11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur<br />

í erlendum tungumálum<br />

Starfssvið og hlutverk<br />

Markmið stofnunarinnar er að stuðla að öflugum rannsóknum í erlendum tungumálum.<br />

Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála,<br />

máltaka, málfræði, málvísindi, menningafræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi<br />

tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í<br />

erlendum tungumálum innan Háskólans og utan. Stofnunin er til ráðuneytis um<br />

þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur<br />

fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum<br />

og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita.<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Forstöðumaður var Auður Hauksdóttir og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir.<br />

Auk þeirra sátu í fagráði Ásdís R. Magnúsdóttir, Gauti Kristmannsson og<br />

Matthew J. Whelpton. Um mitt ár tók Júlían Meldon D’Arcy sæti Matthews í fagráðinu.<br />

Erla Erlendsdóttir sat í fagráðinu á meðan á barneignarorlofi Ásdísar R.<br />

Magnúsdóttur stóð. Sigfríður Gunnlaugsdóttir var verkefnisstjóri stofnunarinnar í<br />

fullu starfi fram til 31. júlí en Dóra Stefánsdóttir frá 9. ágúst. Lára Sólnes starfaði<br />

sem verkefnisstjóri frá janúar til apríl við undirbúning afmælisráðstefnunnar<br />

Samræður menningarheima.<br />

Starfsemi<br />

Auk hefðbundinnar fyrirlestraraðar og málþinga stóð stofnunin fyrir viðamikilli alþjóðlegri<br />

ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur á 75 ára afmæli hennar hinn<br />

15. apríl. Heiti ráðstefnunnar var Samræður menningarheima eða Dialogue of<br />

Cultures. Í lok apríl fór fram kynning á Spáni á stofnuninni. Frá 2003 stjórnaði SVF<br />

norrænu neti um tungutækni og lauk starfsemi þess með ráðstefnu í Háskóla Íslands<br />

í janúar.<br />

Fyrirlestraröð<br />

Alls hélt 21 fræðimaður fyrirlestra á vegum stofnunarinnar á vor- og haustmisseri:<br />

Vormisseri<br />

• Júlía G. Hreinsdóttir, táknmálskennari: Er menning heyrnarlausra til?<br />

• Nigel Watson, leikari og fræðimaður: Is Shakespeare Still our Contemporary?<br />

• Eyjólfur Már Sigurðsson, DEA, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ:<br />

Hugmyndir nemenda um tungumálanám og kennslu.<br />

• Elísabet Siemsen, M.Paed.: 3. mál í framhaldsskóla: hvers vegna velja nemendur<br />

þýsku.<br />

• Pétur Knútsson, dósent: The Naked and the Nude: Intimacy in Translation.<br />

• Gauti Kristmannsson, aðjúnkt: Das Licht der Welt in Laxness Übersetzungen.<br />

• Kolbrún Friðriksdóttir, verkefnisstjóri Icelandic Online: Íslenska sem annað<br />

mál.<br />

• Ástvaldur Ástvaldsson, University of Liverpool: Making Sense: Representations<br />

of Cultural Diversity in Latin America.<br />

• Birna Arnbjörnsdóttir, dósent: Tvítyngi: kostur eða ókostur?<br />

• Oddný Sverrisdóttir, dósent: Föst orðasambönd og orðatiltæki í þýskum og íslenskum<br />

íþróttafréttum.<br />

Haustmisseri<br />

• Hanne-Vibeke Holst, rithöfundur: Kvinder, mænd, magt og sex.<br />

• Útgáfufyrirlestur Gauta Kristmannssonar, aðjúnkts: Literary Diplomacy.<br />

• Viola Miglio, lektor: Svik í bókmenntaþýðingum.<br />

• Martin Regal, dósent: Hollywood Musicals.<br />

• Hildur Halldórsdóttir, MA: Þýðingar á verkum H.C. Andersen.<br />

• Jon Milner, lektor: National Identity and Educational Material.<br />

• Søren Ulrik Thomsen, rithöfundur: Kritik af negationstænkningen i kulturen.<br />

• Benedikt Hjartarson, verkefnisstjóri hjá Bókmenntastofnun: Bóhemmenning,<br />

kabarett og framúrstefna í Berlín.<br />

• Pétur Knútsson, dósent: Finger and Thumb.<br />

• Útgáfufyrirlestur Júlían Meldon D’Arcy, prófessors: Subversive Scott.<br />

• Baldur Ragnarsson, fv. menntaskólakennari: Esperantó: raunhæf lausn á<br />

tungumálavandanum.<br />

125

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!