11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Annað<br />

Starfsmenn birtu talsvert af greinum og fluttu fyrirlestra á árinu. Unnt er að fræðast<br />

um störf hvers og eins í ársskýrslu stofnunarinnar og finna útgefið efni í Ritaskrá<br />

Háskóla Íslands <strong>2005</strong>.<br />

Þeim sem kynna vilja sér starfsemi Orðabókarinnar er bent á heimasíðu hennar,<br />

(www.lexis.hi.is), þar sem ársskýrslu <strong>2005</strong> er m.a. að finna.<br />

Rannsóknarmiðstöð í<br />

jarðskjálftaverkfræði<br />

Almennt<br />

Starfsemi Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði er í samræmi við stefnu<br />

Háskóla Íslands um rannsókna- og fræðastarfsemi á landsbyggðinni. Sveitarfélagið<br />

Árborg átti frumkvæðið að því að miðstöðinni var komið á fót ásamt<br />

menntamálaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Rannsóknarmiðstöðin er til<br />

húsa á Austurvegi 2a á Selfossi.<br />

Við Rannsóknarmiðstöðina eru stundaðar fjölfaglegar rannsóknir með áherslu á<br />

áhrif tengd jarðskjálftum og annarri náttúruvá. Starfsemin skiptist í þrjá megin<br />

þætti: (1) undirstöðurannsóknir, (2) þjónustu og þróunarstarfsemi og (3) þjálfun<br />

starfsfólks við rannsóknarstörf. Í húsnæði Rannsóknarmiðstöðvarinnar á Selfossi<br />

eru skrifstofur starfsmanna, rannsóknarstofur, stjórnstöð mælakerfis, sem nær<br />

yfir megin jarðskjálftasvæði landsins, tilheyrandi viðhaldsþjónusta og verkstæði.<br />

Einnig er þar búnaður fyrir vettvangsrannsóknir. Auk þess er á Rannsóknarmiðstöðinni<br />

aðstaða fyrir fundi og smærri ráðstefnur. Enn fremur er boðið upp á aðstöðu<br />

fyrir erlenda og innlenda samstarfsaðila og nemendur. Láta mun nærri að<br />

ellefu ársverk séu unnin við miðstöðina að jafnaði.<br />

Starfsemi<br />

Unnið er að alþjóðlegum rannsóknum í jarðskjálftaverkfræði og skyldum greinum,<br />

rekin er upplýsingaþjónusta og haldnir eru kynningarfundir. Helstu viðfangsefni<br />

eru eftirtalin:<br />

Rannsóknir og þróunarstarfsemi:<br />

• Þróun og rekstur mælakerfa.<br />

• Öflun gagna um áhrif jarðskjálfta á mannvirki og samfélag.<br />

• Líkanagerð og greining óvissu.<br />

• Áhættumat og áhættustjórn.<br />

• Fjölfaglegar rannsóknir á efnahagslegum og félagslegum áhrifum jarðskjálfta<br />

og náttúruhamfara.<br />

Miðlun og þjálfun:<br />

• Aðstaða fyrir styrkþega og gesti.<br />

• Kennsla og handleiðsla fyrir háskólastúdenta.<br />

• Innlendir og alþjóðlegir fyrirlestrar og námskeið.<br />

• Upplýsingamiðlum um áhrif jarðskjálfta.<br />

• Almenningsfræðsla um jarðskjálfta og áhrif þeirra með áherslu á börn á<br />

grunnskólaaldri.<br />

Kynningarstarfsemi og upplýsingamiðlun<br />

Lögð hefur verið áhersla á að kynna starfsemi Rannsóknarmiðstöðvarinnar bæði<br />

innanlands og utan. Sérstaklega ber að nefna fundi, erindi, greinar og rit tengd<br />

Suðurlandsjarðskjálftunum sumarið 2000 og áhrifum þeirra á mannvirki og<br />

mannlíf á Suðurlandi. Á árinu <strong>2005</strong> heimsóttu miðstöðina rýflega 650 manns í<br />

tengslum við kennslu-, upplýsinga- og kynningarstarfsemi miðstöðvarinnar.<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Árið <strong>2005</strong> var mikið leitað til sérfræðinga miðstöðvarinnar varðandi ráðgjöf og<br />

rannsóknir. Sérstaklega ber að nefna umfangsmikil verkefni sem unnin voru fyrir<br />

Landsvirkjun tengd Kárhnjúkavirkjun og endurmati á hönnunarforsendum í ljósi<br />

nýrra upplýsinga um jarðskjálftavirkni og sprungur á virkjunar- og lónssvæðinu.<br />

Lokið var við tvær skýrslur: sú fyrri fjallaði um áhrif jarðskjálfta (168 blaðsíður),<br />

en sú síðari um sprungur- og jarðskorpuhreyfingar (176 blaðsíður), einkum<br />

tengdar fyllingu lónsins.<br />

205

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!