11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

) að efla tengsl skora, deilda og stofnana Háskóla Íslands og tengsl annarra íslenskra<br />

rannsóknastofnana við atvinnu- og þjóðlíf á Suðurnesjum,<br />

c) að efla, í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla, rannsóknir á náttúru<br />

Suðurnesja og á náttúru Íslands, og<br />

d) að stuðla að auknum rannsóknum á hverju því viðfangsefni, sem vert er<br />

að sinna á Háskólasetrinu.<br />

Háskólasetrið starfar í nánu samstarfi við Rannsóknastöðina í Sandgerði og Náttúrustofu<br />

Reykjaness, sem staðsett eru í sama húsi á Garðvegi 1 í Sandgerði.<br />

Samnýting er á húsnæði og tækjakosti.<br />

Háskólasetur Suðurnesja tók í notkun nýtt húsnæði á árinu. Það er 110 fermetra<br />

og á suðvesturenda hússins á Garðavegi 1 í Sandgerði. Húsnæðið skiptist í þrjár<br />

skrifstofur og eina sameiginlega rannsóknastofu. Sandgerðisbær sá um innréttingu<br />

og afhenti bæjarstjóri Sandgerðis, Sigurður Valur Ásbjarnarson, rektor Háskóla<br />

Íslands húsnæðið til afnota þann 14. júní <strong>2005</strong> í tengslum við ráðstefnu sem<br />

Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands hélt í Sandgerði.<br />

Í Stjórn Háskólasetursins sitja Böðvar Jónsson, tilnefndur af Sambandi Sveitarfélaga<br />

á Suðurnesjum, Guðrún Marteinsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands, Jörundur<br />

Svavarsson, formaður stjórnar, tilnefndur af Háskóla Íslands, Magnús H. Guðjónsson,<br />

tilnefndur af sjávarútvegsráðuneyti, Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af<br />

Háskóla Íslands og Sigurður Valur Ásbjarnarson, tilnefndur af Sandgerðisbæ.<br />

Starfslið Háskólasetursins eru þeir háskólakennarar og nemendur sem aðstöðu<br />

hafa í setrinu hverju sinni og þeir fræðimenn sem stjórn Háskólasetursins býður<br />

starfsaðstöðu hverju sinni. Eftirfarandi kennarar og nemendur störfuðu í lengri<br />

tíma við rannsóknir á árinu <strong>2005</strong> í Háskólasetrinu: Jörundur Svavarsson, prófessor<br />

í sjávarlíffræði, Guðmundur V. Helgason, sérfræðingur, Halldór P. Halldórsson,<br />

MS, doktorsnemi og Sigríður Kristinsdóttir, MS nemi (samstarf við Náttúrustofu<br />

Reykjaness). Auk þess stunduðu Bjarnheiður Guðmundsdóttir, sérfræðingur, Sigríður<br />

Guðmundsdóttir, sérfræðingur og Bryndís Björnsdóttir, doktorsnemi, Tilraunastöð<br />

Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, rannsóknir í tengslum við<br />

háskólasetrið.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir í tengslum við Háskólasetrið tengjast einkum lífríki sjávar. Helstu<br />

verkefni sem unnið var að innan Háskólasetursins voru:<br />

Útbreiðsla botndýra (krabbadýra, burstaorma) á Íslandsmiðum. Rannsóknirnar<br />

voru unnar í samvinnu við Rannsóknastöðina í Sandgerði og eru hluti af hinu umfangsmikla<br />

rannsóknaverkefni Botndýr á Íslandsmiðum. Í rannsóknunum tóku<br />

þátt þau Jörundur Svavarsson, prófessor, Guðmundur V. Helgason, sjávarlíffræðingur<br />

og Ólafía Lárusdóttir, meistaranemi.<br />

Mat á svörun lífvera gagnvart mengun með beitingu á bíómarkerum. Umtalsverðar<br />

rannsóknir fóru fram á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur, svo sem þungmálma<br />

og PAH sambönd, sem koma úr olíu, auk þess sem rannsóknir fóru fram<br />

á eiturefnum, sem til greina koma í framtíðinni sem virk efni í botnmálningu<br />

skipa. Í rannsóknunum tóku þátt þeir Halldór P. Halldórsson, doktorsnemi og Jörundur<br />

Svavarsson auk þeirra Åke Granmo og Anneli Hilvarsen, Kristinebergssjávarrannsóknastöðinni,<br />

Svíþjóð.<br />

Fæða hákarlsins (Somniosus microcephalus). Nýlega hófst rannsóknarverkefni<br />

sem beinist að því að kanna á hverju hákarlinn lifir. Kannaður hefur verið fjöldi<br />

magasýna, sem aflað hefur verið í samvinnu við Hildibrand Bjarnason í Bjarnarhöfn.<br />

Verkefnið er unnið í samvinnu við prófessor Aaron Fisk, Warnell School of<br />

Forest Resources, Georgíu, Bandaríkjunum.<br />

Í tengslum við verkefnið dvaldist Bailey McMeans, meistaranemi við Háskólann í<br />

Georgíu, við Háskólasetrið í ágúst. Með aðstoð frá Fiskmarkaði Suðurnesja í<br />

Sandgerði var unnt að afla sýna af algengustu fisktegundum, sem koma fyrir í<br />

maga hákarlsins. Markmið rannsóknanna var að kanna stöðugar samsætur (stable<br />

isotopes) níturs og kolefnis og bera þær saman við samsætur sem finnast í<br />

vef hákarlsins.<br />

Halldóra Skarphéðinsdóttir og Birgitta Liewenborg, ITM, háskólanum í Stokkhólmi,<br />

dvöldust í lok september og fyrstu viku í október í Háskólasetrinu við rannsóknir<br />

á DNA viðbætum (DNA adducts). Þessar viðbætur myndast þegar PAH<br />

198

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!