11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

haldið 11. mars á vegum félagsfræðiskorar og Félagsfræðingafélags Íslands.<br />

• Félagsvísindadeild hélt málþing um rannsóknir í félagsvísindadeild föstudaginn<br />

3. júní. Á dagskrá voru auk ávarps deildarforseta Ólafs Þ. Harðarsonar,<br />

ársskýrsla Félagsvísindastofnunar, og kynntar voru niðurstöður stjórnsýsluúttektar<br />

Ríkisendurskoðunar á HÍ.<br />

• Ráðstefnan 5th Celtic, Nordic and Baltic Folklore Symposium on Folk Legends<br />

var haldin 14.-18. júní 2006. (65 þátttakendur voru frá Íslandi, Noregi,<br />

Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Færeyjum, Skotlandi, Írlandi, Bretlandi<br />

og Bandaríkjunum: þjóðfræðingar í fremstu röð). Styrkt af HÍ, Nordisk<br />

kulturråd, Kungl. Gustav Adolfs Akademie, Letterstedske föreningen, Breska<br />

sendiráðinu, Árnastofnun og Stofnun Sigurðar Nordals.<br />

• NOPSA-þingið; þing norrænna stjórnmálafræðinga sem haldið er annað<br />

hvert ár var haldið dagana 11.-13. ágúst í Reykjavík. Þingið sóttu 310 stjórnmálafræðingar<br />

sem allir héldu fyrirlestra í málstofum þingsins.<br />

• Félagsvísindadeild, bókasafns- og upplýsingafræðiskor stóð að alþjóðlegri<br />

ráðstefnu um bókasafns- og upplýsingamál: International Issues in Library<br />

and Information Science, 23. ágúst í samvinnu við Upplýsingu sem er fagfélag<br />

á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.<br />

• Dagana 5.-7. október stóð deildin að norrænni ráðstefnu um doktorsnám<br />

ásamt starfsmannasviði HÍ á vegum NUAS (Nordisk universitetsadministrators<br />

samarbete) undir heitinu: Från student till forskare. Om individen, ledningen<br />

och organisationen i forskarutbildningen. Fyrirlesarar og þátttakendur<br />

voru frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Ráðstefnuna sóttu 100<br />

manns.<br />

• Félagsvísindadeild hélt VI. ráðstefnu í félagsvísindum 28. október í samvinnu<br />

við lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Ráðstefnan var fjölsótt og fluttir<br />

var fjöldi fyrirlestra. Ráðstefnurit í þremur bindum var gefið út fyrir ráðstefnuna<br />

með greinum byggðum á fyrirlestrunum. Ráðstefnustjóri var Friðrik H.<br />

Jónsson, dósent í sálfræði og ritstjóri ráðstefnurits deildar var Úlfar Hauksson,<br />

aðjúnkt í stjórnmálafræði.<br />

• Dagana 2.-3. nóvember héldu nemar í uppeldis- og menntunarfræðum við<br />

Háskóla Íslands ráðstefnu undir heitinu: Uppeldi varðar mestu.<br />

• Þann 4. nóvember héldu meistaranemar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla<br />

Íslands málþing undir heitinu: Samfélag í mynd: Málþing um innlenda<br />

framleiðslu fyrir myndmiðla.<br />

• Haldnar voru reglubundnar málstofur í félagsfræði, félagsráðgjöf, mannfræði<br />

og þjóðfræði, sálfræði, stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði.<br />

• Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóð að fjölmörgum málþingum og<br />

fyrirlestrum.<br />

• Uppeldis- og menntunarfræðiskor hélt fyrirlestraröð sem bar heitið: Heimur<br />

unglinga: Sýn þeirra og seigla.<br />

Eftirtaldir fyrirlesarar fluttu opinbera fyrirlestra í boði félagsvísindadeildar á árinu:<br />

• 7. apríl. Dr. Dan Goodley , félagsfræðingur og dósent í fötlunarfræði við Háskólann<br />

í Sheffield í Bretlandi. Foreldrar fatlaðra ungbarna: Fjölskyldusögur.<br />

• 11. apríl. Dr. Aila-Leena Matthies, félagsráðgjafi og prófessor við Háskólann í<br />

Magdeburg Stendal í Þýskalandi. The Relationship of the voluntary sector and<br />

professional social work in the current stage of welfare politics.<br />

• 23. maí. Dr. Stefan Helmreich, dósent í mannfræði við Massachusetts Institute<br />

of Technology. Microcosmic Seas: A Maritime Anthropology of Marine<br />

Microbiological Worlds.<br />

• 1. nóvember. Dr Ezekiel Alembi frá Kenyatta University, Nairobi, Kenya:<br />

Escorting the Dead with Song and Dance: Funeral Poetics among the Abanyole<br />

of Western Province, Kenya.<br />

Félagsvísindastofnun<br />

Markmið og stjórn<br />

Félagsvísindastofnun hefur starfað frá árinu 1986. Markmið stofnunarinnar er að<br />

efla félagsvísindi á Íslandi með því að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir,<br />

auk þess að kynna almenningi nytsemd félagsvísindalegra rannsókna. Stjórn Félagsvísindastofnunar<br />

skipa Friðrik H. Jónsson, sem er jafnframt stjórnarformaður<br />

stofnunar og fulltrúi sálfræðiskorar, Ágústa Pálsdóttir, fulltrúi bókasafns- og<br />

upplýsingafræðiskorar, Gísli Pálsson, fulltrúi mannfræðiskorar, Guðný Björk Eydal,<br />

fulltrúi félagsráðgjafarskorar, Indriði H. Indriðason, fulltrúi stjórnmálafræðiskorar,<br />

Ólafur Þ. Harðarson, deildarforseti félagsvísindadeildar, Sigrún Aðalbjarn-<br />

98

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!