11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ég neita því ekki að menntahroki gerir stundum vart við sig. Fræðileg menntun og<br />

þekking hefur okkur ekki yfir aðrar manneskjur og hendi okkur að halda það afhjúpar<br />

það aðeins vanþroska okkar og vanþekkingu. Því miður getur komið fyrir<br />

okkur öll að vera drambsöm – hvort sem við erum skólagengin eða ekki – en vera<br />

má að langskólagengið fólk sé í meiri hættu en aðrir fyrir slíku. Kannski ættum við<br />

háskólamenn að fara daglega með tvær vísur Stephans G. Hin fyrri hljóðar svo:<br />

„Hámenntaða virðum vér<br />

vora lærdómshróka,<br />

sem eru andleg ígulker<br />

ótal skólabóka.“<br />

Um leið og við minnumst þessara varnaðarorða skulum við fara með hina vísu<br />

Stephans sem þið kunnið væntanlega öll, en ég held að hún sé besta skilgreining<br />

á menntun sem til er:<br />

„Þitt er menntað afl og önd,<br />

eigirðu fram að bjóða:<br />

hvassan skilning, haga hönd,<br />

hjartað sanna og góða.“<br />

Þetta er sú hugsun um menntun sem við öll skulum leitast við að temja okkur.<br />

Þá kem ég að sérstöðu Háskóla Íslands meðal annarra háskóla landsins. Hann er<br />

sá elsti, sá langstærsti, sá fjölbreyttasti og sá öflugasti. Um leið og ég segi þetta<br />

þá virðist ég vera að hefja hann yfir aðra háskóla landsins og þá er stutt í það að<br />

ég sé, eða sé talinn vera, að hreykja mér af honum og þar með að sýna dramb<br />

gagnvart öðrum háskólum! [Má sleppa: Ég sagði eitt sinn við blaðamann í stuttu<br />

símtali að Háskóli Íslands væri eini rannsóknaháskóli landsins og það tók marga<br />

mánuði áður en sumir rektorar annarra háskóla tóku mig í sátt! Ég hefði kannski<br />

átt að segja að Háskóli Íslands risi tæplega undir nafni sem eini rannsóknaháskóli<br />

landsins, þótt um 80% allra rannsókna í landinu færu fram innan veggja<br />

hans. Það hefði ekki leyst vandann vegna þess að orðið sem skipti máli hér var<br />

„eini“ – eini rannsóknaháskóli landsins – og orð mín voru túlkuð á þann veg að í<br />

öðrum háskólum væru ekki stundaðar rannsóknir og jafnvel ætti ekki að stunda<br />

rannsóknir. Nú heyrir þetta mál sögunni til en ég nefni það sem dæmi um átök<br />

sem verið hafa í háskólaheiminum í landinu og um leið hve viðkvæmt getur verið<br />

að fjalla um Háskóla Íslands og bera hann saman við aðra skóla.]<br />

Ég tel að samræður íslenskra háskóla að undanförnu muni stuðla að því að háskólafólk<br />

í landinu þjappi sér saman um að efla Háskóla Íslands um leið og allir íslenskir<br />

háskólar læri að vinna saman og keppa á þeim sviðum þar sem forsendur<br />

eru fyrir samkeppni. Háskóli Íslands hefur ótvíræðar skyldur gagnvart öðrum háskólum<br />

vegna sérstöðu sinnar sem eini alhliða háskóli landsins. Þessar skyldur<br />

þarf að ræða og hugsanlega skjalfesta til að öllum séu þær ljósar.<br />

Hver einasti starfsmaður Háskóla Íslands þarf að vera sér meðvitaður um hlutverkið<br />

sem Háskóla Íslands er falið í íslensku samfélagi. Hann á að rækta með sér hugsjónina<br />

sem liggur starfi skólans til grundvallar og leggja sig fram um að efla samstarf<br />

og samstöðu deilda, stofnana og stjórnsýslu. Háskólahugsjónin sameinar<br />

okkur og með hana að leiðarljósi nær Háskólinn að blómstra sem fjölskrúðug og<br />

skapandi heild sem bregður birtu vísinda og fræða yfir íslenskt þjóðfélag.<br />

Ágæta háskólafólk og aðrir góðir gestir!<br />

Það hefur verið stórkostleg reynsla að fá að vera rektor Háskóla Íslands síðustu<br />

átta árin. Ég hefði ekki viljað missa af þeirri reynslu fyrir nokkurn hlut! Þetta<br />

verður vafalaust skemmtilegasti tími ævi minnar, en ég veit ekki hvort Auður<br />

kona mín mun geta sagt það sama. Sjálfur hefði ég ekki getað hugsað mér að<br />

gegna starfi rektors án þess að hafa hana mér við hlið og ég held að hún hafi oft<br />

haft lúmskt gaman af því að sjá mig ráðþrota gagnvart einhverju óendanlega<br />

flóknu og spennandi úrlausnarefni í rektorsstarfinu. Sannleikurinn er sá að þetta<br />

starf er óhemju margbrotið og gefandi, ekki síst vegna ótal tækifæra til að kynnast<br />

fjölda fólks, fræðast um margvísleg málefni og víkka sjóndeildarhringinn,<br />

meðal annars með samstarfi við erlenda háskóla. En rektorsembættið er líka<br />

mjög krefjandi og nú læt ég ánægður af því starfi og stefni á vit nýrra ævintýra.<br />

Þegar starf eins og þetta er kvatt segir sig sjálft að maður stendur í þvílíkri þakkarskuld<br />

við fjölda fólks að ekki er nokkur leið að gjalda hana og þakka öllum sem<br />

261

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!