11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

• Sýning í tilefni 30 ára afmælis Kvennasögusafns Íslands 1975-<strong>2005</strong>, en<br />

Kvennasögusafn var stofnað hinn 1. janúar 1975.<br />

• Eitt hundrað ára ártíð Íslandsvinarins Daniels Willards Fiske. Haldin var<br />

sýning og boðið til fjölteflis í fyrirlestrarsal safnsins miðvikudaginn 26. janúar<br />

<strong>2005</strong>.<br />

• Menning og meinsemdir: Rýnt í bein, farsóttir, læknisfræði og lýðsögu Íslendinga.<br />

Hinn 15. febrúar <strong>2005</strong> var liðin öld frá fæðingu Jóns Steffensens, prófessors<br />

við læknadeild Háskóla Íslands og var af því tilefni efnt til sýningar og<br />

málþings til heiðurs Jóni Steffensen og konu hans Kristínu Björnsdóttur.<br />

• Meðan þú sefur. Myndlistasýning á verkum listakonunnar og barnabókahöfundarins<br />

Önju Theosdóttur.<br />

• Japönsk bókmenntaverk frá upphafi 8. aldar og allt til 20. aldar. Japönsk<br />

hjón, Eiko og Goro Murase, gáfu japönskuskor í hugvísindadeild Háskóla Íslands<br />

vandaðar og fallegar endurgerðir af japönskum bókum, bæði klassísk<br />

og nútíma bókmenntaverk sem varðveitt verða í safninu.<br />

• Tvær „fagrar sálir“. Tvær gestasýningar voru settar upp í maí, önnur um Jóhann<br />

Jónsson, skáld frá Ólafsvík og hin um Sigríði Jónsdóttur frá Vogum,<br />

móður Nonna, Jóns Sveinssonar, rithöfundar.<br />

• Forn Íslandskort og ferðabækur. Forn Íslandskort og ferðabækur voru sýndar<br />

í forsal þjóðdeildar.<br />

• Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Í tilefni af því að 400 ár<br />

voru liðin frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar, Skálholtsbiskups, var haldin<br />

ráðstefna og sýning helguð honum.<br />

• Bessastaðaskóli 1805-<strong>2005</strong>. Sýning um Bessastaðaskóla var sett upp í október,<br />

en árið <strong>2005</strong> voru liðin 200 ár frá stofnun skólans.<br />

• Spil og leikir. Á aðventu var sýning á jólaefni sem varðveitt er í þjóðdeild.<br />

Nýsköpun og þróunarverkefni<br />

Upplýsingatæknihópur greinir, þróar og innleiðir upplýsingatækniverkefni í safninu.<br />

Verkefnin eru ýmist þróuð innan safnsins eða unnin í samvinnu við aðra, einkum<br />

þjóðbókasöfn Norðurlanda. Þetta eru helstu verkefnin sem unnið hefur verið að:<br />

Þrjár heildarsafnanir á íslenska þjóðarléninu voru framkvæmdar á árinu. Stefnt<br />

er að því að safna í framtíðinni öllu íslensku efni á veraldarvefnum þrisvar á ári.<br />

Stærsta úrlausnarefnið er að ná til íslensks efnis utan .is þjóðarlénsins. Einnig<br />

var unnið að gerð samfelldrar vefsöfnunar. Þar munu valdir vefir vera í sífelldri,<br />

sjálfaðlagandi söfnun sem nær betur öllum þeim hreyfingum sem verða frá degi<br />

til dags. Stefnt er að því að slíkar safnanir verði komnar í gang 2006.<br />

Frá því að tilraunir með vefsöfnun hófust hefur verið stefnt að því að gera vefsafnið<br />

aðgengilegt. Unnið er að þróun hugbúnaðarins og verður fylgst með erlendri<br />

þróun og nýr hugbúnaður tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn.<br />

Unnið hefur verið að því að bæta textaleitarviðmót vefsins timarit.is. Einnig hefur<br />

hugbúnaður fyrir ljóskennsl (Optical Character Recognition), sem ljósles og býr til<br />

tölvutækan texta stafrænna mynda, verið uppfærður. Prófanir sýndu að nýrri útgáfa<br />

gaf umtalsvert betri árangur og verður allt efnið endurlesið. Stefnt er að því<br />

að á árinu 2006 verði búið að ljóslesa allt myndað efni.<br />

Þróaður var gagnagrunnur fyrir bréfasöfn ásamt skráningarviðmóti fyrir hann og<br />

forrit sem búa til og vinna með XML skjöl upp úr honum, byggð á EAD staðli.<br />

Einnig var búinn til mannanafnagrunnur með um 16.000 nöfnum sem lesinn var<br />

úr textaskjölum.<br />

Lögboðið er að safnið skuli gefa út Íslenska bókaskrá og kom hún síðast út á<br />

prenti árið 2003 fyrir árið 2001. Ákveðið er að framvegis verði eingöngu um vefaðgang<br />

að ræða. Verkefnið var skilgreint og lagður grunnur að útliti og virkni nýs<br />

vefs sem mun bera heitið Íslensk útgáfuskrá þar sem vefurinn nær yfir breiðara<br />

efni en bækurnar. Stefnt er að því að opna vefinn um mitt ár 2006.<br />

Viðskiptagrunnur tímarita gefur starfsmönnum yfirsýn yfir tímaritakaup safnsins.<br />

Tímarit eru keypt af mörgum aðilum og ýmis dreifingarfyrirtæki bjóða upp á tilboðspakka<br />

sem stundum innihalda sömu ritin. Viðskiptagrunnurinn á að geta á<br />

fljótlegan hátt sýnt starfsmönnum hvort ákveðin tímarit séu þegar keypt. Þá<br />

greiða margir aðilar fyrir aðgang að tímaritum og viðskiptagrunnurinn einfaldar<br />

mjög yfirsýn yfir það. Verið er að mata inn gögn um tímaritakaup safnsins.<br />

240

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!