11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rannsóknastofnanir<br />

í tengslum við<br />

Háskólann<br />

Alþjóðamálastofnun Háskóla<br />

Íslands og Rannsóknasetur<br />

um smáríki<br />

Alþjóðamálastofnun<br />

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun<br />

og er vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf í alþjóðamálum. Ásamt Háskóla Íslands<br />

standa utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins<br />

formlega að Alþjóðamálastofnun. Stofnunin á auk þess í samstarfi við fjölda erlendra<br />

og innlendra fræðimanna og stúdenta. Alþjóðamálastofnun hefur verið<br />

starfrækt við Háskóla Íslands frá árinu 1990 en var endurskipulögð árið 2002 og<br />

hefur í kjölfarið staðið fyrir fjölbreyttum rannsóknum, útgáfustarfsemi, ráðstefnum,<br />

málstofum og fyrirlestrum. Helstu rannsóknasvið eru íslensk utanríkismál,<br />

Evrópumál og öryggis- og varnarmál. Sjá nánar vefsíðu: (htttp://www.hi.is/ams/)<br />

Rannsóknasetur um smáríki<br />

Rannsóknasetur um smáríki er faglega sjálfstæð eining sem starfar undir hatti<br />

Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og deilir stjórn og forstöðumanni með<br />

stofnuninni. Rannsóknasetrið var stofnað árið 2002 að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar,<br />

dósents í stjórnmálafræði, og hefur sett mark sitt á háskólasamfélagið<br />

frá upphafi með fjölbreyttu starfi. Meginmarkmið setursins er að auka rannsóknir<br />

og kennslu í smáríkjafræðum (small state studies). Rannsóknasetrið<br />

stendur fyrir fjölbreyttum rannsóknum, ráðstefnum, málstofum og kennslu um<br />

smáríki og heldur úti öflugri ritröð um rannsóknir í smáríkjafræðum. Setrið hefur<br />

þegar skapað sér sess sem ein aðalmiðstöð smáríkjarannsókna í heiminum í dag<br />

og hefur hlotið fjölda styrkja frá innlendum og erlendum rannsóknasjóðum. Sjá<br />

nánar vefsíðu: http://www.hi.is/ams/<br />

Stjórn og starfslið<br />

Rektor HÍ skipaði nýja stjórn Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um<br />

smáríki haustið <strong>2005</strong>. Í stjórninni sitja:<br />

• Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, sem jafnframt er stjórnarformaður.<br />

• Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði við HÍ, sem jafnframt er varaformaður.<br />

• Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent í lögfræði við HÍ.<br />

• Alyson J.K. Bailes, forstöðumaður SIPRI, Stockholm International Peace Reasearch<br />

Institute í Svíþjóð.<br />

• Anders Wivel, dósent í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla.<br />

• Christine Ingebritsen, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Washington.<br />

• Clive Archer, prófessor í Evrópufræðum við Metropolitanháskólann í<br />

Manchester.<br />

• Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri í Utanríkisráðuneytinu.<br />

• Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins.<br />

• Kristín Loftsdóttir, dósent í mannfræði við HÍ.<br />

• Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins.<br />

Fastráðinn forstöðumaður er Ásthildur E. Bernharðsdóttir sem dvelur í rannsóknarleyfi<br />

í Bandaríkjunum þar til í september 2006. Brynhildur Ólafsdóttir veitir<br />

stofnununum forstöðu í fjarveru Ásthildar.<br />

193

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!