11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Boðið var upp á fjarnám í framhaldsnámi í opinberri stjórnsýslu í samvinnu við<br />

Kennslumiðstöð HÍ og geta nemendur lokið 15 eininga diplómanámi með því<br />

móti.<br />

Þá bauð deildin nemendum upp á 2ja kvölda námskeið um gerð lokaritgerða.<br />

Þátttaka var nemendum að kostnaðarlausu og námskeiðin voru haldin í febrúar<br />

og september.<br />

Kynningarmál<br />

Deildin hefur gefið út kynningarbæklinga um allar námsgreinar í deildinni ásamt<br />

veggspjöldum og glærukynningu. Sérstök handbók er einnig gefin út fyrir nemendur<br />

í framhaldsnámi. Deildin tók einnig þátt í námskynningu HÍ 27. febrúar<br />

ásamt öðrum deildum Háskólans.<br />

Þá voru haldnar sérstakar námskynningar í Odda fyrir stúdentsefni úr framhaldsskólum.<br />

Nemendur úr félagsvísindadeild fóru einnig í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu<br />

með glærukynningu og dreifðu veggspjöldum og bæklingum.<br />

Félagsvísindadeild bauð skólameisturum, varaskólameisturum og námsráðgjöfum<br />

framhaldsskóla á landinu til fundar föstudaginn 22. apríl. Í ljósi þeirra breytinga<br />

sem voru fyrirhugaðar á lögum um framhaldsskóla taldi deildin brýnt að<br />

hefja umræður um hvernig best væri að styrkja tengsl hennar við framhaldskólana.<br />

Á fundinum voru kynntar námsgreinar í deildinni og fjallað um hvaða undirbúning<br />

deildin telur æskilegan fyrir nám í deildinni.<br />

Föstudaginn 11. mars var opnað nýtt vefsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.<br />

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, og Ólöf Inga Halldórsdóttir, ung<br />

hreyfihömluð kona og nýútskrifaður grunnskólakennari, opnuðu vefsetrið formlega<br />

og fór athöfnin fram í Norræna húsinu. Vefsetur í fötlunarfræðum<br />

(http://www.fotlunarfraedi.hi.is) er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er<br />

starfrækt í tengslum við framhaldsnám í fötlunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla<br />

Íslands.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í félagsvísindadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við<br />

rannsóknir og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum, í íslenskum<br />

og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum.<br />

Á árinu vann stofnunin ýmis verkefni fyrir opinberar stofnanir og einkaaðila.<br />

Reksturinn gekk vel og var hagnaður af honum í árslok.<br />

Við deildina starfar Félagsvísindastofnun sem hefur það markmið að auka tengsl<br />

Háskólans við atvinnulífið og efla jafnframt fræðilegar rannsóknir í félagsvísindum.<br />

Stjórn stofnunar skipuðu: Friðrik H. Jónsson, Ólafur Þ. Harðarson, Indriði Indriðason,<br />

Ágústa Pálsdóttir, Guðný Björk Eydal, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Gísli Pálsson,<br />

Stefán Ólafsson og Kristjana Stella Blöndal.<br />

Starfsmenn á árinu <strong>2005</strong> voru: Andrea Gerður Dofradóttir, verkefnastjóri, Einar<br />

Mar Þórðarson, verkefnastjóri, Eva Heiða Önnudóttir, verkefnastjóri, Guðlaug Júlía<br />

Sturludóttir verkefnastjóri, Heiður Hrund Jónsdóttir, verkefnastjóri, Hildur Svavarsdóttir,<br />

verkefnastjóri (lét af störfum í september), Kristín Erla Harðardóttir<br />

verkefnastjóri, Kristjana Stella Blöndal, verkefnastjóri og Pétur Maack Þorsteinsson<br />

(lét af störfum í júní).<br />

Rannsóknastofa um vinnuvernd, Rannsóknastofa um þróun menntamála, Rannsóknastofa<br />

um þjóðmál, Rannsóknastofa um fjölmiðlarannsóknir, Rannsóknarsetur<br />

í fötlunarfræði, Mannfræðistofnun og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd<br />

starfa innan vébanda Félagsvísindastofnunar skv. 1. mgr. reglna um<br />

Félagsvísindastofnun.<br />

Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði, var forstöðumaður stofnunarinnar.<br />

Félagsvísindadeild á aðild að Alþjóðamálastofnun og hýsir hana, Rannsóknastofu<br />

í kvenna- og kynjafræðum. Deildin átti aðild að Sjávarútvegsstofnun og Umhverfisstofnun.<br />

Þær stofnanir voru sameinaðar í Stofnun Sæmundar fróða árið <strong>2005</strong> og<br />

deildin á nú aðild að henni.<br />

95

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!