11.01.2014 Views

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

36164_Árbók 2005 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ný verkefni eru á döfinni í samstarfi við Techische Universität Wien um notkun á<br />

þessum aðferðum við reikninga á náttúrulegu tvífasastreymi í gufukötlum. Nokkur<br />

verkefni hafa verið unnin í samstarfi við VGK verkfræðistofu um kerfislíkön af<br />

Kalina orkuverum.<br />

Stofan hefur einnig verið virk við rannsóknir á varmafræðilegri líkanagerð í fiskiðnaði.<br />

Doktorsverkefni um bestun á orkubúskap fiskiskipa til veiða á uppsjávarfiski<br />

er í vinnslu við stofuna. Stofan hefur tekið þátt í verkefni á vegum Norræna<br />

iðnaðarsjóðsins um bestun gæða við veiðar á uppsjávarfiski í samstarfi við Rannsóknarstofnun<br />

fiskiðnaðarins. Einnig hafa minni verkefni verið skoðuð í samstarfi<br />

við RF um notkun og meðferð á vökvaís. Samstarfsfyrirtæki við þessar rannsóknir<br />

er sprotafyrirtækið Marorka ehf.<br />

Einnig er stofan í samstarfi við útrásarfyrirtækin Enex hf og X-orku ehf. um greiningu<br />

og reikninga á tvífasavökvakerfum og tengingu slíkra orkuvera við hitaveitur.<br />

Sjálfstætt starfandi einstaklingar<br />

– ýmis verkefni<br />

Helgi Þór Ingason<br />

Í janúar <strong>2005</strong> hélt Helgi Þór Jónsson erindi á hádegisfundi hjá Stjórnvísi (fyrrum<br />

Gæðastjórnunarfélag Íslands), sem bar heitið Gæðastjórnun og Verkefnastjórnun.<br />

Í sama mánuði sótti hann einnig málþing norrænna fræðimanna á sviði verkefnastjórnunar<br />

og kynnti þar nýtt meistaranám í verkefnastjórnun við verkfræðideild<br />

HÍ. Helgi Þór tók þátt í ráðstefnu um hugbúnaðargerð (SWDC-REK) í maí <strong>2005</strong> og<br />

kynnti þar greinina The Traditional Project Plan - How is it Applicable to Software<br />

Development. Hann var einnig í ritnefnd sömu ráðstefnu og las yfir greinar við<br />

undirbúning ráðstefnunnar. Þá skrifaði hann grein í tímarit véla- og iðnaðarverkfræðinema<br />

í maí <strong>2005</strong> með Hauki Inga Jónassyni og nefnist greinin Verður maður<br />

óbarinn verkfræðingur. Helgi Þór sótti 19. alþjóðlegu heimsráðstefnu IPMA, Alþjóðasamtaka<br />

verkefnastjórnunarfélaga, í Deli á Indlandi í nóvember <strong>2005</strong> og flutti<br />

þar erindið Project Planning - A Prerequisite to Changing Plans. Meðhöfundur var<br />

Gréta María Grétarsdóttir. Samhliða þessu þróaði Helgi Þór og framkvæmdastýrði<br />

nýju meistaranámi í verkefnastjórnun við verkfræðideild, MPM (www.mpm.is),<br />

sem hófst í september <strong>2005</strong>.<br />

Magnús Þór Jónsson<br />

Eftirfarandi rannsóknarverkefni voru unnin undir stjórn Magnúsar Þórs Jónssonar<br />

á árinu <strong>2005</strong>:<br />

1. Frumgreining bilana og galla – Össur hf., framleiðsla og vöruþróun:<br />

Rúnar Unnþórsson, doktorsnemi, Bjarni Gíslason, meistaranemi og Tómas P.<br />

Rúnarsson, fræðimaður, hafa unnið við verkefnið ásamt Magnúsi. Rannís, Rannsóknarsjóður<br />

Háskóla Íslands og Össur hf. voru styrktaraðilar. Á árinu var unnið<br />

við greiningu galla við fyrstu áraun, stífni- og hljóðþrýstibylgjumælingar og flokkun<br />

bilana samkvæmt hefðbundnum aðferðum.<br />

2. Ljósboga og rafskautalíkan, AEM - Arc Electrode Model:<br />

Halldór Pálsson, dósent, Guðrún Sævarsdóttir, verkefnastjóri, Jon Arne Bakken,<br />

prófessor við NTNU og Andreas Westermoen,doktorsnemi við NTNU, hafa unnið<br />

við verkefnið ásamt Magnúsi. Á árinu var unnið við frekari þróun á ljósbogalíkani<br />

ásamt tengingu við rafskautalíkan. Verkefnið er samstarfsverkefni við Sintef í<br />

Noregi og styrkt af Rannís og norskum rannsóknarsjóðum.<br />

3. Hönnun og líkanstudd bestun:<br />

Hlynur Kristjánsson, meistaranemi, ásamt Fjólu Jónsdóttir, dósent, hafa unnið við<br />

verkefnið ásamt Magnúsi. Á árinu var sett fram aðferð til að finna bestu pípuleið<br />

fyrir tvífasa safnæðar fyrir jarðvarmaorkuver. Aðferðin var notuð við hönnun á<br />

safnæðum orkuversins á Hellisheiði. Jafnframt var sett fram aðferð til að besta<br />

hönnun á dælustöðvum og aðveituæðum.<br />

185

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!