sem veiðiaðferðir, umhverfisaðstæður og afla.<br />

Þannig geta skipstjóri og útgerð valið upplýsingar í gagnagrunn um veiðar skipsins.<br />

Hluti búnaðarins er fyrirspurnakerfi þar sem hægt er að kalla fram í smáatriðum<br />

veiðisögu og aflasamsetningu úr hverri veiðiferð skipsins. Upplýsingarnar<br />

má setja fram með ýmsum hætti, t.d. skoða á hvaða stöðum eða við hvaða aðstæður<br />

veiðin hefur gengið best, bera saman veiðiferðir eða fá yfirlit yfir ákveðin<br />

tímabil. Hægt verður að bera saman árangur veiða með mismunandi veiðarfærum<br />

eða fá yfirlit yfir sambandið á milli togtíma og afla o.s.frv. Niðurstöður fyrirspurnanna<br />

birtast án tafar á myndrænan og auðskiljanlegan hátt. Þessi búnaður<br />

getur einnig þjónað sem rafræn afladagbók, þar sem Fiskistofa og Hafrannsóknastofnunin<br />

óska eftir hluta þeirra upplýsinga sem safnað er. Hugbúnaðurinn getur<br />

valið þær sjálfvirkt og sent rafrænt. Þetta auðveldar skýrslugjöf skipstjórnenda og<br />

stórbætir gæði og skil gagna. Að veiðigrunninum stendur Radíómiðun hf. í samstarfi<br />

við Sjávarútvegsstofnun HÍ og Fiskistofu. Verkefnisstjóri er Kristján Gíslason.<br />

Secure and Harmonized European Electronic Logbooks<br />

(SHEEL)<br />

Í ársbyrjun 2004 var hleypt af stokkunum stóru evrópsku samstarfsverkefni,<br />

SHEEL, sem ætlað er að undirbúa reglugerð ESB um rafrænar afladagbækur fyrir<br />

evrópska fiskiskipaflotann. Um 30 aðilar eiga beina aðild að verkefninu og stýrir<br />

Sjávarútvegsstofnun veigamesta þætti verkefnisins sem fjallar um skilgreiningu<br />

afladagbókanna, innihald þeirra, form, tíðni boða, öryggiskröfur, samskiptatækni<br />

o.s.frv.<br />

Var þetta viðamesta verkefni stofnunarinnar á árinu og starfaði Þorsteinn Helgi<br />

Steinarsson, verkfræðingur, að verkefninu. Skilgreiningarnar voru kynntar á fundum<br />

með samstarfsaðilum í Sevilla á Spáni í janúar og aftur í Gautaborg í júní<br />

<strong>2005</strong>. Stofnunin skilaði síðan lokaskýrslu um skilgreiningarnar SHEEL-System<br />

Specifications í árslok <strong>2005</strong>. Guðrún Pétursdóttir hefur stýrt verkþættinum um<br />

skilgreiningar og á sæti í þriggja manna yfirstjórn SHEEL.<br />

Information database for Managers in Fisheries<br />

Unnið var að þróun hugbúnaðar fyrir skipsstjórnendur og fiskvinnslu í Færeyjum.<br />

Það er unnið í samvinnu við Radíómiðun hf. og ComData í Færeyjum með tilstyrk<br />

NORA. Verkefnisstjóri er Guðrún Pétursdóttir.<br />

Vinnsluspá þorskafla<br />

Sjávarútvegsstofnun á aðild að verkefni sem styrkt er af Rannís og fjallar um<br />

skilgreiningu á sambandi veiðistaðar og tíma annars vegar og gæða aflans hins<br />

vegar, einkum varðandi nýtingu, holdastuðul, orma, mar og los í fiski.<br />

Verkefnið felur í sér rannsóknar- og þróunarvinnu sem hefur það langtímamarkmið<br />

að auka arðsemi þorskvinnslu með því að rannsaka og þróa aðferðir til að<br />

meta vinnslugæði fisksins. Niðurstöðurnar má nota til að styrkja vinnslustjórn og<br />

auðvelda ákvarðanatöku um val veiðisvæða sem gefa besta fiskinn til vinnslu á<br />

hverjum tíma. Sveinn Margeirsson, verkfræðingur, vinnur nú að doktorsverkefni<br />

sínu við þetta verkefni. Verkefnið er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun<br />

fiskiðnaðarins og útgerðarfélagið Samherja. Verkefnisstjóri er Sigurjón<br />

Arason.<br />

Sherem<br />

Sherem er rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við Nýherja, Samherja og<br />

fleiri útgerðarfyrirtækja og fjallar um að finna lausnir til að koma á ytri rekjanleika<br />

í sjávarútvegi þar sem vörur fara gegnum marga hlekki í keðjunni frá veiðum<br />

til neyslu. Verkefnið er stutt af Rannís, en verkefnisstjóri er Viktor Vigfússon.<br />

222

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!