11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Guðfræðideild og<br />

fræðasvið hennar<br />

Starfsfólk<br />

Á árinu fékk guðfræðideild heimild til að ráða séra Sigfinn Þorleifsson sjúkrahúsprest<br />

í 25% starf lektors í sálgæslu og er staðan tengd staða sem fellur undir<br />

samstarfssamning Landspítalans og Háskóla Íslands. Sigfinnur hefur verið<br />

stundakennari í sálgæslu um árabil og mun ráðning hans hafa þær afleiðingar að<br />

nám í þessari mikilvægu grein eflist til muna.<br />

Nýskipan náms í guðfræðideild<br />

Meiri reynsla er nú komin á þá nýskipan guðfræðinámsins sem gerir ráð fyrir því<br />

að allir nemendur ljúki BA-námi (90e) og eigi síðan kost á að láta þar staðar<br />

numið eða halda áfram annaðhvort með hefðbundið nám til embættisprófs eða að<br />

taka MA-nám með áherslu á einhverju ákveðnu fræðasviði innan guðfræðinnar.<br />

Deildin hefur samþykkt nauðsynlegar breytingar á reglugerð guðfræðideildar til<br />

þess að auðvelda þessar breytingar og verða þær væntanlega staðfestar af háskólaráði<br />

fljótlega. Unnið er að frekari skipulagningu guðfræðinámsins með það í<br />

huga að BA-prófið sé fyrsta háskólagráða og þar með þurfi að meta nám til bæði<br />

MA-prófs og embættisprófs sem framhaldsnám. Lærdómstitillinn candidatus theologiae<br />

mundi við það breytast í magister theologiae. Hið þverfaglega nám í almennum<br />

trúarbragðafræðum sem hafið er við deildina sem 30 e aukagrein til<br />

BA-náms hefur gefið góða raun. Það standa vonir til að unnt verði að auka þetta<br />

nám enda er mikið um það spurt meðal nýstúdenta. Ástæða er til að ætla að<br />

þarna liggi einn helsti vaxtarbroddur guðfræðideildar. Að náminu standa guðfræðideild,<br />

heimspekideild og félagsvísindadeild.<br />

Framhaldsnám er hafið við deildina, bæði á meistara- og doktorsstigi. Skráðir<br />

framhaldsnemar eru 13 og er þess skammt að bíða að fyrsti doktorsneminn verji<br />

ritgerð sína að loknu formlegu doktorsnámi við deildina.<br />

Fjölgun nemenda<br />

Aðsókn að guðfræðideild hefur verið tiltölulega jöfn undanfarin ár. Eins og undanfarin<br />

ár heimsóttu guðfræðinemar framhaldsskólana og kynntu deildina. Hins<br />

vegar var litlu sem engu fé varið til að gera kynningarbæklinga.<br />

Alls voru 150 nemendur skráðir í deildina á árinu en ekki dugði sú fjölgun til þess<br />

að skila deildinni auknum fjármunum. Þar spilar inn í að námsframvinda nemenda<br />

er í mörgum tilfellum mjög hæg og skilar meðalguðfræðineminn tiltölulega<br />

fáum þreyttum einingum. Konur eru sem fyrr í miklum meirihluta nemenda eða<br />

tæplega 70%.<br />

Nefndir og stjórnir<br />

Kennarar guðfræðideildar eiga sæti í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum<br />

þjóðkirkjunnar. Má þar nefna þýðingarnefndir Gamla- og Nýja testamentisins,<br />

stjórn Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar, kenningarnefnd þjóðkirkjunnar og helgisiðanefnd<br />

þjóðkirkjunnar. Þá eru kennarar guðfræðideildir virkir í ýmsum rannsóknaverkefnum<br />

eins og nánar kemur fram í ársskýrslu Guðfræðistofnunar.<br />

Samstarf við Endurmenntun Háskólans<br />

Áfram var haldið samstarfi við Endurmenntun Háskólans á sviði sálgæslu og er<br />

mikil eftirspurn eftir þeim námskeiðum, ekki aðeins meðal presta og guðfræðinga<br />

heldur ekki síður meðal heilbrigðisstétta. Námskeiðin eru á meistarastigi og<br />

ákveðnar forkröfur þarf því að uppfylla til að fá að taka þátt í þeim og hafa þau<br />

mælst mjög vel fyrir.<br />

102<br />

Fjárveitingar og útgjöld guðfræðideildar<br />

2003-<strong>2005</strong> (þús. kr.).<br />

2003 2004 <strong>2005</strong><br />

Útgjöld (nettó) 47.179 43.381 48.357<br />

Fjárveiting 44.146 44.146 47.183

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!