11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rannsóknir og kennsla í lyfjafræði við Háskóla Íslands hefur leitt til nýrra atvinnutækifæra<br />

í lyfjafræði og almennt til þekkingarsköpunar fyrir íslenskt samfélag<br />

á sviði lífvísinda. Árið 1987 luku fyrstu lyfjafræðingarnir kandidatsprófi frá<br />

Háskóla Íslands og fljótlega eftir það hófst mikill uppgangur lyfjaframleiðslufyrirtækja<br />

á Íslandi. Flest þessara lyfjafyrirtækja voru síðan sameinuð undir heitinu<br />

Actavis. Nokkur sprotafyrirtæki, svo sem Lyfjaþróun, Lífhlaup og Oculis, eru afsprengi<br />

rannsóknavirkni kennara deildarinnar. Sá mikli uppgangur lyfjafyrirtækja<br />

sem nú er í landinu má tengja þeirri ákvörðun Háskóla Íslands fyrir rúmum 20<br />

árum að hefja fimm ára háskólanám í lyfjafræði. Nær allir þeir lyfjafræðingar<br />

sem nú starfa hjá Actavis luku kandidatsnámi frá Háskóla Íslands. Frá árinu<br />

1997 hafa tveir nemar lokið doktorsnámi frá deildinni og áætlað er að þrír doktorsnemar<br />

muni verja doktorsritgerð sína vorið 2006. Einn af þessum fimm er nú<br />

lektor við lyfjafræðideild HÍ, en hinir starfa hjá lyfjafyrirtækjunum Actavis og Íslenskri<br />

erfðagreiningu. Stefna deildarinnar er að útskrifaðir doktorar verði að<br />

jafnaði 3 á ári innan næstu 5 ára. Nokkrir nemar sem luku BS námi í raunvísindadeild<br />

hafa lokið rannsóknatengdu MS námi í lyfjavísindum og starfa þeir allir<br />

hjá innlendum lyfjafyrirtækjum.<br />

Skráðir og brautskráðir stúdentar í lyfjafræðideild 2003-<strong>2005</strong><br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

karlar konur alls karlar konur alls karlar konur alls<br />

Skráðir stúdentar 20 63 83 35 84 119 40 97 137<br />

Brautskráðir<br />

Lyfjafræði kandídatspróf 9 9 3 12 15 1 3 4<br />

Lyfjavísindi MS 1 2 3 0 1 1<br />

Heilbrigðisvísindi MS 1 1<br />

Heilbrigðisvísindi doktorspróf 1 1<br />

Samtals 1 9 10 5 14 19 1 4 5<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Stöðugt er unnið að kynningarmálum deildarinnar og er kynningarbæklingi um<br />

deildina dreift árlega til námsráðgjafa framhaldsskólanna og á Námskynningu<br />

Háskóla Íslands. Félag lyfjafræðinema hefur tekið að sér að fara í framhaldsskóla<br />

og kynna nemendum þar lyfjafræðinámið. Þessar kynningar hafa skilað<br />

góðum árangri því mun fleiri nemendur hafa innritast í lyfjafræðinámið sl. þrjú<br />

ár heldur en árin þar á undan.<br />

139

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!