11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Háskólans í Reykjavík í lok ársins <strong>2005</strong>. Er þetta fyrsta heildstæða fræðiritið sem<br />

kemur út á íslensku um Mannréttindasáttmála Evrópu, dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls<br />

Evrópu og áhrif sáttmálans á íslenskan rétt. Er slík útgáfa löngu<br />

tímabær í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í framkvæmd sáttmálans frá því<br />

að hann var samþykktur árið 1950 og þeirra víðtæku áhrifa sem hann hefur haft á<br />

íslenskan rétt og lagaframkvæmd, einkum eftir lögfestingu hans hér á landi árið<br />

1994. Í bókinni er fjallað ítarlega um hvert efnisákvæði sáttmálans, inntak þess<br />

krufið og lýst stefnumarkandi niðurstöðum Mannréttindanefndar Evrópu og<br />

Mannréttindadómstóls Evrópu um túlkun ákvæðanna svo og hvernig hún hefur<br />

þróast undanfarna áratugi. Fjallað er um það hvernig réttindi sáttmálans eru<br />

vernduð í íslenskum rétti, í stjórnarskrá og annarri löggjöf, hver er dómaframkvæmd<br />

íslenskra dómstóla um efnið og lýst helstu álitum umboðsmanns Alþingis<br />

sem því tengjast. Þá eru raktar helstu úrlausnir Mannréttindanefndarinnar og<br />

dómar Mannréttindadómstólsins í kærumálum gegn íslenska ríkinu og áhrif<br />

þeirra metin. Loks er fjallað um meðferð mála fyrir Mannréttindadómstólnum og<br />

skilyrði þess að kæra verði tekin þar til efnislegrar meðferðar. Bókin er afrakstur<br />

af samvinnu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og lagadeildar Háskólans í<br />

Reykjavík. Þar leggja saman krafta sína fræðimenn lagadeilda beggja háskólanna<br />

sem hafa sérþekkingu á mannréttindum og stjórnskipunarrétti eða tilteknum<br />

þáttum þessara fræðisviða lögfræðinnar. Auk þeirra eru höfundar úr hópi fræðimanna<br />

í lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst svo og dómara, lögmanna og lögfræðinga<br />

í stjórnsýslunni sem geta miðlað af reynslu sinni af að því vinna með<br />

ákvæði Mannréttindasáttmálans í framkvæmd.<br />

Ritstjórn útgáfunnar skipuðu Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ, sem<br />

var formaður ritstjórnar, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól<br />

Evrópu, dr. Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild HR og Hjördís Hákonardóttir<br />

dómstjóri. Auk þeirra eru höfundar efnis Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild<br />

HÍ, Elín Blöndal, dósent við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst, dr. Oddný<br />

Mjöll Arnardóttir, hdl. og prófessor við lagadeild HR, Páll Þórhallsson, lögfræðingur<br />

í forsætisráðuneytinu, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir,<br />

sendiráðunautur, dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor við lagadeild HR og Róbert<br />

Ragnar Spanó, dósent við lagadeild HÍ.<br />

Bókin er tileinkað minningu Gauks Jörundssonar, dómara við Mannréttindadómstól<br />

Evrópu, umboðsmanns Alþingis og prófessors við lagadeild Háskóla Íslands<br />

en hann var einnig nefndarmaður í Mannréttindanefnd Evrópu frá 1974 til 1998.<br />

Hann lést haustið 2004 eftir langan og farsælan starfsferil á vettvangi mannréttinda.<br />

Ráðstefna<br />

Mannréttindastofnun og Mannréttindaskrifstofa Íslands stóðu sameiginlega að<br />

ráðstefnu 8. apríl undir yfirskriftinni Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár -<br />

Áhrif og framtíðarsýn. Tilefnið var að á árinu voru liðin tíu ár síðan nýr og breyttur<br />

mannréttindakafli stjórnarskrárinnar tók gildi með stjórnarskipunarlögum nr.<br />

97/1995 og leysti af hólmi mannréttindaákvæði sem voru nær óbreytt frá fyrstu<br />

stjórnarskrá Íslands 1874. Markmið ráðstefnunnar var að fjalla um áhrif hinna<br />

nýju mannréttindaákvæða á íslenskan rétt síðasta áratug, m.a. í ljósi stefnumarkandi<br />

dóma sem gengið hafa á þessu sviði. Leitað var svara við því hvort það meginmarkmið<br />

breytingarlaganna hefði náðst að efla, samhæfa og samræma mannréttindaákvæðin<br />

þannig að þau gegni betur því hlutverki sínu að vera vörn almennings<br />

í samskiptum við þá sem fara með ríkisvald eða hvort frekari breytinga<br />

sé þörf. Þá var framkvæmd nýju mannréttindaákvæðanna í íslenskum rétti borin<br />

saman við reynslu Finna af nýjum mannréttindakafla sem kom inn í finnsku<br />

stjórnarskrána árið 1995.<br />

Á ráðstefnunni fluttu eftirtalin erindi:<br />

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.<br />

Veli-Pekka Viljanen, prófessor við lagadeild Háskólans í Turku, Finnlandi.<br />

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.<br />

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.<br />

Brynhildur G. Flóvenz, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar<br />

Mannréttindaskrifstofu Íslands stjórnaði pallborðsumræðum en aðrir þátttakendur<br />

en frummælendur voru Hjördís Hákonardóttir, formaður dómarafélags Íslands,<br />

Oddný Mjöll Arnardóttir, héraðsdómslögmaður og Sigurður Líndal, prófessor emeritus<br />

við lagadeild HÍ.<br />

Eiríkur Tómasson, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands flutti lokaorð<br />

og sleit ráðstefnunni.<br />

203

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!