11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Nokkuð var um lán verka úr eigu safnsins á árinu á sýningar í öðrum opinberum<br />

listasöfnum.<br />

Rannsóknarsjóður Listasafns Háskóla Íslands<br />

Í byrjun júní <strong>2005</strong> fór fram fimmta úthlutun úr Rannsóknarsjóði Listasafns Háskóla<br />

Íslands en sjóðurinn hefur á sl. árum styrkt tólf rannsóknarverkefni á sviði<br />

íslenskrar myndlistarsögu. Rannsóknarsjóður Listasafns HÍ var stofnaður af<br />

Sverri Sigurðssyni árið 1999 og er honum ætlað að styrkja rannsóknir á sviði íslenskrar<br />

myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka svo og til birtingar á<br />

niðurstöðum slíkra rannsókna.<br />

Veittir voru tveir styrkir úr sjóðnum í árlegri úthlutun <strong>2005</strong>, hvor að upphæð kr.<br />

400.000. Þeir sem hlutu styrkina voru: Hrafnhildur Schram, listfræðingur, fékk<br />

styrk til dvalar í Danmörku til að rannsaka frumheimildir og taka viðtöl vegna<br />

bókar um listakonuna Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) og Viktor Smári Sæmundsson,<br />

forvörður, fékk styrk til að stunda rannsóknir á nafnskriftum (höfundarmerkingum)<br />

frumherja íslenskrar myndlistar, einkum þeim Sigurði málara<br />

Guðmundssyni, Þórarni B. Þorlákssyni, Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi S. Kjarval,<br />

Guðmundi Thorsteinssyni, Jóni Stefánssyni og Júlíönu Sveinsdóttur. Upphaf rannsóknanna<br />

má rekja til stóra falsanamálsins en styrkþegi hyggst safna áritunum<br />

frumherja íslenskrar myndlistar með ljósmyndun og efnagreiningum og gefa niðurstöðurnar<br />

út í ritgerð eða á bókarformi.<br />

Rannsóknaþjónusta<br />

Háskólans<br />

Almennt<br />

Markmið Rannsóknaþjónustu Háskólans er að styrkja tengsl Háskóla Íslands og<br />

atvinnulífs á sviðum rannsókna, nýsköpunar og hæfnisuppbyggingar. Tilgangur<br />

þessara tengsla er að veita íslensku atvinnulífi stuðning á sem flestum sviðum og<br />

styrkja um leið starfsemi Háskóla Íslands. Því eru viðskiptavinir Rannsóknaþjónustunnar<br />

bæði starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og aðilar úr íslensku<br />

atvinnulífi. Árið <strong>2005</strong> var 19. starfsár Rannsóknaþjónustunnar. Meðal viðfangsefna<br />

ársins voru margþætt þjónusta við starfsmenn Háskóla Íslands, áframhaldandi<br />

þjónusta í tengslum við evrópskt samstarf, rekstur tveggja hlutafélaga sem Háskóli<br />

Íslands á ráðandi hlut í. Auk þess var staðið fyrir samkeppni sem hvetur<br />

starfsfólk Háskóla Íslands til að sinna hagnýtingu á rannsóknaniðurstöðum.<br />

Starfsfólk og stjórn<br />

Í stjórn Rannsóknaþjónustu Háskólans sem var skipuð 20. desember 2001 og<br />

endurskipuð óbreytt 20. nóvember 2003, sitja sex fulltrúar: Þrír frá Háskóla Íslands;<br />

Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri, rannsóknasviði, formaður stjórnar,<br />

Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor og Ingjaldur Hannibalsson, prófessor og þrír<br />

fulltrúar atvinnulífsins; Davíð Stefánsson, ráðgjafi hjá KPMG, Guðrún Hálfdánardóttir,<br />

Morgunblaðinu og Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka-DNG.<br />

Ársverk Rannsóknaþjónustunnar og þeirra fyrirtækja sem hún rekur auk sértækra<br />

verkefna voru tæplega tólf árið 2004. Stöðugildi við sjálfa stofnunina voru<br />

átta og hálft og starfsmenn hjá hlutafélögum þrír.<br />

Ágúst H. Ingþórsson veitti stofnuninni forstöðu og Ásta S. Erlingsdóttir var staðgengill<br />

forstöðumanns auk þess að bera ábyrgð á Europass og INTRO verkefnum.<br />

Andrés Pétursson var skrifstofustjóri, en Stefanía G. Kristinsdóttir lét af störfum<br />

við Háskólann um mitt ár. Bjarni R. Kristjánsson sá um Evrópumiðstöð náms- og<br />

starfsráðgjafa. María K. Gylfadóttir stýrði tilraunaverkefnahluta Leonardó- áætlunarinnar<br />

og Þórdís Eiríksdóttir hafði sem fyrr umsjón með mannaskiptum Leonardó.<br />

Margrét Jóhannsdóttir var ráðin í fullt starf við Landsskrifstofuna, en hún<br />

hefur undanfarin tvö ár unnið í hlutastarfi. Sigurður Guðmundsson sá um þjónustu<br />

við áætlanirnar á sviði upplýsingatækni, sérstaklega sem landstengiliður fyrir<br />

upplýsingatækni í rannsóknaáætlun ESB. Eiríkur Bergmann Einarsson lét af<br />

störfum á árinu og var ekki ráðið í hans stað fyrr en í ársbyrjun 2006. Starfsmenn<br />

Tæknigarðs og Hússjóðs Tæknigarðs voru þær Ástríður Guðlaugsdóttir, Marta<br />

Matthíasdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir, en sú síðastnefnda hætti störfum undir<br />

lok ársins.<br />

243

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!