11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

við Landspítala-Háskólasjúkrahús og dr. Kim Fleischer Michaelsen, prófessor<br />

frá Danmörku. Andmælendur voru dr. Olle Hernell, prófessor frá Svíþjóð<br />

og dr. Ibrahim Elmadfa, prófessor frá Austurríki.<br />

Forkröfur fyrir nám í raunvísindadeild er stúdentspróf. Ekki er gerð krafa um<br />

stúdentspróf af bóknámsbraut en til viðbótar stúdentsprófi gerir raunvísindadeild<br />

kröfur um að stúdentsprófið innihaldi að lágmarki eftirfarandi fjölda eininga í einstökum<br />

greinum: Stærðfræði 21 eining og raungreinar 30 einingar, þar af a.m.k. 6<br />

einingar í eðlisfræði, 6 einingar í efnafræði og 6 einingar í líffræði. Þó er öllum<br />

sem lokið hafa stúdentsprófi heimil innritun í nám til BS prófs í landfræði og<br />

ferðamálafræði.<br />

Skorti 8 einingar eða minna á að lágmarkskröfum hér að ofan sé fullnægt getur<br />

raunvísindadeild engu að síður heimilað nemanda að innritast í nám við deildina<br />

en henni er þá heimilt að setja skilyrði um að nemandinn ljúki námi í tilteknum<br />

greinum sem á vantar sem fyrst eftir innritun í raunvísindadeild eða samhliða<br />

námi sínu í deildinni.<br />

Raungreinapróf frá Tækniháskóla Íslands, áður Tækniskóla Íslands, nægir til inngöngu<br />

í raunvísindadeild til jafns við stúdentspróf, enda sé fullnægt skilyrðum um<br />

lágmarkskröfur í einstökum greinum, sbr. hér að framan.<br />

Allir sem lokið hafa þriggja ára háskólanámi til fyrstu háskólagráðu í hvaða grein<br />

sem er uppfylla skilyrði til að innritast í raunvísindadeild.<br />

Samkvæmt tölum um fjölda nemenda í deildinni í upphafi haustmisseris voru<br />

þeir alls 931. Á sama tíma árið 2004 voru nemendur deildarinnar 934.<br />

Fjöldi erlendra stúdenta við deildina fór vaxandi. Allmargir nemendur sóttu heils<br />

árs námsbraut í jarðvísindum á ensku fyrir erlenda stúdenta, alls 10 námskeið í<br />

jarðfræði (5), landfræði (1), ferðamálafræði (1) og jarðeðlisfræði (2), auk eins yfirlitsnámskeiðs<br />

sem fellur undir allar greinarnar þrjár. Þetta nám miðast við tvö ár<br />

í háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Um rannsóknir í deildinni er fjallað í kafla um Raunvísindastofnun Háskólans og<br />

Líffræðistofnun Háskólans í Árbókinni. Rannsóknastofnun í næringarfræði var<br />

komið á fót með samningi milli Háskóla Íslands og Landspítala-Háskólasjúkrahúss.<br />

Starfsmenn deildar og stofnana hlutu fjölmarga rannsóknastyrki á árinu.<br />

Í samstarfi við Eðlisfræðifélag Íslands stóð deildin fyrir fyrirlestraröð fyrir almenning<br />

við ágæta aðsókn undir yfirskriftinni Undur veraldar. Haldnir voru alls 13<br />

fyrirlestrar, fjórir á vormisseri og níu á haustmisseri.<br />

Húsnæðismál<br />

Ýmis vandamál steðja að hvað varðar húsnæði deildarinnar og stofnana hennar.<br />

Skrifstofur kennara eru víða þröngar og illa búnar. Rannsóknarrými er mun þrengra<br />

en gerist við erlenda rannsóknarháskóla og lítið sem ekkert rými fyrir aðstoðarmenn<br />

og framhaldsnema. Við ráðningu nýrra kennara koma undantekningarlaust<br />

upp vandamál er varða húsnæði og tækjabúnað. Aðstöðuleysi hamlar<br />

þátttöku kennara og sérfræðinga deildarinnar í erlendum samstarfsverkefnum<br />

svo sem Evrópuverkefnum. Á árinu var unnið að greiningu á framtíðarþörfum<br />

deildarinnar fyrir húsnæði.<br />

Lausnir á húsnæðismálum þarf að nálgast í nánu samráði við stofnanir deildarinnar.<br />

Líffræðistofnun er alfarið í húsnæði Háskólans en Raunvísindastofnun á sitt<br />

eigið húsnæði á Dunhaga 3 ásamt hluta Tæknigarðs. Líta verður á húsnæðið í<br />

heild. Starfsemi þessara stofnana og deildarinnar er til húsa í mörgum byggingum.<br />

Veruleg umskipti urðu á fyrra ári er náttúrufræðahúsið Askja var tekið í notkun<br />

að fullu og batnaði þá verulega aðstaða líffræði, jarðeðlisfræði og jarð- og<br />

landfræði en þar með var mest af þeirri starfsemi deildarinnar sem var utan háskólalóðar<br />

komið á háskólasvæðið. Nokkrir kennarar eru með starfsaðstöðu á<br />

rannsóknastofnunum atvinnuveganna og á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Vandamál þeirra greina sem eru vestan Suðurgötu munu ekki leysast að fullu fyrr<br />

en byggt verður nýtt hús. Ljóst er að leysa þarf hið fyrsta húsnæðisvanda matvælafræðiskorar.<br />

155

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!