11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Lyfjafræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Í lyfjafræðideild eru stundaðar rannsóknir, kennsla, fræðsla og þjónusta. Starfsemi<br />

deildarinnar hefur miðað að því að sinna þessum fjórum þáttum en aðaláherslan<br />

er lögð á kennslu og rannsóknir í lyfjafræði. Við deildina eru menntaðir<br />

lyfjafræðingar en markmið háskólanáms í lyfjafræði er að nemendur séu að námi<br />

loknu hæfir til að stunda öll almenn lyfjafræðistörf; í lyfjabúðum, við lyfjagerð, í<br />

lyfjaiðnaði og lyfjaheildverslunum, á sjúkrahúsum og við rannsóknir.<br />

Á árinu <strong>2005</strong> störfuðu hjá lyfjafræðideild 4 prófessorar, 3 dósentar og 3 lektorar í<br />

7,67 stöðugildum, en auk þess níu aðjúnktar og 33 stundakennarar, auk skrifstofustjóra<br />

og eins aðstoðarmanns á rannsóknastofum. Vegna stöðugrar fjölgunar<br />

nemenda er þörf á að fjölga fastráðnum kennurum við deildina. Deildarforseti<br />

var Þorsteinn Loftsson, prófessor. Varadeildarforseti fram til 1. júlí var Kristín<br />

Ingólfsdóttir, prófessor, en þá tók Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor, við starfi varadeildarforseta.<br />

Sveinbjörn Gizurarson var í 20% stöðu prófessors á árinu. Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir<br />

var ráðin í tímabundna stöðu lektors í lyfjagerðarfræði frá 1. maí en hún lét<br />

af störfum hinn 31. desember. Í mars var Kristín Ingólfsdóttir, prófessor kosin<br />

rektor Háskóla Íslands og tók hún við störfum rektors þann 1. júlí. Frá sama tíma<br />

fór Kristín í leyfi frá lyfjafræðideild. Í hennar stað var Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir<br />

ráðin í stöðu lektors í lyfja- og efnafræði náttúruefna frá 1. september til 30.<br />

júní 2010. Við lok ársins hlutu Már Másson og Elín Soffía Ólafsdóttir framgang úr<br />

stöðu dósents í stöðu prófessors.<br />

Kennslumál<br />

Haustið 2004 var ákveðið að skipta lyfjafræðináminu (pharmacy) í BS hluta (90e)<br />

og MS hluta (60e) í samræmi við Bologna samkomulagið, og fylgja þeir nemendur<br />

sem hófu nám við deildina haustið <strong>2005</strong> þessu námsfyrirkomulagi. Að loknu tveggja<br />

ára meistaranámi í lyfjafræði (MS námi) munu nemendur geta sótt um starfsleyfi<br />

lyfjafræðings til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Þannig samsvarar<br />

tveggja ára meistaranám í lyfjafræði, að afloknu BS námi, kandídatsnámi í<br />

lyfjafræði. Við lyfjafræðideild er einnig boðið upp á 60 eininga MS nám í lyfjavísindum<br />

(pharmaceutical sciences) fyrir þá sem hafa lokið BS prófi í efnafræði, lífefnafræði,<br />

líffræði, lyfjafræði eða skyldum greinum. Að loknu MS námi býður<br />

lyfjafræðideild upp á þriggja ára doktorsnám (Ph.D.) sem er 90 eininga nám.<br />

Við árslok <strong>2005</strong> voru 148 nemendur innritaðir í nám í lyfjafræðideild og er það<br />

fjölgun frá fyrra ári. Árið <strong>2005</strong> stunduðu átta nemendur framhaldsnám við deildina;<br />

fimm doktorsnám og þrír meistaranám. Fjórir erlendir skiptinemar voru<br />

við nám við deildina á árinu og nokkrir íslenskir lyfjafræðinemar nýttu sér Nord-<br />

Plus- og Erasmus-styrki og tóku hluta af námi sínu við evrópska háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og góður árangur á því sviðið einkennir starf<br />

deildarinnar. Allir fastráðnir kennara eru virkir í rannsóknum. Fjöldi birtinga í ISI<br />

tímaritum er almennt viðurkenndur mælikvarði á rannsóknarvirkni. Fyrsta greinin<br />

í ISI gagnagrunninum með kennara deildarinnar sem höfund var skráð 1980.<br />

Árin 1994 til <strong>2005</strong> voru greinar lyfjafræðideildar 7,2±1,5% (meðaltal ± SD) af öllum<br />

greinum birtum í nafni Háskóla Íslands. Birtingatíðni var á þessu sama tímabili<br />

um 1,8 grein per fastráðinn kennara. Til samanburðar var birtingatíðni kennara<br />

við lyfjafræðiháskóla í Bandaríkjunum að meðaltali 0,6 grein per kennara árið<br />

1997.<br />

Fjárveitingar og útgjöld lyfjafræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 58.871 68.365 64.916<br />

Fjárveiting 57.809 57.903 64.911<br />

138

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!