11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Stúdentaskipti Háskóla Íslands<br />

Gagnkvæm stúdentaskipti eru umfangsmikill þáttur í alþjóðasamstarfi HÍ og í<br />

starfi því sem fram fer á Alþjóðaskrifstofunni. Stúdentar HÍ sem hyggjast fara utan<br />

sem skiptistúdentar fá upplýsingar um þá möguleika sem þeim standa til<br />

boða varðandi stúdentaskipti á Alþjóðaskrifstofunni - Upplýsingastofu um nám<br />

erlendis. Umsóknum skila þeir á Alþjóðaskrifstofuna og sjá starfsmenn skrifstofunnar<br />

um að koma samþykktum umsóknum til réttra aðila erlendis. Starfsmenn<br />

skrifstofunnar héldu á árinu fjölmarga kynningarfundi um stúdentaskipti með<br />

stúdentum í einstökum deildum og einnig í húsakynnum skrifstofunnar að Neshaga<br />

16. Árlega stendur Alþjóðaskrifstofan ásamt fleirum fyrir alþjóðadegi, en<br />

megin tilgangur hans er að kynna stúdentum og kennurum þá möguleika sem<br />

standa til boða í stúdenta- og kennaraskiptum. Einnig skipuleggja starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar<br />

í samvinnu við Fulbrightstofnun og kanadíska sendiráðið árlega<br />

upplýsingafund um nám í Norður-Ameríku.<br />

Skólaárið <strong>2005</strong>-2006 fóru 224 stúdentar utan sem skiptistúdentar frá Háskóla Íslands<br />

og 293 erlendir skiptistúdentar komu til náms í Háskóla Íslands.<br />

350<br />

300<br />

250<br />

200<br />

150<br />

100<br />

50<br />

0<br />

92/93 93/94 94/95 95/96 96/97 97/98 98/99 99/00 00/01 01/02 02/03 03/04 04/05 05/06<br />

Til HÍ 23 32 72 85 85 130 142 174 172 186 235 259 281 293<br />

Frá HÍ 52 78 101 136 126 153 157 139 152 175 188 231 229 224<br />

Kennaraskipti Háskóla Íslands<br />

Fjöldi kennara sem tekur þátt í Erasmus kennaraskiptum hefur aukist verulega á<br />

undanförnum árum. Þar sem Alþjóðaskrifstofan sér um úthlutun styrkja til Erasmus<br />

kennaraskiptanna liggja fyrir tölulegar upplýsingar um fjölda kennara<br />

sem taka þátt í þeirri áætlun. Skólaárið 2004-<strong>2005</strong> tóku 54 íslenskir háskólakennarar<br />

þátt í Erasmus kennaraskiptum og þar af voru 34 frá Háskóla Íslands. Alþjóðaskrifstofan<br />

sér ekki um greiðslu styrkja til kennaraskipta í Nordplus-áætlun<br />

eða vegna tvíhliðasamninga og hefur þar af leiðandi ekki yfirlit yfir þá starfsemi,<br />

en unnið er að því að safna þeim upplýsingum skipulega.<br />

Móttaka erlendra skiptistúdenta<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins sér um móttöku erlendra skiptistúdenta. Umsóknir<br />

frá erlendum skiptistúdentum berast til Alþjóðaskrifstofunnar. Rafrænt<br />

umsóknareyðublað fyrir skiptistúdenta, bæði þá sem hyggjast fara utan frá HÍ og<br />

eins þeirra sem hyggjast koma til HÍ var sett upp á heimasíðu Alþjóðaskrifstofunnar.<br />

Stúdentar setja umsókn sína inn í gagnagrunn skrifstofunnar en prenta<br />

einnig út eintak sem er undirritað og samþykkt af viðkomandi deild og sent Alþjóðaskrifstofu.<br />

Rafrænu umsóknirnar fara inn í gagnagrunn, sem deildarskrifstofur<br />

fá aðgang að. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og sparar mikla<br />

skráningarvinnu á Alþjóðaskrifstofunni og auðveldar deildum að nálgast<br />

upplýsingar um þá stúdenta sem eru að sækja um stúdentaskiptin. Deildirnar<br />

taka afstöðu til umsókna frá erlendu skiptistúdentunum í gegnum þetta kerfi og<br />

60

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!